M&A Activity • Jun 3, 2025
M&A Activity
Open in ViewerOpens in native device viewer
SKEL fjárfestingafélag hf.: Orkan undirritar kaupsamning við yfir 90% hluthafa í Samkaupum
Vísað er til fréttatilkynningar dags. 22. maí 2025, þar sem fram kom að undirritaður hefði verið kaupsamningur milli Orkunnar IS ehf. („Orkan“), sem kaupanda og Kaupfélag Suðurnesja („KSK“), sem seljanda, um alla hluti seljanda í Samkaupum, að nafnvirði 221.386.719 kr. eða því sem nemur 51,3% hlutafjár Samkaupa. Kaupverð hlutanna er samtals 2.878 m.kr. og miðar við að verðmæti hlutabréfa Samkaupa í heild sinni (e. equity value) sé 5.610 m.kr. sem samsvarar 13 kr. á hvern útgefinn hlut.
Í tilkynningu kom fram að viðskiptin væru háð eftirfarandi skilyrðum:
Orkan hefur nú undirritað kaupsamninga við aðra hluthafa Samkaupa um kaup á öllum hlutum þeirra í félaginu, í heildina 193.174.944 kr. að nafnvirði, á sömu kjörum og viðskiptin við KSK fara fram á. Við uppgjör viðskiptanna mun Orkan eiga um 96% af útgefnu hlutafé í Samkaupum. Fulltrúaráð KSK hefur sömuleiðis samþykkt kaupsamning Orkunnar og KSK. Loks hafa stjórnir Atlögu ehf. og Samkaupa undirritað öll samrunaskjöl vegna samruna félaganna.
Aðilar vinna í sameiningu að því að ganga frá útistandi skilyrðum um áskriftarloforð fjárfesta eða sölutryggingu viðskiptabanka félagsins að fjárhæð 2.000 m.kr. og að klára samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins.
Frekar upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, [email protected]

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.