Share Issue/Capital Change • Dec 2, 2022
Share Issue/Capital Change
Open in ViewerOpens in native device viewer
Disclosure 415686
Vísað er til tilkynningar þann 17. nóvember sl. þar sem fram kom að stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefði samþykkt að hækka hlutafé félagsins um kr. 145.939.749 í að nafnvirði í samræmi við heimild hluthafafundar þann 18. ágúst sl.
Umrædd hlutafjárhækkun hefur nú verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins og hlutafé félagsins er því kr. 1.845.939.749 að nafnvirði.
Óskað hefur verið eftir því að hinir nýju hlutir verði gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og sótt hefur verið um töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Jafnframt tilkynnist að uppgjör og eigendaskipti á hlutabréfum í Vísi hf. fóru fram þann 1. desember sl. og var Síldarvinnslan hf. þannig skráð sem eini hluthafi Vísis hf. þann sama dag.

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.