AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Iceland Seafood International

M&A Activity Jul 18, 2025

2198_rns_2025-07-18_6710c45d-e182-47a7-a18c-a55f21f7df14.html

M&A Activity

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum

THORPESCA S.A.S., nýstofnað argentínskt dótturfélag Iceland Seafood Ibérica, hefur undirritað kaupsamning við FOOD ARTS S.A. um kaup á tveimur frystitogurum, ENTRENA UNO og ENTRENA DOS, ásamt tilheyrandi veiðileyfum og sögulegum veiðiréttindum. Heildarkaupverð nemur 5,8 milljónum bandaríkjadala.

Iceland Seafood Ibérica starfar nú þegar í Argentínu í gegnum dótturfélagið Achernar, sem var stofnað árið 2012 og er sjávarafurðafyrirtæki með áherslu á vinnslu og afurðasölu. Eftir kaup Iceland Seafood Ibérica á félaginu árið 2017 hefur það verið stórlega eflt og nútímavætt, sérstaklega vinnslustöðin í Puerto Madryn. Achernar er þekkt fyrir framleiðslu á villtri  rækju, sem nýtur mikillar eftirspurnar vegna lits, áferðar og bragðs. Rækjan er veidd í Suður-Atlantshafi og Achernar er eitt fárra fyrirtækja með MSC-vottun (Marine Stewardship Council) fyrir sjálfbærar veiðar á rækju veiddri á Rawson veiðitímabilinu.

Kaupin eru liður í stefnumótun félagsins

Kaupin á þessum tveimur togurum styðja við langtímamarkmið Iceland Seafood Ibérica, einkum með því að styrkja starfsemi félagsins í Argentínu og auka breidd í framboði á argentínskri rækju. Með þessum fjárfestingum nýtir félagið yfirgripsmikla reynslu sína af landfrystri villtri rækju og eykur aðgang að sjófrystri rækju, hágæðavöru með hærra markaðsvirði.

Eignarhald á togurunum veitir beint aðgengi að hráefni og stuðlar að lóðréttri samþættingu í virðiskeðju villtrar rækju. Það styrkir aðfangakeðjuna, styður við núverandi landvinnslu og opnar nýjar leiðir til sölu á verðmætari sjófrystum afurðum.

Þessi kaup eru hluti af stefnumótunarverkefnum Iceland Seafood International (ISI) sem samþykkt voru árið 2024, þar sem áhersla er lögð á markvissar fjárfestingar í Argentínu til að styrkja stöðu samstæðunnar og núverandi starfsemi á svæðinu.

Kaupin marka mikilvægt skref í að efla rekstrargetu Iceland Seafood Ibérica, samþættingu í aðfangakeðju og samkeppnisstöðu félagsins á alþjóðlegum rækjumarkaði.

Frekari upplýsingar:

Iceland Seafood International hf.http://www.icelandseafood.com/Investors

Ægir Páll Friðbertsson[email protected]

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.