
Framboð við kjör stjórnar á aðalfundi Ísfélags hf. 23. apríl 2025
Á dagskrá aðalfundar Ísfélags hf. 23. apríl 2025 er kosning stjórnar í félaginu. Samkvæmt samþykktum félagsins er stjórnin skipuð allt að 7 mönnum.
Frestur til að bjóða sig fram til stjórnar er nú runninn út og hafa eftirtalin boðið sig fram:
Guðbjörg Matthíasdóttir, kt. 140352-3499 Steinunn H. Marteinsdóttir, kt. 310166-5379 Gunnar Sigvaldason, kt. 150138-2719 Einar Sigurðsson, kt. 230877-5999 Sigríður Vala Halldórsdóttir, kt. 240483-5219
Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins:
Guðbjörg Matthíasdóttir
Guðbjörg er fædd 1952. Guðbjörg hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2001. Hún lauk prófi frá Kennaraháskólanum árið 1976. Guðbjörg situr í stjórn Fastus ehf. og ÓJ&K-Ísam ehf. Guðbjörg á beint 43.623 hluti í félaginu og á 11,29% eignarhlut í fjölskyldufyrirtækinu Fram ehf. sem er eini hluthafi ÍV fjárfestingafélags ehf., sem á 49,13% af hlutafé í félaginu. Byggt á leiðbeiningum um stjórnarhætti er Guðbjörg óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess, en telst háð stórum hluthafa.
Steinunn H. Marteinsdóttir
Steinunn H. Marteinsdóttir, stjórnarmaður, er fædd 1966. Hún er hárgreiðslumeistari að mennt og með diplomanám í ferðamálafræði. Steinunn starfar nú hjá Premium ehf. lífeyrisþjónustu eða frá árinu 2012. Hún vann við hárgreiðslustörf frá árunum 1990 til 2002 þar sem hún átti og rak um tíma hárgreiðslustofu. Á árunum 2004 til 2012 vann hún hjá Sparisjóðnum Afl/Arion banka. Steinunn situr í stjórn Þjóðlagaseturs séra Bjarna Þorsteinssonar. Steinunn á engan hlut í félaginu en aðilar sem Steinunn tengist fjölskylduböndum eiga 93.494.071 hluti í félaginu, eða sem nemur 11,42%, í gegnum Martein Haraldsson ehf. Byggt á leiðbeiningum um stjórnarhætti telst Steinunn háð félaginu, daglegum stjórnendum þess sem og háð stórum hluthöfum.
Gunnar Sigvaldason
Gunnar Sigvaldason er fæddur 1938. Hann er með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands. Hann var framkvæmdastjóri Valbergs ehf. frá árinu 1961 til 2000 og framkvæmdastjóri Sæbergs hf. frá 1974 til 1997. Gunnar var stjórnarformaður Ramma hf. frá árinu 2009 og var framkvæmdastjóri félagsins frá 1997 til 2009. Hann situr í stjórn Sölku fiskmiðlunar hf. og Atlas hf. Gunnar hefur engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins. Gunnar er eigandi 51.827.700 hluta í félaginu eða sem nemur 6,33%. Byggt á leiðbeiningum um stjórnarhætti telst Gunnar óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess sem og stórum hluthöfum.
Einar Sigurðsson

Einar er fæddur 1977. Einar tók sæti í stjórn félagsins árið 2013. Einar hefur lokið BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Ísland og MBA námi. Einar starfar fyrir Kristin ehf. og tengd félög. Einar er stjórnarformaður
Korputorgs ehf. og Myllunnar-Ora ehf. Einar á engan beinan hlut í félaginu sjálfur, en á 22,12% eignarhlut ífjölskyldufyrirtækinu Fram ehf. sem er eini hluthafi ÍV fjárfestingafélags ehf., sem á 49,13% í félaginu. Einar er jafnframt þriðjungseigandi í MKE ehf. sem á um 0,26% af hlutafé í félaginu. Byggt á leiðbeiningum um stjórnarhætti telst Einar háður félaginu og daglegum stjórnendum þess og stórum hluthafa.
Sigríður Vala Halldórsdóttir
Sigríður er fædd 1983 og er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá. Sviðið ber ábyrgð á innheimtu, reikningshaldi, upplýsingatækni og viðskiptagreind. Sigríður Vala er með M.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigríður Vala var forstöðumaður hagdeildar Sjóvá árin 2016- 2021 ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins. Sigríður Vala starfaði hjá Creditinfo árin 2015-2016 sem forstöðumaður viðskiptastýringar og 2008-2015 í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Sigríður Vala sat í stjórnum HS Veitna hf. 2014-2022 og SÝN hf. 2019-2022. Sigríður Vala situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands. Byggt á leiðbeiningum um stjórnarhætti telst Sigríður óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess sem og stórum hluthöfum.