AGM Information • Feb 18, 2025
AGM Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 21.mars 2025
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2025 á Goðalandi Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.
Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,77% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af er verðbótaþáttur 4,77% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 29.530.179,- eða 0,1477 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 14,77% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 64.063.952,- Arðleysisdagur er 24. mars og arðréttindadagur er 25. mars. Greiðsludagur arðs er 28. mars n.k.
Reykjavík, 18. febrúar 2025.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

Attachments:
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.