Pre-Annual General Meeting Information • Jul 25, 2025
Pre-Annual General Meeting Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
Fly Play hf.: Fundarboð
Hluthafafundur Fly Play hf.
Stjórn Fly Play hf. boðar til hluthafafundar félagsins 15. ágúst 2025 kl. 16:00, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
Þátttaka á fundinum verður bundin við þá sem mæta á staðinn.
Reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum
Aðilar sem eru eignskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar fundurinn fer fram geta beitt réttindum sínum á fundinum. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er tveimur dögum eftir viðskiptin og því mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 13. ágúst 2025 vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar sem ekki mæta á fundinn geta greitt atkvæði um dagskrárliði með bréfa atkvæði. Beiðni um að greiða atkvæði bréflega skal send eigi síðar en fimm dögum fyrir hluthafafund til [email protected].
Eitt atkvæði fylgir hverri krónu af hlutafé í félaginu. Hluthafi getur veitt umboðsmanni skriflegt umboð sem skal dagsett. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð má hvenær sem er afturkalla. Slík umboð skulu berast félaginu áður en hluthafafundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Umboðseyðublöð verða aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá fundarins og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það með nægilega miklum fyrirvara til að unnt sé að taka málið á dagskrá. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið [email protected]. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögu fyrir þann tíma verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu. Mál sem ekki hafa verið tilgreind í dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa félagsins.
Aðrar upplýsingar
Endanleg dagskrá, tillögur og fundargögn verða birt eigi síðar en 8. ágúst 2025 á vefsíðu félagsins: https://www.flyplay.com/corporate-governance.
Fundargögn verða einnig aðgengileg á skrifstofu félagsins, frá sama tíma, að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, á virkum dögum milli kl. 9:00 (GMT) og 16:00 (GMT).
Komi fram einhverjar tillögur frá hluthöfum verða þær birtar eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafund, ásamt uppfærðri dagskrá.
Fundargögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:00 (GMT) á fundardegi.
Reykjavík 25. júlí 2025
Stjórn Fly Play hf.

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.