Transaction in Own Shares • Sep 26, 2019
Transaction in Own Shares
Open in ViewerOpens in native device viewer
Ákvörðun um endurkaupaáætlun Brim hf.
Stjórn Brims hf. hefur á grundvelli heimildar sem samþykkt var á aðalfundi Brims hf. þann 29. mars 2019 tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að standa við mögulegar skuldbindingar sem leiða af skuldatengdum fjármálagerningum sem eru skiptanlegir í hlutabréf.
Heimild er til að kaupa hlutabréf í félaginu, fram að næsta aðalfundi, að hámarki 50.000.000 hluti, eða um 2,7% af útgefnum hlutum, á kaupverði, sem má þó ekki fara yfir kr. 1.900.000.000,- að markaðsvirði, með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess megi einungis eiga mest 10% hlutafjár þess. Gert er ráð fyrir að endurkaup samkvæmt áætluninni hefjist þriðjudaginn 1. október 2019 og mun áætlunin vera í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.
Verð fyrir hvern hlut skal ekki vera hærra en hæsta gengi af eftirfarandi; lokagengi síðasta viðskiptadags, síðustu óháðu viðskipta eða í hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 2.670.053 hlutir sem var fjórðungur af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í ágúst 2019.
Endurkaupaáætlun verður framkvæmd af Íslandsbanka sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.