AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Fly Play hf.

Earnings Release Aug 29, 2008

6604_er_2008-08-29_f323fccd-d4a5-4bdd-a65c-fac3b4c35c0f.pdf

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Fréttatilkynning Stoða 29. ágúst 2008:

Tap Stoða nam 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2008

Stoðir (áður FL Group) töpuðu 10,2 milljörðum króna fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi 2008. Tap eftir skatta nemur 11,6 milljörðum króna. Tapið er að mestu tilkomið vegna fjármagnskostnaðar og lækkunar á markaðsverðmæti eignarhlutar félagsins í Glitni banka. Á síðastliðnum mánuðum hafa Stoðir haldið áfram að endurskipuleggja eignasafn sitt og selt fjölmargar eignir. Hlutabréf félagsins voru skráð úr kauphöll í júní síðastliðnum, nafni félagsins var breytt í Stoðir í byrjun júlí og tilkynnt var um kaup félagsins á kjölfestuhlut í Baugi Group.

Í lok annars ársfjórðungs var eigið fé Stoða 87 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall í fjárfestingastarfsemi var 29,2%. Eftir kaup á eignarhlut í Baugi Group verður eiginfjárhlutfall (proforma) í fjárfestingastarfsemi um 35%. Eignir félagsins við lok annars ársfjórðungs námu 352 milljörðum króna.

Helstu atriði um rekstur félagsins:

  • Á öðrum ársfjórðungi lækkaði markaðsvirði stærstu skráðu eignar Stoða, 32% eignarhlutur í Glitni banka, um 10,7% sem skilar sér í 8,9 milljarða króna tapi hjá Stoðum. Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun gengur rekstur bankans vel og á fyrstu sex mánuðum ársins jukust grunntekjur bankans um rúm 50% á milli ára. Hagnaður af rekstri Glitnis á fyrstu sex mánuðum ársins var 13,4 milljarðar króna sem jafngildir 15,0% ávöxtun eigin fjár. Eigið fé bankans í lok annars ársfjórðungs nam 200 milljörðum króna og heildareignir námu 3.861 milljarði króna.
  • TM, sem tilheyrir samstæðureikningi Stoða, tapaði 130 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoma af vátryggingastarfsemi, sem og af fjármálastarfsemi, batnaði á milli fjórðunga en engu að síður er afkoma flestra vátryggingagreina undir væntingum á fyrri helmingi ársins. Afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum er óviðunandi og þá er afkoma af sjótryggingum í Noregi undir væntingum vegna mikils tjónakostnaðar. Samsett hlutfall í vátryggingastarfsemi var 128,6% á öðrum ársfjórðungi. Fjárhagsstaða TM er eftir sem áður sterk og nam eigið fé TM við lok annars ársfjórðungs 23,9 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 30,3%.
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi Landic Property á fyrri helmingi ársins 2008 nam 5,4 milljörðum króna. Hagnaður félagsins var 435 milljónir króna á tímabilinu. Heildareignir félagsins í lok júní námu 592 milljörðum króna og eigið fé nam 73 milljörðum króna.
  • Í byrjun júlí festu Stoðir kaup á kjölfestuhlut í Baugi Group gegn greiðslu í hlutafé í Stoðum. Unnið er að frágangi viðskiptanna en með þeim mun eigið fé Stoða aukast um 25 milljarða króna. Baugur Group er einn stærsti fjárfestir í smásöluverslun í Bretlandi og Norðurlöndunum. Meðal stærstu fjárfestinga félagsins má nefna Iceland, House of Fraser, Mosaic Fashions, Hamley´s, Goldsmiths, Magasin du Nord og Saks.
  • Stoðir seldu meðal annars eignarhluti sína í Eikarhaldi og Fasteignafélagi Íslands á öðrum ársfjórðungi. Einnig er unnið að frágangi á sölu á 34,8% eignarhluta Stoða í Northern Travel Holding. Að þeim viðskiptum frágengnum munu Stoðir hafa dregið sig alfarið úr fjárfestingum í flugrekstri í samræmi við fjárfestingastefnu sem mörkuð var í árslok 2007. Fyrr á árinu voru hlutir í AMR og Finnair seldir.
  • Hluthafafundur félagins þann 9. maí sl. samþykkti með 99,86% atkvæða að skrá félagið af markaði OMX Nordic Exchange. Eigendur 16% hlutafjár í félaginu þáðu boð félagsins um að selja bréf sín í skiptum fyrir bréf í Glitni banka og eigendur 84% hlutafjár eiga því áfram hluti sína í óskráðu félaginu. Bréf félagsins voru afskráð þann 6. júní 2008.
  • Í kjölfar gagngerrar endurskipulagningar á rekstri og fjárfestingastefnu félagsins var nafni félagsins breytt þann 4. júlí sl., með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Nafnið Stoðir endurspeglar núverandi starfsemi félagsins og meginviðfangsefni þess sem kjölfestufjárfestis í Glitni, TM, Baugi Group og Landic Property.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða:

"Afkoma Stoða á öðrum ársfjórðungi ber ótvíræð merki þess umróts sem einkennt hefur fjármálamarkaði frá miðju ári 2007. Lækkun á gengi hlutabréfa og hár fjármagnskostnaður skýra tap fjórðungsins. Við höfum haldið endurskipulagningu félagsins áfram og hefur einn þáttur þess ferlis verið sala eigna sem ekki féllu undir breytta

fjárfestingastefnu Stoða. Afskráning félagsins var mikilvægt skref og rökrétt að mínu viti, og hið sama má segja um breytingu á nafni félagsins; Stoðir gefa rétta mynd af núverandi starfsemi félagsins.

Með kaupum Stoða á Baugi Group eykst eigið fé Stoða um 25 milljarða króna og Baugur Group bætist í hóp kjarnafjárfestinga félagsins, þar sem fyrir voru Glitnir, TM og Landic Property. Meginhlutverk Stoða er að efla og styðja þessi félög og veita þeim kjölfestu til framtíðar."

Helstu atriði um fjárhag félagsins:

  • Tap Stoða fyrir skatta nam 10,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2008.
  • Tap Stoða eftir skatta nam 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2008, samanborið við 8 milljarða króna hagnað á öðrum ársfjórðungi 2007. Uppsafnað tap fyrstu sex mánuði 2008 er 59,4 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra var hagnaður félagsins 23,1 milljarður króna.
  • Afkoma af verðbréfa- og afleiðueign félagsins á öðrum ársfjórðungi 2008 var neikvæð um 4,3 milljarða króna og tekur til skráðra og óskráðra verðbréfa auk framvirkra samninga.
  • Vaxtagjöld námu 8,5 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi en voru 3,3 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Vaxtatekjur á öðrum ársfjórðungi 2008 voru 3,2 milljarðar króna samanborið við 473 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2007.
  • Vegna lækkunar tekjuskattshlutfalls úr 18% í 15%, sem tilkynnt var um í maí 2008, lækkaði tekjuskattseign félagsins um 1.400 milljónir króna sem færðar eru til gjalda á öðrum ársfjórðungi.
  • Rekstrarkostnaður vegna fjárfestingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi 2008 nam 634 milljónum króna miðað við 1.022 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2007, sem samsvarar 38% lækkun á milli ára. Rekstarkostnaður fyrstu sex mánuði ársins nemur 1.222 milljónum króna sem er 683 milljónum króna minna en fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstarkostnaður félagsins er samkvæmt áætlun.
  • Heildareignir Stoða við lok annars ársfjórðungs 2008 námu 352 milljörðum króna og hafa lækkað um 70 milljarða króna frá sl. áramótum. Vaxtaberandi skuldir félagsins við lok annars ársfjórðungs námu 192,7 milljörðum króna.
  • Eigið fé nam 86,9 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall í fjárfestingastarfsemi var 29,3% og eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 24,7% . Samhliða útgáfu nýrra hluta vegna kaupa á eignahlutum á Baugi Group eykst eigið fé Stoða um 25 milljarða króna og er áætlað að eiginfjárhlutfall í fjárfestingastarfsemi verði þá um 35% (proforma).
  • Handbært og veðsett fé samstæðunnar í lok annars ársfjórðungs nam 35 milljörðum króna, þar af name lausafé 15,3 milljörðum króna. Eftirstandandi skuldir sem koma til gjalddaga á seinni hluta ársins nema 5,2 milljörðum króna en þar af eru 2 milljarðar í framlengjanlegum lánalínum.

Meðfylgjandi er yfirlit lykiltalna í rekstrar- og efnahagsreikningi Stoða fyrir annan ársfjórðung 2008 ásamt árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008, árituðum án fyrirvara af endurskoðendum félagsins.

Frekari upplýsingar veitir:

Júlíus Þorfinnsson Forstöðumaður samskiptasviðs Sími: 591 4400 Netfang: [email protected]

Nánari upplýsingar um Stoðir má finna á vef félagsins, www.stodir.is.

STOĐIR

REKSTRARREIKNINGUR (ISK milljarðar) 6M 2008 6M 2007
Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum $-27.208$ 20.131
Vaxtatekjur 5.831 1.970
Vaxtagjöld $-15.829$ $-6.280$
Gengismunur gjaldmiðla $-18.028$ 8.834
Samtals $-55.234$ 24.655
lðgjaldatekjur 6.636
Tjónakostnaður $-6.915$
Samtals $-279$
Rekstrarkostnaður $-2.960$ $-1.905$
Hagnaður fyrir tekjuskatt $-58.473$ 22.750
Tekjuskattur -983 376
Afkoma tímabils -59.456 23.126
EIGIÐ FÉ OG SKULDIR
EIGNIR (ISK milljarðar) 6M 2008 2007
Handbært fé 15.311 21.125
Ógreitt hlutafjárloforð 7.500
Fjárfestingar í hlutafé 156.258 218.998
Skuldabréfaeign 22.855 16.021
Afleiðusamningar 5.506 6.604
Bundnar bankainnistæður 19.672 53.060
Lán og viðskiptakröfur 69.166 42.348
Endurtryggingaeignir 20.475 13.937
Skatteign 7.530 8.623
Rekstrarfjármunir 1.518 2.167
Óefnislegar eignir 34.027 31.937
SAMTALS 352.318 422.320
EIGIĐ FÉ (ISK milljarðar) 6M 2008 2007
Hlutafé 11.413 13.494
Yfirverðsreikningur hlutafjár 148.688 160.965
Annað bundið eigið fé 6.571 1.626
Óráðstafað eigið fé $-80.015$ $-20.559$
Hlutdeild minnihluta 289 318
SAMTALS 86.946 155.844
SKULDIR (ISK milljarðar) 6M 2008 2007
Afleiðusamningar 14.566 13.488
Skortstöður 3.350
Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir 16.076 14.469
Vátryggingaskuldir 41.374 29.626
Vaxtaberandi skuldir 192.728 204.979
Skattskuld 628 564
SAMTALS 265.372 266.476
SAMTALS EIGIÐ FÉ OG SKULDIR 352.318 422.320

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.