Legal Proceedings Report • Nov 20, 2025
Legal Proceedings Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf.
Mikilvægum áfanga náð
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf.
Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins.
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf.
„Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. Við teljum brýnt að fá skjóta efnislega niðurstöðu dómstóla í þessu mikilvæga máli, sem verður fordæmisgefandi um hvort markaðsráðandi keppinautur geti tryggt sér þvingaðan aðgang að mikilvægum réttindum á grundvelli fjölmiðlalaga.”

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.