Earnings Release • Nov 2, 2007
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
- Miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafa áhrif á afkomu – - Fjárhagsstaða sterk og rekstur stærstu eigna félagsins góður –
| ISK milljarðar | 9M 2007 | 9M 2006 | 3Q 2007 | 3Q 2006 |
|---|---|---|---|---|
| Hagnaður af fjárfestingum og afleiðum | -6,1 | 10,3 | -30,8 | 1,2 |
| Rekstrarkostnaður | -3,1 | -1,7 | -1,2 | -0,7 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | -9,2 | 8,6 | -32,0 | 0,5 |
| Hagnaður tímabils | -4,0 | 11,0 | -27,1 | 5,3 |
| Hagnaður á hlut (ISK) | -0,5 | 1,7 | -3,6 | 0,7 |
| Heildar eignir | 369,4 | 262,9 | 369,4 | 262,9 |
"Órói var á erlendum fjármálamörkuðum á fjórðungnum sem endurspeglaðist í tímabundnum sveiflum á okkar eignasafni. Þar sem allar verðsveiflur á okkar fjárfestingum í skráðum félögum koma fram í rekstrarreikningi eru áhrifin mjög sýnileg í afkomu félagsins á fjórðungnum.
Hinsvegar er rekstur helstu eigna félagsins góður og sjáum við í þeim mikil tækifæri til verðmætaaukningar. Við munum halda áfram að styrkja okkar eignasafn og auka fjölbreytni þess og nýleg kaup á Tryggingarmiðstöðinni undirstrika þá stefnu okkar. FL Group er vel í stakk búið til frekari vaxtar, þar sem áfram er lögð áhersla á vel skilgreinda fjárfestingastefnu með það markmið að nýta vel áhugaverð tækifæri á markaði og að hlúa vel að lykilfjárfestingum."
Fjárfestingatekjur FL Group eiga uppruna sinn frá þremur tekjusviðum: FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG sér um stefnumarkandi fjárfestingar í bönkum, tryggingafélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Private Equity ber ábyrgð á fjárfestingum sem ekki eru skráðar á markaði, auk nokkurra skráðra fjárfestinga sem falla að vel skilgreindri fjárfestingarstefnu. Capital Markets sér um fjárfestingar í skráðum félögum auk þess að stýra afleiðuviðskiptum og fjárfestingum sem gerðar eru í þeim tilgangi að takmarka áhættu. Sviðið sér einnig um að byggja upp og losa um stöður í skráðum félögum fyrir hönd FIG og Private Equity.
Afkoman var neikvæð um 4,0 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins (9M 2006: 11,0 milljarða króna hagnaður). Á þriðja ársfjórðungi var afkoman neikvæð um 27,1 milljarð króna (3F 2006: 5,3 milljarða króna hagnaður). Neikvæða afkomu félagsins á tímabilinu má fyrst og fremst rekja til þess að eignahlutar í skráðum félögum eru færðar á markaðsvirði í bókum félagsins og hafa sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum orðið þess valdandi að töluverð lækkun var á eignasafni félagsins á þriðja ársfjórðungi.
Tekjur af verðbréfa og afleiðuviðskiptum á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæðar um 3,5 milljarða króna (9M 2006: 12,8 milljarða króna hagnaður). Á þriðja ársfjórðungi voru tekjurnar neikvæðar um 23,7 milljarða króna (3F 2006: 4,4 milljarða króna hagnaður). Þar af var afkoma af sölu hlutabréfa neikvæð um 3,1 milljarð króna, breyting á markaðsvirði eignasafnsins neikvæð um 1,6 milljarða króna og breyting á markaðsvirði afleiða er neikvæð um 18,9 milljarða króna.
Fjármagnstekjur á fjórðungnum eru 973 milljónir króna og fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2.944 milljónir króna (3F 2006: 211 milljónir króna og 9M 2006: 526 milljónir króna).
Fjármagnskostnaður hækkaði úr 3,3 milljörðum króna fyrir fyrstu níu mánuði 2006 í 11,3 milljarða króna fyrir fyrstu níu mánuði 2007 (3F 2007: 5,0 milljarðar og 3F 2006: 1,7 milljarður). Hærri fjármagnskostnaður skýrist af miklum vexti í eignasafni félagsins á tímabilinu.
Rekstrarkostnaður á fjórðungnum nam 1.193 milljónum króna (3F 2006: 695 milljónir króna tengt fjárfestingastarfseminni) og 3.098 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuðina (9M 2006: 1.703 milljónir króna). Fjölgun starfsmanna á árinu, veruleg aukning í fjárfestingastarfsemi og nýjar höfuðstöðvar teknar í notkun skýra að mestu aukinn í launa- og stjórnunarkostnað. Þá er hluti af rekstrarkostnaðinum, eða um 510 milljónir króna vegna einskiptiskostnaðar, svo sem starfslokagreiðslur, greiðslur vegna eftirlaunasamninga ofl. Þá er gjaldfærður reiknaður kostnaður upp á 485 milljónir króna (aðallega vegna kauprétta).
| ISK milljónir | 3Q 07 | 2Q 07 | 1Q 07 | 4Q 06 | 3Q 06 |
|---|---|---|---|---|---|
| Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum | -23.651 | 7.658 | 12.472 | 11.047 | 4.409 |
| Vaxtatekjur | 973 | 473 | 1.498 | -85 | 211 |
| Vaxtagjöld | -4.972 | -3.263 | -3.017 | -503 | -1.655 |
| Gengismunur gjaldmiðla | -3.121 | 4.208 | 4.627 | -3.121 | -1.754 |
| -30.771 | 9.076 | 15.580 | 7.338 | 1.211 | |
| Rekstrarkostnaður | 1.193 | 1.022 | 884 | 1.067 | 695 |
| Afkoma fyrir tekjuskatt | -31.964 | 8.054 | 15.084 | 6.271 | 516 |
| Tekjuskattur | 4.817 | -12 | 388 | 2.970 | 1.101 |
| Afkoma af aflagðri starfsemi | 0 | 0 | 0 | 24.353 | 3.640 |
| Hagnaður (tap) fyrir tímabilið | -27.147 | 8.042 | 16.852 | 33.581 | 5.257 |
Heildareignir samstæðunnar þann 30. september námu 369,4 milljörðum króna og jukust þær um 40,5% frá byrjun árs. Handbært fé nam 29,5 milljörðum króna í lok fjórðungsins, sem undirstrikar hæfi félagsins til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu þrátt fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður. Til viðbótar handbæru fé félagsins er veðsett fé að fjárhæð 27,0 milljarðar króna, sem stendur fyrir veðsetningu á bak við lánatökur vegna fjárfestinga í skráðum félögum.
Fjárfestingum er skipt í þrjá flokka, skráðar eignir (380,9 milljarðar króna), óskráðar eignir (31,8 milljarðar króna) og tengd lán vegna þessara fjárfestinga (16,6 milljarðar króna). Eignir í skráðum félögum eru 373,2 milljarðar króna, sem eru um 86,9% af heildar eignasafninu. Fimm stærstu fjárfestingarnar í skráðum félögum eru Glitnir banki,
Commerzbank, Tryggingamiðstöðin ("TM"), AMR og Finnair. Verðmæti þeirra er alls 301,2 milljarðar króna í lok september, sem nemur um 70,2% af heildar eignasafni félagsins. TM verður fært sem hluti af samstæðuuppgjöri FL Group frá og með 1. október 2007.
| ISK milljarðar | Atvinnugeiri | Virði | Eignarhlutur | Virði | Eignarhlutur | ∆ á hlutabr. |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 9M 2007 | 9M 2007 | 1H 2007 | 1H 2007 | verði 3Q | ||
| Glitnir bank | Bankastarfsemi | 135,4 | 32,0% | 137,7 | 32,0% | -1,7% |
| Commerzbank | Bankastarfsemi | 69,7 | 4,3% | 63,8 | 3,2% | -20,0% |
| Tryggingamidstodin | Tryggingarstarfsemi | 42,9 | 83,7% | 0* | 0,0% | 19,6% |
| AMR Corporation | Flutningastarfsemi | 31,2 | 9,1% | 33,7 | 8,3% | -15,4% |
| Finnair Oyj | Flutningastarfsemi | 22,1 | 24,2% | 23,0 | 23,4% | -11,0% |
| * FL Group átti 45% í Kjarrhólma sem átti 37.6% hlut í TM við lok annars ársfjórðungs 2007 |
Safn óskráðra fjárfestinga samanstendur af 10 fyrirtækjum sem starfrækt eru víðsvegar um Evrópu. Virði safnsins þann 30. september er 31,8 milljarðar króna, og því til viðbótar eru ISK 16,6 milljarða króna lánveitingar til óskráðra félaga, eða samtals um 11,3% af heildar safni félagsins. FL Group framkvæmdi endurmat á óskráðum eignum sem leiddi til nettó hækkunar á verðmæti safnsins og er endurmatið framkvæmt með varfærnum hætti í ljósi markaðsaðstæðna. Verðmæti eignar í Geysir Green Energy var metið út frá nýlegum viðskiptum með bréf félagsins. Verðmæti Unity var lækkað í samræmi við frammistöðu hlutabréfasafns félagsins í skráðum verðbréfum og verðmæti House of Fraiser og Refresco var hækkað vegna jákvæðrar þróunar í rekstri félaganna. Stjórnendur FL Group meta það sem svo að um varfærna hækkun á safninu hafi verið að ræða, en hún nam 3,0 milljörðum króna.
Eignfærsla vegna afleiðusamninga nam samtals 19,2 milljörðum króna og endurspeglar jákvæða stöðu samninga þann 30. september 2007. Þá er sömuleiðis færð til skuldar neikvæð staða samninga að fjárhæð 9,4 milljarðar króna. Samtals er því nettó staða afleiðusamninga jákvæð um 9,8 milljarða króna.
Samantekt um helstu eignir í eignasafni FL Group má finna í lok þessarar fréttatilkynningar.
Samhliða auknum fjárfestingum á árinu hafa heildarskuldir aukist og nema þær um 220,3 milljörðum króna þann 30. september og hafa aukist um 100,1 milljarða frá byrjun árs. Frá lokum árs 2006 hefur félagið fjárfest nettó fyrir 143,3 milljarða króna.
Eigið fé félagins var 149,2 milljarðar króna í lok þriðja ársfjórðungs og hækkaði um 6,5 milljarða króna frá síðustu áramótum. Á fyrstu níu mánuðum ársins gaf FL Group út nýtt hlutafé fyrir 23,7 milljarða króna (973.7 milljónir að nafnvirði á genginu 24,3) í tengslum við kaup félagsins á hlutum í Tryggingamiðstöðin og átti útgáfan átti sér stað í september. Í lok þriðja ársfjórðungs var eiginfjárhlutfall félagsins 40,4%, og er það yfir markmiði félagsins um 35% lágmarks eiginfjárhlutfall. Í október var hlutafé félagsins aftur aukið, eða um 7,9 milljarða (326.1 milljónir að nafnvirði á genginu 24,3) í tengslum við frekari kaup á hlutum í TM. Eftir útgáfuna er pro-forma eigið fé félagsins 157,1 milljarður króna.
Á fyrstu níu mánuðum ársins var arðsemi eigin fjár neikvæð sem nemur 3,7% á ársgrundvelli, samanborið við jákvæða arðsemi eiginfjár sem var 16,9% fyrstu níu mánuði ársins 2006.
Fyrstu níu mánuði ársins sótti félagið fjármögnun fyrir alls 169,9 milljarða króna og í lok þriðja ársfjórðungs var 62,1% af fjármögnun félagsins utan Íslands. Á þriðja ársfjórðungi gaf félagið út tveggja ára skuldabréf á innlendum markaði að fjárhæð 17,0 milljarðar króna og hafa áherslur félagsins færst frá veðlánum yfir í ótryggðar skuldabréfaútgáfur og lántökur.
Gjalddagar á lánasafni félagsins er í góðu samræmi við seljanleika eignasafnsins og ef tekið er tillit til sjóðstöðu og stöðu á skráðum eignum, að undanskildum Glitni banka mun félagið geta staðið skil á afborgunum lána næstu 23 mánuðina.
Reikningar félagsins eru færðir í íslenskum krónum. Allar skráðar eignir félagsins eru færðar til markaðsvirðis í bókum félagsins sem leiðir til þess að verðsveiflur á mörkuðum hafa bein áhrif á afkomu félagsins. Önnur meðferð á einstökum eignum félagsins væri hlutdeildaraðferð þar sem afkoman af fjárfestingunni ræðs af eignarhlut í viðkomandi félagi og afkomu þess félags. Á næstu misserum verður lagt mat á hvort beita skuli hlutdeildaraðferð varðandi meðferð ákveðinna eigna í eignasafni félagsins. Safn óskráðra fjárfestinga er með reglulegum hætti fært til raunvirðis í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.
FL Group keypti 83,7% hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni (TM) í september og í ljósi þess verður TM fært sem hluti af samstæðureikningsskilum FL Group á fjórða ársfjórðungi 2007. Þá hefur félagið gefið út að það hyggist eignast TM að fullu og í lok október stóð eignarhluturinn í 97,9%. Beðið er eftir niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um heimild FL Group til að fara með virkan eignarhlut í félaginu.
Samstæðureikningur FL Group er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og hefur reikningurinn hlotið athugasemdalausa könnun frá endurskoðendum félagins, KPMG.
Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur FL Group haldið áfram fjárfestingum sínum í nýjum félögum, samhliða því að eignarhlutur í lykilfjárfestingum hefur verið aukinn. Skýr fjárfestingastefna félagsins gerir því kleift að nýta fljótt þau tækifæri sem myndast á markaði, vera sveigjanlegt í sínum fjárfestingum og nýta eigin efnahagsreikning.
Stefna FL Group er að eiga góð samskipti við stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í og styðja þau í vexti sínum. Ef félagið hinsvegar sér ónýtt tækifæri og verðmæti í þessum félögum, er lögð áhersla á að koma þeim á framfæri þegar það er talið styðja rekstur viðkomandi félags.
Á tímabilinu hefur félagið aukið fjölbreytni eignasafnsins enn frekar með fjárfestingum í orkufyrirtækjum og fasteignarfélögum. Eignir FL Group ná til sex atvinnugreina, flugrekstrar, smásölu, drykkjarvöru, ferða- og skemmtanaiðnaðar, fasteigna og orkuiðnaðar. Með áframhaldandi dreifingu eignasafnsins í áhugaverðum fyrirtækjum í atvinnugreinum þar sem vaxtamöguleikar og virðisaukning er góð, munu markaðssveiflur á einstaka eignum félagsins og í einstaka atvinnugreinum hafa minni áhrif, til lengri tíma litið.
Stjórnendur félagsins eru sannfærðir um að góð tækifæri séu til vaxtar og aukinnar arðsemi í eignasafni félagsins. Rekstur þeirra félaga sem FL Group er stór hluthafi í hefur almennt gengið vel á árinu og hafa nýjar fjárfestingar í nýjum atvinnugreinum og landsvæðum dregið enn frekar úr rekstraráhættu. Fjárfestingastefna FL Group er skýr og metnaðarfull. Leitað er fjárfestingatækifæra þar sem góð tækifæri eru til vaxtar og verðmætaaukningar. Má í því samhengi nefna félögin Glitni banka, AMR og Commerzbank. Þá teljum við góðan rekstur þessarra félaga á árinu undirstrika þá möguleika sem liggja í rekstri þeirra.
Aðrar atvinnugreinar innan eignasafns félagsins, til að mynda í smásölu, orkuiðnaði og á sviði fasteigna hafa verið að skila góðum árangri og munu stjórnendur fylgja þeim tækifærum vel eftir. Þá er áfram unnið að mörgum áhugaverðum verkefnum, s.s. kaupum á útistandandi hlutum í Tryggingamiðstöðinni og tilboði í Inspired Gaming Group í Bretlandi verður fylgt eftir.
Haldinn verður opinn fundur fyrir fjárfesta, greiningaraðila og hluthafa í Iðusal, Lækjargötu, klukkan 08:30, í dag 2. nóvember. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, mun kynna niðurstöður uppgjörsins og svara spurningum.
Kynningunni verður vefvarpað beint á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is og mun áhugasömum þar með gefast tækifæri til að fylgjast með kynningunni á vefnum. Tenglar á vefvarpið, fréttatilkynningu og kynninguna verður aðgengilegt á vef félagsins www.flgroup.is.
Halldór Kristmannsson Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Sími: 591 4400 / 669 4476 Tölvupóstur: [email protected]
Birting uppgjörs fjórða ársfjórðungs 28 febrúar – 1.mars 2008
FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið, FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG hefur umsjón með áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum, tryggingafélögum og fjármálum. Private Equity heldur utan um óskráðar eignir félagsins ásamt skráðum eignum sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins. Capital Markets svið félagsins hefur umsjón með markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins
Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í London og Kaupmannahöfn. FL Group fjárfestir í félögum um allan heim en leggur sérstaka áherslu á fjárfestingar innan Evrópu. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.
| 2007 | 2006 | ||
|---|---|---|---|
| Rekstrarreikningur (ISK milljarðar) | Breyting | ||
| Jan - Sept | Jan- Sept | ||
| Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum | -3,5 | 12,8 | -127,5% |
| Vaxtatekjur | 2,9 | 0,5 | 459,7% |
| Vaxtagjöld | -11,3 | -3,3 | 241,9% |
| Gengismunur gjaldmiðla | 5,7 | 0,3 | 1947,7% |
| Rekstrarkostnaður | 3,1 | 1,7 | 81,9% |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | -9,2 | 8,6 | -206,9% |
| Tekjuskattur | 5,2 | 0,0 | |
| Afkoma af aflagðri starfsemi | 0,0 | 2,4 | |
| Afkoma tímabils | -4,0 | 11,0 | -136,6% |
| Efnahagsreikningur (ISK milljarðar) | 30.9.2007 | 31.12.2006 | Breyting |
|---|---|---|---|
| Eignir | |||
| Handbært fé | 29,5 | 47,0 | -37,2% |
| Skráð verðbréf | 234,4 | 167,0 | 40,4% |
| Óskráð verðbréf | 31,8 | 14,2 | 123,8% |
| Afleiðusamningar | 19,2 | 4,3 | 344,7% |
| Bundnar bankainnistæður | 27,0 | 9,6 | 181,8% |
| Eignir tengdar fjárfestingum í sölumeðferð | 0,0 | 0,9 | -100,0% |
| Lán tengd fjárfestingum í óskráðum félögum | 16,6 | 12,5 | |
| Viðskiptakröfur og aðrar kröfur | 5,7 | 7,0 | -18,1% |
| Rekstrarfjármunir | 0,8 | 0,4 | 95,3% |
| Skatteign | 4,4 | ||
| Heildar eignir | 369,4 | 262,9 | 40,5% |
| Eigið fé (ISK milljarðar) | 30.9.2007 | 31.12.2006 | Breyting |
|---|---|---|---|
| Hlutafé | 8,8 | 7,8 | 13,7% |
| Yfirverðsreikningur hlutafjár | 94,6 | 70,5 | 34,1% |
| Annað bundið eigið fé | 1,4 | 0,9 | 45,9% |
| Óráðstafað eigið fé | 44,4 | 63,4 | -30,0% |
| Eigið fé samtals | 149,2 | 142,7 | 4,6% |
| Skuldir (ISK milljarðar) | 30.9.2007 | 31.12.2006 | Breyting |
|---|---|---|---|
| Afleiðusamningar | 9,4 | 7,0 | 34,5% |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir | 9,7 | 5,9 | 64,6% |
| Áfallinn tekjuskattur | 0,8 | 0,8 | 0,0% |
| Vaxtaberandi skuldir | 200,3 | 105,0 | 90,8% |
| Tekjuskattsskuldbinding | 0,0 | 0,9 | -99,4% |
| Lán tengd félögum í sölumeðferð | 0,0 | 0,6 | |
| Samtals skuldir | 220,3 | 120,2 | 83,2% |
Því er spáð að hagnaður félagsins verði um 48 milljónir hagnaði á tímabilinu. Félagið er skráð á OMX í Kaupmannahöfn og markaðsvirði þess er 524 milljónir evra. FL Group hefur gagnrýnt stjórnunarhætti Royal Unibrew, sérstaklega takmarkanir á atkvæðagreiðslum hluthafa sem í dag verndar sitjandi stjórn algjörlega fyrir afskiptum hluthafa.
Aktiv Kapital er leiðandi fjármálafyrirtæki á alþjóðamarkaði sem sérhæfir sig í innheimtu viðskiptakrafna. Félagið er með starfsemi í 11 löndum (að mestu leyti á Norðurlöndunum, Vestur-Evrópu og Kanada) og þar starfa um 1.000 starfsmenn. Félagið hefur ítrekað sýnt fram á góðan árangur og hefur eignasafn félagsins vaxið um 36,7% árlega og innheimta félagsins vaxið um 35,4% árlega á tímabilinu 1997 til 2006.
Félagið er skráð á Oslo Stock Exchange og markaðsvirði þess er 625 milljónir evra. Samkvæmt væntingum fjárfesta og greiningaraðila er búist við því að tekjur félagsins á árinu 2007 verði um 210 milljónir evra og hagnaður fyrir skatta um 74 milljónir evra.
sem fara lengri ferðir. Finnair er nú að vinna í árangursríku endurskipulagningarferli. Búist er við að velta félagsins fyrir árið 2007 verði ríflega 2 milljarðar evra og að rekstarhagnaður verði um 70 milljónir evra. Finnair er skráð á OMX í Helsinki og er markaðsvirði félagsins 1,041 milljónir evra. Stærsti hluthafi Finnair er finnska ríkið með 56,3% eignahluta og er FL Group sá næst stærsti. Í framhaldi af opinberum deilum við stjórn Finnair og
finnska ríkið hefur FL Group tekist að tryggja Sigurði Helgasyni, fyrrum forstjóra Icelandair, sæti í stjórn félagsins,
málið.
Finnair, þjóðarflugfélag Finnlands, fylgir áætlunum um sterkan vöxt á lengri ferðum félagsins til og frá Asíu. Finnair
markmiðum.
Við uppgjör þriðja ársfjórðungs, þann 17. október, tilkynnti stjórn félagsins um áform sín um að skoða sölu á ákveðnum rekstrareiningum þess, m.a. vildarklúbbnum og að húni muni auka upplýsingagjöf til fjárfesta um þessar einingar. Stjórnendur FL Group bíða nú frekari skýringar stjórnar AMR og hvenær skýr niðurstaða verður kynnt um
skráð í New York Stock Exchange (NYSE) og er markaðsvirði þess er 6,1 milljarður bandaríkjadala. Þann 17. október síðastliðinn kynnti félagið 175 milljóna dala hagnað á þriðja ársfjórðungi.
AMR Corporation er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags heims, og American Eagle Airlines. Félagið er
AMR Corporation (9,1% eignarhluti) www.aa.com
FL Group er næst stærsti hluthafinn í AMR og sendi í september opið bréf til stjórnar félagsins og fjölmiðla þar sem farið var fram á að félagið íhugaði ákveðna kosti til að auka virði hluthafa. Sérstök áhersla var lögð á þann
möguleika að losa um eignir AMR og þá sérstaklega stærsta vildarklúbb heims, AAdvantage. Stjórnendur FL Group
telja að sala hans geti virði félagsins um a.m.k 4 milljarða bandaríkjadala.
en það gerðist á síðasta ársfundi félagsins, þann 22. mars 2007.
Helstu fjárfestingar FL Group (uppfært 31. október 2007)
Glitnir Bank (32,0% eignarhluti) www.glitnir.is Glitnir er í hópi leiðandi banka á Norðurlöndunum en hann veitir alhliða bankaþjónustu, á borð við þjónustu við fjárfesta, miðlun og eignastýringu. Heildareignir bankans námu 2766 milljörðum króna við lok þriðja ársfjórðungs
árið 2007 og markaðsvirði hans var 417,8 milljarðar króna við lok tímabilsins.
FL Group hóf að fjárfesta í Glitni árið 2005 og hefur síðan þá aukið reglulega við hlut sinn og hafa hlutabréf í
Commerzbank er annar stærsti banki Þýskalands en bankinn starfrækir um 800 útibú í Þýskalandi og er þar að auki með starfsemi í meira en 40 löndum. Commerzbank er með sterka stöðu í Þýskalandi, með um fimm milljón viðskiptavini á sviði smásölu. Við sex mánaða uppgjör skilaði bankinn 1.337 milljónum evra hagnaði, sem jafnast á við 22,1% arðsemi eigin fjár. Markaðsvirði bankans var 18,7 milljarðar evra þann 30. september 2007.
Rekstur bankans hefur verið góður í kjölfar vel heppnaðrar endurskipulagningu sem staðið hefur yfir síðustu ár. Commerzbank er í raun einn alþjóðlegra banka sem hefur viðhaldið áætlaðri arðsemi eiginfjár fyrir árið 2007, sem er um 12% en margar fjármálastofnanir hafa á undanförnum misserum dregið úr afkomuspám sínum og breytt
bankanum hækkað um 86% á tímabilinu. FL Group hefur þrjá menn í sjö manna stjórn Glitnis. Commerzbank (4,3% eignarhluti) www.commerzbank.com
Finnair (24,2% eignarhluti) www.finnairgroup.com
Á aðalfundi félagsins þann 21. maí kom Martin Niclasen inn í stjórn félagsins en hann stýrir skrifstofu FL Group í Kaupmannahöfn.
Inspired Gaming Group er leiðandi á sviði stafrænnar afþreyingar og tómstundaleikjavéla á Bretlandi. Félagið rekur um 100.000 leikjavélar víðsvegar um heim, en 22.000 þeirra nýta opnu miðlægu netkerfisþjónustu félagsins. Helstu viðskiptavinir félagsins eru Gala Bingo, William Hill og Coca Cola Company. Inspired Gaming Group er skráð á London Stock Exchange. Spár fyrir árið 2007 kveða á um að sala félagsins verði 170 milljón pund og að EBITDA verði um 80 milljónir punda.
Þann 7. október kynnti FL Group óskuldbindandi yfirtökutilboð á öllum hlutum félagsins á verðinu 385 pens á hlut. Upplýsingar um málið verðar veittar þegar frekari fregna verður að vænta.
Refresco er stærsti framleiðandi á ávaxtasöfum og svaladrykkjum undir eigin vörumerkjum (e. private label) í Evrópu. Síðan FL Group eignaðist hlut sinn í Refresco í maí árið 2006 hefur FL Group innleitt árangursríkt viðskiptamódel um kaup og uppbyggingu félagsins en það hefur leitt til nærri tvöföldunar á tekjum félagsins. Árið 2007 er áætlað að félagið tilkynni um sölu að andvirði 1.2 milljarði evra á ársgrundvelli og EBITDA er áætluð 9-10%. Markmið FL Group er að stækka Refresco aftur ríflega tvöfalt á næstu tveimur til þremur árum og verða þar með leiðandi aðili í framleiðslu drykkja undir vörumerkjum verslana og pökkun á heimsvísu.
Geysir Green Energy er nýtt og spennandi fjárfestingafélag sem FL Group stofnaði í ársbyrjun 2007. Geysir fjárfestir í félögum sem starfa að nýtingu jarðvarma til orkuvinnslu en Geysir tekur einnig þátt í þróun og stýringu verkefna.
Í október 2007 var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna Geysis við Reykjavík Energy Invest.
Northern Travel Holding var stofnað í desember 2006 af FL Group og öðrum félögum og er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Innan Northern Travel Holding eru lággjaldaflugfélögin Sterling og Iceland Express í fullri eigu, ráðandi hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus og 29% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinum og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunnar Hekla Rejser.
House of Fraser er eitt þekktasta vöruhús Bretlands og rekur yfir 60 vöruhús víðsvegar um Bretland og Írland, ýmist undir eigin nafni eða öðrum, svo sem House of Fraser, Fraser, Howells, Dickins & Jones, Rackhams, Army & Navy, Jenners og Beatties. Markmið með fjárfestingunni í House of Fraser er að fjárfesta í smásölufélögum og búa þannig til eitt öflugasta félag á sviði smásölu í Bretlandi og Írlandi. Þetta hefur verið gert með því að fjárfesta í endurskipulagningu vörumerkisins og uppfærslu verslana félagsins, ásamt því að byggja á sama tíma upp tengsl við helstu vörumerki.
Unity Investments er fjárfestingafélag í eigu FL Group, Baugs og Kevins Stanford. Meginmarkmið félagsins eru kaup á hlutum í skráðum félögum, sérstaklega smásölufyrirtækjum í Bretlandi. Unity á sem stendur hlut í nokkrum slíkum fyrirtækjum, s.s. French Connection, Moss Bros og Woolworths.
Árið 2007 stofnaði FL Group til samstarfs með hinu bandaríska fasteignaþróunarfélagi Bayrock Group. Félagið hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum með Bayrock Group: Trump Soho (46 hæða fimm stjörnu íbúðahótel í Soho, New York). Framkvæmdum miðar vel og er nú búið að reisa 20 hæðir en áætluð verklok eru á fjórða ársfjórðungi árið 2008); Trump Lauderdale (fimm stjörnu íbúðahótel á strönd Fort Lauderdale). Áætluð verklok eru á fjórða ársfjórðungi árið 2008); Whitestone New York (þróun á landi sem samsvarar um 13 ekrum, staðsett meðfram East River í Whitestone, Queens. Leyfi til endurstaðsetninga eru á réttri leið en búist er við lokasamþykki á þriðja ársfjórðungi 2008); Camelback (fimm stjörnu hótel og íbúðir í Phoenix. Áætlað að framkvæmdir hefjist á öðrum ársfjórðungi 2008). FL Group hefur einnig stofnað til samstarfs um byggingu á Midtown Miami, sem er þróun á 500.000 fermetra landsvæði í miðborg Miami, en verkefnið felur í sér byggingu á háhýsum, skrifstofubyggingum og verslanarými.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.