Earnings Release • May 7, 2025
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025
Á stjórnarfundi þann 7. maí 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir fyrsta ársfjórðung 2025.
Helstu atriði í afkomu fyrsta ársfjórðungs (1F 2025)
Afkoma af eignum haldið til sölu:
Helstu atriði efnahags þann 31.3.2025:
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:
„Rekstur bankans gekk vel á fyrsta ársfjórðungi, að teknu tilliti til einskiptisliða. Hreinar vaxtatekjur jukust um fjórðung en kostnaður jókst minna og má þar nefna að launakostnaður jókst um tæp 5%. Annar kostnaður jókst hins vegar á milli ára og litaðist meðal annars af kostnaði sem féll til við sölu á TM.
Gengið var endanlega frá sölu á tryggingafélaginu TM til Landsbankans. Stór hluti söluandvirðis TM, sem nam rúmlega 32 milljörðum króna, var greiddur út til hluthafa með arðgreiðslu og kaupum á eigin hlutabréfum. Verulegur hlutur situr hins vegar eftir sem eigið fé í bankanum og mun leggja grunninn að vexti bankans á næstu árum.
Þá var lokið endanlega við kaup á hlut stjórnenda í Ortus Secured Finance og á bankinn nú allt hlutafé í félaginu. Þessi kaup gera okkur kleift að samþætta bresku starfsemina okkar, lækka kostnað, endurfjármagna óhagkvæmari erlendar skuldir og leggja grunninn að frekari vexti í Bretlandi.
Einskiptisliðir vegna þessara viðskipta höfðu umtalsverð áhrif á rekstrartölur bankans á ársfjórðungnum, en ef horft er framhjá þeim liðum, var afkoma af reglubundinni starfsemi fyrir skatta prýðileg.
Mikil aukning var á hreinum vaxtatekjum á milli ára, eða sem nemur rúmlega 25%. Aukninguna má rekja til stækkunar lánabókar, lækkunar fjármagnskostnaðar og tímabundið hárrar lausafjárstöðu í kjölfar sölu á TM, sem lækkaði aftur í kjölfar arðgreiðslu í apríl. Sá hluti söluverðsins, sem eftir situr í bankanum, mun hins vegar skila áfram ávöxtun og því má ætla að vaxtatekjur verði áfram sterkar.
Þóknanatekjur og fjárfestingatekjur báru merki erfiðrar tíðar á verðbréfamörkuðum og þar varð lítillegur samdráttur á milli ára. Þá hefur gengið ágætlega að halda aftur af kostnaðaraukningu, ef horft er fram hjá einskiptisliðum, og fjöldi starfsfólks er óbreyttur frá síðasta ársfjórðungi.
Kvika er nú í öfundsverðri stöðu til að sækja fram og vaxa, líkt og áætlanir bankans gera ráð fyrir. Bankinn er með afar sterka eiginfjár- og lausafjárstöðu eftir söluna á TM og stöðugar vaxtatekjur hafa komið í stað sveiflukenndari tekna af tryggingastarfsemi. Innviðir bankans, sem hafa verið aðlagaðir að brottför TM úr samstæðunni, eru öflugir og skalanlegir, sem leggur góðan grunn að framsókn okkar á Íslandi og í Bretlandi. “
Kynningarfundur og fjárfestakynning
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 8. maí kl. 08:30 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku á eftirfarandi vefslóð:
https://kvika.is/kynning-a-uppgjori-3m-2025/
Hægt er að senda tölvupóst með spurningum fyrir fund eða á meðan honum stendur á [email protected] eða í gegnum Slido appið hér
Meðfylgjandi er fjárfestakynning. Að auki mun upptaka með enskum texta vera gerð aðgengileg á vefsvæði Kviku.

Viðhengi:
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.