Annual Report (ESEF) • Apr 30, 2025
Preview not available for this file type.
Download Source FileHagar hf. Ársreikningur samstæðunnar 28. febrúar 2025 Hagar hf. • Holtavegi 10 • 104 Reykjavík • Ísland • kt: 670203-2120 • hagar.is • 530-5500 bls. 3 7 13 14 15 16 17 Skýr. bls. Skýr. bls. 1. Félagið ....................................................... 17 20. Hlutdeildarfélög ........................................ 28 2. Grundvöllur reikningsskilanna .................. 17 21. Aðrar langtímaeignir .................................. 29 3. Mat og ákvarðanir .................................... 17 22. Vörubirgðir ................................................. 29 4. Breyting á reikningsskilaaðferð ................ 18 23. 5. Starfsþáttayfirlit ........................................ 18 30 6. Vörusala ..................................................... 20 24. Handbært fé .............................................. 30 7. Aðrar rekstrartekjur ................................... 20 25. Eigið fé ....................................................... 30 8. Laun og launatengd gjöld ......................... 20 26. Vaxtaberandi skuldir ................................. 32 9. Annar rekstrarkostnaður ........................... 20 27. Leiguskuldir ............................................... 33 10. Þóknun til endurskoðenda ........................ 21 28. Tekjuskattsskuldbinding .......................... 33 11. Afskriftir ..................................................... 21 29. 12. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ........... 21 34 13. Tekjuskattur .............................................. 21 30. Stýring fjármálalegrar áhættu .................. 34 14. Hagnaður á hlut ......................................... 22 31. Tengdir aðilar ............................................ 38 15. Rekstrarfjármunir ...................................... 22 32. Dótturfélög ................................................ 40 16. Fjárfestingarfasteignir ............................. 23 33. Önnur mál .................................................. 40 17. Óefnislegar eignir ...................................... 25 34. Kennitölur .................................................. 40 18. Leigueignir ................................................. 26 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir ............ 41 19. Kaup á dótturfélagi ................................... 27 49 50 60Ófjárhagsleg upplýsingagjöf .............................................................................................................................. Efnisyfirlit Efnahagsreikningur ............................................................................................................................................. Eiginfjáryfirlit ........................................................................................................................................................ Sjóðstreymisyfirlit ............................................................................................................................................... Stjórnarháttayfirlýsing ........................................................................................................................................ Skýringar .............................................................................................................................................................. Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ......................................................................................................... Áritun óháðs endurskoðanda ............................................................................................................................. Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ................................................................................................. Ársfjórðungayfirlit .............................................................................................................................................. Viðaukar - óendurskoðuð fylgiskjöl: Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir…................................... Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur….................................... Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 2 Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi á Íslandi, í Færeyjum og í Hollandi, einkum á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Á Íslandi starfrækja Hagar 40 dagvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB- stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. Kjarnastarfsemi Haga á Íslandi er á sviði dagvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Í Færeyjum starfrækja Hagar verslunarfélagið SMS sem er leiðandi á færeyska markaðinum en SMS rekur m.a. 13 dagvöruverslanir, sex veitingastaði og þrjár sérvöruverslanir. Í Hollandi starfrækja Hagar eina netverslun með áfengi. Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga. Ársreikningur 28. febrúar 2025 samanstendur af samstæðuársreikningi Haga hf. og dótturfélaga, sem vísað er til sem samstæðunnar. Rekstur ársins og fjárhagsleg staða Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu var hagnaður af rekstri samstæðunnar að fjárhæð 7.030 millj. kr. (2023/24: 5.044 millj. kr.) og heildarafkoma ársins nam 10.699 millj. kr. (2023/24: 5.044 millj. kr.). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 14.738 millj. kr. (2023/24: 13.063 millj. kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 105.036 millj. kr. (2023/24: 78.171 millj. kr.). Eigið fé í lok reikningsársins nam 38.489 millj. kr. (2023/24: 28.954 millj. kr.) og var eiginfjárhlutfall 36,6% (2023/24: 37,0%). Fjöldi ársverka á árinu voru 1.581 (2023/24: 1.501) og kynjahlutfall starfsmanna var 54% karlar og 46% konur (2023/24: 56% karlar, 44%, konur). Breyting á reikningsskilaaðferð Félagið hefur breytt um reikningsskilaaðferð vegna fjárfestingarfasteigna sinna. Fjárfestingarfasteignir samstæðu eru nú færðar á gangvirði en voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Það er mat stjórnenda félagsins að endurmetið verð þessara fasteigna gefi gleggri mynd af fjárhagsstöðu samstæðunnar í árslok 28.2.2025 en afskrifað kostnaðarverð hefði gert. Samanburðarfjárhæðum í efnahagsreikningi 29.2.2024 hefur verið breytt til samræmis. Nánari upplýsingar má finna í skýringum 4 og 16. Áhrif matsbreytinga í rekstrarreikningi 2024/25, vegna breytinga á reikningsskilaaðferð fjárfestingarfasteigna, nam 1.042 millj. kr. (2023/24: 0). Áhrif matsbreytingar, af fasteignum sem leigðar eru til aðila utan samstæðu Haga á Íslandi, nemur um 120 millj. kr. en stærstur hluti matsbreytingar er vegna einskiptisáhrifa hjá SMS í Færeyjum eða 922 millj. kr.. SMS sér um rekstur þriggja verslunarkjarna í Færeyjum og er með langtíma leigusamninga við eigendur þeirra. SMS áframleigir rýmin til verslunar- og þjónustufyrirtækja en vegna þeirra myndast leigueign í efnahagsreikningi, sem færð er meðal fjárfestingarfasteigna. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 16. Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið sem nú er liðið gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) yrði á bilinu 14.000-14.500 millj. kr. en afkomuspáin var hækkuð í lok þriðja ársfjórðungs samhliða tilkynningu um kaup Haga á SMS í Færeyjum. Rekstur ársins gekk heilt yfir vel, þá einkum vegna sterkari afkomu en upphaflega var gert ráð fyrir hjá starfsþætti Olís, þar sem meðal annars hagfelldar hreyfingar á heimsmarkaðsverði olíu, í samanburði við fyrra ár, styðja við afkomu. Vörusala samstæðunnar jókst um 4,1% á árinu en framlegð í krónum talið jókst um 14,2%. Rekstrarkostnaður hækkaði um 15,6% milli ára en EBITDA hækkaði um 12,8% frá fyrra ári. SMS varð hluti af samstæðu Haga frá upphafi 4. ársfjórðungs og gætir áhrifa þess í samanburði við afkomu fyrra árs. Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2025/26 sem nú var að hefjast gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði á bilinu 16.000-16.500 millj. kr. Forsendur afkomuspár gera ráð fyrir 4,0% hækkun verðlags á ársgrundvelli og áhrif kjarasamninga nema um 5,0% hækkun launa milli ára. Gert var ráð fyrir litlum áhrifum af breytingu gengis helstu innkaupamynta. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 3 Fjárhagsleg áhættustýring Kaup á öllu hlutafé P/F SMS í Færeyjum Fjöldi hluta 28.2.2025 Fjöldi hluta % Fjöldi hluta 29.2.2024 Fjöldi hluta % 193.328 17,5% 205.075 18,5% 147.642 13,3% 147.592 13,3% 120.843 10,9% 112.743 10,2% 132.691 12,0% 122.046 11,0% 90.000 8,1% 86.000 7,8% 74.556 6,7% 85.398 7,7% 47.147 4,3% 50.249 4,5% 38.710 3,5% 31.350 2,8% 31.357 2,8% 32.857 3,0% 15.204 1,4% 10.454 0,9% 891.478 80,6% 883.764 79,9% 206.817 18,7% 200.545 18,1% 8.134 0,7% 22.120 2,0% 1.106.429 100,0% 1.106.429 100,0% * Fjöldi hluta í þúsundum króna. Festa lífeyrissjóður ........................................................... Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda ........................................ Stapi lífeyrissjóður ............................................................ 10 stærstu hluthafar samtals ........................................... Aðrir hluthafar ................................................................... Hagar - eigin hlutir ........................................................... Samtals .............................................................................. Hlutafé og samþykktir Skráð hlutafé félagsins nam í lok reikningsárs 1.106 millj. kr. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda. Eigin hlutir í upphafi árs námu 22,1 millj. kr. að nafnverði en í lok árs á félagið 8,1 millj. kr. eigin hluti að nafnverði. Nánari upplýsingar um eigin hluti, endurkaup, kaupréttarkerfi starfsmanna o.fl. má finna í skýringu 25. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ........................ Lífeyrissjóður verzlunarmanna ........................................ Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga .................. Kaldbakur ehf. .................................................................. Birta lífeyrissjóður ............................................................. Rekstur ársins og fjárhagsleg staða, frh. Fjárhagsleg staða samstæðunnar er sterk og er fjármögnun tryggð. Aðgangur að skammtímafjármögnun í formi lánalína að fjárhæð 4,5 ma. kr. og USD 12,5 millj. er tryggður en einnig hefur félagið nýtt sér skammtímafjármögnun í formi víxlaútgáfu. Útgáfa víxlanna er í samræmi við grunnlýsingu 10 ma. kr. útgáfuramma sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Gera má ráð fyrir að félagið nýti sér áfram markaðsfjármögnun á næstu misserum. Þann 22. október 2024 var greint frá því að Hagar hf. og eigendur P/F SMS í Færeyjum hefðu undirritað skilyrt samkomulag um kaup og sölu á öllu hlutafé í SMS. Þann 27. nóvember 2024 var endanlegur kaupsamningur vegna viðskiptanna undirritaður en yfirtökudagur var mánudagurinn 2. desember 2024. SMS varð því hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 19. Í skýringu 30 er fjallað um helstu fjárhagslegu áhættur sem samstæðan býr við og þá áhættustýringu sem samstæðan beitir. Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh.: Söluferli Olíludreifingar ehf. Þann 26. september 2024 var tilkynnt um að Olís ehf., dótturfélag Haga, hafi ásamt meðeigendum sínum komist að samkomulagi um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. Borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið en ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 33. Hluthafar Almenni lífeyrissjóðurinn .................................................. Hluthafar voru 968 í byrjun rekstrarársins og 923 í lok þess. Tíu stærstu hluthafar í árslok eru eftirfarandi: Hluthafar Gildi - lífeyrissjóður .......................................................... Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 4 Stjórnarhættir Haga hf. mótast af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Hagar hf. fylgja, án greindra frávika, leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu frá árinu 2021, gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum atvinnulífsins. Stjórn Haga hf. hefur útbúið ítarlega yfirlýsingu um stjórnarhætti félagsins, sem útbúin er í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, og er hana að finna í sérstökum viðauka á bls. 50, auk þess sem hún er birt í sérstökum kafla í ársskýrslu félagsins. Í stjórn Haga hf. sitja þrjár konur og tveir karlar. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Ófjárhagslegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, samfélags- og starfsmannamál, sem og stefnu félagsins í mannréttindamálum, mútu- og spillingarmálum o.fl., eru birtar í sérstökum viðauka á bls. 60. Einnig má þar finna upplýsingagjöf í samræmi við kröfur Flokkunarreglugerðarinnar (e. EU Taxonomy) sem tók gildi árið 2023. Yfirlýsing stjórnar og forstjóra Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samstæðuársreikningur félagsins gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar fyrir reikningsárið sem lauk 28. febrúar 2025, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar þann 28. febrúar 2025 og breytingum á handbæru fé á reikningsárinu, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn með skráarheitið 635400TICHH43JJTNP54-2025-02-28-is hafi verið gerður í samræmi við kröfur laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 um sameiginleg rafræn skýrslusnið og reglugerð Evrópusambandsins nr. 2019/815 (ESEF reglur). Jafnframt er það álit okkar að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar, og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við. Stjórnarhættir Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh.: Samkvæmt 8. gr. í samþykktum félagsins kemur fram að samþykktum verður einungis breytt, umfram það sem hlutafélagalög leyfa, á lögmætum hluthafafundi. Ákvörðun um breytingar á samþykktum verður því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða svo og samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundinum. Þann 30. maí 2024 samþykkti aðalfundur félagsins að greiddur yrði arður til hluthafa sem nemur 50% hagnaði síðasta reikningsárs eða samtals 2.522 millj. kr. Arðurinn var greiddur þann 7. júní 2024. Nánari upplýsingar má finna í eiginfjáryfirliti og skýringu 25. Á hluthafafundi Haga þann 30. ágúst 2024 var samþykkt tillaga stjórnar um kaupréttarkerfi til handa lykilstarfsfólki í félaginu. Stjórn Haga hefur, á grundvelli hins nýja kaupréttarkerfis, veitt kauprétti fyrir samtals 16.568.615 hlutum í félaginu. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 25. Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins þann 27. maí 2025 að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2025 sem nemur 50,0% af hagnaði ársins eftir skatta, án áhrifa af matsbreytingum og afkomu hlutdeildarfélaga. Arðgreiðslutillagan nemur samtals 2.504 millj. kr. eða um 2,3 kr. arður á hlut útistandandi hlutafjár. Hlutafé og samþykktir, frh. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 5 _____ Eva Bryndís Helgadóttir, varaformaður _____ Jensína Kristín Böðvarsdóttir, meðstjórnandi Reykjavík, 30. apríl 2025 Stjórn og forstjóri Haga hf. hafa í dag farið yfir samstæðuársreikning félagsins fyrir reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 og staðfesta hann með undirritun sinni. Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja samstæðuársreikninginn. Ársreikningurinn er undirritaður með rafrænum hætti í samræmi við lög nr. 55/2019, um rafræna auðkenningu og traustþjónustu um rafræn viðskipti. Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh.: Yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh. Stjórn: _____ Eiríkur S. Jóhannsson, formaður ______ Davíð Harðarson, meðstjórnandi ______ Sigríður Olgeirsdóttir, meðstjórnandi Forstjóri: _____ Finnur Oddsson Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 6 Til stjórnar og hluthafa Haga hf. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu samstæðunnar á reikningsárinu 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025, efnahag hennar 28. febrúar 2025 og breytingu á handbæru fé á reikningsárinu 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðeigandi ákvæði í lögum um ársreikninga. Álit okkar er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar. Samstæðuársreikningurinn innifelur - Skýrslu og yfirlýsingu stjórnar og forstjóra. - Rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. - Efnahagsreikning 28. febrúar 2025. - Eiginfjáryfirlit 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. - Sjóðstreymisyfirlit 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. - Skýringar, sem innifela mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Skýrsla stjórnar og yfirlýsing stjórnar og forstjóra er undanskilin endurskoðun, sbr. kafla um aðrar upplýsingar. Grundvöllur álits Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er nánar útskýrð í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda. Gerð er grein fyrir annarri þjónustu sem við höfum veitt samstæðunni og félögum innan hennar, á tímabilinu 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025, í skýringu nr. 10. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Lykilatriði endurskoðunarinnar Lykilatriði endurskoðunarinnar eru þau atriði sem að okkar faglega mati höfðu mesta þýðingu í endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. Sem hluti af endurskoðun okkar á samstæðuársreikningnum voru þessi lykilatriði skoðuð sérstaklega. Við látum ekki í ljós sérstakt álit varðandi þessi lykilatriði, einungis er látið í ljós álit á samstæðuársreikningnum í heild. Áritun óháðs endurskoðanda Óhæði Við erum óháð samstæðunni samkvæmt ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun og siðareglna sem gilda um endurskoðendur á Íslandi og varða endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar. Við uppfyllum jafnframt aðrar kröfur um starf okkar sem endurskoðendur í samræmi við ákvæði siðareglna. Samkvæmt okkar bestu vissu, lýsum við yfir að önnur þjónusta sem við höfum veitt samstæðunni og félögum innan hennar er í samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglna og að við höfum ekki veitt þjónustu sem óheimilt er að veita samkvæmt ákvæðum 5.1. gr. Evrópureglugerðar nr. 537/2014. Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Haga hf. og dótturfélaga (samstæðan) fyrir reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025, að undanskilinni skýrslu og yfirlýsingu stjórnar og forstjóra. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 7 - - - - Viðeigandi skýringar voru yfirfarnar. - - - Viðeigandi skýringar voru yfirfarnar. Sérfræðingar PwC aðstoðuðu við endurskoðun á mati og framsetningu. Mat á fasteignum samstæðunnar var yfirfarið og virðislíkan endurreiknað. Ávöxtunarkrafa (WACC) sem notuð er við verðmatið var borin saman við fjármagnskostnað samstæðunnar og aðrar markaðsforsendur. Mat viðskiptavildar Viðskiptavild samstæðunnar nemur kr. 13.499 milljónum í lok febrúar 2025 og er um 13% af heildareignum samstæðunnar. Mat á virðisrýrnun er háð faglegu mati og byggir m.a. á áætlunum stjórnenda um afkomu og framtíðarvöxt. Sjá nánar umfjöllun í skýringum nr. 35k um reikningsskilaaðferðir gagnvart viðskiptavild og virðisrýrnun og skýringu nr. 17 um óefnislegar eignir. Viðskiptavild er verulegur liður í reikningsskilum samstæðunnar og vegna óvissu í mati tengt forsendum stjórnenda og öðrum forsendum sem virðisrýrnunarpróf byggja á er þessi liður lykilatriði í endurskoðun okkar. Endurskoðun á mati á viðskiptavild fólst m.a. í eftirfarandi þáttum: Mat á virðisrýrnun viðskiptavildar samstæðunnar var yfirfarið og virðisrýrnunarpróf endurreiknað. Forsendur rekstraráætlana til næstu fimm ára voru yfirfarnar. Í þeirri vinnu fólst að lagt var mat á forsendur um tekjur, rekstrarkostnað, framlegð og fjárfestingar fyrir spátímabilið m.a. á grundvelli sögulegra upplýsinga og áætlana. Forsendur um framtíðarvöxt voru yfirfarnar. Ávöxtunarkrafa (WACC) sem notuð er við núvirðingu fyrir einstaka fjárskapandi einingar var borin saman við fjármagnskostnað samstæðunnar og aðrar markaðsforsendur. Lykilatriði endurskoðunarinnar Endurskoðunaraðgerðir Áritun óháðs endurskoðanda, frh.: Lykilatriði endurskoðunarinnar Endurskoðunaraðgerðir Mat fasteigna Fasteignir á gangvirði nema kr. 21.516 milljónum í lok febrúar 2025 og nema um 20% af heildareignum samstæðunnar. Fasteignir eru færðar meðal rekstrarfjármuna og fjárfestingarfasteigna. Fjárfestingarfasteignir eru sá hluti fasteigna sem er til útleigu þriðja aðila og eru færðar á gangvirði í gegnum rekstur. Matsbreyting fjárfestingarfasteigna sem eru í útleigu innan samstæðu er færð á endurmatsreikning meðal eigin fjár í samstæðuársreikningi. Mat fasteigna er háð mati stjórnenda á forsendum í áætluðu framtíðarsjóðstreymi og öðrum forsendum sem notaðar eru við núvirðingu á áætluðu sjóðstreymi. Fjárfestingarfasteignir samstæðunnar voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Endurskoðun á reikningslegri meðhöndlun, forsendum og mati fasteigna fólst m.a. í eftirfarandi þáttum: Verðmatssérfræðingar PwC aðstoðuðu við endurskoðun viðskiptavildar. Forsendur rekstraráætlana voru yfirfarnar. Í þeirri vinnu fólst að lagt var mat á forsendur um leigutekjur og rekstrarkostnað fyrir spátímabilið m.a. á grundvelli sögulegra upplýsinga og áætlana. Auk þess voru forsendur bornar saman við almennar markaðsforsendur. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 8 - - - - - Viðeigandi skýringar voru yfirfarnar. Lykilatriði endurskoðunarinnar Endurskoðunaraðgerðir Kaup á hlutafé í P/F SMS í Færeyjum og útdeiling kaupverðs Kaup á öllu hlutafé í P/F SMS kom til framkvæmda þann 2. desember 2024 og nam heildarkaupverð kr. 6.592 milljónum. Viðskiptavild að fjárhæð kr. 2.421 milljónir myndaðist við kaupverðsútdeilingu. Samstæðan framkvæmdi kaupverðsútdeilingu á yfirtökudegi með því að meta aðgreinanlegar yfirteknar eignir og skuldir yfirtekna félagsins til gangvirðis. Gangvirði yfirtekinna eigna og skulda var metið í samræmi við bókfært verð hjá P/F SMS á yfirtökudegi að undanskildum fasteignum en þær hafa verið endurmetnar í reikningsskilum samstæðunnar. Að öðru leyti var stuðst við bókfærð verð sem talið var endurspegla gangvirði á yfirtökudegi. Sjá nánar umfjöllun í skýringu nr. 19 um kaup á dótturfélagi þar sem fjallað er um kaupin, kaupverð og reikningslega meðhöndlun. Áhrif kaupanna og útdeiling kaupverðs eru veruleg m.t.t. reikningsskila samstæðunnar. Jafnframt er um verulega matskennda þætti að ræða sem m.a. byggja á mati stjórnenda. Þess vegna er reikningsleg meðhöndlun tengd kaupunum, forsendur og mat sem lagt er til grundvallar útdeilingu kaupverðs lykilatriði í endurskoðun okkar. Sérfræðingar PwC aðstoðuðu við endurskoðun á mati og framsetningu. Kaupsamningar og aðrar upplýsingar tengdar kaupunum voru yfirfarnir til þess að afla skilnings á viðskiptunum. Farið var yfir rök og forsendur stjórnenda við skilgreiningu aðgreinanlegra eigna. Framkvæmdur var endurútreikningur á kaupverði. Forsendur og mat stjórnenda við útdeilingu kaupverðs voru yfirfarnar. Útreikningar sem útdeiling kaupverðs byggir á voru endurreiknaðir. Áritun óháðs endurskoðanda, frh.: Lykilatriði endurskoðunarinnar Endurskoðunaraðgerðir Mat fasteigna, frh.: Sjá nánar umfjöllun í skýringu nr. 4 um breytingu á reikningsskilaaðferð, skýringum nr. 35i og 35j um reikningsskilaaðferðir gagnvart mati rekstrarfjármuna og fjárfestingarfasteigna og skýringum nr. 15 og 16 um rekstrarfjármuni og fjárfestingarfasteignir. Fasteignir eru verulegur liður í reikningsskilum samstæðunnar og vegna óvissu í mati tengt forsendum stjórnenda og öðrum forsendum sem sjóðstreymislíkan byggir á er þessi liður lykilatriði í endurskoðun okkar. Endurskoðun á reikningslegri meðhöndlun, forsendum og mati tengt útdeilingu kaupverðs fólst m.a. í eftirfarandi þáttum: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 9 Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun samstæðuársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að samstæðuársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka og gefa út áritun með áliti okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa en ekki trygging þess að endurskoðun, sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla, muni ávallt leiða í ljós alla verulega annmarka séu þeir til staðar. Annmarkar geta stafað af sviksemi eða mistökum og eru metnir verulegir ef þeir, einir og sér eða samanlagðir, gætu haft áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir notenda sem grundvallaðar eru á samstæðuársreikningnum. Áritun óháðs endurskoðanda, frh.: Aðrar upplýsingar, þ.m.t. skýrsla og yfirlýsing stjórnar Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra og viðaukar við ársreikning samstæðunnar, ársfjórðungayfirlit, stjórnarháttayfirlýsing og ófjárhagsleg upplýsingagjöf, sem lágu fyrir við áritun okkar. Álit okkar á samstæðuársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga, þ.m.t. skýrslu stjórnar og við staðfestum þær ekki á neinn hátt. Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar ber okkur að yfirfara aðrar upplýsingar, sem tilgreindar eru hér að ofan, þegar þær liggja fyrir og meta hvort þær eru í verulegu ósamræmi við samstæðuársreikninginn eða skilning sem við höfum aflað við endurskoðunina eða ef svo virðist að verulegar rangfærslur séu í þeim. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Við höfum ekki greint atriði sem ber að greina sérstaklega frá. Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðeigandi ákvæði í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar varðandi gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð samstæðuársreikningsins ber stjórnendum samstæðunnar að meta hæfi hennar til áframhaldandi starfsemi. Stjórnendum ber að semja ársreikning samstæðunnar á þeirri forsendu að um áframhaldandi starfsemi sé að ræða, nema stjórnendur ætli að leysa samstæðuna upp eða hætta rekstri hennar, eða hafi ekki raunhæft val um annað en að hætta starfsemi samstæðunnar. Stjórnendum samstæðunnar ber að setja fram viðeigandi skýringar varðandi hæfi hennar til áframhaldandi starfsemi ef við á og hvers vegna stjórnendur beita forsendunni um áframhaldandi starfsemi við gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins. Hvað varðar skýrslu og yfirlýsingu stjórnar og forstjóra höfum við, í samræmi við ákvæði 104. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006, yfirfarið að skýrsla stjórnar hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í samstæðuársreikningnum. Stjórn og endurskoðunarnefnd skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 10 Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun samstæðuársreikningsins, frh.: •Öflum nægjanlegra endurskoðunargagna vegna fjárhagsupplýsinga félaga og eininga innan samstæðunnar og gefum út álit á samstæðuársreikningnum. Við erum ábyrg fyrir skipulagi, umsjón og framgangi endurskoðunar samstæðunnar. Við berum ábyrgð á áliti okkar. Við höfum lýst því yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við uppfyllum nauðsynleg siðferðis- og óhæðisskilyrði og við munum láta þeim í té allar upplýsingar um hugsanleg tengsl og önnur atriði sem gætu haft áhrif á óhæði okkar og trúnað. Við höfum lagt mat á hvaða atriði, af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, höfðu mesta þýðingu á yfirstandandi ári og eru það lykilatriði endurskoðunarinnar. Við lýsum þessum lykilatriðum í áritun okkar nema lög og reglur leyfi ekki að upplýst sé opinberlega um tiltekin atriði eða í algjörum undantekningartilfellum þegar mat okkar er að neikvæðar afleiðingar af birtingu slíkra upplýsinga vegi þyngra en ávinningur almennings af birtingu upplýsinganna. Við upplýsum stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp geta komið í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka í innra eftirliti ef við á. •Metum hvort val stjórnenda á reikningsskilaaðferðum sé viðeigandi og hvort matsaðferðir þeirra séu raunhæfar. Einnig skoðum við hvort tengdar skýringar séu við hæfi. Áritun óháðs endurskoðanda, frh.: Endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegu mati og faglegri tortryggni. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: •Öflum skilnings á innra eftirliti sem er viðeigandi fyrir endurskoðun okkar í þeim tilgangi að hanna endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits samstæðunnar. •Metum framsetningu, gerð og innihald samstæðuársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum og hvort hann grundvallast á fyrirliggjandi færslum og atburðum og gefi glögga mynd samanber álit okkar. •Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um áframhaldandi starfsemi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi samstæðunnar eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi hennar. Ef við teljum að veruleg óvissa ríki, ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum í samstæðuársreikningnum um óvissuna og ef þær upplýsingar eru ekki nægjanlegar að okkar mati, víkjum við frá fyrirvaralausu áliti. Niðurstaða okkar byggir á þeim endurskoðunargögnum sem við höfum aflað fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni leitt til þess að samstæðan verði ekki lengur rekstrarhæf. •Greinum og metum áhættuna af verulegum annmörkum, vegna sviksemi eða mistaka, og skipuleggjum endurskoðunaraðgerðir til að mæta þessari áhættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi grunnur fyrir áliti okkar. Áhættan af því að greina ekki verulega annmarka sem stafa af sviksemi er meiri en áhætta af annmörkum vegna mistaka, þar sem sviksemi getur stafað af fölsun, misvísandi framsetningu samstæðuársreiknings, að mikilvægum atriðum sé viljandi sleppt, samanteknum ráðum eða að innra eftirlit sé sniðgengið. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 11 Reykjavík, 30. apríl 2025. PricewaterhouseCoopers ehf. Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir löggiltur endurskoðandi Kosning endurskoðanda Við vorum kosin endurskoðendur á aðalfundi Haga hf. þann 7. júní 2017. Kosning okkar hefur verið endurnýjuð árlega á aðalfundi félagsins og höfum við því verið endurskoðendur félagsins samfellt í átta ár. Önnur atriði samkvæmt ákvæðum laga og reglna Áritun vegna rafræns skýrslusniðs (e. European Single Electronic Format - ESEF reglur) Það er álit okkar að samstæðuársreikningur Haga hf. fyrir reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 með skráarheitið 635400TICHH43JJTNP54-2025-02-28-is hafi í öllum meginatriðum verið gerður í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópusambandsins nr. 2019/815, um sameiginleg rafræn skýrslusnið (e. European Single Electronic Format). Áritun óháðs endurskoðanda, frh.: Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Í þeirri ábyrgð felst meðal annars að útbúa samstæðuársreikning á XHTML formi í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópusambandsins nr. 2019/815, um sameiginleg rafræn skýrslusnið (e. European Single Electronic Format). Ábyrgð okkar er að afla hæfilegrar vissu um hvort samstæðuársreikningurinn, byggt á þeim gögnum sem við höfum aflað, sé í öllum meginatriðum í samræmi við ESEF reglur og gefa út áritun með áliti okkar. Eðli, tímasetning og umfang aðgerða sem valdar eru byggja á mati endurskoðandans, þar á meðal mati á áhættunni að vikið sé í verulegum atriðum frá kröfum sem fram koma í ESEF reglum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Í tengslum við endurskoðun okkar á samstæðuársreikningi Haga hf. framkvæmdum við aðgerðir til að geta gefið álit á það hvort samstæðuársreikningur Haga hf. fyrir reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 með skráarheitið 635400TICHH43JJTNP54-2025-02-28-is hafi í meginatriðum verið gerður í samræmi við kröfur laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 um sameiginleg rafræn skýrslusnið (e. European Single Electronic Format) og reglugerð Evrópusambandsins nr. 2019/815 (ESEF reglur) sem innihalda skilyrði sem tengjast gerð samstæðuársreiknings á XHTML formi og iXBRL merkingum samstæðuársreikningsins. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 12 Skýr. 2024/25 2023/24 6 180.342 173.270 139.238) ( 137.281) ( Framlegð ................................................................................................................................................................ 41.104 35.989 7 936 682 8 18.451) ( 16.229) ( 9 8.851) ( 7.379) ( Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ........................................................................................... 14.738 13.063 11 5.351) ( 5.028) ( 16 1.042 0 Rekstrarhagnaður (EBIT) .......................................................................................................................... 10.429 8.035 12 2.988) ( 2.621) ( 20 981 697 Hagnaður fyrir tekjuskatt (EBT) .................................................................................................................................................. 8.422 6.111 13 1.392)( 1.067)( Hagnaður ársins ................................................................................................................... 7.030 5.044 Önnur heildarafkoma Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé en kunna síðar að verða færðir í rekstrarreikning: 8) ( 0 Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé sem síðar verða ekki færðir í rekstrarreikning: 3.677 0 3.669 0 10.699 5.044 Skipting hagnaðar: 7.030 5.044 0 0 7.030 5.044 Skipting heildarafkomu: 10.699 5.044 0 0 10.699 5.044 Hagnaður á hlut: 14 6,47 4,59 14 6,30 4,51 Skýringar á blaðsíðum 17 til 48 eru óaðskiljanlegur hluti samstæðuársreikningsins. Hluthafar móðurfélags ........................................................................................... Hlutdeild minnihluta ............................................................................................... Hagnaður ársins ............................................................................................... Matsbreyting fjárfestingarfasteigna ..................................................................... Grunnhagnaður á hlut ............................................................................................ Þynntur hagnaður á hlut ........................................................................................ Hluthafar móðurfélags ........................................................................................... Hlutdeild minnihluta ............................................................................................... Heildarafkoma ársins ....................................................................................... Þýðingarmunur ...................................................................................................... Endurmat fasteigna að frádregnum tekjuskatti ................................................... Heildarafkoma ársins ....................................................................................... Önnur heildarafkoma samtals ......................................................................... Afskriftir .................................................................................................................. Tekjuskattur ........................................................................................................... Hrein fjármagnsgjöld ............................................................................................. Áhrif hlutdeildarfélaga ........................................................................................... Annar rekstrarkostnaður ........................................................................................ Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu Vörusala .................................................................................................................. Kostnaðarverð seldra vara .................................................................................... Aðrar rekstrartekjur ................................................................................................ Laun og launatengd gjöld ...................................................................................... 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 13 Skýr. 28.2.2025 29.2.2024 Eignir 15 35.632 22.536 16 9.449 4.672 17 15.601 12.835 18 14.645 11.252 20 6.332 5.517 21 217 230 Fastafjármunir samtals 81.876 57.042 22 13.974 13.068 23 6.887 6.234 24 2.299 1.827 23.160 21.129 105.036 78.171 Eigið fé 1.098 1.084 13.862 8.928 23.561 18.942 38.521 28.954 32) ( 0 25 38.489 28.954 Skuldir 26 17.137 11.286 27 15.947 9.660 28 3.883 2.384 36.967 23.330 26 6.278 5.818 27 3.630 2.579 29 19.672 17.490 29.580 25.887 66.547 49.217 105.036 78.171 Skýringar á blaðsíðum 17 til 48 eru óaðskiljanlegur hluti samstæðuársreikningsins. Samanburðarfjárhæðum breytt vegna nýrrar reikningsskilaaðferðar. Sjá skýringu 4. Efnahagsreikningur 28. febrúar 2025 Veltufjármunir samtals Eignir samtals Rekstrarfjármunir ............................................................................................... Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ..................................................... Handbært fé ...................................................................................................... Óefnislegar eignir .............................................................................................. Vörubirgðir ......................................................................................................... Fjárfestingarfasteignir ....................................................................................... Aðrar langtímaeignir .......................................................................................... Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum ...................................................................... Leigueignir ......................................................................................................... Eigið fé og skuldir samtals Langtímaskuldir samtals Skuldir samtals Skammtímaskuldir samtals Tekjuskattsskuldbinding ................................................................................... Vaxtaberandi skammtímaskuldir ...................................................................... Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir .................................................. Vaxtaberandi langtímaskuldir ........................................................................... Bundið eigið fé ................................................................................................... Leiguskuldir ....................................................................................................... Leiguskuldir ....................................................................................................... Eigið fé hluthafa móðurfélags samtals Hlutafé ................................................................................................................ Óráðstafað eigið fé ............................................................................................ Hlutdeild minnihluta .......................................................................................... Eigið fé samtals Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 14 Eigið fé hluthafa Bundið Óráðstafað móðurfélags Hlutdeild Eigið fé Skýr. Hlutafé eigið fé eigið fé samtals minnihluta samtals Breytingar á eigin fé 2023/24 1.119 7.290 19.522 27.931 0 27.931 22 ) ( 1.478 ) ( 1.500 ) ( 1.500 ) ( 13 ) ( 820 ) ( 833 ) ( 833 ) ( 6 ) ( 6 0 0 1.623 1.623 ) ( 0 0 21 21 21 2.475 ) ( 2.475 ) ( 2.475 ) ( 5.044 5.044 5.044 25 1.084 8.928 18.176 28.188 0 28.188 766 766 766 25 1.084 8.928 18.942 28.954 0 28.954 Breytingar á eigin fé 2024/25 1.084 8.928 18.942 28.954 0 28.954 34 ) ( 34 ) ( 34 ) ( 0 32 ) ( 32 ) ( 14 1.371 1.385 1.385 1.236 1.236 ) ( 0 0 3.677 3.677 3.677 29 29 29 0 10 10 10 2.522 ) ( 2.522 ) ( 2.522 ) ( 7.030 7.030 0 7.030 8 ) ( 8 ) ( 8 ) ( 25 1.098 13.862 23.561 38.521 32 ) ( 38.489 Skýringar á blaðsíðum 17 til 48 eru óaðskiljanlegur hluti samstæðuársreikningsins. Samanburðarfjárhæðum breytt vegna nýrrar reikningsskilaaðferðar. Sjá skýringu 4. Kaupréttarsamningar ...................... Uppgjör kaupréttarsamninga ......... Kaupréttarsamningar ...................... Greiddur arður, 2,33 kr. á hlut ........ Eiginfjáryfirlit 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 Eigið fé 1. mars 2023 ....................... Breyting á varasjóð ......................... Endurkaup á eigin bréfum .............. reikningsskilaaðferðar .................... kaupa á félagi .................................. Breytingar vegna nýrrar Endurkaup á eigin bréfum - ógild .. Hagnaður ársins .............................. Uppfært eigið fé 29. febrúar 2024 . Hlutdeild minnihluta vegna Eigið fé 29. febrúar 2024 ................ Breyting á hlutdeildarreikningi ....... Eigið fé 28. febrúar 2025 ................ Hagnaður ársins .............................. Þýðingarmunur ársins ..................... Fært á endurmatsreikning .............. Afhending á eigin bréfum í í neikvæðu eigin fé .......................... viðskiptum Haga með SMS ............. Kaup á félagi, hlutdeild Breyting á hlutdeildarreikningi ....... Eigið fé 1. mars 2024 ....................... Greiddur arður, 2,24 kr. á hlut ........ Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 15 Skýr. 2024/25 2023/24 Rekstrarhreyfingar 7.030 5.044 Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: 183) ( 157) ( 11 5.351 5.028 16 1.042) ( 0 12 2.988 2.621 20 981) ( 697) ( 13 1.392 1.067 54 35 Veltufé frá rekstri 14.609 12.941 122 648) ( 118 25 Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og tekjuskatt 14.849 12.318 282 164 2.923) ( 2.419) ( 1.100) ( 1.373) ( Handbært fé frá rekstri 11.108 8.690 Fjárfestingarhreyfingar 15 3.829) ( 3.900) ( 366 324 16 51) ( 523) ( 204 0 17 823) ( 762) ( 20 190 244 19 4.741) ( 30) ( 2 0 11 178) ( Fjárfestingarhreyfingar 8.671) ( 4.825) ( Fjármögnunarhreyfingar 0 2.333) ( 2.522) ( 2.475) ( 26 3.169 2.000 26 3.020) ( 443) ( 27 1.810) ( 1.656) ( 26 2.219 0 Fjármögnunarhreyfingar 1.964) ( 4.907) ( 473 1.042) ( 1) ( 0 1.827 2.869 24 2.299 1.827 Fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfingar án greiðsluáhrifa 1.385) ( 0 1.385 0 Skýringar á blaðsíðum 17 til 48 eru óaðskiljanlegur hluti samstæðuársreikningsins. Sjóðstreymisyfirlit 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 Áhrif hlutdeildarfélaga ...................................................................................... Greidd vaxtagjöld ................................................................................................. Afskriftir ............................................................................................................. Breytingar á rekstrartengdum eignum ............................................................... Breytingar á rekstrartengdum skuldum .............................................................. Innheimtar vaxtatekjur ......................................................................................... Hrein fjármagnsgjöld ........................................................................................ Aðrir liðir ............................................................................................................. Hagnaður ársins ................................................................................................... Matsbreyting fjárfestingarfasteigna ................................................................ Afhent eigin bréf .................................................................................................. Seldur eignarhlutur í öðrum félögum .................................................................. Fjárfesting í dótturfélagi að frádregnu yfirteknu handbæru fé ......................... Greiddur tekjuskattur ........................................................................................... Fjárfesting í fjárfestingarfasteignum ................................................................... Handbært fé í ársbyrjun ............................................................................................................... Handbært fé í lok árs ........................................................................................................................................ Langtímakröfur, breyting ..................................................................................... Fjárfesting í rekstrarfjármunum ........................................................................... Nýjar vaxtaberandi langtímaskuldir .................................................................... Afborganir langtímaskulda .................................................................................. Hækkun (lækkun) á handbæru fé ............................................................................................................................................ Vaxtaberandi skammtímaskuldir, breyting ......................................................... Leiguskuld afborganir .......................................................................................... Móttekinn arður frá hlutdeildarfélögum .............................................................. Söluverð rekstrarfjármuna ................................................................................... Greiddur arður ...................................................................................................... Söluhagnaður .................................................................................................... Tekjuskattur ...................................................................................................... Fjárfesting í dótturfélagi ...................................................................................... Fjárfesting í óefnislegum eignum ........................................................................ Áhrif gengisbreytinga á handbært fé Söluverð fjárfestingarfasteigna ........................................................................... Keypt eigin bréf .................................................................................................... Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 16 1. Félagið 2. Grundvöllur reikningsskilanna a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt b. Rekstrarhæfi c. d. Grundvöllur matsaðferða 3. Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir um mat er að finna í eftirfarandi skýringum: Skýringar Hagar hf. („félagið“) er íslenskt hlutafélag og er lögheimili þess að Holtavegi 10, Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir reikningsárið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sinni sem „samstæðunnar“ og til einstakra félaga sem „samstæðufélaga". Aðalstarfsemi félagsins er rekstur smásöluverslana og tengdra vöruhúsa, ásamt sölu á eldsneyti. Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningurinn er jafnframt í samræmi við viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga nr. 3/2006. Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 30. apríl 2025. Stjórnendur hafa metið rekstrarhæfi samstæðunnar. Það er mat þeirra að áframhaldandi rekstur hennar sé tryggður og að fjárhagsleg staða samstæðu Haga hf. sé sterk og að félagið sé vel í stakk búið að takast á við þær aðstæður sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill Samstæðuársreikningurinn er birtur í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í milljónum króna. Samstæðuársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að afleiðusamningar og fjárfestingarfasteignir eru færðar á gangvirði. Fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur gangvirðis eigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir og skuldir. Að svo miklu leyti sem hægt er, notar samstæðan markaðsupplýsingar við ákvörðun gangvirðis en liggi slíkar upplýsingar ekki fyrir er byggt á mati stjórnenda. Mat og ákvarðanir Gerð samstæðuársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati. Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á. Skýring 35i ....................................Mat á áætluðum nýtingartíma rekstrarfjármuna Skýring 15 og 35i ...........................Mat á gangvirði endurmetinna fasteignaSkýring 16 og 35j ...........................Mat á gangvirði á fjárfestingarfasteignumSkýring 17 og 35k .........................Mat á virðisrýrnun viðskiptavildar og annarra óefnislegra eignaSkýring 35n ....................................Forsendur fyrir mati vörubirgðaSkýring 30b og 35o ......................Skýringar og aðferðafræði um niðurfærslu viðskiptakrafnaSkýring 35p ....................................Ákvörðun leigutíma og mat á núvirðingarvöxtum Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 17 4. Breyting á reikningsskilaaðferð 5. Starfsþáttayfirlit Starfsþáttur verslana og vöruhúsa í Færeyjum inniheldur alla starfsemi SMS samstæðunnar sem einkum samanstendur af rekstri dagvöruverslana Bónus, Miklagarðs og Mylnunar en einnig rekstri veitingastaða, sérvöruverslana, kjötvinnslu og brauð- og kökugerðar. Rekstur SMS samstæðunnar, utan smásöluverslunar með dagvöru, er óverulegur í samhengi við tekju-, hagnaðar- og eignamörk samstæðu Haga sem hafa ber til viðmiðunar við gerð starfsþáttayfirlits og er því litið á starfsemi SMS samstæðunnar sem einn starfsþátt. Starfsþættir samstæðunnar eru þrír en þeir eru verslanir og vöruhús á Íslandi, verslanir og vöruhús í Færeyjum og Olís. Starfsemi verslana og vöruhúsa, bæði á Íslandi og í Færeyjum, er að lang stærstum hluta í smásölurekstri dagvöru. Starfsemi Olís er að stærstum hluta í sölu eldsneytis og þjónustu sem því tengist, auk sölu skyndibita og ýmissa nauðsynjavara. Olís rekur þjónustustöðvar víðsvegar um landið undir vörumerki Olís en rekur auk þess fjöldan allan af ÓB sjálfsafgreiðslustöðvum. Skýringar, frh.: Félagið hefur breytt um reikningsskilaaðferð vegna fjárfestingarfasteigna sinna. Fjárfestingarfasteignir samstæðunnar eru nú færðar á gangvirði en voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Það er mat stjórnenda félagsins að endurmetið verð þessara fasteigna gefi gleggri mynd af fjárhagsstöðu samstæðunnar í árslok 28.2.2025 en afskrifað kostnaðarverð hefði gert. Samanburðarfjárhæðum fjárfestingarfasteigna í efnahagsreikningi 29.2.2024 hefur verið breytt til samræmis. Samstæðan hefur ekki áreiðanlegar upplýsingar um gangvirðisbreytingu fjárfestingarfasteigna 1.3.2023 og þar af leiðandi hafa samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi ekki verið uppfærðar fyrir reikningsárið 1. mars 2023 til 29. febrúar 2024. Gangvirði, umfram bókfært verð fjárfestingarfasteigna sem eru endurflokkaðar sem rekstrafjármunir í samstæðu, er fært í gegnum aðra heildarafkomu á rekstrarárinu 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 15 og 16. Starfsþáttur verslana og vöruhúsa á Íslandi felur í sér starfsemi Bónus, Hagkaups, Aðfanga, Banana, Stórkaups, Noron, Eldum rétt og móðurfélags. Starfsemi Haga Wine B.V. í Hollandi fellur einnig hér undir en vegna smæðar starfseminnar og einkenna hennar er ekki um sérstakan starfsþátt að ræða, þrátt fyrir annað landsvæði. Stjórnendur hafa lagt mat á smásöluverslun á Íslandi, eftir mismunandi tegundum verslana, og líta svo á að hún byggist á sambærilegum efnahagslegum einkennum, vörum, viðskiptavinum og birgjum. Heildsölurekstur dagvöru og smásölurekstur sérvöru er óverulegur og undir þeim tekju-, hagnaðar- og eignamörkum sem hafa ber til viðmiðunar við gerð starfsþáttayfirlits. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 18 5. Samanburðarfjárhæðum breytt vegna nýrrar reikningsskilaaðferðar. Sjá skýringu 4. Skýringar, frh.: Starfsþáttayfirlit, frh.:Verslanir Verslanir Rekstrarárið 2024/25og og vöruhús - vöruhús - Jöfnunar-ÍslandOlísFæreyjarfærslurSamtalsVörusala .........................................................126.751 50.124 3.467 0 180.342 Vörusala innan samstæðu ............................757 114 0 ( 871)0 Aðrar rekstrartekjur ......................................451 302 183 0 936 Aðrar rekstrartekjur innan samstæðu ..........281 4 0 ( 285)0 Heildartekjur starfsþátta ..........................128.240 50.544 3.650 ( 1.156)181.278 Heildarrekstrargjöld starfsþátta ..................( 117.719)( 46.850)( 3.127)1.156 ( 166.540)Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir ...............10.521 3.694 523 0 14.738 Afskriftir starfsþátta .....................................( 3.986)( 1.187)( 178)0 ( 5.351)Matsbreyting starfsþátta .............................129 ( 9)922 0 1.042 Áhrif hlutdeildarfélaga ..................................699 282 0 0 981 Rekstrarafkoma starfsþátta .....................7.363 2.780 1.267 0 11.410 Hrein fjármagnsgjöld ....................................( 2.365)( 493)( 130)0 ( 2.988)Tekjuskattur .........................................................................................................................................( 1.392)Hagnaður ársins ...........................................................................................................................7.030 28. febrúar 2025Eignir samtals ............................................. 64.759 22.746 17.531 0 105.036 Skuldir samtals ..........................................45.526 9.216 11.805 0 66.547 Fjárfestingar starfsþátta (nettó) ..................2.650 862 621 0 4.133 Rekstrarárið 2023/24Vörusala .........................................................120.874 52.396 0 0 173.270 Vörusala innan samstæðu ............................844 131 0 ( 975)0 Aðrar rekstrartekjur ......................................497 185 0 0 682 Aðrar rekstrartekjur innan samstæðu ..........259 0 0 ( 259)0 Heildartekjur starfsþátta ..........................122.474 52.712 0 (1.234)173.952 Heildarrekstrargjöld starfsþátta ..................( 112.471 )( 49.652 )0 1.234 ( 160.889 )Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir ..............10.003 3.060 0 0 13.063 Afskriftir starfsþátta .....................................( 3.849)( 1.179)0 0 ( 5.028)Matsbreyting starfsþátta .............................0 0 0 0 0 Áhrif hlutdeildarfélaga ..................................492 205 0 0 697 Rekstrarafkoma starfsþátta ......................6.646 2.086 0 0 8.732 Hrein fjármagnsgjöld ....................................( 2.193)( 428)0 0 ( 2.621)Tekjuskattur .........................................................................................................................................( 1.067)Hagnaður ársins ..........................................................................................................................5.044 29. febrúar 2024Eignir samtals ............................................. 56.586 21.585 0 0 78.171 Skuldir samtals ..........................................40.049 9.168 0 0 49.217 Fjárfestingar starfsþátta (nettó) ..................3.974 887 0 0 3.974 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 19 6. 7. 8. 9. Skýringar, frh.: VörusalaVörusala greinist þannig:2024/25 2023/24Dagvara ....................................................................................................................122.459113.463Sérvara .....................................................................................................................16.05615.448Eldsneyti ...................................................................................................................41.82744.359Vörusala samtals .....................................................................................................180.342173.270 Aðrar rekstrartekjurAðrar rekstrartekjur greinast þannig:2024/25 2023/24Aðstöðu- og húsaleigutekjur ..................................................................................696395Ýmsar aðrar rekstrartekjur ......................................................................................240287Aðrar rekstrartekjur samtals ...................................................................................936682 Vörusala á Íslandi greinist þannig:Dagvara ....................................................................................................................119.203113.463Sérvara .....................................................................................................................15.79815.448Eldsneyti ...................................................................................................................41.82744.359Vörusala samtals .....................................................................................................176.828173.270 Vörusala í Færeyjum greinist þannig:Dagvara ....................................................................................................................3.2110Sérvara .....................................................................................................................1780Vörusala samtals .....................................................................................................3.3890 Vörusala á öðrum landssvæðum greinist þannig:Dagvara ....................................................................................................................450Sérvara .....................................................................................................................800Vörusala samtals .....................................................................................................1250 Annar rekstrarkostnaðurAnnar rekstrarkostnaður greinist þannig:2024/25 2023/24Rekstrarkostnaður fasteigna ..................................................................................3.270 2.911 Sölu- og markaðskostnaður ....................................................................................1.352 1.067 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................2.127 2.127 Ýmis annar rekstrarkostnaður ................................................................................2.102 1.274 Annar rekstrarkostnaður samtals ...........................................................................8.851 7.379 Laun og launatengd gjöldLaun og launatengd gjöld greinast þannig:2024/25 2023/24Laun ..........................................................................................................................15.287 13.435 Mótframlag í lífeyrissjóð ..........................................................................................1.773 1.582 Önnur launatengd gjöld ...........................................................................................1.343 1.191 Áfallinn kostnaður vegna kaupréttarsamninga, sbr. skýringu 25 .........................48 21 Laun og launatengd gjöld samtals .........................................................................18.451 16.229 Fjöldi ársverka .........................................................................................................1.581 1.501 Fjöldi starfsmanna í árslok ......................................................................................3.508 2.699 Kynjahlutfall starfsmanna í % - fjöldi ársverka (karlar/konur) ..............................54/4656/44 Greint er frá launum stjórnar og lykilstjórnenda í skýringu 31. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 20 10. Þóknun til endurskoðenda 11. 12. 13. Þóknun til endurskoðenda vegna endurskoðunar á samstæðuársreikningi og ársreikningum dótturfélaga greinist þannig:2024/25 2023/24Endurskoðun og könnun .........................................................................................47 47 Önnur þjónusta ........................................................................................................1 1 Samtals þóknun til endurskoðenda samstæðunnar .............................................48 48 Skýringar, frh.: TekjuskatturTekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig:2024/25 2023/24Tekjuskattur til greiðslu ....................................................................1.444 1.090 Breyting tekjuskattsskuldbindingar .................................................( 52)( 23)Tekjuskattur færður í rekstrarreikning ............................................1.392 1.067 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöldFjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:2024/25 2023/24Vaxtatekjur af innstæðum og kröfum .....................................................................282164Gengishagnaður ......................................................................................................1044Fjármunatekjur samtals ...........................................................................................292208Vaxtagjöld og verðbætur ........................................................................................ ( 2.086) ( 1.971)Vaxtagjöld leiguskuldar, sjá skýringu 27 ............................................................... ( 1.194) ( 858)Fjármagnsgjöld samtals .......................................................................................... ( 3.280) ( 2.829)Hrein fjármagnsgjöld ............................................................................................... ( 2.988) ( 2.621) AfskriftirAfskriftir greinast þannig:2024/25 2023/24Afskrift rekstrarfjármuna, sjá skýringu 15 ..............................................................2.650 2.560 Afskrift fjárfestingarfasteigna, sjá skýringu 16 ......................................................0 84 Afskrift óefnislegra eigna, sjá skýringu 17 .............................................................475 386 Afskrift leigueigna, sjá skýringu 18 .........................................................................2.067 1.862 Hlutdeild í afskriftum Olíudreifingar ehf. ................................................................159 136 Afskriftir samtals ......................................................................................................5.351 5.028 Virkur tekjuskattur greinist þannig:Hagnaður ársins ................................................................................7.030 5.044 Tekjuskattur ársins ...........................................................................1.392 1.067 Hagnaður fyrir tekjuskatt .................................................................8.422 6.111 Tekjuskattur miðað við gildandi skatthlutfall ...........21,0% 1.769 20,0% 1.222 Áhrif annars skatthlutfalls í Færeyjum .....................( 0,4%)( 6)0,0% 0 Ófrádráttarbær kostnaður ........................................0,5% 41 0,0% 2 Óskattskyldar tekjur ..................................................( 5,5%)( 460)( 2,3%)( 139)Aðrar breytingar ........................................................0,6% 48 ( 0,3%)( 18)Virkur tekjuskattur .....................................................16,2% 1.392 19,6% 1.067 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 21 14. Hagnaður á hlut 15. Skýringar, frh.: Grunnhagnaður á hlut miðar við hagnað sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðalfjölda virkra hluta á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut miðar við hagnað sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðalfjölda virkra hluta að teknu tilliti til þynningaráhrifa væntra útgefinna hluta vegna kauprétta starfsmanna. 2024/25 2023/24Hagnaður ársins til hluthafa móðurfélagsins ........................................................7.030 5.044 Vegið meðaltal útistandandi hlutafjár:Hlutafé í ársbyrjun ...................................................................................................1.106 1.133 Áhrif endurkaupa og ógildingar á eigin bréfum .....................................................0 ( 35)Áhrif afhendingar á eigin bréfum ...........................................................................( 19)0 Veginn meðalfjöldi útistandandi hluta ...................................................................1.087 1.098 Áhrif kaupréttasamninga .........................................................................................29 21 Vegið meðaltal útistandandi hluta á árinu fyrir þynntan hagnað ..........................1.116 1.119 Grunnhagnaður á hlut ..............................................................................................6,47 4,59 Þynntur hagnaður á hlut ..........................................................................................6,30 4,51 Bókfært verðStaða 1.3.2023 ..........................................................6.624 6.083 8.529 21.236 Staða 29.2.2024 ........................................................7.499 5.837 9.200 22.536 Staða 28.2.2025 ........................................................12.067 12.938 10.627 35.632 RekstrarfjármunirEndurmetnar Aðrar Áhöld og Rekstrarfjármunir greinast þannig:fasteignir fasteignir innréttingar SamtalsKostnaðarverð eða matsvirðiStaða 1.3.2023 ..........................................................7.413 7.018 24.292 38.723 Fjárfesting á árinu .....................................................846 180 2.874 3.900 Selt og aflagt .............................................................0 ( 321)( 1.704)( 2.025)Staða 29.2.2024 ........................................................8.259 6.877 25.462 40.598 Endurflokkað af fjárfestingarfasteignum .................193 49 0 242 Uppfærð staða 29.2.2024 ........................................8.452 6.926 25.462 40.840 Endurmat á árinu .......................................................4.596 0 0 4.596 Fjárfesting á árinu .....................................................144 1.574 2.111 3.829 Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................0 6.477 4.716 11.193 Selt og aflagt .............................................................0 ( 264)( 252)( 516)Þýðingarmunur ..........................................................0 ( 6)( 7)( 13)Staða 28.2.2025 ........................................................13.192 14.707 32.030 59.929 AfskriftirStaða 1.3.2023 ..........................................................789 935 15.762 17.486 Afskriftir ....................................................................164 228 2.168 2.560 Selt og aflagt .............................................................0 190)( 1.668)( 1.858)( Staða 29.2.2024 ........................................................953 973 16.262 18.188 Endurflokkað af fjárfestingarfasteignum .................0 116 0 116 Uppfærð staða 29.2.2024 ........................................953 1.089 16.262 18.304 Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................0 465 3.016 3.481 Afskriftir ....................................................................172 223 2.255 2.650 Selt og aflagt .............................................................0 ( 3)( 126)( 129)Þýðingarmunur ..........................................................0 ( 5)( 4)( 9)Staða 28.2.2025 ........................................................1.125 1.769 21.403 24.297 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 22 15. Rekstrarfjármunir, frh.: Endurmat fasteigna Fasteignamat og vátryggingaverð Veðsetningar 16. Fasteignamat og vátryggingaverð Vátryggingaverð, fasteignamat og bókfært verð fasteigna og lóða í lok reikningsárs nam eftirfarandi fjárhæðum: Á fasteignum og fjárfestingarfasteignum samstæðunnar, sem eru á bókfærðu verði 19.774 millj. kr., hvíla þinglýst veð og skuldbindingar að fjárhæð 27.442 millj. kr. til tryggingar á skuldum samstæðunnar. Vátryggingaverð, fasteignamat og bókfært verð fjárfestingarfasteigna og lóða í lok reikningsárs nam Fjárhæðir færðar í rekstrarreikning vegna fjárfestingarfasteigna:2024/25 2023/24Leigutekjur ...............................................................................................................483 358 Beinn rekstrarkostnaður tengdur leigueignum í útleigu .......................................98 75 Beinn rekstrarkostnaður tengdur leigueignum sem ekki eru í útleigu .................5 4 Fjárfestingarfasteignir FasteignirFjárfestingarfasteignir greinast þannig:Fasteignir í rekstrarleigu SamtalsBókfært verð 1.3.2023 .....................................................................3.402 0 3.402 Fjárfesting á árinu .............................................................................523 0 523 Afskriftir ............................................................................................( 84)0 ( 84)Bókfært verð 29.2.2024 ...................................................................3.841 0 3.841 Endurflokkað á fasteignir til eigin nota ............................................( 126)0 ( 126)Matsbreyting 29.2.2024 ...................................................................957 0 957 Uppfærð staða 29.2.2024 ................................................................4.672 0 4.672 Fjárfesting á árinu .............................................................................51 0 51 Selt á árinu ........................................................................................( 5)0 ( 5)Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi ...............................................0 3.689 3.689 Gangvirðisbreyting ...........................................................................120 922 1.042 Staða 28.2.2025 ...............................................................................4.838 4.611 9.449 eftirfarandi fjárhæðum:28.2.2025 29.2.2024Fasteignamat fjárfestingarfasteigna ......................................................................2.7102.480Vátryggingaverð fjárfestingarfasteigna .................................................................3.9824.215Bókfært verð fjárfestingarfasteigna .......................................................................9.4494.672 28.2.2025 29.2.2024Fasteignamat ...........................................................................................................10.3249.467Vátryggingaverð fasteigna .....................................................................................25.87019.731Bókfært verð fasteigna ...........................................................................................25.00513.336Vátryggingaverð innréttinga og áhalda .................................................................32.71519.819Bókfært verð innréttinga og áhalda .......................................................................10.6279.200 Fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og tilheyra flokki endurmetinna fasteigna hér að framan. Matsbreyting þeirra er færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Sjá upplýsingar um gangvirðismat þeirra í skýringu 16. Skýringar, frh.: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 23 16. Fjárfestingarfasteignir, frh.: Ákvörðun gangvirðis fjárfestingarfasteigna Næmnigreining gangvirðismats fasteigna í árslok 2024/25 Gangvirðismat fjárfestingarfasteigna fellur undir stig þrjú í gangvirðislíkani alþjóðlegra reikningsskilastaðla enda byggir það að verulegu leyti á öðrum upplýsingum en markaðsupplýsingum. Væri lykilforsendum gangvirðismatsins breytt, þ.e. forsendum um fjármagnskostnað og leiguverð, yrðu breytingar á gangvirði sem fært er í rekstrarreikning í samræmi við eftirfarandi töflu: Hækkun LækkunHækkun / (lækkun) markaðsleigu pr. m2 um 100 kr. ............................................8.416 8.416)( (Hækkun) / lækkun á vegnum fjármagnskostnaði um 0,1%-stig ........................3.136)( 3.223 Skýringar, frh.: Fasteignir Fasteignir í rekstrarleiguHelstu forsendur gangvirðismats:28.2.2025 29.2.2024 28.2.2025 29.2.2024Skuldsetningarhlutfall ...............................................65%65%--Veginn fjármagnskostnaður (WACC) .......................6,51-7,26%6,44-7,19%4,65-4,85%-Nýtingarhlutfall ..........................................................90,0-95,0%90,0-95,0%95,0-99,0%- Fjárfestingarfasteignir eru ýmist í skammtíma- eða langtímaleigu. Framtíðarleigugreiðslur leigusamninga eru að lágmarki sem hér segir: Gangvirðismöt félagsins í árslok 2024/2025 og 2023/2024 voru unnin með aðstoð óháðra sérfræðinga. Við mat á fjárfestingarfasteignum er stuðst við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Sjóðstreymislíkanið byggir á frjálsu sjóðstreymi til samstæðunnar sem núvirt er með veginni ávöxtunarkröfu hverrar eignar (WACC). Ávöxtunarkrafa eigin fjár er metin út frá CAPM líkaninu (Capital Asset Pricing Model) þar sem byggt er á áhættulausum verðtryggðum vöxtum að viðbættu álagi til að mæta þeirri áhættu sem fylgir undirliggjandi rekstri. Lánsfjárvextir byggja á áætluðum vaxtakjörum sem bjóðast á markaði við endurfjármögnun eignanna. Áætlað sjóðsflæði tekur mið af leigutekjum af fyrirliggjandi leigusamningum og væntri þróun þeirra. Lagt er mat á sérhvern leigusamning og tillit tekið til þeirra áhættuþátta sem máli skipta. Frá áætluðum leigutekjum er dreginn áætlaður rekstrarkostnaður. Með þessum hætti er hver eign félagsins metin sem sjálfstæð eining. Forsendur virðislíkansins byggja á reynslutölum úr rekstri félagsins ásamt spá um þróun lykilþátta til framtíðar. Niðurstaða matsins fyrir fasteignir í eigu samstæðunnar í árslok 2024/25 var hækkun á mati fjárfestingarfasteigna að fjárhæð 418,9 millj. kr. Fjárhæð sem færð er í rekstrarreikning nemur 119,8 millj. kr. en fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Sjá einnig umfjöllun í skýringu 15. Niðurstaða matsins fyrir fasteignir í rekstrarleigu í árslok 2024/25 var hækkun á mati fjárfestingarfasteigna að fjárhæð 922 millj.kr. 28.2.2025 29.2.2024Innan eins árs ...........................................................................................................896 313 Eftir eitt til fimm ár ...................................................................................................3.380 1.027 Eftir meira en fimm ár ..............................................................................................5.066 660 Leigusamningar samtals .........................................................................................9.342 2.000 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 24 Virðisrýrnunarpróf Viðskiptavild vegna kaupa á SMS nam 2.410 millj. kr. í árslok. Yfirtökudagur var í upphafi fjórða ársfjórðungs 2024/25 og var ekki framkvæmt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavildinni þar sem virði félagsins er ekki talið hafa breyst verulega frá yfirtökudegi. Skýringar, frh.: Viðskiptavild sem verður til við yfirtöku á rekstrareiningum eða kaupum á dótturfélögum er ekki afskrifuð heldur er gert virðisrýrnunarpróf að minnsta kosti árlega til að kanna hvort virðisrýrnun sé til staðar. Viðskiptavild sem myndast við yfirtökur eða kaup er útdeilt á flokk eigna sem eru skilgreindar sem fjárskapandi einingar af stjórnendum samstæðunnar. Endurheimtanlegar fjárhæðir fyrir tekjuskapandi einingar eru byggðar á nýtingarvirði. 17. Óefnislegar eignir Langtíma-Óefnislegar eignir greinast þannig:Viðskiptavild Hugbúnaður kostnaður SamtalsKostnaðarverðStaða 1.3.2023 ..........................................................11.806 2.298 189 14.293 Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................30 0 0 30 Fjárfesting á árinu .....................................................0 762 0 762 Selt og aflagt .............................................................0 ( 135)0 ( 135)Staða 29.2.2024 ........................................................11.836 2.925 189 14.950 Viðskiptavild vegna SMS ..........................................2.410 0 0 2.410 Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................0 12 0 12 Fjárfesting á árinu .....................................................0 823 0 823 Selt og aflagt .............................................................0 0 0 0 Þýðingarmunur ..........................................................0 ( 4)0 ( 4)Staða 28.2.2025 ........................................................14.246 3.756 189 18.195 Afskriftir og virðisrýrnunStaða 1.3.2023 ..........................................................746 928 189 1.863 Afskriftir .....................................................................0 386 0 386 Selt og aflagt .............................................................0 ( 135)0 ( 135)Staða 29.2.2024 ........................................................746 1.179 189 2.114 Yfirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................0 3 0 3 Afskriftir .....................................................................0 475 0 475 Selt og aflagt .............................................................0 0 0 0 Þýðingarmunur ..........................................................0 ( 3)0 ( 3)Staða 28.2.2025 ........................................................746 1.654 189 2.589 Bókfært verðStaða 1.3.2023 ..........................................................11.060 1.370 0 12.430 Staða 29.2.2024 ........................................................11.089 1.746 0 12.835 Staða 28.2.2025 ........................................................13.499 2.102 0 15.601 Viðskiptavild greinist þannig niður á starfsþætti:28.2.2025 29.2.2024Verslanir og vöruhús á Íslandi (Bónus, Bananar og Eldum rétt) ...........................8.853 8.853 Verslanir og vöruhús í Færeyjum (SMS) ................................................................2.410 0 Olís ............................................................................................................................2.236 2.236 Viðskiptavild samtals ............................................................................................... 13.499 11.089 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 25 17. Óefnislegar eignir, frh.: Virðisrýrnunarpróf 18. Dótturfélag Haga í Færeyjum sér um rekstur þriggja verslunarkjarna í Færeyjum og er með langtíma leigusamninga við eigendur þeirra. Félagið áframleigir rýmin til verslunar- og þjónustufyrirtækja en vegna þeirra myndast leigueign sem færð er meðal fjárfestingarfasteigna sbr. skýringu 16 og eru þær metnar á gangvirði á hverjum reikningsskiladegi. Leigueignir Nýtingarvirði byggir á nokkrum meginforsendum sem innihalda mat stjórnenda á framtíðarhorfum viðkomandi fjárskapandi einingar þar sem stuðst er við söguleg ytri og innri gögn. Við mat á nýtingarvirði er stuðst við vænt fjárstreymi sem fært hefur verið til núvirðis. Fjárstreymi var áætlað með hliðsjón af fjárhæðum í samþykktum rekstraráætlunum ársins 2025/26 og næstu fimm ára ásamt föstum framtíðarnafnvexti eftir spátímabilið sem stjórnendur telja að endurspegli reynslu fyrri ára, framtíðarþróun og spár greiningaraðila um verðbólgu og hagvöxt næstu árin. Vænt fjárstreymi er fært til núvirðis með vegnum fjármagnskostnaði (WACC) viðkomandi fjárskapandi einingar. Ávöxtunarkrafan byggir á áhættulausum vöxtum að viðbættu álagi á samsetningu fjármögnunar fyrir hverja fjárskapandi einingu þar sem byggt er á ytri- og innri gögnum. Forsendur eru eftirfarandi: Skýringar, frh.: Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs viðskiptavildar verða stjórnendur að meta ákveðnar forsendur sem notaðar eru í árlegu virðisrýrnunarprófi. Slíkt mat felur alltaf í sér ákveðna óvissu sem getur haft veruleg áhrif á útkomu prófanna ef forsendur reynast rangar. Fjárskapandi einingar samstæðunnar eru mis viðkvæmar fyrir breytingum á meginforsendum virðisrýrnunarprófsins og myndu raunhæfar breytingar á lykilforsendum samt sem áður ekki leiða til virðisrýrnunar. 28.2.2025 29.2.2024Framtíðarvöxtur .......................................................................................................2,0-4,0%2,0-4,5%Tekjuvöxtur næstu 2-5 ára .....................................................................................2,5-13,0%2,5-11,5%EBITDA hlutfall næstu 2-5 ára ................................................................................4,5-15,5%4,5-15,0%Veginn fjármagnskostnaður (WACC) .....................................................................10,2-11,2%10,2-10,9%Skuldsetningarhlutfall ..............................................................................................35,5-45,3%28,5-42,1%Áhættulausir vextir ..................................................................................................6,63%6,19% Leigueignir og leiguskuldir samstæðunnar sem leigutaka eru eingöngu vegna húsnæðis. Leigueignir og leiguskuldir vegna lóðaleigusamninga eru ekki færðar. Upplýsingar um leiguskuldir má finna í skýringu 27, upplýsingar um greiðsluflæði í skýringu 30c og reikningsskilaaðferðir í skýringu 35p. Endurheimtanlegar fjárhæðir allra fjárskapandi eininga var metið hærra en eignagrunnur og því engin virðisrýrnun færð hjá samstæðunni. Leigueignir greinast þannig:28.2.2025 29.2.2024Leigueignir 1. mars ..................................................................................................11.252 8.287 Nýir leigusamningar .................................................................................................0 1.722 Yirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................................................................2.539 0 Breytingar á leigusamningum .................................................................................2.447 2.166 Verðbætur ................................................................................................................599 939 Afskriftir ....................................................................................................................( 2.067)( 1.862)Þýðingarmunur .........................................................................................................( 125)0 Leigueignir samtals .................................................................................................14.645 11.252 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 26 19. Kaup á dótturfélagi Yfirteknar aðgreinanlegar eignir og skuldir Taflan hér að neðan sýnir gangvirði yfirtekinna eigna og skulda SMS samkvæmt kaupverðsútdeilingu. Greiðsla kaupverðs var innt af hendi með eftirfarandi hætti:Verðmæti afhentra hluta í Högum ..........................................................................1.385 Greitt með handbæru fé ..........................................................................................5.207 Samtals .....................................................................................................................6.592 Þann 27. nóvember 2024 undirrituðu Hagar og þáverandi eigendur P/F SMS í Færeyjum kaupsamning vegna kaupa Haga á öllu hlutafé í SMS, en þá höfðu öll skilyrði vegna kaupanna verið uppfyllt, þ.m.t. áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsaðila í Færeyjum. Yfirtökudagur var mánudagurinn 2. desember 2024 og varð SMS því hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25. Kaupverð (e. enterprise value) í viðskiptunum nam tæplega 467 mDKK og virði hlutafjár (e. equity value) tæplega 327 mDKK. Kaupverð byggði m.a. á rekstri og áætlunum samstæðu SMS fyrir rekstrarárið 2024, en tekjur fyrir árið voru áætlaðar um 730 mDKK og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) um 63 mDKK. Kaupverð byggði einnig á mati á fasteignasafni SMS. Endanlegt uppgjör vegna kaupanna gæti breyst lítillega tengt rekstrarafkomu SMS á næstu 2-3 árum. Vert er að benda á að áhrifa leigustaðals IFRS 16 gætir ekki í uppgefnum afkomutölum SMS vegna ársins 2024. Hagar greiddu kaupverð með reiðufé að upphæð um 267 mDKK og afhendingu 13.867.495 hluta eigin bréfa á meðalgenginu 85,24 eða að virði 60 mDKK í viðskiptunum. Þó ber að taka fram að skv. alþjóðlegum reikningsskilastöðlum reiknast virði hinna afhentu hluta í bókum félagsins m.v. verðmæti á afhendingardegi, sem var að meðaltali 99,84 á hlut. Hagar fjármögnuðu hluta kaupverðs með nýju 200 mDKK láni til 12 mánaða en unnið verður að langtímafjármögnun á næstu misserum. SMS er leiðandi verslunarfélag í Færeyjum og rekur m.a. átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum, fjórar smærri dagvöruverslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. SMS er einnig umsvifamikið í annarri starfsemi, m.a. rekstri stærstu verslunarmiðstöðvar Færeyja, fjölda veitingastaða, smávöruverslana, brauð- og kökugerðar, kjötvinnslu og líkamsræktarstöðva. Að auki á félagið fjölbreytt fasteignasafn sem telur um 11.000 m2 sem er að mestu nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila. Markmið kaupanna er að renna frekari stoðum undir og styrkja rekstur Haga á sviði dagvöruverslana og auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval SMS í Færeyjum. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðum skal yfirtökufélag framkvæma kaupverðsútdeilingu á yfirtökudegi með því að meta aðgreinanlegar yfirteknar eignir og skuldir yfirtekins félags til gangvirðis. Kaupverðsútdeilingu er að mestu lokið, en þó með þeim fyrirvara að ef nýjar upplýsingar um stöðu eigna og / eða skulda á yfirtökudegi koma fram innan eins árs frá yfirtöku getur kaupverðsútdeiling breyst. Skýringar, frh.: Virði í DKKVirði í ISKRekstrarfjármunir .....................................................................................................390 7.632 Langtímakröfur ........................................................................................................2 34 Vörubirgðir ...............................................................................................................71 1.386 Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ...........................................................19 372 Handbært fé .............................................................................................................24 463 Vaxtaberandi skuldir ...............................................................................................( 184)( 3.597)Tekjuskattsskuldbinding .........................................................................................( 32)( 635)Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir .........................................................( 78)( 1.532)Gangvirði aðgreinanlegra yfirtekinna eigna að frádregnum yfirteknum skuldum .......................................................................212 4.123 Hlutdeild minnihluta .................................................................................................2 48 Viðskiptavild .............................................................................................................113 2.218 Kaupverð skv. kaupsamningi ..................................................................................327 6.389 Umframverðmæti afhentra hluta í Högum á afhendingardegi - fært áviðskiptavild .............................................................................................................-203 Kaupverð ..................................................................................................................-6.592 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 27 19. Kaup á dótturfélagi, frh.: Kostnaður vegna samruna 20. Hlutdeildarfélög Eignarhlutur28.2.2025 29.2.2024Klasi ehf., RVK ...................................................................................33%4.722 4.037 Olíudreifing ehf., RVK .......................................................................40%1.034 969 Djús ehf., RVK ...................................................................................49%180 167 EBK ehf., RVK ....................................................................................25%178 166 EAK ehf., RVK ....................................................................................33%174 160 Fjölver ehf., RVK ...............................................................................33%11 9 Abena Ísland ehf., RVK .....................................................................45%9 9 Sp/f Omaná, Færeyjar ......................................................................50%0 0 Sp/f Demmus, Færeyjar ...................................................................50%0 0 P/F Burn Fitness, Færeyjar ...............................................................50%0 0 P/F Burn Finans, Færeyjar ................................................................50%24 0 Eignarhlutir samtals .................................................................................................6.332 5.517 Breyting á bókfærðu verði hlutdeildarfélaga á árinu greinist þannig:Bókfært verð 1. mars ...............................................................................................5.517 5.064 Yirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................................................................24 0 Hlutdeild í afkomu ...................................................................................................981 697 Arður .........................................................................................................................( 190)( 244)Eignarhlutur samtals ................................................................................................6.332 5.517 Eignarhlutir samstæðunnar í hlutdeildarfélögum greinast þannig: ViðskiptavildViðskiptavildsemmyndastviðyfirtökureðakauperútdeiltáflokkeignasemeruskilgreindarsemfjárskapandi einingar af stjórnendum samstæðunnar. Endurheimtanlegar fjárhæðir fyrir tekjuskapandieiningar eru byggðar á nýtingarvirði. Viðskiptavild er ekki afskrifuð heldur er gert virðisrýrnunarpróf aðminnsta kosti árlega til að kanna hvort virðisrýrnun sé til staðar. Gangvirði yfirtekinna eigna og skulda er í samræmi við bókfært verð hjá SMS að undanskildum fasteignum en þær hafa verið endurmetnar í reikningsskilum Haga. Að öðru leyti er stuðst við bókfært verð sem talið var endurspegla gangvirði á yfirtökudegi. Á tímabilinu frá yfirtökudegi til ársloka nam vörusala SMS kr. 3.469 millj. kr. og hagnaður 185 millj. kr. Hefðiyfirtaka Haga á félögunum miðast við 1. mars 2024 hefði vörusala samstæðunnar numið 190.834 millj. kr. áárinu og hagnaður numið 7.273 millj. kr. Þessar fjárhæðir hafa verið reiknaðar m.t.t. reikningsskila félagannaá tímabilinu. Heildarkostnaður vegna samrunans nam 142,1 millj. kr. Kostnaðurinn hefur allur verið gjaldfærður á fjárhagsárinu til hækkunar á skrifstofu- og stjórnunarkostnaði. Skýringar, frh.: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 28 20. Hlutdeildarfélög, frh.: Eignarhlutur í Klasa ehf. Eignarhlutur í Olíudreifingu ehf. 21. 22. Skýringar, frh.: Hluti eldsneytisbirgða samstæðunnar eru í geymslurými í birgðastöð Olíudreifingar ehf., sem er hlutdeildarfélag samstæðunnar. Þessar eldsneytisbirgðir eru vátryggðar með birgðatryggingu Olíudreifingar. Samstæðan er eigandi að 40% hlut í Olíudreifingu ehf. sem annast birgðahald og dreifingu eldsneytis fyrir dótturfélag samstæðunnar, Olís ehf. Með vísan til hluthafasamkomulags í Olíudreifingu ehf. og til að gefa sem gleggstar upplýsingar um skiptingu rekstrarkostnaðar á einstaka gjaldaliði er hlutdeild samstæðunnar í rekstrarkostnaði Olíudreifingar ehf. færð á gjaldaliði, eins og sölu- og dreifingarkostnað, afskriftir og fjármagnskostnað í rekstrarreikningi samstæðunnar. Hagar eru eigandi að 33,3% hlut í Klasa ehf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. Eignarhlutur Haga í Klasa er 1/3 af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Regins og KLS eignarhaldsfélags. Reikningsskil Klasa ehf. eru gerð í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur og samkvæmt ársreikningi Klasa fyrir reikningsárið sem lauk 31. desember 2024 greinast helstu fjárhæðir þannig: Allar vörubirgðir samstæðunnar eru veðsettar vegna vaxtaberandi skulda. VörubirgðirVörubirgðir greinast þannig:28.2.2025 29.2.2024 Dagvara ...................................................................................................................7.6036.126 Sérvara ....................................................................................................................2.8682.520 Eldsneyti ..................................................................................................................3.1904.039 Vörur í flutningi .......................................................................................................313383 Vörubirgðir samtals ................................................................................................13.974 13.068 Niðurfærsla birgða í lok reikningsárs .....................................................................424 228 Vátryggingaverð birgða ..........................................................................................11.653 10.770 Aðrar langtímaeignirAðrar langtímaeignir greinast þannig:28.2.2025 29.2.2024Eignarhlutir í öðrum félögum ...................................................................................3841Skuldabréfaeign ......................................................................................................179 189 Aðrar langtímaeignir samtals ..................................................................................217230 31.12.2024Tekjur (100%) ...................................................................................................................................444 Hagnaður (100%) .............................................................................................................................2.054 Fastafjármunir ..................................................................................................................................18.745 Veltufjármunir ...................................................................................................................................92 Langtímaskuldir ................................................................................................................................( 2.857)Skammtímaskuldir ............................................................................................................................( 288)Eigið fé (100%) .................................................................................................................................15.692 Hlutdeild í eigin fé ............................................................................................................................5.231 Frestaður söluhagnaður ..................................................................................................................( 509)Eignarhlutur í árslok (33,3%) ...........................................................................................................4.722 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 29 24. Handbært fé 28.2.2025 29.2.2024 25. Lögbundinn varasjóður Endurmatsreikningur Bundið eigið fé Handbært fé greinist þannig: Á aðalfundi Haga sem haldinn var þann 30. maí 2024 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Ekki voru keypt eigin bréf á árinu. Samkvæmt lögum nr. 3/2006 ber félögum að færa hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga, sem færð er í rekstrarreikning og er umfram móttekinn arð eða þann arð sem ákveðið hefur verið að úthluta, á bundinn hlutdeildarreikning meðal eigin fjár. Á bundinn eiginfjárreikning er jafnframt færður áfallinn kostnaður vegna kaupréttarsamninga og þýðingarmunur sem samanstendur af gengismun sem verður til vegna umreiknings reikningsskila erlends dótturfélags í íslenskar krónur. Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 1.106 millj. kr. í upphafi og lok reikningsársins. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu. Eigendur hluta í félaginu eiga rétt til arðs í hlutfalli við eign sína við arðsúthlutun sem samþykkt er á aðalfundi félagsins. Félagið á eigin hluti að nafnverði 8,1 millj. kr. í lok reikningsárs eða samtals 0,74% af útgefnu hlutafé. Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 10% af hagnaði ársins og allt að 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði sem má ekki nota til að greiða hluthöfum arð. Endurmat fasteigna félagsins sem eru í útleigu innan samstæðunnar og flokkast því ekki sem fjárfestingarfasteignir í samstæðuársreikningi Haga er fært á endurmatsreikning. Endurmatið er leyst upp til jafns við árlegar afskriftir þess í rekstrarreikningi. Upplausn endurmats er færð á óráðstafað eigið fé. Allar viðskiptakröfur samstæðunnar eru veðsettar vegna vaxtaberandi skulda. Skýringar, frh.: Eigið féHlutafé28.2.2025 29.2.2024Hlutafé í ársbyrjun ...................................................................................................1.106 1.133 Eigin bréf í ársbyrjun ..............................................................................................( 22)( 14)Útistandandi hlutir í ársbyrjun ................................................................................1.0841.119Endurkaup á eigin bréfum - ógild ...........................................................................0 ( 13)Endurkaup á eigin bréfum .......................................................................................0 ( 22)Afhending á eigin bréfum vegna samruna .............................................................14 0 Útistandandi hlutir í árslok ......................................................................................1.0981.084 23.Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfurViðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig:28.2.2025 29.2.2024 Viðskiptakröfur .......................................................................................................5.7225.189Niðurfærsla viðskiptakrafna ...................................................................................( 258)( 239)Gjaldmiðlaskiptasamningur ....................................................................................131 69 Aðrar skammtímakröfur ..........................................................................................560437Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ..........................................................6.155 5.456 Greiðslukortakröfur ................................................................................................732 778 Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals ............................................6.887 6.234 Óbundnar bankainnstæður .....................................................................................1.865 706 Sjóður .......................................................................................................................8471Markaðsverðbréf .....................................................................................................3501.050Handbært fé samtals ...............................................................................................2.2991.827 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 30 25. Eigið fé, frh.: Arðgreiðslur Kaupréttarsamningar Skýringar, frh.: Stjórn Haga hefur veitt kauprétti, á grundvelli hins nýja kaupréttarkerfis, fyrir samtals 16.568.615 hlutum í félaginu eða sem samsvarar 1,5% af hlutafé Haga en þar af hefur 11.037.686 hlutum verið úthlutað til framkvæmdastjórnar. Áfallinn og gjaldfærður kostnaður vegna nýju kaupréttarsamninganna á fjárhagsárinu nemur 31,5 millj. kr. en heildarkostnaður skv. reiknilíkani Black&Scholes er áætlaður um 173 millj. kr. yfir líftíma samninganna. Á hluthafafundi Haga þann 30. ágúst 2024 var samþykkt tillaga stjórnar um kaupréttarkerfi til handa lykilstarfsfólki í félaginu. Heimilt er að úthluta allt að 17.702.862 hlutum eða sem samsvarar 1,6% af hlutafé Haga þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Þátttakendur í kerfinu geta að hámarki átt rétt á kaupréttarsamningum sem nema 0,18% af hlutafé Haga við samþykkt kerfisins. Kaupréttarhafi ávinnur sér 1/3 hluta kaupréttarins í hvert sinn þegar 12, 24 eða 36 mánuðir eru liðnir frá úthlutun. Nýtingarverð skal samsvara dagslokagengi hlutabréfa í Högum, degi fyrir úthlutun, og skal það leiðrétt með 5,5% árlegum vöxtum (til hækkunar) og fyrir arðgreiðslum (til lækkunar). Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins þann 27. maí 2025 að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2025 sem nemur 50,0% af hagnaði ársins eftir skatta, án áhrifa af matsbreytingum og afkomu hlutdeildarfélaga. Arðgreiðslutillagan nemur samtals 2.504 millj. kr. (2024: 2.475 millj. kr.) eða um 2,3 kr. arður á hlut útistandandi hlutafjár (2024: 2,3 kr. á hlut). Bundið eigið fé greinist þannig:Lög- Endurmats Bundinn Bundinn Bundið bundinn reikningur hlutdeildar- eiginfjár- eigið févarasjóður reikningur reikningur samtalsBundið eigið fé 1. mars 2023 ............283 06.974 33 7.290 Breyting á varasjóð ............................( 6)0 0 ( 6)Áfallinn kostnaður vegnakaupréttarsamninga ..........................0 0 21 21 Breyting á hlutdeildarreikningi ..........0 1.623 0 1.623 Bundið eigið fé 29. febrúar 2024 .....277 0 8.597 54 8.928 Bundið eigið fé 1. mars 2024 ............277 0 8.597 54 8.928 Áfallinn kostnaður vegnakaupréttarsamninga ..........................48 48 Uppgjör kaupréttarsamninga ............( 19)( 19)Breyting á hlutdeildarreikningi ..........1.236 1.236 Fært á endurmatsreikning ................3.677 3.677 Þýðingarmunur ársins ........................( 8)( 8)Bundið eigið fé 28. febrúar 2025 .....277 3.677 9.825 83 13.862 Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hafa veitt starfsmönnum sínum, samkvæmt kaupréttarkerfum frá 2021 og 2024, nemur 27.524.861 hlutum eða um 2,5% hlutafjár í félaginu. Heildar áfallinn og gjaldfærður kostnaður vegna kaupréttarsamninga á fjárhagsárinu nemur 47,8 millj. kr. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 31 26. Lánaskilmálar Gangvirði fjáreigna og fjárskulda er jafnt bókfærðu virði þeirra. Skýringar, frh.: Stjórn Haga hf. samþykkti þann 23. nóvember 2022 útgáfuramma um útgáfu skuldabréfa og víxla að fjárhæð 10.000 millj. kr. Undanfarið hefur samstæðan nýtt sér skammtímafjármögnun í formi víxlaútgáfu, í samræmi við útgáfurammann, auk útgáfu skuldabréfa. Í lánaskilmálum félagins eru kvaðir um eftirfarandi fjárhagsleg skilyrði sem félagið þarf að uppfylla tvisvar sinnum á ári, eða strax í kjölfar birtingu ársreiknings og hálfsársuppgjörs. Neðangreind skilyrði stóðust prófun í lok rekstrarárs. Afborganir vaxtaberandi skulda greinast þannig á næstu ár: Afborganir innan árs ................................................................................................6.278 5.818 Afborganir eftir 1 til 2 ár ..........................................................................................3.665 445 Afborganir eftir 2 til 3 ár ..........................................................................................2.245 2.456 Afborganir eftir 3 til 4 ár .........................................................................................686 468 Afborganir eftir 4 til 5 ár ..........................................................................................5.594 481 Afborganir síðar .......................................................................................................4.947 7.436 Samtals .....................................................................................................................23.415 17.104 Vaxtaberandi skuldirVaxtaberandi skuldir greinast þannig:Vegið meðaltal vaxtaEftirstöðvar Eftirstöðvar 28.2.2025 29.2.202428.2.202529.2.2024Langtímaskuldir í ISK, óverðtryggðar ......................9,03%8,42%7.983 8.125 Langtímaskuldir í ISK, verðtryggðar ........................2,80%2,80%6.134 6.099 Langtímaskuldir í DKK, óverðtryggðar ....................4,41%-3.649 0 Skammtímaskuldir í DKK, óverðtryggðar ................4,77%-3.907 0 Víxilskuldir í ISK ........................................................8,64%10,32%1.440 2.880 Lánalína í DKK ...........................................................4,55%-302 0 Vaxtaberandi skuldir, þ.m.t. næsta árs afborgun .................................................23.415 17.104 Næsta árs afborganir vaxtaberandi skulda ..........................................................( 6.278)( 5.818)Langtímaskuldir samtals ........................................................................................17.137 11.286 Breyting vaxtaberandi skulda á árinu greinist þannig: Verðtryggð Óverðtryggð Óverðtryggð Fjárhagslegir skilmálar langtímaskuldalán ISKlán ISKlán DKKBókfært verð 28.02.2025 ................................................................6.134 4.560 208 Eiginfjárhlutfall að lágmarki .............................................................25%25%25%Vaxtaþekja, ekki lægri en ................................................................2,0-- Vaxtaberandi skuldir 1. mars ..................................................................................17.104 15.154 Ný lántaka langtímalána ..........................................................................................3.169 2.000 Ný lántaka skammtímalána .....................................................................................3.890 0 Yirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................................................................3.597 0 Afborganir ársins .....................................................................................................( 3.020)( 443)Breyting á víxilskuldum ...........................................................................................( 1.440)1.800 Breyting á lánalínu ...................................................................................................( 231)( 1.800)Verðbætur ................................................................................................................280 393 Gengismunur ............................................................................................................17 0 Áfallnir vextir sem bætast við höfuðstól ................................................................52 0 Þýðingarmunur .........................................................................................................( 3)0 Vaxtaberandi skuldir samtals ................................................................................23.415 17.104 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 32 27. Leiguskuldir 28. Tekjuskattsskuldbinding Afborganir leiguskulda greinast þannig á næstu ár: Skýringar, frh.: Leigueignir og leiguskuldir samstæðunnar sem leigutaka eru eingöngu vegna húsnæðis. Leigueignir og leiguskuldir vegna lóðaleigusamninga eru ekki færðar. Upplýsingar um leigueignir má finna í skýringu 18, upplýsingar um greiðsluflæði í skýringu 30c og reikningsskilaaðferðir í skýringu 35p. Veltutengdar leigugreiðslur sem tengjast ekki leigusamningum sem færðir eru samkvæmt IFRS 16 námu 334 millj. kr. (2023/24: 312 millj. kr.) og eru færðar sem hluti af öðrum rekstrarkostnaði í skýringu 9. Afborganir innan árs ................................................................................................3.630 2.579 Afborganir eftir 1 til 2 ár ..........................................................................................2.849 2.189 Afborganir eftir 2 til 3 ár ..........................................................................................2.261 1.697 Afborganir eftir 3 til 4 ár .........................................................................................1.843 1.210 Afborganir eftir 4 til 5 ár ..........................................................................................1.646 890 Afborganir síðar .......................................................................................................7.348 3.674 Samtals .....................................................................................................................19.577 12.239 Áhrif leigusamninga í sjóðstreymi greinast þannig: Greitt vegna leigusamninga, afborganir og vextir .................................................1.810 1.656 Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig á einstaka liði:28.2.202529.2.2024Rekstrarfjármunir og óefnislegar eignir .................................................................( 4.123)( 2.449)Leigueignir ...............................................................................................................( 2.455)( 2.250)Birgðir .......................................................................................................................( 49)( 91)Viðskipta- og aðrar skammtímakröfur ....................................................................( 18)( 42)Leiguskuldir ..............................................................................................................2.710 2.448 Gengismunur ............................................................................................................( 4)( 15)Yfirfæranlegt tap .....................................................................................................46 0 Aðrir liðir ...................................................................................................................10 15 Tekjuskattsskuldbinding samtals ...........................................................................( 3.883)( 2.384) Áhrif leigusamninga í rekstrarreikningi greinast þannig:2024/252023/24Vaxtagjöld á leiguskuldir .........................................................................................1.194 858 Afskrift leigueignar ..................................................................................................2.067 1.862 28.2.202529.2.2024Leiguskuldir greinast þannig frá upphafi til loka tímabilsins:Leiguskuldir 1. mars .................................................................................................12.239 9.068 Nýir samningar ........................................................................................................0 1.722 Yirtekið vegna kaupa á dótturfélagi .......................................................................6.227 0 Breytingar á leigusamningum .................................................................................2.447 2.166 Afborgunarþáttur leigugreiðslna ............................................................................( 1.810)( 1.656)Verðbætur ................................................................................................................599 939 Þýðingarmunur .........................................................................................................( 125)0 Leiguskuldir, þ.m.t. næsta árs afborgun ................................................................19.577 12.239 Næsta árs afborganir leiguskulda ..........................................................................( 3.630)( 2.579)Leiguskuldir til langtíma samtals ............................................................................15.947 9.660 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 33 29. 30. Stýring fjármálalegrar áhættu a. Yfirlit • Lánsáhætta• Lausafjáráhætta• Markaðsáhætta • Rekstraráhætta b. Lánsáhætta Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Hér eru veittar upplýsingar um framangreindar áhættur, markmið, stefnu og aðferðir félagsins við að meta og draga úr áhættunni, auk upplýsinga um eiginfjárstýringu þess. Jafnframt eru veittar tölulegar upplýsingar víðar í ársreikningnum. Stjórn félagsins ber ábyrgð á innleiðingu og eftirliti með fjármálalegri áhættu samstæðunnar. Lánsáhætta samstæðunnar ræðst einkum af aldri viðskiptakrafna, fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptavina, auk stöðu þeirra atvinnugreina sem stærstu viðskiptavinir samstæðunnar starfa í. Að baki viðskiptakrafna samstæðunnar stendur fjölmennur hópur viðskiptavina sem er dreifður meðal einstaklinga og fyrirtækja í einstökum atvinnugreinum, sjávarútvegur þar stærstur. Að mati samstæðunnar stendur hún ekki frammi fyrir verulegri lánsáhættu vegna viðskiptavina á smásölustigi. Samstæðan myndar hins vegar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna og annarra krafna. Niðurfærslan er í meginatriðum sérstök niðurfærsla vegna einstakra viðskiptamanna og sameiginleg niðurfærsla með tilliti til aldurs krafna, sem ekki hefur verið tengd einstökum viðskiptamönnum. Sameiginlega niðurfærslan er ákveðin með tilliti til innheimtusögu sambærilegra krafna. Um 24,5% (2023/24: 38,7%) af stöðu viðskiptakrafna þann 28. febrúar 2025 er vegna 30 stærstu viðskiptavina samstæðunnar. Þar af nam staða stærsta viðskiptavinar 2,5% (2023/24: 3,9%). Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Lánsáhætta félagsins er einkum vegna viðskiptakrafna og annarra krafna. Eftirfarandi áhættur fylgja fjármálagerningum samstæðunnar: Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir28.2.202529.2.2024Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:Tekjuskattur til greiðslu ..........................................................................................1.242 864 Viðskiptaskuldir ......................................................................................................14.977 13.095 Aðrar skammtímaskuldir .........................................................................................3.453 3.531 Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ..........................................19.672 17.490 Skýringar, frh.: Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Þá er markmiðið enn fremur að stýra áhættu á skilvirkan hátt og miðast áhættustýring við að áhætta sé í samræmi við áhættuvilja og stefnu félagsins og er þannig stuðlað að auknum stöðugleika og langtíma arðsemi. Áhættustýring samstæðunnar og aðferðir eru yfirfarnar reglulega til að greina breytingar á markaði og starfsemi samstæðunnar. Með starfsmannaþjálfun og starfsreglum stefnir samstæðan að öguðu eftirliti þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur. 28.Tekjuskattsskuldbinding, frh:Tekjuskattur til greiðslu greinist þannig:28.2.2025 29.2.2024Tekjuskattur ársins til greiðslu ................................................................................1.444 1.090 Fyrirframgreiddir skattar .........................................................................................( 202)( 226)Tekjuskattur ársins til greiðslu samtals ..................................................................1.242 864 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 34 30. Stýring fjármálalegrar áhættu, frh.: b. Lánsáhætta, frh.: 29. febrúar 2024 c. Lausafjáráhætta Mögulegt tap vegna lánsáhættu Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Samstæðan veitir viðskiptamönnum sínum greiðslufrest til að fjármagna kaup sín, t.d. með reikningsviðskiptum og móttöku greiðslukorta, en þarf að greiða skammtímaskuldbindingar sínar gagnvart birgjum og öðrum kröfuhöfum innan tiltekins greiðslufrests. Af þeim sökum fylgir henni lausafjáráhætta. Allar viðskiptakröfur samstæðunnar eru veðsettar vegna vaxtaberandi skulda. Auk niðurfærslu viðskiptakrafna eru til staðar greiðslutryggingar frá viðskiptamönnum sem nema um 1,0% af nafnverði viðskiptakrafna (2023/24: 1,2%). Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi á Aldur viðskiptakrafna, niðurfærsla og niðurfærsluhlutfall var eftirfarandi í árslok: Aldursgreining viðskiptakrafna og niðurfærsla Félagið hefur sett sér reglur um lánsviðskipti, þar sem leitast er við að lágmarka áhættu þar sem horft er til fjárhagsstöðu, lánshæfismats og starfsemi einstakra viðskiptavina auk stöðu atvinnugreina stærstu viðskiptavina. Allir viðskiptavinir félagsins sem eru í lánsviðskiptum eru með lánamörk á viðskiptareikningi sem þeir geta ekki farið yfir. Auk þess er algengt að farið sé fram á tryggingar gegn lánsviðskiptum. Skýringar, frh.: reikningsskiladegi:Skýring28.2.202529.2.2024Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ....................................236.0245.387Greiðslukortakröfur ...........................................................................23732778Mesta mögulega tap vegna viðskiptakrafna ...................................6.7566.165Handbært fé ......................................................................................242.2991.827Mesta mögulega tap vegna fjáreigna ..............................................9.0557.992 28. febrúar 2025BókfærtNiðurfærslu-Nafnverð Niðurfærsla verðhlutfallÓgjaldfallið .................................................................4.174 ( 80)4.094 1,9%Gjaldfallið innan 30 daga ..........................................1.191 ( 36)1.155 3,0%Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum ..................................175 ( 31)144 17,7%Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum ........................182 ( 111)71 61,0%Viðskiptakröfur samtals ............................................5.722 ( 258)5.464 4,5% Ógjaldfallið .................................................................3.773 ( 94)3.679 2,5%Gjaldfallið innan 30 daga ..........................................885 ( 41)844 4,6%Gjaldfallið fyrir 31-120 dögum ..................................246 ( 24)222 9,8%Gjaldfallið fyrir meira en 120 dögum ........................285 ( 80)205 28,1%Viðskiptakröfur samtals ............................................5.189 ( 239)4.950 4,6% Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 35 30. Stýring fjármálalegrar áhættu, frh.: c. Lausafjáráhætta, frh.: d. Markaðsáhætta Gjaldmiðlaáhætta vegna fjármálagerninga Samningsbundnar greiðslur vegna fjárskulda, þar með taldar væntanlegar vaxtagreiðslur, greinast þannig: Samstæðan býr við gengisáhættu vegna innkaupa og lántöku í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum (ISK). Þeir gjaldmiðlar sem einkum skapa gengisáhættu eru evra (EUR), danskar krónur (DKK) og Bandaríkjadollar (USD). Í eldsneytishluta samstæðunnar er leitast við að hlutleysa áhættuna með notkun gjaldmiðlaskiptasamninga. Til viðbótar við samningsbundið sjóðsflæði þá nemur tekjuskattur til greiðslu 1.242 millj. kr. (2023/24: 864 millj. kr.). Markaðsáhætta er hættan á verðsveiflum á fjármálamörkuðum sem hafa slæm áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði fjármálagerninga, s.s. breyting á gengi gjaldmiðla, vöxtum eða olíuverði. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður. Til þess að mæta skammtímasveiflum í rekstri samstæðunnar og standa við skuldbindingar sínar gagnvart birgjum og öðrum kröfuhöfum hefur samstæðan veltufjármögnun hjá viðskiptabanka sínum, bæði í íslenskum krónum, dönskum krónum og Bandaríkjadollar. Félagið er einnig virkur útgefandi 6 mánaða víxlaflokka sem skráðir hafa verið í Kauphöll og eykur það enn frekar lausafjárstöðu félagsins til skamms tíma. Veltufjármögnun er samstæðunni mjög mikilvæg, sérstaklega fyrir jólavertíðina þegar tímabundin birgðasöfnun á sér stað. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að hún hafi ávallt nægt lausafé til að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla, hvort heldur sem er við venjulegar eða óvenjulegar aðstæður, og forðast þannig að samstæðan verði fyrir óásættanlegu tapi eða að orðspor þess skaðist. Þá er uppgjör á færsluhirðingu kreditkorta daglegt (T+1). Skýringar, frh.: Samnings-Bókfært bundiðEftir meira28. febrúar 2025verð sjóðsflæði Innan ársEftir 1-5 ár en 5 árÓverðtryggðar vaxtaberandi skuldir .17.281 21.514 6.768 7.647 7.099 Verðtryggðar vaxtaberandi skuldir ...6.134 6.868 417 6.451 0 Leiguskuldir .........................................19.577 24.477 3.262 7.849 13.366 Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ............................18.430 18.430 18.430 0 0 61.422 71.289 28.877 21.947 20.465 29. febrúar 2024Óverðtryggðar vaxtaberandi skuldir .11.005 14.665 6.552 4.485 3.628 Verðtryggðar vaxtaberandi skuldir ...6.099 7.274 409 1.589 5.276 Leiguskuldir .........................................12.239 18.425 2.676 7.471 8.278 Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ............................16.626 16.626 16.626 0 0 45.969 56.990 26.263 13.545 17.182 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 36 30. Stýring fjármálalegrar áhættu, frh.: d. Markaðsáhætta, frh.: 29. febrúar 2024 Næmnigreining Gjaldmiðlaáhætta vegna fjárfestinga í dótturfélagi Næmnigreining Vaxtaáhætta Næmnigreining Samstæðan býr við vaxtaáhættu vegna vaxtaberandi skulda samstæðunnar. Í lok rekstrarárs báru um 56,7% af langtímalánum samstæðunnar breytilega vexti (2023/24: 40%), eða að fjárhæð 10.072 millj. kr. (2023/24: 5.625 millj. kr.), og felst áhætta samstæðunnar í mögulegri hækkun vaxta, sem leitt getur til aukins fjármagnskostnaðar og neikvæðra áhrifa á sjóðstreymi. Skýringar, frh.: 10% styrking krónunnar gagnvart þessum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt. Tapshætta vegna gjaldmiðlaáhættu 10% veiking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum í febrúarlok hefði aukið (minnkað) eigið fé og afkomu eftir tekjuskatt um eftirfarandi fjárhæðir:28.2.202529.2.2024USD ...........................................................................................................................79 50 EUR ...........................................................................................................................( 35)( 33)DKK ...........................................................................................................................636 19 Aðrar myntir .............................................................................................................( 5)( 5)Samtals .....................................................................................................................675 31 10% veiking íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni í febrúarlok hefði hækkað þýðingarmun (e. heildarhagnað) samstæðunnar fyrir tekjuskatt um 0,8 millj. kr., að því gefnu að allar aðrar breytur haldist óbreyttar. 10% styrking íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt. Samstæðan býr við gengisáhættu vegna fjárfestinga í dótturfélögum þar sem starfrækslugjaldmiðill er annar en hjá móðurfélaginu. Gengismunur sem verður til vegna umreiknings reikningsskila erlenda dótturfélagsins P/F SMS í Færeyjum myndar þýðingarmun sem færður er beint á eigið fé, þar sem starfrækslugjaldmiðill SMS er dönsk króna. 28.2.202529.2.2024Eignahlutur í P/F SMS í Færeyjum - fjárfesting í DKK ...........................................6.765 0 Breyting í vöxtum skulda með breytilega vexti um 1% í lok reikningsárs myndu hækka (lækka) eigið fé og afkomu um 80 millj. kr. (2023/24: 45 millj. kr.) eftir tekjuskatt. Viðskiptakröfur ..................................1.007 26 229 6 1.268 Handbært fé ......................................238 4 18 11 271 Vaxtaberandi skuldir .........................0 0 0 0 0 Viðskiptaskuldir .................................( 617)( 448)( 9)( 74)( 1.148)Áhætta í efnahagsreikningi ...............628 ( 418)238 ( 57)391 Eignir og skuldir í erlendri mynt voru í árslok sem hér segir:Aðrar28. febrúar 2025USD EUR DKK myntir SamtalsViðskiptakröfur ..................................1.1575164341.360Handbært fé ......................................688711197885Vaxtaberandi skuldir .........................007.85807.858Viðskiptaskuldir .................................( 848)( 525)( 90)( 100)( 1.563)Áhætta í efnahagsreikningi ...............997 ( 449)8.051 ( 59)8.540 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 37 30. Stýring fjármálalegrar áhættu, frh.: d. Markaðsáhætta, frh.: Gangvirði Olíuverðsáhætta e. Rekstraráhætta 31. Tengdir aðilar Breyting á heimsmarkaðsverði á olíu getur haft mikil áhrif á rekstur samstæðunnar, þá sér í lagi hjá dótturfélaginu Olís. Áhættan myndast frá þeim tíma sem innkaup á olíu eiga sér stað og þar til hún er seld til viðskiptavinar. Mismunur á innkaups- og söluverði getur haft bein áhrif á framlegð félagsins. Þá getur hátt verð á olíu í einhverjum tilfellum dregið úr eftirspurn og þannig haft áhrif á afkomu félagsins. Stýring olíuverðsáhættu felur í sér að draga úr afkomusveiflum og verjast óhagstæðri þróun með samningum við stærstu viðskiptavini félagsins. Þá er leitast við að stýra birgðum eftir aðstæðum á hverjum tíma og þannig draga úr þeim áhrifum sem verðsveiflur geta valdið. Ekki hefur verið notast við afleiðusamninga til að verjast óhagstæðri þróun olíuverðs. Rekstraráhætta er hættan á beinu eða óbeinu tapi eða tjóni af völdum margra þátta í starfseminni en þar ber helst að nefna ranga viðskiptastefnu, vinnu starfsfólks, tækni, ófullnægjandi eða gallaða innri ferla eða ytri atburða. Skilgreining tengdra aðila Tengdir aðilar félagsins eru stórir hluthafar í félaginu, hlutdeildarfélög þess, lykilstjórnendur og stjórnarmenn. Viðskipti á milli félagsins og dótturfélaga þess, sem eru skilgreind sem tengdir aðilar, hafa verið færð út í samstæðureikningsskilum og eru ekki hluti af þessari skýringu. Það er stefna stjórnar að eiginfjárstaða samstæðunnar sé sterk til að viðhalda trausti fjárfesta, lánastofnana og annarra markaðsaðila ásamt því að styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Stjórn Haga hf. hefur markað félaginu þá stefnu að skila til hluthafa sinna, beint eða óbeint, þeim verðmætum sem skapast í rekstrinum á hverju ári, umfram nauðsynlegar fjárfestingar til vaxtar og viðhalds félagsins. Það er mat stjórnenda að ekki sé verulegur munur á bókfærðu virði fjáreigna og fjárskulda og gangvirði þeirra í reikningsskilunum. Viðskipti við tengda aðilaViðskipti við tengda aðila eru við hlutdeildarfélög og greinast þannig:2024/25 2023/24Seldar vörur og þjónusta .........................................................................................511 371 Keyptar vörur og þjónusta ......................................................................................( 2.310)( 2.222)Viðskiptakröfur í lok rekstrarárs .............................................................................148 9 Viðskiptaskuldir í lok rekstrarárs ............................................................................( 298)( 298) Stefna stjórnar félagsins er að greiða hluthöfum þess árlegan arð, sem nemi að lágmarki 50% hagnaðar síðasta rekstrarárs eftir skatta, án áhrifa matsbreytinga og afkomu hlutdeildarfélaga. Forsendur fjárhæðar arðgreiðslu er að félagið viðhaldi fjárhagslegum styrk sínum og að arðgreiðslan taki mið af handbæru fé frá rekstri. Að auki mun félagið, ef tækifæri gefast, kaupa eigin bréf samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun. Þá stefnir stjórn Haga að því að eiginfjárhlutfall félagsins verði um 35%. Skýringar, frh.: Til að draga úr rekstraráhættu hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana. Þar ber helst að nefna vinnu við stefnumótun og ítarlega greiningu á rekstrar- og samkeppnisumhverfi Haga, lögð er áhersla á góð starfsskilyrði og samkeppnishæf laun, áhersla er á kostnaðargreiningar, áætlanagerð, frávikagreiningar og uppgjör. Innleiddir hafa verið verkferlar á mörgum sviðum starfseminnar ásamt því að gerðar hafa verið umtalsverðar breytingar til hins betra í rekstri upplýsingatækni í samstæðunni, með traustari rekstri grunnkerfa, bættum og skjalfestum verkferlum og framþróun í stafrænum lausnum. Unnið hefur verið markvisst að netöryggismálum og hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í því samhengi. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 38 31. Tengdir aðilar, frh: Hlutir í beinni eigu stjórnenda eða aðilum tengdum þeim. 2024/252023/24Kynjahlutfall lykilstjórnenda í % - fjöldi ársverka (karlar/konur) ...........................62/3876/24 Stjórn og lykilstjórnendur Laun, hlunnindi og árangurstengd laun stjórnar og lykilstjórnenda og eignarhlutur í árslok að nafnverði greinast þannig: Lykilstjórnendur eru: Magnús Magnússon, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar Haga, Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga, Eiður Eiðsson, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Haga, Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga og Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana. Lykilstjórnendur eru: Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar Haga, Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga, Eiður Eiðsson, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Haga, Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus (frá janúar 2024), Guðmundur Marteinsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Bónus (til desember 2023), Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís (frá janúar 2024), Frosti Ólafsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Olís (til desember 2023), Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga og Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana. Eva Bryndís og Sigríður eru nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Jensína, Davíð og Eiríkur eru nefndarmenn í starfskjaranefnd. 2024/25Árangurs-Framlag í EignahluturLaun Hlunnindi tengd launlífeyrissjóð í árslokEiríkur S. Jóhannsson, stjórnarform. .9,4 0,0 0,0 1,3 90,00 Eva Bryndís Helgadóttir, varaform. ...8,1 0,0 0,0 0,9 0,00 Davíð Harðarson, meðstj. ...................7,0 0,0 0,0 0,8 0,36 Jensína K. Böðvarsdóttir, meðstj. ......6,9 0,0 0,0 0,8 0,06 Sigríður Olgeirsdóttir, meðstj. ............5,8 0,0 0,0 0,8 0,04 Finnur Oddsson, forstjóri ...................61,6 4,2 20,0 17,4 0,26 Lykilstjórnendur ..............................263,3 21,8 59,5 46,1 0,35 Eva Bryndís og Sigríður eru nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Jensína, Davíð og Eiríkur eru nefndarmenn í starfskjaranefnd. Hlutir í beinni eigu stjórnenda eða aðilum tengdum þeim. Skýringar, frh.: 2023/24Árangurs-Framlag í EignahluturLaunHlunninditengd launlífeyrissjóð í árslokDavíð Harðarson, stjórnarformaður ...10,2 0,0 0,0 1,2 0,36 Eva Bryndís Helgadóttir, varaform. ...7,8 0,0 0,0 0,9 0,00 Eiríkur S. Jóhannsson, meðstj. ...........5,7 0,0 0,0 0,8 86,00 Jensína K. Böðvarsdóttir, meðstj. ......6,7 0,0 0,0 0,8 0,06 Sigríður Olgeirsdóttir, meðstj. ............5,7 0,0 0,0 0,8 0,04 Finnur Oddsson, forstjóri ...................56,8 3,2 18,0 15,6 0,26 Lykilstjórnendur ..............................270,8 20,4 76,1 53,7 0,35 Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 39 32. Dótturfélög 33. Önnur mál 34. Kennitölur Skýringar, frh.: EignarhluturStaðsetning 28.2.2025 29.2.2024Hagar verslanir ehf. .........................................................................Ísland100%100%Olís ehf. ..............................................................................................Ísland100%100%Bananar ehf. .....................................................................................Ísland100%100%Noron ehf. ........................................................................................Ísland100%100%Stórkaup ehf. ....................................................................................Ísland100%100%Eldum rétt ehf. ................................................................................Ísland100%100%Hagar Wine B.V. ...............................................................................Holland100%0%P/F SMS ............................................................................................Færeyjar100%0% Í apríl 2024 var tilkynnt um að Olís, dótturfélag Haga, ásamt meðeigendum sínum hefðu komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. Í framhaldi af þeim undirbúningi var þann 26. september 2024 tilkynnt um að ákveðið hefði verið að hefja formlegt söluferli á eignarhlutunum. Olís á 40% eignarhlut en Olíudreifing er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu eldsneytis á Íslandi. Borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið en ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu. Með bréfi, dagsett 20. mars 2025, tilkynnti Samkeppniseftirlitið Högum um ákvörðun sína um að hefja rannsókn sem miðar að því að ganga úr skugga um hvort skilyrðum sáttar sem Hagar gerðu við Samkeppniseftirlitið árið 2018, í tilefni af kaupum félagsins á Olís, hafi verið fylgt. Samkeppniseftirlitið óskaði með bréfinu eftir nánari upplýsingum og gögnum frá félaginu sem nú er unnið að því að svara. Hagar munu mótmæla því að verklagi við innleiðingu sáttarskilyrða hafi verið ábótavant en rík áhersla hefur verið lögð á rétta innleiðingu sáttarinnar frá samruna Haga og Olís í lok árs 2018. Óvissa er um mögulega niðurstöðu rannsóknarinnar á þessari stundu. Helstu kennitölur samstæðunnar eru eftirfarandi:2024/25 2023/24Rekstur:1.3.-28.2. 1.3.-29.2.Rekstrarhagnaðarhlutfall (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir / vörusala) ................8,2%7,5%Launahlutfall (laun og launatengd gjöld / vörusala) ..............................................10,2%9,4%Kostnaðarhlutfall (annar rekstrarkostnaður / vörusala) ........................................4,9%4,3%Veltuhraði birgða (kostnaðarverð seldra vara / meðalbirgðastaða) .....................10,3 10,6 Innheimtutími viðskiptakrafna í dögum .................................................................10,2 10,2 Efnahagur:28.2.2025 29.2.2024Veltufjárhlutfall (veltufjármunir / skammtímaskuldir) ............................................0,780,82Lausafjárhlutfall ((veltufjármunir-birgðir) / skammtímaskuldir) ............................0,310,31Skuldsetning (nettó vaxtaberandi skuldir / rekstrarhagnaður fyrir afskriftir) .....2,82,1Eiginfjárhlutfall (eigið fé / heildareignir) .................................................................36,6% 37,0%Innra virði hlutafjár (eigið fé / hlutafé) ....................................................................35,0826,71 Dótturfélög Haga hf. voru sex í upphafi reikningsárs en átta í lok reikningsárs. Dótturfélögin eru eftirfarandi: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 40 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir a. Grundvöllur samstæðu Dótturfélög Viðskipti felld út við gerð samstæðureiknings Kaup á dótturfélögum b. Skilgreining á lykilkennitölum og hugtökum c. Erlendir gjaldmiðlar Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum Kaupaðferð í reikningshaldi er notuð við færslu kaupa samstæðunnar á dótturfélögum. Kaupverð er metið sem gangvirði tilgreindra eigna sem látnar eru af hendi, útgefinna eiginfjárgerninga og skulda sem stofnað er til eða teknar eru yfir á viðskiptadegi, auk kostnaðar sem rekja má beint til yfirtökunnar. Aðgreinanlegar eignir og skuldir og skuldbindingar sem eru yfirteknar við sameiningu fyrirtækja eru metnar í upphafi á gangvirði á yfirtökudegi, án tillits til hversu mikil hlutdeild minnihluta er. Sú fjárhæð kaupverðs sem er umfram gangvirði eignarhluta samstæðunnar í yfirteknum aðgreinanlegum hreinum eignum er skráð sem viðskiptavild. Skýringar, frh.: Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi á uppgjörsdegi. Aðrar eignir og skuldir, sem metnar eru á gangvirði í erlendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gangvirði þeirra var ákvarðað. Gengismunur vegna viðskipta í erlendum gjaldmiðlum er færður í rekstrarreikning. Gengismunur á innkaupum á vörum til endursölu er bókfærður meðal kostnaðarverðs seldra vara. Samstæðan notar gengisskráningu Seðlabanka Íslands eins og gengið er skráð á hverjum tíma við umreikning. Til að auka upplýsingagildi ársreikningsins eru skýringar við hann birtar á grundvelli þess hversu viðeigandi og mikilvægar þær eru fyrir lesandann. Það þýðir að upplýsingar sem metnar eru hvorki mikilvægar né viðeigandi fyrir notanda reikningsskilanna eru ekki birtar í skýringum. Reikningsskilaaðferðum sem er lýst hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem koma fram í ársreikningnum og af öllum félögum í samstæðunni. Þeir reikningsskilastaðlar sem tóku gildi 1. janúar 2024 hafa ekki veruleg áhrif á reikningsskil félagsins, sjá nánar í skýringu 35s. Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð grundvallast af því hvort fjárfestir hefur ákvörðunarvald yfir fjárfestingunni, ber áhættu eða hefur réttinn til að njóta breytilegs ávinnings vegna þátttöku í fjárfestingunni og getur með ákvörðunarvaldi haft áhrif á ávinning sinn af fjárfestingunni. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðuársreikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Upplýsingar um dótturfélög er að finna í skýringu 32. Viðskipti milli félaga innan samstæðunnar, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð ársreiknings samstæðunnar. EBITDA .......................Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði, áhrif hlutdeildarfélaga og tekjuskatt.EBITDA hlutfall ...........EBITDA sem hlutfall af vörusölu.EBIT ............................Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, áhrif hlutdeildarfélaga og tekjuskatt.Ávöxtunarkrafa ..........Vegið meðaltal reiknaðra vaxta af lánsfé og eigin fé. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 41 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: d. Tekjur Seldar vörur Sala í verslunum og vöruhúsum Sala á eldsneyti Veitt þjónusta/aðrar tekjur e. Hlunnindi starfsmanna Framlög í iðgjaldatengda lífeyrissjóði f. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld g. Tekjuskattur Tekjur af sölu á vörum eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnum afsláttum og endurgreiðslum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar verulegur hluti áhættu og ávinnings af eignarhaldi flyst til kaupanda, líklegt er að endurgjaldið verði innheimt og unnt er að meta kostnað vegna sölunnar og möguleg skil á vörum og fjárhæð teknanna með áreiðanlegum hætti. Tekjur samstæðunnar samanstanda aðallega af staðgreiðslusölu í verslunum og staðgreiðslusölu á bensínstöðvum. Samstæðan greiðir föst iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Samstæðan ber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdra gjalda eftir því sem þau falla til. Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar á skuldbindingum, virðisrýrnun fjáreigna og gengistapi af erlendum gjaldmiðlum. Samstæðan eignfærir ekki vaxtagjöld af lánum. Hagnaði og tapi vegna gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla er jafnað saman og fært sem annað hvort fjármunatekjur eða fjármagnsgjöld sem fer eftir hvort gengismunahreyfingar skila sér í hagnaði eða tapi. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum og gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Skýringar, frh.: Tekjur af veittri þjónustu eru færðar í rekstrarreikning samkvæmt samningi þegar þjónustan hefur verið veitt. Aðrar rekstrartekjur samstæðunnar eru leigutekjur fasteigna, aðstöðuleiga, hagnaður af sölu eigna o.fl. Tekjur samstæðunnar eru af staðgreiðslusölu í verslunum og vöruhúsum, þar sem greitt er aðallega með reiðufé, greiðslukorti, inneignanótu eða gjafabréfi, og sölu með greiðslufresti til viðskiptamanna. Áhrif af reglum um skil á vörum eru óveruleg á tekjur félagsins og er ekki færð varúðarfærsla vegna þess í reikningsskil félagsins. Hagar lúta almennum lögum um ábyrgðir vegna seldra vara, m.a. vegna gallaðra vara, og er ekki færð varúðarfærsla vegna þeirra í reikningsskil félagsins. Tekjur samstæðunnar eru af staðgreiðslusölu eldsneytis á bensínstöðvum og sölu eldsneytis til stórnotenda, þar sem greitt er aðallega með greiðslukorti, reiðufé, inneignarnótu eða gjafabréfi, og sölu með greiðslufresti til viðskiptamanna. Áhrif af reglum um skil á vörum eru óveruleg á tekjur félagsins og er ekki færð varúðarfærsla vegna þess í reikningsskil samstæðunnar. Dótturfélagið Olís ehf. sem rekur bensínstöðvar lýtur almennum lögum um ábyrgðir vegna seldra vara, m.a. vegna gallaðra vara, og er ekki færð varúðarfærsla vegna þeirra í reikningsskil félagsins. Tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem eru færðir beint á eigið fé, en þá er tekjuskatturinn færður á eigið fé. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 42 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: g. Tekjuskattur frh.: h. Hagnaður á hlut i. Rekstrarfjármunir Færsla og mat Kostnaður sem fellur til síðar Afskriftir Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Hagnaður á hlut er reiknaður með því að deila hagnaði ársins, sem úthlutað er til hluthafa félagsins, með vegnu meðaltali útistandandi hlutafjár yfir árið. Þynntur hagnaður á hlut er ákvarðaður með því að leiðrétta fjölda virkra hluta fyrir mögulegri þynningu vegna hluta sem gæti þurft að gefa út vegna kauprétta starfsmanna. Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteignin er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er líklegt að hún nýtist ekki. Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til félagsins og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Hagnaður eða tap af sölu rekstrarfjármuna er munurinn á söluverði og bókfærðu verði eignarinnar og er söluhagnaður færður í rekstrarreikning meðal annarra rekstrartekna og sölutap fært meðal annars rekstrarkostnaðar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign og tekjuskattsskuldbindingu er jafnað saman þegar til staðar er lagalegur réttur til að jafna saman tekjuskatti til greiðslu og skatteign. Rekstrarfjármunir í samstæðunni eru færðir á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun að undanskildum fjárfestingarfasteignum sem eru í útleigu innan samstæðunnar. Þær eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaupin. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærður sem hluti af þeim tækjabúnaði. Skýringar, frh.: Afskriftaraðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á hverjum uppgjörsdegi. Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann. Fasteignir ..............................................................................................................................................20-50 árÁhöld og innréttingar ...........................................................................................................................3-17 ár Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna og færðar í rekstrarreikning. Land og lóðir eru ekki afskrifaðar. Frestaður tekjuskattur er færður með notkun efnahagsreikningsaðferðarinnar vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna skattalegs tímabundins mismunar sem er tilkominn vegna upphaflegrar skráningar á viðskiptavild. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 43 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: j. Fjárfestingarfasteignir Færsla og mat Kostnaður sem fellur til síðar Skýringar, frh.: Hagnaður eða tap af sölu fjárfestingarfasteigna er munurinn á söluverði og bókfærðu verði eignarinnar og er söluhagnaður færður í rekstrarreikning meðal annarra rekstrartekna og sölutap fært meðal annars rekstrarkostnaðar. Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta fjárfestinga er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til félagsins og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. Samstæðan leigir út fasteignir eða hluta fasteigna með tilheyrandi innréttingum og tækjum til lengri eða skemmri tíma þegar slík notkun á húsnæði er hagkvæm eða fellur vel að öðrum rekstri hennar. Fasteignir til leigu geta verið nýjar eða verið endurflokkaðar af fastafjármunum til eigin nota. Endurflokkun á sér stað yfir á fjárfestingarfasteignir þegar leiga hefur verið samþykkt og er færð til baka ef eignirnar eru aftur teknar til eigin nota. Dótturfélag Haga í Færeyjum sér um rekstur þriggja verslunarkjarna í Færeyjum og er með langtíma leigusamninga við eigendur þeirra. Félagið áframleigir rýmin til verslunar- og þjónustufyrirtækja en vegna þeirra myndast leigueign sem færð er meðal fjárfestingarfasteigna sbr. skýringu 16 og eru þær metnar á gangvirði á hverjum reikningsskiladegi. Fjárfestingarfasteignir félagsins eru bókfærðar á gangvirði á reikningsskiladegi. Matsbreyting fjárfestingarfasteigna er færð í rekstrarreikning á því tímabili sem matsbreytingin á sér stað. Fjárfestingarfasteignir eru ekki afskrifaðar. Gangvirðisbreytingar eru sérgreindar í rekstrarreikningi en leigutekjur færðar sem aðrar rekstrartekjur. Fjárfestingarfasteignir sem eru í útleigu innan samstæðunnar eru endurflokkaðar sem rekstrarfjármunir í samstæðuársreikningi og matsbreyting þeirra færð á sérstakan endurmatsreikning á meðal eigin fjár. Endurflokkun af eða á fastafjármuni til eigin nota er á bókfærðu kostnaðarverði á þeim tíma. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 44 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: k. Viðskiptavild Síðara mat Aðrar óefnislegar eignir Kostnaður sem fellur til síðar Afskriftir l. Hlutdeildarfélög Eignarhlutir í hludeildarfélögum eru eignfærðir á verði sem svarar til hlutdeildar félagsins í bókfærðu eigin fé þeirra. Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun annarra eigna er yfirfarin á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbending er um að dregið hafi úr virðisrýrnun eignarinnar. Virðisrýrnun annarra eigna er bakfærð ef breyting hefur átt sér stað á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki sem nemur áður færðri virðisrýrnun, að frádregnum afskriftum sem hefðu verið færðar ef engin virðisrýrnun hefði orðið. Afskriftir óefnislegra eigna, annarra en viðskiptavildar, eru færðar línulega í rekstrarreikning miðað við áætlaðan nýtingartíma þeirra. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Hugbúnaður ..........................................................................................................................................5-12 árLeiguréttindi og langtímakostnaður ....................................................................................................10-15 ár Aðrar óefnislegar eignir, þ.e. hugbúnaður, leiguréttindi og langtímakostnaður með takmarkaðan líftíma, eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Óefnislegar eignir Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópi eigna. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar á tilheyrandi viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi. Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem félagið hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð. Ársreikningurinn inniheldur hlutdeild félagsins í hagnaði eða tapi hlutdeildarfélaga frá upphafi áhrifa til loka þeirra. Verði hlutdeild félagsins í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélagsins er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps hætt, nema félagið hafi gengist í ábyrgðir fyrir hlutdeildarfélagið eða fjármagnað það. Viðskiptavild er mismunur á kostnaði við yfirtöku eða kaupum félags og gangvirði yfirtekinna eigna, skulda og óvissra skulda. Skýringar, frh.: Viðskiptavild verður til við yfirtöku á rekstrareiningum og kaupum á dótturfélögum og er færð á meðal óefnislegra eigna. Kostnaður sem fellur til síðar er aðeins eignfærður ef hann eykur væntan framtíðarávinning þeirrar eignar sem hann tengist. Allur annar kostnaður, að meðtöldum þeim sem myndar viðskiptavild og vörumerki innan fyrirtækisins, er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til. Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun. Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þar sem vextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs þá er viðskiptavild sem verður til við samruna færð á fjárskapandi einingar sem vænst er að muni hagnast af samlegðaráhrifum samrunans. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 45 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: m. Önnur félög n. Vörubirgðir o. Fjármálagerningar Fjáreignir Fjárskuldir Afleiður Afleiðusamningar eru upphaflega færðir á gangvirði og endurmetnir til gangvirðis í lok hvers uppgjörstímabils. Gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning. Gangvirði birgða sem yfirteknar eru við samruna er ákvarðað út frá væntu söluvirði í eðlilegum viðskiptum að frátöldum sölukostnaði og eðlilegri álagningu við að selja birgðirnar. Eignahlutir í öðrum félögum, þar sem félagið á minna en 20% hlutafjár, eru færðir á kostnaðarverði sem talið er að endurspegli gangvirði. Arður frá þessum félögum er færður til tekna meðal fjármagnstekna þegar honum er úthlutað. Fjárskuldir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti. Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð sýnd í efnahagsreikningi þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda eða innleysa eignina og greiða skuldina á sama tíma. Hreint söluverð er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru. Skuldabréf, viðskiptakröfur og aðrar kröfur eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanalegum greiðslum sem eru ekki skráðar á virkum markaði. Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru lán og kröfur færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á. Skýringar, frh.: Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna sem ekki eru færðar á gangvirði. Fjáreign telst vera virðisrýrð ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar verði lægra en áður var talið. Vörubirgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir á fyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og í það ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Virðisrýrnun fjáreigna Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunur á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi, miðað við upphaflega virka vexti, hins vegar. Markaðsverðbréf, sjóður og óbundnar bankainnstæður teljast til handbærs fjár. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 46 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: p. Leigusamningar Samstæðan sem leigutaki Samstæðan sem leigusali Samstæðan leigir fasteignir og færir leigugreiðslur vegna rekstrarleigusamninga línulega yfir leigutímabilið meðal annarra tekna í rekstrarreikningi. Leiguskuld er upphaflega færð við núvirði ógreiddra leigugreiðslna á upphafsdegi leigusamningsins. Greiðslurnar eru núvirtar með því að nota innbyggða vexti leigusamningsins, séu þeir tiltækir, en annars notar samstæðan þá vexti sem hún fær af nýju lánsfé. Að jafnaði notar samstæðan vexti á nýju lánsfé til núvirðingar. Þegar leiguskuldin er endurmetin með þessum hætti er samsvarandi leiðrétting gerð á bókfærðu verði leigueignarinnar, eða leiðrétting færð í rekstrarreikning samstæðunnar ef bókfært virði leigueignarinnar hefur verið fært niður í núll. Leiguskuldin er færð á afskrifuðu kostnaðarverði með því að nota aðferð virkra vaxta. Hún er endurmetin þegar breyting verður á framtíðarleigugreiðslum vegna breytinga á vísitölu eða vöxtum, ef breyting verður á mati samstæðunnar á fjárhæð sem hún væntir að verði greidd samkvæmt hrakvirðistryggingu, ef samstæðan breytir mati sínu á því hvort hún muni nýta kaupréttarákvæði, heimildir til framlengingar eða uppsagnar leigusamnings eða þegar breyting verður á fjárhæð leigugreiðslu sem er í eðli sínu föst. Skýringar, frh.: Leigueignin er afskrifuð línulega frá upphafi til loka leigusamningsins, nema þegar eignarhald flyst yfir til samstæðunnar í lok leigutímabilsins eða ef kostnaðarverð leigueignarinnar endurspeglar að samstæðan muni nýta sér kauprétt í lok leigutímabilsins. Í þeim tilfellum er leigueignin afskrifuð á nýtingartíma eignarinnar, sem er ákvarðaður með sömu aðferð og notuð er fyrir aðra fastafjármuni samstæðunnar. Jafnframt er virði leigueignar lækkað reglubundið um sem nemur virðisrýrnun hennar, ef einhver er, og leiðrétt vegna endurmats leiguskuldarinnar. Leigueignir eru sérgreindar í efnahagsreikningi meðal fastafjármuna. Leiguskuldir eru sérgreindar í efnahagsreikningi og skipt í langtíma- og skammtímahluta skulda. Afskriftir af leigueignum eru í rekstrarreikningi undir afskriftum og vaxtagjöld af leiguskuldum eru í rekstrarreikningi undir fjármagnsgjöldum. Allir leigusamningar samstæðunnar eru um fasteignir og þá hefur samstæðan kosið að aðgreina ekki leiguhluta frá öðrum hlutum samningsins og færir þá sem einn leigusamning. Samstæðan færir leigueign og leiguskuld við upphaf leigusamnings. Leigueignin er upphaflega færð á kostnaðarverði, sem er upphafleg fjárhæð leigueignarinnar að teknu tilliti til leigugreiðslna sem hafa fallið til fyrir eða á upphafsdegi samningsins, beins kostnaðar við öflun leigueignarinnar og áætlaðs kostnaðar við að taka niður og fjarlægja eignina, eða til þess að færa eignina eða umhverfi hennar í samt horf að loknum leigusamningi, og að frádregnum leiguívilnunum sem samstæðan hefur fengið. Við upphaf samnings leggur samstæðan mat á það hvort samningur eða hluti hans feli í sér leigusamning. Samningur er leigusamningur að hluta eða heild ef hann felur í sér rétt til yfirráða tiltekinnar eignar á tilteknu tímabili í skiptum fyrir endurgjald. Við mat á því hvort leigusamningur felur í sér yfirráð tiltekinnar eignar notar samstæðan skilgreiningu leigusamnings í IFRS 16. Leigugreiðslur sem eru innifaldar í ákvörðun fjárhæðar leiguskuldar fela í sér fastar leigugreiðslur og breytilegar leigugreiðslur tengdar vísitölu. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 47 35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: q. Almennt hlutafé Kaup á eigin hlutum r. s. Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir Nokkrar breytingar á reikningsskilastöðlum hafa verið gerðar sem hafa ekki tekið gildi fyrir reikningsskil 31. desember 2024 og hafa ekki verið innleidd fyrir gildistíma við gerð þessara reikningsskila. Samstæðan hefur ekki innleitt nýja eða endurbætta staðla sem hafa verið gefnir út en ekki tekið gildi. Það er mat stjórnenda að innleiðing þeirra muni ekki hafa veruleg áhrif á samstæðuársreikninginn. Það er mat stjórnenda að innleiðing IFRS 18 Framsetning og skýringar í reikningsskilum sem tekur gildi 1. janúar 2027 muni hafa áhrif á framsetningu upplýsinga í reikningsskilunum án þess að hafa áhrif á reikningshaldslegt mat eigna og skulda. Unnið er að undirbúningi við innleiðingu staðalsins en endanleg áhrif liggja ekki fyrir. Evrópusambandið hefur ekki staðfest innleiðingu á IFRS 18 að svo stöddu, en búist er við staðfestingu fyrir gildistökudag staðalsins. Þá er það jafnframt mat stjórnenda að innleiðing annarra staðla eða endurbóta á stöðlum í útgáfu sem ekki hafa tekið gildi muni hafa engin eða óveruleg áhrif á reikningsskilin. Skuldbindingar Endurbætur sem tóku gildi þann 1. janúar 2024: Samstæðan hefur innleitt alþjóðlega reikningsskilastaðla, (IFRS, IAS) eins og þeir eru samþykktir af Evrópusambandinu í lok árs 2024, breytingar á þeim og nýjar túlkanir. Innleiðing þessara breytinga hafa ekki veruleg áhrif á samstæðureikninginn. Eftirfarandi endurbætur tóku gildi þann 1. janúar 2024: Skuldbinding er færð þegar samstæðan ber lagalega eða ætlaða skyldu vegna liðinna atburða og líklegt er að kostnaður, sem hægt er að meta með áreiðanlegum hætti, lendi á henni við að gera upp skuldbindinguna. Skuldbindingar eru metnar með því að núvirða áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir tekjuskatt sem sýna núverandi markaðsmat tímavirðis peninga og áhættuna sem tengist skuldbindingunni. Þegar eigin hlutir eru keyptir er fjárhæð kaupverðsins, að meðtöldum beinum kostnaði að frádregnum skattaáhrifum, færð sem lækkun á eigin fé. Þegar eigin hlutir eru seldir eða gefnir út aftur er fjárhæð söluverðsins færð til hækkunar á eigin fé. Hagnaði eða tapi sem fellur til við söluna er bætt við eða dregið frá yfirverðsreikningi hlutafjár. Á reikningskilaárinu 2022/2023 var yfirverðsreikningur færður niður í 0 eftir viðskipti samstæðunnar með eigin hluti og því er hagnaður sem fellur til við sölu á eigin hlutum færður á óráðstafað eigið fé upp að því marki sem áður var fært til lækkunar. Skýringar, frh.: Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Beinn kostnaður við útgáfu hlutafjár, að frádregnum skattaáhrifum, og beinn kostnaður við útgáfu kaupréttarsamninga er færður til lækkunar á eigin fé. Hlutafé Breyting á IAS 1 .............................Flokkun skulda sem skammtímaskuldir eða langtímaskuldir oglangtímaskuldir með lánaskilmálum.Breyting á IAS 7 og IFRS 7 .............Fjármögnun í gegnum birgja.Breyting á IFRS 16 ..........................Breyting á meðferð á leiguskuld í gjörningi sem innifelur sölu eignasamhliða leigu á sömu eign. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 48 1. árs- 2. árs- 3. árs- 4. árs- Rekstrarárið 2024/25 fjórðungur fjórðungur fjórðungur fjórðungur Samtals 44.067 46.579 43.659 46.037 180.342 34.530) ( 36.405) ( 33.774) ( 34.529) ( 139.238) ( 9.537 10.174 9.885 11.508 41.104 142 121 341 332 936 4.377) ( 4.248) ( 4.444) ( 5.382) ( 18.451) ( 2.088) ( 2.033) ( 2.129) ( 2.601) ( 8.851) ( 3.214 4.014 3.653 3.857 14.738 1.381)( 1.231)( 1.283)( 1.456)( 5.351)( 0 0 0 1.042 1.042 1.833 2.783 2.370 3.443 10.429 789) ( 746) ( 658) ( 795) ( (2.988) 25 127 40 789 981 1.069 2.164 1.752 3.437 8.422 219) ( 441) ( 361) ( 371) ( 1.392) ( 850 1.723 1.391 3.066 7.030 0 0 0 3.669 3.669 850 1.723 1.391 6.735 10.699 Rekstrarárið 2023/24 41.490 45.309 43.683 42.788 173.270 33.418) ( 35.406) ( 34.621) ( 33.836) ( 137.281) ( 8.072 9.903 9.062 8.952 35.989 194 210 139 139 682 3.932) ( 3.881) ( 4.094) ( 4.322) ( 16.229) ( 1.813) ( 1.760) ( 1.877) ( 1.929) ( 7.379) ( 2.521 4.472 3.230 2.840 13.063 1.129) ( 1.353) ( 1.285) ( 1.261) ( 5.028) ( 0 0 0 0 0 1.392 3.119 1.945 1.579 8.035 626) ( 639) ( 625) ( 731) ( 2.621) ( 40 109 60 488 697 806 2.589 1.380 1.336 6.111 153) ( 505) ( 264) ( 145) ( 1.067) ( 653 2.084 1.116 1.191 5.044 0 0 0 0 0 653 2.084 1.116 1.191 5.044 Heildarafkoma tímabilsins ................................................................................................................... Önnur heildarafkoma samtals ........................ Heildarafkoma tímabilsins ................................................................................................................... Önnur heildarafkoma samtals ........................ Hrein fjármagnsgjöld .................................................................................................... Áhrif hlutdeildarfélaga .................................... Afskriftir ........................................................... Hagnaður tímabilsins ................................................................................................................... Vörusala .......................................................... Kostnaðarverð seldra vara ............................. Framlegð ................................................................................................................................................................ Aðrar rekstrartekjur ........................................ Laun og launatengd gjöld .............................. Tekjuskattur .................................................... Hagnaður fyrir tekjuskatt .................................................................................................................................................. Áhrif hlutdeildarfélaga .................................... Matsbreyting fjárfestingarfasteigna .............. Matsbreyting fjárfestingarfasteigna .............. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ......................................................................................................................... Ársfjórðungayfirlit (óendurskoðað) Vörusala .......................................................... Kostnaðarverð seldra vara ............................. Hrein fjármagnsgjöld .................................................................................................... Rekstrarhagnaður .......................................................................................................................... Framlegð ................................................................................................................................................................ Aðrar rekstrartekjur ........................................ Annar rekstrarkostnaður ................................ Laun og launatengd gjöld .............................. Annar rekstrarkostnaður ................................ Afskriftir ........................................................... Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ......................................................................................................................... Hagnaður tímabilsins ................................................................................................................... Tekjuskattur .................................................... Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ......................................................................................................................... Hagnaður fyrir tekjuskatt .................................................................................................................................................. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 49 1. Arðgreiðslustefna Stjórn Haga telur stjórnarhætti félagsins vera að fullu leyti í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu 2021, og telur stjórn félagsins að hvergi sé vikið frá leiðbeiningunum. Stjórn Haga hefur markað félaginu þá stefnu að skila til hluthafa sinna, beint eða óbeint, þeim verðmætum sem skapast í rekstrinum á hverju ári, umfram nauðsynlegar fjárfestingar til vaxtar og viðhalds félagsins. Arðgreiðslustefnan er endurskoðuð árlega og var síðast breytt þann 21. mars 2025. Stjórn Haga telur stjórnarhætti félagsins vera í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu 2021, gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum atvinnulífsins, sem félaginu ber að fylgja sem útgefanda skráðra verðbréfa. Leiðbeiningarnar má finna á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands, www.vi.is og á www.leidbeiningar.is. Hagar birta reglur og annað efni sem Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja gera ráð fyrir að félög birti á vefsíðu sinni á sérstöku svæði fyrir fjárfesta á vef félagsins, www.hagar.is. Þar má meðal annars finna starfsreglur stjórnar og undirnefnda, starfskjarastefnu og arðgreiðslustefnu. Yfirlýsing þessi er einnig aðgengileg á vef félagsins, auk þess sem hún er birt í ársreikningi og í sérstökum kafla í ársskýrslu félagsins. Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess, sem hittast á hluthafafundum að minnsta kosti einu sinni á ári. Hlutabréf félagsins eru rafræn og skráð hjá Nasdaq CSD, sem jafnframt hýsir hlutaskrána. Hlutaskráin er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins. Fundargerðir hluthafafunda, sem haldnir hafa verið eftir að hlutir félagsins voru teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins innan sjö daga frá hluthafafundi. 1.2 Frávik frá leiðbeiningum um stjórnarhætti Stjórnarháttayfirlýsing (óendurskoðað) Hlutafélagið Hagar hf. Hagar eru fjölskylda af fyrirtækjum með starfsemi á Íslandi, Hollandi og í Færeyjum en félagið starfar einkum á matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Öll fyrirtæki Haga hafa það markmið að veita framúrskarandi þjónustu, selja gæða vörur á sanngjörnu verði og hafa um leið eins jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag og mögulegt er. Gildi Haga endurspegla þessi leiðarljós í rekstrinum en þau eru þjónustulund, samvinna, hagkvæmni og framsækni. 1.1 Fylgni við leiðbeiningar um stjórnarhætti, lög og reglur Stjórnarhættir Haga eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Í samþykktum er kveðið á um tilgang félagsins í kafla 1, hlutafé í kafla 2, hluthafafundi í kafla 3, um stjórn og forstjóra í kafla 4 og 5 og um reikningshald og endurskoðun í kafla 6. Gildandi starfsreglur, sem voru samþykktar af stjórn þann 22. mars 2024, eru settar skv. 5. mgr. 70. gr. laga um hlutafélög og eru samþykktum félagsins til fyllingar, samanber grein 4.20 í samþykktum. Gildandi starfskjarastefna Haga var staðfest á aðalfundi félagsins þann 30. maí 2024, en hún nær til allra helstu þátta í starfs- og launakjörum stjórnarmanna félagsins, forstjóra og annarra æðstu stjórnenda samstæðunnar. Endurskoðuð starfskjarastefna verður lögð fyrir næsta aðalfund félagsins þann 27. maí 2025. Helstu lög sem gilda um starfsemi Haga eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um ársreikninga nr. 3/2006, samkeppnislög nr. 44/2005, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 og lög um tekjuskatt nr. 90/2003. Þá tryggja Hagar öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með í starfseminni, í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lögin eru aðgengileg á vef Alþingis, www.althingi.is. 1.3 Tilvísanir í reglur og önnur viðmið sem farið er eftir Stjórn Haga hefur sett félaginu og dótturfélögum þess ýmsar reglur og stefnur sem fara ber eftir í starfsemi samstæðunnar með það að markmiði að tileinka sér góða stjórnarhætti og þannig efla traust til félagsins og styrkja innviði þess. Stefnurnar og reglur þessar má finna í heild sinni á vef félagsins, www.hagar.is. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 50 Jafnréttis- og mannréttindastefna Persónuverndarstefna Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti stjórnenda Reglur um vernd uppljóstrara Samkeppnisstefna Siðareglur Sjálfbærni- og umhverfisstefna Hagar hafa einsett sér að vinna með persónuupplýsingar í hvívetna í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og hafa því til staðfestingar sett félaginu persónuverndarstefnu sem síðast var breytt og samþykkt á stjórnarfundi þann 24. mars 2023. Markmið reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti stjórnenda er að tryggja örugga meðferð innherjaupplýsinga og hindra að innherjaupplýsingar berist til annarra en þeirra sem þarfnast þeirra starfs síns vegna. Reglunum er ætlað að stuðla að því að viðskipti stjórnenda séu í samræmi við lög og reglur sem um málaflokkinn gilda og að slík viðskipti séu trúverðug. Reglurnar hafa einnig það að markmiði að stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta þannig að þeir hafi jafnan aðgang að nýjustu upplýsingum, er máli skipta, á hverjum tíma. Stjórn samþykkti reglurnar þann 7. september 2023 og skulu þær endurskoðaðar að lágmarki á tveggja ára fresti. Markmið laga um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020, er að stuðla að því upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni. Reglum um vernd uppljóstrara er ætlað að koma á skilvirku úrræði til að koma upplýsingum og/eða gögnum á framfæri, um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi, og styðja og vernda þá sem slíkt gera. Markmið reglnanna er að fyrirbyggja misferli og draga úr tjóni sem slíkt kann að hafa í för með sér fyrir samstæðu Haga, viðskiptavini samstæðunnar, samfélagið og aðra hagaðila. Stjórn Haga samþykkti reglurnar þann 22. mars 2024. Samkeppnisstefna Haga var samþykkt á aðalfundi félagsins í júní 2019. Í stefnunni er kveðið á um háttsemi stjórnar og starfsmanna félagsins, skyldur félagsins samkvæmt sátt Haga við Samkeppniseftirlitið frá 2018 og skyldur samkvæmt samkeppnislögum. Jafnframt felur stefnan í sér hátternisreglur fyrir hluthafa Haga. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: Öll dótturfélög Haga á Íslandi hafa lokið jafnlaunavottun, sbr. breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lögfest var í júní 2017, og hafa þau innleitt jafnlaunakerfi sbr. staðal ÍST 85 um jafnlaunavottun. Móðurfélag Haga hefur lokið jafnlaunastaðfestingu. 1.3 Tilvísanir í reglur og önnur viðmið sem farið er eftir, frh.: Stjórn Haga hefur sett félaginu siðareglur en þær gilda um stjórn Haga og allt starfsfólk félagsins og dótturfélaga þess. Siðareglurnar eru endurskoðaðar árlega og var þeim síðast breytt á stjórnarfundi þann 7. apríl 2022. Stjórn Haga hefur sett félaginu sjálfbærnistefnu sem endurskoðuð var á stjórnarfundi þann 22. mars 2024. Hagar hafa alla tíð lagt metnað sinn í að þjóna íslenskum neytendum með ábyrgum hætti. Sjálfbærnistefna Haga er langtímaáætlun félagsins um hvernig það getur lagt sitt af mörkum til betra og heilbrigðara samfélags og umhverfis, samhliða heilbrigðum rekstri. Sjálfbærnistefnan byggir á fjórum meginstoðum; umhverfi, mannauður, neytendur og stjórnarhættir. Þá hafa Hagar valið sjö af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í framkvæmdaráætlun stefnunnar. Í mars 2024 endurskoðaði stjórn Haga jafnréttis- og mannréttindastefnu félagsins og samþykkti hana með breytingum en stefnan byggir á lögum nr. 150/2020. Markmið stefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna innan félagsins og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, uppruna, þjóðerni, litarhætti o.s.frv. Stefnuna skal endurskoða minnst á þriggja ára fresti. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 51 Skattastefna Stefna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Upplýsingastefna Í janúar 2024 lauk félagið uppfærslu á áhættumati samstæðunnar vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 140/2018. Í kjölfarið samþykkti stjórn, þann 11. janúar 2024, stefnu félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilgangur stefnunnar er að koma á og viðhalda skilvirku kerfi til að sporna við að þjónusta og vörur Haga og dótturfélaga verði notaðar í ólöglegum tilgangi er tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Félagið er tilkynningaskyldur aðili á grundvelli laganna vegna útleigu fasteigna og mætir mögulegum tilvikum vegna spillingar eða mútuþægni vegna þeirrar starfsemi með mildunaraðgerðum sem hafa í för með sér að eftirstæð áhætta er lágmörkuð niður í litla sem enga. Stjórn Haga hefur mótað sér stefnu um birtingu upplýsinga. Markmið upplýsingastefnunnar er að tryggja jafnan aðgang hagsmunaaðila að réttum, tímanlegum og áreiðanlegum upplýsingum um starfsemi félagsins á hverjum tíma, í samræmi við lög og reglur sem félaginu ber að fylgja sem útgefandi skráðra verðbréfa. Upplýsingastefnan var síðast endurskoðuð þann 21. mars 2025. Hagar og rekstrareiningar þess hafa frá árinu 2019 birt sjálfbærniupplýsingar í samræmi við viðurkennda staðla. Hagar eru aðilar að Festu, miðstöð um sjálfbærni og bakhjarlar Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Starfsemi Haga fellur undir ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf en þar eru settar fram upplýsingar til að hægt sé að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál, sem og stefnu félagsins í mannréttindamálum, mútu- og spillingarmálum. Starfsemi Haga fellur einnig undir gildissvið flokkunarreglugerðar ESB en reglugerðin skilgreinir viðmið sem ákvarða hvort atvinnustarfsemi uppfylli skilyrði þess að teljast umhverfislega sjálfbær. Þá hefur CSRD tilskipunin um skýrslugjöf á sviði sjálfbærni tekið gildi innan Evrópusambandsins. Tilskipuninni fylgja efnismiklir uppgjörsstaðlar (ESRS), sem segja til um hvernig fyrirtæki eiga að haga birtingu á sjálfbærniupplýsingum. Ekki er orðið fulljóst hvenær tilskipunin tekur gildi hér á landi, en undirbúningur fyrir birtingu sjálfbærniupplýsinga í samræmi við umrædda ESRS staðla er þegar hafin innan Haga. Ófjárhagslegar upplýsingar Haga má finna í sérstökum viðauka í ársreikningi samstæðu Haga. Stjórn Haga hefur sett félaginu skattastefnu sem endurskoðuð var þann 21. mars 2025. Tilgangur skattastefnu er að marka stefnu og miðla því hvernig félagið hagar skattamálum samstæðunnar í samræmdu og samkeppnishæfu skattaumhverfi. Skattastefnan veitir leiðbeiningar um stjórnun skattamála og skattaáhættu sem tengjast rekstri samstæðunnar, reglufylgni og samskipti við skattayfirvöld. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: 1.3 Tilvísanir í reglur og önnur viðmið sem farið er eftir, frh.: Stjórn Haga hefur einnig sett félaginu umhverfisstefnu en stefnan var endurskoðuð á stjórnarfundi þann 22. mars 2024. Umhverfisstefna Haga og dótturfélaga er sett fram með það að leiðarljósi að leggja áherslu á mikilvægi umhverfissjónarmiða í daglegri starfsemi félagsins. Meginmarkmiðið er að félagið leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar og samfélagslegrar ábyrgðar og styðji við mikilvægi þess að starfsfólk sé meðvitað um aðgerðir félagsins í þágu umhverfisins. Umhverfisstefnan byggir á fjórum meginstoðum; loftslagsmál, hringrásarhagkerfi, mengun og líffræðileg fjölbreytni. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 52 2. 3. 4. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: Stefna um fjölbreytileika Stefnu um fjölbreytileika er lýst í gildandi jafnréttis- og mannréttindastefnu félagsins, sbr. umfjöllun í gr. 1.3. hér að framan en tilgangur stefnunnar er m.a. sá að stuðla að því að hlutur kynjanna verði eins jafn og unnt er í stjórnunar- og áhrifastöðum, auk þess sem stefnan miðar að jöfnum réttindum og sömu tækifærum einstaklinga í starfi. Þá er víðar í stjórnarháttum Haga tekið á málaflokknum en í samþykktum félagsins er m.a. kveðið á um að tryggja beri að hlutfall hvors kyns í stjórn félagsins sé ekki lægra en 40%, í samræmi við lög um kynjakvóta í stjórnum. Tilnefningarnefnd hefur verið skipuð af hluthöfum félagsins og ber henni skv. starfsreglum m.a. að huga vel að samsetningu stjórnar, fjölbreytni og kynjahlutföllum og starfar hún auk þess eftir leiðbeiningum um stjórnarhætti. Nánar er fjallað um tilnefningarnefnd Haga í 7. gr. leiðbeininga þessara. Stjórn Haga 4.1 Samsetning og starfsemi stjórnar Stjórn Haga hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Stjórnin var kjörin á aðalfundi þann 30. maí 2024. Stjórnina skipa Eiríkur S. Jóhannsson (formaður), Eva Bryndís Helgadóttir (varaformaður), Davíð Harðarson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir. Stjórnarmenn hafa lagt fram persónulegar upplýsingar, svo sem um trúnaðarstörf fyrir aðra aðila, stjórnarsetu í öðrum félögum og möguleg hagsmunatengsl til að auðvelda mat á hæfi þeirra. Allir stjórnarmenn teljast vera óháðir félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum þess. Samsetning stjórnar uppfyllir skilyrði hlutafélagalaga um kynjakvóta sem tóku gildi 1. september 2013. Nánari upplýsingar um stjórn félagsins má finna í gr. 4.2. í yfirlýsingu þessari. Endurskoðendur félagsins eru kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Endurskoðendur Haga eða aðilar þeim tengdir mega ekki eiga hlutabréf í félaginu. Endurskoðendur skulu endurskoða reikningsskil félagsins á grundvelli alþjóðlegra endurskoðunarstaðla. Þeir gera ýmsar kannanir á bókhaldi félagsins og hafa ávallt óhindraðan aðgang að bókhaldi og öllum gögnum félaga í samstæðu Haga. Stjórn félagsins og endurskoðunarnefnd fær árlega í hendur sérstaka endurskoðunarskýrslu frá endurskoðendum þess þar sem fram koma helstu athugasemdir þeirra við reikningsskilin. Endurskoðandi Haga er PricewaterhouseCoopers ehf. Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi, ber ábyrgð á endurskoðun félagsins fyrir hönd PricewaterhouseCoopers ehf. 2.3 Regluvarsla Stjórn félagsins hefur skipað regluvörð þess. Hlutverk regluvarðar er m.a. að hafa umsjón með því að lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum og reglugerð MAR sé fylgt í starfsemi félagsins. Regluvörður félagsins er Guðrún Eva Gunnarsdóttir og staðgengill regluvarðar er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. 2.2 Ytri endurskoðun Innra eftirlit og áhættustjórnun 2.1 Innra eftirlit og áhættustýring Félagið kappkostar að hafa fullnægjandi innra eftirlit á hinum ýmsu sviðum. Innra eftirlit Haga felst í eftirliti með starfsemi félagsins í því skyni að fyrirbyggja og greina hugsanleg mistök og sviksemi birgja, starfsmanna og viðskiptavina félagsins. Félagið hefur lagt áherslu á að efla eftirlit og auka öryggisráðstafanir. Hjá Högum er m.a. í þessu skyni starfrækt sérstök öryggisdeild sem hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki í eftirliti með öllu sem viðkemur rekstri verslana félagsins. Einnig er starfandi á aðalskrifstofu Haga starfsmaður sem hefur innra eftirlit að sínu aðalstarfi og heyrir hann undir forstjóra félagsins. Hlutverk innra eftirlits og öryggisdeildar Haga er að hafa eftirlit með því að viðeigandi verklagsreglum sé fylgt í daglegum rekstri félagsins. Í því skyni er m.a. beitt sérhæfðum upplýsingakerfum. Stjórn Haga hefur falið endurskoðunarnefnd að hafa vakandi auga með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits. Þá hefur stjórn félagsins skilgreint áhættuþætti í rekstri Haga og miðast áhættustýringin að því að áhætta sé í samræmi við áhættuvilja og stefnu félagsins og er þannig stuðlað að auknum stöðugleika og langtíma arðsemi. Markvisst er unnið að netöryggismálum og verkefnum sem tryggja rekstraröryggi í samstæðunni til framtíðar, með traustari rekstri grunnkerfa, bættum og skjalfestum verkferlum ásamt framþróun í stafrænum lausnum. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 53 Eiríkur S. Jóhannsson (f. 1968) Eva Bryndís Helgadóttir (f. 1972) Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: Eva er varaformaður stjórnar. Hún var kjörin í stjórn Haga hf. þann 9. júní 2020. Hún er menntaður lögfræðingur (Cand. Jur.) frá Háskóla Íslands og hefur verið starfandi lögmaður frá útskrift, þar af sjálfstætt starfandi frá árinu 2003. Eva öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2007. Eva starfar á lögmannsstofunni LMG slf., þar sem hún er einn eigenda. Hún hefur gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum, þar á meðal verið stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Eva situr í stjórn Jarðborana hf. og Kassetta ehf. auk þess sem hún hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2022. Hvorki Eva né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa. Stjórn félagsins hefur sett sér sérstakar starfsreglur sem eru yfirfarnar árlega og voru gildandi starfsreglur samþykktar af stjórn þann 22. mars 2024. Starfsreglurnar taka mið af fyrirmælum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið frá 11. september 2018. Í starfsreglunum er meðal annars kveðið á um störf stjórnarinnar, ábyrgð hennar og verkaskiptingu. Sérstaklega er fjallað um skyldur formanns stjórnar í reglunum, en þar er hvorki getið um að stjórn útbúi sérstaka starfslýsingu fyrir formann né aðra stjórnarmenn. Samkvæmt starfsreglunum kýs stjórn sér formann og varaformann á fyrsta fundi. Ekki er kjörið til annarra embætta. Samkvæmt starfsreglunum ber stjórn að hittast a.m.k. einu sinni á ári án formanns til að meta frammistöðu hans. Henni ber einnig að meta árlega sín eigin störf, störf forstjóra og undirnefnda. Árangursmat stjórnar (sjálfsmatið) er lagt til grundvallar til að bæta störf stjórnar enn frekar á komandi starfsári. Hvorki stjórnarmenn né forstjóri mega taka þátt í ákvörðunum þar sem þeir sjálfir hafa verulegra hagsmuna að gæta. Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir á aðalskrifstofu Haga hf., mánaðarlega hið minnsta. Árlega er samþykkt fundaáætlun ár fram í tímann. Fundina sitja, auk stjórnarmanna, forstjóri, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar, og framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður kjöri á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn skal atkvæði formanns ráða. Fundargerðir stjórnarfunda ritar framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Fundargerðir eru afhentar stjórnarmönnum á stjórnarvef innan nokkurra daga frá fundi og eru þær staðfestar á næsta stjórnarfundi á eftir. Starfsárið 2024-2025, þ.e. tímabilið milli aðalfunda, hafa verið haldnir 16 stjórnarfundir og eru áætlaðir tveir fundir til viðbótar fram að lokum starfsárs. Meirihluti stjórnar var mættur í öllum tilfellum. Stjórnarmenn voru í einhverjum tilvikum viðstaddir fund í gegnum fjarskiptabúnað. 4.2 Stjórn Haga Eiríkur er formaður stjórnar en hann var fyrst kjörinn í stjórn Haga hf. þann 18. janúar 2019. Hann er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og lagði hann stund á framhaldsnám í fjármálum og alþjóðahagfræði við Vanderbilt University á árunum 1992-1994. Eiríkur er forstjóri Kaldbaks ehf. Þar áður var Eiríkur forstjóri Slippsins á Akureyri 2015 til loka árs 2021 ásamt því að sinna starfi stjórnarformanns Samherja, en því starfi sinnti hann 2005-2023. Áður var hann framkvæmdastjóri Steinvirkis hf., dótturfélags Glitnis banka frá 2008 og vann fyrir skilanefnd bankans til 2014. Þar áður var hann forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Baugi Group hf. Á árunum 2004-2005 var Eiríkur forstjóri Og Vodafone hf. og Dagsbrúnar hf. Áður hefur hann starfað sem forstjóri Fjárfestingafélagsins Kaldbaks, Kaupfélags Eyfirðinga sem og verið svæðisstjóri Landsbanka Íslands. Eiríkur á að baki stjórnarsetu í ýmsum félögum á Íslandi sem og erlendis. Eiríkur er í dag stjórnarformaður Optimar AS og Knattspyrnufélags Akureyrar auk félaga innan samstæðu Kaldbaks, einnig er hann varaformaður stjórnar Jarðborana. Hann er í stjórn Hrólfsskers ehf., auk fjölskyldutengdra félaga. Eiríkur á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hann er fjárhagslega tengdur Kaldbaki ehf. sem á 90.000.000 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagins og samkeppnisaðila. 4.1 Samsetning og starfsemi stjórnar, frh.: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 54 Davíð Harðarson (f. 1976) Jensína Kristín Böðvarsdóttir (f. 1969) Sigríður Olgeirsdóttir (f. 1960) 4.2 Stjórn Haga, frh.: 4.3 Fyrirkomulag samskipta hluthafa og stjórnar Bein samskipti hluthafa við stjórn skulu vera við formann stjórnar. Stjórn félagsins skal upplýst um tillögur, spurningar eða athugasemdir hluthafa utan hluthafafunda til stjórnar og stjórn félagsins skal hafa yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim. Hluthafar geta komið tillögum, fyrirspurnum og athugasemdum á framfæri við stjórn félagsins í gegnum netfangið [email protected]. Allir stjórnarmenn fá sjálfkrafa afrit af tölvupóstum sem berast á netfang stjórnar. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: Davíð var fyrst kjörinn í stjórn Haga þann 6. júní 2018. Davíð er með M.Sc- gráðu í fjármálum frá University of Florida, Cand.Oecon- gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Davíð starfar sem aðstoðar forstjóri Travel Connect hf. Hann var fjármálastjóri Travel Connect frá 2017-2024 og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Nordic Visitor 2017, framkvæmdastjóri rekstar hjá Tommi's Burger Joint 2016, fjármálastjóri Elkem Ísland 2013-2016 og verkefnastjóri á fjármálasviði Elkem Ísland 2009-2013. Frá árinu 2004 til 2009 starfaði Davíð sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði Landsbanka Íslands og sem sjóðsstjóri á árunum 2000-2003. Davíð situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Nordic Visitor ehf., Travel Connect hf., Terra Nova ehf., Iceland Travel ehf., Corivo ehf., Iceland Unlimited ehf., WAYWF ehf. og Libra Investment ehf. Davíð á 356.485 hluti í Högum hf. Engir aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa. Jensína var kjörin í stjórn Haga hf. þann 9. júní 2020. Hún er með MBA-gráðu frá University of San Diego, með áherslu á markaðsmál og neytendahegðun, og B.Sc.-gráðu í auglýsingafræði frá San Jose State University. Jensína hefur verið framkvæmdastjóri og meðeigandi Vinnvinn ehf. frá 2020. Áður var hún Associate Partner hjá Valcon consulting frá 2019 – 2020. Jensína var framkvæmdastjóri hjá Alvogen, VP Global Strategic Planning & HR, 2015-2019. Þar áður var hún framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015 og forstöðumaður sölu á einstaklingssviði Símans 2007-2010. Hún var einnig markaðsstjóri Globus 2004-2007 og framkvæmdastjóri hjá IMG (síðar Capacent) 2001-2004. Jensína situr í stjórn Íslandssjóða hf. og Vinnvinn ehf. og er auk þess stjórnarformaður hjá Sunnuvegi 13 ehf. Jensína er formaður tilnefningarnefnda Símans og VÍS. Áður var Jensína í stjórn Frumtaks 2010-2016, varamaður í stjórn Framtakssjóðs Íslands 2011-2015 og stjórnarmaður og lengst af stjórnarformaður Reiknistofu bankanna 2010-2012. Jensína á enga hluti í Högum beint en er fjárhagslega tengd Sunnuvegi 13 ehf. sem á 60.000 hluti í félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa. Sigríður var kjörin í stjórn Haga hf. þann 1. júní 2022. Hún er með AMP gráðu frá Harvard Business School, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, rekstar- og viðskiptanám hjá Endurmenntun HÍ og kerfisfræði frá EDB-skolen í Danmörku. Sigríður hefur verið stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum og Íslandsbanka. Var sviðsstjóri þjónustu hjá Völku ehf. 2019-2021, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka 2010-2019, sjálfstætt starfandi og í stjórnarstörfum 2008-2010, forstjóri Humac ehf. (Apple umboðið á Íslandi auk 4 dótturfélaga á Norðurlöndunum) 2007-2008, framkvæmdastjóri Skipta/Símans 2006-2007 og áður framkvæmdastjóri hjá Ax hugbúnaðarhúsi, Ax Business Intelligence AS og Tæknival hf. Sigríður er stjórnarformaður Nova og DTE ehf., stjórnarmaður og meðeigandi Magnavita ehf. og situr í tilnefningarnefnd Sjóvá. Sigríður á 35.000 hluti í Högum hf. Engir aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 55 5. Finnur Oddsson (f. 1970) Björgvin Víkingsson (f. 1983) Eiður Eiðsson (f. 1968) Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: Forstjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og fjárreiður þess séu með tryggum hætti. Forstjóri kemur fram fyrir hönd félagsins í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Forstjóri Haga hf. er Finnur Oddsson. Staðgengill forstjóra er Magnús Magnússon, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum hf. 5.2 Framkvæmdastjórn Haga Finnur er forstjóri Haga en hann tók við starfinu þann 1. júlí 2020. Hann er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE Viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á árunum 2013 til 2020 var Finnur forstjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf. Hann starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Hann sat í háskólaráði HR frá 2009 til 2017 og var formaður ráðsins til ársins 2014. Þá starfaði Finnur um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Finnur situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hagar verslanir ehf., Olís ehf., Noron ehf., Eldum rétt ehf., Stórkaup ehf., P/F SMS, Klasi ehf., Effectus ehf. og Norðurver ehf. Auk þess er Finnur formaður í stjórn Vinnudeilusjóðs SA. Finnur á 255.000 hluti í Högum hf. Aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga ekki hluti í félaginu. Finnur á kauprétt að 2.841.572 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Eiður er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum. Hann hóf störf í janúar 2021. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Eiður er stjórnarmaður í Landssambandi sumarhúsaeigenda. Eiður á 100.000 hluti í Högum hf. Eiður á kauprétt að 2.067.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Framkvæmdastjórn Haga samanstendur af forstjóra auk þriggja framkvæmdastjóra hjá móðurfélagi og fimm framkvæmdastjórum stærstu rekstrareininga Haga. Að jafnaði eru haldnir 10 framkvæmdastjórnarfundir á ári hverju. Framkvæmdastjórn Haga samanstendur af eftirtöldum aðilum, í stafrófsröð: Framkvæmdastjórn Haga 5.1 Forstjóri Haga Forstjóri er ráðinn af stjórn og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins í samræmi við stefnu og fyrirmæli stjórnar, lög, samþykktir félagsins og starfsreglur stjórnar. Starfslýsing forstjóra kemur fram í ráðningarsamningi hans. Björgvin er framkvæmdastjóri Bónus. Hann hóf störf hjá Bónus 1. maí 2023 og tók við starfi framkvæmdastjóra þann 1. janúar 2024. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin starfaði sem forstjóri Ríkiskaupa frá árinu 2020 en hann hefur auk þess víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Þá hefur Björgvin jafnframt haldið vinnustofur og kennt vörustjórnun og stefnumarkandi innkaup við Háskólann í Reykjavík. Björgvin er stjórnarmaður í Vinna Minna ehf. og Michelsen ehf. Hann er varamaður í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, Dýralæknamiðstöðvarinnar Grafarholti ehf. og Sáms ehf. Hvorki Björgvin né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Björgvin á kauprétt að 1.217.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 56 Guðrún Eva Gunnarsdóttir (f. 1978) Ingunn Svala Leifsdóttir (f. 1976) Jóhanna Þ. Jónsdóttir (f. 1970) Lárus Óskarsson (f. 1960) Lárus er framkvæmdastjóri Aðfanga og hefur sinnt því starfi frá árinu 1998. Fram að því var Lárus innkaupa- og markaðsstjóri matvöru hjá Hagkaup frá 1993, en hafði áður sinnt innkaupum og rekstri ávaxta- og grænmetislagers Hagkaups frá 1991 og innkaupum matvöru og sérvöru fyrir Hagkaup frá 1988. Hann annaðist rekstur vöruhúss og dreifingar, sem og innkaup, hjá Sláturfélagi Suðurlands 1980-1988. Lárus á 151.000 hluti í Högum hf. Lárus á kauprétt að 2.067.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: 5.2 Framkvæmdastjórn Haga, frh.: Ingunn Svala er framkvæmdastjóri Olís en hún tók við starfinu 1. janúar 2024. Ingunn Svala er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á reikningshald og fjármál, og lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2001, með áherslu á reikningshald og stjórnun. Auk þess lauk Ingunn Svala AMP prógrammi frá IESE Business School í New York árið 2018. Ingunn Svala starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar áður sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík í sjö ár. Ingunn Svala hefur auk þess viðamikla reynslu af stjórnunarstörfum og hefur t.a.m. starfað fyrir Kaupþing, skilanefnd Kaupþings og Actavis Group PTC. Ingunn Svala er stjórnarmaður í Kviku banka ehf., ÓSAR lífæð heilbrigðis hf., Parlogis ehf. og Stórakri ehf. Hvorki Ingunn Svala né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Ingunn á kauprétt að 1.217.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Jóhanna er framkvæmdastjóri Banana ehf. en hún hóf störf í september 2021. Jóhanna er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands. Jóhanna hefur víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf., innkaupastjóri Distica hf., sem innkaupa- og birgðastjóri hjá Bláa Lóninu hf. og Össuri hf. Jóhanna situr í stjórn GS1 Ísland ehf., Vörustjórnunarfélags Íslands og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu. Hvorki Jóhanna né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Jóhanna á kauprétt að 1.217.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Guðrún Eva er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc.- gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún Eva var ráðin í maí 2010. Þá hafði hún gegnt starfi fjármálastjóra Hagkaups frá árinu 2007 og starfi fjármálastjóra Banana og Ferskra kjötvara 2006-2007. Fram að þeim tíma starfaði hún á aðalskrifstofu Haga 2005-2006 en í fjárhagsdeild 10-11 og sérvörusviðs Haga (áður Baugs) árin 2001-2005. Guðrún Eva situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hagar verslanir ehf., Noron ehf., Stórkaup ehf., P/F SMS, Olís ehf. (varamaður), Eldum rétt ehf. (varamaður) og Record Records ehf. (varamaður). Hvorki Guðrún Eva né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Guðrún Eva á kauprétt að 2.288.358 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 57 Magnús Magnússon (f. 1988) Sigurður Reynaldsson (f. 1966) 6. Á starfsárinu 2024/25, þ.e. eftir skipun nefndarinnar eftir aðalfund 2024, hafa verið haldnir fjórir fundir hjá endurskoðunarnefnd og eru áætlaðir tveir fundir til viðbótar fram að lokum starfsárs. Mættu allir nefndarmenn á alla fundina. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: 5.2 Framkvæmdastjórn Haga, frh.: 6.1 Endurskoðunarnefnd Hlutverk endurskoðunarnefndar er m.a. að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila. Nefndinni ber að fara yfir fjárhagslegar upplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar stjórnenda til stjórnar félagsins. Endurskoðunarnefnd skal yfirfara mikilvæg atriði varðandi reikningsskil félagsins, þ.m.t. flókin og óvenjuleg viðskipti og matskennda liði. Endurskoðunarnefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega. Endurskoðunarnefnd hefur sett sér starfsreglur sem samþykktar voru af stjórn þann 22. mars 2024. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á vef Haga, www.hagar.is. Endurskoðunarnefnd skipa nú Ágúst Jóhannesson, endurskoðandi, sem er formaður nefndarinnar, Eva Bryndís Helgadóttir, stjórnarmaður í Högum og Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Högum. Allir nefndarmenn eru óháðir endurskoðendum Haga, daglegum stjórnendum félagsins og stórum hluthöfum þess. Undirnefndir stjórnar Haga Stjórn Haga hefur skipað tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Nefndarmenn skulu vera þrír í hvorri nefnd fyrir sig. Að minnsta kosti tveir nefndarmenn í undirnefndum stjórnar þurfa að vera óháðir félaginu og stjórnendum þess. Magnús er framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og aðstoðarforstjóri. Magnús hóf störf þann 1. febrúar 2021 sem framkvæmdastjóri en tók einnig við stöðu aðstoðarforstjóra í mars 2024. Magnús er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Magnús hefur mikla reynslu af stefnumótun og almennum rekstri, bæði hérlendis og erlendis. Á árinu 2020 starfaði hann sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann aðstoðaði fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, og enn áður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics. Magnús situr í stjórnum 2M ehf., Djús ehf., Frumtaks Ventures ehf., Stórkaups ehf. og P/F SMS, auk þess sem hann situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands. Magnús á enga hluti í Högum beint en er fjárhagslega tengdur 2M ehf. sem á 100.000 hluti í félaginu. Magnús á kauprétt að 2.841.572 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Sigurður er framkvæmdastjóri Hagkaups. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Hagkaups og sérverslana Haga árið 2019. Hann var áður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Haga 2011-2019 og framkvæmdastjóri verslunarkeðjunnar 10-11 á árunum 2008-2011. Sigurður var innkaupastjóri matvöru í Hagkaup 1999-2008 en hann hóf störf í Hagkaup árið 1990 og starfaði lengst af sem verslunarstjóri til ársins 1999. Sigurður situr í stjórnum eftirtalinna fyrirtækja: Hagar verslanir ehf., Noron ehf., Múrbúðin ehf. og KS smíði ehf. (varamaður). Hvorki Sigurður né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Sigurður á kauprétt að 2.067.072 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 58 7. 8. Stjórnarháttayfirlýsing, frh.: 6.2 Starfskjaranefnd Starfskjaranefnd annast það hlutverk stjórnar að undirbúa tillögu að starfskjarastefnu félagsins, tillögu til hluthafafundar um starfskjör stjórnarmanna og framkvæmd starfssamninga við forstjóra og aðra þá starfsmenn er heyra undir stjórn félagsins. Þá skal starfskjaranefnd hafa eftirlit með framfylgd starfskjarastefnunnar og útbúa skýrslu um framkvæmd hennar. Starfskjaranefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega. Starfskjaranefnd hefur sett sér starfsreglur sem samþykktar voru af stjórn þann 7. apríl 2022. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á vef Haga, www.hagar.is. 6.3 Starfskjarastefna Starfskjarastefna Haga var samþykkt á aðalfundi þann 30. maí 2024. Tilgangur starfskjarastefnunnar er að félagið og dótturfélög þess séu samkeppnishæf um starfsfólk. Starfskjarastefnan er einn liður í að tryggja langtímahagsmuni eigenda félagsins, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila. Stjórnarmönnum er greidd föst, mánaðarleg þóknun. Fjárhæð hennar er nú kr. 399.000. Laun formanns stjórnar eru tvöföld sú fjárhæð eða kr. 798.000 og þóknun varaformanns er kr. 587.000. Þóknun til stjórnarmanna er ákveðin á aðalfundi ár hvert. Starfskjör forstjóra eru tilgreind í skriflegum ráðningarsamningi við hann. Þar koma fram helstu skyldur hans og ábyrgðarsvið, föst laun, árangurstengdar greiðslur, lífeyrisréttindi, orlof og önnur hlunnindi. Starfskjör annarra æðstu stjórnenda eru á sama hátt tilgreind í skriflegum ráðningarsamningum. Þá má finna í starfskjarastefnunni upplýsingar um breytileg starfskjör forstjóra og æðstu stjórnenda ásamt upplýsingum um kaupréttarkerfi. Helstu úrskurðir og dómar tengdir Högum Undanfarið ár hafa nokkrir úrskurðir og dómar fallið er varða Haga, eins og eðlilegt er hjá stóru félagi. Ekkert þessara mála hafði áhrif á starfsemi eða rekstrarafkomu félagsins. Starfskjarastefnan er tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunar. Gera skal grein fyrir launum og öðrum starfskjörum stjórnar og æðstu stjórnenda í ársskýrslu félagsins. Tilnefningarnefnd Hluthafar Haga kusu sér tilnefningarnefnd á aðalfundi félagsins þann 30. maí 2024. Í nefndinni skulu sitja að lágmarki þrír einstaklingar en stjórnarmönnum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum Haga er óheimilt að sitja í tilnefningarnefnd. Hlutverk tilnefningarnefndar er að meta tilvonandi stjórnarmenn út frá hæfni, reynslu og þekkingu og að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu. Starfsreglur nefndarinnar voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 30. maí 2024. Starfsreglurnar taka m.a. mið af fyrirmælum sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 11. september 2018. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á vef félagsins, www.hagar.is. Tilnefningarnefnd skipa nú Björn Ágúst Björnsson, formaður nefndar, Björg Sigurðardóttir og Kristjana Milla Snorradóttir. Meirihluti nefndarmanna er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum þess. Starfskjaranefnd skipa nú Jensína Kristín Böðvarsdóttir, stjórnarmaður í Högum, Davíð Harðarson, stjórnarmaður í Högum, og Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarmaður í Högum. Jensína er formaður nefndarinnar. Allir nefndarmenn eru óháðir daglegum stjórnendum félagsins og stórum hluthöfum þess. Á starfsárinu 2024/25, þ.e. eftir skipun nefndarinnar eftir aðalfund 2024, hafa verið haldnir tveir fundir hjá starfskjaranefnd og eru áætlaðir 1-2 fundir til viðbótar fram að lokum starfsárs. Mættu allir nefndarmenn á alla fundina. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 59 1. Hagar vilja eiga gott samstarf við hagaðila sína og skapa þeim virði með ákvörðunum sínum. Vinna hefur átt sér stað innan Haga við að leggja mat á mikilvægi sjálfbærnitengdra áhrifa, fjárhagslegrar áhættu og tækifæra í starfsemi félagsins. Við mat þetta var haft samráð við innri og ytri hagaðila, en helstu hagaðilar félagsins eru starfsfólk, hluthafar, viðskiptavinir, birgjar og fjármögnunaraðilar. Regluleg samtöl hafa átt sér stað við innri hagaðila, þ.m.t. voru haldnar fimm vinnustofur með lykilstarfsfólki Haga og dótturfélaga þar sem lögð var áhersla á að þátttakendur hefðu sem fjölbreyttasta reynslu og þekkingu. Þá voru niðurstöður reglubundinnar ánægjukönnunar starfsfólks rýndar og könnun send á ytri hagaðila. Í kjölfarið voru niðurstöður matsins bornar undir stjórn Haga til umræðu. Áframhaldandi samskipti við helstu hagaðila munu eiga sér stað í tengslum við mat á mikilvægi áhrifa, áhættu og tækifæra. Á þessu ári er fyrirhugað að eiga dýpri samræður við ytri hagaðila um þau sjálfbærnimálefni sem teljast mikilvæg fyrir félagið. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað) Þann 26. febrúar 2025 lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram svokallaða Omnibus-tillögu, sem hefur það markmið að einfalda regluverk sambandsins á sviði sjálfbærni. Nái tillagan fram að ganga mun gildissvið CSRD tilskipunarinnar þrengjast verulega. Tillagan mun þó ekki hafa áhrif á upplýsingaskyldu Haga, þar sem félagið er yfir þeim stærðarviðmiðum sem þar eru tilgreind. Hins vegar gæti hún haft áhrif á umfang upplýsingagjafar Haga ef hún leiðir til endurskoðunar á efni ESRS staðlanna. 1.2 Viðskiptamódel Hagar er verslunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Færeyjum og í Hollandi, en félagið er leiðandi á íslenskum dagvöru- og eldsneytismarkaði. Á Íslandi starfrækja Hagar 40 dagvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. Kjarnastarfsemi Haga á Íslandi er á sviði matvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Í Færeyjum starfrækja Hagar verslunarfélagið SMS sem er leiðandi á færeyska markaðinum en SMS rekur m.a. 13 dagvöruverslanir, sex veitingastaði og þrjár sérvöruverslanir. Í Hollandi starfrækja Hagar eina netverslun með áfengi. Starfsfólk samstæðunnar í árslok var 3.508 talsins, þar af 2.724 á Íslandi og 784 í Færeyjum. Meðalfjöldi stöðugilda ársins var 1.581. Hagar eru skráðir á aðallista NASDAQ OMX Iceland og er eignarhald dreift en í lok árs voru hluthafar 923 talsins 1.3 Samskipti við hagaðila 1.1 Inngangur Á síðasta rekstrarári var áfram unnið að því að aðlaga upplýsingagjöf Haga á sviði sjálfbærni að ESRS upplýsingastöðlunum (e. European Sustainability Reporting Standards), sem byggja á ólögfestri CSRD tilskipun Evrópusambandsins (e. Corporate Sustainability Reporting Directive). Ekki er enn orðið ljóst hvenær umrædd tilskipun verður lögfest hér á landi. Í ársreikningi þessum eru valdir upplýsingaliðir birtir í samræmi við ESRS, auk þess sem tryggt er að upplýsingagjöfin fullnægi lágmarkskröfum núgildandi laga um ársreikninga. Ítarlegri sjálfbærniupplýsingar verða svo birtar í ársskýrslu félagsins, sem mun liggja fyrir í aðdraganda aðalfundar þann 27. maí 2025. Fyrirtæki Haga voru starfrækt í 8 dótturfélögum á rekstrarárinu. Fyrirtækin eru rekin sem sjálfstæðar rekstrareiningar en Hagar veita aðhald í rekstri og stuðning með miðlægri þjónustu þar sem markmiðið er að ná fram kostnaðarhagræði, bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja þannig tekjumyndun og samkeppnisstöðu. Þannig skapa Hagar virði fyrir hluthafa. Hagar hafa það að markmiði að starfrækja og þróa leiðandi vörumerki á smásölumarkaði sem standast væntingar viðskiptavina sinna og hafa burði til að vaxa. Markmiðið er einnig að halda einfaldleika í starfsemi allra rekstrareininga sem og að reka hverja einingu sem sjálfstætt og arðbært fyrirtæki með öllum eiginleikum hefðbundins fyrirtækis. Sjálfbærni er hluti af grunnrekstri Haga og er höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku í stórum málefnum. Stefna Haga er að verslanir félagsins verði ávallt fyrsti valkostur neytenda á grundvelli verðs, gæða, úrvals og þjónustu. Verkefni félagsins er að efla hag neytenda með framúrskarandi verslun og þjónustu og skapa eftirsóknarverðan vinnustað. Þannig ná Hagar markmiðum um að skila hluthöfum sanngjarnri ávöxtun. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 60 Málaflokkur Áhrif R/H J/N Aðstreymi Eigin starfsemi Frástreymi Skýring Loftslags- breytingar Losun gróðurhúsalofttegunda R N l l l Útreiknuð heildarlosun Haga vegna umfanga 1, 2 og 3 var 1.143 þúsund tCO2í árið 2024. Það þykir því ljóst að um mikilvæg neikvæð áhrif sé að ræða. Hætta á mengunaróhöppum H N l l Sala og dreifing á olíu og öðrum mengandi efnum felur í sér eðlislæga hættu á mengunaróhöppum, hvort sem það er á fyrri stigum í virðiskeðju félagsins eða í eigin rekstri. Sala á vörum sem geta mengað umhverfið R N l Efna- og hreinsivörur sem seldar eru kunna að vera losaðar að einhverju leyti út í umhverfið af viðskiptavinum við notkun. Innflutningur og sala á „substances of concern“ R N l Notkun viðskiptavina á efnum sem valda áhyggjum getur haft mengandi áhrif á umhverfi og slysahættu. Bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi og virðiskeðju Haga sem flýtir fyrir loftslagsbreytingum sem leiða til hnignunar á líffræðilegum fjölbreytileika á tilteknum svæðum R N l Heildarlosun Haga af gróðurhúsalofttegundum var 1.2 milljónir tCO2í á árinu 2023. Þótt bein orsakatengsl milli losunar í virðiskeðju Haga og hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika eru óljós er það þekkt að loftslagsbreytingar geta haft neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Breytingar á landnotkun vegna landbúnaðar í virðiskeðju H N l Áhrif þessi eru lítið þekkt í dag. Þó eru líkur á því að Hagar séu með innkaupum sínum í einhverjum tilvikum að stuðla að framboðsaukningu á vörum sem hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni vegna framleiðsluaðferða. Úrgangur frá rekstri, þ.m.t. spilliefni R N l l Um 5.900 tonn af úrgangi mynduðust í starfseminni árið 2024. Matarsóun R N l l Magn lífræns úrgangs í starfseminni árið 2024 var um þúsund tonn. Þá sýna rannsóknir fram á það að matarsóun heimila landsins var 23.780 tonn árið 2022. Matvælaúrgangur sem fellur til í eigin rekstri og stór hluti þess sem fellur til hjá heimilum er nýttur til framleiðslu á metani, en vinnur það á móti umræddum áhrifum. 1.4.1 Áhrif Eftirfarandi tafla inniheldur yfirlit yfir þau sjálfbærnitengdu áhrif sem Hagar hafa skilgreint sem mikilvæg: 1.4 Sjálfbærnitengd áhrif, áhætta og tækifæri Árið 2023 framkvæmdu Hagar í fyrsta sinn tvíþátta mikilvægismat, þar sem lagt var mat á mikilvægi sjálfbærnitengdra áhrifa, fjárhagslegrar áhættu og tækifæra í starfsemi félagsins og virðiskeðju þess. Tilgangur matsins er í fyrsta lagi að ákvarða umfang upplýsingaskyldu Haga gagnvart áðurnefndum ESRS upplýsingastöðlum og í öðru lagi að leggja grunn að stefnumótun félagsins í sjálfbærnimálum með það að markmiði að tryggja langtímaafkomu. Um er að ræða lifandi mat sem verður endurskoðað árlega með hliðsjón af aðstæðum og fyrirliggjandi gögnum á hverjum tíma. Fyrsta endurskoðun matsins átti sér stað á árinu 2024 og var Deloitte í kjölfarið fengið til að gera frumathugun á niðurstöðum matsins. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Staðsetning áhrifa í virðiskeðju Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Hringrásar- hagkerfi Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 61 Málaflokkur Áhrif R/H J/N Aðstreymi Eigin starfsemi Frástreymi Skýring Vinnuslys R N l Það koma fyrir tilvik þar sem vinnuslys eða "næstum" slys eiga sér stað innan samstæðunnar. Líkur á vinnuslysum eru meiri í framleiðslu- og vöruhúsaeiningum samstæðunnar. Ráðstafanir til að tryggja heilsu og öryggi starfsfólks R J l Lagt er mikið upp úr því að tryggja heilsu og öryggi starfsmanna til þess að koma í veg fyrir og lágmarka líkur á vinnuslysum ásamt því að efla heilbrigði starfsfólks. Ótímabundnir ráðningarsamningar sem meginregla R J l Meginreglan er sú að starfsfólk Haga fái ótímabundinn ráðningarsamning og heyrir það til undantekninga ef um tímabundna ráðningu sé að ræða. Enginn starfsmaður með ótryggar vinnustundir R J l Ekkert starfsfólk með ótryggan vinnutíma, sbr. skilgreining ESRS (e. non-guaranteed hours employees) Stefna um jafnvægi milli vinnu og einkalífs R J l Það er stefna Haga að allt starfsfólk skuli eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma eða annarri hagræðingu þar sem því verður við komið til að auðvelda samræmingu milli vinnu og einkalífs. Stuðla að jafnrétti kynjanna R J l Lögð er áhersla á jafnrétti í allri starfsemi Haga og að hver starfsmaður sé metinn á eigin verðleikum. Hvers konar mismunun er óheimil og er ekki liðin. Þá er það stefna Haga að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá félaginu og er jafnlaunaúttekt framkvæmd árlega. Starfsmenn fái tækifæri til að vaxa og dafna R J l Hagar og dótturfélög leggja mikla áherslu á vöxt starfsfólks með þjálfun, fræðslu og starfsþróunartækifærum. Unnið er að því að innleiða regluleg starfsþróunarviðtöl hjá dótturfélögum samstæðunnar. Þátttaka í atvinnu með stuðningi R J l Rekstrareiningar Haga, einkum Bónus og Hagkaup, hafa um árabil verið virkir þátttakendur í verkefninu „Atvinna með stuðningi“ sem unnið er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Verkefnið gengur út á að veita fólki vinnu sem er með skerta starfsgetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Stuðla að fjölbreytni á vinnustað R J l Það að hafa aðgengi að breiðari hóp starfsfólks af ólíkum uppruna með mismunandi reynslu er mikilvægt fyrir Haga. Með því að auðvelda fólki óháð hvers konar stöðu og uppruna að starfa hjá samstæðunni höfum við jákvæð áhrif. Hjá Högum starfar fólk frá um 60 upprunalöndum. Mikil áhersla er lögð á að hjálpa fólki að aðlagast, s.s. með þýðingu fræðsluefnis og tungumálakennslu. Stefna og aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi R J l Það er stefna Haga að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi (EKKO) er ekki undir neinum kringumstæðum liðin í starfsemi Haga. Hjá Högum er til staðar skrifleg forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn EKKO sem kynnt er starfsfólki. 1.4.1 Áhrif, frh.: Eigin mannauður Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Staðsetning áhrifa í virðiskeðju Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 62 Málaflokkur Áhrif R/H J/N Aðstreymi Eigin starfsemi Frástreymi Skýring Starfsfólk í virðiskeðju Áhrif á starfsfólk í virðiskeðju með tilliti til vinnuaðstæðna og mannréttinda H J/N l Með því að setja skýrar kröfur til birgja, krefja þá um að setja sambærilegar kröfur til sinna birgja og innleiða virkt eftirlit með birgjum getum við haft jákvæð áhrif á vinnuaðstæður og mannréttindi starfsfólks í virðiskeðju félagsins. Hins vegar með því að bjóða upp á vörur frá framleiðendum sem tryggja ekki góðar vinnuaðstæður og mannréttindi fyrir starfsfólk sitt getum við haft neikvæð áhrif. Upplýsingar um innihald vöru, vottanir, hættumerkingar o.s.fv. R J/N l Lögð er áhersla á að á vörum sem seldar eru í verslunum Haga séu greinargóðar innihaldslýsingar, upplýsingar um vottanir og hættumerkingar ef það á við. Áhrif á lýðheilsu R J/N l Með því að bjóða upp á bæði heilsusamleg og óheilsusamleg matvæli hafa Hagar bæði jákvæð og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Tryggt aðgengi að nauðsynjavörum R J l Allir eru velkomnir í verslanir Haga óháð hvers konar stöðu og lögð er áhersla á gott aðgengi fyrir fatlaða í verslunum. Þá hefur félagið jafnframt tryggt aðgengi að verslunum við náttúruhamfarir, s.s. við heitavatnsleysi á Reykjanesi vegna jarðhræringa. Virk verðsamkeppni og sama verð á matvöru um allt land R J l Það er markmið Bónus að vera með lægsta verð á matvörumarkaði og hjá verslunum Haga hefur verið lögð áhersla á að hafa sama verð um allt land burtséð frá auknum kostnaði við dreifingu á landsbyggðina. Reglur og aðgerðir til að vernda uppljóstrara R J l Til staðar hjá félaginu eru reglur um vernd uppljóstrara í samræmi við lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara. Reglunum er ætlað að koma á skilvirku úrræði til að koma upplýsingum og/eða gögnum á framfæri um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi og styðja og vernda þá sem slíkt gera. Áhrif á velferð dýra R J/N l Með því að kaupa inn dýraafurðir sem framleiddar eru af framleiðendum sem meðhöndla dýr með ómannúðlegum hætti getum við haft neikvæð áhrif á velferð dýra. Hins vegar með því að setja skýrar kröfur gagnvart birgjum um mannúðlega meðferð dýra getum við haft jákvæð áhrif. Keðjuáhrif í gegnum virðiskeðju H J l Það að við setjum kröfur á okkar birgja í tengslum við siðferðisleg málefni og gerum kröfu um að birgjar okkar setji samskonar kröfur á sína birgja getur haft jákvæð áhrif á siðferði virðiskeðjunnar. Staðsetning áhrifa í virðiskeðju Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Neytendur og endanotendur Viðskiptasiðferði 1.4.1 Áhrif, frh.: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 63 Málaflokkur Áhrif R/H J/N Aðstreymi Eigin starfsemi Frástreymi Skýring Viðskiptasiðferði Aðgerðir gegn spillingu R J l l Í siðareglum Haga og dótturfélaga er lögð áhersla á að stjórn og starfsfólk skuli ávallt fara að lögum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og að fylgt sé þeim reglum sem félagið setur á hverjum tíma. Hjá samstæðunni hefur einnig verið unnið áhættumat vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 140/2018. Samhliða áhættumatinu samþykkti stjórn stefnu félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 1.4.2 Fjárhagsleg áhætta Málaflokkur Fjárhagsleg áhætta Skýringar Kerfislægur matvöruskortur í virðiskeðju vegna loftslagsbreytinga (s.s. þurrkar og uppskerubrestir) Takmörkun framboðs sem bundið er við einstaka vörur eða vörutegundir felur í sér óverulega áhættu fyrir félagið. Aðlögunarhæfni félagsins gerir því kleift að bregðast við slíkum breytingum á framboði. Hins vegar komi til þess að vöruskortur verði kerfislægur með þeim hætti að matvælaöryggi Íslands sé ógnað varðar það mjög fjárhagslega hagsmuni félagsins. Stefna stjórnvalda í tengslum við útfösun á jarðefnaeldsneyti Markmið ESB um kolefnishlutleysi fyrir 2050 og 55% samdrátt í losun fyrir 2030 gera ráð fyrir hröðum orkuskiptum með tilheyrandi áhrifum á tekjur vegna olíusölu. Núverandi birtingarmyndir þessa eru kolefnisskattar, yfirvofandi losunarheimildarkerfi fyrir söluaðila eldsneytis (ETS 2) og losunarheimildarkerfi á flutningsaðila eldsneytis (ETS) sem öll leiða til hærra kostnaðarverðs á jarðefnaeldsneytisbruna í þeim tilgangi að hraða orkuskiptum. Fjárfestingar í umhverfisvænni tækjabúnaði, s.s. kælikerfum og rafmagnsbifreiðum Endurnýjun tækjabúnaðar vegna orkusparandi aðgerða, orkuskipta og útfösunar á óumhverfisvænum kælimiðlum felur í sér aukinn fjárfestingakostnað. Orðsporsáhætta vegna aukinnar áherslu á loftslagsmál frá hagaðilum og samfélaginu Skorti gagnsæi í upplýsingagjöf eða séu markmið og aðgerðir félagsins í tengslum við loftslagsmál ótrúverðug getur það leitt til orðsporshnekki og haft neikvæð fjárhagsleg áhrif á félagið. Aðgerðir félagsins í loftslagsmálum draga úr líkum á orðsporsáhættu þessari. Loftslags- breytingar Langur Miðlungs Samdráttur í tekjum Samdráttur í tekjum af sölu jarðefna- eldsneytis og aukið kostnaðarverð seldrar vöru. Aukinn fjárfestinga- kostnaður Stuttur Minni áhugi frá fjárfestum, skert aðgengi að fjármagni, lakari fjármagnskjör og samdráttur í tekjum R/H = Raunveruleg/Hugsanleg J/N = Jákvæð/Neikvæð Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Staðsetning áhrifa í virðiskeðju Hér er samantekt yfir þá fjárhagslegu áhættu sem taldar eru ná mikilvægisþröskuldi: Hugsanleg afleiðing Tími þar til áhrif gætu komið fram Miðlungs 1.4.1 Áhrif, frh.: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 64 1.4.2 Fjárhagsleg áhætta, frh.: Málaflokkur Fjárhagsleg áhætta Skýringar Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Kerfislægur framboðsskortur á matvöru vegna hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa Eins og áður hefur komið fram eru Hagar og dótturfélög vel í stakk búin til að mæta framboðstakmörkunum sem bundnar eru við einstaka vörur/vörutegundir. Hins vegar komi til þess að matvælaskortur verði kerfislægur á heimsvísu getur það haft mikil áhrif á fjárhagslega afkomu félagsins. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir hjá starfsfólki Verkfallsaðgerðir sem myndu leiða til þess að stór hluti starfsfólks gæti ekki sinnt vinnu um langt tímabil geta haft mikil fjárhagsleg áhrif á félagið. Aðgengi að hæfu og góðu starfsfólki Ef ekki er staðið vel að starfsmannamálum getur það leitt til þess að erfiðara sé að halda í og laða að gott starfsfólk sem skapar virði fyrir félagið. Hæði gagnvart eigin mannauði Starfsemi Haga og dótturfélaga er mjög háð eigin mannauði. Atburðir eða atvik sem leiða til þess að stór hluti starfsfólks geti ekki stundað vinnu um langt tímabil geta haft mikil fjárhagsleg áhrif á félagið. Sömuleiðis ef ekki er staðið vel að starfsmannamálum getur það leitt til þess að erfiðara sé að halda í og laða að gott starfsfólk sem skapar virði fyrir félagið. Neytendur og endanotendur Hæði gagnvart neytendum Félagið er mjög háð neytendum til tekjuöflunar sem eru langstærsti viðskiptavinahópur félagsins. Lögbrot og stjórnvaldssektir Stuðli fyrirtækjamenning Haga ekki að lögfylgni og góðu viðskiptasiðferði starfsmanna getur það leitt til hættu á lögbrotum og stjórnvaldssektum. Góðir stjórnarhættir og miðlun þekkingar um stefnur og starfsreglur félagsins til starfsmanna takmarka líkur á slíkum atvikum. Sjá stjórnarháttayfirlýsingu Haga fyrir frekari upplýsingar. Orðsporsáhætta í tengslum við spillingar og mútumál Komi upp alvarlegt spillingarmál í starfsemi Haga getur það haft veruleg áhrif á orðspor félagsins með tilheyrandi áhrifum á áhuga fjárfesta og jafnvel á tekjur. Með hliðsjón af aðgerðum félagsins og fyrirtækjamenningu þykja þó líkur á slíkum atburði vera hverfandi. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Samdráttur í tekjum. Minni áhugi frá fjárfestum, skert aðgengi að fjármagni, lakari fjármagnskjör, aukinn kostnaður og samdráttur í tekjum. Eigin mannauður Hugsanleg afleiðing Langur Miðlungs Tími þar til áhrif gætu komið fram Miðlungs Miðlungs Samdráttur í tekjum. Samdráttur í tekjum. Á.e.v. Stuttur Á.e.v. Minni áhugi frá fjárfestum, skert aðgengi að fjármagni, lakari fjármagnskjör, aukinn kostnaður og samdráttur í tekjum. Stuttur Viðskiptasiðferði Stuttur Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 65 1.4.3 Fjárhagsleg tækifæri Málaflokkur Fjárhagsleg áhætta Skýringar Virk þátttaka í orkuskiptum Orkuskiptin fela í sér tækifæri fyrir félagið að vera leiðandi í sölu og dreifingu á umhverfisvænni orkugjöfum. Tekjur af slíkri starfsemi geta vegið upp á móti tekjutapi vegna samdráttar í sölu jarðefnaeldsneytis. Trúverðug og gagnsæ upplýsingagjöf um stöðu og aðgerðir félagsins gagnvart loftslagsmálum Aðgerðin dregur úr orðsporsáhættu vegna loftslagsmála og mun koma til með að auka traust fjárfesta og neytenda á félaginu. Langur Jákvæð áhrif á áhuga fjárfesta. Loftslags- breytingar Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Að lokum má hér sjá yfirlit yfir fjárhagsleg tækifæri: Tími þar til áhrif gætu komið fram Hugsanleg afleiðing Langur Nýir tekjustraumar. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 66 Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 1.4.4 Niðurstöður tvíþátta mikilvægismats Hér má sjá niðurstöður tvíþátta mikilvægismats með tilliti til undirmálaflokka ESRS (e. sub-topics). Undirmálaflokkar sem ná mikilvægisþröskuldi geta ýmist verið mikilvægir út frá áhrifum, fjárhagslegri áhættu/tækifærum eða báðum þessum þáttum. Ef engin marktæk áhrif og fjárhagsleg áhætta/tækifæri hafa verið greind fyrir tiltekinn undirmálaflokk er honum úthlutað gildinu 0. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 67 2. Umhverfi Mannauður Neytendur Stjórnarhættir 3. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 2.1 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Hagar hafa valið sjö af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til að styðja enn frekar við stefnustoðir félagsins. Markmiðin eru: 5: Jafnrétti kynjanna, 8: Góð atvinna og hagvöxtur, 9: Nýsköpun og uppbygging, 10: Aukinn jöfnuður, 12: Ábyrg neysla og framleiðsla, 13: Aðgerðir í loftslagsmálum, 15: Líf á landi. Umhverfi Hagar og dótturfélög þess hafa um árabil lagt mikla áherslu á umhverfismál í allri sinni starfsemi. Uppfærð umhverfisstefna samstæðunnar var samþykkt af stjórn í mars 2024. Umhverfisstefnan nær til allrar starfsemi Haga og dótturfélaga auk starfsfólks samstæðunnar. Meginmarkmið stefnunnar er að samstæðan leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar og samfélagslegrar ábyrgðar og styðji við mikilvægi þess að starfsfólk sé meðvitað um aðgerðir félagsins í þágu umhverfisins. Hagar vilja stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum jarðarinnar í þágu íbúa hennar, atvinnulífs og komandi kynslóða, til efnahagslegs og félagslegs ábata. Sjálfbærnistefna Uppfærð sjálfbærnistefna Haga var samþykkt af stjórn félagsins þann 22. mars 2024. Við uppfærslu á stefnunni var tekið mið af mikilvægismati félagsins á sjálfbærnitengdum áhrifum, áhættu og tækifærum. Sjálfbærnistefna Haga er langtímaáætlun félagsins um hvernig það getur lagt sitt af mörkum til betra og heilbrigðara umhverfis og samfélags, samhliða heilbrigðum rekstri. Stefnan byggir á fjórum meginstoðum, sem móta áherslur félagsins og þau lykilverkefni sem unnið er að hverju sinni: Hagar leggja áherslu á að þekkja þau beinu og óbeinu áhrif sem starfsemi félagsins hefur á umhverfið og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum eftir fremsta megni. Með neikvæðum áhrifum er einkum átt við losun gróðurhúsalofttegunda, hvers konar mengun, matarsóun og athafnir sem stuðla að hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Hagar kappkosta við að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. Jafnrétti er haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum og skapar félagið virði fyrir atvinnulífið með menntun og þjálfun starfsfólks. Jafnframt leggja Hagar áherslu á að réttindi starfsfólks í virðiskeðju félagsins séu virt. Hagsmunir neytenda og lýðheilsa eru höfð í fyrirrúmi í starfsemi Haga. Lögð er áhersla á ríkulegt framboð af heilsusamlegum valkostum auk þess að bjóða neytendum hagstæðustu kjör hverju sinni óháð staðsetningu. Þá styður félagið ýmis samfélagsleg málefni hvort sem er í formi styrkja eða samstarfsverkefna. Hagar starfa eftir þeim lögum og reglum sem félaginu ber að fylgja, sem og leiðbeiningum um góða stjórnarhætti. Auk þess hefur félagið sett sér siða- og samskiptareglur sem fylgt er í hvívetna í starfseminni. 2.2 Aðrar sjálfbærnitengdar stefnur Stjórn Haga hefur sett félaginu og dótturfélögum þess ýmsar reglur og stefnur sem fara ber eftir í starfsemi samstæðunnar með það að markmiði að tileinka sér góða stjórnarhætti og þannig efla traust til félagsins og styrkja innviði þess. Stefnurnar og reglur þessar má finna í heild sinni á vef félagsins, www.hagar.is, og eru þær auk þess listaðar upp í kafla 1.3 í stjórnarháttaryfirlýsingu félagsins sem finna má á bls. 50. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 68 3. • • • • • • • • • • 4. 3.2 Hringrásarhagkerfi Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Umhverfi, frh.: 3.1 Loftslagsmál Hagar leggja áherslu á að þekkja áhrif félagsins á loftslagið og draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er á sama tíma mikilvægt að tryggja seiglu félagsins gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga. Sérstök áhersla er lögð á að Hagar og dótturfélög: mæli og hafi reglulegt eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í eigin rekstri sem og í virðiskeðju sinni. setji sér markmið um samdrátt í losun með hliðsjón af markmiðum íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. innleiði og endurskoði með reglubundnum hætti aðgerðaráætlun sem miðar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. hugi sérstaklega að orkusparandi aðgerðum í allri starfsemi, hvort sem er á skrifstofum, í verslunum og í framkvæmdum á vegum félagsins. taki mið af sjálfbærnisjónarmiðum við innkaup í þágu starfseminnar. fjárfesti með ábyrgum hætti í verkefnum sem hafa það að markmiði að binda kolefni úr andrúmslofti. vinni markvisst að því að auka seiglu og aðlögunarhæfni gagnvart mögulegum afleiðingum loftslagsbreytinga, s.s. uppskerubrestum í virðiskeðju félagsins. Jafnréttis- og mannréttindastefna Haga var endurskoðuð og samþykkt af stjórn félagsins í mars 2024. Stefna Haga er að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli kynjanna og að allt starfsfólk Haga og dótturfélaga þess sé metið að eigin verðleikum, óháð kyni, aldri, kynhneigð og uppruna. Allt starfsfólk skal njóta sömu virðingar og skulu kynin hafa jafna stöðu innan fyrirtækisins. Hvers konar mismunun er óheimil og verður ekki liðin og er það stefna fyrirtækisins að koma í veg fyrir að slíkt ranglæti eigi sér stað. Jafnréttis- og mannréttindastefnan er aðgengileg á vef félagsins, www.hagar.is. Það er stefna Haga að lágmarka alla sóun og innleiða hringrásarhugsun í starfsemi félagsins. Einkum er lögð áhersla á að: halda úti mælingum á vörusóun og þeim úrgangi sem fellur til í starfseminni. leita stöðugt leiða til að draga úr vörusóun, minnka úrgangsmagn og bæta flokkunar- og endurvinnsluhlutfall. hafa sjálfbærnisjónarmið að leiðarljósi við hönnun og efnisval á umbúðum fyrir eigin framleiðsluvörur. 3.3 Mengun Hagar leggja ríka áherslu á forvarnir og aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir og lágmarka líkur á hvers konar mengun, hvort sem er á landi, vatni eða andrúmslofti, í eigin rekstri eða í virðiskeðju félagsins. 3.4 Líffræðileg fjölbreytni Þótt þekking á áhrifum félagsins á líffræðilega fjölbreytni sé enn takmörkuð, er það þekkt að matvælaframleiðsla getur haft neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika á sama tíma og slík framleiðsla reiðir sig að miklu leyti á hann. Það er stefna Haga að efla þekkingu sína á slíkum neikvæðum áhrifum, einkum í virðiskeðju félagsins, og kappkosta við að draga úr þeim eftir fremsta megni. Mannauður Hjá Högum starfa 3.508 starfsmenn sem á hverjum degi hafa áhrif á daglegt líf fólks með störfum sínum. Starfsemi félagsins er mjög háð þeim mannauði sem hjá því starfar og er kappkostað við að skapa starfsumhverfi sem gerir starfsfólki kleift að vaxa og dafna að eigin verðleikum. Rík áhersla er lögð á vellíðan og öryggi starfsfólks, jafnrétti og fjölbreytni á vinnustað og starfsþróun. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 69 4. 5. 6. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Þá eru til staðar hjá samstæðunni reglur um vernd uppljóstrara, sbr. lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara, en reglunum er ætlað að koma á skilvirku úrræði til að koma upplýsingum og/eða gögnum á framfæri, um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi, og styðja og vernda þá sem slíkt gera. Markmið reglnanna er að fyrirbyggja misferli og draga úr tjóni sem slíkt kann að hafa í för með sér fyrir samstæðu Haga, viðskiptavini samstæðunnar, samfélagið og aðra hagaðila. Mannréttindi Hagar leggja sig alla fram um að virða almenn mannréttindi í allri starfsemi félagsins líkt og kveður á um í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sama skapi gerir félagið þær kröfur að hagsmunaaðilar virði mannréttindi. Þá er barnaþrælkun, nauðungarvinna, sem og þrælahald, ekki liðin innan félagsins. Þessu til stuðnings er í gildi jafnréttis- og mannréttindastefna Haga og siðareglur sem fjallað er um hér að framan. Þá eru Hagar með í gildi viðauka við alla verksamninga félagsins þar sem aðalverktakar lýsa því yfir að þeir muni ávallt og í hvívetna virða lög- og samningsbundin réttindi þeirra aðila sem þeir ráða til sinna starfa, hvort sem um ræðir launþega, starfsmenn starfsmannaleiga, aðra verktaka og/eða undirverktaka. Aðalverktaki lýsir því yfir að starfsemi hans uppfylli ávallt þær kröfur sem íslensk lög, reglur og venjur á vinnumarkaði gera hverju sinni. Aðalverktaki lýsir því einnig yfir að hann beri svokallaða keðjuábyrgð, þ.e.a.s. hann ábyrgist að aðrir verktakar og/eða undirverktakar sem hann hefur ráðið til sinna starfa uppfylli sömu kröfur þannig að réttindi allra þeirra starfsmanna sem að verki koma séu tryggð. Hagar og dótturfélög þess hafa sett birgjum sínum siðareglur sem ætlað er að stuðla að því að samstæðan og birgjar hennar verði í sameiningu hreyfiafl til góðra verka. Siðareglurnar ná til allra birgja samstæðunnar og er birgjunum gert að tryggja framfylgd þeirra gagnvart aðfangakeðju sinni. Mannauður, frh.: Öll dótturfélög Haga hafa lokið vinnu við jafnlaunavottun, sbr. breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lögfest var í júní 2017. Hafa þau nú öll innleitt jafnlaunakerfi sbr. staðal ÍST 85 um jafnlaunavottun. Starfskjarastefna Haga hefur það að markmiði við gerð samninga um starfskjör, að félagið sé samkeppnishæft um starfsfólk og stjórnendur. Til að svo megi verða skal félagið bjóða samkeppnishæf laun við það sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum. Hagar telja nauðsynlegt að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins þannig að félagið njóti starfskrafta þeirra og hæfileika sem allra best þannig að hagur þeirra og félagsins fari saman. Við ákvörðun um starfskjör er horft til ábyrgðar og árangurs og gætt að viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum. Starfskjarastefnan er liður í að tryggja langtímahagsmuni eigenda félagsins, stjórnenda og annarra hagsmunaaðila, með skipulegum, einföldum og gagnsæjum hætti. Starfskjarastefnan er aðgengileg á vef félagsins, www.hagar.is en hún var samþykkt á aðalfundi Haga þann 30. maí 2024. Spillinga- og mútumál Í siðareglum Haga og dótturfélaga er lögð áhersla á að stjórn og starfsfólk skuli ávallt fara að lögum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og að fylgt sé þeim reglum sem félagið setur á hverjum tíma. Kveðið er á um að óheimilt er að misnota aðstöðu sína í starfi, þannig að félagið beri skaða af og eru starfsmenn hvattir til að tilkynna næsta yfirmanni ef þeir verða vitni að spillingu eða óreiðu innan félagsins. Siðareglur þessar leggja einnig áherslu á að forða starfsmönnum frá að taka ákvarðanir sem skapað geta hagsmunaárekstra en meginreglan er sú að hagsmunir starfsmanna og félagsins skuli fara saman. Þá er óheimilt að taka við gjöfum, boðsferðum eða annars konar fríðindum frá viðskiptamönnum félagsins nema með samþykki yfirmanns. Hjá samstæðunni hefur verið unnið áhættumat vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 140/2018. Samhliða áhættumatinu samþykkti stjórn stefnu félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilgangur stefnunnar er að koma á og viðhalda skilvirku kerfi til að sporna við að þjónusta og vörur Haga og dótturfélaga verði notaðar í ólöglegum tilgangi er tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Félagið er tilkynningaskyldur aðili á grundvelli laganna vegna útleigu fasteigna og mætir mögulegum tilvikum vegna spillingar eða mútuþægni vegna þeirrar starfsemi með mildunaraðgerðum sem hafa í för með sér að eftirstæð áhætta er lágmörkuð niður í litla sem enga. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 70 7. Heildarlosun GHL Eining 2024 2023 2022 % tCO2í 1.143.981 1.211.793 1.229.211 -7% tCO2í 1.160.405 1.225.684 1.229.211 -6% Umfang 1 Eining 2024 2023 2022 % tCO2í 4.198 3.433 3.149 33% tCO2í 831 850 831 0% tCO2í 3.367 2.583 2.319 45% Umfang 2 Eining 2024 2023 2022 % tCO2í 510 587 578 -12% tCO2í 245 286 293 -16% tCO2í 265 301 285 -7% tCO2í 16.935 14.477 578 2828% tCO2í 16.669 N/A 293 N/A tCO2í 265 N/A 285 N/A Umfang 3 - Losun á fyrri stigum Eining 2024 2023 2022 % tCO2í 1.139.272 1.207.773 1.225.483 -7% Flokkur 1: Aðkeypt vara og þjónusta tCO2í 444.521 501.240 484.785 -8% tCO2í 444.521 501.240 484.785 -8% Flokkur 3: Eldsneytis- og orkutengd starfsemi tCO2í 317 338 310 2% tCO2í 209 208 187 12% tCO2í 1 1 1 0% tCO2í 107 130 122 -12% Flokkur 4: Aðkeyptur flutningur og dreifing tCO2í 8.953 8.790 10.070 -11% tCO2í 2.824 2.911 4.392 -36% tCO2í 4.342 4.138 4.012 8% tCO2í 1.787 1.741 1.666 7% Flokkur 5: Úrgangur frá rekstri tCO2í 205 746 856 -76% tCO2í 205 746 856 -76% Flokkur 6: Viðskiptaferðir tCO2í 23 31 26 -13% tCO2í 23 31 26 -13% Flokkur 11: Notkun á seldri vöru tCO2í 684.981 696.355 729.437 -6% tCO2í 684.981 696.355 729.437 -6% Flokkur 12: Lok líftíma seldrar vöru tCO2í 273 273 N/A 0% tCO2í 273 273 N/A 0% Notkun á seldu eldsneyti og gasi .......................... Seld matvara ........................................................... Sjálfbærniuppgjör 7.1 Losun gróðurhúsalofttegunda Upplýsingar í þessum kafla taka mið af völdum upplýsingaliðum ESRS staðlanna og hafa þær verið staðfestar með takmarkaðri vissu af óháðum þriðja aðila (e. limited assurance). Eftirfarandi tafla sýnir losun Haga á gróðurhúsalofttegundum á almanaksárinu 2024 í samanburði við losun á árunum 2023 og 2022 (grunnár). Dálkurinn lengst til hægri í töflunni sýnir breytingu í losun gróðurhúsalofttegunda frá grunnári. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Samtals losun GHL (landsnetið) ............................ Samtals losun GHL (m.t.t. upprunaábyrgða) ........ Eldsneytisnotkun .................................................... Lekalosun ................................................................ Heildarlosun umfang 1 ........................................ Heildarlosun umfang 2 (landsnetið) .................. Rafmagn .................................................................. Hitaveita .................................................................. Heildarlosun umfang 2 (m.t.t. upprunaáb.) ....... Rafmagn .................................................................. Hitaveita .................................................................. Heildarlosun umfang 3 ........................................ Aðkeypt vara til endursölu ..................................... Losun á fyrri stigum vegna eldsneytisnotkunar .. Losun á fyrri stigum vegna rafmagnsnotkunar .... Flutnings- og dreifitap raforku og hitaveitu ......... Flutningur með flugi ............................................... Flutningur með skipi ............................................... Landflutningar ........................................................ Flutningur, förgun og meðhöndlun á úrgangi ....... Flugferðir ................................................................. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 71 Losunarkræfni Eining 2024 2023 2022 tCO2í/MISK 6,5 7,0 7,6 tCO2í/MISK 6,6 7,1 7,6 • Hagar verslanir ehf. (100% eignarhlutur) oBónus oHagkaup oAðföng • Olís ehf. (100% eignarhlutur) • Bananar ehf. (100% eignarhlutur) • Stórkaup ehf. (100% eignarhlutur) • Eldum rétt ehf. (100% eignarhlutur) • Noron ehf. (100% eignarhlutur) • Haga Wine B.V. (100% eignarhlutur) Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 7.1.1 Aðferðafræði Losunarbókhald Haga og dótturfélaga er gert í samræmi við Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðina (GHG Protocol). GHG Protocol skiptir losun frá fyrirtækjarekstri í þrjú umföng: •Umfang 1: Bein losun frá rekstri. •Umfang 2: Óbein losun vegna aðkeyptrar orku. •Umfang 3: Önnur óbein losun í virðiskeðju félagsins. Skilgreining á rekstrarmörkum (e. operational boundaries) tekur til þeirra losunarþátta sem heyra undir losunarbókhald Haga. Félagið hefur framkvæmt mikilvægismat í þeim tilgangi að forgangsraða útreikningum á losunarþáttum eins og þeir eru skilgreindir í GHG Protocol. Mikilvægismat þetta er endurskoðað árlega. Við matið er annars vegar horft á áætlað eða útreiknað umfang losunarþáttar og hins vegar hversu aðgengilegt er að framkvæma útreikninga á viðkomandi losunarþætti. 7.1.2 Skipulags- og rekstrarmörk losunarbókhalds Skipulagsmörk (e. organizational boundaries) segja til um umfang losunarbókhalds með tilliti til þess hvaða félög/rekstrareiningar falla þar undir. Losunarbókhald Haga nær til samstæðunnar eins og hún birtist í fjárhagsuppgjöri félagsins, sbr. kafli 5.1 í ESRS 1, með þeirri undantekningu að ekki hefur verið reiknuð út losun vegna starfsemi P/F SMS í Færeyjum, sem varð hluti af samstæðunni í desember 2024. Fyrirhugað er að starfsemi P/F SMS verði hluti af losunarbókhaldi samstæðunnar í næsta ársuppgjöri. Eftirfarandi félög eru þar af leiðandi hluti af losunarbókhaldi Haga: 7.1 Losun gróðurhúsalofttegunda, frh.: Losunarkræfni tekna (landsbundin) .................... Losunarkræfni tekna (m.t.t. upprunavottorða) ... Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 72 • Leigðar eignir (flokkur 8): Losun vegna leigðra eigna er gerð upp í umfangi 2. • • • Sérleyfishafar (flokkur 14): Félagið er ekki sérleyfisveitandi. Lekalosun Grænmerktir losunarþættir eru þeir sem taldir eru fram í uppgjöri félagsins á meðan þeir gulmerktu hafa ekki verið taldir fram hingað til. Aðrir losunarþættir í umfangi 3, sem ekki koma fram á myndinni að ofanverðu, eru taldir óverulegir eða ekki eiga við, en þeir eru: Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Flutningur og dreifing á síðari stigum (flokkur 9): Losun vegna þessa þáttar er talin óveruleg, enda eru viðskiptavinir félagsins að jafnaði endanotendur vöru. Þá eru vörusendingar til viðskiptavina gerðar upp í flokki 4, þar sem félagið greiðir flutningsaðila fyrir slíkar sendingar þótt viðskiptavinur kunni að vera rukkaður fyrir sendingakostnaði af Högum. Áframhaldandi vinnsla á seldri vöru (flokkur 10): Losun er talin óveruleg þar sem endanotendur eru að jafnaði viðskiptavinir félagsins. 7.1.3 Umfang 1 Eldsneytisnotkun Gögnum um eldsneytiskaup í lítrum er alfarið safnað frá birgjum. Losunarstuðlar frá DEFRA eru notaðir til útreikninga. Hlutfall losunar í umfangi 1 sem heyrir undir viðskiptakerfi með losunarheimildir er 0%. Upplýsingum um leka af kælikerfum í kílógrömmum eftir tegundum kælimiðla er alfarið safnað frá birgjum. Notast er við losunarstuðla frá Umhverfisstofnun til útreikninga. Ekki hefur tekist að safna gögnum frá þjónustuaðila kælikerfa Olís og fyrir eina Bónusverslun af 33. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 73 Flokkur 1: Aðkeypt vara og þjónusta • Frá framleiðanda vöru - <0,1% • Út frá þyngd vöru – 75% • Út frá kostnaði vöru – 25% Eftirfarandi losunarstuðlasett voru notuð við útreikninga: Mælikvarði Magn (kg) Magn (kg) Magn (kg & l) Kostnaður Stykki 7.1.4 Umfang 2 Rafmagnsnotkun Gögnum um rafmagnsnotkun í kWh er að mestu leyti safnað frá söluaðila raforku. Í leigurýmum þar sem Hagar eða dótturfélög eru ekki sjálf skráð fyrir rafmagnsmælum er gögnum safnað frá leigusölum. Áætlanir eru gerðar til að fylla upp í eyður þar sem álestra á mæla skortir eða gögn hafa ekki fengist. Hlutfall áætlana af heildarraforkunotkun er 0,3%. Losunarstuðull frá Umhverfisstofnun er notaður til útreikninga á staðbundinni losun (e. location-based) og losunarstuðull byggður á upprunablöndu uppgefinni af Orkustofnun er notaður til útreikninga á losun m.t.t. upprunavottorða (e. market-based). Félagið kaupir ekki upprunavottorð vegna raforkunotkunar í starfsemi sinni. Heitavatnsnotkun Gögnum um heitavatnsnotkun í rúmmetrum er ýmist safnað saman frá veitufyrirtækjum eða leigusölum. Áætlanir eru gerðar til að fylla upp í eyður þar sem álestra á mæla skortir eða gögn hafa ekki fengist. Hlutfall áætlana af heildarnotkun er 22,8%. Losunarstuðull frá Umhverfisstofnun er notaður til að reikna út losun. 7.1.5 Umfang 3 Útreikningurinn tekur til aðkeyptra vara til endursölu, sem skipa langstærstan hluta af innkaupum samstæðunnar. Ekki var náð utan um aðkeypta vöru og þjónustu til notkunar í eigin rekstri í tilvikum þar sem vara er keypt af innlendum aðila utan samstæðu. Gögnum vegna aðkeyptrar vöru til endursölu er safnað úr innri kerfum. Fyrir flest dótturfélög er notast við upplýsingar um innkaup, en í tilvikum þar sem upplýsingum um innkaup er ábótavant er notast við upplýsingar um sölu og rýrnun til að fá sem besta mynd af aðkeyptu magni. Í tilvikum þar sem upplýsingar um þyngdir vöru liggja fyrir ásamt samsvarandi losunarstuðli er losun reiknuð út frá þyngd vöru (e. average data method). Í tilvikum þar sem erfiðleikum er háð eða ekki er unnt að reikna út losun út frá þyngdum er hún reiknuð út frá kostnaðarverði vara (e. spend-based method). Þá er í ákveðnum tilvikum notast við losunarstuðla frá framleiðanda (e. supplier specific). Losun gróðurhúsalofttegunda skiptist með eftirfarandi hætti eftir útreikningsaðferðum árið 2024: Um er að ræða aukna nákvæmni í útreikningum frá fyrri árum þar sem 57% losunar var reiknað út frá þyngd vöru og 43% út frá kostnaði vegna skorts á upplýsingum um þyngdir vara. Aukin nákvæmni í útreikningum útskýrir að mestu leyti þann mun sem birtist í niðurstöðum fyrir losun vegna aðkeyptrar vöru til endursölu á milli áranna 2024 og 2023. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Losunarstuðlar The Big Climate Database (v1.2) WRAP Emission Factor Database (v2) DEFRA (v1.0 2024) USEEIO Supply Chain Greenhouse Gas Emission Factors (v1.3) Losunarstuðlar frá framleiðanda vöru Vöruflokkar Matvara Matvara Eldsneyti, gas & fatnaður Matvara og sérvara Matvara Losunarstuðlar sem grundvallast á kostnaði eru uppreiknaðir miðað við verðbólgu og umreiknaðir yfir í íslenskar krónur. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 74 Flokkur 3: Eldsneytis- og orkutengd starfsemi Flokkur 4: Aðkeyptur flutningur og dreifing Losun vegna fráveitu hefur ekki verið gerð upp. Við útreikning á losun vegna dreifingar á eldsneyti sem Olíudreifing sinnir fyrir Olís eru upplýsingar um eldsneytisnotkun fyrrnefnda félagsins notaðar til grundvallar og þær hlutfallaðar í samræmi við hlutfall dreifingar fyrir Olís af heildardreifingu. Ath. ekki hefur verið náð utan um flutning frá næstu birgjum (e. tier 1 suppliers) í tilvikum þar sem Hagar eða dótturfélög greiða ekki sjálf fyrir flutninginn. Dæmi um slíkan flutning er þegar innlendir birgjar sinna sjálfir dreifingu á söluvörum sínum í verslanir Haga. Flokkur 5: Úrgangur Upplýsingum um þann úrgang sem fellur til í starfseminni er alfarið safnað frá birgjum. Upplýsingum er safnað um þyngd úrgangs og úrgangstegundir. Losunarstuðlar DEFRA eru notaðir til útreikninga þar sem tekið er tillit til úrgangstegunda og endurvinnslu- og förgunaraðferða. Flokkur 7: Viðskiptaferðir Útreikningur á losun vegna flugferða innifelur eingöngu flugferðir frá Icelandair í útreikningum og vantar því losun vegna flugferða með öðrum flugfélögum, gistinátta, leigubílaferða og annarra hugsanlegra viðskiptaferða. Losunarstuðlar frá DEFRA eru notaðir til útreikninga. Flokkur 11: Notkun á seldri vöru Upplýsingum um selt magn af eldsneyti og gasi er safnað úr innri kerfum. Losunarstuðlar frá DEFRA eru notaðir til útreikninga á losun vegna þess bruna sem á sér stað hjá viðskiptavinum. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 7.1.5 Umfang 3 frh.: Ekki náðist að safna gögnum um aðkeypta vöru fyrir Eldum rétt og er því félagið undanskilið í útreikningunum. Áhrif þess á niðurstöðuna eru þó talin óveruleg. Umrædd stærð er reiknuð út frá fyrirliggjandi gögnum um eldsneytis- og orkunotkun. Losunarstuðlar frá DEFRA og Veitum ohf. eru notaðir við útreikninga. Gögnum um aðkeyptan flutning og dreifingu er safnað frá flutningsaðilum. Flokkurinn inniheldur bæði innflutning og dreifingu til viðskiptavina sem Hagar greiða flutningsaðilum fyrir, s.s. póstsendingar. Aðferðin sem að jafnaði er notuð til útreikninga á losun kallast „distance-based method“. Samkvæmt henni eru upplýsingar um þyngd farms, flutta vegalengd og flutningsmáta notaðar til grundvallar útreikningi á losun. Losunarstuðlar frá birgjum og DEFRA eru notaðir við útreikninga. Flokkur 12: Lok líftíma seldra vara Losun er áætluð fyrir selda matvöru. Áætlunin er gerð með því að margfalda markaðshlutdeild Haga á dagvörumarkaði með magni matarsóunar frá heimilum skv. rannsóknum. Gert er ráð fyrir því að matarleifar fari í framleiðslu á metani og/eða moltugerð frá 2023 þegar sérsöfnun matarleifa hófst. Notast er við losunarstuðul frá Umhverfisstofnun til útreikninga. 7.1.6 Losunarkræfni Við útreikning á losunarkræfni er notast við tekjur samstæðunnar eins og þær birtast í ársreikningi að frádregnum tekjum vegna P/F SMS sem sjá má í starfsþáttayfirliti. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 75 Heildarorkunotkun Eining 2024 2023 MWst 67.476 65.178 % 41% 36% % 55% 58% % 5% 7% Jarðefnaeldsneyti Eining 2024 2023 MWst 27.421 23.111 MWst 3.333 3.397 MWst 24.088 19.714 Kjarnorka Eining 2024 2023 MWst 3.154 4.560 Endurnýjanlegir orkugjafar Eining 2024 2023 MWst 36.901 37.507 MWst 36.901 37.507 Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 7.2 Orkunotkun og uppruni orku Hér að neðanverðu má sjá sundurliðun á orkunotkun Haga á árinu 2024. Sundurliðunin endurspeglar uppruna aðkeyptrar raforku með tilliti til upprunavottorða, en ekki raunverulegan uppruna. Upprunavottorð vegna raforkunotkunar voru ekki keypt vegna tímabilsins og tekur uppruni raforku mið af staðlaðri yfirlýsingu Orkustofnunar. 7.3 Eigin mannauður 7.3.1 Samsetning starfsfólks Starfsmannafjöldi að neðan endurspeglar heildarfjölda starfsmanna (e. head count) í samstæðu Haga við lok fjárhagsársins 2024/25, að P/F SMS undanskildu. Heildarfjöldi starfsmanna með P/F SMS er 3.508. Þar sem gagnasöfnun fyrir alla upplýsingaliði er ekki hafin fyrir P/F SMS, sem varð hluti samstæðunnar í desember 2024, var ákveðið að undanskilja félagið í heildartölu til að skekkja ekki niðurstöðu í ákveðnum upplýsingaliðum á borð við starfsmannaveltu. Upplýsingum um starfsmannafjölda er safnað úr mannauðskerfum hvers félags og er hann lagður saman. Heildarorkunotkun samtals ....................................................... Eldsneytisnotkun ............................................................................ Endurnýjanlegir orkugjafar ............................................................. Kjarnorka ......................................................................................... Heildarnotkun jarðefnaeldsneytis ............................................. Hráolía og jarðolíuafurðir ................................................................ Notkun raforku af jarðefnauppruna ............................................... Heildarnotkun kjarnorku ................................................................. Keypt rafmagn, gufa og kæling úr endurnýjanlegum orkugjöfum ............ Heildarnotkun endurnýjanlegra orkugjafa ................................ Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 76 Fjöldi starfsfólks Eining 2024 2023 Heildarfjöldi starfsfólks fj. 1.525 1.500 fj. 1.198 1.114 fj. 1 0 fj. 2.724 2.614 Heildarfjöldi ótímabundins starfsfólks fj. 1.522 1.500 fj. 1.197 1.113 fj. 1 0 fj. 2.720 2.613 Heildarfjöldi tímabundins starfsfólks fj. 3 0 fj. 1 1 fj. 4 1 Heildarfjöldi starfsfólks með ótryggan vinnutíma fj. 0 0 Heildarfjöldi starfsfólks í fullu starfi fj. 622 537 fj. 498 378 fj. 1.120 915 Heildarfjöldi starfsfólks í hlutastarfi fj. 903 963 fj. 700 736 fj. 1 0 fj. 1.604 1.699 Starfsmannavelta fj. 733 1.051 % 27% 40% Tímabundið starfsfólk er starfsfólk sem hefur tímabundinn ráðningarsamning. Starfsmannavelta tiltekur allt starfsfólk sem hefur látið af störfum á árinu burtséð frá ástæðu starfsloka. Kjarasamningar og trúnaðarmenn Eining 2024 2023 % 99,5% 99,6% % 75% 78% Konur ............................................................................................... Annað ............................................................................................... Samtals ............................................................................................ Karlar ............................................................................................... Konur ............................................................................................... Samtals ............................................................................................ Samtals ............................................................................................ Karlar ............................................................................................... Konur ............................................................................................... Samtals ............................................................................................ Karlar ............................................................................................... Konur ............................................................................................... Annað ............................................................................................... 7.3.1 Samsetning starfsfólks frh.: Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Hlutfall starfsfólks sem hefur trúnaðarmann ............................... Karlar ............................................................................................... Konur ............................................................................................... Annað ............................................................................................... Samtals ............................................................................................ Karlar ............................................................................................... Samtals ............................................................................................ Fjöldi starfsfólks sem lauk störfum á árinu ................................... Hlutfall starfsfólks sem lauk störfum á árinu ................................ 7.3.2 Kjarasamningar og samtal við aðila vinnumarkaðar Hlutfall starfsfólks sem heyrir undir kjarasamninga .................... Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 77 Fjölbreytni Eining 2024 2023 Kynjafjölbreytni í æðstu stjórnendastöðum fj. 6 6 fj. 3 3 fj. 0 0 % 66,7% 66,7% % 33,3% 33,3% % 0% 0% Aldursdreifing starfsfólks % 65% 67% % 25% 23% % 10% 10% Starfsfólk með skerta starfsgetu Eining 2024 2023 % 3,4% N/A Heilsa og öryggi Eining 2024 2023 fj. 0 0 Fjöldi dauðsfalla verktaka eða starfsmanna annarra fyrirtækja fj. 0 0 fj. 40 39 X:1 12,7 12,5 Fæðingarorlof Eining 2024 2023 % 3,2% N/A % 2,1% N/A % 2,7% N/A Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Upplýsingar um kynjafjölbreytni taka til framkvæmdastjórnar Haga á meðan aldursdreifing tekur til alls starfsfólks. Karlar .............................................................................................. Konur .............................................................................................. Annað ............................................................................................. Karlar .............................................................................................. Konur .............................................................................................. Annað ............................................................................................. Undir 30 ára ................................................................................... 30-50 ára ....................................................................................... Yfir 50 ára ...................................................................................... 7.3.4 Viðunandi laun Allt starfsfólk Haga fær greidd laun sem nema að minnsta kosti lágmarkslaunum samkvæmt viðurkenndum viðmiðum, s.s. kjarasamningum. 7.3.5 Félagsleg vernd Allir starfsmenn fyrirtækisins njóta félagslegrar verndar gegn tekjutapi, annaðhvort í gegnum opinberar tryggingar eða kjarasamningsbundin réttindi. Íslenska almannatryggingakerfið tryggir lágmarksvernd gegn tekjutapi vegna veikinda, atvinnumissis, vinnuslysa og örorku, fæðingarorlofs og við starfslok. Auk þess veita kjarasamningar eftir atvikum ýmis viðbótarréttindi, s.s. lengri veikindarétt. 7.3.6 Starfsfólk með skerta starfsgetu Upplýsingarnar að neðan byggjast á fjölda starfsfólks sem hefur störf fyrir tilstilli verkefnisins „Vinna með stuðningi“ sem leitt er áfram af Vinnumálastofnun. Að öðru leyti er ekki haldið sérstaklega utan um upplýsingar um starfsfólk með skerta starfsgetu. Hlutfall starfsfólks með skráða skerta starfsgetu ....................... 7.3.7 Heilsa og öryggi Fjöldi dauðsfalla vegna vinnuslysa eða vinnutengdra veikinda . á starfsstöðvum félagsins ............................................................. Fjöldi skráningarskyldra vinnuslysa ............................................. Skráningaskyld vinnuslys per milljón vinnustundir ..................... 7.3.8 Jafnvægi á milli vinnu og einkalífs Allt starfsfólk Haga á lögbundinn rétt til fæðingarorlofs. Eftirfarandi upplýsingar sýna fjölda starfsfólks sem tók fæðingarorlof á liðnu fjárhagsári með sundurliðun eftir kynjum. Hlutfall starfsfólks sem tók fæðingarorlof á árinu ................... Karlar .............................................................................................. Konur .............................................................................................. Samtals ........................................................................................... 7.3.3 Fjölbreytni Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 78 Launamunur Eining 2024 2023 % 1,2% 0,8% Heildarlaun forstjóra (X) sem hlutfall af miðgildi launa annarra X:1 15,5 14,5 Mannréttindabrot Eining 2024 2023 Heildarupphæð sekta eða skaðabóta í tengslum ISK 0 0 Fjöldi alvarlegra mannréttindabrota í tengslum fj. 0 0 Heildarupphæð sekta eða skaðabóta í tengslum ISK 0 0 við mismunun, þ.m.t. áreitni .......................................................... við starfsfólk félagsins .................................................................. við alvarleg mannréttindabrot ...................................................... Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Munur á brúttó meðalmánaðarlaunum karla og kvenna ............. starfsmanna ................................................................................... 7.3.9 Launamunur Breyting hefur verið gerð á aðferðarfræði við útreikning á launamun kynjanna á milli ára. Fyrir árið 2023 var notast við vegið meðaltal úr niðurstöðum jafnlaunavottunar hjá félögum samstæðunnar. Nú hefur aðferðarfræði verið aðlöguð betur að ESRS og endurspeglar niðurstaðan mun á meðalmánaðarlaunum allra karla og kvenna að teknu tilliti til hlunninda og álagsgreiðslna. 7.3.10 Mismunun og alvarleg mannréttindabrot Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 79 8. 8.1 Hæf starfsemi Haga í skilningi reglugerðarinnar (e. Taxonomy-eligibility) • 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum • 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum Sjá hlutföll fyrir veltu á bls. 83 Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Flokkunarreglugerðin (e. EU Taxaonomy) Kröfur um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni hafa aukist síðustu ár og tók flokkunarreglugerðin 2020/852/ESB (e. EU Taxomomy) gildi á Íslandi þann 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Tilgangur flokkunarreglugerðarinnar er að búa til samræmda umgjörð þar sem skilgreint er hvaða atvinnustarfsemi telst umhverfislega sjálfbær út frá tæknilegum matsviðmiðum sem koma fram í framseldum reglugerðum ESB. Henni er jafnframt ætlað að stuðla að gagnsæi og samræmi í sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja. Í fyrsta lagi þarf atvinnustarfsemin að stuðla verulega að einu eða fleiri af sex umhverfismarkmiðum flokkunarreglugerðarinnar, og á sama tíma má hún ekki skaða önnur markmið hennar. Þá þarf starfsemin að uppfylla lágmarksverndarráðstafanir sem snúa meðal annars að mannréttindum, spillingu og mútum, skattamálum og samkeppnismálum. Umhverfismarkmiðin eru sex talsins: mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær notkun og verndun vatns- og sjávarauðlinda, umskipti yfir í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og vernd, og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Hagar hófu upplýsingargjöf vegna sjálfbærnimála fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar 2019 þegar fyrstu tölulegu upplýsingar um umhverfis og félagslega þætti voru birtir í samfélagsskýrslu félagsins. Hagar hafa lagt mikinn metnað í að fjalla á greinargóðan hátt um þá þætti sem falla undir sjálfbærni og verður því haldið áfram til að uppfylla þær upplýsingakröfur sem falla undir flokkunarreglugerðina. Starfsemi sem fellur undir flokkunarkerfið á hverjum tíma mun taka stöðugum breytingum á grundvelli reglna sem samþykktar eru á vettvangi ESB en reglurnar munu taka reglulegum breytingum. Hagar munu byggja upplýsingagjöf sína á þeim framseldu reglugerðum sem gilda samkvæmt lögum og reglum á Íslandi á hverjum tíma. Tæknileg matsviðmið fyrir starfsemi sem telst verulegt framlag fyrstu tveggja markmiðanna, mildunar og aðlögunar loftslagsbreytinga, koma fram í framseldri reglugerð 2021/2139/ESB og gilda hér á landi. En á Íslandi hefur framseld reglugerð 2023/2485/ESB um breytingu á framseldum lögum um loftslagsmál og framseld reglugerð 2023/2486/ESB ekki verið innleiddar eins og hjá Evrópusambandinu. Við mat á tæknilegum matsviðmiðum hjá Högum á árinu kom í ljós að smásala, sem er kjarnastarfsemi samstæðunnar, fellur ekki undir þau tæknilegu matsviðmið sem hafa verið birt. Af þeim sökum var ákveðið að vera íhaldsöm í nálgun og er það mat félagsins að vegna áður nefndra reglugerða sem ekki hafa verið innleiddar á Íslandi er enginn flokkur sem getur fallið að flokkunarkerfinu (e. Taxonomy-aligned) og aðeins lítill hluti af veltu, fjárfestingargjöldum og rekstrargjöldum samstæðunnar er hæf í skilningi reglugerðarinnar (e. Taxonomy-eligibility). Eftirfarandi eru þeir flokkar sem eru ekki verulegir en tengjast starfsemi Haga og dótturfélaga á einhvern hátt í samræmi við lykilmælikvarða í leiðbeiningum með reglugerðinni. Útreikningar á lykilmælikvörðum eru birtir á samstæðugrundvelli þar sem innri viðskiptum hefur verið eytt út til að forðast tvítalningu. 8.1.1 Velta (e. Turnover) Hlutfall veltu samkvæmt skilgreiningu flokkunarreglugerðarinnar nær yfir tekjur sem eru færðar skv. a-lið 82. mgr. alþjóðlegs reikningsskilastaðals IAS 1. Tekjur Haga eru að langmestum hluta vörusala sem fellur ekki undir þau tæknilegu matsviðmið sem hafa verið gefin út. En meðal annarra rekstrartekna í samræmi við skýringu 6 í ársreikningi eru eftirfarandi flokkar: Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 80 • 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum • 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru • 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði • 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum Sjá hlutföll fyrir fjárfestingargjöld á bls. 84 • 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum • 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru • 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði Sjá hlutföll fyrir rekstrargjöld á bls. 85. 8.2 Að valda ekki umhverfislegu tjóni 8.3 Lágmarksráðstafnir til að valda ekki umtalsverðu tjóni (e. Minimum safeguards) Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: Umfjöllun um áherslur Haga í spillinga- og mútumálum í starfsemi félagsins má finna í kafla 5 hér að framan. 8.1.2 Fjárfestingargjöld (e. CapEx) Fjárfestingargjöld samkvæmt 8. gr. flokkunarreglugerðarinnar samanstanda af viðbótum vegna efnislegra og óefnislegra eigna á rekstrarárinu, fyrir afskriftir, niðurgreiðslur og endurmat, að undanskildum breytingum á gangvirði. Meðal fjárfestinga í samræmi við skýringu 15, 16, 17 og 18 í ársreikningi eru eftirfarandi flokkar: 8.1.3 Rekstrargjöld (e. OpEx) Rekstrargjöld ná yfir beinan kostnað sem ekki er færður til eignar, sem varðar rannsóknir og þróun, ráðstafanir vegna endurnýjunar bygginga, skammtímaleigu, viðhald og viðgerðir, og öll önnur bein útgjöld vegna daglegs viðhalds varanlegra rekstrarfjármuna fyrirtækisins eða þriðja aðila sem starfsemi er útvistað til, sem þörf er á til að tryggja áframhaldandi og skilvirka starfrækslu slíkra eigna. Meðal rekstrarkostnaðar eru eftirfarandi flokkar: Hagar skulu með starfsemi sinni ekki vinna gegn hinum sex umhverfismarkmiðum flokkunarreglugerðarinnar. Þar sem Hagar hafa ekki getað sýnt fram á að starfsemin sé umhverfislega sjálfbær samkvæmt flokkunarkerfinu á þetta ekki við. Þess má samt geta að Hagar hafa unnið áhættumat vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum og mesta áhættan fyrir félagið vegna loftslagsbreytinga er falin í orkuskiptum, veðurfarsbreytingum í virðiskeðju og orðsporsáhættu. Ekki er talið að starfsemin valdi umtalsverðu tjóni gagnvart aðlögun og starfsemi Haga telst ekki valda umtalsverðu tjóni á nein umhverfismarkmið reglugerðarinnar. Eitt af grunnskilyrðum þess að starfsemi Haga geti talist sjálfbær er að félagið geri fullnægjandi lágmarksverndarráðstafanir (e. minimum safeguards) í samræmi við 18. gr. flokkunarreglugerðarinnar (8. gr. reglugerðar ESB 2020/852). Með því að hafa þessar lágmarksverndarráðstafanir styður félagið ekki aðeins umhverfismarkmið sín heldur uppfyllir einnig alþjóðlegar laga- og leiðbeiningakröfur um félagsleg viðmið. Hagar hafa sett sér stefnu og mælikvarða varðandi mannréttindi, varnir gegn mútum og spillingu, skattamál og samkeppnismál. 8.3.1 Mannréttindi 8.3.2 Spilling og mútur Umfjöllun um áherslur Haga í mannréttindamálum í starfsemi félagsins má finna í kafla 6 hér að framan. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 81 Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), frh.: 8.3.3 Skattastefna Þann 28. febrúar 2024 samþykkti stjórn Haga skattastefnu félagsins en hún var endurskoðuð með breytingum í mars 2025. Tilgangur skattastefnu er að marka stefnu og miðla því hvernig félagið hagar skattamálum samstæðunnar í samræmdu og samkeppnishæfu skattaumhverfi. Skattastefnan veitir leiðbeiningar um stjórnun skattamála og skattaáhættu sem tengjast rekstri samstæðunnar, reglufylgni og samskipti við skattayfirvöld. 8.3.4 Sanngjörn samkeppni Samkeppnisstefna Haga var samþykkt á aðalfundi félagsins í júní 2019. Í stefnunni er kveðið á um háttsemi stjórnar og starfsmanna félagsins, skyldur félagsins samkvæmt sátt Haga við Samkeppniseftirlitið frá 2018 og skyldur samkvæmt samkeppnislögum. Jafnframt felur stefnan í sér hátternisreglur fyrir hluthafa Haga. Hagar hafa auk þess sett sér Samkeppnisréttaráætlun sem nær til félagsins alls og er hún uppfærð og kynnt stjórn, stjórnendum og lykilstarfsfólki með reglubundnum hætti. Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 82 Hlutfall veltu Atvinnustarfsemi Heildarvelta Hlutfall veltu Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Lágmarks verndarráðstafanir Hlutfall veltu sem fellur að flokkunarkerfinu 2024/25 Flokkur (starfsemi sem gerir annarri starfsemi kleift að stuðla að umhverfismarkmiðum) Flokkur (umbreytingar starfsemi) millj. kr. % % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % E T A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR 0,2% A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 0 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum 0 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% Velta frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) (A.1) 0 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% J J J J J J J 0% 0% 0% A.2 Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 11 0,0% 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum 416 0,2% Velta frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2) 427 0,2% Samtals (A.1+A.2) 427 0,2% B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR EKKI YFIR Velta frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 180.851 99,8% Samtals (A+B) 181.278 100,0% Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), FRH.: 8. Flokkunarreglugerðin (e. EU Taxaonomy), frh.: Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt tjón (veldur ekki verulegu tjóni) Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 83 Hlutfall fjárfestingargjalda Atvinnustarfsemi Heildar fjárfestingargjöld Hlutfall fjárfestingargjalda Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Lágmarks verndarráðstafanir Hlutfall fjárfestingargjalda sem fellur að flokkunarkerfinu 2024/25 Flokkur (starfsemi sem gerir annarri starfsemi kleift að stuðla að umhverfismarkmiðum) Flokkur (umbreytingar starfsemi) millj. kr. % % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % E T A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR 30,0% A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% Fjárfestingargjöld frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) (A.1) 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% J J J J J J J 0% 0% 0% A.2 Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 8 0,2% 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru 663 14,1% 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði 195 4,1% 7.7 Kaup og eignarhald á byggingum 547 11,6% Fjárfestingargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2) 1.413 30,0% Samtals (A.1+A.2) 1.413 30,0% B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR EKKI YFIR Fjárfestingargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 3.290 70,0% Samtals (A+B) 4.703 100,0% 8. Flokkunarreglugerðin (e. EU Taxaonomy), frh.: Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), FRH.: Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt tjón (veldur ekki verulegu tjóni) Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 84 Hlutfall rekstrargjalda Atvinnustarfsemi Heildar rekstrargjöld Hlutfall rekstrargjalda Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Mótvægi við loftslagsbreytingar Aðlögun að loftslagsbreytingum Vatns- og sjávarauðlindir Hringrásarhagkerfi Mengun Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi Lágmarks verndarráðstafanir Hlutfall rekstrargjalda sem fellur að flokkunarkerfinu 2024/25 Flokkur (starfsemi sem gerir annarri starfsemi kleift að stuðla að umhverfismarkmiðum) Flokkur (umbreytingar starfsemi) millj. kr. % % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % E T A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR 23,0% A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% Rekstrargjöld frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu) (A.1) 0 0,0% 0% 0% 0% 0% 0% 0% J J J J J J J 0,0% 0% 0% A.2 Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) 6.6 Vöruflutningaþjónusta á vegum 31 0,7% 7.2 Endurnýjun bygginga sem fyrir eru 141 3,0% 7.3 Uppsetning, viðhald og viðgerðir á orkunýtnum búnaði 43 0,9% Rekstrargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2) 215 23,0% Samtals (A.1+A.2) 215 23,0% B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR EKKI YFIR Rekstrargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 721 77,0% Samtals (A+B) 936 100,0% Ófjárhagsleg upplýsingagjöf (óendurskoðað), FRH.: 8. Flokkunarreglugerðin (e. EU Taxaonomy), frh.: Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt tjón (veldur ekki verulegu tjóni) Samstæðuársreikningur Haga hf. 28. febrúar 2025 Fjárhæðir eru í milljónum króna 85 635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28635400TICHH43JJTNP542023-03-012024-02-28635400TICHH43JJTNP542025-02-28635400TICHH43JJTNP542024-02-28635400TICHH43JJTNP542023-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542023-03-012024-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMemberifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542023-02-28ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542023-03-012024-02-28ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:OtherReservesMemberifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542023-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542023-03-012024-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMemberifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMemberifrs-full:FinancialEffectOfChangesInAccountingPolicyMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542023-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542023-03-012024-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMemberifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMemberifrs-full:FinancialEffectOfChangesInAccountingPolicyMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542023-02-28ifrs-full:NoncontrollingInterestsMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:NoncontrollingInterestsMemberifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542023-02-28635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:PreviouslyStatedMember635400TICHH43JJTNP542024-02-28ifrs-full:FinancialEffectOfChangesInAccountingPolicyMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542025-02-28ifrs-full:IssuedCapitalMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542025-02-28ifrs-full:OtherReservesMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542025-02-28ifrs-full:RetainedEarningsMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542025-02-28ifrs-full:EquityAttributableToOwnersOfParentMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29ifrs-full:NoncontrollingInterestsMember635400TICHH43JJTNP542024-03-012025-02-28ifrs-full:NoncontrollingInterestsMember635400TICHH43JJTNP542025-02-28ifrs-full:NoncontrollingInterestsMember635400TICHH43JJTNP542024-02-29iso4217:ISKiso4217:ISKxbrli:shares
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.