M&A Activity • Jan 10, 2008
M&A Activity
Open in ViewerOpens in native device viewer
Disclosure 249248
FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyrirtækið Inspired Gaming Group (Inspired). Þann 7. september síðastliðinn staðfesti FL Group að það ætti í viðræðum við félagið um hugsanlegt yfirtökutilboð til hluthafa þess. Í ljósi núverandi markaðsaðstæðna er það ákvörðun félagsins að gera ekki yfirtökutilboð í félagið að svo stöddu. FL Group mun áfram vinna með stjórn Inspired og styðja við framtíðarvöxt þess en stjórnendur FL Group telja mikil tækifæri felast í rekstri félagsins. Samkvæmt grein 2.8 í breskum yfirtökulögum mun FL Group ekki vera heimilt að gera yfirtökutilboð í félagið á næstu sex mánuðum, nema að verulegar breytingar verði á aðstæðum er tengjast Inspired og tilboði FL Group. Þau skilyrði eru nánar skilgreind í breskum yfirtökulögum. Inspired er með leiðandi stöðu í heiminum á sviði hugbúnaðarlausna fyrir tölvutengdar leikjavélar og hefur markaðsráðandi stöðu í leikjavélum fyrir afþreyingariðnaðinn í Bretlandi. Frekari upplýsingar veitir: Halldór Kristmannsson Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Sími: 591 4400 / 669 4476 Póstfang: [email protected] Um FL Group FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið, FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG hefur umsjón með áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum. Private Equity heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins. Capital Markets svið félagsins hefur umsjón með markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins. Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í Lundúnum. FL Group fjárfestir í félögum um allan heim en leggur sérstaka áherslu á fjárfestingar í Evrópu. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.