AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Reitir fasteignafélag

Share Issue/Capital Change Feb 28, 2024

2202_rns_2024-02-28_d934f481-4376-4ca8-9aa9-de5630d59e36.html

Share Issue/Capital Change

Open in Viewer

Opens in native device viewer

REITIR: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

REITIR: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi sem tilkynnt var um þann 27. febrúar sl. og sjá má hér.

Ákveðið var að taka tilboðum um kaup á 10.450.000 hlutum á genginu 82,0, alls kr. 856.900.000. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er föstudagurinn 1. mars næstkomandi.

Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.

Eftir framangreind kaup eiga Reitir 34.088.233 hluti eða sem nemur 4,6% af útgefnu hlutafé. Útistandandi hlutafé er því 711.550.000 hlutir.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á netfanginu [email protected]

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.