M&A Activity • Sep 22, 2011
M&A Activity
Open in ViewerOpens in native device viewer
Disclosure 293946
Hampiðjan og Thyboron Skibssmedie A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Thyboron kaupi hleradeild Hampiðjunnar. Um er að ræða kaup á hugverkum svo sem teikningum, hönnun, vöruheitum ásamt umsóttum og útgefnum einkaleyfum tengdum toghlerum. Kaupverðið, sem er trúnaðarmál, mun að hluta til verða í formi eignarhlutar í Thyboron Skipssmedie A/S. Stefnt er að því að skrifa undir samning um kaupin á næstu vikum. Thyboron Skipssmedie A/S var stofnað árið 1967 af Börge Stausholm Andreasen og hefur fyrirtækið frá þeim tíma sérhæft sig í smíði toghlera. Thyboron er einn stærsti toghleraframleiðandi heims og hefur framleitt og selt um 280 hlerapör fyrstu níu mánuði ársins. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar: Við erum afar ánægðir með að sameina krafta okkar við Thyboron. Við höfum lagt mikið upp úr þróun á hlerum og erum vissir um að Thyboron mun halda því starfi áfram af krafti. Þá eignast þeir með kaupunum áhugaverðar umsóknir um einkaleyfi á tækni fyrir toghlera. Hampiðjan mun selja hlera frá Thyboron á þeim mörkuðum þar sem slíkt verður talið hagkvæmt fyrir viðskiptavini okkar. Við munum nú einbeita okkur að þróun á veiðarfærum fyrir sjávarútveg og svo framleiðslu og sölu á ofurtógi fyrir olíuiðnað. Þar er og verður í mörg horn að líta.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.