Report Publication Announcement • May 5, 2025
Report Publication Announcement
Open in ViewerOpens in native device viewer
Kvika banki hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs miðvikudaginn 7.maí
Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 7. maí og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða.
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 8. maí kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.
Fundinum verður streymt á íslensku en upptaka með enskum texta verður einnig gerð aðgengileg síðar á vefsvæði Kviku.
Hægt er að senda tölvupóst með spurningum fyrir fundinn eða á meðan honum stendur á [email protected]
Fjárfestakynning sem verður farið yfir á fundinum verður gerð aðgengileg áður en fundurinn hefst.

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.