Earnings Release • Feb 18, 2025
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Fréttatilkynning: Afkoma Símans hf. á 4F 2024
• Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2024 námu 7.431 m.kr. samanborið við 6.659 m.kr. á sama tímabili 2023 og jukust um 11,6%. Tekjur af kjarnavörum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 5,3% á milli tímabila.
María Björk Einarsdóttir, forstjóri:
"Við erum ánægð með afkomu fjórða ársfjórðungs, sem var jafnframt sterkasti fjórðungur ársins. Mikill meðbyr var í sölu sjónvarpsáskrifta á fjórðungnum sem við þökkum meðal annars áherslu okkar á að framleiða leikið íslenskt efni í hæsta gæðaflokki. Tæplega 50 þúsund heimili voru áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium í árslok sem undirstrikar vinsældir veitunnar.
Í fjarskiptaþjónustu sáum við einnig fjölgun áskrifenda, einkum í farsímaþjónustu. Internetáskriftum hefur fjölgað hægar, en jákvæðu fréttirnar eru þær að við höfum séð brottfall fara lækkandi í kjölfar breyttrar þjónustustefnu. Hún felur í sér aukna áherslu á að nýta gögn og frumkvæðisaðgerðir til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun fyrir viðskiptavini þegar kemur að stöðugleika og gæðum netsambands á heimilum. Samhliða þessari áherslubreytingu hefur dregið úr brottfalli sem er virkilega jákvætt, enda er alþekkt að
1 12M EBITDA inniheldur 12M pro forma EBITDA Billboard og Noona.
kostnaður við að sækja nýjan viðskiptavin er margfalt hærri en að halda núverandi viðskiptavini.
Auglýsingasala var sterk á fjórðungnum meðal annars vegna alþingiskosninga sem bættust við hefðbundna afsláttardaga og jólaverslun. Sjónvarp Símans og Billboard hafa fest sig í sessi meðal öflugustu auglýsingamiðla landsins og við getum nú boðið auglýsendum upp á einstakan sýnileika með samspili sjónvarps og umhverfismiðla.
Við héldum áfram vöruþróun í fjártækni og hefur fyrirtækjakort Símans Pay átt mikilli velgengni að fagna frá því að varan kom formlega út á haustmánuðum. Í desember tókum við loks við rekstri Noona Iceland og nú í febrúar 2025 erum við að undirbúa að taka við lánasafni sem við keyptum, en eftir breytinguna mun lánabók Símans Pay standa í fimm milljörðum króna. Eitt af helstu verkefnum ársins 2025 verður að samþætta og þróa fjártæknilausnir Símans og Noona enn frekar samhliða því að móta skýra langtímasýn í kringum starfsþáttinn.
Fyrir fáeinum vikum kynntum við breytingar á skipuriti félagsins, sem ætlað er að styðja við nýja stefnu sem verið er að innleiða í alla kima fyrirtækisins. Á sama tíma og við ætlum okkur að standa vörð um þann sterka grunnrekstur sem Síminn hefur verið þekktur fyrir, ætlum við að finna leiðir til að vaxa og þróast til framtíðar litið, bæði með innri og ytri vexti. Jafnframt viljum við tryggja framúrskarandi upplifun af vörum og þjónustu Símans og skapa stafrænt samfélag snjallra lausna fyrir fólk og fyrirtæki."
| Rekstrarreikningur | 4F | 12M | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 2024 | 2023 Breyting | % | 2024 | 2023 Breyting | % | |||
| Sala | 7.291 | 6.468 | 823 | 12,7% | 27.189 | 25.067 | 2.122 | 8,5% |
| Kostnaðarverð sölu | ( 4.455) | ( 4.119) | ( 336) | 8,2% | ( 17.328) | ( 16.497) | ( 831) | 5,0% |
| Framlegð | 2.836 | 2.349 | 487 | 20,7% | 9.861 | 8.570 | 1.291 | 15,1% |
| Aðrar rekstrartekjur | 140 | 191 | ( 51) | -26,7% | 643 | 674 | ( 31) | -4,6% |
| Rekstrarkostnaður | ( 2.032) | ( 1.906) | ( 126) | 6,6% | ( 7.629) | ( 7.165) | ( 464) | 6,5% |
| Rekstrarhagnaður (EBIT) | 944 | 634 | 310 | 48,9% | 2.875 | 2.079 | 796 | 38,3% |
| Fjármunatekjur | 195 | 195 | 0 | 0,0% | 734 | 740 | ( 6) | -0,8% |
| Fjármagnsgjöld | ( 489) | ( 287) | ( 202) | 70,4% | ( 1.841) | ( 1.102) | ( 739) | 67,1% |
| Gengismunur | ( 12) | ( 28) | 16 | -57,1% | ( 6) | ( 30) | 24 | -80,0% |
| Hrein fjármagnsgjöld | ( 306) | ( 120) | ( 186) | 155,0% | ( 1.113) | ( 392) | ( 721) | 183,9% |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 638 | 514 | 124 | 24,1% | 1.762 | 1.687 | 75 | 4,4% |
| Tekjuskattur | ( 121) | ( 100) | ( 21) | 21,0% | ( 381) | ( 341) | ( 40) | 11,7% |
| Hagnaður | 517 | 414 | 103 | 24,9% | 1.381 | 1.346 | 35 | 2,6% |
| EBITDA | 2.071 | 1.614 | 457 | 28,3% | 7.147 | 6.150 | 997 | 16,2% |
| Hagnaður á hlut | 0,20 | 0,15 | 0,05 | 33,3% | 0,54 | 0,46 | 0,08 | 17,4% |
Heildartekjur árið 2024 námu 27.832 m.kr. samanborið við 25.741 m.kr. árið 2023, sem er 8,1% vöxtur milli ára. Sé horft til kjarnavara félagsins (farsíma, gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu) er tekjuvöxtur 5,3%.
Tekjur af farsíma námu 6.858 m.kr. og hækkuðu um 348 m.kr. eða 5,3% á milli ára. Tekjur af gagnaflutningi námu 8.277 m.kr. og hækkuðu um 338 m.kr. eða 4,3% á milli ára. Tekjur af sjónvarpsþjónustu námu 7.905 m.kr. og hækkuðu um 465 m.kr. eða 6,3% á milli ára. Tekjur af vörusölu námu 1.734 m.kr. og drógust saman um 50 m.kr. eða 2,8% á milli ára. Tekjur af öðrum rekstri námu 3.058 m.kr. og hækkuðu um 990 m.kr. á milli ára. Tekjur Billboard sem falla undir þann lið voru 1.328 m.kr., en félagið varð hluti af samstæðunni frá byrjun apríl 2024.
Kostnaðarverð seldrar þjónustu nam 17.328 m.kr. og hækkaði um 831 m.kr. eða 5,0% frá árinu 2023. Rekstrarkostnaður nam 7.629 m.kr. og hækkaði um 464 m.kr. eða 6,5% frá árinu 2023.
Afskriftir félagsins námu 4.272 m.kr. árið 2024 samanborið við 4.071 m.kr. árið 2023 og hækka um 201 m.kr. á milli ára.
Rekstrarhreyfingar námu samtals 7.204 m.kr. árið 2024 samanborið við 6.180 m.kr. árið 2023. Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum árið 2024 námu 244 m.kr. til lækkunar.
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var því 6.960 m.kr. árið 2024 samanborið við 5.612 m.kr. árið 2023. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 5.801 m.kr. árið 2024 samanborið við 4.853 m.kr. árið 2023.
Árið 2024 keypti Síminn félögin Billboard og Noona Iceland sem hefur áhrif á fjárfestingarhreyfingar á árinu. Árið 2023 seldi Síminn skuldabréf sem
| Sjóðstreymi | 2024 | 2023 |
|---|---|---|
| Rekstrarhagnaður ársins | 2.875 | 2.079 |
| Afskriftir | 4.272 | 4.071 |
| Liðir sem hafa ekki áhrif á sjóðstreymi | 57 | 30 |
| Samtals rekstrarhreyfingar | 7.204 | 6.180 |
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | ( 244) | ( 568) |
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 6.960 | 5.612 |
| Innborgaðir vextir | 742 | 758 |
| Greiddir vextir | ( 1.612) | ( 947) |
| Greiddir skattar | ( 289) | ( 570) |
| Handbært fé frá rekstri | 5.801 | 4.853 |
| Fjárfestingarhreyfingar | ( 9.622) | 10.742 |
| Fjármögnunarhreyfingar | 2.851 | ( 17.468) |
| Breytingar á handbæru fé | ( 970) | ( 1.873) |
| Áhrif gengisbreytinga á handbært fé | ( 5) | ( 38) |
| Handbært fé í byrjun ársins | 1.810 | 3.721 |
| Handbært fé í lok ársins | 835 | 1.810 |
félagið fékk í tengslum við söluna á Mílu sem skýrir jákvæðar fjárfestingarhreyfingar á því tímabili.
Árið 2024 voru tekin ný langtímalán í tengslum við kaup á félögum, að fjárhæð 6 ma.kr. Árið 2023 voru fjármögnunarhreyfingar neikvæðar sem nam 17.468 m.kr. sem skýrist helst af því að hlutafé félagsins var lækkað með útgreiðslu til hluthafa sem nam tæplega 15,6 ma.kr. að teknu tilliti til eigin bréfa.
Heildareignir félagsins námu 41.182 m.kr. í lok árs 2024 en voru 33.789 m.kr. í lok árs 2023.
Vaxtaberandi skuldir að leiguskuldbindingum meðtöldum voru 17.168 m.kr. í lok árs 2024 samanborið við 10.530 m.kr. í lok árs 2023. Handbært fé í lok árs 2024 nam 835 m.kr. samanborið við 1.810 m.kr. í árslok 2023. Hreinar vaxtaberandi skuldir að teknu tilliti til útlána Símans Pay voru 13.021 m.kr. í lok árs 2024 samanborið við 5.822 m.kr. í árslok 2023.
Eigið fé félagsins nam 18.116 m.kr. í árslok 2024 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44,0%.
| Efnahagsreikningur | 31.12.2024 | 31.12.2023 | Breyting | % |
|---|---|---|---|---|
| Rekstrarfjármunir | 3.543 | 2.552 | 991 | 39% |
| Leigueignir | 1.844 | 732 | 1.112 | 152% |
| Óefnislegar eignir | 26.243 | 21.047 | 5.196 | 25% |
| Aðrar eignir | 638 | 431 | 207 | 48% |
| Fastafjármunir | 32.268 | 24.762 | 7.506 | 30% |
| Birgðir | 1.339 | 1.257 | 82 | 7% |
| Viðskiptakröfur | 2.503 | 2.279 | 224 | 10% |
| Útlán | 3.204 | 2.715 | 489 | 18% |
| Aðrar skammtímakröfur | 1.033 | 966 | 67 | 7% |
| Handbært fé | 835 | 1.810 | ( 975) | -54% |
| Veltufjármunir | 8.914 | 9.027 | ( 113) | -1% |
| Eignir samtals | 41.182 | 33.789 | 7.393 | 22% |
| Eigið fé | 18.116 | 17.600 | 516 | 3% |
| Eigið fé | 18.116 | 17.600 | 516 | 3% |
| Vaxtaberandi skuldir | 12.733 | 7.470 | 5.263 | 70% |
| Leiguskuldbindingar | 1.571 | 503 | 1.068 | 212% |
| Tekjuskattsskuldbinding | 686 | 232 | 454 | 196% |
| Langtímaskuldir | 14.990 | 8.205 | 6.785 | 83% |
| Vaxtaberandi skuldir | 2.084 | 2.281 | ( 197) | -9% |
| Viðskiptaskuldir | 3.760 | 4.261 | ( 501) | -12% |
| Næsta árs afborganir | 780 | 276 | 504 | 183% |
| Aðrar skammtímaskuldir | 1.452 | 1.166 | 286 | 25% |
| Skammtímaskuldir | 8.076 | 7.984 | 92 | 1% |
| Eigið fé og skuldir samtals | 41.182 | 33.789 | 7.393 | 22% |
Spá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir eftirtöldu:
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2025 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans https://www.siminn.is/fjarfestar/uppgjor-og-arsskyrslur.
Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni: https://www.siminn.is/fjarfestar/fjarfestakynning.
Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á [email protected] og verður þeim svarað í lok fundarins.
2 Án áhrifa afskrifta á óefnislegum eignum vegna kaupa á félögum.

| Aðalfundur 2025 | 13. mars 2025 |
|---|---|
| Uppgjör 1F 2025 | 29. apríl 2025 |
| Uppgjör 2F 2025 | 19. ágúst 2025 |
| Uppgjör 3F 2025 | 28. október 2025 |
| Ársuppgjör 2025 | 17. febrúar 2026 |
| Aðalfundur 2026 | 12. mars 2026 |
María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans ([email protected]) Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans ([email protected])
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.