AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Brim Seafood

Board/Management Information Jul 27, 2023

2192_rns_2023-07-27_358cbc54-9293-4068-904b-f10cf4b9f835.html

Board/Management Information

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Botnfiskvinnsla Brims hf. sameinuð í Reykjavík

Botnfiskvinnsla Brims hf. sameinuð í Reykjavík

Áformað er að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október nk. og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.

Haft var samráð við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna í aðdraganda þessa og leitast verður við að finna starfsmönnum sambærileg störf í fiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík eða önnur störf innan samstæðu Brims á næstu vikum og þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit.

Umtalsverðar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi og á alþjóðamörkuðum frá því Brim festi kaup á Fiskvinnslunni Kambi í október 2019. Heildar aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum hafa verið skertar um 23,5%, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur um kaup á hráefni/fiski til vinnslu á innlendum fiskmörkuðum hefur verið erfið, verðið hefur verið hátt og afkoman af vinnslu á því hráefni því engin auk þessa hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir, bæði innanlands og erlendis, sem hafa haft áhrif á reksturinn.

Með þessum aðgerðum er verið að bregðast við breyttum rekstraraðstæðum, styrkja botnfiskvinnslu Brims og þannig styðja við rekstur félagsins til lengri tíma.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.