Remuneration Information • Mar 11, 2025
Remuneration Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
3.1 Þóknun stjórnarmanna skal ákveða á aðalfundi ár hvert í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga og skulu stjórnarmenn ekki njóta annarra þóknunargreiðslna af hendi félagsins né njóta réttinda sem kveðið er á um í 1-6. tl. 79. gr. a. hlutafélagalaga. Gerir stjórnin tillögu um stjórnarlaun fyrir komandi starfsár og skal í þeim efnum taka mið af þeirri ábyrgð sem á stjórnarmönnum hvílir, þeim tíma sem varið er til stjórnarstarfa og afkomu félagsins.
hliðstæðum félögum auk afkomu félagsins.
4.3 Í ráðningarsamningi við forstjóra skal haft að leiðarljósi að semja ekki um sérstakar starfsloka- eða eftirlaunagreiðslur. Heimilt er þó við sérstök skilyrði að mati stjórnar að gera sérstakan starfslokasamning við starfslok forstjóra.
5.1 Forstjóri ræður aðra æðstu stjórnendur félagsins. Gerðir skulu skriflegir ráðningarsamningar við æðstu stjórnendur. Kjör æðstu stjórnenda, þ.m.t. greiðslur í lífeyrissjóð, orlof og uppsagnarfrestur, skulu á hverjum tíma taka mið af menntun og reynslu starfmanns, ábyrgð, frammistöðumati og umfangi starfsins.
6.1 Við ákvörðun starfskjara annarra starfsmanna skulu þeir sem með kjör þeirra fara taka mið af ofangreindum reglum eftir því sem við á.
7.1 Á aðalfundi skal stjórn gera grein fyrir kjörum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Upplýsa skal um heildarfjárhæð greiddra launa á árinu, fjárhæð kaupauka, annars konar greiðslur sem tengjast hlutabréfum í félaginu, starfslokagreiðslur ef einhverjar eru, auk heildarfjárhæðar annarra greiðslna.
8.1 Auk fastra launa er heimilt að veita stjórnendum og starfsmönnum kaupauka, fríðindi og/eða annars konar umbun. Með kaupauka er átt við greiðslur sem byggja á árangri einstakra stjórnenda eða starfsmanna í starfi. Greiðsla slíkra kaupauka tengist ýmist árangri viðkomandi starfsmanns, þeirrar deildar sem hann starfar innan eða alls félagsins. Heimilt er að skilyrða greiðslu slíkra kaupauka við að þeim sé ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu.
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. þann 22. mars 2024 var þágildandi starfskjarastefna félagsins samþykkt án breytinga. Í samræmi við ákvæði 3. mgr. 79. gr. a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er starfskjarastefnan bindandi fyrir stjórn félagsins hvað varðar ákvæði um kaupréttarsamninga og hvers konar samninga eða greiðslur er fylgja þróun verðs á hlutabréfum í félaginu. Að öðru leyti er starfskjarastefnan leiðbeinandi fyrir stjórnina, enda er ekki kveðið á um það í samþykktum félagsins að hún skuli vera bindandi. Stjórn bera að birta starfkjarastefnuna í tengslum við aðalfund félagsins. Skal stjórnin jafnframt upplýsa viðsemjendur sína um það hvað felist í starfskjarastefnunni, þar á meðal að hvaða leyti hún sé bindandi.
Samkvæmt 4. mgr. 79. gr. a. hlutafélagalag skal starfskjarastefnan samþykkt á aðalfundi félagsins, með eða án breytinga. Þar skal stjórnin jafnframt gera grein fyrir kjörum stjórnenda og stjórnarmanna félags og áætluðum kostnaði vegna kaupréttaráætlana og skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu. Loks segir í 5. mgr. 79. gr. a. að ef stjórn víkur frá starfskjarastefnunni skal það rökstutt í hverju tilviki fyrir sig í fundargerðarbók stjórnar.
Í starfskjarastefnunni segir að Hampiðjan hafi það markmið að búa vel að starfsmönnum sínum og að tryggja þeim eðlilegan afrakstur vinnu sinnar. Starfskjarastefnan hefur það að markmiði að gera félaginu kleift að laða til sín og halda í hæft starfsfólk, ekki síst það, sem ber meginábyrgð á stjórnun og þróun félagsins. Þá segir í starfskjarastefnunni að hún miði að því að stjórn félagsins sé kleift að bjóða samkeppnishæf laun og aðrar greiðslur, svo sem kaupauka í þeim tilgangi að markmiðum starfskjarastefnu þessarar verði náð.
Heildarkostnaður samstæðunnar vegna launa og launatengdra gjalda var 92,6 m.EUR á fjárhagsárinu 2024 sem er 7,8 % hækkun milli ára.
Samkvæmt starfskjarastefnu félagsins er heimilt að greiða stjórnendum og starfsmönnum kaupauka, fríðindi og/eða annars konar umbun. Með kaupauka er átt við greiðslur sem byggja á árangri einstakra stjórnenda og starfsmanna í starfi. Greiðsla slíkra kaupauka skal ýmist tengjast árangri viðkomandi starfmanns, þeirrar deildar sem hann starfar innan eða alls félagsins.
Kaupaukagreiðslur forstjóra eru ákvarðaðar af stjórn, en kaupaukagreiðslur annarra starfsmanna af forstjóra innan þess ramma sem stjórn hefur markað honum. Fjárhæð grunnlauna og annarra greiðslna til forstjóra skal taka til endurskoðunar árlega og skal við slíka endurskoðun höfð hliðsjón af mati stjórnar á frammistöðu forstjóra, þróun launakjara almennt á markaði og hliðstæðum félögum auk afkomu félagsins. Í samkomulagi stjórnar, forstjóra og tiltekinna æðstu stjórnenda er að finna ákvæði um að fjárhæð kaupauka skuli ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu, að teknu tilliti til skattgreiðslna og ákvæða MAR reglugerðarinnar.
Heildarfjárhæð veittra kaupauka til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda innan samstæðunnar (alls 25 stjórnendur) á árinu 2024 var 1,5 mEUR. Nemur fjárhæð veittra kaupauka 1,7% af heildarlaunakostnaði á samstæðugrundvelli.
Eftirfarandi eru laun og hlunnindi stjórnarmanna, forstjóra, og annarra æðstu stjórnenda fyrir árin 2023 og 2024 (fjárhæðir í þús. kr.):
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Laun og hlunnindi | Laun og hlunnindi | |
| Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður stjórnar og meðlimur endurskoðunarnefndar |
12.780 | 11.070 |
| Auður Kristín Árnadóttir, stjórnarmaður | 3.870 | 3.480 |
| Kristján Loftsson, stjórnarmaður | 3.870 | 3.480 |
| Loftur Bjarni Gíslason, stjórnarmaður | 2.970 | 0 |
| Sigrún Þorleifsdóttir, stjórnarmaður og meðlimur endurskoðunarnefndar |
5.040 | 4.110 |
| Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi stjórnarmaður |
600 | 3.480 |
| Hjörtur Valdemar Erlendsson, forstjóri (frá 2014) |
143.696 | 129.545 |
| Aðrir æðstu stjórnendur (2024: 24, 2023: 23) | 845.833 | 820.043 |
| Samtals: | 1.018.659 | 975.208 |
Laun sem greidd eru til stjórnarmanna innihalda greiðslur vegna setu þeirra í undirnefndum stjórnar. Laun og hlunnindi forstjóra og annarra æðstu stjórnenda innihéldu kaupaukagreiðslur. Voru kaupaukagreiðslurnar skilyrtar að hluta við að þeim yrði ráðstafað til kaupa á hlutabréfum í félaginu, að teknu tilliti til skattgreiðslna og ákvæða MAR reglugerðarinnar.
Þrátt fyrir heimildarákvæði í samþykktum félagsins, hefur starfskjarastefna félagsins ekki að geyma ákvæði er heimila stjórn að gera kaupréttarsamninga við starfmenn félagsins. Stjórn er þeirrar skoðunar að það þjóni betur hagsmunum félagsins og lykilstarfsmanna að veita starfsmönnum kaupauka sem heimilt sé að skilyrða við verði ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu.
Hampiðjan hf. og dótturfélagið Hampiðjan Ísland ehf. hafa öðlast jafnlaunavottun.
Stjórn leggur til við aðalfund Hampiðjunnar hf. 2025 að starfskjarastefna félagsins verði samþykkt með minniháttar breytingum. Breytingarnar eru minniháttar og fyrst og fremst gerðar til þess að skerpa á núverandi inntaki starfskjarastefnunnar. Lagt til er til orðið "kauparéttur" verði tekið út úr 7. gr. og að eftirfarandi setningu verði bætt við 8. gr.: "Heimilt er að skilyrða greiðslu slíkra kaupauka við að þeim sé ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu."
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.