Earnings Release • Nov 16, 2007
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Fréttatilkynning Reykjavík 16. nóvember 2007
Icelandic Group hf. – Fyrstu níu mánuðir ársins 2007:
"Okkar áætlanir gerðu ráð fyrir því að hagræðingin sem unnið hefur verið að frá júlímánuði 2006 skilaði sér í betra uppgjöri á þessu ári. Svo er ekki og hafa margvíslegar ástæður orðið þess valdandi að við erum enn að. Nú liggur fyrir að hagræðingin mun ekki koma til fullra áhrifa fyrr en í upphafi næsta árs. Flest fyrirtæki sem hafa verið í umbreytingarferli sýna bættan rekstur en ljóst er að tímaþátturinn var vanmetinn hjá okkur. Rekstur Icelandic er víða kominn á gott skrið og margar einingar eru að skila ágætri framlegð. Við erum nú að ljúka sölu á einingum sem ekki hafa verið að skila nægilegri framlegð og er það hluti af hagræðingarferlinu að selja þær einingar sem ekki hafa verið að standa undir væntingum og styrkja þær sem hafa gengið vel. Rekstur Pickenpack Gelmer olli miklum vonbrigðum og hafði hann neikvæð áhrif á rekstur og framlegð samstæðunnar á tímabilinu. Veðurfar í Bretlandi hafði áhrif á sölu í fjórðungnum og einnig dró úr eftirspurn í lok fjórðungsins í Bandaríkjum.
Stóra breytan í þessu uppgjöri liggur í afkomu Pickenpack Gelmer í Frakklandi þar sem rekstrarniðurstaðan er slök og langt frá áætlunum. Félagið er hluti af Icelandic Holding Germany sem unnið er að sölu á.
Það er bjargföst trú mín að hagræðingarferlið, sem við fórum af stað með í júlí og ágúst á síðasta ári, muni skila hluthöfum auknum verðmætum og enn betra félagi. Ljóst er að félagið mun ekki ná þeim EBITDA markmiðum sem sett voru fyrir árið 2007 og tóku mið af því að hagræðingarferlinu lyki fyrr en raunin er."
| Ársfjórðungayfirlit - lykiltölur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 3F 2007 | 2F 2007 | 1F 2007 | 4F 2006 | 3F 2006 |
| Vörusala | 327.428 | 344.001 | 385.161 | 358.312 | 367.896 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (293.661) | (312.604) | (342.927) | (326.274) | (323.954) |
| Framlegð | 33.767 | 31.397 | 42.234 | 32.038 | 43.942 |
| Aðrar rekstrartekjur | 1.934 | 1.230 | 1.656 | 2.370 | 3.196 |
| Annar rekstrarkostnaður | (31.712) | (33.136) | (34.334) | (48.699) | (40.148) |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (274) | (11) | (43) | (184) | 748 |
| Rekstrarhagnaður (-tap) | 3.715 | (520) | 9.513 | (14.475) | 7.738 |
| Hrein fjármagnsgjöld | (8.781) | (1.214) | (5.872) | (7.147) | (7.423) |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (5.066) | (1.734) | 3.641 | (21.622) | 315 |
| Tekjuskattur | 2.517 | 1.650 | (1.354) | 6.947 | 638 |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (2.549) | (84) | 2.287 | (14.675) | 953 |
| EBITDA | 8.506 | 4.295 | 14.170 | 1.986 | 13.572 |
| EBITDA hlutfall | 2,6% | 1,2% | 3,7% | 0,6% | 3,7% |
| Fimm ára yfirlit - efnahagsreikningur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 30.9.2007 | 31.12.2006 | 31.12.2005 | 31.12.2004 | 31.12.2003* |
| Fastafjármunir | 408.905 | 407.282 | 275.231 | 142.400 | 66.008 |
| Veltufjármunir | 451.307 | 499.468 | 415.184 | 279.994 | 229.977 |
| Eignir samtals | 860.212 | 906.750 | 690.415 | 422.394 | 295.985 |
| Eigið fé | 167.679 | 176.241 | 116.741 | 35.759 | 52.267 |
| Langtímaskuldir | 202.814 | 228.182 | 142.837 | 112.860 | 35.935 |
| Skammtímaskuldir | 489.719 | 502.327 | 430.837 | 273.775 | 207.783 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 860.212 | 906.750 | 690.415 | 422.394 | 295.985 |
*Lokastöðu ársins 2003 hefur ekki verið breytt til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla
Við gerð þessa árshlutareiknings er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og við gerð ársreiknings 2006.
| Rekstrarreikningur - lykiltölur | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 3F 2007 | 3F 2006 | Breyting % | 9M 2007 | 9M 2006 | Breyting % |
| Vörusala | 327.428 | 367.896 | -11,0% | 1.056.590 | 1.113.004 | -5,1% |
| Kostnaðarverð seldra vara | (293.661) | (323.954) | -9,4% | (949.192) | (990.332) | -4,2% |
| Framlegð | 33.767 | 43.942 | -23,2% | 107.398 | 122.672 | -12,5% |
| Aðrar rekstrartekjur | 1.934 | 3.196 | -39,5% | 4.820 | 8.217 | -41,3% |
| Annar rekstrarkostnaður | (31.712) | (40.148) | -21,0% | (99.182) | (111.834) | -11,3% |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (274) | 748 | (328) | 884 | ||
| Rekstrarhagnaður (EBIT) | 3.715 | 7.738 | -52,0% | 12.708 | 19.939 | -36,3% |
| Hrein fjármagnsgjöld | (8.781) | (7.423) | 18,3% | (15.867) | (16.858) | -5,9% |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (5.066) | 315 | -1708,3% | (3.159) | 3.081 | -202,5% |
| Tekjuskattur | 2.517 | 638 | 294,5% | 2.813 | 171 | 1545,0% |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (2.549) | 953 | -367,5% | (346) | 3.252 | -110,6% |
| EBITDA | 8.506 | 13.572 | -37,3% | 26.971 | 34.960 | -22,9% |
| EBITDA hlutfall | 2,6% | 3,7% | 2,6% | 3,1% | ||
| (Tap) hagnaður á hlut | (0,0009) | 0,0003 | (0,0001) | 0,0011 |
Vörusala á fyrstu níu mánuðum ársins nam € 1.056,6 milljónum samanborið við € 1.113,0 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Lækkun í vörusölu nemur 5,1%. Vörusala þriðja ársfjórðungs nam € 327,4 milljónum samanborið við € 367,9 milljónir á þriðja ársfjórungi 2006. Það samsvarar 11,0% lækkun.
Sala eftir eðli rekstrar greinist þannig:
| Starfsþættir - skipting sölu eftir eðli rekstrar Fjárhæðir í € ´000 |
9M 2007 | 9M 2006 | Breyting% |
|---|---|---|---|
| Framleiðslufyrirtæki | 848.441 | 862.204 | -1,6% |
| Sölu- og markaðsfyrirtæki | 459.800 | 497.255 | -7,5% |
| Þjónustu og eignarhaldsfélög | 6.515 | 29.839 | -78,2% |
| 1.314.756 | 1.389.298 | -5,4% | |
| Jöfnunarfærslur | (258.166) | (276.294) | -6,6% |
| Sala samtals | 1.056.590 | 1.113.004 | -5,1% |
Sala eftir landsvæðum greinist þannig:
| Starfsþættir - skipting sölu eftir landsvæðum | 9M 2007 | 9M 2006 | Breyting% |
|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | |||
| Bandaríkin | 272.029 | 276.406 | -1,6% |
| Evrópa án Bretlands | 408.641 | 394.679 | 3,5% |
| Bretland | 317.522 | 370.528 | -14,3% |
| Asía | 316.564 | 347.685 | -9,0% |
| 1.314.756 | 1.389.298 | -5,4% | |
| Jöfnunarfærslur | (258.166) | (276.294) | -6,6% |
| Sala samtals | 1.056.590 | 1.113.004 | -5,1% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) nam € 12,7 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við € 19,9 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam € 3,7 milljónum samanborið við € 7,7 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2006.
Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) á fyrstu níu mánuðum ársins nam € 27,0 milljónum samanborið við € 35,0 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Hagnaður fyrir vexta, skatta og afskriftir í þriðja ársfjórðungi 2007 nam € 8,5 milljónum samanborið við € 13,6 milljónir á sama tímabili síðasta árs.
Hrein fjármagnsgjöld á fyrstu níu mánuðum ársins námu € 15,9 milljónum samanborið við € 16,9 milljónir á sama tímabili ársins 2006. Gengistap á fyrstu níu mánuðum ársins nam € 2,7 milljónir samanborið við gengishagnað að fjárhæð € 4,3 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Hagnaður vegna breytinga á matsverði eignarhluta nam € 13,8 milljónum samanborið við tap að fjárhæð € 0,1 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Hagnaðurinn skýrist að mestu af hækkun á markaðsverði eignarhluta í FPI Ltd. Hagnaður af sölu hlutabréfa nemur € 1,1 milljón. Hrein fjármagnsgjöld á þriðja ársfjórðungi námu € 8,8 milljónum samanborið við € 7,4 milljónir í þriðja ársfjórðungi 2006.
Tekjufærður tekjuskattur á fyrstu níu mánuðum ársins nam € 2,8 milljónum og € 0,2 milljónum á sama tímabili síðast árs. Tekjufærður tekjuskattur í þriðja ársfjórðungi nam € 2,5 milljónum samanborið við € 0,6 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Virkt skatthlutfall var 89,0% á fyrstu níu mánuðum ársins og 49,7% í þriðja ársfjórðungi. Ástæða þess er að hagnaður samstæðunnar er mestur í löndum þar sem skatthlutfallið er lágt en tap er hjá félögum þar sem skatthlutfallið er hátt.
Tap á fyrstu níu mánuðum ársins nam € 0,3 milljónum samanborið við hagnað að fjárhæð € 3,3 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Tap á öðrum ársjórðung nam € 2,5 milljónum samanborið við € 1,0 milljóna hagnað á þriðja ársfjórðungi 2006.
| Efnahagsreikningur samstæðunnar- lykiltölur | |||
|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 30.9.2007 | 31.12.2006 | Breyting % |
| Fastafjármunir | 408.905 | 407.282 | 0,4% |
| Veltufjámunir | 451.307 | 499.468 | -9,6% |
| Eignir samtals | 860.212 | 906.750 | -5,1% |
| Eigið fé | 167.679 | 176.241 | -4,9% |
| Langtímaskuldir | 202.814 | 228.182 | -11,1% |
| Skammtímaskuldir | 489.719 | 502.327 | -2,5% |
| Eigið fé og skuldir samtals | 860.212 | 906.750 | -5,1% |
Heildareignir Icelandic Group í septemberlok námu € 860,2 milljónum samanborið við € 906,8 milljónir í lok árs 2006.
Fastafjármunir námu € 408,9 milljónum í septemberlok samanborið við € 407,3 milljónir í árslok 2006. Óefnislegar eignir námu € 244,6 milljónum samanborið við € 256,1 milljón í lok árs 2006.
Veltufjármunir námu € 451,3 milljónum samanborið við € 499,5 milljónir í árslok 2006. Birgðir námu € 264,0 milljónum samanborið við € 299,2 milljónir í árslok 2006.
Heildarskuldir í lok september námu € 692,5 milljónum samanborið við € 730,5 milljónir í árslok 2006. Nettó skuldir (heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum) námu € 241,2 milljónum í septemberlok, samanborið við € 231,0 milljón í árslok 2006. Vaxtaberandi skuldir námu € 545,3 milljónum samanborið við € 562,2 milljónir í árslok 2006.
Eigið fé í lok september nam € 167,7 milljónum samanborið við € 176,2 milljónir í árslok 2006. Eiginfjárhlutfallið er 19,5% samanborið við 19,4% í lok árs 2006.
| Sjóðstreymi - lykiltölur | |||
|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 9M 2007 | 9M 2006 | Breyting % |
| Handbært fé frá (til) rekstrar án vaxta og skatta | 49.005 | (12.194) | -502% |
| Handbært fé frá (til) rekstrar | 26.047 | (35.165) | 174% |
| Fjárfestingarhreyfingar | (11.027) | (18.198) | 39% |
| Fjármögnunarhreyfingar | (10.365) | 52.035 | 120% |
| Breyting handbærs fjár | 4.655 | (1.328) | 451% |
Handbært fé frá rekstri fyrir greiðslu skatta og vaxta nam € 49,0 milljónum samanborið við handbært fé til rekstrar að fjárhæð € 12,2 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Að teknu tilliti til greiðslu vaxta og tekjuskatts nam handbært fé frá rekstri € 26,0 milljónum en á sama tímabili síðasta árs nam handbært fé til rekstrar € 35,2 milljónum. Hreinar fjárfestingar bundu um € 11,0 milljónir af handbæru fé samanborið við € 18,2 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Fjármögnunarhreyfingar bundu um € 10,4 milljónir af handbæru fé en skiluðu á sama tímabili síðasta árs € 52,0 milljónir. Handbært fé í septemberlok var € 25,0 milljónir.
Icelandic Group undirritaði viljayfirlýsingu um sölu á 81% af eignarhlut sínum í Icelandic Holding Germany GmbH, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakklandi.
Kaupandi hlutarins er Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe. Tilgangur sölunnar er að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og lækkun skulda.
Samkvæmt viljayfirlýsingu sem kynnt var í september, þá afhendir kaupandi um 21% heildarhlutafjár í Icelandic Group sem endurgjald fyrir 81% hlutafjár í Icelandic Holding Germany GmbH. Icelandic Group stefnir að því að framselja þá eigin hluti sem félagið veitir viðtöku í viðskiptunum, í heild eða að hluta, til fjárfesta. Gert er ráð fyrir að endanlegir samningar verði undirritaðir á næstu vikum og verður þá nánar greint frá áhrifum kaupanna á rekstur og efnahag Icelandic Group.
Icelandic Group seldi meirihluta eignarhluta síns í FPI Ltd. fyrr í þessum mánuði á genginu 16. Gengi hlutabréta FPI hefur hækkað úr 7,59 CAD á hlut í árslok 2006. Eignarhluturinn er færður á genginu 16 í septemberlok 2007.
Í hönd fer sterkasti fjórðungur í rekstri félagsins. Við teljum að rekstur félagsins í USA og Asíu muni ganga vel á síðasta fjórðungi ársins og í samræmi við áætlanir. Með sölu á Icelandic Holding Germany mun rekstur eininganna í Evrópu skila betri afkomu. Rekstur Coldwater hefur batnað mikið en enn er unnið að breytingum þar. Fiskverð hefur tekið að hækka á ný að undanförnu sem getur haft áhrif á sölu félagsins og þar með afkomu. Unnið er að því að koma verðhækkunum út sem fyrst en jafnframt að horfa til eldistegunda í auknu mæli. Sala í þriðja ársfjórðungi var verulega undir áætlunum okkar en það er von okkar að sala í fjórða ársfjórðungi haldist í takt við áætlanir.
Stjórn Icelandic Group hf. samþykkti árshlutareikning fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2007 á stjórnarfundi 16. nóvember 2007.
Föstudaginn 16. nóvember verður haldinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila. Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins að Borgartúni 27 Reykjavík og hefst kl. 16:30. Á fundinum munu stjórnendur félagsins kynna árshlutauppgjörið. Hægt verður að nálgast kynninguna á vefsvæði félagsins, www.icelandic.is, og á vefsvæði OMX Nordic Exchange á Íslandi (www.omxgroup.com/nordicexchange/) að fundi loknum.
Birtingaráætlun 2007 Ársuppgjör 2007 vika 10 2008
Birtingaráætlun er einnig að finna á vefsíðu Icelandic Group, www.icelandic.is.
Ef óskað er eftir að fá sendar fréttatilkynningar Icelandic Group í tölvupósti er hægt að skrá sig á eftirfarandi síðu: http://icelandic.is/index.aspx?GroupId=84
Nánari upplýsingar veitir:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri S: +354 896 1455
Reykjavík 16. nóvember 2007 Icelandic Group
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða. Á mörgum mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan veitingahúsa og mötuneyta. Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600. Hjá þeim stóra hópi liggur yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.
| Fimm ára yfirlit - rekstrarreikningur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 9M 2007 | 2006 | 2005 | 2004 | 2003* |
| Vörusala | 1.056.590 | 1.471.316 | 1.200.257 | 802.624 | 679.183 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (949.192) | (1.316.606) | (1.084.702) | (719.586) | (609.796) |
| Framlegð | 107.398 | 154.710 | 115.555 | 83.038 | 69.387 |
| Aðrar rekstrartekjur | 4.820 | 10.587 | 4.761 | 5.811 | 3.346 |
| Annar rekstrarkostnaður | (99.182) | (160.533) | (118.057) | (66.156) | (59.342) |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (328) | 700 | 154 | (702) | (1.664) |
| Rekstrarhagnaður | 12.708 | 5.464 | 2.413 | 21.991 | 11.727 |
| Hrein fjármagnsgjöld | (15.867) | (24.005) | (21.740) | (10.449) | (3.836) |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (3.159) | (18.541) | (19.327) | 11.542 | 7.891 |
| Tekjuskattur | 2.813 | 7.118 | 4.235 | (4.672) | (2.119) |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (346) | (11.423) | (15.092) | 6.870 | 5.802 |
| EBITDA | 26.971 | 36.946 | 16.222 | 28.941 | 19.250 |
| EBITDA hlutfall | 2,6% | 2,5% | 1,4% | 3,6% | 2,8% |
*Rekstrarreikningi ársins 2003 hefur ekki verið breytt til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.