AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Skel fjárfestingafélag

AGM Information Mar 6, 2025

2209_agm-r_2025-03-06_5f8cb42a-1c36-479c-8400-7ca99b6a5d03.pdf

AGM Information

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Niðurstöður aðalfundar SKEL fjárfestingafélags hf. sem haldinn var fimmtudaginn 6. mars 2025

Aðalfundur SKEL var haldinn í dag, fimmtudaginn 6. mars 2025 í Ballroom sal Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, fór yfir uppgjör félagsins og helstu þætti í starfsemi þess á árinu 2024.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á heimasíðu félagsins: https://skel.is/hluthafar/hluthafafundir-skel

Ársskýrslu félagsins má finna á heimasíðu félagsins: https://skel.is/fjarfestar/arsreikningar

1. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti endurskoðaðan ársreikning félagsins vegna ársins 2024.

2. Tillaga um breytingu á arðgreiðslustefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að breyta arðgreiðslustefnu félagsins svo stefna stjórnar verði að greiða árlega út arð sem nemur allt að 5% af heildareignum félagsins eða allt að 50% af hagnaði fyrra árs, að frádreginni þeirri fjárhæð sem nýtt verður í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðalfundar. Í sérstökum tilvikum, svo sem við sölu eigna, mun stjórn taka til skoðunar hvort tilefni sé til að víkja frá framangreindum viðmiðum og leggja til hærri arðgreiðslu.

3. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu

Aðalfundur samþykkti að greiða arð til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrar ársins 2024 að fjárhæð kr. 6.000.000.000. Arðurinn verður greiddur út í tveimur skrefum, að fjárhæð kr. 3.000.000.000 þann 20. mars 2025 og kr. 3.000.000.000 þann 20. október 2025.

4. Atkvæðagreiðsla um tillögu breytingu á samþykktum til að heimila stjórn kaup á eigin hlutum

Aðalfundur veitti stjórn heimild til að kaupa hluti í félaginu, allt að 10% af hlutafé félagsins. Eftirfarandi viðauki mun bætast við samþykktir félagsins:

"Aðalfundur SKEL fjárfestingafélags hf., haldinn þann 6. mars 2025, heimilar stjórn félagsins, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, að kaupa í eitt skipti eða oftar, fram að næsta aðalfundi, hluti í félaginu, þó þannig að það ásamt öðrum dótturfélögum þess megi einungis eiga mest 10% hlutafjár þess. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin hlutum, til dæmis með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar."

5. Atkvæðagreiðsla um fyrirliggjandi tillögu um breytingu á samþykktum til að heimila stjórn að hækka hlutafé.

Aðalfundur samþykkti að veita stjórn heimild til að hækka hlutafé félagsins um kr. 200.000.000 að nafnvirði, í eitt skipti eða oftar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til slíkrar hlutafjárhækkunar. Breytt 4. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins hljóðar svo:

"Stjórn félagsins er heimilt að ákveða hækkun á hlutafé félagsins um allt að kr. 200.000.000 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta í einu lagi eða áföngum. Heimild stjórnar samkvæmt ákvæði þessu gildir til 5. mars 2026. Hluthafar félagsins skulu ekki njóta forgangs til áskriftar að hinum nýju hlutum sem gefnir eru út á grundvelli framangreindrar heimildar, samanber 3. mgr. 34. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, og 2. mgr. 4. gr. samþykkta þessara. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi hinna nýju hluta og sölureglur hverju sinni, fresti til áskriftar og fresti til greiðslu þeirra. Heimilt er að hækkunin sé gerð að nokkru eða öllu leyti án greiðslu í reiðufé. Stjórn félagsins skal vera heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við útgáfu hinna nýju hluta."

6. Atkvæðagreiðsla um breytingu á starfskjarastefnu sem heimilar greiðslu þóknunar til stjórnarmanna fyrir afmörkuð verkefni

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingu starfskjarastefnu félagsins vegna 2025-2026. Hluthafafundur samþykkti að veita stjórn heimild til að ákveða að greiða skuli stjórnarmanni viðbótarþóknun vegna afmarkaða verkefna sem honum hafa verið falin í þágu félagsins.

7. Atkvæðagreiðsla um þóknun stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðenda.

Aðalfundur samþykkti breytingar á starfskjörum stjórnar- og nefndarmanna, sem tóku tillit til hækkunar á launavísitölu.

8. Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn SKEL:

  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Ósk Einarsdóttir
  • Guðni Rafn Eiríksson
  • Jón Ásgeir Jóhannesson
  • Sigurður Ásgeir Bollason

9. Kjör tilnefningarnefndar.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í tilnefningarnefnd SKEL

  • Almar Þór Möller
  • Álfheiður Eva Óladóttir

10. Kjör endurskoðanda

Aðalfundur samþykkti að KPMG yrði endurkjörið sem endurskoðunarfirma félagsins.

11. Kjör utanaðkomandi nefndarmanns í endurskoðunarnefnd

Aðalfundur samþykkti að Sigrún Guðmundsdóttir, endurskoðandi hjá ODT, verði kosin sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.

12. Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega upp borin á fundinum og var honum slitið

Önnur gögn frá aðalfundi má finna á https://skel.is/hluthafar/hluthafafundir-skel

* * *

Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur, þar sem stjórn skipti með sér verkum. Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn formaður stjórnar. Birna Ósk Einarsdóttir var kjörin varaformaður stjórnar.

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Guðni Rafn Eiríksson og Birna Einarsdóttir. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jón Ásgeir Jóhannesson, Birna Ósk Einarsdóttir og Sigurður Ásgeir Bollason. Þá tók Birna Ósk Einarsdóttir sæti í tilnefningarnefnd að hálfu stjórnar.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, [email protected].

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.