AGM Information • Mar 12, 2025
AGM Information
Open in ViewerOpens in native device viewer







Stjórn Síldarvinnslunnar hf. leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2024 samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins. Arðgreiðsla til hluthafa nemi 38,5% hagnaðar ársins eða 2.349,4 millj. króna (17,0 millj. USD miðað við lokagengi ársins 2024). Arðgreiðslan nemur 1,27 kr. á hlut. Arðurinn samsvarar 1,36% af markaðsvirði hlutafjár í árslok 2024. Samþykki aðalfundur tillöguna skal arðsréttindadagur vera 24. mars 2025, þ.e. réttur hluthafa til arðgreiðslu verður miðaður við hlutaskrá félagsins í lok þess viðskiptadags. Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2024 verður því 21. mars 2025, eða næsti viðskiptadagur eftir aðalfund. Útborgunardagur arðs verður 26. mars 2025.

Stjórn Síldarvinnslunnar hf leggur til eftirfarandi viðbót við 1. gr. starfskjarastefnunnar:
"Starfskjarastefnan skal einnig gilda fyrir dótturfélög Síldarvinnslunnar hf."
Lagt er til að starfskjarastefnan verði að öðru leyti samþykkt í óbreyttri mynd.

Stjórn félagsins leggur til að stjórnarlaun vegna ársins 2024 verði sem hér segir:
Stjórnarformaður kr. 620.000 á mánuði Meðstjórnendur kr. 415.000 á mánuði Varamenn kr. 210.000 á mánuði
Nefndarmenn í endurskoðunarnefnd
| Formaður | kr. 290.000 á mánuði |
|---|---|
| Nefndarmenn | kr. 145.000 á mánuði |

PricewaterhouseCoopers

Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf., haldinn 20. mars 2025 samþykkir, með vísan til 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. Heildareign í eigin bréfum á hverjum tíma skuli þó ekki fara yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma, þ.e. kr. 184.593.974. Heimild þessa má nýta í þeim tilgangi að koma á formlegri endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Kaupgengi má eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin bréfum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar.

Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.