AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hampiðjan hf.

Interim / Quarterly Report Aug 23, 2018

6172_10-q_2018-08-23_f089868c-d496-418b-9bf3-588c9b495584.pdf

Interim / Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hampiðjan hf.

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2018

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra 2
Könnunaráritun óháðs endurskoðanda 3
Rekstrarreikningur 4
Yfirlit um heildarafkomu 4
Efnahagsreikningur 5
Yfirlit um breytingar á eigin fé 6
Sjóðstreymi 7
Skýringar 8 - 11

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra

Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2018 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 5.640 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 104.623 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 10.342 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til árshlutareiknings um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.

Þann 1. febrúar var gengið frá kaupum dótturfélags Hampiðjunnar hf., Hampiðjan Canada, á rekstri og lager North Atlantic Marine Supplies and Services (NAMSS). Eftir kaupin er Hampiðjan stærsta fyrirtækið í sölu á veiðarfærum og veiðarfæraefni á austurströnd Kanada.

Þann 15. júní tilkynnti félagið að skrifað hefði verið undir kaup á félaginu Tor-Net LP, SL í Las Palmas á Kanaríeyjum. Kaupin hafa í för með sér töluverða samlegð þar sem Hampiðjan selur nú þegar mikið af vörum til veiðarfæragerðar á Kanaríeyjum. Með eigin netaverkstæði ásamt annarri vörusölu er hægt að veita útgerðarfélögum á þessu svæði mun betri þjónustu en nú er

Á fyrri hluta ársins gekk félagið frá kaupum á hlutdeild minnihluta í Fjarðanetum hf. Hluti af kaupverðinu var greiddur með eigin bréfum Hampiðjunnar hf.

Á árinu var hafist handa við byggingu nýs netaverkstæðis á Neskaupsstað. Um bygginguna var stofnað félag, Fasteignafélagið Miðhús ehf. og fer Hampiðjan með 53,3% hlutafjár í félaginu.

Stjórn og forstjóri Hampiðjunnar hf. staðfesta hér með samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið janúar til júní 2018 með undirritun sinni.

Reykjavík 23. ágúst 2018

Stjórn:

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Guðmundur Ásgeirsson Sigrún Þorleifsdóttir

Forstjóri:

Hjörtur Erlendsson

Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir

Könnunaráritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar Hampiðjunnar hf.

Inngangur

Við höfum kannað meðfylgjandi samandreginn árshlutareikning samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2018. Samandregni árshlutareikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu samandregna árshlutareikningsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Ábyrgð okkar felst í ályktun okkar um árshlutareikninginn sem byggir á könnuninni.

Umfang könnunar

Könnun okkar var unnin í samræmi við alþjóðlegan staðal ISRE 2410, sem fjallar um könnun óháðs endurskoðanda á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn viðtækar aðgerðir og endurskoðun sem unnin er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er því ekki víst að við fáum vitneskju um öll mikilvæg atriði sem gætu komið í ljós við endurskoðun. Þar af leiðandi látum við ekki í ljós álit um endurskoðun.

Ályktun

Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að samandregni árshlutareikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu.

Reykjavík 23. ágúst 2018

PricewaterhouseCoopers ehf

Kristinn F. Kristinsson

Rekstrarreikningur samstæðu

1.1. - 30.6
2018
1.1. - 30.6
2017
Sala
Beinn framleiðslukostnaður
77.305
(55.676)
63.845
(44.541)
Framlegð 21.629 19.304
Rekstrarkostnaður (13.686) (11.615)
Rekstrarhagnaður 7.943 7.689
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga
(1.092)
47
(10)
72
Innleystur söluhagnaður vegna fjárfestingareigna 0 6.588
(1.045) 6.650
Hagnaður fyrir skatta 6.898 14.339
Tekjuskattur (1.258) (724)
Hagnaður tímabilsins 5.640 13.615
Skipting hagnaðar
Hluti hluthafa móðurfélagsins 4.990 13.049
Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga 650 566
5.640 13.615
EBITDA 9.976 9.466
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR cent á hlut) 1,16 2,80
Yfirlit um heildarafkomu 1.1. - 30.6 1.1. - 30.6
2018 2017
Hagnaður tímabilsins 5.640 13.615
Rekstrarliðir færðir á eigið fé
Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga
412 (668)
Matsbreyting fjárfestingareigna 0 339
Heildarafkoma tímabilsins 6.052 13.286
Skipting heildarafkomu
Hluti hluthafa móðurfélagsins 5.360 12.970
Hluti minnihluta 692 316
Heildarafkoma tímabilsins 6.052 13.286

Skýringar á bls. 8 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Efnahagsreikningur samstæðu

Eignir 30/06 2018 31/12 2017
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir 67.590 64.260
Óefnislegar eignir 39.185 38.383
Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 910 863
Fjárfestingareignir 517 498
Tekjuskattsinneign 88 123
108.290 104.127
Veltufjármunir
Birgðir 50.483 47.969
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 35.315 21.824
Handbært fé 10.939 13.023
96.737 82.816
Eignir samtals 205.027 186.943
Eigið fé og skuldir 30/06 2018 31/12 2017
Eigið fé
Hlutafé og yfirverðsreikningur 6.454 5.531
Aðrir varasjóðir 136 (234)
Annað bundið eigið fé 14.862 12.295
Óráðstafað eigið fé 72.829 73.390
94.281 90.982
Hlutdeild minnihluta 10.342 11.272
Eigið fé samtals 104.623 102.254
Skuldir
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir 58.480 53.808
Tekjuskattsskuldbinding 3.920 3.931
62.400 57.739
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 25.311 16.682
Skuldir við lánastofnanir 12.693 10.268
38.004 26.950
Skuldir samtals 100.404 84.689
Eigið fé og skuldir samtals 205.027 186.943

Skýringar á bls. 8 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu

Hlutafé
og yfir-
verðsreikn.
Aðrir
vara-
sjóðir
Matsbr.
fjárf.
eigna
Annað
bundið
eigið fé
Óráðst.
eigið fé
Hlutd.
minnihl.
Samtals
Staða 1. janúar 2017
Heildarafkoma:
5.531 846 10.039 6.220 60.102 10.824 93.562
Heildarafkoma janúar til júní 2017 eftir skatta
Minnihluti, breyting
(417) 339 0 13.048 316
(193)
13.286
(193)
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 0 (417) 339 3.048
3.048
(3.048)
10.000
123 0
13.093
Eigendur:
Greiddur arður til hluthafa
(4.420) (4.420)
0 0 0 0 (4.420) 0 (4.420)
Staða 30. júní 2017 / 1. júlí 2017 5.531 429 10.378 9.268 65.682 10.947 102.235
Heildarafkoma:
Heildarafkoma júlí til des. 2017 eftir skatta
Minnihluti, breyting
(663) (10.378) 0 10.735 320
5
14
5
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 0 (663) (10.378) 3.027
3.027
(3.027)
7.708
325 0
19
Staða 31. desember 2017 / 1. janúar 2018
Heildarafkoma:
5.531 (234) 0 12.295 73.390 11.272 102.254
Heildarafkoma janúar til júní 2018 eftir skatta
Minnihluti, breyting
370 0 0 4.990 692
(1.555)
6.052
(1.555)
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 0 370 0 2.567
2.567
(2.567)
2.423
(863) 0
4.497
Eigendur:
Greiddur arður
Seld eigin hlutabréf
923 (2.984) (67) (3.051)
923
923 0 0 0 (2.984) (67) (2.128)
Staða 30. júní 2018 6.454 136 0 14.862 72.829 10.342 104.623

Innborgað hlutafé er samtals 6.454 þúsund evrur og greinist þannig að innborgað nafnverð er 5.498 þúsund evrur og innborgað yfirverð er 956 þúsund evrur.

Annað bundið eigið fé

Samkvæmt 41. gr. ársreikningalaga ber félögum að færa hlutdeild í rekstri dótturfélaga og hlutdeildarfélaga umfram því sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta, á bundinn reikning meðal eigin fjár.

Sjóðstreymi samstæðu

1.1. - 30.6
2018
1.1. - 30.6
2017
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður 7.943 7.689
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Afskriftir 2.033 1.777
EBITDA 9.976 9.466
Sölutap (-hagnaður) varanlegra rekstrarfjármuna (21) (36)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum (3.439) (2.408)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 6.516 7.022
Innborgaðir vextir 208 131
Innborgaður arður 13 660
Greiddir vextir (1.442) (1.465)
Greiddir skattar (958) (342)
Handbært fé frá rekstri 4.337 6.006
Fjárfestingahreyfingar
Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna (4.999) (724)
Kaup óefnislegra eigna (861) (145)
Fjárfesting í dótturfélögum að frádregnu handbæru fé (6.493) 0
Fjárfesting í öðrum félögum 0 (796)
Sala eignarhluta 0 14.684
Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) (12.353) 13.019
Fjármögnunarhreyfingar
Bankalán, breyting 8.212 (8.486)
Breyting á hlutafé 923 0
Arður greiddur til hluthafa (2.984) (4.420)
Arður greiddur til minnihluta (67) 0
Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) 6.084 (12.906)
Hækkun (lækkun) á handbæru fé (1.932) 6.119
Handbært fé í byrjun árs 13.023 7.714
Gengismunur vegna handbærs fjár (152) (181)
Handbært fé í lok tímabilsins 10.939 13.652

1. Almennar upplýsingar

Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.

Félagið er skráð á First North hliðarmarkaði Kauphallar OMX á Íslandi.

Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 23. ágúst 2018.

2. Reikningsskilaaðferðir

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2018 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

Í upphafi árs tóku gildi tveir nýjir reikningsskilastaðlar, IFRS 9 Fjármálagerningar og IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini.

IFRS 9 Fjármálagerningar tilgreinir hvernig flokkun, mat og afskráningu fjáreigna og fjárskulda skuli vera háttað auk þess að setja nýjar reglur um áhættuvarnarreikningsskil og setja fram nýtt líkan fyrir virðisrýnun fjáreigna. Í reikningsskilum samstæðunnar eru helstu fjármálagerningar viðskiptakröfur, sjóður og bankainnstæður og skuldir sem eru allar á afskrifuðu kostnaðarverði. Nýi staðallinn hefur engin áhrif á meðferð þessara fjármálagerninga hjá samstæðunni og því engar breytingar gerðar á reikningsskilum félagsins í upphafi árs.

IFRS 15 nær til sölu á vörum og þjónustu og byggir á þeirri grundvallarreglu að tekjur séu færðar þegar yfirráð yfir vöru eða þjónustu flyst til viðskiptavina. Hjá samstæðunni hafa tekjur verið færðar þegar viðskiptavinur hefur fengið vöru til umráða eða þegar þjónusta hefur verið innt af hendi. Nýr staðall breytir því ekki færslu tekna hjá samstæðunni.

Gerð árshlutareikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að notaðar séu tilteknar aðferðir við reikningshaldslegt mat. Stjórnendur félagsins þurfa jafnframt að ákvarða notkun tiltekinna reikningsskilaaðferða. Sérstaklega er greint frá þessum aðferðum í skýringu nr. 3.

3. Mikilvæg atriði sem varða reikningshaldslegt mat

Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Samstæðan skiptist í fimm starfsþætti eftir félögum innan samstæðunnar:

Starfsþáttur 1. Starfsemi Hampiðjunnar sem er veiðarfæragerð, endursala og fjárfestingar.
Starfsemi Hampidjan
Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi.
Starfsemi Otter sem er
eignarhald á einkaleyfum.
Starfsþáttur 2. Starfsemi veiðarfærafélagsins Swan Net Gundry.

Starfsþáttur 3. Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl, Strandby Net og fasteignafélagsins Limet Ejendom.

Starfsþáttur 4. Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Fjarðaneta, Voot Beitu og Fasteignafélagsins Miðhús ehf.

Starfsþáttur 5. Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin Lithuania, Vónin Canada og Vónin Ísland.

Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2018 (1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 28.172 7.980 9.701 16.811 33.142 (18.501) 77.305
Beinn framl.kostn (23.841) (5.877) (7.306) (13.153) (24.000) 18.501 (55.676)
4.331 2.103 2.395 3.658 9.142 21.629
Rekstrarkostnaður (3.706) (1.188) (1.155) (2.501) (5.136) (13.686)
Rekstrarhagnaður 625 915 1.240 1.157 4.006 7.943
Sem hlutfall af rekstrartekjum 2% 11% 13% 7% 12% 10%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (402) 0 (56) (328) (306) (1.092)
Hlutdeildarafkoma 47 0 0 0 0 47
Tekjuskattur 17 (120) (297) (65) (793) (1.258)
Hagnaður tímabilsins 287 795 887 764 2.907 5.640
Afskriftir fastafjármuna 676 176 253 186 742 2.033
Kaup/s. fastafjármuna (1.997) (217) (243) (2.049) (1.354) (5.860)
EBITDA 1.302 1.091 1.492 1.342 4.749 9.976
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2017 (1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 22.301 6.827 8.371 10.191 28.386 (12.231) 63.845
Beinn framl.kostn (17.818) (5.041) (6.213) (7.805) (19.895) 12.231 (44.541)
4.483 1.786 2.158 2.386 8.491 19.304
Rekstrarkostnaður (3.442) (1.060) (1.057) (1.528) (4.528) (11.615)
Rekstrarhagnaður 1.041 726 1.101 858 3.963 7.689
Sem hlutfall af rekstrartekjum 5% 11% 13% 8% 14% 12%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) 426 (10) (89) (107) (230) (10)
Innleyst matsbreyting 6.588 0 0 0 0 6.588
Hlutdeildarafkoma 72 0 0 0 0 72
Tekjuskattur 403 (83) (253) (48) (743) (724)
Hagnaður tímabilsins 8.530 633 759 703 2.990 13.615
Afskriftir fastafjármuna 683 149 225 141 579 1.777
Kaup/s. fastafjármuna (1.506) (785) (382) (121) 1.925 (869)
EBITDA 1.723 875 1.326 999 4.543 9.466
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli-
(1) (2) (3) (4) (5) viðskipti Samtals
Heildareignir starfsþáttar
30. júní 2018 75.472 19.239 16.839 25.973 87.419 (19.915) 205.027
31. desember 2017 68.778 18.254 15.678 20.551 80.649 (16.967) 186.943
Heildarskuldir starfsþáttar
30. júní 2018 62.679 3.155 9.179 13.079 32.089 (19.777) 100.404
31. desember 2017 54.739 2.413 8.332 9.168 27.004 (16.967) 84.689

5. Árshelmingayfirlit

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

jan.-jún.
2018
júlí - des.
2017
jan.-jún.
2017
júlí - des.
2016
jan.-jún.
2016
júlí - des.
2015
Rekstrartekjur 77.305 63.086 63.845 57.596 59.491 29.282
Rekstrargjöld án afskrifta (67.329) (56.089) (54.379) (51.316) (51.042) (24.704)
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 9.976 6.997 9.466 6.280 8.449 4.578
Afskriftir (2.033) (1.807) (1.777) (1.700) (1.750) (1.101)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 7.943 5.190 7.689 4.580 6.699 3.477
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.045) 7.260 6.650 (956) 5.686 1.728
Hagnaður fyrir skatta 6.898 12.450 14.339 3.624 12.385 5.205
Tekjuskattur (1.258) (1.240) (724) (482) (1.243) (628)
Hagnaður árshelminga 5.640 11.210 13.615 3.142 11.142 4.577

Fjárhæðir í árshelmingayfirlitum eru óendurskoðaðar

6. Yfirlit yfir félög í samstæðu

Eignarhluti
í eigu
Eignarhluti
í eigu
Nafn félags Staðsetning Starfsemi samstæðu minnihluta
Hampidjan Baltic UAB Litháen Veiðaf. framl. 100%
Hampidjan Australia Ástralía Veiðafærag. 80% 20%
Hampidjan New Zealand LTD Nýja Sjálandi Veiðafærag. 100%
Hampidjan Canada LTD Kanada Veiðafærag. 100%
NAMSS LTD Kanada Veiðafærag. 100%
Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðafærag. 100%
Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðafærag. 65% 35%
OTTER Ultra Low Drag LTD Cayman Is Eignarh.f. 100%
Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 100%
Nordsötrawl, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 80% 20%
Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Veiðafærag. 80% 20%
Limet Ejendomme A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörku Fasteignaf. 75% 25%
Swan Net Gundry LTD Írlandi Veiðafærag. 61% 39%
Fjarðanet hf. Íslandi Veiðafærag. 100%
Voot beita ehf. Íslandi Veiðafærag. 68% 32%
Fasteignafélagið Miðhús ehf. Íslandi Fasteignaf. 53% 47%
P/F Von Færeyjar Eignarh.f. 99% 1%
P/F Vónin, dótturfélag P/F Von Færeyjar Veiðafærag. 100%
Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin Kanada Veiðafærag. 100%
Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin Grænland Veiðafærag. 75% 25%
Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin Íslandi Veiðafærag. 100%
Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von Noregi Veiðafærag. 100%
Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS Noregi Veiðafærag. 100%
UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von Litháen Veiðafærag. 100%

Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok ársins er 10,3 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,3 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Hampidjan USA, Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot beitu ehf og Fasteignafélaginu Miðhús ehf.

Swan Net Gundry ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.