AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Icelandair Group

Earnings Release Apr 29, 2025

2197_ir_2025-04-29_85139344-8a60-4dbc-829d-4d973d2a7d8c.pdf

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

ICELANDAIR: UPPGJÖR 1. ÁRSFJÓRÐUNGS 2025

  • Afkomubati í öllum rekstrareiningum milli ára afkoma í takt við væntingar stjórnenda
  • EBIT afkoma batnaði um 917 milljónir króna (6,6 milljónir USD), EBIT á 1. ársfjórðungi neikvætt um 8,6 milljarða króna (62,3 milljónir USD)
  • Afkoma eftir skatta batnaði um 2,1 milljarð króna milli ára (15,3 milljónir USD)
  • Einingakostnaður lækkaði um 3% og einingatekjur jukust um 1% milli ára
  • Umbreytingavegferð félagsins hélt áfram að styðja við tekjumyndun og lækkun einingakostnaðar
  • Heildartekjur jukust um 11% og námu 39,6 milljörðum króna (286 milljónum USD)
  • Met farþegatekjur 29,6 milljarðar króna (214 milljónir USD), 8% aukning frá fyrra ári
  • Sjóðstreymi frá rekstri 28,3 milljarðar króna (205 milljónir USD), jókst um 8 milljarða króna (58 milljónir USD)
  • Met lausafjárstaða í lok fyrsta ársfjórðungs 67,7 milljarðar króna (510 milljónir USD)
  • Flugframboð jókst um 7% í farþegaleiðakerfinu og metfjöldi farþega 828 þúsund, 9% aukning milli ára
  • Fjórum nýjum Airbus A321LR flugvélum bætt við flotann fyrir sumarið
  • Byggt á núverandi bókunarstöðu er gert ráð fyrir bættri afkomu á 2. og 3. ársfjórðungi í samanburði við síðasta ár. Vegna óvissu varðandi eftirspurn í haust og vetur er erfitt að spá fyrir um afkomu 4. ársfjórðungs. Félagið mun því ekki staðfesta afkomuspá fyrir árið í heild á þessum tímapunkti.

BOGI NILS BOGASON, FORSTJÓRI ICELANDAIR

"Afkoma fyrsta ársfjórðungs var betri í öllum rekstrareiningum. Það er ánægjulegt að sjá einingakostnað halda áfram að lækka þrátt fyrir verðbólgu og kostnaðarhækkanir í takt við áherslu okkar á að bæta rekstur og afkomu félagsins. Í lok fyrsta ársfjórðungs höfðum við ráðist í hagræðingaraðgerðir sem munu skila yfir 40 milljónum dala á ársgrundvelli og gerum við ráð fyrir að fjárhagslegur ávinningur verði samtals 70 milljónir dala á ársgrundvelli í lok árs 2025. Við munum ekki stoppa þar og eru fjölmörg frekari umbótaverkefni í pípunum.

Bókunarstaðan á mörkuðunum til og frá Íslandi er betri en á sama tíma í fyrra og gerum við ráð fyrir bættri afkomu á öðrum og þriðja ársfjórðungi á milli ára. Við sjáum hins vegar hægjast á bókunum til lengri tíma, í haust og inn í næsta vetur, sem endurspeglar óvissu í alþjóðaumhverfinu. Áhersla okkar er því fyrst og fremst á þætti í rekstrinum sem við höfum stjórn á, þar sem við erum þegar að ná árangri. Hluti af því er að aðlaga alla kostnaðarliði okkar enn frekar að því umhverfi sem við störfum í og stilla flugframboð í takt við eftirspurn. Þá vinnum við einnig að því að fjölga tekjustraumum, til dæmis í gegnum alþjóðlegt samstarf við önnur flugfélög sem jafnframt stuðlar að enn fjölbreyttari ferðamöguleikum fyrir viðskiptavini okkar. Nashville í Bandaríkjunum sem við kynntum sem nýjan áfangastað í apríl er mjög gott dæmi um hvernig við tengjum inn í yfirgripsmikið leiðakerfi Southwest Airlines. Samstarfið við Southwest tók einungis gildi í febrúar síðastliðinn en í gegnum það erum við þegar komin með bókanir til yfir 70 flugvalla í Norður-Ameríku. Seinna á þessu ári hefjum við svo flug til Istanbúl þar sem við munum njóta góðs af samstarfi okkar við Turkish Airlines sem opnar á fjölbreyttar tengingar inn á Asíumarkað.

Ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir frábæra frammistöðu á síðustu mánuðum og viðskiptavinum okkar fyrir að velja Icelandair. Ég er sannfærður um að áhersla okkar á hagræðingu í rekstri, til viðbótar við sveigjanleika til að aðlagast síbreytilegum markaðsaðstæðum, geri okkur vel í stakk búin til að takast á

við þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru, bæta arðsemi og skapa virði fyrir hluthafa og íslenskt samfélag til lengri tíma."

VEFÚTSENDING 30. APRÍL 2025

Kynning á uppgjöri 1. ársfjórðungs ársins 2025 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com miðvikudaginn 30. apríl kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews

LYKILTÖLUR12

1. ársfj. 25 1. ársfj. 24 Breyting
Rekstrarniðurstaða
Rekstrartekjur USD þús. 286,451 258,961 27,490
þar af farþegatekjur USD þús. 214,027 198,862 15,165
Rekstrarkostnaður USD þús. 309,264 294,292 14,972
EBIT USD þús. -62,271 -68,892 6,621
EBT USD þús. -59,267 -72,655 13,388
Tap USD þús. -44,085 -59,417 15,332
Efnahagur og sjóðstreymi1
Eignir USD þús. 1,895,171 1,637,870 257,301
Eigið fé USD þús. 241,359 269,067 -27,708
Vaxtab. skuldir og nettó leiguskuldb. USD þús. 690,995 645,672 45,323
Nettó vaxtab. skuldir og leiguskuldb. USD þús. 244,412 382,890 -138,478
Heildar lausafjárstaða USD þús. 509,519 346,797 162,722
Handbært fé frá rekstri USD þús. 204,714 147,102 57,612
Fjárfestingar, brúttó USD þús. 19,114 32,074 -12,960
Fjárfestingar, nettó USD þús. 19,081 32,028 -12,947
Helstu kennitölur
Hagnaður á hlut US sent -0.11 -0.14 0.04
Eiginfjárhlutfall % 12.7% 13.7% -1.0 ppt
EBIT % % -21.7% -26.6% 4.9 ppt
Einingatekjur2 US sent 7.31 7.25 1%
Meðalverð (yield) US sent 8.08 8.51 -5%
Einingakostnaður2 US sent 9.61 9.88 -3%
Einingakostnaður án eldsneytis2 US sent 7.78 7.88 -1%
Flutningatölur
Fjöldi flugferða fjöldi 3,511 3,367 4%
Fjöldi farþega fjöldi 827,720 756,962 9%
Farþegar til Íslands fjöldi 294,260 284,346 3%
Farþegar frá Íslandi fjöldi 159,270 149,321 7%
Farþegar um Ísland fjöldi 316,261 262,382 21%
Farþegar innan Íslands fjöldi 57,929 60,913 -5%
Sætanýting % 80.3% 76.7% 3.6 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK) millj. 3,055 2,859 7%
Seldir sætiskm. (RPK) millj. 2,452 2,192 12%
Stundvísi millilandaflug (OTP) % 80.9% 84.4% -3.5 ppt
Seldir frakt-tonn-km. (FTK) þús. 38,506 39,402 -2%
Seldir blokktímar fjöldi 6,273 4,063 54%
CO2 losun á hvern tonnkílómetra fjöldi 0.73 0.78 -6%
Starfsmenn
Meðalfjöldi stöðugilda fjöldi 3,175 3,438 -8%
Stöðugildi í lok tímabils fjöldi 3,249 3,325 -2%

1 Samanburðatölur fyrir efnahag eru frá 31.12.2024

2 Einingatekjur/Einingakostnaður: Tekjur og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (ASK) í farþegaleiðakerfinu

FLUTNINGATÖLUR

  • Fjöldi farþega 828 þúsund á 1. ársfjórðungi, aukning um 9% á milli ára
  • Sætanýting jókst um 3 prósentustig
  • Stundvísi 81%

Framboðsaukning í farþegaflugi Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nam 7% á milli ára. Farþegaflutningar, mældir í flognum farþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometers) jukust um 12%. Farþegar voru 827 þúsund á fjórðungnum samanborið við 757 þúsund á síðasta ári. Sætanýting var 80% samanborið við 77% á síðasta ári. Góð sætanýting undirstrikar að varan og þjónustan sem Icelandair býður upp á er bæði samkeppnishæf og eftirsóknarverð allt árið um kring, þar með talið yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er almennt minni. Stundvísi var 81% og lækkaði um 3,5 prósentustig milli ára þar sem veður hafði neikvæð áhrif á rekstur leiðakerfisins.

Farþegum á markaðnum til Íslands fjölgaði um 3% og farþegum á markaðnum frá Íslandi fjölgaði um 7%. Farþegum á markaðnum um Ísland fjölgaði um 21% og var stærsti markaður félagsins. Farþegum í innanlandsflugi fækkaði um 5%, sem rekja má aðallega til niðurfellinga á flugi vegna veðurs.

Frakt tonnkílómetrar drógust saman um 2%, vegna minna flugs á fraktvél félagsins. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugsstarfseminni jókst um 54%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra á fjórðungnum minnkaði um 6%, sem skýrist af því að fleiri flug voru flogin á B737 MAX og Airbus A321LR sem og betri sætanýtingu.

REKSTUR

  • Afkomubati í öllum rekstrareiningum
  • EBIT afkoma batnaði um 6,6 milljónir USD, afkoma eftir skatta batnaði um 15,3 milljónir
  • Met farþegatekjur á 1. ársfjórðungi

EBIT afkoma var neikvæð um 62,3 milljónir USD en batnaði um 6,6 milljónir USD á milli ára en . Allar rekstrareiningar, leiðakerfið, fraktflutningar og leiguflug, skiluðu betri afkomu en á síðasta ári. Þrátt fyrir verðbólgu og launahækkanir lækkaði einingakostnaður um 3% og um 1% án eldneytis. Einingatekjur jukust um 1% þrátt fyrir að páskar hafi verið í fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Heildartekjur námu 286,5 milljónum USD og jukust um 11% á milli ára. Farþegatekjur námu 214,0 milljónum USD samanborið við 198,9 milljónir USD á síðasta ári og hafa aldrei verið hærri á fyrsta fjórðungi. Farþegatekjur jukust á öllum mörkuðum en þó mest á N-Atlantshafsmarkaðinum, þar sem farþegum fjölgaði um 21%, en það var jafnframt stærsti markaður félagsins með 38% af heildarfarþegum. Tekjur af flugfrakt námu 21,1 milljónum USD og jukust um 2% á milli ára. Tekjur af leiguflugi námu 28,6 milljónum USD og jukust um 48% á milli ára. Aðrar tekjur námu alls 22,8 milljónum USD og jukust um 13% á milli ára.

Rekstrargjöld án afskrifta námu 309,3 milljónum USD og jukust um 5% eða um 15,0 milljónir USD á milli ára. Laun og launatengd gjöld námu 92,2 milljónum USD samanborið við 94,4 milljónir USD á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs sem er lækkun um 2%. Stöðugildi voru að meðaltali 3.175 í fjórðungnum og fækkaði um 8% milli ára. Eldsneytiskostnaður nam 62,1 milljón USD í fjórðungnum og lækkaði um 3% á milli ára þrátt fyrir 7% framboðsaukningu í farþegafluginu. Hagkvæmari floti og lægra markaðsverð á eldsneyti skýra lækkunina. Vegið eldsneytisverð félagsins, að teknu tilliti til afgreiðsluálags og varna, nam 862 USD á hvert tonn og lækkaði um 10% samanborið við síðasta ár. Verð losunarheimilda hækkaði um 10%. Annar flugtengdur kostnaður nam 60,6 milljónum USD og jókst um 11% aðallega

vegna aukinnar framleiðslu. Annar rekstrarkostnaður var 94,5 milljónir USD, og jókst um 13,3 milljónir USD vegna meiri umsvifa í rekstri farþegaleiðakerfisins og aukins kostnaðar tengdum niðurfellingum á flugum þar sem slæmt veður í fjórðungnum hafði áhrif á rekstur leiðarkerfisins. Afskriftir námu 39,5 milljónum USD samanborið við 33,6 milljónir í fyrra, vegna hærri afskrifta á fastafjármunum og leigueignum.

Nettó fjármunatekjur námu 2,7 milljónum USD á fyrsta ársfjórðungi og jukust um 6,0 milljónir USD samanborið við síðasta ár. Fjármunatekjur námu 12,4 milljónum USD og jukust um 4,3 milljónir USD á milli ára. Fjármagnskostnaður nam 9,7 milljónum USD og lækkaði um 1,7 milljónir USD. Gengishagnaður að fjárhæð 5,2 milljón USD var bókfært í fjórðungnum samanborið með gengistap að fjárhæð 1,1 milljónir USD á sama tímabili á síðasta ári.

Einingatekjur3 á fyrsta fjórðungi 2025 voru 7,3 US sent og hækkuðu um 1% á milli ára vegna betri sætanýtingar. Einingatekjur á Saga Premium hækkuðu um 9% á meðan einingatekjur á Economy farrýminu lækkuðu um 2%.Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (e. yield) námu 8,1 US sentum og lækkuðu um 5% á milli ára. Einingakostnaður4 var 9,6 US sent og lækkaði um 3% á milli ára og einingakostnaður án eldsneytis lækkaði um 1%. Jákvæð þróun varð í flestum kostnaðarliðum í takt við umbreytingarvegferð félagsins og áherslur um aukna skilvirkni í rekstri. Veður hafði þó töluverð áhrif á rekstur leiðakerfisins í fyrsta ársfjórðungi eins og við er að búast sem leiddi til hækkunar í kostnaði tengdum röskunum. Viðhaldskostnaður á hverja einingu lækkaði á milli ára sem og flugafgreiðslukostnaður vegna áframhaldandi áherslu á skilvirkari rekstur.

EFNAHAGUR OG SJÓÐSSTREYMI

  • Eigið fé 241,4 milljónir USD og eiginfjárhlutfall 13%
  • Sterkt sjóðstreymi frá rekstri 204,7 milljónir USD
  • Lausafé alls 509,5 milljónir USD

Efnahagsreikningur

Heildareignir námu 1,9 milljarði USD í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 og jukust um 257,3 milljónir USD frá því í byrjun árs, aðallega vegna árstíðarbundinnar aukningar í flugmiðabókunum fyrir háönn. Varanlegir rekstrarfjármunir námu 555,8 milljónum USD og leigueignir námu 436,2 milljónum. Eigið fé nam 241,4 milljónum USD og eiginfjárhlutfall í lok fjórðungsins var 13%. Vaxtaberandi skuldir og leiguskuldbindingar námu alls 691,0 milljónum USD og jukust um 20,0 milljónir USD frá því í byrjun árs, að mestu vegna flugvélatengdra fjárfestinga eða einnar viðbótar A321LR flugvélar. Nettó vaxtaberandi skuldir og leiguskuldbindingar námu 244,4 milljónum USD og lækkuðu um 138,5 milljónir USD samanborið við upphaf árs vegna bættrar sjóðsstöðu.

Sjóðsstaða

Handbært fé og markaðsverðbréf námu 417,5 milljónum USD í lok fyrsta fjórðungs 2025 og hækkuðu um 162,7 milljónir USD á fyrsta fjórðungnum. Nettó sjóðstreymi frá rekstri á fjórðungnum nam 204,7 milljónum USD, 57,6 milljónum USD meira en í fyrra. Nettó fjárfestingahreyfingar námu 27,8 milljón USD. Fjárfestingar námu 19,1 milljón USD. Nettó fjármögnunarhreyfingar námu 25,8 milljónum USD vegna afborgana vaxtaberandi lána og rekstrarleiguskuldbindinga. Óádregnar lánalínur félagsins námu 92,0 milljónum USD í lok mars og að teknu tilliti til þeirra var lausafjárstaðan í lok mars 509,5 milljónir USD.

3 Tekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (RASK) í farþegaleiðakerfinu

4 Kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) í farþegaleiðakerfinu

HORFUR

Vöxtur í framboði utan háannar

Icelandair mun leggja áframhaldandi áherslu á þróun farþegaleiðakerfisins, með nýjum áfangastöðum og auknum tengimöguleikum með því að auka tíðni og styrkja samstarf við önnur flugfélög. Flugáætlun Icelandair árið 2025 verður um 8% umfangsmeiri en á síðasta ári, þar sem áhersla verður á vöxt utan háannar, þ.e. í vor og haust. Félagið mun fljúga til yfir 60 áfangastaða á árinu, þar á meðal fjögurra nýrra: Nashville, Miami, Istanbúl og Gautaborgar. Að auki verður tíðni aukin á ákveðna áfangastaði sem felur í sér aukinn sveigjanleika og fleiri valkosti fyrir farþega, bæði innan leiðakerfis Icelandair og hjá samstarfsflugfélögum. Félagið verður með 42 flugvélar í rekstri í farþegaleiðakerfinu í ár sem er sami fjöldi og í fyrra. Þar af eru 21 Boeing 737 MAX og fjórar nýjar A321LR vélar. Á síðustu mánuðum hefur Icelandair bætt við þremur nýjum Airbus A321LR vélum við flotann og mun sú fjórða bætast við í maí.

Jákvæð þróun í samsetningu farþega í sumar

Bókunarstaðan til Íslands fyrir sumarið er betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum. Bókanir frá Íslandi hafa aukist verulega milli ára sem staðfestir sterka stöðu Icelandair á heimamarkaði sem það flugfélag sem Íslendingar kjósa að ferðast með. Samkeppni á Atlantshafsmarkaðnum er að aukast enn frekar og vegna áherslu félagsins á markaðina til og frá Íslandi er hlutfall bókana á þeim markaði minna en á sama tíma í fyrra. Innanlandsflugið gengur vel og eru ferðamenn að nýta sér það í auknum mæli. Til lengri tíma hefur almennt hægst á bókunum, í haust og inn í veturinn, sem endurspeglar óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi, og fylgist félagið vel með þessari þróun og mun aðlaga flugframboð að eftirspurn eftir því sem þörf verður á.

Sterkir söluinnviðir lykilþáttur í að bregðast við síbreytilegum markaðsaðstæðum

Icelandair er í sterkri stöðu til að bregðast við breytingum sem kunna að verða á mörkuðum og takast á við bæði áskoranir og þau tækifæri sem það gæti haft í för með sér. Félagið býr yfir öflugum söluinnviðum og má þar nefna mikilvæga aðgreiningarþætti eins og styrk Icelandair vörumerkisins, Saga Premium vöruna, stærsta vildarklúbb á Íslandi og þétt samstarf við önnur flugfélög. Eftirspurn eftir Saga Premium farrýminu heldur áfram að aukast. Vildarklúbbur Icelandair, Saga Club, hefur stækkað verulega að undanförnu og fjöldi meðlima nálgast tvær milljónir. Klúbburinn gegnir mikilvægu hlutverki í að viðhalda viðskiptavinum og stuðla að framtíðartekjumyndun. Þá hefur félagið náð góðum árangri í að víkka út hóp samstarfsflugfélaga. Í janúar skrifaði félagið undir samstarfssamning við Southwest Airlines og hefur samstarfið farið mjög vel af stað. Viðskiptavinir beggja flugfélaga geta nú ferðast á þægilegan hátt í gegnum Baltimore, Nashville og Denver, áfram til Íslands eða Evrópu, og einnig lengra í vestur í gegnum yfirgripsmikið leiðakerfi Southwest í Bandaríkjunum. Seinna á þessu ári mun Icelandair hefja áætlunarflug til Istanbúl og nýta þar samstarf við Turkish Airlines til að opna fjölbreyttar tengingar inn á Asíumarkað.

Áframhaldandi áhersla á hagkvæmni í rekstri styður við bætta afkomu

Umbreytingarvegferð Icelandair sem ýtt var úr vör á síðasta ári gengur vel. Megintilgangurinn er að bæta rekstur og afkomu félagsins með aukinni hagkvæmni í rekstri, lækkun kostnaðar og með aðgerðum sem styrkja tekjumyndun. Yfir 400 umbótaverkefni hafa verið skilgreind og verða innleidd á næstu tveimur árum, en í lok mars höfðu 90 verkefni þegar verið innleidd. Í lok fyrsta ársfjórðungs hafði félagið ráðist í umbótaverkefni sem munu skila yfir 40 milljónum dala á ársgrundvelli og gerir félagið ráð fyrir að fjárhagslegur ávinningur verði samtals 70 milljónir dala á ársgrundvelli í lok árs 2025, og enn meiri á næstu árum. Á meðal þeirra verkefna sem þegar eru komin til framkvæmda er til dæmis miðlæg innkaupadeild sem nýverið var sett á laggirnar til að innleiða staðlaða ferla í innkaupum sem hefur þegar skilað talsverðum sparnaði. Annað dæmi er greining á öllum þjónustuþáttum félagsins sem hefur leitt til ýmissa breytinga bæði til að lækka kostnað og aðlaga þjónustu betur að þörfum og væntingum viðskiptavina. Til viðbótar, er áframhaldandi áhersla lögð á eldsneytissparnað og þannig lækka kostnað og styðja við sjálfbærnistefnu félagsins. Sameiginlegt átak þvert á deildir hefur stuðlað að enn betri árangri í eldsneytissparnaði með nýjum verkefnum á þessu sviði.

Áframhaldandi bæting í rekstri fraktstarfseminnar og góður árangur í leiguflugi

Mikill viðsnúningur varð í afkomu af fraktstarfseminni á síðasta ári og hefur afkoman haldið áfram að batna á þessu ári. Horfur eru góðar á næstu mánuðum og gert er ráð fyrir áframhaldi góðum árangri í leiguflugstarfseminni.

Breiðþotur – endurskoðuð stefna

Eftir ítarlega endurskoðun á stefnu félagsins varðandi rekstur á breiðþotum sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, hefur félagið komist að þeirri niðurstöðu að hætta rekstri breiðþotna til lengri tíma og leggja áherslu á hagkvæman flota "narrow-body" flugvéla. Icelandair gerir ráð fyrir að vera með B767 vélar í rekstri fram til haustsins 2029. Þessi ákvörðun er í takt við stefnu félagsins og lykilsamkeppnisforskot Icelandair – að geta flogið hagkvæmum "narrow-body" flugvélum lengra í austur og vestur en þau flugfélög sem félagið er í samkeppni við, og stuðlar jafnframt að kostnaðarhagkvæmni. Nýjar, langdrægar "narrow-body" flugvélar munu opna ný tækifæri fyrir leiðakerfi Icelandair og þar með styrkja enn frekar framtíðarþróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar í flugi milli heimsálfa.

Staða eldsneytisvarna

Taflan hér að neðan sýnir stöðu eldsneytisvarna félagsins í lok 1. ársfjórðungs 2025. Þar sést að 38% af áætlaðri notkun í leiðakerfi félagsins næstu tólf mánuði er varin á vegnu meðalverði að fjárhæð 749 USD á hvert tonn.

Tímabil Áætluð notkun Magn varið í tonnum % af áætlaðri
notkun
Vegið meðal
verð
2. ársfj. 2025 100.939 42.350 42% 782
3. ársfj. 2025 126.265 49.000 39% 754
4. ársfj. 2025 75.577 24.850 33% 731
9 mánuðir 302.781 116.200 38% 759
1. ársfj. 2026 61.891 20.700 33% 693
12 mánuðir 364.672 136.900 38% 749
2. ársfj. 2026 100.939 21.000 21% 698
3. ársfj. 2026 126.265 23.900 19% 670
13-18 mánuðir 227.204 44.900 20% 683

AFKOMUSPÁ ÁRSINS 2025

Icelandair gaf út afkomuspá fyrir árið 2025 þann 30. janúar síðastliðinn. Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar stjórnenda. Bókunarstaðan á næstu mánuðum á mörkuðunum til og frá Íslandi er betri en á sama tíma í fyrra og Icelandair gerir ráð fyrir afkomubata í öðrum og þriðja ársfjórðungi milli ára. Frá því að afkomuspáin var gefin út hefur óvissa á alþjóðamörkuðum, hins vegar, aukist og valdið ófyrirsjáanleika í ferðaáætlunum fólks til lengri tíma, sem endurspeglast í hægara bókunarflæði í haust og næsta vetur. Á sama tíma hefur íslenska krónan styrkst um 10% á móti Bandaríkjadal sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni íslenskra útflutningsgreina. Í ljósi aukinnar óvissu er varðar eftirspurn næsta haust og vetur er erfitt að spá fyrir um afkomu fjórða ársfjórðungs. Því mun félagið ekki staðfesta afkomuspá sína fyrir árið í heild á þessum tímapunkti.

FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA

Fjárfestar: Kristófer Hlynsson, fjárfestatengill. Netfang: [email protected] Fréttamiðlar: Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta. Netfang: [email protected]

FJÁRHAGSDAGATAL

  • 2. ársfjórðungur 2025 - 17. júlí 2025
  • 3. ársfjórðungur 2025 - 23. október 2025
  • 4. ársfjórðungur 2025 - 29. janúar 2026

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.