Eimskip birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025
Eimskip birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025
Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 11. nóvember 2025.
**Kynningarfundur 12. nóvember 2025
**Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. nóvember nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð.
Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefst.
Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir fundinn á netfangið [email protected].
Uppgjörsgögn og upptöku verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Eimskips, www.eimskip.is/investors.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang: [email protected]
