AGM Information • Mar 22, 2019
AGM Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
Aðalfundi Sláturfélags Suðurlands svf. sem halda átti í dag er frestað vegna veðurs um eina viku.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. sem halda átti í dag 22. mars er frestað vegna veðurs um eina viku. Aðalfundurinn verður haldinn 29. mars 2019 á Goðlandi Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.
Tillögur:
Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 13,26% arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 3,26% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 23.877.857,- eða 0,13 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 17.672.512,- Arðleysisdagur er 1. apríl og arðréttindadagur er 2. apríl. Greiðsludagur arðs er 16. apríl n.k.
Reykjavík, 22. mars 2019.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.