Interim / Quarterly Report • Aug 21, 2023
Interim / Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar
1. janúar til 30. júní 2023
| Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra | 3 |
|---|---|
| Könnunaráritun óháðs endurskoðanda | 5 |
| Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu | 6 |
| Efnahagsreikningur | 7 |
| Eiginfjáryfirlit | 8 |
| Sjóðstreymisyfirlit | 9 |
| Skýringar | 10 |
| Ársfjórðungsyfirlit um heildarafkomu | 16 |
Starfsemi Reita fasteignafélags hf. felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem að stærstum hluta er verslunarog skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt tíu dótturfélögum sem öll eru 100% í eigu móðurfélagsins. Árshlutareikningurinn er kannaður af endurskoðendum félagsins.
Þann 30. júní síðastliðinn var tilkynnt að stjórnir Reita fasteignafélags og Eikar fasteignafélags hefðu ákveðið að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Stjórnir félaganna telja umtalsverð tækifæri geti falist í sameiningu þeirra og að samlegðaráhrifin birtist einkum í aukinni rekstrarhagkvæmni, aukinni sérhæfingu, bættri þjónustu við krefjandi markaði og hraðari tekjumyndun af uppbyggingu þróunareigna. Loks telja stjórnir félaganna að stærra, sérhæfðara og arðsamara félag sé líklegt til að eiga betri og fjölbreyttari kosti um fjármögnun og höfða til breiðari hóps fjárfesta, innlendra sem erlendra.
Samrunaviðræðurnar eru i þeim farvegi sem þeim var markaður í upphafi í samstarfi við lögfræðilega og rekstrarlega ráðgjafa. Er viðræðunum ætlað að gefa stjórnum félaganna svigrúm til að greina eignasöfn beggja félaga, heppilega umgjörð viðskipta og skipulag sameinaðs félags. Vænta má frekari frétta af samrunaviðræðunum í fyrri hluta septembermánaðar.
Rekstur Reita á fyrri hluta árs 2023 gekk vel. Rekstarhagnaður félagsins vex lítillega umfram verðlag og góður gangur hefur verið í útleigu. Stór framkvæmdaverkefni félagsins ganga vel en á fyrri hluta árs námu eignfærðar framkvæmdir 2,9 milljörðum króna.
Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam rekstrarhagnaður af rekstri samstæðunnar 4.908 millj. kr. og heildarhagnaður 6.747 millj. kr. á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2023. Heildareignir samstæðunnar í lok júní námu 190.957 millj. kr. og eigið fé var 60.370 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall var 32% í lok hálfa ársins.
Í lok ársfjórðungsins voru hluthafar í Reitum fasteignafélagi hf. 842 en þeir voru 854 í ársbyrjun.
Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IAS 34, eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuárshlutareikningur félagsins gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. júní 2023 og rekstrarafkomu hennar og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2023.
Jafnframt er það álit okkar að samstæðuárshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og, í samhengi við ársreikning samstæðunnar, lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri Reita fasteignafélags hf. hafa í dag fjallað um samstæðuárshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík, 21. ágúst 2023
Í stjórn félagsins:
Þórarinn V. Þórarinsson
Gréta María Grétarsdóttir Kristinn Albertsson
Elín Árnadóttir Guðmundur Kristján Jónsson
Forstjóri:
Guðjón Auðunsson

Til stjórnar og hluthafa Reita fasteignafélags hf.
Við höfum kannað meðfylgjandi samandreginn samstæðuárshlutareikning Reita fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023. Samandregni samstæðuárshlutareikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit og skýringar.
Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á gerð og framsetningu samandregna samstæðuárshlutareikningsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Ábyrgð okkar felst í ályktun okkar um samandregna samstæðuárshlutareikninginn sem byggir á könnuninni.
Könnun okkar var unnin í samræmi við alþjóðlegan staðal ISRE 2410, sem fjallar um könnun óháðs endurskoðanda á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem bera ábyrgð á fjármálum og reikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn víðtækar aðgerðir og endurskoðun sem unnin er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er því ekki víst að við fáum vitneskju um öll mikilvæg atriði sem gætu komið í ljós við endurskoðun. Þar af leiðandi látum við ekki í ljós álit um endurskoðun.
Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til þess að meðfylgjandi samandreginn samstæðuárshlutareikningur sé ekki í öllum meginatriðum í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga nr. 3/2006.
Reykjavík, 21. ágúst 2023
Geir Steindórsson löggiltur endurskoðandi
105 Reykjavík Ernst & Young ehf. Borgartún 30

| Skýr. | 2023 1.4. -30.6.* |
2022 1.4. -30.6.* |
2023 1.1. -30.6. |
2022 1.1. -30.6. |
|||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrartekjur og rekstrargjöld | |||||||||
| Leigutekjur | 6 | 3.732 | 3.285 | 7.351 | 6.523 | ||||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | 7 | ( | 1.049) | ( | 902) | ( | 2.062) | ( | 1.759) |
| Hreinar leigutekjur | 2.683 | 2.383 | 5.289 | 4.764 | |||||
| Stjórnunarkostnaður | ( | 183) | ( | 170) | ( | 381) | ( | 350) | |
| Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 2.500 | 2.213 | 4.908 | 4.414 | |||||
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 10 | 7.538 | 3.620 | 10.046 | 5.774 | ||||
| Rekstrarhagnaður | 10.038 | 5.833 | 14.954 | 10.188 | |||||
| Fjármunatekjur | 50 | 13 | 97 | 21 | |||||
| Fjármagnsgjöld | ( | 3.113) | ( | 3.255) | ( | 6.585) | ( | 5.766) | |
| Hrein fjármagnsgjöld | 8 | ( | 3.063) | ( | 3.242) | ( | 6.488) | ( | 5.745) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 6.975 | 2.591 | 8.466 | 4.443 | |||||
| Tekjuskattur | 13 | ( | 1.366) | 49 | ( | 1.719) | ( | 429) | |
| Hagnaður og önnur heildarafkoma | 5.609 | 2.640 | 6.747 | 4.014 | |||||
| Hagnaður á hlut | |||||||||
| Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut | 7,6 | 3,5 | 9,1 | 5,3 |
|---|---|---|---|---|
Skýringar á blaðsíðum 10 - 15 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuárshlutareikningnum.
* Hvorki kannað né endurskoðað af ytri endurskoðanda félagsins
| Skýr. | 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
|---|---|---|---|
| Eignir | |||
| Fjárfestingareignir | 10 | 185.308 | 172.270 |
| Eignir til eigin nota | 239 | 242 | |
| Langtímakröfur | 199 | 439 | |
| Fastafjármunir | 185.746 | 172.951 | |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 9 | 1.451 | 1.058 |
| Bundið fé | 137 | 829 | |
| Handbært fé | 3.623 | 42 | |
| Veltufjármunir | 5.211 | 1.929 | |
| Eignir samtals | 190.957 | 174.880 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 733 | 746 | |
| Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár | 22.068 | 23.133 | |
| Annað bundið eigið fé | 7.705 | 4.056 | |
| Óráðstafað eigið fé | 29.864 | 28.169 | |
| Eigið fé | 11 | 60.370 | 56.104 |
| Skuldir | |||
| Vaxtaberandi skuldir | 12 | 96.790 | 88.030 |
| Tekjuskattsskuldbinding | 13 | 15.990 | 14.271 |
| Leiguskuldbinding | 5.991 | 5.876 | |
| Langtímaskuldir | 118.771 | 108.177 | |
| Vaxtaberandi skuldir | 12 | 9.889 | 9.057 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 1.927 | 1.542 | |
| Skammtímaskuldir | 11.816 | 10.599 | |
| Skuldir samtals | 130.587 | 118.776 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 190.957 | 174.880 |
Skýringar á blaðsíðum 10 - 15 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuárshlutareikningnum.
| 1. janúar - 30. júní 2022 | Skýr. | Hlutafé | Yfirverðs reikningur innborgaðs hlutafjár |
Bundið eigið fé |
Óráðstafað eigið fé |
Eigið fé samtals |
|||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Eigið fé 1. janúar 2022 | 767 | 25.082 | 10.817 | 22.053 | 58.719 | ||||||
| Heildarafkoma tímabilsins | 4.014 | 4.014 | |||||||||
| Innleyst af bundnu eigið fé | ( | 10.259) | 10.259 | 0 | |||||||
| Fært á bundið eigið fé | 4.633 | ( | 4.633) | 0 | |||||||
| Greiddur arðgreiðsla | ( | 1.320) | ( | 1.320) | |||||||
| Endurkaup á eigin bréfum | ( | 15) | ( | 1.365) | ( | 1.380) | |||||
| Eigið fé 30. júní 2022 | 11 | 752 | 23.717 | 5.191 | 30.373 | 60.033 | |||||
| 1. janúar - 30. júní 2023 | |||||||||||
| Eigið fé 1. janúar 2023 | 746 | 23.133 | 4.056 | 28.169 | 56.104 | ||||||
| Heildarafkoma tímabilsins | 6.747 | 6.747 | |||||||||
| Innleyst af bundnu eigið fé | ( | 3.496) | 3.496 | 0 | |||||||
| Fært á bundið eigið fé | 7.145 | ( | 7.145) | 0 | |||||||
| Greiddur arður | ( | 1.403) | ( | 1.403) | |||||||
| Endurkaup á eigin bréfum | ( | 13) | ( | 1.065) | ( | 1.078) | |||||
| Eigið fé 30. júní 2023 | 11 | 733 | 22.068 | 7.705 | 29.864 | 60.370 |
Frekari upplýsingar um breytingu á bundnu eigið fé er að finna í skýringu 11.
Skýringar á blaðsíðum 10 - 15 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuárshlutareikningnum.
| Skýr. | 2023 1.1.-30.6. |
2022 1.1.-30.6. |
|||
|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | |||||
| Hagnaður tímabilsins | 6.747 | 4.014 | |||
| Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: | |||||
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 10 | ( | 10.046) | ( | 5.774) |
| Hrein fjármagnsgjöld | 8 | 6.488 | 5.745 | ||
| Afskriftir | 3 | 3 | |||
| Tekjuskattur | 1.719 | 429 | |||
| 4.911 | 4.417 | ||||
| Skammtímakröfur, breyting | ( | 154) | 77 | ||
| Skammtímaskuldir, breyting | 568 | 26 | |||
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | 414 | 103 | |||
| Innheimtar vaxtatekjur | 102 | 22 | |||
| Greidd vaxtagjöld | ( | 1.590) | ( | 1.425) | |
| Greidd lóðaleiga | ( | 141) | ( | 125) | |
| Handbært fé frá rekstri | 3.696 | 2.992 | |||
| Fjárfestingarhreyfingar | |||||
| Kaupverð nýrra fjárfestingareigna | 10 | ( | 158) | 0 | |
| Fjárfesting í endurbótum á fjárfestingareignum | 10 | ( | 2.918) | ( | 976) |
| Söluverð fjárfestingareigna | 10 | 0 | 3.734 | ||
| Breyting á eignum til eigin nota | 0 | ( | 1) | ||
| (Kröfur) skuld vegna fjárfestingareigna | ( | 234) | ( | 254) | |
| Bundið fé, breyting | 690 | 14 | |||
| Fjárfestingarhreyfingar | ( | 2.620) | 2.517 | ||
| Fjármögnunarhreyfingar | |||||
| Tekin ný langtímalán | 12 | 11.919 | 0 | ||
| Afborganir langtímalána | 12 | ( | 7.133) | ( | 1.805) |
| Greiddur arður | 11 | ( | 1.403) | ( | 1.320) |
| Endurkaup á eigin bréfum | 11 | ( | 1.078) | ( | 1.380) |
| Fjármögnunarhreyfingar | 2.305 | ( | 4.505) | ||
| Hækkun á handbæru fé | 3.381 | 1.004 | |||
| Áhrif gengisbreytinga á handbært fé | 1 | ( | 3) | ||
| Handbært fé í ársbyrjun | 42 | 957 | |||
| Handbært fé í lok tímabilsins | 3.424 | 1.958 |
Skýringar á blaðsíðum 10 - 15 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuárshlutareikningnum.
Reitir fasteignafélag hf. ("félagið") kt. 711208-0700 er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023 hefur að geyma árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess, sem eru Reitir - hótel ehf., Reitir - iðnaður ehf., Reitir - skrifstofur ehf., Reitir - verslun ehf., Reitir - þróun ehf., Norðurslóð 4 ehf., Vínlandsleið ehf., Reitir þjónusta ehf., H176 Reykjavík ehf. og Kringlureitur ehf. sem vísað er til í heild sem samstæðunnar og til einstakra félaga sem samstæðufélaga eða dótturfélaga.
Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti að lesa í samhengi við ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2022.
Stjórn félagsins staðfesti samstæðuárshlutareikninginn 21. ágúst 2023.
Við gerð árshlutareikningsins er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og beitt var við gerð ársreiknings samstæðunnar fyrir árið 2022. Hægt er að nálgast ársreikninginn hjá félaginu eða á vef þess www.reitir.is.
Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningshaldslegt mat hefur mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda er að finna í skýringu 10 Mat fjárfestingareigna og skýringu 13 Tekjuskattur .
Árshlutareikningurinn er gerður í íslenskum krónum, sem er starfsrækslugjaldmiðill félagsins, og eru allar fjárhæðir birtar í milljónum króna. Hann er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði.
Gerð árshlutareikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati.
Starfsþáttayfirlit veitir upplýsingar um einstaka þætti í rekstri félagsins. Starfsemi skiptist í fimm starfsþætti sem er rekstur mismunandi tegunda fasteigna.
| Iðnaður og | |||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Skrifstofur | Verslun | Hótel | annað | Þróun | Annað | Jöfnun | Samtals | ||
| Leigutekjur | 2.686 | 2.539 | 1.146 | 979 | 55 | 426 | ( 480) |
7.351 | |
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna |
( 757) |
( 866) |
( 249) |
( 196) |
( | 55) | 0 | 61 ( 2.062) |
|
| Hreinar leigutekjur | 1.929 | 1.673 | 897 | 783 | 0 | 426 | ( | 419) 5.289 |
|
| Stjórnunarkostnaður ( | 167) | ( 145) |
( 60) |
( 53) |
( | 8) | ( 367) |
419 | ( 381) |
| Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu … |
1.762 | 1.528 | 837 | 730 | ( | 8) | 59 | 0 4.908 |
|
| Matsbreyting fjárfestingareigna … |
4.101 | 1.900 | 900 | 2.701 | 444 | 0 | 0 10.046 |
||
| Rekstrarhagnaður … | 5.863 | 3.428 | 1.737 | 3.431 | 436 | 59 | 0 14.954 |
||
| Hrein fjármagnsgjöld Tekjuskattur |
( 6.488) ( 1.719) |
||||||||
| Heildarhagnaður … | 6.747 | ||||||||
| Staða 30. júní 2023 | |||||||||
| Fjárfestingareignir án nýtingaréttar lóðarleigusamninga … |
61.432 | 59.854 | 26.955 | 23.464 | 7.612 | 179.317 | |||

| 2022 | ||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1.1 - 30.6 | Iðnaður og | |||||||
| Skrifstofur | Verslun | Hótel | annað | Þróun | Annað | Jöfnun | Samtals | |
| Leigutekjur | 2.386 | 2.287 | 946 | 851 | 47 | 380 | ( 374) |
6.523 |
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna |
( 611) |
( 691) |
( 222) |
( 183) |
( 52) |
0 | 0 | ( 1.759) |
| Hreinar leigutekjur | 1.775 | 1.596 | 724 | 668 | ( 5) |
380 | ( 374) |
4.764 |
| Stjórnunarkostnaður | ( 145) |
( 133) |
( 53) |
( 48) |
( 6) |
( 339) |
374 | ( 350) |
| Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu… |
1.630 | 1.463 | 671 | 620 | ( 11) |
41 | 0 | 4.414 |
| Matsbreyting fjárfestingareigna … |
1.795 | 2.324 | 472 | 800 | 383 | 0 | 0 | 5.774 |
| Rekstrarhagnaður … | 3.425 | 3.787 | 1.143 | 1.420 | 372 | 41 | 0 | 10.188 |
| Hrein fjármagnsgjöld Tekjuskattur |
( 5.745) ( 429) |
|||||||
| Heildahagnaður … | 4.014 | |||||||
| Staða 30. júní 2022 | ||||||||
| Fjárfestingareignir án nýtingaréttar lóðarleigusamninga … |
57.220 | 55.602 | 26.505 | 18.566 | 7.811 | 165.704 |
| 2023 1.1.-30.6. |
2022 1.1.-30.6. |
|||
|---|---|---|---|---|
| Áætlaðar heildarleigutekjur | 7.656 | 6.873 | ||
| Reiknaðar tekjur af óútleigðum rýmum | ( | 305) | ( | 350) |
| 7.351 | 6.523 | |||
| Nýtingarhlutfall fasteigna | 96,0% | 94,9% | ||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | ||||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna greinist þannig: | ||||
| Fasteignagjöld | 1.198 | 1.112 | ||
| Viðhald og endurbætur | 508 | 347 | ||
| Vátryggingar | 108 | 102 | ||
| Virðisrýrnun krafna | 17 | 1 | ||
| Annar rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | 231 | 197 | ||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna alls | 2.062 | 1.759 | ||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna sem ekki mynduðu leigutekjur á árinu er óverulegur. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur greinast þannig: |
||||
| Vaxtatekjur | 97 | 21 | ||
| Fjármunatekjur alls | 97 | 21 | ||
| Fjármagnsgjöld greinast þannig: | ||||
| Vaxtagjöld af vaxtaberandi skuldum | ( | 1.618) | ( | 1.424) |
| Verðbætur af vaxtaberandi skuldum | ( | 4.778) | ( | 4.201) |
| Lóðarleiga | ( | 141) | ( | 125) |
| Önnur fjármagnsgjöld | ( | 48) | ( | 16) |
| Fjármagnsgjöld alls | ( | 6.585) | ( | 5.766) |
| Hrein fjármagnsgjöld | ( | 6.488) | ( | 5.745) |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 30.6.2023 | 31.12.2022 | ||
| Viðskiptakröfur vegna leigu og skuldabréf | 1.312 | 1.367 |
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur sundurliðast þannig:
| 30.6.2023 | 31.12.2022 | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Nafnverð Kröfu |
Niðurfærsla kröfu |
Nafnverð Kröfu |
Niðurfærsla kröfu |
||||
| Ógjaldfallið | 1.543 | ( | 108) | 1.579 | ( | 123) | |
| Gjaldfallið innan 30 daga | 84 | ( | 4) | 12 | 0 | ||
| Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum | 55 | ( | 9) | 21 | ( | 3) | |
| Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum | 454 | ( | 365) | 406 | ( | 395) | |
| 2.136 | ( | 486) | 2.018 | ( | 521) |
| Fjárfestingareignir sundurliðast þannig: | 30.6.2023 | 31.12.2022 |
|---|---|---|
| 1.1.-30.6. | 1.1.-31.12. | |
| Bókfært verð 1.1 | 166.394 | 162.688 |
| Kaup tímabilsins | 158 | 2.554 |
| Viðbætur tímabilsins | 2.918 | 3.179 |
| Selt á tímabilinu | 0 | ( 3.834) |
| Matsbreyting tímabilsins | 10.046 | 1.807 |
| Bókfært verð í lok tímabils | 179.516 | 166.394 |
| Fasteignir | 171.705 | 159.328 |
| Þróunareignir | 7.612 | 7.066 |
| 179.317 | 166.394 | |
| Nýtingaréttur lóðarleigusamninga | 5.991 | 5.876 |
| Fjárfestingareignir samtals | 185.308 | 172.270 |
Við ákvörðun á gangvirði fjárfestingareigna er byggt á forsendum sem háðar eru mati stjórnenda á þróun ýmissa þátta í framtíðinni. Raunverulegt söluverð kann að verða frábrugðið þessu mati.
Fjárfestingareignir samstæðunnar eru metnar á gangvirði á reikningsskiladegi í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 40 Fjárfestingareignir og alþjóðlegan reikningsskilastaðal IFRS 13 Mat á gangvirði . Allar fjárfestingareignir samstæðunnar falla undir þriðja þrep í flokkunarkerfi gangvirðismats og eru metnar sem slíkar.
Við mat á fjárfestingareignum er notuð sama aðferðarfræði og í samstæðuársreikningi félagsins. Breytingar frá áramótum endurspegla þá þróun sem verið hefur í verðlagi, metnum framtíðarleigutekjum, ávöxtunarkröfu og áhrifum fasteignamats fyrir árið 2024. Mikilvægustu forsendur matslíkansins eru áætlun um framtíðarleigutekjur og veginn fjármagnskostnaður (WACC). Gert er ráð fyrir 6,4% vegnum fjármagnkostnaði í matinu (31.12.2022 6,2%).
Breytingar á gangvirði fjárfestingareigna eru færðar undir liðnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi. Hækkun á mati fjárfestingareigna nam 10.046 millj. kr. á tímabilinu (2022: 5.774 millj. kr.).
Næmi fjárfestingareigna fyrir breytingum í mikilvægustu forsendum er sem hér segir:
| Áhrif á gangvirði 30.6.2023 | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Breyting | Hækkun | Lækkun | ||||
| Veginn fjármagnskostnaður (WACC) | -/+ ½% | 13.859 | ( | 11.894) | ||
| Metnar framtíðarleigutekjur | +/- 1% | 8.238 | ( | 8.238) |
Skráð heildarhlutafé félagsins í lok ársfjórðungsins nam 746 millj. kr. Við lok ársfjórðungsins átti félagið eigin hlutabréf að nafnverði 13 millj. kr. Lækkun hlutafjár vegna eigin hlutabréfa að nafnvirði 17 millj. kr. var samþykkt á aðalfundi félagsins 8. mars 2023. Formleg skráning lækkunarinnar fór fram 18. apríl sl.
Arðgreiðsla að fjárhæð 1,89 kr. á hlut eða 1.403 millj. kr., sem samþykkt var á aðalfundi 8. mars 2023, var greidd 31. mars 2023.
Bundnir hlutdeildarreikningar sundurliðast þannig: Bundinn
| hlutdeildar- | Bundið | |||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Lögbundinn | Endurmats- | reikningur | eigð fé | |||
| varasjóður | reikningur | dótturfélaga | samtals | |||
| Bundið eigið fé 1. janúar 2022 | 451 | 107 | 10.259 | 10.817 | ||
| Innleyst af bundnu eigið fé | ( 10.259) |
( | 10.259) | |||
| Fært á bundið eigið fé | 4.633 | 4.633 | ||||
| Bundið eigið fé 30. júní 2022 | 451 | 107 | 4.633 | 5.191 | ||
| Eigið fé 1. janúar 2023 | 451 | 109 | 3.496 | 4.056 | ||
| Innleyst af bundnu eigið fé | ( 3.496) |
( | 3.496) | |||
| Fært á bundið eigið fé | 7.145 | 7.145 | ||||
| Bundið eigið fé 30. júní 2023 | 451 | 109 | 7.145 | 7.705 |
| Langtímaskuldir | 30.6.2023 | 31.12.2022 | ||
|---|---|---|---|---|
| Vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir, innan tryggingarfyrirkomulags | 2.249 | 2.213 | ||
| Skuldabréfaútgáfa, innan tryggingarfyrirkomulags | 104.265 | 94.191 | ||
| Skuldabréfaútgáfa, utan tryggingarfyrirkomulags | 808 | 866 | ||
| Vaxtaberandi skuldir alls án lántökukostnaðar | 107.322 | 97.270 | ||
| Næsta árs afborganir langtímalána | ( | 9.889) | ( | 8.857) |
| Eignfærður lántökukostnaður | ( | 643) | ( | 383) |
| Vaxtaberandi langtímaskuldir alls | 96.790 | 88.030 | ||
| Skammtímaskuldir | ||||
| Næsta árs afborganir langtímaskulda | 9.889 | 8.857 |
| Næsta árs afborganir langtímaskulda | 9.889 | 8.857 |
|---|---|---|
| Skammtímaskuldir | 0 | 200 |
| 9.889 | 9.057 | |
| Vaxtaberandi skuldir alls | 106.679 | 97.087 |
Virkur tekjuskattur samstæðunnar fyrir tímabilið var 20,3% ( 2022: 9,6%).
| 2023 | 2022 | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: | 1.1.-30.6. | 1.1.-30.6. | |||||
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 8.466 | 4.443 | |||||
| Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli | 20,0% | ( | 1.693) | 20,0% | ( | 889) | |
| Lækkun (hækkun ) á óeignfærði skattinneign | 0,3% | ( | 26) | ( | 10,4%) | 460 | |
| Virkur tekjuskattur | 20,3% | ( | 1.719) | 9,6% | ( | 429) |
| 2F | 1F | 4F | 3F | 2F | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrartekjur og rekstrargjöld | 2023 | 2023 | 2022 | 2022 | 2022 | |||||
| Leigutekjur | 3.732 | 3.619 | 3.532 | 3.426 | 3.285 | |||||
| Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | ( | 1.049) | ( | 1.013) | ( | 930) | ( | 901) | ( | 902) |
| Hreinar leigutekjur | 2.683 | 2.606 | 2.602 | 2.525 | 2.383 | |||||
| Stjórnunarkostnaður | ( | 183) | ( | 198) | ( | 204) | ( | 175) | ( | 170) |
| Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 2.500 | 2.408 | 2.398 | 2.350 | 2.213 | |||||
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 7.538 | 2.508 | ( | 4.420) | 453 | 3.620 | ||||
| Rekstrarhagnaður | 10.038 | 4.916 | ( | 2.022) | 2.803 | 5.833 | ||||
| Fjármunatekjur | 50 | 47 | 32 | 31 | 13 | |||||
| Fjármagnsgjöld | ( | 3.113) | ( | 3.472) | ( | 1.746) | ( | 3.249) | ( | 3.255) |
| Hrein fjármagnsgjöld | ( | 3.063) | ( | 3.425) | ( | 1.714) | ( | 3.218) | ( | 3.242) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 6.975 | 1.491 | ( | 3.736) | ( | 415) | 2.591 | |||
| Tekjuskattur | ( | 1.366) | ( | 353) | 666 | 144 | 49 | |||
| Hagnaður tímabilsins | 5.609 | 1.138 | ( | 3.070) | ( | 271) | 2.640 | |||
| Endurmat | 0 | 0 | 3 | 0 | 0 | |||||
| Tekjuskattur | 0 | 0 | ( | 1) | 0 | 0 | ||||
| Önnur heildarafkoma samtals | 0 | 0 | 2 | 0 | 0 | |||||
| Heildarhagnaður | 5.609 | 1.138 | ( | 3.068) | ( | 271) | 2.640 |
* Hvorki kannað né endurskoðað af ytri endurskoðanda félagsins
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.