Transaction in Own Shares • Sep 3, 2024
Transaction in Own Shares
Open in ViewerOpens in native device viewer
Heimar hf.: Úthlutun kauprétta
Stjórn Heima hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita forstjóra og framkvæmdastjórum félagsins kauprétti allt að 16.000.000 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,88% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Samningar vegna þessa voru undirritaðir í dag.
Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað er að tvinna saman hagsmunum forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 30. ágúst 2024. Hægt er að nálgast starfskjarastefnu félagsins hér.
Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi;
Í kjölfar úthlutunar kauprétta nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Heimar hf. hafa veitt stjórnendum sínum 16.000.000 eða um 0,88% hlutafjár í félaginu.
Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og framkvæmdastjórum má finna í viðhengi.

Viðhengi:
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.