AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síminn

Quarterly Report Apr 29, 2025

2203_10-q_2025-04-29_2ac110bf-69ae-4e43-8c05-a1771db349bd.pdf

Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu

1. janúar til 31. mars 2025

108 Reykjavík Kt. 460207-0880 Ármúla 25 Síminn hf.

Efnisyfirlit

Bile.
Skýrsla og vfirlýsing stjóra 2
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 3
Efrahagsreikningur 4
Eiginfjáryfirlit
Sjóðstreymisyfirlit 6
Skýringar
Ársfjórðungsyfirlit 12

Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga hans. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu. Árshlutareikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Tap var af rekstri félagsins sem nam 188 m.kr. samanborið við hagnað að fjárhæð 171 m.kr. á sama tímabili 2024. Heildartekjur félagsins á tímabilinu 1. janúar til 31. mars námu 7.173 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi samanborið við 6.575 m.kr. á sama tímabili árið 2024. Eignir félagsins í lok tímabils námu 42.135 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé nam 16.916 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 40,1%.

Siminn birti afkomuspá þann 18. febrúar 2025. Birt EBITDA spá Símans fyrir árið 2025 var 7,0 til 7,4 ma.kr. og EBIT spá var 3,6 til 4,0 ma.kr. króna. Þann 26. febrúar birti Hæstiréttur dóm í máli Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 var staðfest. Klofinn Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem og dómi Landsréttar um að ákvörðunin skyldi felld úr gildi og sektaði Símann um 400 m.kr. Sektin hefur verið gjaldfærð í reikningi félagsins og greidd. Með tilliti til niðurstöðu Hæstaréttar er uppfærð EBITDA spá Símans 6,6 til 7,0 ma.kr. og EBIT spá 3,2 til 3,6 ma.kr. Einnig eru gjaldfærðar skaðabætur vegna niðurstöðu í þremur dómsmálum fyrir alls 61 m.kr. í fjórðungnum.

Þann 27. ágúst 2024 gerði Síminn Pay samkomulag við Rapyd Europe hf. um að Síminn Pay myndi taka yfir kortalán og greiðsludreifingar VISA og MasterCard korthafa sem sett voru á laggirnar og starfrækt af hálfu Valitor. Í lok febrúar tók Síminn Pay við kortalánum um níu þúsund einstaklinga fyrir 1.500 m.kr.

Á aðalfundi Símans hf. þann 13. mars 2025 var samþykkt tillaga stjórnar um lækkun á hlutafé félagsins vegna eigin hluta sem nam 175 m.kr. að nafnverði. Á sama fundi var samþykkt tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum félagsins að hámarki 247,5 m.kr. að nafnverði og tillaga um greiðslu arðs að fjárhæð 500 m.kr. til hluthafa sem félagið greiddi þann 28. mars s.l. Í samræmi við heimildir aðalfunda félagsins árin 2024 og 2025 hafa á tímabilinu janúar til mars verið keypt eigin bréf að nafnverði 38 m.kr. fyrir 525 m.kr. að markaðsverði. Að öðru leyti vísast til árshlutareiknings um breytingar á eigin fé félagsins.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er árshlutareikningur félagsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandinu. Er það álit stjórnar og forstjóra að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu félagsins á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2025, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu þess 31. mars 2025 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2025. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að árshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins og stöðu þess og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við.

Stjórn og forstjóri Símans hf. hafa í dag fjallað um árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík, 29. apríl 2025

Jón Sigurðsson, formaður

Stjórn

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Arnar Þór Másson

Bjarni Þorvarðarson Valgerður Halldórsdóttir

Forstjóri

María Björk Einarsdóttir

Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 1. janúar til 31. mars 2025

Skýr. 2025
1.1.-31.3.
2024
1.1.-31.3.
Sala
Kostnaðarverð sölu

6
_ 7.003
4.526)
6.417
4.180)
Framlegð 2.477 2.237
Aðrar rekstrartekjur
Rekstrarkostnaður
Stjórnvaldssekt og skaðabætur
( 170
1.997)
461)
158
1.964)
O
Rekstrarhagnaður 189 431
Fjármunatekjur
Fjármagnsgjöld
Gengismunur
Hrein fjármagnsgjöld
8
192
517)

321)
183
375)
3)
ਰਤੇ।
(Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt
Tekjuskattur
(Tap) hagnaður tímabilsins

(
132)
56)
188)
236
65)
171
EBITDA 1.272 1.435
Hagnaður á hlut
(Tap) hagnaður á hlut
Þynntur (tap) hagnaður á hlut
0,08)
0,08)
0,07
0,07

Skýringar á blaðsíðum 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti af árshlutareikningnum.

Efnahagsreikningur 31. mars 2025

Skýr. 31.3.2025 31.12.2024
Eignir
Fastafjármunir
Rekstrarfjármunir 3.638 3.543
Leigueignir 1.750 1.844
Oefnislegar eignir 25.713 26.243
Aðrar eignir 9 980 638
Fastafjármunir 32.081 32.268
Veltufjármunir
Birgðir 10 1.329 1.339
Viðskiptakröfur 2.403 2.503
Útlán 4.278 3.204
Aðrar skammtímakröfur 1.651 1.033
Handbært fé ……………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………… ਤੇਰੇਤ 835
Veltufjármunir 10.054 8.914
Eignir samtals 42.135 41.182
Eigið fé
Hlutafé 2.445 2.483
Lögbundinn varasjóður 612
ਰ 19
621
828
Annað bundið eigið fé 12.940 14.184
Óráðstafað eigið fé 16.916 18.116
Eigið fé
Skuldir
Langtímaskuldir
Vaxtaberandi skuldir
Leiguskuldbindingar
14.129 12.733
1.484 1.571
Tekjuskattsskuldbinding
Langtimaskuldir
578
16.191
686
14.990
Skammtímaskuldir
Vaxtaberandi skuldir 2.484 2.084
Viðskiptaskuldir 3.787 3.760
Næsta árs afborganir langtímaskulda 429 429
Næsta árs afborganir leiguskuldbindinga 358 ਤੇ ਹ
Skattar til greiðslu 367 255
Aðrar skammtímaskuldir 1.603 1.197
Skammtímaskuldir 9.028 8.076
Skuldir samtals 25.219 23.066
Eigið fé og skuldir samtals 42.135 41.182

Skýringar á blaðsíðum 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti af árshlutareikningnum.

Eiginfjáryfirlit 31. mars 2025

Annað
Yfirverðs Lögbundinn bundið eigið Óráðstafað Eigið fé
Hlutafé reikningur varasjóður eigið fé samtals
Eigið fé 1.1.2024 2.517 629 570 13.884 17.600
Hagnaður tímabilsins 171 171
Greiddur arður (0,2 á hlut) ( 500) ( 500)
Keypt eigin bréf ( 19) (
5)
( 167) ( 191)
Seld eigin bréf 101 899 1.000
Fært af bundnu eigin fé (
33)
33 0
Kostnaður v/ kaupréttarsamninga 21 21
Eigið fé 31.3.2024 2.599 899 624 537 13.442 18.101
Eigið fé 1.1.2025 2.483 0 621 828 14.184 18.116
Tap tímabilsins ( 188) ( 188)
Greiddur arður (0,2 á hlut) ( 498) ( 498)
Keypt eigin bréf ( 38) (
9)
( 478) ( 525)
Fært á bundið eigið fé 91 ( 91) 0
Kostnaður v/ kaupréttarsamninga 11 11
Eigið fé 31.3.2025 2.445 0 612 919 12.940 16.916

Skýringar á blaðsíðum 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti af árshlutareikningnum.

Sjóðstreymisyfirlit 1. janúar til 31. mars 2025

Skýr. 2025
1.1.-31.3.
2024
1.1.-31.3.
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður samkvæmt rekstrarreikningi
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:
189 431
Afskriftir 12-14 1.083 1.004
Aðrir liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi 11 21
1.283 1.456
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:
Birgðir, lækkun 10 3
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, hækkun ( 509) ( 498)
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, hækkun 377 318
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum ( 122) ( 177)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 1.161 1.279
Innborgaðir vextir 184 175
Greiddir vextir ( 420) ( 243)
Greiddir skattar ( 53) ( 90)
Handbært fé frá rekstri 872 1.121
Fjárfestingarhreyfingar
Fjárfesting í rekstrarfjármunum 12
(
363) ( 281)
Fjárfesting í óefnislegum eignum 14
(
184) ( 1.020)
Söluverð rekstrarfjármuna 0 9
Útlán, breyting ( 1.446) ( 119)
Kaup á dótturfélögum að frádregnu handbæru fé 14 0 ( 3.732)
Fjárfestingarhreyfingar ( 1.993) ( 5.143)
Fjármögnunarhreyfingar
Greiddur arður ( 498) 0
Kaup eigin bréfa 15
(
525) ( 191)
Tekin ný langtímalán 1.500 4.500
Afborganir langtímalána 16
(
107) 0
Afborganir leiguskuldbindinga
Skammtímalán, breyting
17
(
87)
400
( 69)
0
Fjármögnunarhreyfingar 683 4.240
Breyting á handbæru fé ( 438) 218
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé ( 4) ( 2)
Handbært fé í byrjun tímabilsins 835 1.810
Handbært fé í lok tímabilsins 393 2.026

Skýringar á blaðsíðum 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti af árshlutareikningnum.

1. Starfsemi

Síminn hf. er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög á Íslandi. Höfuðstöðvar félagsins eru að Ármúla 25 í Reykjavík. Samstæðuárshlutareikningur fyrir tímabilið janúar til mars 2025 hefur að geyma árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess sem vísað er til í heild sem "félagsins" og til einstakra félaga sem "dótturfélaga". Dótturfélög Símans hf. eru Síminn Pay ehf., Radíómiðun ehf., Billboard ehf., BBI ehf. og Noona Iceland ehf.

Meginstarfsemi félagsins er á sviði fjarskipta, fjártækni og miðlunar.

2. Grundvöllur reikningsskilanna

2.1. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Árshlutareikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samandreginn árshlutareikningur Símans hf. inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti að lesa í samhengi við ársreikning félagsins fyrir árið 2024. Valdar skýringar eru með árshlutareikningnum til að skýra og upplýsa um rekstur félagsins á tímabilinu og breytingar á fjárhagslegri stöðu frá síðasta ársreikningi.

Hægt er að nálgast ársreikninginn á vef félagsins, www. siminn.is og á vef Kauphallar Íslands: www.nasdaqomxnordic.com.

Stjórn og forstjóri félagsins samþykktu árshlutareikninginn og heimiluðu birtingu hans á stjórnarfundi þann 29. apríl 2025.

2.2. Grundvöllur matsaðferða

Samstæðuársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsaðferð.

2.3. Starfrækslugjaldmiðill og framsetningargjaldmiðill

Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins og eru fjárhæðir birtar í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

2.4. Mat og ákvarðanir

Gerð samstæðuárshlutareiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Við gerð árshlutareikningsins er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og við gerð ársreiknings félagsins fyrir árið 2024.

4. Starfsþáttayfirlit

Yfirlit um starfsþætti veitir upplýsingar um einstaka þætti í rekstri félagsins og er sett fram með sama hætti og regluleg skýrslugjöf til stjórnar félagsins.

Starfsemi félagsins skiptist í sex starfsþætti sem selja vörur og þjónustu á mismunandi mörkuðum. Starfsþættirnir eru:

Starfsþáttur Lýsing
Farsímaþjónusta: Farsímaþjónusta
innanlands
og
erlendis,
hvort
sem
er
hefðbundin
GSM
þjónusta,
gervihnattaþjónusta eða önnur farsímaþjónusta.
Gagnaflutningur: Gagnaflutningsþjónusta, þ.m.t. xDSL þjónusta, GPON, Internet, IP net, heimtaugar og
Sjónvarpsþjónusta: Dreifing á sjónvarpsefni, áskriftir og notkun á miðlum félagsins.
Auglýsingamiðlun Auglýsingatekjur í umhverfismiðlun og sjónvarpi.
Vörusala: Sala á fjarskiptabúnaði og fylgihlutum.
Annað: Tekjur tengdar öðrum fjarskiptum og fjármálum.
Starfsþættir 1.1.-31.3.2025 Farsíma- Gagna- Sjónvarps- Auglýsinga- Vörusala
þjónusta flutningur þjónusta miðlun búnaðar Annað Samtals
Rekstrartekjur 1.685 2.067 1.901 563 415 542 7.173
Óskipt rekstrargjöld (
5.901)
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 1.272
Afskriftir (
1.083)
Hrein fjármagnsgjöld (
321)
Tekjuskattur (
56)
Tap tímabilsins (
188)
Fjárfestingar (
547)
Óskiptar eignir 31.3.2025 42.135
Óskiptar skuldir 31.3.2025 25.219
Starfsþættir 1.1.-31.3.2024 Farsíma- Gagna- Sjónvarps- Auglýsinga- Vörusala
þjónusta flutningur þjónusta* þjónusta miðlun búnaðar Annað Samtals
Rekstrartekjur 1.628 2.064 1.836 173 424 450 6.575
Óskipt rekstrargjöld (
5.140)
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 1.435
Afskriftir (
1.004)
Hrein fjármagnsgjöld (
195)
Tekjuskattur (
65)
Hagnaður tímabilsins 171
Fjárfestingar (
1.292)
Óskiptar eignir 31.3.2024 40.723
Óskiptar skuldir 31.3.2024 22.622

* Breyting hefur verið gerð á starfsþáttayfirliti félagsins. Auglýsingamiðlun er sýnd sem starfsþáttur en var áður undir starfsþættinum Sjónvarpsþjónusta. Samanburðartölum hefur verið breytt til samræmis.

5. Sala

Seld þjónusta og vörur greinast þannig: 2025 2024
1.1.-31.3. 1.1 .- 31.3.
Sala á þjónustu 6.012 5.786
Auglýsingasala 551 173
Vörusala 440 458
7.003 6.417
Enginn einstakur viðskiptavinur er með meira en 10% af sölu félagsins.

6. Kostnaðarverð sölu

Kostnaðarverð sölu greinist þannig:

Laun og launatengd gjöld 247
Kostnaðarverð seldrar þjónustu 2.670
Samtengigjöld 145
Kostnaðarverð seldra vara 402
Eignfærð vinna
Afskriftir 756
4.526 4.180

Kostnaðarverð seldrar þjónustu samanstendur af: efniskostnaði, þjónustusamningum, leyfisgjöldum, aðkeyptri þjónustu og fjarskiptakostnaði.

7. Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður greinist þannig:

Laun og launatengd göld 1.024
Markaðs- og sölukostnaður 136
Húsnæðis- og bifreiðakostnaður 74 ਦਰ
Tölvu- og hugbúnaðarkostnaður 257
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 229
Afskriftir 249
1 997 1964

8. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:

Fjármunatekjur

Vaxtatekjur af bankainnistæðum og kröfum 52 68
Vaxtatekjur af útlánum 140 113
Fenginn arður 0
192 183
Fjármagnsgjöld
Vaxtagjöld
Vaxtagjöld vegna leiguskuldbindinga
Niðurfærsla útlána 67)
Önnur fjármagnsgjöld 17)
517) 375)
Gengismunur 3)
Hrein fjármagnsgjöld 195)

Skýringar

9. Aðrar eignir

Aðrar eignir greinast þannig: 31.12.2024
Fjárfesting í öðrum félögum 8 8
Sjónvarpsefni til sýningar 522 522
Útlán til meira en 12 mánaða 450 108
Aðrar eignir samtals 980 638

10. Birgðir

Birgðir greinast þannig:

Vörur til endursölu og rekstrarvörubirgðir 665 710
Sjónvarpsefni til sýningar 664 629
Birgðir samtals 1.329 1.339

11. Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfur greinast þannig:

Viðskiptakröfur 2.535 2.617
Niðurfærsla viðskiptakrafna (
132)
( 114)
Viðskiptakröfur samtals 2.403 2.503

12. Útlán

Útlán félagsins samanstanda af útlánum dótturfélags Símans hf., Símans Pay ehf. Eingöngu er um að ræða útlán til einstaklinga á bilinu 1-36 mánuðir.

Brúttó
Fært meðal
Skamm
bókfært langtíma Vænt tímahluti
Útlán 31.3.2025: virði krafna útlánatap útlána
Útlán fastar greiðslur 1-36 mán 2.032 ( 450) ( 36) 1.546
Kreditkort, sveigjanlegar greiðslur 2.872 0 ( 140) 2.732
4.904 ( 450) ( 176) 4.278
Útlán 31.12.2024:
Útlán fastar greiðslur 1-36 mán 678 ( 108) ( 40) 530
Kreditkort, sveigjanlegar greiðslur 2.807 0 ( 133) 2.674
3.485 ( 108) ( 173) 3.204
13. Aðrar skammtímakröfur
Aðrar skammtímakröfur greinast þannig:
31.3.2025 31.12.2024
Fyrirframgreiddur kostnaður 1.006 701
Aðrar skammtímakröfur 645 332

1.651 1.033

Aðrar skammtímakröfur samtals ....................................................................................................................

14. Tekjuskattsskuldbinding

Hreyfingar á tekjuskattsskuldbindingu greinast á eftirfarandi hátt: 31.3.2025 31.12.2024

Tekjuskattsskuldbinding í ársbyrjun 686 232
Kaup á dóttufélagi 0 336
Tekjuskattur tímabilsins 56 381
Skattar til greiðslu (
164)
( 255)
Leiðrétting frá fyrra ári 0 ( 8)
Tekjuskattsskuldbinding samtals 578 686

15. Viðskiptaskuldir

Viðskiptaskuldir greinast þannig:

Viðskiptaskuldir 3.082 2.980
Áfallinn kostnaður 705 1.281
Viðskiptaskuldir samtals 3.787 4.261

16. Aðrar skammtímaskuldir

Aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

Áfallinn kostnaður 718 587
Ógreidd laun og launatengd gjöld 425 217
Ógreiddur virðisaukaskattur 460 393
Aðrar skammtímaskuldir samtals 1.603 1.197

17. Málarekstur

Staða eftirfarandi máls er óbreytt frá útgáfu ársreiknings 2024.

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að sekta Símann um 76,5 m.kr. á grundvelli þess að stofnunin taldi að Síminn hefði ekki birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun á birtingu á ætluðum innherjaupplýsingum þann 31. ágúst 2021 í tengslum við sölu á dótturfélaginu Mílu ehf. Síminn áfrýjaði málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá ákvörðuninni hnekkt en Héraðsdómur sýknaði Seðlabankann. Síminn áfrýjaði dóminum til Landsréttar. Félagið hefur greitt fjárhæðina en ekki gjaldfært í rekstri.

18. Atburðir eftir reikningsskiladag

Engir atburðir hafa átt sér stað eftir lok reikningsskiladags sem höfðu áhrif á árshlutareikninginn.

Ársfjórðungsyfirlit

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á ársfjórðunga:

1 F
2024
2 F
2024
3 F
2024
4 F
2024
1 F
2025
Sala 6.417 6.708 6.773 7.291 7.003
Kostnaðarverð sölu (
4.180) (
4.527) ( 4.166) ( 4.455) ( 4.526)
Framlegð 2.237 2.181 2.607 2.836 2.477
Aðrar rekstrartekjur 158 163 182 140 170
Rekstrarkostnaður (
1.964) (
1.708) ( 1.925) ( 2.032) ( 1.997)
Stjórnvaldssekt og skaðabætur 0 0 0 0 ( 461)
Rekstrarhagnaður 431 636 864 944 189
Hrein fjármagnsgjöld (
195) (
320) ( 292) ( 306) ( 321)
Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt 236 316 572 638 ( 132)
Tekjuskattur (
65) (
72) ( 123) ( 121) ( 56)
Hagnaður (tap) tímabilsins 171 244 449 517 ( 188)
EBITDA 1.435 1.726 1.915 2.071 1.272

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.