AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síminn

Pre-Annual General Meeting Information Feb 19, 2025

2203_egm_2025-02-19_e727b5fa-eb0f-4340-9f7b-1d327efad486.pdf

Pre-Annual General Meeting Information

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Aðalfundur Símans hf.

Verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025 kl. 16:00 að Nauthóli við Nauthólsvík, Reykjavík.

Dagskrá

    1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
    1. Staðfesting ársreiknings félagsins sl. reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á sl. reikningsári.
    1. Kosning þriggja einstaklinga í tilnefningarnefnd.
    1. Kosning stjórnar félagsins.
    1. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.
    1. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra sem og þóknun nefndarmanna í undirnefndum stjórnar og í tilnefningarnefnd.
    1. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
    1. Tillaga um lækkun á hlutafé vegna eigin hluta og breytingu á samþykktum félagsins.
    1. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
    1. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá.
    1. Önnur mál.

Tillaga er um breytingar á samþykktum félagsins vegna lækkunar hlutafjár sem varðar grein 4.1 í samþykktunum. Lagt er til að hlutafé félagsins verði lækkað úr kr. 2.650.000.000 að nafnverði í kr. 2.475.000.000 að nafnverði með jöfnun eigin hluta á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Þá er lögð til breyting á viðauka við samþykktir sem tengist heimild til kaupa á eigin hlutum félagsins. Lagt er til að félaginu verði heimilað að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu, þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðru lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 247.500.000 að nafnverði. Um er að ræða endurnýjun núgildandi heimildar til kaupa á eigin hlutum.

Aðrar upplýsingar

Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá aðalfundar

Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á aðalfundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 16:00, þann 3. mars 2025. Hægt er að senda tillögur eða ályktanir fyrir fundinn á netfangið [email protected].

Nánari upplýsingar um aðgangsupplýsingar, þátttöku, skráningu og atkvæðagreiðslu er að finna á vefsíðu félagsins, https://www.siminn.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Hluthafar sem eiga ekki kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.

Upplýsingar fyrir hluthafa

Heildarfjöldi hluta í félaginu þann 19. febrúar 2025 er 2.650.000.000 hlutir og atkvæði jafnmörg. Þar af eru virk atkvæði 2.462.827.538.

Aðrar upplýsingar

Á vef félagsins, https://www.siminn.is/fjarfestar/hluthafafundir, er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. dagskrá fundarins, frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning samstæðu félagsins og móðurfélags fyrir árið 2024, umboðseyðublað, framboðseyðublað auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum eigi síðar en 3 dögum fyrir fundinn á framangreindum vef félagsins og skrifstofu félagsins að Ármúla 25, 108 Reykjavík.

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynnt skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar, þ.e. fyrir kl. 16:00 þann 8. mars 2025 og skal senda framboð á netfangið [email protected]. Framboðseyðublað er að finna á vefsíðu félagsins og tilkynnt verður um framboð til stjórnar á vef félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Hluthafar sem vilja leggja til aðra einstaklinga í tilnefningarnefnd en þá sem stjórn hefur tilnefnt skulu senda slíkar tillögur á netfangið [email protected] eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 þann 6. mars 2025. Framboðseyðublöð má finna á vefsíðu félagsins og verður tilkynnt um framboð til tilnefningarnefndar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Fundurinn verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík, Reykjavík. Skráning á fundinn hefst klukkan 15.30 og verða atkvæðaseðlar og önnur gögn afhent á fundarstað frá þeim tíma. Skráningu lýkur klukkan 16.00 þegar fundur hefst.

Fundurinn fer fram á íslensku.

Reykjavík, 19. febrúar 2025

Stjórn Símans hf.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.