AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Reitir fasteignafélag

Quarterly Report Nov 13, 2023

2202_10-q_2023-11-13_d6113913-1cca-448e-a7dc-54b55dc94991.pdf

Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Reitir fasteignafélag

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar

1. janúar til 30. september 2023

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra 3
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 5
Efnahagsreikningur 6
Eiginfjáryfirlit 7
Sjóðstreymisyfirlit 8
Skýringar 9
Ársfjórðungsyfirlit um heildarafkomu 15

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Starfsemi Reita fasteignafélags hf. felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem að stærstum hluta er verslunarog skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt tíu dótturfélögum sem öll eru 100% í eigu móðurfélagsins. Árshlutareikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Rekstur árshlutans

Rekstur Reita á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 gekk vel. Í samanburði við fyrra ár vex rekstarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu lítillega umfram verðlag og góður gangur hefur verið í útleigu. Stór framkvæmdaverkefni félagsins ganga vel en á árshlutanum námu eignfærðar framkvæmdir 4,5 milljörðum króna.

Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam rekstrarhagnaður af rekstri samstæðunnar 7.411 millj. kr. samanborið við 6.764 millj. kr. árið áður. Heildarhagnaður samstæðunnar nam 4.818 millj. kr. á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2023 samanborið við 3.743 millj. kr. á sama tímabili árið áður. Heildareignir samstæðunnar í lok september námu 187.999 millj. kr. og eigið fé var 58.032 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall var 30,9% í lok september 2023.

Í lok ársfjórðungsins voru hluthafar í Reitum fasteignafélagi hf. 835 en þeir voru 854 í ársbyrjun.

Samrunaviðræður við Eik

Þann 30. júní síðastliðinn var tilkynnt að stjórnir Reita fasteignafélags og Eikar fasteignafélags hefðu ákveðið að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Stjórnir félaganna töldu umtalsverð tækifæri geti falist í sameiningu þeirra eins og fjallað hefur verið um.

Þann 1. október ákváðu stjórnir félaganna að slíta samrunaviðræðunum vegna þess að ekki náðist samkomulag um skiptahlutföll milli félaganna. Að baki samningaviðræðunum var unnin ítarleg greining á virði félaganna og mat stjórn Reita það ekki í þágu hagsmuna hluthafa félagsins að fallast á verulega eftirgjöf í virðismati til þess að af sameiningu yrði.

Í uppgjöri þriðja ársfjórðungs er gjaldfærður stjórnunarkostnaður að fjárhæð 56 millj. kr. sem féll til vegna vinnu ráðgjafa að úttektum og skýrslum sem tengdust samrunaviðræðunum.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IAS 34, eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuárshlutareikningur félagsins gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. september 2023 og rekstrarafkomu hennar og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2023.

Jafnframt er það álit okkar að samstæðuárshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og, í samhengi við ársreikning samstæðunnar, lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh.:

Stjórn og forstjóri Reita fasteignafélags hf. hafa í dag fjallað um samstæðuárshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2023 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík, 13.nóvember 2023

Í stjórn félagsins:

Þórarinn V. Þórarinsson

Gréta María Grétarsdóttir Kristinn Albertsson

Elín Árnadóttir Guðmundur Kristján Jónsson

Forstjóri:

Guðjón Auðunsson Forstjóri:

Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 1. janúar til 30. september 2023

Skýr. 2023
1.7. -30.9.
2022
1.7. -30.9.
2023
1.1. -30.9.
2022
1.1. -30.9.
Rekstrartekjur og rekstrargjöld
Leigutekjur
6 3.842 3.426 11.193 9.949
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna 7 ( 1.102) ( 901) ( 3.164) ( 2.660)
Hreinar leigutekjur 2.740 2.525 8.029 7.289
Stjórnunarkostnaður ( 237) ( 175) ( 618) ( 525)
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu 2.503 2.350 7.411 6.764
Matsbreyting fjárfestingareigna 10 ( 2.775) 453 7.271 6.227
Rekstrarhagnaður ( 272) 2.803 14.682 12.991
Fjármunatekjur 90 31 187 52
Fjármagnsgjöld ( 2.196) ( 3.249) ( 8.781) ( 9.015)
Hrein fjármagnsgjöld 8 ( 2.106) ( 3.218) ( 8.594) ( 8.963)
(Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt ( 2.378) ( 415) 6.088 4.028
Tekjuskattur 13 449 144 ( 1.270) ( 285)
(Tap) hagnaður og önnur heildarafkoma ( 1.929) ( 271) 4.818 3.743
(Tap) hagnaður á hlut
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut ( 2,6) ( 0,4) 6,5 4,9

Efnahagsreikningur

30. september 2023

Skýr. 30.9.2023 31.12.2022
Eignir
Fjárfestingareignir 10 183.873 172.270
Eignir til eigin nota 237 242
Langtímakröfur 120 439
Fastafjármunir 184.230 172.951
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 9 1.372 1.058
Bundið fé 180 829
Handbært fé 2.217 42
Veltufjármunir 3.769 1.929
Eignir samtals 187.999 174.880
Eigið fé
Hlutafé 728 746
Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár 21.664 23.133
Annað bundið eigið fé 6.474 4.056
Óráðstafað eigið fé 29.166 28.169
Eigið fé 11 58.032 56.104
Skuldir
Vaxtaberandi skuldir 12 96.573 88.030
Tekjuskattsskuldbinding 13 15.541 14.271
Leiguskuldbinding 5.991 5.876
Langtímaskuldir 118.105 108.177
Vaxtaberandi skuldir 12 9.957 9.057
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 1.905 1.542
Skammtímaskuldir 11.862 10.599
Skuldir samtals 129.967 118.776
Eigið fé og skuldir samtals 187.999 174.880

1. janúar til 30. september 2023 Eiginfjáryfirlit

Yfirverðs
reikningur
innborgaðs
Bundið Óráðstafað Eigið fé
1. janúar - 30. september 2022 Skýr. Hlutafé hlutafjár eigið fé eigið fé samtals
Eigið fé 1. janúar 2022 767 25.082 10.817 22.053 58.719
Heildarafkoma tímabilsins 3.743 3.743
Innleyst af bundnu eigið fé ( 10.259) 10.259 0
Fært á bundið eigið fé 5.195 ( 5.195) 0
Greiddur arðgreiðsla ( 1.320) ( 1.320)
Endurkaup á eigin bréfum ( 15) ( 1.399) ( 1.414)
Eigið fé 30. september 2022 11 752 23.683 5.753 29.540 59.728
1. janúar - 30. september 2023
Eigið fé 1. janúar 2023 746 23.133 4.056 28.169 56.104
Heildarafkoma tímabilsins 4.818 4.818
Innleyst af bundnu eigið fé ( 3.496) 3.496 0
Fært á bundið eigið fé 5.914 ( 5.914) 0
Greiddur arður ( 1.403) ( 1.403)
Endurkaup á eigin bréfum ( 18) ( 1.469) ( 1.487)
Eigið fé 30. september 2023 11 728 21.664 6.474 29.166 58.032

Frekari upplýsingar um breytingu á bundnu eigið fé er að finna í skýringu 11.

Sjóðstreymisyfirlit

1. janúar til 30. september 2023

Skýr. 2023
1.1.-30.9.
2022
1.1.-30.9.
Rekstrarhreyfingar
Hagnaður tímabilsins 4.818 3.743
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Matsbreyting fjárfestingareigna 10 ( 7.271) ( 6.227)
Hrein fjármagnsgjöld 8 8.594 8.963
Afskriftir 5 5
Tekjuskattur 1.270 285
7.416 6.769
Skammtímakröfur, breyting 6 89
Skammtímaskuldir, breyting 656 359
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 662 448
Innheimtar vaxtatekjur 193 52
Greidd vaxtagjöld ( 2.592) ( 2.246)
Greidd lóðaleiga ( 205) ( 188)
Handbært fé frá rekstri 5.474 4.835
Fjárfestingarhreyfingar
Kaupverð nýrra fjárfestingareigna 10 ( 164) ( 107)
Fjárfesting í endurbótum á fjárfestingareignum 10 ( 4.503) ( 1.757)
Söluverð fjárfestingareigna 10 450 3.833
Breyting á eignum til eigin nota 0 ( 2)
(Kröfur) skuld vegna fjárfestingareigna ( 228) ( 154)
Bundið fé, breyting 647 ( 25)
Fjárfestingarhreyfingar ( 3.798) 1.788
Fjármögnunarhreyfingar
Tekin ný langtímalán 12 11.919 1.461
Afborganir langtímalána 12 ( 8.530) ( 2.935)
Greiddur arður 11 ( 1.403) ( 1.320)
Endurkaup á eigin bréfum 11 ( 1.487) ( 1.413)
Fjármögnunarhreyfingar 499 ( 4.207)
Hækkun á handbæru fé 2.175 2.416
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé 0 ( 2)
Handbært fé í ársbyrjun 42 957
Handbært fé í lok tímabilsins 2.217 3.371

Skýringar

1. Félagið

Reitir fasteignafélag hf. ("félagið") kt. 711208-0700 er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2023 hefur að geyma árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess, sem eru Reitir - hótel ehf., Reitir - iðnaður ehf., Reitir - skrifstofur ehf., Reitir verslun ehf., Reitir - þróun ehf., Norðurslóð 4 ehf., Vínlandsleið ehf., Reitir þjónusta ehf., H176 Reykjavík ehf. og Kringlureitur ehf. sem vísað er til í heild sem samstæðunnar og til einstakra félaga sem samstæðufélaga eða dótturfélaga.

2. Grundvöllur reikningsskilanna

a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðum sé fylgt

Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti að lesa í samhengi við ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2022.

Stjórn félagsins staðfesti samstæðuárshlutareikninginn 13. nóvember 2023.

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

Við gerð árshlutareikningsins er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og beitt var við gerð ársreiknings samstæðunnar fyrir árið 2022. Hægt er að nálgast ársreikninginn hjá félaginu eða á vef þess www.reitir.is.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningshaldslegt mat hefur mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda er að finna í skýringu 10 Mat fjárfestingareigna og skýringu 13 Tekjuskattur .

Árshlutareikningurinn er gerður í íslenskum krónum, sem er starfsrækslugjaldmiðill félagsins, og eru allar fjárhæðir birtar í milljónum króna. Hann er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði.

4. Mat og ákvarðanir

Gerð árshlutareikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati.

5. Starfsþáttayfirlit

Starfsþáttayfirlit veitir upplýsingar um einstaka þætti í rekstri félagsins. Starfsemi skiptist í fimm starfsþætti sem er rekstur mismunandi tegunda fasteigna.

2023

1.1 - 30.9

Iðnaður og
Skrifstofur Verslun Hótel annað Þróun Annað Jöfnun Samtals
Leigutekjur 4.092 3.865 1.745 1.495 81 648 (
733)
11.193
Rekstrarkostnaður
fjárfestingareigna
(
1.151)
(
1.362)
(
361)
(
308)
(
78)
(
1)
97 ( 3.164)
Hreinar leigutekjur 2.941 2.503 1.384 1.187 3 647 (
636)
8.029
Stjórnunarkostnaður ( 254) (
220)
(
91)
(
81)
(
12)
(
596)
636 (
618)
Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu …
2.687 2.283 1.293 1.106 (
9)
51 0 7.411
Matsbreyting
fjárfestingareigna …
3.152 750 547 2.443 379 0 0 7.271
Rekstrarhagnaður … 5.839 3.033 1.840 3.549 370 51 0 14.682
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
( 8.594)
(
1.270)
Heildarhagnaður … 4.818
Staða 30. september 2023
Fjárfestingareignir án
nýtingaréttar lóðarleigusamninga … 60.844
59.100 26.603 23.562 7.773 177.882

5. Starfsþáttayfirlit, frh.:

2022
1.1 - 30.9 Iðnaður og
Skrifstofur Verslun Hótel annað Þróun Annað Jöfnun Samtals
Leigutekjur 3.624 3.480 1.498 1.268 80 578 ( 579) 9.949
Rekstrarkostnaður
fjárfestingareigna
(
958)
( 1.044) (
311)
(
280)
( 76) ( 1) 10 ( 2.660)
Hreinar leigutekjur 2.666 2.436 1.187 988 4 577 ( 569) 7.289
Stjórnunarkostnaður (
222)
(
202)
(
81)
(
71)
( 10) ( 508) 569 (
525)
Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu…
2.444 2.234 1.106 917 ( 6) 69 0 6.764
Matsbreyting
fjárfestingareigna …
1.919 2.112 669 942 585 0 0 6.227
Rekstrarhagnaður … 4.363 4.346 1.775 1.859 579 69 0 12.991
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
( 8.963)
(
285)
Heildahagnaður … 3.743
Staða 30. september 2022
Fjárfestingareignir án
nýtingaréttar lóðarleigusamninga …
58.189 56.024 26.715 18.688 7.329 166.945
2023 2022
1.1.-30.9. 1.1.-30.9.
Áætlaðar heildarleigutekjur 11.684 10.489
Reiknaðar tekjur af óútleigðum rýmum (
491)
( 533)
11.193 9.956
Nýtingarhlutfall fasteigna 95,8% 94,9%
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna greinist þannig:
Fasteignagjöld 1.796 1.662
Viðhald og endurbætur 846 543
Vátryggingar 168 152
Virðisrýrnun krafna 11 4
Annar rekstrarkostnaður fjárfestingareigna 343 299
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna alls 3.164 2.660
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna sem ekki mynduðu leigutekjur á árinu er óverulegur.
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Fjármunatekjur greinast þannig:
Vaxtatekjur 187 52
Fjármunatekjur alls 187 52
Fjármagnsgjöld greinast þannig:
Vaxtagjöld af vaxtaberandi skuldum (
2.496)
( 2.161)
(
6.010)
( 6.643)
Vaxtatekjur 187 52
Fjármunatekjur alls 187 52
Fjármagnsgjöld greinast þannig:
Vaxtagjöld af vaxtaberandi skuldum ( 2.496) ( 2.161)
Verðbætur af vaxtaberandi skuldum ( 6.010) ( 6.643)
Lóðarleiga ( 205) ( 188)
Önnur fjármagnsgjöld ( 70) ( 23)
Fjármagnsgjöld alls ( 8.781) ( 9.015)
Hrein fjármagnsgjöld ( 8.594) ( 8.963)
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur
30.9.2023 31.12.2022
Viðskiptakröfur vegna leigu og skuldabréf 1.167 1.367
Fjármagnstekjuskattur 36 15
Aðrar skammtímakröfur 289 115

9. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, frh.:

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur sundurliðast þannig:

30.9.2023 31.12.2022
Nafnverð Niðurfærsla
Kröfu
kröfu
Nafnverð
Kröfu
Niðurfærsla
kröfu
Ógjaldfallið 1.412 ( 93) 1.579 ( 123)
Gjaldfallið innan 30 daga 72 ( 4) 12 0
Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum 55 ( 15) 21 ( 3)
Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum 413 ( 348) 406 ( 395)
1.952 ( 460) 2.018 ( 521)

10. Fjárfestingareignir

Fjárfestingareignir sundurliðast þannig: 30.9.2023 31.12.2022
1.1.-30.9. 1.1.-31.12.
Bókfært verð 1.1 166.394 162.688
Kaup tímabilsins 164 2.554
Viðbætur tímabilsins 4.503 3.179
Selt á tímabilinu (
450)
(
3.834)
Matsbreyting tímabilsins 7.271 1.807
Bókfært verð í lok tímabils 177.882 166.394
Fasteignir 170.109 159.328
Þróunareignir 7.773 7.066
177.882 166.394
Nýtingaréttur lóðarleigusamninga 5.991 5.876
Fjárfestingareignir samtals 183.873 172.270

Við ákvörðun á gangvirði fjárfestingareigna er byggt á forsendum sem háðar eru mati stjórnenda á þróun ýmissa þátta í framtíðinni. Raunverulegt söluverð kann að verða frábrugðið þessu mati.

Fjárfestingareignir samstæðunnar eru metnar á gangvirði á reikningsskiladegi í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 40 Fjárfestingareignir og alþjóðlegan reikningsskilastaðal IFRS 13 Mat á gangvirði . Allar fjárfestingareignir samstæðunnar falla undir þriðja þrep í flokkunarkerfi gangvirðismats og eru metnar sem slíkar.

Við mat á fjárfestingareignum er notuð sama aðferðarfræði og í samstæðuársreikningi félagsins. Breytingar frá áramótum endurspegla þá þróun sem verið hefur í verðlagi, hækkandi vöxtum, breytingum á metnum framtíðarleigutekjum og áhrifum fasteignamats fyrir árið 2024. Mikilvægustu forsendur matslíkansins eru mat á framtíðarleigutekjum og vegnum fjármagnskostnaði (WACC). Gert er ráð fyrir 6,6% vegnum fjármagnkostnaði í matinu (31.12.2022 6,2%).

Breytingar á gangvirði fjárfestingareigna eru færðar undir liðnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi. Hækkun á mati fjárfestingareigna nam 7.271 millj. kr. á tímabilinu (2022: 6.227 millj. kr.).

Næmigreining:

Næmi fjárfestingareigna fyrir breytingum í mikilvægustu forsendum er sem hér segir:

Áhrif á gangvirði 30.9.2023
Breyting Hækkun Lækkun
Veginn fjármagnskostnaður (WACC) -/+ ½% 13.312 ( 11.475)
Markaðsleiga +/- 5% 8.014 ( 8.014)

11. Eigið fé

Hlutafé

Skráð heildarhlutafé félagsins í lok ársfjórðungsins nam 746 millj. kr. Við lok ársfjórðungsins átti félagið eigin hlutabréf að nafnverði 18 millj. kr. Lækkun hlutafjár vegna eigin hlutabréfa að nafnvirði 17 millj. kr. var samþykkt á aðalfundi félagsins 8. mars 2023. Formleg skráning lækkunarinnar fór fram 18. apríl sl.

Arðgreiðsla að fjárhæð 1,89 kr. á hlut eða 1.403 millj. kr., sem samþykkt var á aðalfundi 8. mars 2023, var greidd 31. mars 2023.

Bundinn hlutdeildarreikningur

Bundnir hlutdeildarreikningar sundurliðast þannig: Bundinn

Lögbundinn
varasjóður
Endurmats-
reikningur
hlutdeildar-
reikningur
dótturfélaga
Bundið
eigð fé
samtals
Bundið eigið fé 1. janúar 2022 451 107 10.259 10.817
Innleyst af bundnu eigið fé (
10.259)
( 10.259)
Fært á bundið eigið fé 5.195 5.195
Bundið eigið fé 30. september 2022 451 107 5.195 5.753
Eigið fé 1. janúar 2023 451 109 3.496 4.056
Innleyst af bundnu eigið fé (
3.496)
( 3.496)
Fært á bundið eigið fé 5.914 5.914
Bundið eigið fé 30. september 2023 451 109 5.914 6.474

12. Vaxtaberandi skuldir

Langtímaskuldir 30.9.2023 31.12.2022
Vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir, innan tryggingarfyrirkomulags 2.231 2.213
Skuldabréfaútgáfa, innan tryggingarfyrirkomulags 104.109 94.191
Skuldabréfaútgáfa, utan tryggingarfyrirkomulags 818 866
Vaxtaberandi skuldir alls án lántökukostnaðar 107.158 97.270
Næsta árs afborganir langtímalána (
9.957)
( 8.857)
Eignfærður lántökukostnaður (
628)
( 383)
Vaxtaberandi langtímaskuldir alls 96.573 88.030
Skammtímaskuldir
Næsta árs afborganir langtímaskulda 9.957 8.857
Næsta árs afborganir langtímaskulda 9.957 8.857
Skammtímaskuldir 200
9.957 9.057
Vaxtaberandi skuldir alls 106.530 97.087

13. Tekjuskattur

Virkur tekjuskattur samstæðunnar fyrir tímabilið var 20,9% ( 2022: 7,1%).

2023 2022
Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: 1.1.-30.9. 1.1.-30.9.
Hagnaður fyrir tekjuskatt 6.088 4.028
Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli 20,0% ( 1.218) 20,0% ( 806)
Lækkun (hækkun ) á óeignfærði skattinneign 0,9% ( 52) ( 12,9%) 521
Virkur tekjuskattur 20,9% ( 1.270) 7,1% ( 285)

Ársfjórðungsyfirlit um heildarafkomu

3F
2023
2F
2023
1F
2023
4F
2022
3F
2022
Rekstrartekjur og rekstrargjöld
Leigutekjur
3.842 3.732 3.619 3.532 3.426
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna ( 1.102) ( 1.049) ( 1.013) ( 930) ( 901)
Hreinar leigutekjur 2.740 2.683 2.606 2.602 2.525
Stjórnunarkostnaður ( 237) ( 183) ( 198) ( 204) ( 175)
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu 2.503 2.500 2.408 2.398 2.350
Matsbreyting fjárfestingareigna ( 2.775) 7.538 2.508 ( 4.420) 453
Rekstrarhagnaður ( 272) 10.038 4.916 ( 2.022) 2.803
Fjármunatekjur 90 50 47 32 31
Fjármagnsgjöld ( 2.196) ( 3.113) ( 3.472) ( 1.746) ( 3.249)
Hrein fjármagnsgjöld ( 2.106) ( 3.063) ( 3.425) ( 1.714) ( 3.218)
(Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt ( 2.378) 6.975 1.491 ( 3.736) ( 415)
Tekjuskattur 449 ( 1.366) ( 353) 666 144
(Tap) hagnaður tímabilsins ( 1.929) 5.609 1.138 ( 3.070) ( 271)
Endurmat 0 0 0 3 0
Tekjuskattur 0 0 0 ( 1) 0
Önnur heildarafkoma samtals 0 0 0 2 0
(Heildartap)-hagnaður ( 1.929) 5.609 1.138 ( 3.068) ( 271)

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.