Share Issue/Capital Change • Mar 4, 2025
Share Issue/Capital Change
Open in ViewerOpens in native device viewer
SKAGI: Afhending hlutabréfatengdra réttinda vegna kaupaukakerfis ársins 2024
Gerðir hafa verið kaupréttarsamningar og samningar um afhendingu kaupauka í formi hlutabréfa í Skaga við tiltekna stjórnendur þar sem hluta kaupauka vegna árangurs ársins 2024 er ráðstafað. Kaupaukinn byggir á kaupaukakerfi stjórnenda sem sett var á grundvelli starfskjarastefnu Skaga hf. sem samþykkt var á aðalfundi þann 21. mars 2024. Reglur kerfisins gera nánar tiltekið ráð fyrir að 50% af kaupauka sé greiddur í formi hlutabréfatengdra réttinda og þar af skuli greiðslu 40 % af kaupauka ársins frestað til þriggja ára. Starfsmenn hafa í því samhengi val um hvort kaupauki sé greiddur í formi kaupréttar eða í formi hlutabréfa í Skaga. Kaupréttarsamningar eru með nýtingarheimild eftir þrjú ár og samningar um afhendingu á tilteknum fjölda hlutabréfa í Skaga gera ráð fyrir afhendingu bréfanna að þremur árum liðnum en 10% af heildar kaupauka er afhentur án frestunar.
Fyrir kaupréttina og hlutabréfin greiða þeir starfsmenn sem hér er tilkynnt um alls 33.456.718 kr. með kaupaukum. Skilmálar kaupréttarsamninga og samninga um afhendingu hlutabréfa eru í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaukakerfi félagsins.
Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:
Meginefni samninga um afhendingu hlutabréfa er sem hér segir:
Upplýsingar um viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti og afhendingu hlutabréfa eru í viðhengi:

Viðhengi:
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.