Capital/Financing Update • Jan 5, 2026
Capital/Financing Update
Open in ViewerOpens in native device viewer
Arion banki hf.: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 7. janúar 2026
Arion banki verður með útboð á sértryggða skuldabréfaflokknum, ARION CBI 31, miðvikudaginn 7. janúar 2026.
ARION CBI 31 er verðtryggður skuldabréfaflokkur með föstum 3,65% vöxtum og lokagjalddaga 20. ágúst 2031.
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.
Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins ARION CBI 26 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum í ofangreindu útboði. Hreint verð í skiptiútboðinu er 99,6393.
Áætlaður uppgjörsdagur er 14. janúar 2026. Tekið er við greiðslu reiðufjár auk skipta á ARION CBI 26.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 7. janúar 2026 á netfangið [email protected].
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, [email protected], s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, [email protected], s. 856 7171
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.