AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Origo

Annual / Quarterly Financial Statement Jan 28, 2021

2208_10-k-afs_2021-01-28_3ffaf170-8c58-4026-b62c-e3d355f958a9.pdf

Annual / Quarterly Financial Statement

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Origo hf. Ársreikningur samstæðunnar 2020

Origo hf. 105 Reykjavík Borgartúni 37

Kt. 530292-2079

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra 3
Áritun óháðs endurskoðanda 7
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 11
Efnahagsreikningur 12
Eiginfjáryfirlit 13
Sjóðstreymisyfirlit 14
Skýringar 15
Óendurskoðuð fylgiskjöl:
Ársfjórðungayfirlit 43
Stjórnarháttaryfirlýsing 45
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf 47

Origo hf. veitir viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði upplýsingatækni með þróun og sölu á hugbúnaði, tölvu- og skrifstofubúnaði, ráðgjöf og tengdri þjónustu. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Origo hf. og dótturfélaga, en í samstæðunni eru fjögur félög. Megin starfssvæði félagins er á íslandi en félagið rekur einnig félagið Applicon AB í Svíþjóð. Samstæðan skiptist í þrjá starfsþætti, sem selja vörur og þjónustu á mismunandi mörkuðum. Starfsþættir félagsins eru; Notendabúnaður og tengd þjónusta, Rekstrarþjónusta og innviðir og Hugbúnaður og tengd þjónusta. Hver starfsþáttur er með um þriðjung af tekjum félagsins. Um 10% af tekjum félagsins eru frá viðskiptavinum utan Íslands.

Rekstur ársins 2020

Rekstrarreikningur

Seldar vörur og þjónusta námu 17.062 millj. kr. á árinu 2020 (2019: 14.845 millj. kr.) sem er 14,9% vöxtur frá fyrra ári. Tekjuvöxtur var í öllum starfsþáttum félagsins en var mestur í Notendabúnaði og tengdri þjónustu, nánari umfjöllun í skýringu 4. Framlegð nam 4.215 millj. kr. eða 24,7% af tekjum sem er 370 millj. kr. hækkun frá fyrra ári (2019: 3.845 millj. kr og 25,9% af tekjum). Rekstrarkostnaður nam 3.885 millj kr. eða 22,8% af tekjum sem er aðeins lægra hlutfall en árið 2019 og skýrist það aðallega af miklum tekjuvexti á árinu, nánari umfjöllun í skýringum 7 og 8. Hagnaður ársins fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam því 331 millj. kr. samanborið við 419 millj. kr. hagnað árið 2019. Hrein fjármagnsgjöld námu 185 millj kr. árið 2020 samanborið við fjármunatekjur upp á 325 millj. kr. árið 2019. Á árinu 2019 var innleystur þýðingarmunur vegna slita á Nýherja A/S sem skýrir þennan mikla mun á milli ára, sjá nánari umfjöllun í skýringu 9. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags, sem er Tempo, nam 132 millj. kr. á árinu (2019: 9 millj. kr.). Tekjuskattur nam 26 millj. kr. á árinu 2020 samanborið við 74 millj. kr. árið 2019. Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé námu 156 millj. kr árið 2020 (2019: -222 millj. kr.) og nam því heildarhagnaður ársins 408 millj. kr (2019: 456 millj. kr.). EBITDA ársins 2020 nam 1.078 millj. kr. samanborið við 1.006 millj. kr. árið 2019.

Efnhagsreikningur

Fastafjármunir hækkuðu um 290 millj. kr. á árinu 2020 og námu í 8.028 millj. kr. í árslok. Hækkunin skýrist að mestu af hærri eignarhlut í hlutdeildarfélagi, nánari umfjöllun í skýringu 12. Veltufjármunir hækkuðu um 189 millj. kr. á árinu 2020 og námu 4.336 millj. kr. í lok árs 2020. Hækkunin stafar af aukningu í handbæru fé og hærri birgðastöðu í lok árs 2020 en á móti kemur lækkun í viðskiptakröfum og öðrum skammtímakröfum, sjá nánri umfjöllun í skýringum 14, 15 og 16. Til að mæta mögulega töpuðum viðskiptakröfum hefur félagið hækkað varasjóð sinn á móti kröfum sem kunna að tapast úr 29 millj. kr. í lok árs 2019 í 111 milljónir króna í lok árs 2020. Eignir í lok árs 2020 námu 12.364 millj. kr. (2019: 11.885 millj. kr). Eigið fé nam 7.012 í lok árs 2020 sem er 195 millj. kr. hækkun frá fyrra ári. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 keypti félagið 1.248 þús. eigin hluti fyrir 33 millj.kr. Í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins. Engin endurkaupaáætlun er virk í dag en félagið hefur heimild frá síðasta aðalfundi þann 6. mars 2020 að fjárfesta fyrir allt að 10% af hlutafé þess í eigin bréfum , þ.e. að hámarki kr. 45.960.000 að nafnvirði. Á aðalfundi Origo hf. 6. mars 2020 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 24.600.000 krónur til samsvarandi lækkunar á eigin hlutum félagsins. Skilyrðum fyrir lækkuninni var fullnægt 7. maí 2020. Á aðalfundi félagsins var einnig samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2019 um 180 millj. kr. Arðgreiðslan fór fram þann 4. september 2020. Langtímaskuldir námu 1.945 millj. kr. í lok árs 2020 sem er svipað og árið 2019. Skammtímaskuldir hækkuðu um 311 millj. kr. á árinu 2020 sem stafar af hækkun í viðskiptaskuldum og öðrum skammtímaskuldum, nánari umfjöllun í skýringu 22. Á aðalfundi Origo hf. 6. mars 2020 var samþykkt tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun félagsins í formi hlutabréfa og heimild til að úthluta allt að 18.384.000 hlutum (sem janfgildir um 4% af heildarhlutafé félagsins) á hverjum tíma vegna áætlunarinnar. Komi til þess að kaupréttir falli úr gildi fyrir ávinnsludag þeirra skal vera heimilt að gefa út nýja kauprétti í stað hinna fyrri. Stjórn félagsins hefur ekki nýtt sér heimild aðalfundar og því engin kaupréttaráætlun virk hjá félaginu. Þann 29. janúar 2020 tilkynnti félagið að það hafi gert nýjan samning um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins. Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Origo í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Sjóðstreymi

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum nam 514 millj. kr. á árinu 2020 og munar þar mestu um 332 millj. kr. lækkun í viðskiptakröfum og öðrum skammtímakröfum og 279 millj. kr. hækkun í viðskiptaskuldum og öðrum skammtímaskuldum. Handbært fé frá rekstri nam 1.493 millj. kr. samanborið við 629 millj. kr árið 2019. Fjárfest var í rekstrarfjármunum fyrir 334 millj. kr á árinu og í óefnislegum eignum fyrir 298 millj. kr á árinu. Keypt voru eigin bréf fyrir 33 millj. kr á árinu og greiddur arður að upphæð 180 millj. kr. Ný langtímalán að upphæð 100 millj. kr. voru tekin á árinu og afborganir af langtímalánum námu 64 millj. kr, sjá nánari umfjöllun í skýringu 19. Handbært fé hækkaði um 325 millj. kr og endaði í 1.173 millj. kr. í árslok 2020.

Áhrif Covid-19 á rekstur Origo hf.

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 bjuggu stjórn og stjórnendur félagið undir þær aðstæður sem sköpuðust vegna Covid-19 veirufaraldursins og efnahagslegar afleiðingar hans. Félagið er vel í stakk búið til að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður, hvort sem litið er til högunar þjónustu við viðskiptavini, fjárhags- eða lausafjárstöður. Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem ríkir um efnahagshorfur er það engu að síður talið nauðsynlegt að gæta ítrustu varúðar í að treysta burðarstoðir félagsins enn frekar. Aðgerðir stjórnenda hafa miðað í fyrsta lagi að tryggja rekstrarsamfellu þannig að sem minnst truflun verði á þjónustu Origo við viðskiptavini. Félagið þjónar í dag fyrirtækjum og stofnunum sem mörg hver gegna samfélagslega mikilvægu hlutverki, m.a. tengt íslensku heilbrigðiskerfinu, almannavörnum, samgöngum, fjármálaþjónustu og verslun. Í öðru lagi hefur verið gætt sérstakar varúðar hvað varðar styrk efnahags- og lausafjárstöðu til að mæta ófyrirséðum aðstæðum sem vísað er til hér að ofan. Sem liður í því frestaði stjórn arðgreiðslu fram til september 2020 og félagið styrkti aðgang sinn að langtíma lánalánum frá sínum viðskiptabönkum og hefur nú aðgang að um 800 millj. kr. í ónýttum lánalínum.

Þrátt fyrir Covid-19 veirufaraldurinn þá hefur rekstur félagsins gengið vel á árinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi til að mæta minni eftirspurn frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum. Einn þáttur í viðlagaáætlun Origo, sem er hluti af ISO 27001 stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, snýr að sjúkdómum og er í þremur skrefum: Viðbúnaðarstig, Hættustig, Neyðarstig. Áætlunin tekur mið af viðbúnaðarstigum WHO og Almannavarna auk þess sem hún fylgir tilmælum Landlæknis/Sóttvarnarlæknis. Vegna faraldursins var viðbúnaðarstig Origo virkjað í lok janúar 2020, hættustig var virkjað 28. febrúar og neyðarstig þann 8 mars. Starfsmenn Origo voru upplýstir um viðbragðsáætlun og tilmælum komið til þeirra í samræmi við áætlun. Skilgreindir voru hópar starfsmanna sem vinna ekki á sama tíma í starfstöðvum Origo og gert ráð fyrir að hluti starfsfólks sinni vinnu í fjarvinnu. Slíkt er gert til að lágmarka hættu á hópsmiti.

Ráðstefnum, kynningum og ferðalögum var frestað tímabundið til þess að verja starfsmenn og starfsemi. Mikilvægt er að allir starfsmenn sameinist um að lágmarka hættu á smiti og því nauðsynlegt að draga sem allra mest úr samgangi á milli starfssvæða innan húsnæðis. Flestir hafa verið að vinna í fjarvinnu. Starfsfólk, sem getur ekki verið í fjarvinnu, hefur verið hvatt til að halda sig á sínum vinnusvæðum eins og kostur er. Fjarlægð milli starfsmanna og viðskiptavina sem sækja þjónustu í verslun, lager og verkstæði er samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Lögð er áhersla á að samskipti verði sem mest með rafrænum hætti í stað hefðbundinna funda. Starfsmönnum sem koma frá útlöndum ber að hafa samband við sinn næsta yfirmann áður en mætt er á starfsstöð. Heimsóknir frá birgjum hefur verið frestað eða lágmarkaðar eins og kostur er. Áhersla er á að viðhalda þjónustu. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður hefur félaginu tekist að halda uppi i góðri þjónstu við sína viðskiptavini og reksturinn í heildina gengið vel.

Upplýsingaöryggi og persónuvernd

Hjá Origo starfar öflugur hópur starfsfólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Stærsta eign Origo er starfsfólk fyrirtækisins en um leið er ákveðin áhætta tengd því að halda í gott starfsfólk. Markmið Origo í mannauðsmálum er að verða eftirsóttasti vinnustaðurinn og laða þannig að fyrirtækinu hæfasta starfsfólkið til frambúðar. Til að ná því markmiði og lágmarka áhættu hefur fyrirtækið sett sér metnaðarfulla mannauðsstefnu sem byggir á gildunum okkar þremur, samsterk, þjónustuframsýn og fagdjörf.

Persónuvernd verður sífellt mikilvægari þáttur í áhættumati fyrirtækja. Hjá Origo er lögð rík áhersla á vernd og öryggi persónuupplýsinga. Markmið Origo er að öll merðferð persónuupplýsinga hjá félaginu sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og að til staðar séu viðeigandi verklagsreglur og ferlar til að lágmarka áhættu. Origo hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að fyrirtækið uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögum.

Upplýsingaöryggi verður æ mikilvægari þáttur þegar kemur að verðmætum, áhættu og viðkvæmum innviðum fyrirtækja og opinberra aðila og einnig fyrir Origo. Afar mikilvægt er að fyrirtæki leiti allra leiða til að lágmarka ógnir og áhættur sem kunna að steðja að upplýsingatækniumhverfi og noti við það viðurkenndar og vottaðar aðferðir. Origo rekur ISO 27001 vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis auk þess sem hjá fyrirtækinu starfa um 30 einstaklingar sem hafa fengið vottun um ITIL Foundation Certificate in IT Service Management. Origo gerir reglulega áhættumat og til grundvallar liggja helstu og verðmætustu eignir (assets/verðmæti) sem falla innan umfangs vottunar. Markmið með áhættumati er að koma auga á þær áhættur sem kunna að vera til staðar í umhverfinu, skilja tilvist þeirra og lágmarka áhættu sem af þeim steðjar með aðgerðum, færa annað eða samþykkja. Áhættumat og áhættustýring skilar stöðugum umbótum jafnt í þjónustu og rekstri og tryggir rétta stjórnun, byggir upp traust hagsmunaaðila á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, áhættustýringu, lágmarkar áhættu í umhverfi, styrkir stjórnkerfi og bregst við breytingum á réttan hátt auk þess að vernda félagið.

Aðrar fréttir af starfsemi

Þann 7. maí var tilkynnt um að Finnur Oddsson hefði beðist lausnar frá starfi sínum sem forstjóri Origo. Jón Björnsson var ráðinn forstjóri félagsins og hóf störf í ágúst 2020 en stjórn fól Gunnari Má Petersen, framkvæmdarstjóra fjármála að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til Jón hóf störf.

Í júní 2020 lét Tomas Wikström, framkvæmdarstjóri Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo af störfum. Hakon Nyberg tók tímabundið við sem framkvæmdarstjóri félagsins. Þann 30. september var Victoria Sundberg ráðinn sem framkvæmdastjóri félagsins.

Hlutafé og samþykktir

Hlutafé í árslok skiptist á 536 hluthafa, en þeir voru 519 í ársbyrjun. Í árslok 2020 áttu þrír hluthafar yfir 10% af hlutafé í félaginu en tíu stærstu hluthafar félagsins eru:

Eignarhlutur*

Lífeyrissjóður verslunarmanna 13,6%
Birta lífeyrissjóður 11,7%
Hvalur hf. 11,6%
Lífsverk lífeyrissjóður 6,7%
Stapi lífeyrissjóður 5,4%
Frigus II ehf. 4,3%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4,2%
Kvika banki hf. 3,1%
IS Hlutabréfasjóðurinn 2,8%
Landsbréf - Úrvalsbréf 2,7%
*Eignarhlutur að teknu tillliti til eigin bréfa.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2021. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Skráð hlutafé félagsins nam í árslok 435 millj. kr., en félagið átt eigin hluti að nafnverði 0,1 millj. kr í árslok 2020. Hlutaféð er í einum flokki, sem skráður er í Kauphöll Íslands. Allir hlutir njóta sömu réttinda.

Á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2020 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupgengi hluta skal miða við síðasta skráða gengi á Nasdaq OMX Iceland hf. áður en samningur er gerður. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar féll úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 7. mars 2019.

Stjórnarhættir og ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Stjórn Origo hf. viðheldur góðum stjórnarháttum og fylgja Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu í júní 2015. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands www.vi.is. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Origo þann 2. mars 2018 var skipuð tilnefningarnefnd sem tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Hlutverk tilnefningarnefndar skal meðal annars felast í því að meta tilvonandi stjórnarmenn út frá hæfni, reynslu, þekkingu og óhæði. Einnig að gæta að kynjahlutföllum í stjórn félagsins og undirbúa og leggja fram tillögur, byggðar á ofangreindu mati, um kosningu stjórnarmanna á aðalfundi félagsins. Félagið er með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands hf. og ber því að fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti samkvæmt reglum Kauphallarinnar sem hægt er að nálgast á vef Kauphallarinnar. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í kaflanum Stjórnarháttayfirlýsing og ófjárhagsleg upplýsingagjöf eru fylgiskjöl með ársreikningnum.

Stjórn Origo hf. samanstendur af fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á hluthafafundi. Á Aðalfundi félagsins þann 6. mars 2020 voru þau Guðmundur Jóhann Jónsson, Hildur Dungal, Hjalti Þórarinsson, Ívar Kristjánsson og Svava Grönfeldt sjálfkjörin í stjórn félagsins. Hjalti Þórarinsson er formaður stjórnar og Hildur Dungal er varaformaður. Meðalfjöldi starfsmanna samstæðunnar á árinu umreiknaður í heilsársstörf (ársverk) var 521 (2019: 519). Karlar eru 76% starfsmanna í árslok en konur 24%. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja auk forstjóra fimm karlar og ein kona. Í stjórn félagsins eru tvær konur og þrír karlar og uppfyllir félagið því ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnarmanna.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur um upplýsingagjöf í samstæðureikningum félaga sem hafa verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar á árinu 2020, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2020 og breytingu á handbæru fé á árinu 2020.

Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri Origo hf. hafa í dag rætt um samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2020 og staðfesta hann með undirritun sinni. Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn.

Reykjavík, 28. janúar 2021

Í stjórn félagsins:

Hjalti Þórarinsson, stjórnarformaður

Guðmundur Jóhann Jónsson Hildur Dungal, varaformaður

Ívar Kristjánsson Svafa Grönfeldt

Forstjóri:

____________________________________________________________________________________________

Jón Björnsson

Til stjórnar og hluthafa Origo hf.

Áritun um endurskoðun samstæðuársreiknings

Álit

Við höfum endurskoðað samstæðuársreikning Origo hf. (samstæðan) fyrir árið 2020. Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu samstæðunnar 31. desember 2020 og afkomu samstæðunnar og breytingu á handbæru fé á árinu 2020, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga.

Álitið er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar og stjórnar.

Grundvöllur álits

Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins í árituninni. Við erum óháð samstæðunni í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur. Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.

Samkvæmt bestu vitund okkar og skilningi lýsum við yfir að við höfum ekki veitt neina óheimila þjónustu samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014 og við erum óháð samstæðunni við endurskoðunina.

Við vorum fyrst kjörin endurskoðendur við stofnun félagsins þann 2. apríl 1992 og höfum verið endurskoðendur samfellt síðan þá.

Lykilþættir endurskoðunar

Lykilþættir endurskoðunar eru þeir þættir, sem samkvæmt faglegu mati okkar, höfðu mest vægi við endurskoðun samstæðuársreikningsins. Við gefum ekki sérstakt álit á einstökum lykilþáttum en tókum á þeim við endurskoðun á samstæðuársreikningnum í heild og við ákvörðun um álit okkar á honum

Mat á eignarhlut í Tempo Parent LCC

Bókfært verð eignarhlutar í Tempo Parent LCC nam 2.941 millj. kr. í árslok 2020. Mat á eignarhlutnum er lykilþáttur í endurskoðun á ársreikningi samstæðunnar þar sem hann er stór hluti af eignum félagsins og kanna þarf hvort að það séu vísbendingar um virðisrýrnun á eignarhlutnum.

Eignarhlutur í Tempo Parent LCC nam 24% af heildareignum samstæðunnar og 42% af eigið fé í árslok 2020.

Í skýringu 12 er fjallað um eignarhlut í hlutdeildarfélagi og í skýringu 32 er fjallað um reikningsskilaaðferðir.

Lykilþáttur Viðbrögð í endurskoðuninni

Endurskoðunaraðgerðir okkar miðuðu að því að leggja mat á hvort vísbending sé um virðisrýrnun á eignarhlutanum. Í þeirri vinnu fólst m.a.:

• Lagt var mat á forsendur stjórnenda á virði eignarhlutar í Tempo Parent LCC og þær bornar saman við ytri og innri gögn.

• Lagt var mat á áætlanir félagsins og framtíðarhorfur.

• Við yfirfórum skýringar í ársreikningi og staðfestum að helstu upplýsingar sem reikningsskilareglur kveða á um kæmu fram.

Virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild

Viðskiptavild samstæðunnar nemur 1.881 millj. kr. í árslok 2020. Árlega ber að framkvæma virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild til að meta hvort virði viðskiptavildar verði endurheimt með framtíðarsjóðstreymi.

Viðskiptavildin er 15% af heildareignum samstæðunnar og 26% af eigin fé samstæðunnar í árslok.

Viðskiptavildin hefur myndast við kaup á félögum og hefur verið útdeilt niður á minnstu aðgreinanlegu fjárskapandi einingar af stjórnendum félagsins.

Virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild er lykilþáttur í endurskoðun á ársreikningi samstæðunnar þar sem viðskiptavildin er stór hluti heildareigna og vegna innbyggðrar óvissu í áætlunum stjórnenda um afkomu og aðrar forsendur stjórnenda sem notaðar eru við núvirðingu áætlaðs framtíðarsjóðstreymis einstakra eininga.

Í skýringu 11 er fjallað um virðisrýrnunarpróf sem framkvæmt var á viðskiptavild samstæðunnar í árslok og í skýringu 32 er fjallað um reikningsskilaaðferðir.

Lykilþáttur Viðbrögð í endurskoðuninni

Við ásamt verðmatssérfræðingum okkar lögðum mat á forsendur sem stjórnendur nota við útreikning á núvirtu framtíðarsjóðstreymi fyrir hverja fjárskapandi einingu. Í þeirri vinnu fólst m.a.:

• Forsendur rekstrar- og sjóðstreymisáætlana til næstu fimm ára voru yfirfarnar með því að leggja mat á forsendur um tekjur, rekstrarkostnað, framlegð og fjárfestingar fyrir spátímabilið.

• Lagt var mat á forsendur fyrir áætluðum framtíðarvexti að loknu spátímabilinu.

• Við yfirferð á rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum er meðal annars horft til frávika frá áætlunum fyrri ára til að leggja mat á hversu líklegt er að þær standist.

• Farið var yfir ávöxtunarkröfu (WACC) einstakra fjárskapandi eininga sem notuð er við núvirðingu á fjárskapandi einingum. Ávöxtunarkrafan var borin saman við fjármagnskostnað félagsins og aðrar markaðsforsendur.

• Forsendur stjórnenda voru bornar saman við ytri og innri gögn.

• Lagt var mat á reiknilíkan félagsins og niðurstöður voru endurreiknaðar.

• Við yfirfórum skýringar í ársreikningi og staðfestum að helstu upplýsingar sem reikningsskilareglur kveða á um kæmu fram.

Aðrar upplýsingar í ársskýrslu

Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru ársskýrsla að undanskildum samstæðuársreikningi og áritun okkar á hann. Álit okkar á samstæðuársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga og við staðfestum þær ekki á neinn hátt.

Í tengslum við endurskoðun okkar á samstæðuársreikningnum ber okkur að lesa aðrar upplýsingar í ársskýrslu þegar þær liggja fyrir og meta hvort þær séu í verulegu ósamræmi við samstæðuársreikninginn eða aðra þekkingu sem við höfum aflað okkur á félaginu við endurskoðunina eða virðast verulega rangar. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Ársskýrslan liggur ekki fyrir við áritun okkar á samstæðuársreikninginn en við munum fá hana afhenta til yfirferðar áður en hún verður gefin út.

Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og fyrir því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram samstæðuársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð samstæðuársreikningsins ber stjórn og forstjóra að leggja mat á rekstarhæfi samstæðunnar og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áframhaldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa samstæðuna upp eða hætta starfsemi hennar, eða hafa engan annan raunhæfan kost en að gera það.

Stjórn og forstjóri skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins

Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort samstæðuársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst mikil vissa en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur samstæðuársreikningsins taka á grundvelli hans.

Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni. Að auki:

  • Greinum við og metum hættu á verulegri skekkju í samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, að einhverju sé viljandi sleppt, villandi framsetningu eða að farið sé framhjá innra eftirliti.
  • Öflum við skilnings á innra eftirliti, sem varðar endurskoðunina, til að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til að veita álit á virkni innra eftirlits samstæðunnar.
  • Metum við hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda og tengdar skýringar séu viðeigandi.
  • Ályktum við um hvort notkun stjórnar og forstjóra á forsendu reikningsskilanna um rekstrarhæfi sé viðeigandi og metum, á grundvelli endurskoðunarinnar, hvort aðstæður séu til staðar sem valdið gætu verulegum vafa um rekstrarhæfi samstæðunnar. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur, í áritun okkar, að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum samstæðuársreikningsins eða, ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi, að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Samt sem áður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni gert samstæðuna órekstrarhæfa.
  • Metum við framsetningu, uppbyggingu og innihald samstæðuársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum, og hvort samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum.
  • Öflum nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna varðandi fjárhagslegar upplýsingar eininga innan samstæðunnar til að geta gefið álit á samstæðuársreikningnum. Við erum ábyrg fyrir skipulagi, eftirliti og framkvæmd endurskoðunar samstæðunnar og berum óskipta ábyrgð á áritun okkar.

Við upplýsum stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.

Við lýsum því einnig yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og upplýsum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega talist hafa áhrif á óhæði okkar og þegar við á, til hvaða varnaraðgerða við höfum gripið.

Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, leggjum við mat á hvaða þættir höfðu mesta þýðingu við endurskoðun samstæðuársreikningsins og eru því lykilþættir endurskoðunarinnar. Við lýsum þessum þáttum í áritun okkar nema lög og reglur útiloki að upplýst sé um þá eða, við einstakar mjög sjaldgæfar kringumstæður, þegar við metum að ekki skuli upplýsa um lykilþátt þar sem neikvæðar afleiðingar þess eru taldar vega þyngra en almennir hagsmunir af birtingu slíkra upplýsinga.

Áritun óháðs endurskoðanda, frh.:

Staðfesting vegna annarra ákvæða laga

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum samstæðuársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Jón Arnar Óskarsson, ber ábyrgð á endurskoðun samstæðuársreikningsins og þessari áritun.

Reykjavík, 28. janúar 2021.

KPMG ehf.

Jón Arnar Óskarsson

Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 2020

Skýr. 2020 2019
17.062.346
Seldar vörur og þjónusta
Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu
5
6
( 12.847.087) ( 14.845.075
10.999.874)
Framlegð 4.215.259 3.845.201
Rekstrarkostnaður 7 ( 3.884.533) ( 3.425.768)
Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 330.726 419.433
Fjármunatekjur 30.793 476.024
Fjármagnsgjöld ( 215.501) ( 151.478)
Hrein (fjármagnsgjöld) fjármunatekjur 9 ( 184.708) 324.546
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 12 131.543 8.779
Hagnaður fyrir tekjuskatt 277.561 752.758
Tekjuskattur 21 ( 25.512) ( 74.493)
Hagnaður ársins 252.049 678.265
Rekstrarliðir sem kunna að verða endurflokkaðir
í rekstrarreikning færðir beint á eigið fé:
Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur og hlutdeildarfélaga 155.736 117.884
Innleystur þýðingarmunur vegna slita/sölu á dótturfélagi 12 0 ( 339.969)
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé alls 155.736 ( 222.085)
Heildarhagnaður ársins 407.785 456.180
EBITDA* 1.078.485 1.006.261
Skipting hagnaðar:
Hluthafar móðurfélagsins 250.326 684.537
Hlutdeild minnihluta 1.723 ( 6.272)
Hagnaður ársins 252.049 678.265
Skipting heildarhagnaðar:
Hluthafar móðurfélagsins 406.062 462.452
Hlutdeild minnihluta 1.723 ( 6.272)
Heildarhagnaður ársins 407.785 456.180
Hagnaður á hlut:
Hagnaður á hlut 18 0,58 1,50
Þynntur hagnaður á hlut 18 0,58 1,50

* EBITDA er hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld án afskrifta og virðisrýrnunar. Skýringar á blaðsíðum 15 - 42 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum.

Efnahagsreikningur 31. desember 2020

Skýr. 2020 2019
Eignir:
Rekstrarfjármunir 10 1.875.914 2.029.410
Óefnislegar eignir 11 2.906.019 2.844.893
Tekjuskattseign 21 4.797 18.051
Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi 12 2.940.938 2.684.027
Verðbréfaeign og aðrar langtímakröfur 13 300.288 161.222
Fastafjármunir 8.027.956 7.737.603
Birgðir 14 1.453.309 1.321.497
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 15 1.709.999 1.999.686
Handbært fé 16 1.172.714 825.847
Veltufjármunir 4.336.022 4.147.030
Eignir samtals 12.363.978 11.884.633
Eigið fé:
Hlutafé 434.857 436.105
Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár 121.456 152.936
Annað bundið eigið fé 3.133.371 2.632.498
Óráðstafað eigið fé 3.294.060 3.568.871
Eigið fé hluthafa móðurfélagsins 17 6.983.744 6.790.410
Hlutdeild minnihlutaeigenda 28.692 26.969
Eigið fé samtals 17 7.012.436 6.817.379
Skuldir:
Vaxtaberandi langtímaskuldir 19 640.789 579.439
Leiguskuldbindingar 20 1.304.446 1.392.432
Langtímaskuldir 1.945.235 1.971.871
Næsta árs afborgun leiguskuldbindinga 20 326.193 310.118
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 19 102.469 60.702
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 22 2.977.645 2.724.563
Skammtímaskuldir 3.406.307 3.095.383
Skuldir samtals 5.351.542 5.067.254
Eigið fé og skuldir samtals 12.363.978 11.884.633

Skýringar á blaðsíðum 15 - 42 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum.

Eiginfjáryfirlit árið 2020

Skýr. Hlutafé Yfirverðs-
reikningur
innborgaðs
hlutafjár
Annað
bundið
eigið fé*
Óráðstafað
eigið fé
Eigið fé
hluthafa
móður-
félagsins
Hlutdeild
minni
hluta
eigenda
Eigið fé
samtals
Árið 2019
Eigið fé 31.12.2018
Áhrif innl. IFRS 16
462.918 821.044 2.701.942 4.175.131
141.186)
(
8.161.035
(
141.186)
33.241 8.194.276
(
141.186)
Eigið fé 1.1.2019 462.918 821.044 2.701.942 4.033.945 8.019.849 33.241 8.053.090
Heildarhagnaður ársins (
222.085)
684.537 462.452 (
6.272)
456.180
Fært á bundið eigið fé 17
Áfallinn kostnaður
152.641 (
152.641)
0 0
0
v/ kaupréttarsamninga 3.113 3.113 3.113
Greiddur arður ( 1.000.083) ( 1.000.083) (
1.000.083)
Seld eigin bréf 17 4.253 68.447 72.700 72.700
Keypt eigin bréf 17
(
31.066) ( 736.555) (
767.621)
(
767.621)
Eigið fé 31.12.2019 17 436.105 152.936 2.632.498 3.568.871 6.790.410 26.969 6.817.379

Árið 2020

Eigið fé 1.1.2020 436.105 152.936 2.632.498 3.568.871 6.790.410 26.969 6.817.379
Heildarhagnaður ársins 155.736 250.326 406.062 1.723 407.785
Fært á bundið eigið fé 17 345.137 (
345.137)
0 0
Greiddur arður 17 (
180.000) (
180.000) (
180.000)
Keypt eigin bréf 17 (
1.248) (
31.480) (
32.728)
(
32.728)
Eigið fé 31.12.2020 17 434.857 121.456 3.133.371 3.294.060 6.983.744 28.692 7.012.436

* sjá sundurliðun í skýringu 17. Skýringar á blaðsíðum 15 - 42 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum.

Sjóðstreymisyfirlit ársins 2020

Skýr. 2020 2019
Rekstrarhreyfingar:
Hagnaður ársins 252.049 678.265
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: 85.000)
Endurmat á skuldbindingu 11 ( 832.759 0
Afskriftir og virðisrýrnun
Hrein fjármagnsgjöld (fjármunatekjur)
11
9
184.708 ( 586.828
324.546)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 12 ( 131.543) ( 8.779)
Tekjuskattur 21 25.512 74.493
1.078.485 1.006.261
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:
Birgðir, (hækkun) lækkun ( 97.751) 389.466
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, lækkun (hækkun) 332.014 ( 163.078)
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) 279.463 ( 532.586)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 513.726 ( 306.198)
Innheimtar vaxtatekjur 30.793 58.055
Greidd vaxtagjöld ( 129.951) ( 129.332)
Handbært fé frá rekstri 1.493.053 628.786
Fjárfestingarhreyfingar:
Fjárfesting í rekstrarfjármunum 10 ( 333.660) ( 332.915)
Söluverð rekstrarfjármuna 10 13.895 0
Fjárfesting í óefnislegum eignum 11 ( 298.209) ( 192.626)
Fjárfesting í rekstrareiningum að frádregnu handbæru fé við yfirtöku 0 ( 337.654)
Hlutafjárlækkun hjá hlutdeildarfélagi 12 0 63.574
Söluverð á Tempo að frádregnu handbæru fé við sölu 12 0 77.578
Langtímakröfur, breyting ( 2.508) ( 39)
Fjárfestingarhreyfingar ( 620.482) ( 722.082)
Fjármögnunarhreyfingar:
Keypt eigin bréf 17 ( 32.728) ( 767.621)
Seld eigin bréf 17 0 72.700
Greiddur arður 17 ( 180.000) ( 1.000.083)
Tekin ný langtímalán 19 100.000 0
Afborganir langtímalána 19 ( 64.136) ( 245.213)
Afborganir leiguskuldbindinga 20 ( 370.747) ( 316.277)
Fjármögnunarhreyfingar ( 547.611) ( 2.256.494)
Hækkun (lækkun) á handbæru fé 324.960 ( 2.349.790)
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé 21.907 183
Handbært fé í ársbyrjun 825.847 3.175.454
Handbært fé í árslok 16 1.172.714 825.847

Skýringar á blaðsíðum 15 - 42 eru óaðskiljanlegur hluti af samstæðuársreikningnum.

1. Félagið

Origo hf. áður Nýherji hf. (Félagið) er íslenskt hlutafélag. Höfuðstöðvar félagsins eru í Borgartúni 37, Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2020 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem samstæðunnar og til einstakra félaga sem samstæðufélaga.

Hlutverk félagsins er að veita viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði upplýsingatækni með þróun hugbúnaðar, sölu á tölvu- og skrifstofubúnaði, ráðgjöf og tengdri þjónustu.

2. Grundvöllur reikningsskilanna

a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningur samstæðunnar er jafnframt í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Samantekt á mikilvægum reikningsskilaaðferðum er að finna í skýringu 32.

Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 28. janúar 2021.

b. Grundvöllur matsaðferða

Samstæðuársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs. Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í skýringu 3.

c. Starfrækslugjaldmiðlill og framsetningargjaldmiðill

Ársreikningurinn er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill móðurfélagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum króna.

d. Mat og ákvarðanir

Gerð samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í skýringu 11 um mat á endurheimtanlegum fjárhæðum fjárskapandi eininga sem innihalda viðskiptavild.

Við ákvörðun gangvirðis er byggt á forsendum sem háðar eru mati stjórnenda á þróun ýmissa þátta í framtíðinni. Raunverulegt söluverð eigna og uppgreiðsluverðmæti skulda kann að vera frábrugðið þessu mati.

3. Ákvörðun gangvirðis

Nokkrar reikningsskilaaðferðir samstæðunnar og skýringar krefjast ákvörðunar á gangvirði, bæði fyrir fjáreignir, fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmt eftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur við ákvörðun á gangvirði eigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir og skuldir.

(i) Rekstrarfjármunir og óefnislegar eignir

Rekstrarfjármunir og óefnislegar eignir sem yfirteknar eru við samruna eru metnar á gangvirði á yfirtökudegi.

(ii) Framvirkir samningar

Gangvirði framvirka samninga er fært í gegnum rekstrarreikning og er metið samkvæmt uppgefnu verði frá miðlara.

3. Ákvörðun gangvirðis, frh.:

(iii) Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar

Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslur höfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Notendabúnaður og tengd þjónusta Samstæðan skiptist í þrjá starfsþætti, sem selja vörur og þjónustu á mismunandi mörkuðum. Starfsþættirnir eru:

  • Rekstrarþjónusta og innviðir
  • ● Hugbúnaður og tengd þjónusta
2020 Notenda
búnaður
og tengd
þjónusta
Rekstrar-
þjónusta og
innviðir
Hugbúnaður
og tengd
þjónusta
Samtals
Seldar vörur og þjónusta 6.710.168 5.235.155 5.117.023 17.062.346
Afkoma starfsþátta (EBITDA) 378.395 195.277 504.813 1.078.485
Endurmat á skuldbindingu 0 0 85.000 85.000
Afskriftir ( 211.142) ( 339.087) ( 282.530) ( 832.759)
Hrein fjármagnsgjöld ( 184.708)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 131.543
Tekjuskattur ( 25.512)
Hagnaður ársins 252.049
Þýðingarmunur v/ dóttur- og hlutdeildarfélaga 155.736
Heildarhagnaður ársins 407.785

2019

Seldar vörur og þjónusta 5.568.050 4.606.672 4.670.353 14.845.075
Afkoma starfsþátta (EBITDA) ( 37.794) 275.438 768.617 1.006.261
Afskriftir ( 92.580) ( 298.702) ( 195.546) ( 586.828)
Hreinar fjármunatekjur 324.546
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 8.779
Tekjuskattur ( 74.493)
Hagnaður ársins 678.265
Þýðingarmunur v/ dóttur- og hlutdeildarfélaga ( 222.085)
Heildarhagnaður ársins 456.180

Eignir samstæðunnar eru ekki aðgreinanlegar niður á starfsþátt.

Landsvæðisskipting - tekjur

2020 2019
Ísland 15.442.824 13.570.508
Önnur lönd 1.619.522 1.274.567
Tekjur alls 17.062.346 14.845.075

5. Seldar vörur og þjónusta

Seldar vörur og þjónusta greinast þannig:

2020 2019
Seldar vörur og hugbúnaður 10.285.982 8.487.037
Seld þjónusta 6.776.364 6.358.038
Seldar vörur og þjónusta samtals 17.062.346 14.845.075
6. Vörunotkun og kostnaðarverð sölu
Vörunotkun og kostnaðarverð sölu greinist þannig:
Vörunotkun 7.952.086 6.409.053
Laun og launatengd gjöld 4.423.916 4.309.402
Afskriftir og virðisrýrnun 471.086 281.419
Vörunotkun og kostnaðarverð sölu 12.847.087 10.999.874
7. Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður greinist þannig:
Laun og launatengd gjöld 2.595.944 2.092.434
Rekstur fasteigna 90.822 73.960
Sölu- og markaðskostnaður 207.339 208.661
Afskriftir 361.673 305.409
Annar starfsmannakostnaður 119.802 155.937
Ferðakostnaður 15.937 69.871
Aðkeypt ráðgjöf og þjónusta 165.293 124.321
Ýmis annar rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður alls
327.722 395.175
3.884.533 3.425.768
8. Laun og launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
Laun 6.249.021 5.569.551
Lífeyrisiðgjöld 640.025 601.664
Önnur launatengd gjöld 417.152 448.588
Laun og launatengd gjöld samtals 7.306.198 6.619.803
Endugreiddur þróunarkostnaður, skattaívilnun Rannís (
102.001) (
92.682)
Laun og launatengd gjöld eignfærð sem þróunarkostnaður (
184.337) (
125.285)
Laun og launatengd gjöld í rekstrarreikningi 7.019.860 6.401.836
Ársverk 521 519
Stöðugildi í árslok 519 532
Laun og launatengd gjöld greinast þannig á rekstrarliði:
Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu 4.423.916 4.309.402

2.595.944 2.092.434 7.019.860 6.401.836 Laun og launatengd gjöld samtals .......................................................................... Rekstrarkostnaður ...................................................................................................

Í samræmi við samþykkt aðalfundar 4. mars 2016 var gengið frá kaupréttaráætlun sem nær til allrar fastra starfsmanna félagsins. Á árinu 2019 eru 3 millj. kr. gjaldfærðar í rekstrarreikningi vegna kaupréttarsamninga. Kaupréttaráætlunin rann út á árinu 2019 en kaupgengi samkvæmt henni var 17,095 á hlut.

Gangvirði kaupréttarsamninga er metið með Black-Scholes aðferðinni. Við matið er notað gengi hlutabréfa á matsdegi, kaupréttargengi, vænt flökt, gildistími samninga, væntar arðgreiðslur og áhættulausa vexti.

9. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur greinast þannig: 2020 2019
--------------------------------- ------ ------
Vaxtatekjur af bankainnstæðum og kröfum 30.793 58.055
Breyting á skuldbindingu vegna fjárfestinga 0 58.000
Innleystur þýðingarmunur vegna slita á dótturfélagi * 0 339.969
Aðrar fjármuntekjur 0 20.000
Aðrar fjármunatekjur samtals 30.793 476.024
Fjármagnsgjöld greinast þannig:
Vaxtagjöld af leigusamningum ( 71.553) ( 71.034)
Önnur vaxtagjöld ( 58.398) ( 58.298)
Gengistap ( 85.550) ( 22.146)
Fjármagnsgjöld samtals ( 215.501) ( 151.478)
Hreinar fjármunatekjur samtals ( 184.708) 324.546

* Á árinu 2019 var dótturfélagið Nyherji A/S í slitið og því er uppsafnaður þýðingarmunur innleystur og færður á óráðstafað eigið fé í gegnum fjármunatekjur. Engin starfsemi hafði verið í Danmörku.

10. Rekstrarfjármunir

Rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Tölvubúnaður,

tæki og
Leigðar eignir Fasteignir innréttingar Samtals
Stofnverð
Heildarverð 31.12.2018 0 28.348 1.588.078 1.616.426
Áhrif innleiðingar á IFRS 16 1.099.720 0 1.099.720
Heildarverð 1.1.2019 1.099.720 28.348 1.588.078 2.716.146
Viðbót á árinu 466.302 0 332.915 799.217
Yfirtekið við kaup á rekstri 0 0 19.419 19.419
Endurmat í tengslum við kaup á rekstri 0 0 20.000 20.000
Endurflokkað 0 0 ( 10.965) ( 10.965)
Áhrif endurmats leiguskuldbindingar 32.254 0 0 32.254
Áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla
(
458) 0 ( 10) ( 468)
Heildarverð 31.12.2019 1.597.818 28.348 1.949.437 3.575.603
Viðbót á árinu 89.075 0 333.660 422.735
Selt á árinu og niðurlagt á árinu 0 0 ( 186.107) ( 186.107)
Endurflokkað
(
187.051) 0 ( 18.280) ( 205.331)
Áhrif endurmats leiguskuldbindingar 177.813 0 0 177.813
Áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla 0 0 1.679 1.679
Heildarverð 31.12.2020 1.677.655 28.348 2.080.389 3.786.392
Afskriftir og virðisrýrnun
Staða 1.1.2019 0 7.443 1.075.909 1.083.352
Afskriftir ársins 250.288 378 212.178 462.844
Selt og niðurlagt 0 0 ( 3) ( 3)
Afskrifað alls 31.12.2019 250.288 7.821 1.288.084 1.546.193
Afskriftir ársins 300.291 378 235.472 536.141
Selt á árinu og niðurlagt á árinu 0 0 ( 172.212) ( 172.212)
Áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla 0 0 356 356
Afskrifað alls 31.12.2020 550.579 8.199 1.351.700 1.910.478
10. Rekstrarfjármunir, frh.: Tölvubúnaður,
tæki og
Leigðar eignir Fasteignir innréttingar Samtals
Bókfært verð
1.1.2019 1.099.720 20.905 512.169 1.632.794
31.12.2019 1.347.530 20.527 661.353 2.029.410
31.12.2020 1.127.076 20.149 728.689 1.875.914
Afskriftahlutföll 1,3% 1,3% 15 - 25%

Vátryggingar og mat eigna

Vátryggingaverð, fasteignamat og bókfært verð eigna í lok árs nam eftirfarandi fjárhæðum:

2020 2019
Vátryggingarverð fasteigna 53.571 51.688
Fasteignamat fasteigna og lóða 21.140 21.040
Bókfært verð fasteigna og lóða 20.149 20.527
Vátryggingarverð birgða, áhalda, tækja og innréttinga 2.619.148 2.258.001

Veðskuldir

Á rekstrarfjármunum samstæðunnar hvíla engin þinglýst veð til tryggingar skuldum í árslok 2020 og 2019.

11. Óefnislegar eignir

Óefnislegar eignir, afskriftir og virðisrýrnun greinist þannig:

Óefnislegar
Viðskiptavild Hugbúnaður eignir alls
Kostnaðarverð
Heildarverð 1.1.2019 1.754.175 984.767 2.738.942
Yfirtekið við kaup á rekstrareiningum 263.389 95.922 359.311
Fjárfesting í innri hugbúnaðarþróun 0 125.285 125.285
Viðbót á árinu 0 67.341 67.341
Endurflokkað 0 (
20.565)
(
20.565)
Áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla 634 0 634
Heildarverð 31.12.2019 2.018.198 1.252.750 3.270.948
Fjárfesting í innri hugbúnaðarþróun 0 184.337 184.337
Viðbót á árinu 0 113.872 113.872
Endurflokkað 0 18.280 18.280
Áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla 41.255 0 41.255
Heildarverð 31.12.2020 2.059.453 1.569.239 3.628.692
Afskriftir og virðisrýrnun
Afskrifað alls 1.1.2019 137.481 164.590 302.071
Afskriftir 0 123.984 123.984
Afskrifað alls 31.12.2019 137.481 288.574 426.055
Virðisrýrnun 85.115 0 85.115
Afskriftir 0 211.503 211.503
Afskrifað alls 31.12.2020 222.596 500.077 722.673

11. Óefnislegar eignir, frh.:

Viðskiptavild Hugbúnaður Óefnislegar
eignir alls
2.436.871
1.880.717 964.176 2.844.893
1.836.857 1.069.162 2.906.019
10 - 25%
1.616.694 820.177

Hluti af starfsemi Origo hf. er að þróa hugbúnað og selja. Í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla voru á árinu eignfærðar 184 millj. kr. vegna þróunar á eigin hugbúnaði auk þess fjárfesti félagið í öðrum hugbúnaði fyrir 114 millj. kr. á árinu. Við mat á fjárhæðum við þróun á hugbúnaði er miðað við kostnað sem til fellur frá þeim degi sem verkefni uppfyllir öll skilyrði til eignfærslu.

Óefnislegar eignir sem þróaðar innan samstæðunnar eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum eins og um keypta eign væri að ræða. Bókfært verð óefnislegra eigna er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnunarpróf eru gerð að minnsta kosti árlega á viðskiptavild.

Afskriftir samkvæmt rekstrarreikningi greinast þannig: 2020 2019
Afskriftir rekstrarfjármuna, skýring 12 536.141 462.844
Afskriftir óefnislega eigna 211.503 123.984
Virðirsrýrnun viðskiptavildar 85.115 0
Fært í rekstrarreikning sem afskriftir 832.759 586.828
Afskriftir greinast þannig á rekstrarliði:
Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu 471.086 281.419
Rekstrarkostnaður 361.673 305.409
Afskriftir samtals 832.759 586.828

Virðisrýrnunarpróf

Í lok reikningsársins var framkvæmt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild félagsins. Viðskiptavild sem myndast hefur við kaup hefur verið útdeilt niður á viðeigandi dótturfélög sem skilgreind eru sem minnstu aðgreinanlegu fjárskapandi einingar af stjórnendum samstæðunnar. Niðurstaða virðisrýrnunarprófs var að virðisrýra alla viðskiptavild félagsins vegna Bustravel eða alls 85 millj. kr. Virðisrýrnunin er færð undir liðnum vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu í rekstrarreikningi félagsins samhliða virðisrýrnun þá tekjufærði félagið 85 millj. kr. skuldbindingu vegna kaupanna á Bustravel þar sem áætlað kaupverð lækkar. Tekjufærslan er færð á meðal rekstrartekna. Áhrif virðisrýrnunar á rekstur félagsins og sjóðstreymi þess eru því engin.

Bókfært verð viðskiptavildar greinist þannig niður á flokk fjárskapandi einingar:

2020 2019
Vörur, hugbúnaður, tengd þjónusta og ráðgjöf - innlend starfsemi 1.577.798 1.662.913
Hugbúnaður, tengd þjónusta og ráðgjöf - erlend starfsemi 259.059 217.804
Viðskiptavild samtals 1.836.857 1.880.717

11. Óefnislegar eignir, frh.:

Endurheimtanlegar fjárhæðir fyrir fjárskapandi einingar eru byggðar á nýtingarvirði. Við mat á nýtingarvirði er stuðst við vænt fjárstreymi sem fært hefur verið til núvirðis. Fjárstreymi var áætlað í samræmi við fjárhæðir og rekstraráætlanir næstu fimm ára, eftir spátímabilið er gert ráð fyrir föstum framtíðarnafnvexti við útreikning á hrakvirði. Megin forsendur eru tekjuvöxtur, rekstrarhagnaðarhlutfall (EBITDA-hlutfall), framtíðarfjárfesting og vöxtur eftir fimm ára spátímabil. Við núvirðingu er stuðst við væntan veginn fjármagnskostnað (WACC). Ávöxtunarkrafan tekur mið af hverri fjárskapandi einingu þar sem stuðst er við ytri gögn sem og innri gögn. Beitt er sömu aðferðafræði og árið áður.

Áætlanir eru yfirfarnar og samþykktar af stjórn félagsins. Við gerð áætlana og mati á ávöxturnarkröfu var horft til áhrifa Covid 19 faraldursins á rekstur félagsins og óvissu tengda honum.

Við mat á nýtingarvirði byggja stjórnendur á áætlunum á framtíðarþróun á sviði upplýsingatækni, byggt er á bæði ytri og innri upplýsingum. Stuðst er við reynslu reynslu fyrri ára. Eftirfarandi eru lykilforsendur við mat á nýtingarvirði:

Vörur, hugbúnaður,
tengd þjónusta
og ráðgjöf
Hugbúnaður,
tengd þj.
og ráðgjöf
Forsendur í árslok 2020: - innanlands - erlend
Framtíðarvöxtur að teknu tilliti til verðlagsþróunar 5,5% 3,5%
Nafnvöxtur tekna:
Vegið meðaltal 2021 ( 1,9%) ( 4,0%)
2022 - 2025 5,0 - 5,7% 3,7 - 4,0%
Ávöxtunarkrafa, WACC 8,9% 5,7%
Skuldsetningarhlutfall 10,0% 10,0%
Vextir 5,0% 2,6%
Forsendur í árslok 2019:
Framtíðarvöxtur að teknu tilliti til verðlagsþróunar 4,9% 3,0%
Nafnvöxtur tekna:
Vegið meðaltal 2020 7,4% 15,9%
2021 - 2024 5,0 - 5,3% 4,0 - 4,5%
Ávöxtunarkrafa, WACC 8,1% 5,8%
Skuldsetningarhlutfall 9,0% 9,0%
Vextir 5,3% 2,9%

Raunhæfar breytingar á forsendum í árslok 2020 og 2019 myndu ekki leiða til frekari virðisrýrnunar.

12. Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi

Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi er 43,2% eignarhlutur í Tempo Parent LCC og greinist hann þannig:

2020 2019
Bókfært verð 1.1. 2.684.027 2.697.564
Áhrif hlutafjárlækkunar 0
(
63.574)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 131.543
(
68.799)
Þýðingarmunur 125.368 118.836
Bókfært verð 31.12. 2.940.938 2.684.027

12. Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi, frh.:

Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi skiptist þannig: 2020 2019
Hlutdeild í eigin fé 614.212 424.163
Viðskiptavild 1.459.449 1.407.650
Aðrar óefnislegar eignir 867.277 852.214
Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi 2.940.938 2.684.027
Áhrif í rekstrarreikningi greinast þannig:
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 131.543 ( 68.799)
Uppgjör á sölu á Tempo ehf. - söluhagnaður 0 77.578
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags skv. ársreikningi 131.543 8.779
13. Tekjur Tempo á árinu 2020 voru um \$33 millj. og jukust um 18% frá fyrra ári.
Verðbréfaeign og aðrar langtímakröfur
Verðbréfaeign og aðrar langtímakröfur greinast þannig:
Leigukrafa - sjá nánar skýringu 20 341.263 181.910
Næsta árs afborgun leigukrafna ( 56.544) ( 33.749)
Aðrar langtímakröfur 15.569 13.061
Verðbréfaeign og aðrar langtímakröfur 300.288 161.222
14. Birgðir
Birgðir í árslok greinast þannig:
Birgðir á vörulager og í verslunum 1.306.525 1.239.765
Varahlutabirgðir 17.540 51.942
Verk í vinnslu 231.053 167.068
Niðurfærsla birgða ( 101.809) ( 137.278)
Birgðir samtals 1.453.309 1.321.497

Verk í vinnslu samanstanda af kostnaði vegna þjónustuverka sem áfallinn er í árslok.

15. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig:

Viðskiptakröfur vegna samninga við viðskiptavini 1.624.343 1.806.545
Niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast ( 111.000) ( 28.400)
Ýmsar skammtímakröfur 196.656 221.541
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals 1.709.999 1.999.686

Fjallað er um lánsáhættu, gengisáhættu og virðisrýrnun (niðurfærslu) viðskiptakrafna og annarra krafna samstæðunnar í skýringu 25 og 27.

Viðskiptakröfur og birgðir að fjárhæð 643 millj. kr. (2019: 640 millj. kr.) eru veðsettar til tryggingar á lánum til félagsins.

16. Handbært fé

Handbært fé greinist þannig:

Óbundnar bankainnstæður og lausafjársjóðir 1.172.594 820.238
Sjóðir 120 5.609
Handbært fé 1.172.714 825.847

17. Eigið fé

(i) Hlutafé

Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 435 millj. kr. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu. Félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 0,1 millj. kr. sem færð eru til lækkunar á eigin fé.

Félagið keypti 1.248 þús. eigin hluti á 33 millj. kr. á árinu 2020 í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins

(ii) Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár

Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár sýnir það sem hluthafar félagsins hafa greitt umfram nafnverð hlutafjár sem félagið hefur selt. Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð.

Heimilt er samkvæmt lögum að jafna yfirverðsreikningi innborgaðs hlutafjár á móti uppsöfnuðu tapi.

(iii) Annað bundið eigið fé

Annað bundið eigið fé samanstendur af þýðingarmun vegna dótturfélag og bundnum hlutdeildarreikningi í árslok.

Bundið eigið fé inniheldur hlutdeild í uppsöfnuðum hagnaði dótturfélaga og hlutdeildarfélaga sem er umfram úthlutaðan arð frá viðkomandi félögum á undirritunardegi.

Annað bundið eigið fé greinist þannig:

Þýðingar
munur í
dóttur-
félögum
Bundinn
hlutdeildar-
reikningur
Bundið
eigið fé vegna
þróunarkostn.
Samtals
Staða 1.1.2019 392.358 2.309.584 0 2.701.942
Breyting á árinu (
222.085)
27.356 125.285 (
69.444)
Staða 31.12.2019 170.273 2.336.940 125.285 2.632.498
Breyting á árinu 155.736 204.484 140.653 500.873
Staða 31.12.2020 326.009 2.541.424 265.938 3.133.371

(iv) Óráðstafað eigið fé

Óráðstafað eigið fé er uppsafnaður óráðstafaður hagnaður og ójafnað tap samstæðunnar frá stofnun móðurfélagsins, að frádregnum arðgreiðslum og millifærslum til og frá öðrum eiginfjárliðum.

(v) Eiginfjárstýring

Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Stjórn félagsins hefur þá stefnu að 20-40% af hagnaði hvers árs sé að jafnaði greiddur sem arður til hluthafa. Til langs tíma er markmið stjórnar að eiginfjárhlutfall samstæðunnar sé ekki undir 40,0%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 56,5% í árslok 2020 samanborið við 57,4% í árslok 2019. Við stýringu á eigin fé er litið til bókfærðs eigin fjár.

Á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2020 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupgengi hluta skal miða við síðasta skráða gengi á Nasdaq OMX Iceland hf. áður en samningur er gerður. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar féll úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 7. mars 2019.

Engar breytingar urðu á stefnu um eiginfjárstýringu samstæðunnar á árinu.

Félaginu og dótturfélögum þess ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarks eiginfjárstöðu.

17. Eigið fé, frh.:

(vi) Arður

Á árinu 2020 var greiddur arður til hluthafa að fjárhæð 180 millj. kr. (2019: 1.000 millj. kr.). Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2021.

18. Hagnaður á hlut

Hagnaður á hlut miðar við hagnað sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðalfjölda virkra hluta á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut miðar við hagnað sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðalfjölda virkra hluta að teknu tilliti til þynningaráhrifa væntra útgefinna hluta vegna kauprétta starfsmanna.

2020 2019
Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu 252.049 678.265
Hlutafé í ársbyrjun ( 436.105 462.918
Áhrif hækkunar hlutafjár 0 3.146
Áhrif kaupa á eigin bréfum 1.040) ( 15.073)
Vegið meðaltal útistandandi hluta á árinu 435.065 450.991
Áhrif kaupréttasamninga 0 0
Vegið meðaltal útistandandi hluta á árinu fyrir þynntan hagnað 435.065 450.991
Hagnaður á hlut 0,58 1,50
Þynntur hagnaður á hlut 0,58 1,50

19. Vaxtaberandi skuldir

Í þessari skýringu eru upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði. Upplýsingar um vaxtaáhættu, gengisáhættu og lausafjáráhættu er að finna í skýringum 23 til 27.

Vaxtaberandi langtímaskuldir greinast þannig: 2020 2019
Vaxtaberandi skuldir
Næsta árs afborganir
( 743.258
102.469) (
640.141
60.702)
Vaxtaberandi langtímaskuldir alls 640.789 579.439

Vaxtaberandi skuldir í lok ársins greinast þannig eftir gjaldmiðlum:

2020 2019
Lokagjalddagi Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar
Skuldir í ISK, óverðtryggð 2030 3,3% 318.754 4,9% 241.191
Skuldir í SEK 2030 3,8% 239.984 3,6% 221.974
Skuldir í EUR 2030 3,4% 145.423 3,4% 139.497
Skuldir í DKK 2030 3,4% 37.708 3,4% 36.017
Skuldir í USD 2030 4,6% 1.389 5,5% 1.462
Vaxtaberandi skuldir alls 743.258 640.141

19. Vaxtaberandi skuldir,frh.:

Afborganir af langtímalánum greinast þannig á næstu ár: 2020 2019
Afborganir 2020 - 60.702
Afborganir 2021 102.469 59.239
Afborganir 2022 84.136 59.239
Afborganir 2023 84.136 59.239
Afborganir 2024 84.136 59.239
Afborganir 2025 65.803 59.239
Afborganir síðar 322.578 283.244
Samtals 743.258 640.141

Breyting vaxtaberandi skulda á árinu greinist þannig:

Vaxtaberandi skuldir 1. janúar 640.141 881.041
Ný lántaka 100.000 0
Afborganir (
64.136) (
245.213)
Gengismunur 67.253 4.313
Vaxtaberandi skuldir 31. desember 743.258 640.141

Lánasamningar félagsins innihalda m.a skilmála um fjárhagslegan styrk og uppfyllir félagið alla gildandi skilmála í árslok 2020.

Skuldir félagsins við lánastofnanir eru tryggðar með veðum í viðskiptakröfum og birgðum sbr. skýringu 15.

20. Leigusamningar

Samstæðan leigir skrifstofuhúsnæði og vöruhús. Þessir leigusamningar eru að jafnaði til 10-20 ára með möguleika á endurnýjun í lok leigutímans. Leigusamningarnir eru flestir tengdir vísitölu neyðsluverðs. Samstæðan áframleigir hluta af skrifstofuhúsnæðinu.

Leiguskuldbinding greinist þannig:

2020 2019
Leiguskuldbinding 1.1 1.702.550 1.318.685
Afborgarnir leigusamninga ( 370.747) ( 253.639)
Nýjir samningar 89.075 466.302
Áhrif endurmats leigusamninga og gengisbreytingar 209.761 171.202
Leiguskuldbinding 31.12 1.630.639 1.702.550
Áhrif leigusamninga í rekstrarreikningi greinast þannig:
Vaxtagjöld á leiguskuldir 71.553 71.034
Vaxtatekjur á kröfur 10.359 8.418
Afskrift leigueigna 300.291 250.288

20. Leigusamningar, frh.:

Áhrif leigusamninga í sjóðstreymi greinast þannig:

2020 2019
Greitt vegna leigusamninga 372.683 350.315
Innheimt vegna leigusamninga 43.998 34.037

Framlengingarákvæði

Sumir leigusamningar samstæðunnar um fasteignir fela í sér framlengingarheimildir sem henni er heimilt að nýta allt að einu ári fyrir lok óuppsegjanlegs leigutímabils. Ef samstæðan telur það hagkvæmt leitast hún við að hafa framlengingarheimildir í leigusamningum til að tryggja sveigjanleika í rekstri. Aðeins samstæðunni er heimilt að nýta framlengingarákvæði en ekki leigusölum. Samstæðan leggur mat á það við upphaf leigusamnings hvort það sé talið nokkuð líklegt að hún muni nýta heimildir til framlenginga. Ef verulegar breytingar á aðstæðum sem eru á valdi samstæðunnar verða þá endurmetur hún hvort að hún muni nýta sér framlengingarheimildir leigusamnings.

Ekki er gert ráð fyrir að samstæðan nýti sér heimildir til framlengingar leigusamninga þar sem óvissa er um hvort heimildin verði nýtt.

Leiguskuldbinding

Leiguskuldbinding greinist þannig

2020 2019
Afborganir 2020 - 334.529
Afborganir 2021 427.302 321.156
Afborganir 2022 336.882 278.130
Afborganir 2023 288.310 278.010
Afborganir 2024 286.626 276.551
Afborganir 2025 281.595 276.551
Afborganir síðar 208.209 197.489
Ónúvirtar greiðslur alls 1.828.924 1.962.416
Ófærð vaxtagjöld ( 198.285) ( 260.166)
Leiguskuldbinding samkvæmt ársreikning 1.630.639 1.702.250

Leigukröfur

Samstæðan leigir hluta af leigueignum til þriðja aðila og námu vaxtatekjur vegna leigukrafna alls 10,4 millj. kr. Leigukröfur hækka á árinu þar sem félagið endurleigði leigueign félagsins sem áður var til eigin nota.

Afborganir 2020 - 34.429
Afborganir 2021 56.962 34.429
Afborganir 2022 56.962 34.429
Afborganir 2023 56.962 34.429
Afborganir 2024 56.962 34.429
Afborganir 2025 56.962 34.429
Afborganir síðar 113.856 -
Ónúvirtar leigutekjur alls 398.668 206.574
Óinnleystar vaxtatekjur ( 57.405) ( 24.664)
Hrein fjárfesting í leigusamningum 341.263 181.910

21. Tekjuskattur

Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: 2020 2019
Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi ( 25.512) ( 74.493)
Virkur tekjuskattur greinist þannig: 2020 2019
Hagnaður fyrir tekjuskatt 277.561 752.758
Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli 20,0% ( 55.512) 20,0% ( 150.552)
Áhrif gengismunar á kröfu á dótturfélag 0,0% 0 1,2% ( 3.441)
Innleystur þýðingarmunur 0,0% 0 ( 9,0%) 67.994
Óskattskyldar tekjur ( 8,8%) 24.540 ( 1,8%) 13.756
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags ( 9,5%) 26.309 ( 0,6%) 1.756
Virðisrýrnun viðskiptavildar 6,1% ( 17.023) 0,0% 0
Áhrif skatthlutfalla á erlendum skattasvæðum 1,0% ( 2.874) 1,6% ( 4.516)
Annað 0,3% ( 952) ( 0,2%) 510
Virkur tekjuskattur 9,2% ( 25.512) 9,9% ( 74.493)
Tekjuskattseign greinist þannig: 2020 2019
Tekjuskattseign 1. janúar 18.051 78.722
Tekjuskattur ársins ( 25.512) ( 74.493)
Tekjuskattur til greiðslu 7.514 14.123
Þýðingarmunur 4.744 ( 301)
Tekjuskattseign 31. desember 4.797 18.051
Tekjuskattseign greinist þannig í árslok:
Eignir Skuldir Nettó
2020
Rekstrarfjármunir og leigðar eignir 587 ( 225.415) ( 224.828)
Óefnislegar eignir 0 ( 82.933) ( 82.933)
Viðskiptakröfur og aðrar kröfur 22.200 ( 68.253) ( 46.053)
Frestaður skattalegur gengismunur 12.290 0 12.290
Leiguskuldbindingar 325.973 0 325.973
Yfirfæranlegt skattalegt tap 20.348 0 20.348
Tekjuskatteign (-skuldbinding) 381.398 ( 376.601) 4.797
Jöfnun ( 376.601) 376.601 0
Tekjuskattseign 31. desember 4.797 0 4.797
Tekjuskattseign greinist þannig í árslok:
Eignir Skuldir Nettó
2019
Rekstrarfjármunir og leigðar eignir
14.561 ( 269.506) ( 254.945)
Óefnislegar eignir 0 ( 30.796) ( 30.796)
Viðskiptakröfur og aðrar kröfur 5.538 ( 36.382) ( 30.844)
Frestaður skattalegur gengismunur 0 ( 5.873) ( 5.873)
Leiguskuldbindingar
340.509 0 340.509
Tekjuskatteign (-skuldbinding)
Jöfnun
360.608 ( 342.557) 18.051
Tekjuskattseign 31. desember ( 342.557)
18.051
342.557
0
0
18.051

21. Tekjuskattur, frh.:

Yfirfæranlegt skattalegt tap er nýtanlegt á móti skattskyldum hagnaði næstu ára sem hér segir:

2020 2019
Skattalegt tap vegna 2019, nýtanlegt til 2029 30.289 0
Skattalegt tap vegna 2020, nýtanlegt til 2030 71.451 0
Yfirfæranlegt skattalegt tap alls 101.740 0

22. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

Viðskiptaskuldir 1.254.741 1.232.887
Aðrar skammtímaskuldir 1.722.904 1.491.676
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals 2.977.645 2.724.563

Áhættustýring

23. Yfirlit

Eftirfarandi áhættur fylgja fjármálagerningum samstæðunnar:

  • lánsáhætta
  • lausafjáráhætta
  • markaðsáhætta
  • rekstraráhætta

Hér eru veittar upplýsingar um framangreindar áhættur, markmið, stefnu og aðferðir samstæðunnar við að meta og stýra áhættu.

Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Áhættustýring og aðferðir eru yfirfarnar reglulega til að endurspegla breytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi samstæðunnar. Með þjálfun starfsmanna og starfsreglum stefnir samstæðan að öguðu eftirliti þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur.

24. Lánsáhætta

Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna og handbærs fjár.

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Lánsáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Atvinnugreinar og staðsetning viðskiptamanna hafa minni áhrif á lánsáhættu. Um 18% (2019: 21%) af tekjum samstæðunnar eru vegna sölu á vörum og þjónustu til fimm stærstu viðskiptamanna hennar.

Samstæðan hefur sett útlánareglur þar sem allir nýir viðskiptamenn eru metnir áður en þeim er veittur gjaldfrestur. Greiðslusaga nýrra viðskiptamanna er könnuð og þeim settar hámarksúttektir.

Flestir viðskiptamenn samstæðunnar hafa átt í áralöngum viðskiptum við hana og tapaðar viðskiptakröfur hafa verið óverulegar í hlutfalli af veltu. Við stýringu lánsáhættu vegna viðskiptamanna er einkum horft til aldurs krafna og fjárhagsstöðu einstakra viðskiptamanna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur samstæðunnar eru einkum á fyrirtæki og endurseljendur. Viðskiptamenn sem flokkaðir eru sem áhættusamir eða hafa nýtt útlánahámörk geta ekki átt frekari viðskipti við samstæðuna nema greiða niður skuldir sínar eða fjárhagssvið samstæðunnar samþykki frekari úttektir.

24. Lánsáhætta, frh.:

Vörur eru í sumum tilvikum seldar með eignarréttarfyrirvara, þannig að ef kröfur sem stofnast við sölu innheimtast ekki getur samstæðan endurheimt vöruna. Samstæðan krefst að jafnaði ekki veða vegna viðskiptakrafna og annarra krafna.

Samstæðan myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna, annarra krafna og fjárfestinga. Niðurfærslan er í meginatriðum sérstök niðurfærsla vegna einstakra viðskiptamanna og almenn niðurfærsla með tilliti til aldurs krafna, sem ekki hefur verið tengd einstökum viðskiptamönnum. Almenn niðurfærslan er ákveðin með tilliti til innheimtusögu sambærilegra krafna og væntri þróun efnahagslífsins. Viðskiptakrafa er endanlega afskrifuð þegar ljóst er að hún muni ekki innheimtast svo sem við gjaldþrot.

Ábyrgðir

Það er stefna samstæðunnar að veita aðeins dótturfélögum ábyrgðir. Í árslok 2019 og 2020 var móðurfélagið ekki í ábyrgðum fyrir dótturfélög sín.

Mögulegt tap vegna lánsáhættu

Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:

Bókfært verð
Skýring 2020 2019
Verðbréfaeign og aðrar langtímakröfur 300.288 161.222
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 15 1.709.999 1.999.686
Handbært fé 16 1.172.714 825.847
3.183.001 2.986.755

Mesta mögulega tap samstæðunnar á viðskiptakröfum skiptist með eftirfarandi hætti eftir landsvæðum:

Ísland 1.338.730 1.686.216
Önnur lönd 174.613 91.929
1.513.343 1.778.145

Í árslok námu viðskiptakröfur á fimm stærstu viðskiptamenn samstæðunnar 353 millj. kr. (2019: 381 millj. kr.).

Virðisrýrnun viðskiptakrafna

Aldur viðskiptakrafna var eftirfarandi í árslok:

Nafnverð kröfu Niðurfærsla
2020 2019 2020 2019
Ógjaldfallið 1.197.671 1.566.826 682 7.834
Gjaldfallið innan 30 daga 144.475 150.874 6.877 7.610
Gjaldfallið fyrir 31 - 120 dögum 81.357 79.193 11.044 6.415
Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum 200.840 9.652 92.397 6.541
1.624.343 1.806.545 111.000 28.400
Breytingar á niðurfærslu viðskiptakrafna á árinu greinast þannig: 2020 2019
Staða 1. janúar 28.400 41.400
Breyting á árinu 82.600
(
13.000)
Staða 31. desember 111.000 28.400

Niðurfærsla viðskiptakrafna á árinu 2020 hækkar um 83 millj. kr. vegna óvissu um innheimtu í tengslum við covid 19. Stjórnendur meta ekki tapsáhættu í öðrum skammtímakröfum.

25. Lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að hún hafi alltaf nægt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor samstæðunnar.

Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimildir og hefur aðgang að lánalínum hjá tveimur íslenskum og einum erlendum viðskiptabanka. Ónýttar lánsheimildirnar eru allt að 800 millj. kr. í árslok 2020 (2019: 400 millj. kr.).

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum, greinast þannig:

2020
Bókfært Umsamið Innan
verð sjóðstreymi 1 árs 2-5 ár Síðar
Fjárskuldir sem ekki
eru afleiður:
Vaxtab. skuldir 743.258 873.666 130.456 391.923 351.287
Leiguskuldbindingar 1.630.639 1.969.775 427.302 1.316.582 225.891
Viðskiptaskuldir og aðrar
skammtíma skuldir 2.977.645 2.977.645 2.977.645
5.351.542 5.821.086 3.535.403 1.708.505 577.178
2019
Fjárskuldir sem ekki
eru afleiður:
Vaxtab. skuldir 640.141 843.832 46.727 389.686 407.419
Leiguskuldbindingar 1.702.550 2.222.194 402.198 1.315.716 504.280
Viðskiptaskuldir og aðrar
skammtíma skuldir 2.724.563 2.724.563 2.724.563
5.067.254 5.790.589 3.173.488 1.705.402 911.699

26. Markaðsáhætta

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar í markaðsverði erlendra gjaldmiðla og vaxta hafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður.

Gjaldmiðlagengisáhætta vegna fjármálagerninga

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna innkaupa og lántöku í öðrum gjaldmiðlum en starfrækslugjaldmiðli einstakra samstæðufélaga. Starfrækslugjaldmiðlar einstakra samstæðufélaga eru íslenskar (ISK) og sænskar krónur (SEK). Þeir gjaldmiðlar sem einkum skapa gengisáhættu eru evrur (EUR), dollarar (USD), danskar (DKK) og sænskar krónur.

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna viðskipta innan hennar. Gengisáhættan myndast þegar félög innan samstæðunnar eiga í viðskiptum sín á milli þar sem starfrækslugjaldmiðill þeirra er ekki sá sami. Starfrækslugjaldmiðill móðurfélagsins er íslensk króna og er samstæðureikningurinn gerður í íslenskum krónum. Móðurfélagið á kröfu á dótturfélög sem hafa annan starfrækslugjaldmiðil en móðurfélagið og býr samstæðan við gengisáhættu vegna þess og eru kröfunar sýndar í töflunni.

26. Markaðsáhætta, frh.:

Gjaldmiðlagengisáhætta vegna fjármálagerninga, frh:

Áhætta samstæðunnar vegna erlendra gjaldmiðla var sem hér segir í nafnverðfjárhæðum:

2020 EUR DKK SEK USD
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 48.415 27.958 103.232 6.814
Handbært fé 20.010 49 84.450 40.882
Vaxtaberandi skuldir ( 145.423) ( 37.708) ( 239.984) ( 1.389)
Viðskipta- og aðrar skammtímaskuldir ( 179.496) ( 347.568) ( 2.909) ( 59.980)
Áhætta í efnahagsreikningi samstæðunnar ( 256.494) ( 357.269) ( 55.211) ( 13.673)
Viðskiptastaða innan samstæðu 0 0 314.062 0
Gengisáhætta samstæðunnar ( 256.494) ( 357.269) 258.851 ( 13.673)
2019 EUR DKK SEK USD
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 57.705 26.381 7 18
Handbært fé 5.137 1.180 0 2.215
Vaxtaberandi skuldir ( 139.497) ( 36.017) ( 221.974) ( 1.462)
Viðskipta- og aðrar skammtímaskuldir ( 211.412) ( 371.143) ( 16.477) ( 50.678)
Áhætta í efnahagsreikningi samstæðunnar ( 288.067) ( 379.599) ( 238.444) ( 49.907)
Viðskiptastaða innan samstæðu 0 ( 17.207) 174.302 0

Gengi helstu gjaldmiðla á árinu var sem hér segir:

Meðalgengi Árslokagengi
2020 2019 2020 2019
EUR 157,07 136,92 156,56 136,21
DKK 20,87 18,44 21,05 18,24
SEK 14,85 12,98 15,57 13,06
USD 135,60 122,73 127,39 121,64

Næmigreining

10% styrking íslenskrar krónu gagnvart eftirtöldum gjaldmiðlum 31. desember mundi hafa hækkað (lækkað) afkomu (hreinar fjármunatekjur) samstæðunnar fyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á að allar aðrar breytur haldist óbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árið 2019.

2020 2019
EUR 25.649 28.807
DKK 35.727 39.681
SEK
(
25.885) 6.414
USD 1.367 4.991

10% veiking íslenskrar krónu gagnvart framangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt, að því gefnu að allar aðrar breytur hefðu haldist óbreyttar.

26. Markaðsáhætta, frh.:

Gjaldmiðlagengisáhætta vegna fjárfestingar í dóttur- og hlutdeildarfélögum

Félagið býr félagið við gengisáhættu vegna fjárfestinga í dótturfélögum og hlutdeildarfélögum þar sem starfrækslugjaldmiðillinn er annar en hjá móðurfélaginu. Gengisáhættan er færð beint á eigið fé sem þýðingarmunur vegna starfsemi dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Einkum er um að ræða fjárfestingu í Tempo ehf. Þýðingarmunur færður beint á eigið fé var jákvæður um 155 millj. kr. en hann var jákvæður um 118 millj. kr. á árinu 2019. Fjárfesting í dóttur- og hlutdeildarfélögum greinist þannig:

2020 2019
Eignarhlutur í Tempo ehf. - fjárfesting í USD
2.940.938
Eignarhlutur í Applicon í Svíþjóð - fjárfesting í SEK
272.963 2.684.027
201.498

Næmigreining

10% veiking íslenskrar krónu gagnvart eftirtöldum gjaldmiðlum 31. desember mundi hafa hækkað (lækkað) þýðingarmun (heildarhagnað) samstæðunnar fyrir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á að allar aðrar breytur haldist óbreyttar. Greiningin var unnin með sama hætti og árið 2019.

USD 294.094 268.403
SEK 27.296 20.150

10% styrking íslenskrar krónu gagnvart framangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt, að því gefnu að allar aðrar breytur hefðu haldist óbreyttar.

Vaxtaáhætta

Lántökur samstæðunnar eru allar með breytilegum vöxtum og ver samstæðan sig því ekki sérstaklega fyrir vaxtaáhættu. Vaxtaáhætta samstæðunnar snýr einvörðungu að sjóðsflæðisáhættu.

Vaxtaberandi fjármálagerningar samstæðunnar í árslok greinast þannig:

Bókfært verð
2020 2019
Fjáreignir með breytilega vexti 1.172.714 825.847
Fjárskuldir með breytilega vexti ( 743.258) ( 640.141)
429.456 185.706

Breyting á vöxtum á uppgjörsdegi um 100 punkta hefði hækkað afkomu um 4 millj. kr. (2019: hækkað um 2 millj. kr.) fyrir tekjuskatt. Þessi greining byggir á því að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Greiningin er unnin með sama hætti og árið 2019. Samstæðan er hvorki með fjáreignir né fjárskuldir á föstum vöxtum.

Önnur markaðsverðsáhætta

Önnur markaðsverðsáhætta er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum í félögum er óverulegur hluti af starfsemi samstæðunnar.

26. Markaðsáhætta, frh.:

Gangvirði

Eftirfarandi tafla sýnir samanburð á gangvirði og bókfærðu virði fjáreigna og fjárskulda. Ekki eru birtar upplýsingar um gangvirði ef það er jafnt bókfærðu verði.

2020 2019
Bókfært Bókfært
verð Gangvirði verð Gangvirði
Vaxtaberandi skuldir ( 743.258) ( 755.076)
(
640.141)
(
650.319)

Engar fjáreignir og fjárskuldir voru bókfærðar á gangvirði í árslok 2020 og 2019. Fjallað er um forsendur við ákvörðun gangvirðis í skýringu 3.

Mat á gangvirði

Þar sem við á við núvirðingu vænts sjóðstreymis eru notaðir millibankavextir í árslok að viðbættu 1,6 - 3,6% vaxtaálagi (2019: 1,6 - 3,6%) vaxtaálagi. Gangvirði fjárskulda fellur undir stig 3 í stigveldi gangvirðis.

27. Rekstraráhætta

Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi sem getur orðið vegna fjölda þátta í starfsemi samstæðunnar, vinnu starfsmanna hennar, tækni og skipulagi, og ytri þáttum öðrum en láns-, markaðs- og lausafjáráhættu, svo sem vegna breytinga á lögum og almennra viðhorfa til stjórnunarhátta fyrirtækja. Rekstraráhætta myndast við alla starfsemi samstæðunnar.

Það er stefna samstæðunnar að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til að vernda orðstír hennar, jafnframt því að starfsreglur takmarki ekki frumkvæði og sköpunargáfu starfsmanna.

Til að draga úr rekstraráhættu er meðal annars komið á viðeigandi aðskilnaði starfa, haft eftirlit með viðskiptum og fylgni við lög, unnið reglulegt mat á áhættu, starfsmenn þjálfaðir, verkferlar skipulagðir og skráðir og keyptar tryggingar þegar við á.

28. Tengdir aðilar

Skilgreining tengdra aðila

Hluthafar sem hafa veruleg áhrif á starfsemi samstæðunnar, stjórnarmenn og stjórnendur og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra og félög sem þeir ráða yfir teljast til tengdra aðila.

Laun og hlunnindi til stjórnar og stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni og eignarhlutir í félaginu greinast þannig:

Fyrir árið 2020: Laun og
hlunnindi
Mótframlag
í lífeyrissjóð
Hlutafjár
eign
Hjalti Þórarinsson, stjórnarformaður 6.679 768 0
Hildur Dungal, varaformaður 4.045 465 0
Ívar Kristjánsson, stjórnarmaður 4.814 650 1.600
Guðmundur Jóh. Jónsson, stjórnarmaður 3.478 470 587
Svafa Grönfeldt, stjórnarmaður 3.730 429 0
Jón Björnsson forstjóri 16.327 2.955 560
Finnur Oddsson, fyrrv. forstjóri 67.130 13.945 1.786
Lykilstjórnendur (8)* 195.634 29.471 1.425

* Um er að ræða sex lykilstjórnendur hjá Origo hf. auk framkvæmdastjóra og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Applicon AB eða alls átta lykilstjórnendur.

28. Tengdir aðilar,frh.:

Fyrir árið 2019: Laun og
hlunnindi
Mótframlag
í lífeyrissjóð
Hlutafjár
eign
Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður 7.880 1.064 2.935
Hildur Dungal, varaformaður 3.406 392 0
Guðmundur Jóh. Jónsson, stjórnarmaður 3.468 468 657
Svafa Grönfeldt, stjórnarmaður 2.824 325 0
Hjalti Þórarinsson, stjórnarmaður 3.220 370 0
Finnur Oddsson forstjóri 61.236 12.642 1.786
Lykilstjórnendur (7)* 182.896 23.323 1.104

* Um er að ræða sex lykilstjórnendur hjá Origo hf. auk framkvæmdastjóra hjá Applicon AB eða alls sjö lykilstjórnendur.

Með eignarhlutum að framan eru taldir eignarhlutir maka og ófjárráða barna ásamt eignarhlutum í eigu félaga sem stjórnarmenn og stjórnendurnir ráða.

Önnur viðskipti við tengda aðila eru óverulegur þáttur í starfsemi samstæðunnar. Verðlagning í slíkum viðskiptum er sambærileg og í öðrum viðskiptum hennar.

29. Dótturfélög

Dótturfélög Origo hf. voru fjögur í árslok og eru eftirtalin:

Eignarhlutur
Land 2020 2019
Application Consulting Sweden Holding AB Svíþjóð 100% 100%
Application Consulting Sweden AB Svíþjóð 100% 100%
Sendill is Unimaze ehf. Ísland 60% 60%
Tölvutek ehf. Ísland 80% 80%

30. Þóknun til endurskoðenda

Þóknun til endurskoðenda samstæðunnar á árinu 2020 nam 23 millj. kr. (2019: 25 millj. kr.) þar af 13 millj. kr. (2019: 15 millj. kr.) vegna endurskoðunar á ársreikningi. Þóknun til KPMG á Íslandi nam 21 millj. kr. (2019: 24 millj. kr.) og 2 millj. kr. (2019: 1 millj. kr.) til KPMG í Svíþjóð.

31. Kennitölur

Helstu kennitölur samstæðunnar:

Rekstur: 2020 2019
Veltuhraði vörubirgða í árslok - vörunotkun/vörubirgðir í árslok
Söludagar í viðskiptakröfum - viðskiptakröfur í lok tímabils/seldar vörur
5,6 4,1
og þjónusta 22 24
Laun og launatengd gjöld/seldar vörur og þjónusta 41,1% 43,1%
Rekstrarkostnaður/seldar vörur og þjónusta 22,8% 23,1%
Heildarhagnaður eftir tekjuskatt/seldar vörur og þjónusta 2,4% 3,1%
Efnahagur: 31.12.2020 31.12.2019
Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir 1,27 1,34
Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn 56,5% 57,1%

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

Reikningsskilaaðferðum sem er lýst hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem koma fram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni. Þeir reikningsskilastaðlar sem tóku gildi 1. janúar 2020 hafa ekki veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar.

Til að auka upplýsingargildi ársreikningsins eru skýringar við hann birtar á grundvelli þess hversu viðeigandi og mikilvægar þær eru fyrir lesandann. Það þýðir að upplýsingar sem metnar eru hvorki mikilvægar né viðeigandi fyrir notanda reikningsskilanna eru ekki birtar í skýringum.

a. Grundvöllur samstæðu

(i) Dótturfélög

Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð grundvallast af því hvort fjárfestir hefur ákvörðunarvald yfir fjárfestingunni, ber áhættu eða hefur réttinn til að njóta breytilegs ávinnings vegna þátttöku í fjárfestingunni og getur með ákvörðunarvaldi haft áhrif á ávinning sinn af fjárfestingunni. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðuársreikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið aðlaga þær aðferðum samstæðunnar.

(ii) Viðskipti felld út við gerð samstæðuársreiknings

Viðskipti milli samstæðufélaga, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð samstæðuársreikningsins.

(iii) Sameiningar fyrirtækja

Kaupaðferðinni er beitt við sameiningar þegar yfirráð flytjast til samstæðunnar. Það sem innt er af hendi við yfirtökuna er almennt metið á gangvirði sem og þær aðgreinanlegu eignir og skuldir sem yfirteknar eru.

Kaupaðferðinni er beitt við sameiningar þegar yfirráð flytjast til samstæðunnar. Það sem innt er af hendi við yfirtökuna er almennt metið á gangvirði sem og þær aðgreinanlegu eignir og skuldir sem yfirteknar eru.

Þegar félagið er yfirtökuaðili við sameiningar fyrirtækja myndast viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir. Þær fjárhæðir sem úthlutað er á yfirteknar eignir og skuldir byggjast á forsendum og mati á gangvirði þessara eigna og skulda. Við matið ráðfæra stjórnendur sig við óháða og viðurkennda matsmenn eftir því sem við á. Breytingar á forsendum og mati gætu haft í för með sér breytingar á virði sem útdeilt var á tilteknar eignir og mat á nýtingartíma þeirra sem gæti haft áhrif á fjárhæðir eða tímasetningar gjaldfærslna í rekstrarreikningi samstæðunnar, svo afskriftir óefnislegra eigna

Skilyrtar viðbótargreiðslur eru færðar á gangvirði á kaupdegi. Flokkist skilyrt viðbótargreiðsla sem eigið fé er hún ekki endurmetin og fer uppgjör hennar fram innan eigin fjár. Annars eru breytingar á gangvirði skilyrtrar viðbótargreiðslu færðar í rekstrarreikning samstæðunnar.

(iii) Hlutdeildarfélög

Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem félagið hefur veruleg áhrif á en ekki yfirráð yfir rekstrar- og fjárhagsstefnu félags. Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar félagið ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar í öðru félagi.

Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning félagsins með hlutdeildaraðferð og er eignarhluturinn upphaflega færður á kostnaðarverði að viðbættum viðskiptakostnaði.

Ársreikningur félagsins inniheldur hlutdeild í hagnaði eða tapi og annarri heildarafkomu hlutdeildarfélaga, eftir að reikningsskilaaðferðir hlutdeildarfélagsins hafa verið samræmdar reikningsskilaaðferðum félagsins. Hlutdeildaraðferðinni er beitt frá því að veruleg áhrif nást og þar til þeim lýkur.

Verði hlutdeild félagsins í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélagsins, að meðtöldum langtímafjárfestingum, er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps er hætt nema félagið hafi gengist í ábyrgðir fyrir þessi félög eða innt af hendi greiðslur vegna þeirra.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

b. Erlendir gjaldmiðlar

(i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðla einstakra samstæðufélaga á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi uppgjörsdags. Aðrar eignir og skuldir sem færðar eru á gangvirði í erlendri mynt eru færðar á gengi þess dags er gangvirði var ákveðið. Gengismunur vegna viðskipta í erlendum gjaldmiðlum er færður í rekstrarreikning.

(ii) Erlend dótturfélög

Eignir og skuldir erlendrar starfsemi, ásamt viðskiptavild, eru umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við gengi uppgjörsdags. Tekjur og gjöld erlendrar starfsemi eru umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi ársins. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu í íslenskar krónur er færður á sérstakan lið í yfirliti um heildarafkomu, að frádreginni hlutdeild minnihluta í gengismuninum. Þegar erlend starfsemi er seld, að hluta til eða öllu leyti, er tengdur gengismunur fluttur í rekstrarreikning.

c. Fjármálagerningar

(i) Fjármálagerningar aðrir en afleiður

Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast viðskiptakröfur og aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir.

Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu eru fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir.

Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðarverði

Fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum sem ekki eru skráðar á virkum markaði. Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á. Lán og kröfur samanstanda af handbæru fé, verðbréfaeign, samningum, viðskiptakröfum og öðrum kröfum.

Handbært fé

Til handbærs fjár teljast sjóður og óbundnar bankainnstæður.

Aðrar fjárskuldir

Aðrar fjárskuldir eru færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti.

Í skýringu 34 (m) er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum vegna fjármunatekna og fjármagnsgjalda.

(ii) Hlutafé

Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Beinn kostnaður vegna útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé, að frádregnum skattáhrifum.

Kaup á eigin hlutum

Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum beinum kostnaði, fært til lækkunar á eigin fé. Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

d. Rekstrarfjármunir

(i) Færsla og mat

Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Kostnaðarverðið innifelur beinan kostnað sem fellur til við kaupin.

Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með mislangan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann.

Hagnaður af sölu rekstrarfjármuna, sem er mismunur á söluandvirði þeirra og bókfærðu verði, er færður í rekstrarreikning meðal annarra tekna, en tap af sölu meðal annars rekstrarkostnaðar.

(ii) Kostnaður sem fellur til síðar

Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er eignfærður þegar líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Bókfært verð hlutarins sem er endurnýjaður er gjaldfært. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað.

(iii) Afskriftir

Afskriftir eru reiknaðar af afskrifanlegri fjárhæð, sem er kostnaðarverð eða endurmetið kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði. Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Leigðar eignir eru afskrifaðar á þeim tíma sem er styttri, leigutími eða nýtingartíma, nema að ljóst sé að samstæðan muni eignast leigumun í lok leigutíma. Áætlaður nýtingartími greinist þannig:

Fasteignir 75 ár
Áhöld, tæki og innréttingar 4- 7 ár

Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

e. Óefnislegar eignir

(i) Viðskiptavild

Viðskiptavild myndast til við kaup á dótturfélögum.

Viðskiptavild er mismunurinn á kostnaði við yfirtökuna og gangvirði yfirtekinna eigna, skulda og óvissra skulda. Þegar neikvæð viðskiptavild myndast er hún tekjufærð strax í rekstrarreikningi.

(ii) Síðara mat

Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.

(iii) Hugbúnaður

Hugbúnaður er færður á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum línulegum afskriftum og virðisrýrnun. Hugbúnaður er afskrifaður á 2 til 10 árum.

Afskriftaaðferðir og nýtingartími eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

f. Birgðir

Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir á fyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og í það ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru.

g. Virðisrýrnun

Fjáreignir

Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna, sem ekki eru færðar á gangvirði. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem hafa orðið benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar sé lægra en áður var talið.

Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi, miðað við upphaflega virka vexti, hins vegar. Virðisrýrnun fjáreigna til sölu er ákvarðað með hliðsjón af gangvirði þeirra á hverjum tíma. Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eru flokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum og hver flokkur metinn sérstaklega með tilliti til virðisrýrnunar.

Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir að virðisrýrnunin var færð. Virðisrýrnun fjárfestinga til gjalddaga er bakfærð í rekstrarreikningi.

Aðrar eignir

Bókfært verð annarra eigna samstæðunnar, að undanskildum birgðum og tekjuskattseign, er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnunarpróf eru gerð að minnsta kosti árlega á viðskiptavild.

Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þar sem vextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni.

Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar á tilheyrandi viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjum uppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Virðisrýrnun er bakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnun hefði verið færð.

h. Hlunnindi starfsmanna

(i) Framlög í iðgjaldatengda lífeyrissjóði

Samstæðan greiðir föst iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Samstæðan ber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikning meðal launa og launatendra gjalda eftir því sem þau falla til.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

i. Skuldbindingar

Skuldbinding er færð þegar samstæðunni ber lagaleg eða ætluð skylda vegna liðinna atburða og líklegt er að kostnaður, sem hægt er að meta með áreiðanlegum hætti, lendi á henni við að gera upp skuldbindinguna. Skuldbindingar eru metnar með því að núvirða áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir skatta sem sýna núverandi markaðsmat tímavirðis peninga og áhættuna sem tengist skuldbindingunni.

(i) Ábyrgðir

Skuldbinding vegna ábyrgða er færð þegar vara eða þjónusta er seld. Mat á skuldbindingunni er byggð á fyrri reynslu vegna ábyrgða með því að vega saman mögulegar útkomur og líkur þeim tengdar.

j. Tekjur

(i) Seldar vörur og hugbúnaður

Tekjur af sölu á vörum og hugbúnaði í venjulegri starfsemi eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnum afsláttum og endurgreiðslum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar félagið hefur uppfyllt samningsskyldu sína sem er yfirleitt við afhendingu, líklegt er að endurgjaldið verði innheimt og unnt er að meta kostnað vegna sölunnar og möguleg skil á vörum á áreiðanlegan hátt. Greiðslufrestur er almennt 30 dagar nema staðgreiðslusölu.

(ii) Seld þjónusta

Tekjur af veittri þjónustu eru færðar í rekstrarreikning þegar þjónusta er innt af hendi og í hlutfalli við stöðu verks á uppgjörsdegi. Staða verks er metin með hliðsjón af vinnu sem lokið er. Greiðslufrestur er almennt 30 dagar.

(iii) Rekstrarleigutekjur

Leigutekjur eru færðar línulega í rekstrarreikning á leigutímanum.

k. Leigugreiðslur

(i) Rekstrarleigugjöld

Fyrir upptöku á IFRS 15 voru greiðslur vegna rekstrarleigusamninga gjaldfærðar línulega í rekstrarreikning á leigutímabilinu.

(ii) Fjármögnunarleigugjöld

Lágmarksleigugreiðslum vegna fjármögnunarleigusamninga er skipt í fjármagnskostnað og lækkun leiguskuldar. Vaxtagjöldum er dreift á leigutímann miðað við virka vexti.

l. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjáreignum, arðstekjum og gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum. Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt.

Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar, breytingum á gangvirði fjáreigna þar sem gangvirðisbreyting er færð í rekstrarreikning og gengistapi af erlendum gjaldmiðlum. Hagnaði og tapi vegna gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla er jafnað saman.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

m. Tekjuskattur

Gjaldfærður tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema hann varði liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit um heildarafkomu, en þá er tekjuskatturinn færður á þessa liði.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.

Frestaður tekjuskattur er færður með notkun efnahagsreikningsaðferðarinnar vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikninginum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Tekjuskattsskuldbinding er ekki færð vegna viðskiptavildar sem ekki er frádráttarbær skattalega. Fjárhæð frestaðs tekjuskatts er byggð á áætlaðri innlausn eða uppgjöri bókfærðs verðs eigna og skulda með því að beita gildandi skatthlutfalli á uppgjörsdegi.

Tekjuskattseignum og tekjuskattsskuldbindingum er jafnað saman þegar lagalegur réttur er til þess, þau varða tekjuskatt sem lagður er á af sömu yfirvöldum á sama fyrirtæki eða mismunandi fyrirtæki sem eru samsköttuð og gert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega.

Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er að hægt sé að nýta framtíðarhagnað á móti eigninni. Tekjuskattseign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtist ekki.

n. Hagnaður á hlut

Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall hagnaðar, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu, og vegins meðalfjölda virkra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er reiknaður með því að leiðrétta meðalfjölda virka hluta vegna mögulegrar þynningar vegna hluta sem gæti þurft að gefa út í samræmi við kaupréttarsamninga starfsmanna.

o. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda, að meðtöldum tekjum og gjöldum vegna viðskipta við aðra hluta samstæðunnar. Afkoma allra starfsþátta samstæðunnar er reglulega yfirfarin af forstjóra til að ákvarða hvernig eignum hennar er skipt á starfsþætti og til að meta frammistöðu þeirra.

Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvern starfsþátt og þá liði sem hægt er að skipta milli starfsþátta á rökrænan hátt.

Fjárfestingar starfsþátta er heildarkostnaður við kaup rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna annarra en viðskiptavildar.

Verðlagning sölu á vöru og þjónustu milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða.

p. Leigusamningar

Við upphaf samnings leggur samstæðan mat á það hvort samningur eða hluti hans feli í sér leigusamning. Samningur er leigusamningur að hluta eða heild ef hann felur í sér rétt til yfirráða tiltekinnar eignar á tilteknu tímabili í skiptum fyrir endurgjald. Við mat á því hvort leigusamningur felur í sér yfirráð tiltekinnar eignar notar samstæðan skilgreiningu leigusamnings í IFRS 16.

  1. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

p. Leigusamningar, frh.:

(i) Samstæðan sem leigutaki

Við upphaf eða breytingu á samningi sem felur í sér leiguhluta úthlutar samstæðan endurgjaldinu á sérhvern leiguhluta á grundvelli sjálfstæðs verðs hvers hlutar fyrir sig. Fyrir leigusamninga um fasteignir hefur samstæðan hins vegar kosið að aðgreina ekki leiguhluta frá öðrum hlutum samningsins og færir þá sem einn leigusamning.

Samstæðan færir leigueign og leiguskuld við upphaf leigusamnings. Leigueignin er upphaflega færð á kostnaðarverði, sem er upphafleg fjárhæð leiguskuldarinnar að teknu tilliti til leigugreiðslna sem hafa fallið til fyrir eða á upphafsdegi samningsins, beins kostnaðar við öflun leigueignarinnar og áætlaðs kostnaðar við að taka niður og fjarlægja eignina, eða til þess að færa eignina eða umhverfi hennar í samt horf að loknum leigusamningi, og að frádregnum leiguílvilnunum sem samstæðan hefur fengið.

Leigueignin er afskrifuð línulega frá upphafi til loka leigusamningsins, nema þegar eignarhald flyst yfir til samstæðunnar í lok leigutímabilsins eða ef kostnaðarverð leigueignarinnar endurspeglar að samstæðan muni nýta sér kauprétt í lok leigutímabilsins. Í þeim tilfellum er leigueignin afskrifuð á nýtingartíma eignarinnar, sem er ávarðaður með sömu aðferð og notuð er fyrir aðra fastafjármuni samstæðunnar. Jafnframt er virði leigueignar lækkað reglubundið um sem nemur virðisrýrnun hennar, ef einhver er, og leiðrétt vegna endurmats leiguskuldarinnar.

Leiguskuld er upphaflega færð við núvirði ógreiddra leigugreiðslna á upphafsdegi leigusamningsins. Greiðslurnar eru núvirtar með því að nota innbyggða vexti leigusamningsins, séu þeir tilækir, en annars notar samstæðan þá vexti sem hún fær af nýju lánsfé. Að jafnaði notar samstæðan vexti á nýju lánsfé til núvirðingar.

Samstæðan ákvarðar vexti af nýju lánsfé með því að sækja vaxtaupplýsingar vegna ólíkra fjármögnunarleiða og gerir tilteknar aðlaganir til að endurspegla skilmála leigusamningsins og eiginleika eignarinnar sem er leigð.

Leigugreiðslur sem eru innfaldar í ákvörðun fjárhæðar leiguskuldar fela í sér eftirfarandi:

– Fastar greiðslur, þar með taldar leigugreiðslur sem eru samkvæmt eðli sínu fastar;

– Breytilegar leigugreiðslur tengdar vöxtum eða vísitölu, upphaflega áætlaðar miðað við vexti eða vísitölu á upphafsdegi;

– Fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að þurfi að greiða samkvæmt hrakvirðistryggingu; og

– Kaupverð samkvæmt kaupréttarákvæði í leigusamningi þegar samstæðan telur nokkuð víst að hún muni nýta kaupréttinn, leigugreiðslur á valkvæðum framlengingartímabilum ef samstæðan er nokkuð viss um að hún muni nýta framlengingarheimildir og greiðslur vegna uppsagnar leigusamnings fyrir lok leigutímans, nema samstæðan sé nokkuð viss um að nýta ekki uppsagnarheimildir.

Leiguskuldin er færð á afskrifuðu kostnaðarverði með því að nota aðferð virkra vaxta. Hún er endurmetin þegar breyting verður á framtíðarleigugreiðslum vegna breytinga á vísitölu eða vöxtum, ef breyting verður á mati samstæðunnar á fjárhæð sem hún væntir að verði greidd samkvæmt hrakvirðistryggingu, ef samstæðan breytir mati sínu á því hvort hún muni nýta kaupréttarákvæði, heimildir til framlengingar eða uppsagnar leigusamnings eða þegar breyting verður á fjárhæð leigugreiðslu sem er í eðli sínu föst.

Þegar leiguskuldin er endurmetin með þessum hætti er samsvarandi leiðrétting gerð á bókfærðu verði leigueignarinnar, eða leiðrétting færð í rekstrarreikning samstæðunnar ef bókfært virði leigueignarinnar hefur verið fært niður í núll.

Leigueignir sem ekki uppfylla skilgreiningu á fjárfestingarfasteign eru færðar meðal rekstrarfjármuna í efnahagsreikningi en leiguskuldir meðal vaxtaberandi lána.

32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

q Leigusamningar, frh.:

Skammtímaleigusamningar og leigusamningar um óverulegar eignir

Samstæðan kýs að færa ekki leigueignir og leiguskuldir vegna leigusamninga um óverulegar eignir og skammtímaleigusamninga, þar á meðal um tölvubúnað. Samstæðan gjaldfærir leigugreiðslur vegna þessara leigusamninga línulega á leigutíma.

(ii) Samstæðan sem leigusali

Við upphaf eða breytingu á samningi sem inniheldur leiguþátt skiptir samstæðan endurgjaldi samkvæmt samningnum niður á einstaka leiguþætti samningsins á grundvelli hlutfallslegs sjálfstæðs verðs þeirra.

Þegar samstæðan er leigusali er ákvarðað við upphaf leigusamnings hvort um er að ræða fjármögnunarleigusamning eða rekstrarleigusamning.

Við flokkun leigusamnings leggur samstæðan heildstætt mat á það hvort leigusamningurinn flytji meginhluta áhættu og ávinnings sem tilheyrir eignarhaldi undirliggjandi eignar. Ef það er niðurstaðan þá er leigusamningurinn fjármögnunarleigusamningur, en ef ekki þá er hann rekstrarleigusamningur. Ákveðnir þættir eru hluti af þessu mati eins og til dæmis hvort leigusamningurinn nær yfir meginhluta hagræns endingartíma eignarinnar.

Þegar samstæðan tekur eign á leigu og leigir hana áfram færir hún hagsmuni sína samkvæmt upphaflegum leigusamningi annars vegar og framleigusamningi hins vegar. Samstæðan flokkar framleigusamning með vísan til leigueignarinnar sem leiðir af upphaflegum leigusamningi, en ekki með vísan til undirliggjandi eignar. Ef upphaflegur leigusamningur er skammtímaleigusamningur sem samstæðan fer með eftir undanþágunni sem gerð er grein fyrir hér að framan er framleigusamningurinn rekstrarleigusamningur.

Ef samningur felur í sér leiguþátt og aðra óskylda þætti, þá beitir samstæðan IFRS 15 til þess að úthluta endurgjaldi á einstaka þætti samningsins.

Samstæðan beitir kröfum IFRS 9 um afskráningu og virðisrýrnun á hreinni eign leigusamninga. Þá fer samstæðan reglulega yfir áætlað ótryggt hrakvirði sem er notað til þess að reikna út heildarfjárfestingu samstæðunnar í leigusamningnum.

Samstæðan færir leigugreiðslur vegna rekstrarleigusamninga línulega yfir leigutímabilið meðal annarra tekna í rekstrarreikningi.

33. Nýr reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem hafa ekki verið innleiddir

Nokkrir nýir alþjóðlegir reikningsskilastaðlar gilda um fjárhagsár sem hefjast 1. janúar 2019 eða síðar og er heimilt er að beita fyrir gildistöku þeirra. Samstæðan hefur hins vegar ekki innleitt nýja eða breytta reikningsskilastaðla fyrir gildistíma við gerð þessara reikningsskila.

Ekki er búist við að nýr staðlar og breytingar á eftirfarandi stöðlum og túlkunum muni hafa verulega áhrif á reikningsskil samstæðunnar

  • Covid-19-tengdar leiguívilnanir (Breytingar á IFRS 16).
  • Fastafjármunir: Ávinningur áður en ætluð notkun hefst (Breytingar á IAS 16).
  • Tilvísun til hugtakaramma alþjóðlegra reikningsskilastaðla (Breytingar á IFRS 3).
  • Flokkun skulda í langtíma og skammtímahluta (Breytingar á IAS 1).
  • IFRS 17 Vátryggingasamningar og breytingar á IFRS 17 Vátryggingasamningar.

Ársfjórðungayfirlit - óendurskoðað

Ársfjórðungayfirlit

Ársfjórðungayfirlit samstæðunnar er óendurskoðað. Rekstur samstæðunnar greinist þannig á ársfjórðunga:

1. árs-
fjórðungur
2. árs-
fjórðungur
3. árs-
fjórðungur
4. árs
fjórðungur
Samtals
Árið 2020
Seldar vörur og þjónusta
Vörunotkun og kostnaðarverð
4.276.762 3.896.760 3.982.747 4.906.077 17.062.346
seldrar þjónustu
(
3.226.519) ( 2.962.659)
(
2.983.187)
(
3.674.722)
(
12.847.087)
Framlegð 1.050.243 934.101 999.560 1.231.355 4.215.259
Rekstrarkostnaður
(
982.573) ( 978.835)
(
856.888)
(
(
1.066.237)
3.884.533)
Rekstrarhagnaður (-tap) 67.670
(
44.734) 142.672 165.118 330.726
Fjármunatekjur 5.969 11.511 7.591 5.722 30.793
Fjármagnsgjöld
(
Hrein (fjármagnsgjöld)
131.994) ( 12.080)
(
58.272)
(
13.155)
(
215.501)
fjármunatekjur
(
126.025) ( 569)
(
50.681)
(
7.433)
(
184.708)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 10.751 35.240 13.097 72.455 131.543
Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt
(
47.604) ( 10.063) 105.088 230.140 277.561
Tekjuskattur 12.141 6.263
(
15.392)
(
28.524)
(
25.512)
Hagnaður (tap) tímabilsins ( 35.463) ( 3.800) 89.696 201.616 252.049
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé:
Þýðingarmunur dótturfélaga459.997
( 49.561) 182
(
254.882) 155.736
Innleystur þýðingarmunur
Rekstrarliðir færðir beint á
0 0 0 0 0
eigið fé samtals 459.997
(
49.561) 182
(
254.882) 155.736
Heildarhagnaður (-tap) tímabilsins 424.534
(
53.361) 89.878
(
53.266) 407.785
EBITDA 236.507 123.132 338.227 380.619 1.078.485

Ársfjórðungayfirlit, frh.:

Ársfjórðungayfirlit, frh.:

1. árs- 2. árs- 3. árs- 4. árs
fjórðungur fjórðungur fjórðungur fjórðungur Samtals
Árið 2019
Seldar vörur og þjónusta
Vörunotkun og kostnaðarverð
3.552.869 3.493.083 3.462.783 4.336.340 14.845.075
seldrar þjónustu* (
2.631.272) (
2.641.647) (
2.529.333)
(
3.197.622)
(
10.999.874)
Framlegð 921.597 851.436 933.450 1.138.718 3.845.201
Rekstrarkostnaður* (
825.291) (
778.728) (
834.055)
(
987.694)
(
3.425.768)
Rekstrarhagnaður 96.306 72.708 99.395 151.024 419.433
Fjármunatekjur … 14.629 33.180 13.744 414.471 476.024
Fjármagnsgjöld (
57.551) (
47.919) (
10.450)
(
35.558)
(
151.478)
Hrein (fjármagnsgjöld)
fjármunatekjur (
42.922) (
14.739) 3.294 378.913 324.546
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 21.297 46.349 (
1.959)
(
56.908)
8.779
Hagnaður fyrir tekjuskatt 74.681 104.318 100.730 473.029 752.758
Tekjuskattur (
10.855) (
5.074) (
26.891)
(
31.673)
(
74.493)
Hagnaður tímabilsins 63.826 99.244 73.839 441.356 678.265
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé:
Þýðingarmunur dótturfélaga149.422 38.823 (
59.157)
(
11.204)
117.884
Innleystur þýðingarmunur … 0 0 0 (
339.969)
(
339.969)
Rekstrarliðir færðir beint á
eigið fé samtals 149.422 38.823 (
59.157)
(
351.173)
(
222.085)
Heildarhagnaður tímabilsins 213.248 138.067 14.682 90.183 456.180
EBITDA 237.250 213.336 253.625 302.050 1.006.261

* Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu og rekstrarkostnaður í þriðja og fjórða ársfjórðungi 2019 hefur verið endurflokkað

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn

Stjórn Origo hf. samanstendur af fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á hluthafafundi. Á Aðalfundi félagsins þann 6.mars 2020 voru þau Guðmundur Jóhann Jónsson, Hildur Dungal, Hjalti Þórarinsson, Ívar Kristjánsson og Svava Grönfeldt sjálfkjörin í stjórn félagsins. Hjalti Þórarinsson er formaður stjórnar og Hildur Dungal er varaformaður.

Í stjórn eru þrír karlar og tvær konur og uppfyllir félagið því ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar sem tóku gildi 1. september 2013. Allir fimm stjórnarmenn í aðalstjórn félagsins eru óháðir félaginu. Bakgrunnur stjórnarmanna er margvíslegur og eru stjórnarmenn með fjölbreytta menntun, m.a. úr viðskiptafræði, verkfræði og lögfræði, en einn stjórnarmanna er með embættispróf í lögfræði. Að auki hafa stjórnarmenn víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Stjórnarhættir

Stjórn Origo hf. leitast við að viðhalda stjórnarháttum og fylgja "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja", sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í endurskoðaðri útgáfu í júní 2015. Stjórnin hefur sett sér ítarlegar starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Í þeim er meðal annars að finna reglur um fundarsköp, fundargerðir stjórnar, ítarlegar reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku við afgreiðslu mála og reglur um þagnarskyldu. Þar eru einnig reglur um upplýsingagjöf forstjóra gagnvart stjórn og ákvörðunarvald stjórnar, en undirritun meiri hluta stjórnarmanna skuldbindur félagið.

Núgildandi starfsreglur stjórnar voru samþykktar á stjórnarfundi 22. mars 2018 og eru þær aðgengilegar á vef félagsins, www.origo.is.

Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd og eru reglur nefndarinnar aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Í endurskoðunarnefnd eiga nú sæti stjórnarformaður, meðstjórnandi og utanaðkomandi löggiltur endurskoðandi. Meginhlutverk og ábyrgð nefndarinnar er að hafa eftirlit með vinnuferlum við gerð reikningsskila, fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits félagsins, innri endurskoðun og ef við á áhættustýringu og öðrum eftirlitsaðgerðum. Auk þess leggur nefndin fram tillögur til stjórnar um val á endurskoðanda félagsins auk þess að meta óhæði endurskoðanda og hafa eftirlit með störfum hans. Stjórn hefur jafnframt skipað starfskjaranefnd og tækninefnd sem eru stjórn og stjórnendum til ráðgjafar um starfskjarastefnu og mál er tengjast launastefnu og tæknilegu umhverfi Origo. Regluvörður, skipaður af stjórn, hefur umsjón með að reglum um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja sé fylgt. Stjórn hefur ekki skipað tilnefningarnefnd, en við endurskoðun á starfsháttum stjórnar og umgjörð um starfið er það nú mat stjórnar að skipa beri slíka nefnd og liggur fyrir tillaga um slíkt á aðalfundi

Á árinu 2020 voru haldnir 13 stjórnarfundir og 4 fundir í endurskoðunarnefnd, auk funda í starfskjaranefnd. Meiri hluti stjórnar og nefnda hefur mætt á alla fundi. Endurskoðunarnefnd boðar endurskoðendur félagsins á fundi þegar tilefni er til, auk þess sem þeir mæta á stjórnarfundi vegna ársreiknings.

Til að tryggja að reikningsskil samstæðunnar séu í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla hefur félagið lagt áherslu á vel skilgreind ábyrgðarsvið, eðlilega aðgreiningu starfa, ásamt reglulegri skýrslugjöf og gegnsæi í starfseminni. Ferli mánaðarlegrar skýrslugjafar ásamt rýni fyrir einstakar deildir er mikilvægur þáttur í eftirliti með afkomu og öðrum lykilþáttum starfseminnar. Mánaðarleg uppgjör eru unnin og lögð fyrir stjórn félagsins. Til staðar eru verklagsreglur til að tryggja eftirlit með tekjuskráningu, rekstrarkostnaði ásamt fleiri liðum sem hafa áhrif á rekstur félagsins. Áhættustýring er yfirfarin reglulega til að endurspegla breytingar á markaðsaðstæðum og starfsemi félagsins. Með þjálfun starfsmanna og starfsreglum stefnir samstæðan að öguðu eftirliti þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur. Rekstraráhættu er mætt með því að hafa eftirlit með viðskiptum og fylgni við lög. Stjórn hefur sett stefnu um að eiginfjárstaða samstæðunnar sé nægilega sterk til að styðja við stöðuga framþróun starfsemi félagsins.

Stjórn Origo hf.

Samkvæmt samþykktum félagsins fer stjórn Origo hf. með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórnin ákveður stefnu Origosamstæðunnar og fylgir eftir meginverkefnum í starfsemi samstæðunnar. Fyrir stjórn er lögð rekstrar- og fjárfestingaáætlun til staðfestingar og fylgist stjórnin reglubundið með framvindu þeirra áætlana innan ársins. Stjórn ákveður skipulag og fylgir því eftir að starfsemi félagsins fari fram í samræmi við samþykktir hennar. Stjórnin skal tryggja að nægilegt eftirlit sé með meðferð fjármuna félagsins og að góð regla sé á bókhaldi og uppgjöri.

Stjórnarháttayfirlýsing, frh.:

Í stjórn Origo sitja fimm menn og er stjórnin kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Samkvæmt samþykktum skulu þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins tilkynna það skriflega til stjórnar að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar og eru þeir einir kjörgengir, sem þannig hafa gefið kost á sér. Formaður kveður stjórn til fundar og stýrir stjórnarfundum. Fundi skal halda hvenær sem formaður telur þess þörf, en að auki er honum skylt að boða stjórnarfund að kröfu eins stjórnarmanns eða forstjóra. Stjórnarfundir eru því aðeins lögmætir að mættir séu þrír stjórnarmenn eða fleiri.

Hlutverk forstjóra

Stjórn Origo hf. ræður forstjóra félagsins og ákveður starfskjör hans. Forstjóri er ábyrgur fyrir daglegri starfsemi félagsins í samræmi við samþykktir þess, stefnu og ákvörðun stjórnar. Forstjóri skal vinna að stefnumótun og framþróun félagsins ásamt því að skipuleggja og fylgja eftir daglegum rekstri þess. Þá er hlutverk forstjóra að tryggja að starfsemi félagsins sé í samræmi við gildandi löggjöf og reglur hverju sinni og fylgja því eftir að starfsemi dótturfélaga sé með sama hætti.

Hluthafafundir

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok júnímánaðar ár hvert og hluthafafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu kjörins endurskoðanda eða hluthafa, sem ráða að minnsta kosti 1/20 hlutafjár í félaginu. Krafa um hluthafafund skal gerð skriflega, fundarefni tilgreint og fundur þá boðaður innan lögmæts frests. Til hluthafafundar skal boða með birtingu auglýsingar í dagblaði eða með öðrum sambærilegum hætti. Aðalfund skal boða með minnst þriggja vikna og mest fjögurra vikna fyrirvara samkvæmt breytingum á hlutafélagalögum frá 19. desember 2009. Í fundarboði skal gerð grein fyrir fundarefni og þeim skjölum og tillögum sem lögð verða fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu.

Breytingar á samþykktum félagsins

Samþykktum félagsins má einungis breyta á löglegum hluthafafundi þess og skal þess rækilega getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um breytingar á samþykktum og í hverju hún felist í meginatriðum. Ákvörðun verður því aðeins gild að hún njóti minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða svo og samþykkis hluthafa sem ráða 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundum. Síðast voru gerðar breytingar á samþykktum Origo hf. þann 6. mars 2020.

Endurskoðendur

Endurskoðendur félagsins eru kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Á aðalfundi 2020 var KPMG ehf. kjörinn endurskoðandi félagsins og er KPMG ehf. einnig endurskoðandi flestra dótturfélaga félagsins á Íslandi. KPMG í Svíþjóð annast endurskoðun á sænska dótturfélaginu Applicon.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Í byrjun árs 2015 hlaut Origo, þá Nýherji viðurkenninguna "Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum" samkvæmt mati Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, að undangenginni ítarlegri úttekt Capacent.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Um Origo

Origo hf. er samstæða þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni og felst hlutverk þess í því að aðstoða viðskiptavini við að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsmanna og lipurri þjónustu. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenningunni ORIGO. Hjá Origosamstæðunni heima og að heiman starfa um 500 manns. Lausnaframboð Origo nær til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar, lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess selur Origo búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims, á borð við Lenovo, IBM, Canon, Bose, Sony, NEC og fleiri. Nánari upplýsingar um Origo og dótturfélög má finna á heimasíðu félagsins, www.origo.is.

Sjálfbærnistefna Origo

Origo hóf í lok árs að móta heildstæða stefnu í sjálfbærni og tekur hún mið af UFS viðmiðum NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) frá febrúar 2020. Breiður hópur stjórnenda og starfsmanna kom að mótun á sjálfbærnistefnunni og að vinnu við val á heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem félagið hyggst leggja áherslur á. Vinnan var að mestu unnin í gegnum fjarfundabúnað á vinnustofum um sjálfbærnimál hjá Origo. Árangri í öllum þáttum verður miðlað í árlegu sjálfbærniuppgjöri en í markmiðum er tekið mið af núverandi stöðu samstæðunnar. Stefnunni fylgja markmið og nákvæm aðgerðaráætlun í öllum þáttum. Í sjálfbærnistefnu sinni leggur félagið áherslu á að með gjörðum sínum hafa góð áhrif á hagaðila félagsins og beita áhrifum upplýsingatækninnar á umhverfi, félagsleg og stjórnunarleg málefni. Origo vinnur margvísleg verkefni á sviði sjálfbærni og hefur áhrif víða í virðiskeðju sinni. Stefnan tekur einnig mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Sjálfbærnistefnan nær til móðurfélagsins Origo og einnig til dótturfélaganna sem eru Tölvutek ehf, Unimaze ehf. og Applicon AB. Stjórn félagsins samþykkir og hefur eftirlit með því að stefnunni sé fylgt eftir. Origo hefur valið að styðja sérstaklega við fjögur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; heimsmarkmið 5, jafnrétti kynjanna, heimsmarkmið 9, nýsköpun og uppbyggingu, heimsmarkið 12 um ábyrga neyslu og heimsmarkmið 13 aðgerðir í loftslagsmálum.

Umhverfisþættir

Stefnuáherslur Origo í umhverfismálum fjalla um umhverfisáhrif félagsins af starfseminni og leiðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum. Origo ætlar með stefnunni að leggja áherslu á að leggja sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar. Félagið ætlar á ýmsan hátt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðstoða þannig íslensk stjórnvöld við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Hluti þeirrar vinnu snýr að því að minnka alla sóun í virðiskeðjunni og mæla árangur vinnunnar. Origo mun með hjálp upplýsingatækni og þjónustu styðja viðskiptavini sína og aðra hagsmunaaðila í stafrænni vegferð sem minnka munu umhverfisáhrif þeirra. Áherslur Origo í umhverfisþáttum styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og aðgerðir í loftslagsmálum, heimsmarkmið 12 og 13.

Dæmi um markmið í umhverfisþáttum:

  1. Origo leggur sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar samfélagsins og ætlar að hafa góð áhrif á starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagaðila.

2.Origo ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030.

3.Origo ætlar að draga úr myndun úrgangs og ná endurvinnsluhlutfalli í 90% fram til ársins 2030.

Félagslegir þættir(F)

Stefnuáherslur Origo í félagslegum málefnum eru hluti af sjálfbærnistefnu félagsins og fjalla um samskipti við starfsmenn, viðskiptavini, birgja og aðra hagaðila. Lögð er áhersla á að allir fái notið sömu mannréttinda og leggur Origo áherslu á jafnrétti, kynjafjölbreytni og bann við öllu ofbeldi. Origo ætlar að verða eftirsóttasti vinnustaðurinn og laða þannig að hæfasta starfsfólkið. Félagið virðir alþjóðleg mannréttindi og gerir sömu kröfur til sinna birgja. Félagið samþykkir ekki barna- og nauðungavinnu í virðiskeðju sinni og verður nánar fjallað um það í nýjum siðareglum og birgjamati félagsins. Félagið hefur sett sér jafnréttisstefnu, og jafnréttisáætlun. Origo hlaut vottun undir lok ársins 2018 á jafnlaunakerfi sínu frá BSI á Íslandi sem staðfesti að kerfið uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Það er stefna félagsins að efla tengsl tæknigreina á mismundi skólastigum við atvinnulífið. Þannig styrkir félagið samfélagsleg verkefni og verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum. Unnið verður að heimsmarkmiðum 5 og 9.

Dæmi um félagsleg markmið:

1.Origo leggur áherslu á að allir fái notið sömu mannréttinda og tækifæra hjá félaginu.

  1. Origo samþykkir ekki misrétti á vinnumarkaði eða þrælkunar- og barnavinnu og mun fylgja því eftir virðiskeðjunni.

3.Origo leggur áherslu á stafræna vegferð og nýsköpun.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf, frh.:

Stjórnarhættir

Stefnuáherslur Origo í stjórnarháttum snúa að stjórn félagsins og stjórnendum, innra eftirliti og réttindum hluthafa. Stjórnkerfi Origo tekur mið af lögum um hlutafélög. Stjórn Origo hf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja" sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út. Lögð er áhersla á að virða reglur um kjarasamninga og í siðareglum er fjallað um reglur og æskilega háttsemi birgja, aðgerðir gegn spillingu og mannréttinda- og persónuverndarmálefni. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur og skuldbinda stjórnarmenn sig til þess að hlíta þeim. Starfsreglunum er ætlað að fjalla um hlutverk og framkvæmd starfa stjórnar félagsins og að nokkru leyti til starfa forstjóra félagsins. Lögð er áhersla á reglulega upplýsingagjöf í sjálfbærnimálefnum og að starfsemin verði tekin út af ytri aðila.

  • Dæmi um markmið í stjórnarháttum:
  • 1.Origo leggur áherslu á réttindi starfsmanna sinna.
  • 2.Origo ætlar að endurskoða siðareglur birgja og innleiða birgjamat hjá dótturfélögum
  • 3.Origo innleiðir mat á UFS áhættu fyrirtækisins.

Nánari umfjöllun um þessi málefni ásamt tölulegum upplýsingum og umhverfsiuppgjöri mun verða aðgengileg í ársskýrslu félagsins sem verður birt fyrir aðalfund félagsins.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.