AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Syn

Regulatory Filings Oct 23, 2025

2210_rns_2025-10-23_b40967a1-df7f-45f6-b6b8-1ef9dc541aca.html

Regulatory Filings

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.

Sýn hf. („Sýn“) hefur gert samning við Landsbankann hf. („Landsbankinn“) um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Sýn.

Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að auka seljanleika hlutabréfa, stuðla að virkari verðmyndun og gagnsæi á markaði.

Samningur Sýnar við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Sýnar. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboðum sé þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magnvegnu verðbili sé náð.

Samningurinn tekur gildi í dag 23. október 2025 og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.

Frekari upplýsingar veitir:

Eðvald Ingi Gíslason, fjármálastjóri

Netfang: [email protected]

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.