AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síminn

Regulatory Filings Mar 10, 2025

2203_rns_2025-03-10_ca631ca5-31df-42e9-8689-a06ee2f48fc1.pdf

Regulatory Filings

Open in Viewer

Opens in native device viewer

KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Sími 545 6000 Fax 545 6001 Veffang www.kpmg.is

Staðfesting á skýrslu um fjárhagsleg- og sérstök skilyrði

vegna prófunar í tengslum við ársreikning

LOGOS slhf. Efstaleiti 5 103 Reykjavík

Staðfesting á skýrslu um fjárhagsleg skilyrði sem byggir á umsömdu verklagi

Vísað er til samnings við staðfestingaraðila, dags. 21. júlí 2023 og endanlega skilmála SIMINN 26 1, dags. 28. júlí 2023. Hugtök sem skilgreind eru í samningi við staðfestingaraðila og/eða endanlegum skilmálum skulu hafa sömu merkingu og þeim er þar gefin.

Vísað er til skýrslu útgefanda um fjárhagsleg- og sérstök skilyrði, dags. 19. febrúar 2025.

Staðfestingaraðili hefur farið yfir skýrslu útgefanda um fjárhagsleg skilyrði sem liggur til grundvallar og aðrar upplýsingar sem skýrslan byggir á að yfirfara forsendur og útreikninga í skýrslu útgefanda.

Útgefandi staðfestir að framangreindar aðgerðir séu viðeigandi við yfirferð á skýrslu um fjárhagsleg skilyrði og uppfyllir þær kröfur sem koma fram í kafla 4 í framangreindum samningi við staðfestingaraðila.

Skyldur útgefanda eru skilgreindar í kafla 3 í framgreindum samningi.

Vinna staðfestingaraðila var framkvæmd í samræmi við uppfært og yfirfarið staðlað verklag ISRS 4400 staðalsins (e. International Standard on Related Services). Staðfestingaraðili starfar í samræmi við almennar siðareglur endurskoðanda og hefur uppfyllt viðeigandi kröfur laga um endurskoðendur og International Code of Ethics for Professional Accountants (IESBA Code), þ.m.t. meginreglur um heilindi, hlutlægni, faglega hæfni og kröfur um sjálfstæði. Staðfestingaraðili er óháður útgefanda í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur.

Staðfestingaraðili hefur innleitt alþjóðlegan staðal um gæði, ISQM 1, sem inniheldur kröfur um að fyrirtækið hanni, innleiði og starfræki gæðastjórnunarkerfi, þ.m.t. stefnur eða verklagsreglur sem tryggja fylgni við siðareglur og aðrar gildandi reglur og lög.

Að lokinni sjálfstæðri yfirferð eru niðurstöður staðfestingaraðila eftirfarandi:

Þann 31. desember 2024 voru fjárhagsleg skilyrði eftirfarandi miðað við ársreikning:

Eiginfjárhlutfall miðað við 31. desember 2024
Eigið fé samtals 18.116 m.kr.
Heildareignir samtals 41.182 m.kr.
Eiginfjárhlutfall 44,0%

Fjárhagsleg skilyrði; eiginfjárhlutfall eigi lægra en 25% á prófunardegi

Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum skilyrðum samræmist mati útgefanda og skýrsla um fjárhagsleg skilyrði því staðfest.

Reykjavík, 10. mars 2025

Fyrir hönd staðfestingaraðila, KPMG ehf.

ensku félagi með takmarkaða ábyrgð

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.