Quarterly Report • May 7, 2025
Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Jan - Mars 2025

| Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra | 3 |
|---|---|
| Rekstrarreikningur og yfirlit um aðra heildarafkomu | 4 |
| Samandreginn efnahagsreikningur | 5 |
| Sjóðstreymisyfirlit | 6 |
| Eiginfjáryfirlit | 7 |
| Skýringar | 8 |
| Ársfjórðungayfirlit | 10 |
Nova Klúbburinn hf. er móðurfélag Nova hf., en meginstarfsemi þess er fjarskiptarekstur og skyld starfsemi. Samandreginn árshlutareikningur þessi samanstendur af samandregnum árshlutareikningi Nova Klúbbsins hf. (félagið) og dótturfélaga þess Nova hf. og NL9 ehf., saman nefnt "samstæðan". Samandregni árshlutareikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður.
Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um aðra heildarafkomu námu heildartekjur fyrir tímabilið janúar til mars 2025 3.324 millj. kr. samanborið við 3.197 millj. kr. á sama tímabili á fyrra ári. EBITDA var 989 millj. kr. samanborið við 904 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður og heildarafkoma var 167 millj. kr. samanborið við 133 millj. kr. á fyrra ári. Eigið fé í lok tímabilsins nam 9.688 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en var 9.664 millj. kr. um áramót. Eiginfjárhlutfall er 40,5%, samanborið við 40,6% um áramót. Vísað er til eiginfjáryfirlits varðandi upplýsingar um breytingar á eigin fé á tímabilinu.
Aðalfundur félagsins var haldinn í mars og varð sú breyting á skipan stjórnar á fundinum að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir var kjörin í stjórn félagsins í stað Magnúsar Árnasonar, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Að öðru leyti er skipan stjórnar óbreytt frá fyrra ári.
Þá var á aðalfundinum samþykkt tillaga stjórnar um greiðslu arðs sem nemur 0.082 kr. á hlut, eða sem jafngildir um 300 milljónum króna, að teknu tilliti til eigin bréfa félagsins, tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin bréfum félagsins sem nemur allt að 10% af hlutfé félagsins, auk tillögu stjórnar um gerð kaupréttaráætlana annars vegar fyrir allt að 15 stjórnendur félagsins og hins vegar fyrir alla starfsmenn félagsins.
Jafnframt var samþykkt á aðalfundi félagsins tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár félagsins með ógildingu eigin hluta félagsins, eða um sem nemur 130.091.708 kr. að nafnverði. Lækkunin var framkvæmd hjá fyrirtækjaskrá Skattsins þann 2. maí sl. og var fyrsti viðskiptadagur með bréf félagsins eftir lækkun þann 6. maí.
Þann 23. apríl var undirritaður samningur milli Nova og Dineout ehf. um kaup Nova á 20% hlut í Dineout. Samhliða kaupunum var gengið frá samningi um ádráttarlán að fjárhæð allt að 250.000 kr., með breytirétti í hlutafé og gefa samningarnir þannig Nova kost á að auka hlut sinn í félaginu á næstu árum. Þá tekur fulltrúi Nova sæti í stjórn félagsins.
Samkvæmt okkar bestu vitund er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur þessi gefi glögga mynd af fjárhagslegri afkomu samstæðunnar fyrir tímabilið janúar til mars 2025, eignum hennar, skuldum og fjárhagsstöðu þann 31. mars 2025, og sjóðstreymi hennar fyrir tímabilið janúar til mars 2025. Jafnframt er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur og skýrsla stjórnar og forstjóra innihaldi skýrt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar og stöðu hennar .
Stjórn og forstjóri staðfesta hér með samandreginn árshlutareikning fyrir tímabilið janúar til mars 2025 með undirritun sinni.
Reykjavík, 7. maí 2025
Stjórn
Stjórnarformaður Sigríður Olgeirsdóttir
Hrund Rudolfsdóttir Meðstjórnandi
Steinunn Hlíf Sigurðardóttir Meðstjórnandi
Jón Óttar Birgisson Meðstjórnandi
Meðstjórnandi Jóhannes Þorsteinsson
Forstjóri Margrét Tryggvadóttir
| 1.1.-31.3 | 1.1.-31.3 | ||
|---|---|---|---|
| Skýr. | 2025 | 2024 | |
| Rekstrartekjur | |||
| Sala | 2 | 3.299.150 | 3.167.634 |
| Aðrar rekstrartekjur | 24.874 | 29.582 | |
| 3.324.024 | 3.197.216 | ||
| Rekstrarkostnaður | |||
| Kostnaðarverð seldra vara | 1.485.049 | 1.504.114 | |
| Laun og launatengd gjöld | 549.233 | 516.097 | |
| Annar kostnaður | 300.643 2.334.925 |
272.375 2.292.586 |
|
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA | 989.099 | 904.630 | |
| Afskriftir | 3 | (582.537) | (542.992) |
| Rekstrarhagnaður | 406.562 | 361.638 | |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): | |||
| Vaxtatekjur | 9.887 | 8.384 | |
| Vaxtagjöld | (205.850) | (207.268) | |
| Gengismunur | (4.265) | 3.242 | |
| 4 | (200.228) | (195.642) | |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 206.334 | 165.996 | |
| Tekjuskattur | (38.870) | (32.856) | |
| Hagnaður og heildarafkoma á tímabilinu | 167.464 | 133.140 | |
| Hagnaður á hlut | |||
| Grunn- og þynntur hagnaður á hlut | 0,047 | 0,036 | |
Skýringar á bls. 8 - 9 eru óaðskiljanlegur hluti af samandregna árshlutareikningnum
| Skýr. | 31.3.2025 | 31.12.2024 | |
|---|---|---|---|
| Eignir Viðskiptavild |
10.136.485 | 10.136.485 | |
| Óefnislegar eignir | 1.390.717 | 1.425.912 | |
| Rekstrarfjármunir | 3.919.670 | 3.938.919 | |
| Leigueignir | 4.596.018 | 4.653.738 | |
| Aðrar fjáreignir | 2.596 | 2.596 | |
| Skatteign | 511.053 | 550.734 | |
| Fastafjármunir | 20.556.539 | 20.708.384 | |
| Vörubirgðir | 454.820 | 409.572 | |
| Skammtímakröfur á tengda aðila | 141.752 | 142.728 | |
| Viðskiptakröfur | 1.142.579 | 1.174.161 | |
| Aðrar skammtímakröfur | 505.313 | 351.591 | |
| Handbært fé | 1.113.270 | 1.031.433 | |
| Veltufjármunir | 3.357.734 | 3.109.485 | |
| Eignir samtals | 23.914.273 | 23.817.869 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 3.553.875 | 3.587.181 | |
| Yfirverðsreikningur | 1.904.657 | 2.014.877 | |
| Varasjóðir | 1.815.107 | 1.549.060 | |
| Óráðstafað eigið fé | 2.413.957 | 2.512.541 | |
| 9.687.596 | 9.663.659 | ||
| Skuldir | |||
| Vaxtaberandi langtímaskuldir | 1.863.750 | 1.890.000 | |
| Leiguskuldbindingar | 6.648.799 | 6.690.624 | |
| Aðrar langtímaskuldir | 3.043.892 | 3.056.650 | |
| Langtímaskuldir samtals | 11.556.441 | 11.637.274 | |
| Skammtímaskuldir við tengda aðila | 143.893 | 145.430 | |
| Næsta árs afborganir langtímaskulda | 105.000 | 105.000 | |
| Viðskiptaskuldir | 900.642 | 795.493 | |
| Reiknaðir skattar til greiðslu | 1.951 | 291.351 | |
| Leiguskuldbindingar og aðrar skuldir | 317.046 | 312.745 | |
| Aðrar skammtímaskuldir | 1.102.145 | 773.969 | |
| Fyrirframinnheimtar tekjur | 99.559 | 92.948 | |
| Skammtímaskuldir samtals | 2.670.236 | 2.516.936 | |
| Skuldir samtals | 14.226.677 | 14.154.210 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 23.914.273 | 23.817.869 | |
Skýringar á bls. 8 - 9 eru óaðskiljanlegur hluti af samandregna árshlutareikningnum
| Skýr. | 1.1.-31.3 2025 |
1.1.-31.3 2024 |
|
|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | |||
| Hagnaður tímabilsins | 167.464 | 133.140 | |
| Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: | |||
| Afskriftir | 582.537 | 542.992 | |
| Tekjuskattur | 38.870 | 32.856 | |
| Hreinar fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | 200.228 | 195.643 | |
| 989.099 | 904.631 | ||
| Birgðir, hækkun | (45.248) | (127.843) | |
| Viðskiptakröfur og aðrar kröfur, hækkun | (122.700) | (151.437) | |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir, hækkun | 195.388 | 174.889 | |
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | 27.440 | (104.391) | |
| Innheimtar vaxtatekjur | 9.307 | 8.384 | |
| Greidd vaxtagjöld | (200.266) | (187.060) | |
| Greiddir skattar | (46.522) | (39.389) | |
| Handbært fé frá rekstri | 779.058 | 582.175 | |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Keyptir rekstrarfjármunir | (370.285) | (411.982) | |
| Uppgjör vegna kaupa á félagi 2017 | 0 | (87.500) | |
| Keyptar óefnislegar eignir | (78.484) | (62.050) | |
| (448.769) | (561.532) | ||
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Keypt eigin hlutabréf | (143.526) | (44.872) | |
| Afborganir leiguskulda | (64.053) | (54.521) | |
| Afborganir annarra langtímaskulda | (14.677) | (13.113) | |
| Afborganir vaxtaberandi langtímaskulda | (26.250) | (26.250) | |
| (248.506) | (138.756) | ||
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 81.783 | (118.113) | |
| Áhrif gengisbreytinga á handbært fé | 54 | 969 | |
| Handbært fé í upphafi árs | 1.031.433 | 496.960 | |
| Handbært fé í lok tímabils | 1.113.270 | 379.816 | |
Skýringar á bls. 8 - 9 eru óaðskiljanlegur hluti af samandregna árshlutareikningnum
| Hlutafé | Yfirverðs- reikningur |
Varasjóðir | Óráðstafað eigið fé |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|
| Staða 1. janúar 2024 | 3.694.777 | 2.327.553 | 1.358.689 | 1.895.992 | 9.277.011 |
| Hagnaður og heildarafkoma | |||||
| janúar til mars 2024 | 133.140 | 133.140 | |||
| Kaup á eigin hlutabréfum | (10.810) | (34.062) | (44.872) | ||
| Hlutdeild í hagnaði dótturfélags | |||||
| umfram móttekinn arð | 219.670 | (219.670) | 0 | ||
| Staða 31. mars 2024 | 3.683.967 | 2.293.491 | 1.578.359 | 1.809.462 | 9.365.279 |
| Hagnaður og heildarafkoma apríl til desember 2024 Kaup á eigin hlutabréfum Framlag í lögbundinn varasjóð Móttekinn arður frá dótturfélagi umfram hlutdeild í hagnaði |
(96.786) | (278.614) | 80.692 (109.991) |
673.780 (80.692) 109.991 |
673.780 (375.400) 0 0 |
| Staða 31. desember 2024 | 3.587.181 | 2.014.877 | 1.549.060 | 2.512.541 | 9.663.659 |
| Hagnaður og heildarafkoma janúar til mars 2025 Kaup á eigin hlutabréfum |
(33.306) | (110.220) | 167.464 | 167.464 (143.525) |
|
| Framlag lögbundinn varasjóð | 16.746 | (16.746) | 0 | ||
| Hlutdeild í hagnaði dótturfélags umfram móttekinn arð |
249.301 | (249.301) | 0 | ||
| Staða 31. mars 2025 | 3.553.875 | 1.904.657 | 1.815.107 | 2.413.958 | 9.687.598 |
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar 2024 var hlutafé lækkað um 133.310 þkr. að nafnverði vegna eigin hluta sem keyptir voru á tímabilinu maí 2023 til mars 2024. Skráð og útgefið hlutafé nam því 3.683.967 þkr. í upphafi tímabilsins. Eigin hlutir sem keyptir hafa verið á tímabilinu maí 2024 til og með febrúar 2025 námu samtals 130.092 þkr. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam því kr. 3.553.875 þkr.
Skýringar á bls. 8 - 9 eru óaðskiljanlegur hluti af samandregna árshlutareikningnum
Nova Klúbburinn hf. ("félagið") er skráð félag og með aðsetur á Íslandi. Skrifstofur og höfuðstöðvar félagsins eru að Lágmúla 9 í Reykjavík. Samandreginn árshlutareikningur þessi fyrir tímabilið sem lauk 31. mars 2025 samanstendur af samandregnum árshlutareikningi Nova Klúbbsins hf. og dótturfélaga þess, Nova hf. og NL9 ehf., saman nefnt "samstæðan". Nova hf. er íslenskt fjarskiptafélag sem er í 100% eigu félaga í samstæðu Nova Klúbbsins hf. NL9 ehf. er 100% í eigu Nova Klúbbsins hf. og hefur þann eina tilgang að eiga tvo hluti í Nova hf.
Meginstarfsemi samstæðunnar er rekstur fjarskiptaþjónustu og skyld starfsemi.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru við gerð þessa samandregna árshlutareiknings eru settar fram hér að neðan. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt bæði tímabilin sem reikningurinn nær til, nema annað sé tekið fram.
Samandreginn árshlutareikningur Nova klúbbsins hf. fyrir tímabilið janúar til mars 2025 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34 eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandreginn árshlutareikningur inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullgerðum ársreikningi og ber því að lesa með tilliti til ársreiknings ársins 2024.
Samandregni árshlutareikningurinn er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhagsupplýsingar í íslenskum krónum hafa verið námundaðar að næsta þúsundi nema annað sé tekið fram.
Við gerð árshlutareiknings ber stjórnendum, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, að gefa sér forsendur, áætla og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á uppgjörsdegi, upplýsingar í athugasemdum og tekjur og gjöld. Þetta mat og ályktanir tengdar því er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Jafnvel þótt áætlanir séu samkvæmt bestu vitund stjórnenda getur raunvirði þeirra hluta sem áætlað er með þessum hætti reynst annað en niðurstaðan samkvæmt matinu.
Í samræmi við innri upplýsingagjöf er félagið skilgreint sem einn starfsþáttur með fjórum megin tekjustraumum: FlakkNet, FastNet, Vörusala og Aðrar sölutekjur.
| FlakkNet: | Tekjur af þjónustu sem nýtir fjarskiptasenda. Þar með talið tekjur fyrir gagnanotkun gegnum farsíma og netbúnað. Einnig reikitekjur, samtengitekjur og aðrar tengdar tekjur. Framangreindar tekjur eru tekjufærðar yfir viðeigandi áskriftartímabili eða á því tímabili sem notkun á sér stað. |
|---|---|
| FastNet: | Tekjur af þjónustu sem nýtir fastanet. Þar með talið tekjur fyrir ljósleiðaratengingar og aðrar gagnatengingar yfir fastanet. Einnig aðgangsgjald, leiga á búnaði og aðrar tengdar tekjur. Framangreindar tekjur eru tekjufærðar yfir viðeigandi áskriftartímabili eða á því tímabili sem notkun á sér stað. |
| Vörusala: | Tekjur af sölu á símtækjum, netbúnaði, aukahlutum og öðrum búnaði. Vörusala er tekjufærð á þeim tímapunkti þegar yfirráð yfir vöru færast yfir til viðskiptavinar. |
| Aðrar sölutekjur: | Tekjur af annarri fjarskiptatengdri þjónustu sem fellur ekki undir ofangreinda flokka. Svo sem fastlínuþjónusta, samrekstur, endursala á þjónustu o.fl. Þessar tekjur eru tekjufærðar á því tímabili sem notkun á sér stað. |
| Janúar til mars 2025 | FlakkNet | FastNet | Vörusala | Aðrar sölut. | Samtals |
|---|---|---|---|---|---|
| Á tímapunkti | 0 | 0 | 410.492 | 0 | 410.492 |
| Yfir tímabil | 1.623.289 | 1.027.957 | 0 | 237.412 | 2.888.658 |
| Tekjur samtals | 1.623.289 | 1.027.957 | 410.492 | 237.412 | 3.299.150 |
| Janúar til mars 2024 | FlakkNet | FastNet | Vörusala | Aðrar sölut. | Samtals |
| Á tímapunkti | 0 | 0 | 418.986 | 0 | 418.986 |
| Yfir tímabil | 1.548.757 | 935.651 | 0 | 264.240 | 2.748.648 |
| Tekjur samtals | 1.548.757 | 935.651 | 418.986 | 264.240 | 3.167.634 |
Enginn einn viðskiptavinur keypti fyrir meira en 10% af tekjum félagins á tímabilinu.
| 5. | Afskriftir Afskriftir greinast þannig: |
1.1.-31.3 2025 |
1.1.-31.3 2024 |
|---|---|---|---|
| Afskriftir óefnislegra eigna | 113.682 | 122.873 | |
| Afskriftir rekstrarfjármuna | 389.530 | 352.416 | |
| Afskriftir nýtingaréttar leigueigna | 79.325 | 67.703 | |
| 582.537 | 542.992 |
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) greinast þannig:
| Vaxtatekjur | 9.887 | 8.384 |
|---|---|---|
| Vaxtagjöld leiguskuldbindinga | (124.349) | (112.049) |
| Vaxtagjöld annarra skulda | (20.823) | (19.349) |
| Verðbætur annarra skulda | (6.844) | (16.198) |
| Vaxtagjöld langtímalána | (48.839) | (58.411) |
| Önnur fjármagnsgjöld | (4.995) | (1.261) |
| Fjármagnsgjöld samtals | (205.850) | (207.268) |
| Gengismunur | (4.265) | 3.242 |
| Hrein fjármagnsgjöld | (200.228) | (195.642) |
Þann 23. apríl var undirritaður samningur milli Nova og Dineout ehf. um kaup Nova á 20% hlut í Dineout. Samhliða kaupunum var gengið frá samningi um ádráttarlán að fjárhæð allt að 250.000 kr., með breytirétti í hlutafé og gefa samningarnir þannig Nova kost á að auka hlut sinn í félaginu á næstu árum. Þá tekur fulltrúi Nova sæti í stjórn félagsins.
Þann 2. maí sl. framkvæmdi fyrirtækjaskrá Skattsins lækkun á hlutafé félagsins um 130 millj. hluti í samræmi við samþykkt aðalfundar í mars. Fyrsti viðskiptadagur með bréf félagins eftir lækkun var þann 6. maí.
| 2025 | |
|---|---|
| FlakkNet | 1.623 |
| FastNet | 1.028 |
| Vörusala | 410 |
| Aðrar sölutekjur | 237 |
| Aðrar rekstrartekjur | 25 |
| Rekstrartekjur | 3.324 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (1.485) |
| Laun og launatengd gjöld | (549) |
| Annar kostnaður | (301) |
| Rekstrarkostnaður | (2.335) |
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA | 989 |
| Afskriftir rekstrarfjármuna | (389) |
| Afskriftir óefnislegra eigna | (114) |
| Afskriftir nýtingaréttar | (79) |
| Afskriftir | (582) |
| Rekstrarhagnaður, EBIT | 407 |
| Vaxtatekjur | 10 |
| Gengismunur | (4) |
| Vaxtagjöld af vaxtaberandi langtímalánum | (49) |
| Vaxtagjöld af leiguskuldbindingum | (124) |
| Vaxtagjöld af öðrum langtímaskuldum | (21) |
| Verðbætur af öðrum langtímaskuldum | (7) |
| Önnur fjármagnsgjöld | (5) |
| Fjármagnstekjur og gjöld | (200) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 207 |
| Tekjuskattur | (39) |
| Hagnaður ársins og heildarafkoma | 168 |
| Afborganir og vaxtaþáttur leiguskuldbindinga | (188) |
| EBITDAaL (EBITDA fyrir IFRS16) | 801 |
| Kennitölur í rekstrarreikning | |
| EBITDA hlutfall | 29,76% |
| EBITDAaL hlutfall | 24,09% |
| EBIT hlutfall | 12,24% |
| Hagnaður á hlut | 0,047 |
| Kennitölur í efnahagsreikning | 31.3.2025 |
| Eiginfjárhlutfall | 40,51% |
| Veltufjárhlutfall | 1,257 |
| Ársfjórðungayfirlit 2024 í mkr.: | F1 2024 |
F2 2024 |
F3 2024 |
F4 2024 |
Samtals 2024 |
|---|---|---|---|---|---|
| FlakkNet | 1.549 | 1.578 | 1.698 | 1.637 | 6.461 |
| FastNet | 936 | 941 | 1.015 | 1.005 | 3.897 |
| Vörusala | 419 | 436 | 410 | 586 | 1.851 |
| Aðrar sölutekjur | 264 | 245 | 239 | 244 | 993 |
| Aðrar rekstrartekjur | 30 | 28 | 26 | 29 | 112 |
| Rekstrartekjur | 3.197 | 3.228 | 3.388 | 3.501 | 13.314 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (1.504) | (1.494) | (1.546) | (1.595) | (6.139) |
| Laun og launatengd gjöld | (516) | (518) | (434) | (563) | (2.031) |
| Annar kostnaður | (272) | (256) | (211) | (278) | (1.016) |
| Rekstrarkostnaður | (2.293) | (2.268) | (2.190) | (2.436) | (9.186) |
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA | 905 | 961 | 1.198 | 1.065 | 4.128 |
| Afskriftir rekstrarfjármuna | (352) | (366) | (378) | (392) | (1.489) |
| Afskriftir óefnislegra eigna | (123) | (120) | (82) | (133) | (458) |
| Afskriftir nýtingaréttar | (68) | (72) | (73) | (107) | (320) |
| Afskriftir | (543) | (558) | (534) | (632) | (2.266) |
| Rekstrarhagnaður, EBIT | 362 | 403 | 665 | 433 | 1.862 |
| Vaxtatekjur | 8 | 10 | 10 | 61 | 90 |
| Gengismunur | 3 | (2) | (2) | 3 | 1 |
| Vaxtagjöld af vaxtaberandi langtímalánum | (58) | (56) | (58) | (56) | (228) |
| Vaxtagjöld af leiguskuldbindingum | (112) | (112) | (112) | (129) | (465) |
| Vaxtagjöld af öðrum langtímaskuldum | (19) | (19) | (19) | (19) | (77) |
| Verðbætur af öðrum langtímaskuldum | (16) | (84) | (47) | (4) | (151) |
| Önnur fjármagnsgjöld | (1) | (1) | (6) | (1) | (9) |
| Fjármagnstekjur og gjöld | (196) | (264) | (234) | (145) | (839) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 166 | 138 | 431 | 288 | 1.023 |
| Tekjuskattur | (33) | (30) | (108) | (44) | (216) |
| Hagnaður ársins og heildarafkoma | 133 | 108 | 322 | 244 | 807 |
| Afborganir og vaxtaþáttur leiguskuldbindinga | (167) | (169) | (170) | (215) | (720) |
| EBITDAaL (EBITDA fyrir IFRS16) | 738 | 792 | 1.028 | 850 | 3.408 |
| Kennitölur í rekstrarreikning | |||||
| EBITDA hlutfall | 28,29% | 29,75% | 35,36% | 30,41% | 31,00% |
| EBITDAaL hlutfall | 23,08% | 24,52% | 30,36% | 24,28% | 25,60% |
| EBIT hlutfall | 11,31% | 12,47% | 19,61% | 12,36% | 13,98% |
| Hagnaður á hlut | 0,036 | 0,029 | 0,088 | 0,067 | 0,221 |
| Kennitölur í efnahagsreikning | 31.3.2024 | 30.6.2024 | 30.9.2024 | 31.12.2024 | |
| Eiginfjárhlutfall | 39,71% | 40,18% | 40,33% | 40,57% | |
| Veltufjárhlutfall | 1,014 | 1,047 | 1,174 | 1,235 |
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.