AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Heimar hf.

Earnings Release Dec 3, 2024

2201_rns_2024-12-03_952418e2-6b46-421f-aada-797cc1f2bb21.html

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Heimar hf.: Hækkuð afkomuspá

Heimar hf.: Hækkuð afkomuspá

Í áætlunum Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“), sem kynntar voru fyrr á þessu ári, var gert ráð fyrir að leigutekjur félagsins fyrir árið 2024 myndu nema 13,7 – 13,9 ma.kr. og EBITDA 9,8 – 10,0 ma. kr. Félagið hefur nú uppfært leigutekju- og EBITDA spá sína fyrir árið 2024 og áætlar nú að leigutekjur verði á bilinu 13,9 – 14,1 ma.kr. og EBITDA verði 9,95– 10,15 ma. kr.

Betri afkomuspá er aðallega tilkomin vegna betri nýtingar á leigurýmum en gert hafði verið ráð fyrir. Þá hefur kostnaður vegna reksturs og viðhalds í fasteignum jafnframt verið undir áætlunum.

Vinna við ársuppgjör er að hefjast og því geta lykiltölur enn tekið einhverjum breytingum á uppgjörstímabilinu. Heimar munu birta niðurstöðu ársins þann 12. febrúar 2025 í samræmi við fjárhagsdagatal.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., sími: 821 0001 

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.