AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Eik fasteignafélag

Board/Management Information Aug 26, 2025

2193_rns_2025-08-26_58d4fe1e-f71a-42c0-9393-06cf7e2507b4.html

Board/Management Information

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins.

Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi:

  • Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskiptaþróun í eina heild. Framkvæmdastjóri sviðsins er Friðrik Ársælsson.
  • Framkvæmdasvið verður áfram leitt af Guðbjarti Magnússyni.
  • Upplýsingatækni félagsins færast undir Fjármálasvið, sem er leitt af Lýð H. Gunnarssyni.
  • Lögfræðideild færist á skrifstofu forstjóra.

Samhliða breytingum á skipulagi hafa orðið eftirfarandi breytingar í framkvæmdastjórn félagsins:

  • Friðrik Ársælsson kemur nýr inn í framkvæmdastjórn, sem framkvæmdastjóri Viðskiptavina.
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson færist úr framkvæmdastjórn og tekur við sem forstöðumaður á sviði Viðskiptavina.
  • Árni Huldar Sveinbjörnsson færist á skrifstofu forstjóra og sinnir áfram stöðu yfirlögfræðings og regluvarðar félagsins.
  • Eyjólfur Gunnarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra útleigusviðs, og Hrönn Indriðadóttir, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri útleigusviðs, hafa látið af störfum hjá félaginu.

Í kjölfar breytinganna fækkar í framkvæmdastjórn félagsins úr sjö í fjóra.

Nánari upplýsingar veitir:

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, [email protected], s. 856-5907

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.