Share Issue/Capital Change • Dec 17, 2025
Share Issue/Capital Change
Open in ViewerOpens in native device viewer
Mikil umframeftirspurn alþjóðlegra fjárfesta í útboði Alvotech á breytanlegra skuldabréfum að fjárhæð 108 milljónir dollara
REYKJAVÍK (17. DESEMBER 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði selt breytanleg skuldabréf að fjárhæð 108 milljónir bandaríkjadala til hóps um 20 alþjóðlegra fjárfesta í lokuðu útboði. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í útboðinu. Fjármögnunin styður við fjárfestingu félagsins í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja, sem áætlað er að verði um 250 milljónir bandaríkjadala á næsta ári. Félagið er nú að þróa 30 hliðstæður líftæknilyfja og hefur byggt upp verðmætasta safn fyrirhugaðra hliðstæðna í lyfjaiðnaðinum. Þá er Alvotech að auka framleiðslu og styrkja aðfangakeðju sína, þar sem 4 nýjar hliðstæður eru á leið á markað á þessu og næsta ári.
Með fjármögnuninni getur Alvotech tryggt forskot í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæðna og haldið áfram að efla framleiðslu og markaðssetningu á alþjóðlegum mörkuðum.
„Við fögnum þessari niðurstöðu og mikilli umframeftirspurn alþjóðlegra fjárfesta í útboðinu,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Þessi eftirspurn lýsir trausti fjárfestanna á viðskiptaáætlunum Alvotech og framtíðarhorfum félagsins, ásamt jákvæðu mati á þeim miklu verðmætum sem fólgin eru í þeirri fullkomnu aðstöðu til framleiðslu og þróunar sem við höfum byggt upp á undanförnum árum hér á Íslandi. Með þessari fjármögnun getum við ótrauð haldið áfram að þróa verðmætasta safn nýrra hliðstæðna í lyfjaiðnaðinum og markaðssetningu um allan heim, til að bæta aðgengi sjúklinga að hágæða líftæknilyfjum.“
Niðurstaða útboðsins
Hér er fjallað um helstu atriði en nánar er fjallað um skilmála skuldabréfanna í enskri útgáfu tilkynningarinnar.
Tímalína í viðskiptunum
| 16. desember nk. | Útboð á skuldabréfum og hlutabréfum |
| Verðlagning og úthlutun skuldabréfa og hlutabréfa | |
| 17. desember nk. | Viðskiptadagur (T) |
| 19. desember nk. | (T+2) Greiðsla fyrir hlutabréfin í viðskiptunum |
| 22. desember nk. | (T+3) Greiðsla fyrir breytanlegu skuldabréfin í viðskiptunum |
Ráðgjafar
DNB Carnegie, sem er hluti af DNB Bank ASA er umsjónaraðili útboðsins. Roschier var lögfræðilegur ráðgjafi Alvotech varðandi sænsk lög, Arendt & Medernach SA varðandi lúxemborgísk lög, BBA//Fjeldco varðandi íslensk lög og Cooley LLP varðandi bandarísk lög. Advokatfirmaet Thommessen AS er lögfræðilegur ráðgjafi DNB Carnegie varðandi norsk lög.
Um Alvotech
Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þróunar- og framleiðsluþættir í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Alvotech, á fjárfestasíðu okkar og á almennri vefsíðu félagsins á ensku. Fylgjast má með starfsemi Alvotech á LinkedIn, Facebook, Instagram og YouTube.
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.