Pre-Annual General Meeting Information • Mar 13, 2025
Pre-Annual General Meeting Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
Haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, Reykjavík kl. 15:00

Öll gögn vegna aðalfundar er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur fyrir árið 2024 verði samþykktur.
Félagsstjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út arður vegna reikningsársins 2024 sem nemur 13,33 krónum á hlut. Nemi heildarfjárhæð arðgreiðslunnar 2,2 milljörðum króna sem samsvari um 50,0% af hagnaði ársins. Viðmiðunardagsetning arðgreiðslu verði við lok viðskipta á aðalfundardegi og arðleysisdagur1 því 28. mars 2025 og arðsréttardagur2 31. mars 2025. Lagt er til að útborgunardagur3 verði þann 29. apríl 2025.
Rekstrarniðurstöður félagsins á árinu 2024, sterk lausafjárstaða og eiginfjárhlutföll í árslok styðja þessa ráðstöfun. Arðgreiðslustefnan heimilar tillögu um arðgreiðslu til hluthafa sem nemur milli 10% og 65% af hagnaði fyrra árs. Þessi tillaga er vel innan þeirra marka sem stefnan skilgreinir en stjórn félagsins leitast við að hafa samkvæmni í arðgreiðslum milli ára og endurspeglar tillagan það.
Stjórn félagsins leggur fram tillögu um heimild til kaupa á eigin bréfum og breytingu á grundvelli greinar 11.2 í samþykktum félagsins:
"Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. haldinn 27. mars 2025 veitir stjórn félagsins heimild til að eignast, í einum eða fleiri viðskiptum, allt að 10% af hlutafé félagsins. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að koma á formlegri endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að eignarhald félagsins, og dótturfélaga þess, fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Endurgjald fyrir keypta hluti skal vera í samræmi við 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutabréfum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar."
Á aðalfundi þann 7. mars 2024 var samþykkt heimild til kaupa á eigin hlutum sem gildir í 18 mánuði frá 7. mars 2024 til 7. september 2025. Með þessari tillögu gildir heimildin til 27. september 2026. Tillaga þessi felur í sér að stjórn félagsins sé veitt almenn heimild til þess að koma á formlegri endurkaupaáætlun og/eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Þessa heimild mætti einungis nýta að uppfylltum skilyrðum laga. Verði tillagan samþykkt mun ákvæði svo breyttrar greinar 11.2 gilda um kaup félagsins á eigin hlutum. Tilgangur endurkaupanna er lækkun hlutafjár og/eða til þess að uppfylla skuldbindingar sem kunna að stofnast á grundvelli kaupréttaráætlunar félagsins.
1 Arðleysisdagur er sá dagur sem viðskipti hefjast án arðsréttinda, þ.e. næsti viðskiptadagur eftir aðalfund.
2 Arðsréttardagur er sá dagur sem hluthafar verða að vera skráðir í hlutaskrá til að eiga rétt á arði, þ.e. annar viðskiptadagur
eftir aðalfund. Þetta þýðir að hluthafar sem hafa keypt hluti á aðalfundardegi munu fá greiddan arð.
3 Útborgunardagur er sá dagur sem arður er greiddur út til hluthafa.
Um endurkaupaáætlanir gilda ítarlegar reglur um veitingu upplýsinga og framkvæmd ákveði stjórn að gera hluthöfum tilboð um kaup á eigin bréfum, þar sem hafa skal jafnræði og gagnsæi að leiðarljósi.
Stjórn félagsins leggur ekki til breytingar á starfskjarastefnu félagsins. Stjórn félagsins leggur til að stefnan verði samþykkt eins og hún er lögð fram. Starfskjarastefnan er meðfylgjandi á sér skjali.
Skýrsla tilnefningarnefndar Eimskips og tillögur hennar um tilnefningu stjórnarmanna verður birt með endanlegum tillögum stjórnar til aðalfundar tveimur vikum fyrir aðalfund, eða þann 13. mars 2025. Einstaklingar sem nefndin tilnefnir ekki verða ekki sjálfkrafa í kjöri til stjórnar félagsins á aðalfundi. Almennur frestur skv. samþykktum til að bjóða sig fram til stjórnar rennur út 17. mars 2025 kl. 15:00. Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Stjórn félagsins leggur til að stjórnarlaun vegna ársins 2025 verði sem hér segir:
| Stjórnarformaður | kr. 800.000 á mánuði |
|---|---|
| Varaformaður | kr. 600.000 á mánuði |
| Meðstjórnendur | kr. 400.000 á mánuði |
| Varamenn | kr. 140.000 fyrir hvern setinn fund, þó ekki hærra en kr. 400.000 fyrir hvern mánuð. Þóknun á milli aðalfunda skal að lágmarki nema kr. 400.000 |
| Nefndarmenn í endurskoðunarnefnd |
kr. 140.000 á mánuði |
| Nefndarmenn í starfskjaranefnd |
kr. 140.000 á mánuði |
| Nefndarmenn í Tilnefningarnefnd |
kr. 140.000 á mánuði |
Stjórnarlaun og laun nefndarmanna eru ákveðin fyrirfram fyrir kjörtímabilið.
Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að PricewaterhouseCoopers ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík, verði kjörið sem endurskoðunarfélag Eimskipafélags Íslands hf. fyrir árið 2025.
Stjórn leggur til að Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi verði tilnefndur sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd félagsins.
Tillagan er lögð fram m.v.t. 2. mgr. 108. gr. a. ársreikningalaga nr. 3/2006.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.