AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hampiðjan hf.

Interim / Quarterly Report Aug 22, 2019

6172_10-q_2019-08-22_5c32cfb1-d2e8-4092-965a-5ccb663eb043.pdf

Interim / Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hampiðjan hf.

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2019

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2019

Efnisyfirlit: Bls.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra....................................................................... 2 Könnunaráritun óháðs endurskoðanda.......................................................................... 3 Rekstrarreikningur samstæðu....................................................................................... 4 Yfirlit um heildarafkomu samstæðu............................................................................... 4 Efnahagsreikningur samstæðu...................................................................................... 5 Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu....................................................................... 6 Sjóðstreymi samstæðu.................................................................................................. 7

Skýringar....................................................................................................................... 8-11

Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2019 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 6.365 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 112.582 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 11.446 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til árshlutareiknings um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuárshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. júní 2019, rekstrarafkomu félagsins og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar 2019 til 30. júní 2019.

Það er jafnframt álit okkar að samstæðuárshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2019 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík 22. ágúst 2019

Stjórn:

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir

Guðmundur Ásgeirsson Sigrún Þorleifsdóttir

Forstjóri :

Hjörtur Erlendsson

Könnunaráritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar Hampiðjunnar hf.

Inngangur

Við höfum kannað meðfylgjandi samandreginn árshlutareikning samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2019. Samandregni árshlutareikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu samandregna árshlutareikningsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Ábyrgð okkar felst í ályktun okkar um árshlutareikninginn sem byggir á könnuninni.

Umfang könnunar

Könnun okkar var unnin í samræmi við alþjóðlegan staðal ISRE 2410, sem fjallar um könnun óháðs endurskoðanda á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn viðtækar aðgerðir og endurskoðun sem unnin er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er því ekki víst að við fáum vitneskju um öll mikilvæg atriði sem gætu komið í ljós við endurskoðun. Þar af leiðandi látum við ekki í ljós álit um endurskoðun.

Ályktun

Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að samandregni árshlutareikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu.

Reykjavík 22. ágúst 2019

PricewaterhouseCoopers ehf

Kristinn F. Kristinsson

Rekstrarreikningur samstæðu

1.1. - 30.6
2019
1.1. - 30.6
2018
Sala 85.311 77.305
Beinn framleiðslukostnaður (61.935) (55.676)
Framlegð 23.376 21.629
Rekstrarkostnaður (14.153) (13.686)
Rekstrarhagnaður 9.223 7.943
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (1.275) (1.092)
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga 43
(1.232)
47
(1.045)
Hagnaður fyrir skatta 7.991 6.898
Tekjuskattur (1.626) (1.258)
Hagnaður tímbilsins 6.365 5.640
Skipting hagnaðar
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga
5.653
712
4.990
650
6.365 5.640
EBITDA 11.938 9.976
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR cent á hlut) 1,30 1,16
Yfirlit um heildarafkomu samstæðu 1.1. - 30.6 1.1. - 30.6
2019 2018
Hagnaður tímabilsins 6.365 5.640
Rekstrarliðir færðir á eigið fé
Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga
400 412
Heildarafkoma tímabilsins 6.765 6.052
Skipting heildarafkomu
Hluti hluthafa móðurfélagsins 6.091 5.360
Hluti minnihluta 674 692
Heildarafkoma tímabilsins 6.765 6.052

Skýringar á bls. 8 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Efnahagsreikningur samstæðu

Eignir 30/06 2019 31/12 2018
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir 83.748 73.928
Óefnislegar eignir 42.246 42.218
Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 967 969
Fjárfestingareignir 516 526
Tekjuskattsinneign 664 658
128.141 118.299
Veltufjármunir
Birgðir 57.580 54.614
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 34.888 29.547
Handbært fé 7.361 10.905
99.829 95.066
Eignir samtals 227.970 213.365
Eigið fé og skuldir 30/06 2019 31/12 2018
Eigið fé
Hlutafé og yfirverðsreikningur 6.455 6.455
Aðrir varasjóðir 141 (296)
Annað bundið eigið fé 22.597 20.527
Óráðstafað eigið fé 71.943 72.267
101.136 98.953
Hlutdeild minnihluta 11.446 11.040
Eigið fé samtals 112.582 109.993
Skuldir
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir 66.897 60.301
Tekjuskattsskuldbinding 5.084 4.824
71.981 65.125
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 27.969 24.633
Skuldir við lánastofnanir 15.438 13.614
43.407 38.247
Skuldir samtals 115.388 103.372
Eigið fé og skuldir samtals 227.970 213.365

5

Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu

Hlutafé
og yfir-
verðsreikn.
Aðrir
vara-
sjóðir
Annað
bundið
eigið fé
Óráðst.
eigið fé
Hlutd.
minnihl.
Samtals
Staða 1. janúar 2018
Heildarafkoma:
5.531 (234) 12.295 73.390 11.272 102.254
Heildarafkoma janúar til júní 2018 eftir skatta
Minnihluti, breyting
370 0 4.990 692
(1.555)
6.052
(1.555)
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 0 370 2.567
2.567
(2.567)
2.423
(863) 0
4.497
Eigendur:
Greiddur arður til hluthafa
Seld eigin hlutabréf
924 (2.984) (68) (3.052)
924
924 0 0 (2.984) (68) (2.128)
Staða 30. júní 2018 / 1. júlí 2018 6.455 136 14.862 72.829 10.341 104.623
Heildarafkoma:
Heildarafkoma júlí til des. 2018 eftir skatta
(432) 0 5.103 824 5.495
Minnihluti, breyting
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð
5.665 (5.665) (125) (125)
0
0 (432) 5.665 (562) 699 5.370
Staða 31. desember 2018 / 1. janúar 2019
Breyting v. innleiðingar IFRS 16
Heildarafkoma:
6.455 (296) 20.527
(293)
72.267
(95)
11.040
(14)
109.993
(402)
Heildarafkoma janúar til júní 2019 eftir skatta
Minnihluti, breyting
437 0 5.654 674
10
6.765
10
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 2.363 (2.363) 0
Eigendur: 0 437 2.363 3.291 684 6.775
Greiddur arður (3.520) (264) (3.784)
0 0 0 (3.520) (264) (3.784)
Staða 30. júní 2019 6.455 141 22.597 71.943 11.446 112.582

Innborgað hlutafé er samtals 6.455 þúsund evrur og greinist þannig að innborgað nafnverð er 5.498 þúsund evrur og innborgað yfirverð er 957 þúsund evrur.

Annað bundið eigið fé

Samkvæmt 41. gr. ársreikningalaga ber félögum að færa hlutdeild í rekstri dótturfélaga og hlutdeildarfélaga umfram því sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta, á bundinn reikning meðal eigin fjár.

6

Sjóðstreymi samstæðu

1.1. - 30.6
2019
1.1. - 30.6
2018
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
9.223 7.943
Afskriftir 2.715 2.033
EBITDA 11.938 9.976
Sölutap (-hagnaður) varanlegra rekstrarfjármuna 3 (21)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum (4.942) (3.439)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 6.999 6.516
Innborgaðir vextir 34 208
Innborgaður arður 17 13
Greiddir vextir (1.394) (1.442)
Greiddir skattar (1.321) (958)
Handbært fé frá rekstri 4.335 4.337
Fjárfestingahreyfingar
Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna (4.924) (4.999)
Kaup óefnislegra eigna (123) (861)
Fjárfesting í dótturfélögum að frádregnu handbæru fé (37) (6.493)
Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) (5.084) (12.353)
Fjármögnunarhreyfingar
Bankalán, breyting 1.002 8.212
Breyting á hlutafé 0 923
Arður greiddur til hluthafa (3.520) (2.984)
Arður greiddur til minnihluta (264) (67)
Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) (2.782) 6.084
Hækkun (lækkun) á handbæru fé (3.531) (1.932)
Handbært fé í byrjun árs 10.905 13.023
Gengismunur vegna handbærs fjár (13) (152)
Handbært fé í lok tímabilsins 7.361 10.939

7

1. Almennar upplýsingar

Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.

Félagið er skráð á First North hliðarmarkaði Kauphallar OMX á Íslandi.

Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 22. ágúst 2019.

2. Reikningsskilaaðferðir

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2019 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi félagsins fyrir árið 2018.

Innleiðing á nýjum reikningsskilastaðli, IFRS 16 Leigusamningar

Í byrjun árs tók nýr IFRS reikningsskilastaðall gildi, IFRS 16 Leigusamningar. Samstæðan beitti staðlinum frá 1. janúar 2019 eins og skylt er, í samræmi við heimild í staðlinum um einfaldaða aðferð við innleiðinguna og mun því ekki endurreikna eða breyta samanburðarfjárhæðum. Endurflokkun og leiðrétting sem stafar af nýju leigustaðlinum er því fært í efnahagsreikninginn 1. janúar 2019.

Við innleiðingu á IFRS 16 færði samstæðan til skuldar leiguskuldbindingar í tengslum við leigusamninga sem áður höfðu verið flokkaðir rekstrarleigusamningar í samræmi við IAS 17 Leigusamninga. Þessar skuldir voru metnar með því að núvirða þær leigugreiðslur sem eftir voru með vöxtum sem voru ígildi lántöku vaxta af nýjum lánum viðkomandi félags þann 1. janúar 2019.

Á móti var fært til eignar meðal rekstrarfjármuna eignir til afnota, leigueignir. Við innleiðingu staðalsins voru leigueignir metnar annað hvort afturvirkt eins og nýju reglunum hefði alltaf verið beitt eða metnar á sömu fjárhæð og leiguskuldin.

Við innleiðingu á IFRS 16 í fyrsta skipti hefur samstæðan notað eftirfarandi hagnýtar undaþágur sem leyfðar eru samkvæmt staðlinum. Beitt var einu afvöxtunahlutfalli á alla leigusamninga sem voru með svipuð einkenni. Rekstrarleigusamningar sem voru með eftirstöðvum leigutíma minna en 12 mánuði frá og með 1. janúar 2019 voru flokkaðir sem skammtímaleiga. Beinn kostnaður við upphaf leigu er ekki tekinn með við mat á eign til afnota á upphafsdegi. Notaðar voru fyrirliggjandi upplýsingar þann 1. janúar 2019 við ákvörðun á leigutíma í þeim tilfellum þar sem val var um að framlengja eða segja upp leigunni. Samstæðan hefur einnig kosið að endurmeta ekki hvort eldri samningur sé leigusamningur skv. IFRS 16, heldur er það mat sem gert var samkvæmt IAS 17 og IFRIC 4 látið standa.

2.1 Grundvöllur reikningsskila frh.

Innleiðing á nýjum reikningsskilastaðli, IFRS 16 Leigusamningar frh.

Frá 1. janúar 2019 færði samstæðan rekstrarleigusamninga með eftirfarandi hætti:

Áhrif á Efnahag

1.1.2019 30.6.2019
Leigueignir 7.349 6.847
Tekjuskattsinneign 106
Leiguskuldbinding
þar af er afborgun næstu 12 mánaða
7.858
920
7.400
715
Áhrif upptöku IFRS 16 á eigið fé (402)

Áhrif á Rekstrarreikning

Án IFRS 16 Með IFRS 16
1.1. - 30.6 Áhrif vegna 1.1. - 30.6
2019 IFRS 16 2019
Tekjur 85.311 85.311
Gjöld (73.958) 585 (73.373)
Afskriftir (2.238) (477) (2.715)
Rekstrarhagnaður 9.115 108 9.223
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (1.119) (113) (1.232)
Hagnaður fyrir skatta 7.996 (5) 7.991
Tekjuskattur (1.624) (2) (1.626)
Hagnaður tímabilsins 6.372 (7) 6.365

3. Mikilvæg atriði sem varða reikningshaldslegt mat

Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Samstæðan skiptist í fimm starfsþætti eftir félögum innan samstæðunnar:

Starfsþáttur 1. Starfsemi Hampiðjunnar sem er veiðarfæragerð, endursala og fjárfestingar.
Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi.
Starfsemi Hampidjan
Starfsemi Otter sem er
eignarhald á einkaleyfum.
Starfsþáttur 2. Starfsemi veiðarfærafélagsins Swan Net Gundry.
  • Starfsþáttur 3. Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl, Strandby Net og fasteignafélagsins Limet Ejendom.
  • Starfsþáttur 4. Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Hampiðjan Ísland, Voot Beitu, Fasteignafélagsins Miðhúsa og Tor-Net LP.

Starfsþáttur 5. Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin Lithuania, Vónin Canada og Vónin Ísland.

Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2019 (1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 24.452 8.393 7.696 27.322 36.103 (18.655) 85.311
Beinn framl.kostn (20.542) (6.343) (6.118) (21.849) (25.738) 18.655 (61.935)
3.910 2.050 1.578 5.473 10.365 23.376
Rekstrarkostnaður (3.064) (1.392) (1.108) (3.581) (5.008) (14.153)
Rekstrarhagnaður 846 658 470 1.892 5.357 9.223
Sem hlutfall af rekstrartekjum 3% 8% 6% 7% 15% 11%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (583) 1 (70) (381) (242) (1.275)
Hlutdeildarafkoma 43 0 0 0 0 43
Tekjuskattur (213) (100) (74) (159) (1.080) (1.626)
Hagnaður ársins 93 559 326 1.352 4.035 6.365
Afskriftir fastafjármuna 652 216 290 543 1.014 2.715
Kaup/s. fastafjármuna (1.272) (203) (243) (1.907) (1.422) (5.047)
EBITDA 1.497 875 761 2.434 6.371 11.938
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2018 (1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 28.172 7.980 9.701 16.811 33.142 (18.501) 77.305
Beinn framl.kostn (23.841) (5.877) (7.306) (13.153) (24.000) 18.501 (55.676)
4.331 2.103 2.395 3.658 9.142 21.629
Rekstrarkostnaður (3.706) (1.188) (1.155) (2.501) (5.136) (13.686)
Rekstrarhagnaður 625 915 1.240 1.157 4.006 7.943
Sem hlutfall af rekstrartekjum 2% 11% 13% 7% 12% 10%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (402) 0 (56) (328) (306) (1.092)
Hlutdeildarafkoma 47 0 0 0 0 47
Tekjuskattur 17 (120) (297) (65) (793) (1.258)
Hagnaður ársins 287 795 887 764 2.907 5.640
Afskriftir fastafjármuna 676 176 253 186 742 2.033
Kaup/s. fastafjármuna (1.997) (217) (243) (2.049) (1.354) (5.860)
EBITDA 1.302 1.091 1.492 1.342 4.749 9.976
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli-
(1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Heildareignir starfsþáttar
30. júní 2019 74.798 20.574 16.724 49.413 92.127 (25.666) 227.970
31. desember 2018 70.022 19.136 15.823 37.816 88.964 (18.396) 213.365
Heildarskuldir starfsþáttar
  1. júní 2019 ......................... 68.334 3.597 8.702 29.061 30.915 (25.221) 115.388 31. desember 2018 ............... 63.667 2.660 7.629 17.602 30.210 (18.396) 103.372

5. Árshelmingayfirlit

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

jan.-jún.
2019
júlí - des.
2018
jan.-jún.
2018
júlí - des.
2017
jan.-jún.
2017
júlí - des.
2016
Rekstrartekjur 85.311 75.632 77.305 63.086 63.845 57.596
Rekstrargjöld án afskrifta (73.373) (65.106) (67.329) (56.089) (54.379) (51.316)
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 11.938 10.526 9.976 6.997 9.466 6.280
Afskriftir (2.715) (2.002) (2.033) (1.806) (1.777) (1.700)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 9.223 8.524 7.943 5.191 7.689 4.580
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.232) (1.148) (1.045) 7.260 6.650 (956)
Hagnaður fyrir skatta 7.991 7.376 6.898 12.451 14.339 3.624
Tekjuskattur (1.626) (1.459) (1.258) (1.240) (724) (482)
Hagnaður árshelminga 6.365 5.917 5.640 11.211 13.615 3.142

Fjárhæðir í árshelmingayfirlitum eru ekki kannaðar

6. Yfirlit yfir félög í samstæðu

Eignarhluti
í eigu
Eignarhluti
í eigu
Nafn félags Staðsetning Starfsemi samstæðu minnihluta
Hampidjan Baltic UAB Litháen Veiðaf. framl. 100%
Hampidjan Australia Ástralía Veiðafærag. 80% 20%
Hampidjan New Zealand LTD Nýja Sjálandi Veiðafærag. 100%
Hampidjan Canada LTD Kanada Veiðafærag. 100%
Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðafærag. 100%
Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðafærag. 65% 35%
OTTER Ultra Low Drag LTD Cayman Is Eignarh.f. 100%
Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 100%
Nordsötrawl, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 80% 20%
Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 80% 20%
Limet Ejendomme A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Fasteignaf. 75% 25%
Swan Net Gundry LTD Írlandi Veiðafærag. 61% 39%
Hampiðjan Ísland ehf Íslandi Veiðafærag. 100%
Voot beita ehf. Íslandi Veiðafærag. 68% 32%
Fasteignafélagið Miðhús ehf Íslandi Fasteignaf. 53% 47%
Tor-Net LP SA Spáni Veiðafærag. 100%
P/F Von Færeyjar Eignarh.f. 99% 1%
P/F Vónin, dótturfélag P/F Von Færeyjar Veiðafærag. 100%
Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin Kanada Veiðafærag. 100%
Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin Grænland Veiðafærag. 75% 25%
Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin Íslandi Veiðafærag. 100%
Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von Noregi Veiðafærag. 100%
Tromso Sjosenter AS, dótturfélag Vónin Refa AS Noregi Veiðafærag. 100%
Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS Noregi Veiðafærag. 100%
UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von Litháen Veiðafærag. 100%

Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 11,4 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,7 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Hampidjan USA, Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot beitu ehf og Fasteignafélaginu Miðhús ehf.

Swan Net Gundry ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.