AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Syn

Earnings Release Nov 5, 2025

2210_rns_2025-11-05_859e0e46-fadb-4af5-ac46-379e6443287c.html

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025.

Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90 m.kr. Þá voru bókfærðar tekjur vegna fjölmiðlastyrks, að fjárhæð 124 m.kr. á sama tímabili í fyrra, en engar slíkar tekjur komu á þessu tímabili. Hefði ekki komið til þessara liða hefðu heildartekjur vaxið milli ára. Þá voru tekjur vegna auglýsingasölu og hlutaneti (IoT) undir væntingum.

Rekstrarhagnaður (EBIT) á 3F nam 7 m.kr., samanborið við 199 m.kr. á fyrra ári. Samdrátt milli ára má helst rekja til ofangreindra tekjuáhrifa auk þess sem einskiptis launakostnaður á tímabilinu jókst um 60 m.kr. í tengslum við aukna markaðssókn og endurmörkun félagsins. Þá jókst annar rekstrarkostnaður jafnframt vegna þessa. Félagið gerir ráð fyrir viðsnúningi í rekstrarhagnaði á fjórða ársfjórðungi.

EBITDAaL var stöðugt milli ára og nam 821 m.kr. á 3F, samanborið við 823 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingar í rekstri voru þó nokkuð hærri og námu 999 m.kr. og EBITDAaL að frádregnum fjárfestingum því neikvætt og nam -178 m.kr. á ársfjórðungnum samanborið við -237 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Tap eftir skatta nam 239 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 17 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024 en á samanburðartímabili var hagnaður eftir skatta af aflagðri starfsemi Endor samtals 125 m.kr..

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri:

„Þriðji ársfjórðungur var krefjandi, en við sjáum nú merki um viðsnúning. Samningurinn við Nova um framsal 4G- og 5G-dreifikerfa til Sendafélagsins er lykilskref sem lækkar fjárfestingaþörf, bætir nýtingu innviða og styrkir sjóðstreymi.

Tekjur og EBIT hafa dregist saman á þriðja ársfjórðungi en EBITDAaL er í jafnvægi og rekstrargrundvöllurinn að styrkjast. Við höldum áfram að aðlaga okkur að breyttu rekstrarumhverfi með því að einfalda starfsemina, bæta þjónustu, nýta tækifæri og mæta áskorunum sem felast í hraðri tækniþróun og breyttum neysluvenjum. Samhliða er unnið að endurskoðun á rekstrarmódeli fjölmiðla.“

Fjárhagsdagatal:

  • Afkoma 4F og ársuppgjör 2026                                                                       26. febrúar 2026
  • Aðalfundur                                                                                                           26. mars 2026

Frekari upplýsingar 

  • Ekki verður haldin fjárfestafundur til að kynna uppgjör 3. ársfjórðungs. Næsti fjárfestafundur verður haldinn 27. febrúar 2026 í kjölfar birtingar ársuppgjörs 2025.

  • Tekið er á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið [email protected]

  • Nánari upplýsingar má nálgast á síðu fjárfestatengsla Sýnar á https://syn.is/fjarfestatengsl og í fréttakerfi Nasdaq Iceland. 

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.