AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hagar

Management Reports Apr 15, 2025

2196_rns_2025-04-15_38a77510-138f-4bca-af8c-cdd237cc65e6.pdf

Management Reports

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hagar hf: stjórnendauppgjör haga 2024/25 OG UPPGJÖR 4. ársfjórðungs

Sterkt rekstrarár og kjarnastarfsemi útvíkkuð til Færeyja

Stjórnendauppgjör Haga fyrir rekstrarárið 2024/25 hefur verið yfirfarið af stjórn félagsins. Í því er m.a. að finna helstu upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi samstæðunnar. Stjórnendauppgjörið er ekki endurskoðað af endurskoðendum samstæðunnar og inniheldur ekki ófjárhagslegar upplýsingar. Endurskoðaður ársreikningur, ásamt ófjárhagslegum upplýsingum, verður birtur þann 30. apríl nk. og kann uppgjörið því að taka breytingum fram að þeim tíma. Gerð verður grein fyrir frávikum, ef einhver eru, við birtingu ársreiknings. Í aðdraganda ársuppgjörs var tekin ákvörðun um breytta reikningsskilaaðferð vegna fjárfestingarfasteigna félagsins, en þær eru nú metnar til gangvirðis en voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Vegna þessa hefur samanburðarfjárhæðum í efnahag fyrra árs verið breytt.

________________________________________________________________________________________________________________________

________________________________________________________________________________________________________________________

Helstu lykiltölur

  • Vörusala 4F nam 46.037 m.kr. (7,6% vöxtur frá 4F 2023/24). Vörusala 12M nam 180.342 m.kr. (4,1% vöxtur frá 12M 2023/24). [4F 2023/24: 42.788 m.kr., 12M 2023/24: 173.270 m.kr.]
  • Framlegð 4F nam 11.508 m.kr. (25,0%) og 41.104 m.kr. (22,8%) fyrir 12M. [4F 2023/24: 8.952 m.kr. (20,9%), 12M 2023/24: 35.989 m.kr. (20,8%)]
  • Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 4F nam 3.857 m.kr. eða 8,4% af veltu. EBITDA 12M nam 14.738 m.kr. eða 8,2% af veltu. [4F 2023/24: 2.840 m.kr. (6,6%), 12M 2023/24: 13.063 m.kr. (7,5%)]
  • Hagnaður 4F nam 3.066 m.kr. eða 6,7% af veltu. Hagnaður 12M nam 7.030 m.kr. eða 3,9% af veltu. [4F 2023/24: 1.191 m.kr. (2,8%), 12M 2023/24: 5.044 m.kr. (2,9%)]
  • Heildarafkoma 12M nam 10.699 m.kr., en endurmat vegna fasteigna, fært á eigið fé, nam 3.677 m.kr. og neikvæður þýðingarmunur var 8 m.kr. [12M 2023/24: 5.044 m.kr.]
  • Grunnhagnaður á hlut 4F var 2,81 kr. og 6,47 kr. fyrir 12M. [4F 2023/24: 1,09 kr., 12M 2023/24: 4,59 kr.]. Þynntur hagnaður á hlut 4F var 2,71 kr. og 6,30 kr. fyrir 12M. [4F 2023/24: 1,08 kr., 12M 2023/24: 4,51 kr.]
  • Eigið fé nam 38.489 m.kr. í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 36,6%. [Árslok 2023/24: 28.954 m.kr. og 37,0%]
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 14.000-14.500 m.kr.

Helstu fréttir af starfsemi

  • Fjórði ársfjórðungur gekk vel en bætt afkoma er að mestu til komin vegna áhrifa af rekstri SMS, sem varð hluti af samstæðu Haga frá upphafi ársfjórðungs, auk þess sem afkoma Olís styrkist milli ára.
  • Í lok árs tók stjórn Haga ákvörðun um breytingu á reikningshaldslegri meðferð fjárfestingarfasteigna og eru þær nú í fyrsta sinn færðar til gangvirðis í reikningsskilum samstæðunnar. Það er mat stjórnenda að endurmetið verð þessara fasteigna gefi nú gleggri mynd af fjárhagsstöðu samstæðunnar í árslok en afskrifað kostnaðarverð hefði gert.
  • Heildaráhrif breyttrar reikningsskilaðferðar námu 6.595 m.kr. á efnahagsreikning samstæðunnar, þar af voru 957 m.kr. færðar á samanburðarári - áhrif matsbreytinga á rekstur námu 1.042 m.kr. en stærstur hluti hennar er vegna einskiptisáhrifa hjá SMS.
  • Á 4F fjölgaði heimsóknum viðskiptavina í dagvöruverslunum (á Íslandi) um 0,5% milli ára á meðan seldum stykkjum fækkaði um 2,6%, að mestu leyti vegna breyttrar samsetningar vörukörfu. Seldum eldsneytislítrum fækkaði um 11,4% á fjórðungnum en samdrátturinn tengist aðallega minni umsvifum hjá stórnotendum.
  • Uppsafnaður 12 mánaða hagnaður á hlut var 6,47 kr. og jókst um 41% á árinu (5,56 kr. og 21% án einskiptisliða vegna SMS).
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2025/26 gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 16.000-16.500 m.kr.

Finnur Oddsson, forstjóri:

Starfsemi Haga á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins 2024/25 gekk vel og var afkoma umfram áætlanir. Rekstur P/F SMS í Færeyjum litar uppgjör á fjórðungnum, en félagið varð hluti af samstæðu Haga þann 2. desember 2024. Vörusala nam alls 46.037 m.kr., sem er 7,6% aukning frá sama tímabili árið áður, en ef litið er fram hjá áhrifum af kaupum á SMS var sala svipuð á milli ára. Framlegð í krónum jókst um 28,6%, nam 11.508 m.kr. og styrkist einnig sem hlutfall af tekjum. EBITDA var 3.857 m.kr. og hagnaður 3.066 m.kr. Góða afkomu á fjórðungnum má m.a. rekja til bætts rekstrar stærstu fyrirtækja Haga, innkomu SMS í samstæðu, matsbreytinga á fjárfestingarfasteignum og góðrar afkomu hlutdeildarfélaga.

Fjórðungurinn rekur smiðshögg á gott og jafnframt viðburðarríkt rekstrarár samstæðu Haga. Vörusala ársins nam 180.342 m.kr. og jókst um 4,1% frá fyrra ári. EBITDA ársins nam 14.738 m.kr., eða 8,2% af veltu, og hagnaður ársins nam 7.030 m.kr., þar sem áhrif matsbreytinga nema 1.042 m.kr. til hækkunar. Við erum sátt með rekstur Haga á árinu, en árangurinn er til vitnis um að aðgerðir sem við höfum ráðist í á undanförnum árum til að treysta undirstöður og auka skilvirkni hafa borið árangur. Á sama tíma höfum við stigið fyrstu skref í þeirri stefnu að víkka út tekjugrunn félagsins og leita nýrra leiða til arðbærs vaxtar, m.a. með kaupum á SMS í Færeyjum í desember síðastliðnum.

Við kaup á SMS er nýrri stoð í tengdri starfsemi skotið undir annars traustan rekstur Haga. SMS rekur m.a. verslanir undir merkjum Bónus, Miklagarður og Mylnan, veitingastaði á borð við Burger King, Sunset Boulevard og Angus Steakhouse, auk sérvöruverslana, kjötvinnslu, verksmiðjubakarís og verslunarmiðstöðvar. Með auknum umsvifum tengdum kjarnastarfsemi Haga skapast tækifæri til að efla starfsemi, m.a. tengt hagræði í rekstrarkostnaði, fjármögnun og samnýtingu innkaupa sem stuðlar að bættu vöruframboði, innkaupsverðum og upplifun viðskiptavina í verslunum. Gert er ráð fyrir að nokkur fjárfesting verði í starfsemi SMS í Færeyjum á næstu misserum, í samræmi við almennan uppgang efnahagslífs þar og þróun þéttbýlis í kringum Þórshöfn. Meðal annars er gert ráð fyrir að nýr verslunarkjarni SMS opni í Rúnavík á haustmánuðum. Við gerum grein fyrir rekstri SMS í nýjum starfsþætti fyrir samstæðuna, Verslanir og vöruhús – Færeyjar, en tekjur á fjórðungnum námu 3.467 m.kr. og afkoma með ágætum.

Tekjur í rekstri Verslana og vöruhúsa á Íslandi á fjórða ársfjórðungi voru 32,8 ma. kr. og jukust um tæplega 3% frá sama tímabili á fyrra ári. Heimsóknum í verslanir fjölgaði en seldum stykkjum fækkaði, en eins og á þriðja ársfjórðungi þá leikur breytt samsetning vörukörfu og aukin áhersla Bónus á stærri og hagkvæmari sölueiningar hlutverk hér og gerir samanburð á seldum stykkjum á milli tímabila erfiðari. Hjá Bónus er sem fyrr lögð sérstök áhersla á skilvirkni og árangur í innkaupum til að tryggja viðskiptavinum sem hagkvæmust kaup á dagvöru. Til marks um árangur af þessari vinnu þá hefur Bónus tekist að lækka verð á meira en 500 vörum m.v. í fyrra og býður viðskiptavinum upp á sérstök "ódýrast vikunnar" tilboð, hagkvæmari pakkningar og ódýrar staðkvæmdarvörur. Þá er barnafjölskyldum auðvelduð verslun með nýjum þægindum eins og barnakerrum, hollu góðgæti, bættu vöruúrvali og skemmtun fyrir yngri kynslóðina. Bónus styður svo sérstaklega við bakið á barnafjölskyldum með því að færa nýbökuðum foreldrum barnabox, svokallaðan Barnabónus, sem í eru nauðsynjar fyrir nýbura á fyrstu vikunum, sem léttir undir fjárhag og stuðlar að jöfnum tækifærum óháð efnahag.

Verslun í Hagkaup var að venju lífleg yfir hátíðirnar og gekk vel á fjórðungnum. Auknu úrvali af tilbúnum réttum, grænmeti, ávöxtum, kjöti og fiskvörum hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum og netverslun með sérvöru og veislurétti heldur áfram að aukast. Build-A-Bear bangsaverksmiðja Hagkaups opnaði 1. febrúar við frábærar undirtektir barna, foreldra, afa og ömmu. Starfsemi annara eininga gekk almennt vel. Veigum hefur verið tekið opnum örmum, m.a. fyrir þægilegan afhendingarmáta áfengis í netverslun og stígandi hefur verið í sölu frá opnun. Eldum rétt hefur fest sig rækilega í sessi sem þægileg og einföld lausn fyrir annasamar fjölskyldur, en til viðbótar við matarpakka er viðskiptavinum nú boðið upp á viðbótarvörur til eldhússins sem berast með heimsendingu og spara bæði tíma og verslunarleiðangra. Fjárfesting í innviðum hjá Aðföngum og Banönum hefur skilað sér í aukinni skilvirkni rekstrar, Stórkaup

er áfram í vaxtarham og Zara var sem fyrr vinsæll áfangastaður fyrir fatakaup, sérstaklega fyrir hátíðirnar.

Tekjur Olís námu 10 ma. kr. á fjórðungnum og drógust saman um 9% á milli ára. Afkoma styrktist mikið á milli fjórðunga og var töluvert umfram áætlanir. Samdrátt í tekjum má aðallega rekja til lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu miðað við árið í fyrra en einnig fækkaði seldum lítrum til stórnotenda á tímabilinu, þar sem mestu munar um samdrátt í þotueldsneyti. Sala eldsneytis á smásölumarkaði var svipuð á milli ára en viðskiptavinir hafa tekið vel í aukið þjónustuframboð og bætta ásýnd stöðva. Þetta sést m.a. af áframhaldandi aukningu í sölu á þurrvöru og skemmtilegum skyndibitum frá Grill 66 og Lemon Mini, bæði á þjónustustöðvum og í samstarfi við sendingarþjónustur. Þróun nýrrar þjónustu, sjálfsafgreiðslu, raforkulausna og afhendingu pakkasendinga hefur haldið áfram og mun styrkja Olís enn frekar sem fjölbreyttan og nútímalegan þjónustuaðila. Nýtt Olís/ÓB app og stafrænn dælulykill léttir viðskiptavinum nú lífið og veitir aðgang að góðum tilboðum og fyrstu bílarnir voru þvegnir á Glans á Olís í Mosfellsbæ á fjórðungnum. Nýliðið rekstrarár Olís var sérlega sterkt í sögulega samhengi.

Starfsemi Klasa fasteignaþróunarfélags, þar sem Hagar eiga 1/3 hlut, gekk vel á árinu. Góður framgangur var í þróun eftirsóknarverðra byggingarreita fyrir íbúðir og framkvæmdir voru hafnar við uppbyggingu glæsilegs skrifstofuhúsnæðis við Silfursmára. Þróunarverkefni á vegum Klasa fela í sér byggingarmagn upp á ríflega 300.000 m2 , að mestu ætlað fyrir íbúðabyggð. Eins og undanfarin ár þá skilaði eignarhlutur Haga í Klasa góðri ávöxtun og er gert ráð fyrir að svo verði einnig á næstu árum.

Fasteignir og tengd verkefni hafa fengið stöðugt meira vægi í rekstri og afkomu Haga á síðustu misserum. Við lok árs telja fasteignir í eigu Haga ríflega 60.000 m2 , en með SMS bættust um 11.000 m2 við safnið. Eignir í safninu eru tengdar verslun og þjónustu, vel staðsettar og að mestu nýttar undir eigin starfsemi Haga en einnig leigðar til þriðja aðila. Í ljósi vægis fasteigna í starfsemi og afkomu Haga hefur reikningsskilaaðferð verið breytt til að endurspegla betur fjárhags- og eignastöðu félagsins. Fjárfestingarfasteignir sem áður voru færðar á afskrifuðu kostnaðarverði munu hér eftir færðar til gangvirðis. Uppfærslan tekur til um 2/3 af fasteignum Haga og hefur áhrif á efnahag og að hluta til á rekstur. Áhrif á rekstur eru einungis vegna eigna sem eru í útleigu utan samstæðu Haga.

Við erum ánægð með rekstur og þróun samstæðu Haga á síðasta ári. Þar horfum við annars vegar til áframhaldandi styrkingar reksturs og hins vegar til uppbyggingar á nýjum tekjustoðum í samræmi við breyttar stefnuáherslur félagsins sem kynntar voru í byrjun ársins. Arðsemi eiginfjár er og hefur verið vel yfir markmiðum stjórnar og uppsafnaður hagnaður á hlut, án einskiptisáhrifa frá SMS, hefur aukist um 21% á síðustu 12 mánuðum og nánast þrefaldast á fjórum árum. Tengt þessu finnum við fyrir auknum áhuga fjárfesta á félaginu, en verð hlutabréfa, leiðrétt fyrir arðgreiðslu, hækkaði um 38% á rekstrarárinu.

Grundvöllur árangurs í rekstri er að þjónusta uppfylli þarfir viðskiptavina og þróist með þeim. Með þetta að leiðarljósi höfum við bætt þjónustu og vöruframboð í öllum helstu rekstrareiningum, með það að markmiði að gera verslun bæði þægilega og skemmtilega, en umfram allt sem hagkvæmasta fyrir okkar viðskiptavini. Undanfarin misseri höfum við beitt okkur sérstaklega gegn hækkunum á aðföngum til dagvöruverslunar og þannig lagt okkar af mörkum til hjöðnunar á verðbólgu öllum til hags. Þó ákveðnar blikur séu á lofti í þróun alþjóðaviðskipta þá treystum við sem fyrr á gott samstarf við birgja að gæta hófs í verðhækkunum og að stjórnvöld skapi aðstæður fyrir stöðugleika og jafnvel lækkun verðlags á dagvöru.

Staða Haga er í dag traust enda samanstendur samstæða félagsins af fjölbreyttum rekstrareiningum sem skila sterkri afkomu og búa að fjölmörgum vaxtatækifærum. Fjárhagur er sterkur og við höfum burði, reynslu og metnað til að fylgja eftir nýjum stefnuáherslum í þágu viðskiptavina, starfsfólks og hluthafa félagsins.

Afkomuspá fyrir rekstrarárið 2025/26 gerir ráð fyrir því að EBITDA samstæðunnar verði á bilinu 16.000- 16.500 m.kr.

Rekstrarreikningur samstæðunnar og starfsþáttayfirlit

Lykiltölur á 4. ársfjórðungi 2024/25

Vörusala á 4F nam 46.037 m.kr. og jókst um 7,6% milli ára en án áhrifa SMS var samdráttur um 0,5%. Söluaukning verslana og vöruhúsa á Íslandi nam 2,6% en samdráttur var í sölu hjá Olís sem nam 9,5% milli ára, vegna lægra heimsmarkaðsverðs og færri seldra lítra.

Á 4F fjölgaði heimsóknum viðskiptavina í dagvöruverslunum (á Íslandi) um 0,5% milli ára á meðan seldum stykkjum fækkaði um 2,6%, að mestu vegna breyttrar samsetningar vörukörfu. Seldum eldsneytislítrum fækkaði um 11,4% á 4F, einkum vegna samdráttar til stórnotenda.

Framlegð á 4F nam 11.508 m.kr. og jókst um 28,6% milli ára. Framlegðarhlutfall nam 25,0% og hækkaði um 4,1%-stig milli ára. Hér gætir áhrifa frá SMS og sterkum rekstri Olís, en til viðbótar leiðir lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu almennt til hærra framlegðarhlutfalls. Þá hefur framlegðarhlutfall í dagvöruverslun heldur styrkst á milli ára.

EBITDA 4F nam 3.857 m.kr. og hækkaði um 35,8%, stóð í stað hjá verslunum og vöruhúsum á Íslandi en jókst um 271% hjá Olís. EBITDA starfsþáttar SMS í Færeyjum nam 523 m.kr.

Matsbreyting fjárfestingarfasteigna nam 1.042 m.kr. en þar af voru einskiptisáhrif hjá SMS vegna fasteigna í rekstrarleigu 922 m.kr.

Hagnaður ársfjórðungsins nam 3.066 m.kr. í samanburði við 1.191 m.kr. á fyrra ári. Án áhrifa matsbreytinga jókst hagnaður um 70%.

Rekstur ársins 2024/25

Vörusala ársins nam 180.342 m.kr., samanborið við 173.270 m.kr. árið áður. Söluaukning milli ára nam 4,1%. Söluaukning verslana og vöruhúsa nam 4,8% en samdráttur var í sölu hjá Olís um 4,4% en áhrif lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu á árinu hafði mikil áhrif á sölu í krónum talið.

Framlegð ársins var 41.104 m.kr., samanborið við 35.989 m.kr. árið áður, eða aukning sem nemur 14,2%. Framlegðarhlutfall nam 22,8% og hækkaði um 2,0%-stig frá fyrra ári. Hækkun framlegðarhlutfalls liggur bæði í eldsneytis og dagvöruhluta samstæðunnar, með áhrifum af SMS á 4F.

EBITDA nam 14.738 m.kr., samanborið við 13.063 m.kr. árið áður. EBITDA-hlutfall var 8,2%, samanborið við 7,5% á fyrra ári. EBITDA verslana og vöruhúsa jókst um 5,2% milli ára og EBITDA Olís jókst um 20,7%.

Afskriftir hækkuðu um 6,4% milli ára og fjármagnskostnaður hækkaði um 14,0%. Áhrif hlutdeildarfélaga jukust um 40,7% milli ára, að mestu vegna sterkari afkomu hjá Klasa.

Hagnaður ársins nam 7.030 m.kr., sem jafngildir 3,9% af veltu (3,3% án matsbreytinga) en hagnaður á fyrra ári var 5.044 m.kr. eða 2,9% af veltu. Hagnaður jókst um 39,4% milli ára (18,7% án matsbreytinga). Heildarafkoma var 10.699 m.kr. en þar af nam endurmat fasteigna, sem fært er beint á eigið fé, 3.677 m.kr., og þýðingarmunur var neikvæður um 8 m.kr.

Starfsþáttayfirlit samstæðunnar á 4. ársfjórðungi og á rekstrarárinu 2024/25

Fréttatilkynning
15. apríl 2025
Starfsþáttayfirlit samstæðunnar á 4. ársfjórðungi og á rekstrarárinu 2024/25
Starfsþáttayfirlit samstæðunnar hefur tekið breytingum eftir kaup Haga á SMS í Færeyjum. Samstæða
á Íslandi og svo starfsemi Olís. SMS í Færeyjum er nú sérstakur starfsþáttur en aðrir starfsþættir eru óbreyttir, þ.e. verslanir og vöruhús
4F 2024/25 Verslanir og
vöruhús
Verslanir og
vöruhús
Jöfnunar- 12M 2024/25 Verslanir og
vöruhús
Verslanir og
vöruhús
Jöfnunar
í millj. kr.
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
Ísland
32.826
183
Olís
9.972
41
Færeyjar
3.467
183
færslur
(228)
(75)
Samtals
46.037
332
í millj. kr.
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
Ísland
127.508
732
Olís
50.238
306
Færeyjar
3.467
183
færslur
(871)
(285)
Samtals
180.342
936
Heildartekjur starfsþátta 33.009 10.013 3.650 (303) 46.369 Heildartekjur starfsþátta 128.240 50.544 3.650 (1.156) 181.278
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
EBITDA starfsþátta
(30.379)
2.630
(9.309)
704
(3.127)
523
303
--
(42.512)
3.857
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
EBITDA starfsþátta
(117.719)
10.521
(46.850)
3.694
(3.127)
523
1.156
--
(166.540)
14.738
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
Áhrif hlutdeildarfélaga
(1.005)
129
660
(281)
(9)
129
(170)
922
--
--
--
--
(1.456)
1.042
789
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
Áhrif hlutdeildarfélaga
(3.994)
129
699
(1.187)
(9)
282
(170)
922
--
--
--
--
(5.351)
1.042
981
Rekstrarafkoma starfsþátta 2.414 543 1.275 -- 4.232 Rekstrarafkoma starfsþátta 7.355 2.780 1.275 -- 11.410
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
(585) (80) (130) -- (795)
(371)
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
(2.365) (493) (130) -- (2.988)
(1.392)
Hagnaður ársins Verslanir og Verslanir og 3.066 Hagnaður ársins Verslanir og Verslanir og 7.030
4F 2023/24
í millj. kr.
vöruhús
Ísland
Olís vöruhús
Færeyjar
Jöfnunar-
færslur
Samtals 12M 2023/24
í millj. kr.
vöruhús
Ísland
Olís vöruhús
Færeyjar
Jöfnunar
færslur
Samtals
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
31.988
177
11.024
27
--
--
(224)
(65)
42.788
139
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
121.718
756
52.527
185
--
--
(975)
(259)
173.270
682
Heildartekjur starfsþátta
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
32.165
(29.515)
11.051
(10.861)
--
--
(289)
289
42.927
(40.087)
Heildartekjur starfsþátta
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
122.474
(112.471)
52.712
(49.652)
--
--
(1.234)
1.234
173.952
(160.889)
EBITDA starfsþátta 2.650 190 -- -- 2.840 EBITDA starfsþátta 10.003 3.060 -- -- 13.063
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
(906)
--
(355)
--
--
--
--
--
(1.261)
--
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
(3.849)
--
(1.179)
--
--
--
--
--
(5.028)
--
Áhrif hlutdeildarfélaga
Rekstrarafkoma starfsþátta
419
2.163
69
(96)
--
--
--
--
488
2.067
Áhrif hlutdeildarfélaga
Rekstrarafkoma starfsþátta
492
6.646
205
2.086
--
--
--
--
697
8.732
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
(644) (87) -- -- (731)
(145)
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
(2.193) (428) -- -- (2.621)
(1.067)
Hagnaður ársins 1.191 Hagnaður ársins 5.044
Breyting 4F
milli ára %
Verslanir og
vöruhús
Ísland
Olís Verslanir og
vöruhús
Færeyjar
Jöfnunar-
færslur
Samtals Breyting 12M
milli ára %
Verslanir og
vöruhús
Ísland
Olís Verslanir og
vöruhús
Færeyjar
Jöfnunar
færslur
Samtals
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
2,6%
3,4%
-9,5%
51,9%
-
-
1,8%
15,4%
7,6%
138,8%
Vörusala
Aðrar rekstrartekjur
4,8%
-3,2%
-4,4%
65,4%
-
-
-10,7%
10,0%
4,1%
37,2%
Heildartekjur starfsþátta 2,6%
-
-9,4%
-
-
-
4,8%
-
8,0%
-
Heildartekjur starfsþátta 4,7%
-
-4,1%
-
-
-
-6,3%
-
4,2%
-
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
EBITDA starfsþátta
2,9%
-0,8%
-
-14,3%
270,5%
-
-
-
-
4,8%
-
-
6,0%
35,8%
-
Heildarrekstrargjöld starfsþátta
EBITDA starfsþátta
4,7%
5,2%
-
-5,6%
20,7%
-
-
-
-
-6,3%
-
-
3,5%
12,8%
-
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
10,9%
-
-20,8%
-
-
-
-
-
15,5%
-
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
3,8%
-
0,7%
-
-
-
-
-
6,4%
-
Áhrif hlutdeildarfélaga 57,5%
11,6%
-
87,0%
-
-
-
-
-
-
-
-
61,7%
104,7%
-
Áhrif hlutdeildarfélaga
Rekstrarafkoma starfsþátta
42,1%
10,7%
-
37,6%
33,3%
-
-
-
-
-
-
-
40,7%
30,7%
-
Rekstrarafkoma starfsþátta 8,8% Hrein fjármagnsgjöld
Hrein fjármagnsgjöld
Tekjuskattur
-9,2% -8,0% - - 155,9% Tekjuskattur 7,8% 15,2% - - 14,0%
30,5%
Verslanir og Verslanir og Verslanir og Verslanir og
4F 2023/24 vöruhús vöruhús Jöfnunar- 12M 2023/24 vöruhús vöruhús Jöfnunar-
í millj. kr. İsland Olis Færeyjar færslur Samtals í millj. kr. İsland Olis Færeyjar færslur Samtals
Vörusala 31.988 11.024 - (224) 42.788 Vörusala 121.718 52.527 (975) 173.270
Aðrar rekstrartekjur 177 27 - (୧୮ 139 Aðrar rekstrartekjur 756 185 (259) 682
Heildartekjur starfsþátta 32.165 11.051 (289) 42.927 Heildartekjur starfsþátta 122.474 52.712 - (1.234) 173.952
Heildarrekstrargjöld starfsþátta (29.515) (10.861) 289 (40.087) Heildarrekstrargjöld starfsþátta (112.471) (49.652) 1.234 (160.889)
EBITDA starfsþátta 2.650 190 2.840 EBITDA starfsþátta 10.003 3.060 13.063
Afskriftir starfsþátta (906) (355) ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ (1.261) Afskriftir starfsþátta (3.849) (1.179) - (5.028)
Matsbreyting starfsþátta - - Matsbreyting starfsþátta =
Ahrif hlutdeildarfélaga 419 69 - ------ 488 Ahrif hlutdeildarfélaga 492 205 - 697
Rekstrarafkoma starfsþátta 2.163 (96) 2.067 Rekstrarafkoma starfsþátta 6.646 2.086 8.732
Hrein fjármagnsgjöld (644) (87 (731 Hrein fjármagnsgjöld (2.193) (428) (2.621)
Tekjuskattur (145) Tekjuskattur (1.067)
Hagnaður ársins 1.191 Hagnaður ársins 5.044
Áhrif hlutdeildarfélaga
Rekstrarafkoma starfsþátta
419
2.163
69
(96)
--
--
--
--
488
2.067
Áhrif hlutdeildarfélaga
Rekstrarafkoma starfsþátta
492
6.646
205
2.086
--
--
--
--
697
8.732
Hrein fjármagnsgjöld (644) (87) -- -- (731) Hrein fjármagnsgjöld (2.193) (428) -- -- (2.621)
Tekjuskattur
Hagnaður ársins
(145)
1.191
Tekjuskattur
Hagnaður ársins
(1.067)
5.044
Verslanir og Verslanir og Verslanir og Verslanir og
Breyting 4F vöruhús vöruhús Jöfnunar- Breyting 12M vöruhús vöruhús Jöfnunar
milli ára %
Vörusala
Ísland
2,6%
Olís
-9,5%
Færeyjar
-
færslur
1,8%
Samtals
7,6%
milli ára %
Vörusala
Ísland
4,8%
Olís
-4,4%
Færeyjar
-
færslur
-10,7%
Samtals
4,1%
Aðrar rekstrartekjur
Heildartekjur starfsþátta
3,4%
2,6%
51,9%
-9,4%
-
-
15,4%
4,8%
138,8%
8,0%
Aðrar rekstrartekjur
Heildartekjur starfsþátta
-3,2%
4,7%
65,4%
-4,1%
-
-
10,0%
-6,3%
37,2%
4,2%
Heildarrekstrargjöld starfsþátta -
2,9%
-
-14,3%
-
-
-
4,8%
-
6,0%
Heildarrekstrargjöld starfsþátta -
4,7%
-
-5,6%
-
-
-
-6,3%
-
3,5%
EBITDA starfsþátta -0,8%
-
270,5%
-
-
-
-
-
35,8%
-
EBITDA starfsþátta 5,2%
-
20,7%
-
-
-
-
-
12,8%
-
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
10,9%
-
-20,8%
-
-
-
-
-
15,5%
-
Afskriftir starfsþátta
Matsbreyting starfsþátta
3,8%
-
0,7%
-
-
-
-
-
6,4%
-
Áhrif hlutdeildarfélaga 57,5% 87,0% - - 61,7% Áhrif hlutdeildarfélaga 42,1% 37,6% - - 40,7%
Rekstrarafkoma starfsþátta
Hrein fjármagnsgjöld
11,6%
-
-9,2%
-
-
-8,0%
-
-
-
-
-
-
104,7%
-
8,8%
Rekstrarafkoma starfsþátta
Hrein fjármagnsgjöld
10,7%
-
7,8%
33,3%
-
15,2%
-
-
-
-
-
-
30,7%
-
14,0%
Tekjuskattur 155,9% Tekjuskattur 30,5%
Hagnaður ársins 157,4% Hagnaður ársins 39,4%

Starfsþáttur verslana og vöruhúsa á Íslandi felur í sér starfsemi Bónus, Hagkaups, Aðfanga, Banana, Stórkaups, Noron og Eldum rétt. Starfsemi Haga Wine B.V. í Hollandi fellur einnig hér undir en vegna smæðar starfseminnar og einkenna hennar er ekki um sérstakan starfsþátt að ræða, þrátt fyrir annað landsvæði.

Starfsþáttur verslana og vöruhúsa í Færeyjum inniheldur alla starfsemi SMS samstæðunnar sem einkum samanstendur af rekstri dagvöruverslana Bónus, Miklagarður og Mylnan en einnig rekstri veitingastaða, sérvöruverslana, kjötvinnslu og brauð- og kökugerðar.

Efnahagsreikningur samstæðunnar

Fréttatilkynning
15. apríl 2025
Efnahagsreikningur samstæðunnar
í millj. kr. 28.02.2025 29.02.2024* Breyting Breyting % Áhrif af
samruna SMS
Áhrif af
endurmati
Aðrar
breytingar
Samtals
breyting
Eignir
Fastafjármunir
81.876 57.042 24.834 43,5% 15.255 4.716 4.863 24.834
Veltufjármunir 23.160 21.129 2.031 9,6% 2.276 (245) 2.031
Eignir samtals 105.036 78.171 26.865 34,4% 17.531 4.716 4.618 26.865
Eigið fé og skuldir
Hlutafé
Annað eigið fé
1.098
37.423
1.084
27.870
14
9.553
1,3%
34,3%
--
5.384
3.773 14
396
14
9.553
Eigið fé hluthafa móðurfélags 38.521 28.954 9.567 33,0% 5.384 3.773 410 9.567
Hlutdeild minnihluta (32) -- (32) - (32) (0) (32)
Eigið fé samtals 38.489 28.954 9.535 32,9% 5.352 3.773 410 9.535
Langtímaskuldir 36.967 23.330 13.637 58,5% 9.574 943 3.120 13.637
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 6.278 5.818 460 7,9% 465 (5) 460
Aðrar skammtímaskuldir 23.303 20.069 3.234 16,1% 2.140 1.094 3.234
Skuldir samtals 66.548 49.217 17.331 35,2% 12.179 943 4.209 17.331
Eigið fé og skuldir samtals 105.036 78.171 26.865 34,4% 17.531 4.716 4.618 26.865
*Samanburðarfjárhæðum
verið
hefur
957
m.kr.
heildareignir
fyrra
um
og
eru
m.kr. og er eiginfjárhlutfall 37,0% í stað 36,5% áður. Tekjuskattsskuldbinding hækkar um 191 m.kr.
nýrrar
breytt
vegna
árs

78.171
m.kr.
í
reikningsskilaaðferðar.
stað
77.214
m.kr.
Fastafjármunir
Eigið

hækkar
hækka
766
um
Lykiltölur efnahags 28.02.2025
 Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarárs námu 105.036 m.kr. og hækkuðu um 26.865 m.kr. frá
árslokum 2023/24. Áhrif vegna SMS námu 17.531 m.kr. og áhrif vegna endurmats fjárfestingarfasteigna

Lykiltölur efnahags 28.02.2025

  • Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarárs námu 105.036 m.kr. og hækkuðu um 26.865 m.kr. frá árslokum 2023/24. Áhrif vegna SMS námu 17.531 m.kr. og áhrif vegna endurmats fjárfestingarfasteigna á Íslandi nam 4.716 m.kr.
  • Fastafjármunir námu 81.876 m.kr. og hækkuðu um 24.834 m.kr., þar af 15.255 m.kr. vegna SMS.
  • Heildaráhrif af breyttum reikningsskilaaðferðum á efnahagsreikning samstæðunnar, sem fram koma í fastafjármunum í efnahagsreikningi nú og á samanburðarári, nema 6.595 m.kr.
    • Fjárfestingarfasteignir Haga telja um 40.000 m2 af alls rúmlega 60.000 m2 fasteignasafni samstæðunnar. Breytt reikningsskilaaðferð hefur því áhrif á um 2/3 af fasteignasafni Haga en þar af eru um 11.000 m2 í leigu utan samstæðu Haga.
    • Stærsti hluti endurmats er vegna fasteigna á Íslandi, eða 5.673 m.kr., þar sem 4.716 m.kr. hafa áhrif á efnahagsreikning 2024/25 en 957 m.kr. eru færðar á samanburðarári. Hluti endurmats er vegna fasteigna í rekstrarleigu hjá SMS í Færeyjum eða 922 m.kr.
    • Breyting á samanburðarári er vegna fasteigna sem eru í útleigu utan samstæðu Haga og er færð í gegnum eigið fé 2023/24.
    • Heildaráhrif endurmats á rekstrarreikning samstæðunnar 2024/25 nema 1.042 m.kr., þar sem 120 m.kr. eru vegna fasteigna í útleigu utan samstæðu Haga á Íslandi og 922 m.kr. eru vegna einskiptisáhrifa hjá SMS í Færeyjum.
  • Veltufjármunir námu 23.160 m.kr. og hækkuðu um 2.031 m.kr. frá fyrra ári, að mestu vegna SMS.
  • Veltuhraði birgða í lok árs var 10,3 til samanburðar við 10,6 á fyrra ári og innheimtutími viðskiptakrafna var 10,2 dagar, óbreytt frá fyrra ári. Veltufjárhlutfall nam 0,78 í lok árs, í samanburði við 0,82 í fyrra.
  • Eigið fé í lok árs nam 38.489 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 36,6%. Eiginfjárhlutfall fyrra árs nam 37,0%. Arðsemi eigin fjár var 24,3% til samanburðar við 18,1% í fyrra. Félagið átti eigin bréf að nafnverði 8,1 milljón í lok árs.
  • Heildarskuldir samstæðunnar í lok árs námu 66.548 m.kr. og hækkuðu um 17.331 m.kr. frá lokum síðasta árs en þar af námu áhrif af SMS 12.179 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 23.415 m.kr. og leiguskuldir 19.577 m.kr. Nettó vaxtaberandi skuldir, með leiguskuldum, í lok árs voru 40.693 eða 2,8 x EBITDA ársins.
  • Vaxtaberandi skammtímaskuldir námu 6.278 m.kr. en þar af námu víxilskuldir 1.440 m.kr. og skammtímafjármögnun í dönskum krónum vegna kaupa félagsins á SMS nam 3.907 m.kr.

Sjóðstreymisyfirlit samstæðunnar

Fréttatilkynning
15. apríl 2025
Sjóðstreymisyfirlit samstæðunnar
í millj. kr. 4F 2024/25
01.12-28.02
4F 2023/24
01.12-29.02
Breyting Breyting % 12M 2024/25
01.03-28.02
12M 2023/24
01.03-29.02
Breyting Breyting %
Handbært fé frá rekstri 2.856 1.660 1.196 72,0% 11.108 8.690 2.418 27,8%
Fjárfestingarhreyfingar
Fjármögnunarhreyfingar
(1.514)
(576)
(818)
(898)
(696)
322
85,1%
-35,9%
(8.671)
(1.964)
(4.825)
(4.907)
(3.846)
2.943
79,7%
-60,0%
Hækkun á handbæru fé 766 (56) 822 -1467,9% 473 (1.042) 1.515 -145,4%
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé (1) -- (1) - (1) -- (1) -
Handbært fé í byrjun tímabils
Handbært fé í lok tímabils
1.534
2.299
1.883
1.827
(349)
472
-18,5%
25,8%
1.827
2.299
2.869
1.827
(1.042)
472
-36,3%
25,8%
Sjóðstreymi rekstrarársins 2024/25
 Handbært fé frá rekstri nam 11.108 m.kr. á rekstrarárinu, samanborið við 8.690 m.kr. á fyrra ári.
 Fjárfestingarhreyfingar ársins námu 8.671 m.kr., samanborið við 4.825 m.kr. á fyrra ári. Stærsti liður
ársins var fjárfesting í dótturfélagi, SMS í Færeyjum, að fjárhæð 4.741 m.kr. Fjárfesting í

Sjóðstreymi rekstrarársins 2024/25

  • Handbært fé frá rekstri nam 11.108 m.kr. á rekstrarárinu, samanborið við 8.690 m.kr. á fyrra ári.
  • Fjárfestingarhreyfingar ársins námu 8.671 m.kr., samanborið við 4.825 m.kr. á fyrra ári. Stærsti liður ársins var fjárfesting í dótturfélagi, SMS í Færeyjum, að fjárhæð 4.741 m.kr. Fjárfesting í rekstrarfjármunum og fasteignum nam 3.310 m.kr. og fjárfesting í óefnislegum eignum nam 823 m.kr.
  • Fjármögnunarhreyfingar ársins voru 1.964 m.kr., samanborið við 4.907 m.kr. á fyrra ári. Ekki voru keypt eigin bréf á árinu en á fyrra ári námu endurkaup 2.333 m.kr. Arðgreiðsla var greidd í júní 2024 og nam hún 2.522 m.kr. til samanburðar við arðgreiðslu á fyrra ári sem nam 2.475 m.kr.

__________________________________________________________________________________________

Handbært fé í lok rekstrarárs nam 2.299 m.kr., samanborið við 1.827 m.kr. í lok fyrra árs.

Staðan og framtíðarhorfur

Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið sem nú er liðið gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) yrði á bilinu 14.000-14.500 m.kr. en afkomuspáin var hækkuð í lok þriðja ársfjórðungs samhliða tilkynningu um kaup Haga á SMS í Færeyjum. Rekstur ársins gekk heilt yfir vel, þá einkum vegna sterkari afkomu en upphaflega var gert ráð fyrir hjá starfsþætti Olís, þar sem hagfelldar hreyfingar á heimsmarkaðsverði olíu studdu við afkomu. Vörusala samstæðunnar jókst um 4,1% á árinu en framlegð í krónum talið jókst um 14,2%. Rekstrarkostnaður hækkaði um 15,6% milli ára en EBITDA hækkaði um 12,8% frá fyrra ári. SMS varð hluti af samstæðu Haga frá upphafi 4. ársfjórðungs og gætir áhrifa þess í samanburði við afkomu fyrra árs.

Félagið hefur breytt um reikningsskilaaðferð þannig að fjárfestingarfasteignir eru nú færðar á gangvirði en voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Matsbreyting fjárfestingarfasteigna sem eru í útleigu innan samstæðu er bakfærð í rekstri og færð á endurmatsreikning meðal eigin fjár í samstæðuársreikningi. Það er mat stjórnenda félagsins að endurmetið verð þessara fasteigna gefi gleggri mynd af fjárhagsstöðu samstæðunnar í árslok 28.2.2025 en afskrifað kostnaðarverð hefði gert. Samanburðarfjárhæðum í efnahagsreikningi 29.2.2024 hefur verið breytt til samræmis.

Þann 27. nóvember 2024 undirrituðu Hagar og þáverandi eigendur P/F SMS í Færeyjum kaupsamning vegna kaupa Haga á öllu hlutafé í SMS. Yfirtökudagur var mánudagurinn 2. desember 2024 og varð SMS því hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25. Samanburðarfjárhæðum í ársreikningi hefur ekki verið breytt og innifela þær því ekki áhrif af hinu nýja félagi. Kaupverð (e. enterprise value) í viðskiptunum nam tæplega 467 mDKK og virði hlutafjár (e. equity value) tæplega 327 mDKK. Kaupverð byggði m.a. á rekstri og áætlunum samstæðu SMS fyrir rekstrarárið 2024, en tekjur fyrir árið voru áætlaðar um 730 mDKK og EBITDA um 63 mDKK. Kaupverð byggði einnig á mati á fasteignasafni SMS. Vert er að benda á að ekki er tekið tillit til áhrifa leigustaðals IFRS 16 í þessum afkomutölum SMS. Hagar greiddu kaupverð með reiðufé að upphæð um 267 mDKK og afhendingu 13.867.495 hluta eigin bréfa að virði 60 mDKK í viðskiptunum. Hagar fjármögnuðu hluta kaupverðs með nýju 200 mDKK láni til 12 mánaða en unnið verður að langtímafjármögnun á næstu misserum. Heildarkostnaður vegna kaupanna nam 142 m.kr. og var gjaldfærður á 4. ársfjórðungi 2024/25.

SMS er leiðandi verslunarfélag í Færeyjum og rekur m.a. átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum, fjórar smærri dagvöruverslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. SMS er einnig umsvifamikið í annarri starfsemi, m.a. rekstri stærstu verslunarmiðstöðvar Færeyja, fjölda veitingastaða, smávöruverslana, brauð- og kökugerðar, kjötvinnslu og líkamsræktarstöðva. Að auki á félagið fjölbreytt fasteignasafn sem telur um 11.000 m2sem er að mestu nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila. Markmið kaupanna er að renna frekari stoðum undir og styrkja rekstur Haga á sviði dagvöruverslana og auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval SMS í Færeyjum.

Þann 26. september 2024 var tilkynnt um að Olís, dótturfélag Haga, hafi ásamt meðeigendum sínum komist að samkomulagi um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu. Borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið og þremur aðilum boðið að halda áfram í söluferlinu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir vissa um hvort söluferlið muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu.

Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2025/26 sem nú var að hefjast gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði á bilinu 16.000-16.500 m.kr. Forsendur afkomuspár gera ráð fyrir 4,0% hækkun verðlags á ársgrundvelli og áhrif kjarasamninga nema um 5,0% hækkun launa milli ára. Gert var ráð fyrir litlum áhrifum af breytingu gengis helstu innkaupamynta. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins (e. CAPEX) verði sambærilegar og á síðustu árum, ef frá eru talin möguleg áhrif vegna Álfabakka 2 en vegna þeirrar óvissu sem ríkir um verkefnið verður fjárfestingaráætlun 2025/26 ekki birt að sinni.

Fjárhagsleg staða samstæðunnar er sterk og er fjármögnun tryggð. Aðgangur að skammtímafjármögnun í formi lánalína að fjárhæð 4,5 ma. kr. og USD 12,5 milljónir er tryggður en einnig hefur félagið nýtt sér skammtímafjármögnun í formi víxlaútgáfu. Útgáfa víxlanna er í samræmi við grunnlýsingu 10 ma. kr. útgáfuramma sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Gera má ráð fyrir að félagið nýti sér áfram markaðsfjármögnun á næstu misserum.

__________________________________________________________________________________________

Um Haga

Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi á Íslandi, í Færeyjum og í Hollandi, einkum á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Á Íslandi starfrækja Hagar 40 dagvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. Kjarnastarfsemi Haga á Íslandi er á sviði dagvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Í Færeyjum starfrækja Hagar verslunarfélagið SMS sem er leiðandi á færeyska markaðinum en SMS rekur m.a. 13 dagvöruverslanir, sex veitingastaði og þrjár sérvöruverslanir. Í Hollandi starfrækja Hagar eina netverslun með áfengi.

Hlutafé og hluthafar

Markaðsvirði Haga í lok tímabilsins nam 112,9 ma. kr. og lokaverð þann 28. febrúar 2025 var 102,0 kr./hlut.

__________________________________________________________________________________________

  • Skráð hlutafé Haga í lok rekstrarárs nam 1.106 m.kr. Félagið átti 8,1 milljón eigin hluti í lok árs og er útistandandi hlutafé því 1.098 m.kr.
  • Þann 30. maí 2024 samþykkti aðalfundur félagsins að greiddur yrði arður til hluthafa sem nemur 50,0% af hagnaði síðasta reikningsárs eða samtals 2.522 m.kr. Arðgreiðslan nam því 2,33 kr. á hlut útistandandi hlutafjár. Arðurinn var greiddur þann 7. júní 2024.
  • Á hluthafafundi Haga þann 30. ágúst 2024 var samþykkt tillaga stjórnar um kaupréttarkerfi til handa lykilstarfsfólki í félaginu. Stjórn Haga hefur, á grundvelli hins nýja kaupréttarkerfis, veitt kauprétti fyrir samtals 16.568.615 hlutum í félaginu eða sem samsvarar 1,5% af hlutafé Haga, þar af hefur 11.037.686 hlutum verið úthlutað til framkvæmdastjórnar. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta, samkvæmt kaupréttarkerfum frá 2021 og 2024, nemur 27.524.861 eða um 2,5% hlutafjár í félaginu.

  • Tillaga stjórnar Haga um arðgreiðslu fyrir aðalfund félagsins 2025 verður kynnt með endurskoðuðum ársreikningi samstæðunnar þann 30. apríl nk. Aðalfundur verður haldinn þann 27. maí 2025.
  • Hluthafar voru 968 í byrjun rekstrarárs og 923 í lok þess. 10 stærstu hluthafar félagsins áttu 80,6% eignarhlut í félaginu í lok rekstrarárs.

__________________________________________________________________________________________

Rafrænn kynningarfundur miðvikudaginn 16. apríl 2025

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl kl. 08:30, þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan útsendingu stendur á netfangið [email protected] og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar.

__________________________________________________________________________________________

Fundinum verður streymt og er skráning á streymið hér: https://www.hagar.is/skraning

Kynningargögn verða aðgengileg á heimasíðu Haga, www.hagar.is, við upphaf fundar.

Fjárhagsdagatal 2025/26

Fjárhagsupplýsingar eru birtar eftir lokun markaða.

Uppgjörstímabil Vikudagur Birtingardagur
Aðalfundur 2025 Þriðjudagur 27. maí 2025
1F – 1. mars – 31. maí Fimmtudagur 26. júní 2025
2F – 1. mars – 31. ágúst Fimmtudagur 16. október 2025
3F – 1. mars – 30. nóvember Miðvikudagur 14. janúar 2026
4F – 1. mars til 28. febrúar Þriðjudagur 21. apríl 2026
Aðalfundur 2026 Fimmtudagur 21. maí 2026

Fréttatilkynning þessi og uppgjörsgögn verða aðgengileg á ensku þann 21. apríl á https://www.hagar.is/en/

___________________________________________________________________________________________________

Press release and financial statements will be available in English on April 21 st at https://www.hagar.is/en/ ___________________________________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri félagsins ([email protected]), og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs ([email protected]), í síma 530-5500 eða tölvupósti.

___________________________________________________________________________________________________

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.