AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síminn

Annual Report Feb 18, 2025

2203_10-k_2025-02-18_04be2065-9aa9-4aeb-9906-c4173b754a54.pdf

Annual Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Ársreikningur samstæðu 2024

Síminn hf. - Ármúla 25 - 108 Reykjavík - Kt. 460207-0880

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra 2-5
Áritun óháðs endurskoðanda 6 -9
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 10
Efnahagsreikningur 11
Eiginfjáryfirlit 12
Sjóðstreymisyfirlit 13
Skýringar 14 -38
Óendurskoðuð fylgiskjöl:
Stjórnarháttayfirlýsing 39 - 42
Ófjárhagslegar upplýsingar 43 - 50
Ársfjórðungsyfirlit 51

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Sögu Símans hf. má rekja til ársins 1906 og hefur félagið allar götur síðan verið grunnstoð í fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Síminn býður fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum upp á breitt framboð öruggra fjarskiptalausna sem uppfylla nýjustu kröfur hverju sinni. Þá hefur dótturfélagið Radíómiðun um árabil verið leiðandi í þróun fjarskiptalausna fyrir sjávarútveg og sérhæfðra lausna á sviði hlutaneta (e. IoT) fyrir aðrar atvinnugreinar, til að mynda fiskeldi, iðnað og flutninga.

Miðlun afþreyingarefnis og auglýsinga er annar mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og hefur efnisveitan Sjónvarp Símans Premium vaxið hratt á undanförnum árum. Vinsældir veitunnar má rekja til hágæða dagskrárgerðar, þar sem vönduð íslensk dagskrárgerð og mikið úrval af vinsælu erlendu efni kemur saman. Vegna vinsælda veitunnar, hefur sjónvarpsþjónusta Símans fest sig í sessi sem mikilvægur auglýsingamiðill á innlendum markaði. Með tilkomu Billboard (Billboard ehf. og BBI ehf.), sem bættist við samstæðuna árið 2024, hefur staða félagsins á auglýsingamarkaði styrkst enn frekar, en Billboard hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði umhverfismiðla.

Fjártækni er nýjasta tekjustoð Símans, en dótturfélagið Síminn Pay hefur á síðustu árum þróað fjölbreyttar lausnir á sviði fjártækni, sem spanna allt frá vörukaupalánum fyrir einstaklinga, til kreditkorta og rafrænna beiðna fyrir fyrirtæki. Þá gengu kaup Símans á Noona Iceland ehf. í gegn í desember 2024, en með því breikkar vöruframboð félagsins á sviði fjártækni enn frekar með lausnum á borð við tíma- og borðabókunarkerfi og afgreiðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Síminn er þjónustufyrirtæki í fremstu röð, og framtíðarsýn félagsins er að skapa stafrænt samfélag sem auðgar lífið, en í því felst metnaður félagsins til þess að þróa stafrænt vistkerfi snjallra lausna sem skapa virði fyrir fólk og fyrirtæki. Hlutverk Símans er að skapa verðmætar tengingar og gildi félagsins eru að vera skapandi, fagleg og árangursdrifin. Sjálfbærni og góðir stjórnarhættir eru hornsteinn í rekstri félagsins. Árangur Símans endurspeglast í ánægju viðskiptavina, stoltu starfsfólki og sterkri fyrirtækjamenningu, og arðbærum rekstri sem gerir félagið að eftirsóknarverðum fjárfestingarkosti.

Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga hans, samanber skýringu 16, fyrir árið 2024. Megin starfssvæði félagsins er á Íslandi.

Rekstur ársins 2024

Heildartekjur félagsins árið 2024 námu 27.832 m.kr. (2023: 25.741 m.kr). Líkt og undanfarin ár var góður vöxtur í kjarnavörum félagsins. Viðskiptavinum fjölgaði á árinu og þá einkum í farsíma- og sjónvarpsþjónustu. Ágætlega gekk að hafa stjórn á kostnaði þrátt fyrir að verðbólga hafi verið þrálát. Launakostnaður hækkaði á milli ára að hluta til vegna kostnaðar við starfslok forstjóra og tveggja framkvæmdastjóra. Kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hefur talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu þar sem umræddur kostnaður er að miklu leyti verðtryggður. Fjöldi ársverka var 311 samanborið við 299 árið áður. Rekstur Billboard er hluti af reikningsskilum félagsins frá og með 1. apríl 2024. Samþætting rekstrarins að rekstri Símans hefur gengið vel og hefur afkoma verið í takti við þær forsendur sem kynntar voru í aðdraganda kaupanna. EBITDA var 7.147 m.kr. (2023: 6.150 m.kr.) og rekstarhagnaður var 2.875 m.kr. (2023: 2.079 m.kr.). Félagið gaf út afkomuspá í febrúar 2024 þar sem EBITDA spá nam 6.400 - 6.700 m.kr., spá um rekstrarhagnað nam 2.500 - 2.800 m.kr. og spá um fjárfestingar nam 3.200 - 3.500 m.kr. Spáin var uppfærð eftir að kaupin á Billboard gengu í gegn og var uppfærð EBITDA spá 7.000 - 7.300 m.kr., uppfærð spá um rekstrarhagnað 2.700 - 3.000 m.kr. og uppfærð spá um fjárfestingar 3.300 - 3.600 m.kr. Niðurstaða ársins er því innan útgefinnar afkomuspár og var almennt í samræmi við áætlun.

Hrein fjármagnsgjöld voru 1.113 m.kr. á árinu 2024 (2023: 392 m.kr.). Vaxtatekjur á árinu 2023 innihéldu um 100 m.kr. vaxtatekjur sem tengjast ávöxtun á söluandvirði skuldabréfs sem selt var til Ardian á 1F 2023. Vaxtatekjur vegna lánastarfsemi jukust frá fyrra ári og námu 448 m.kr. (2023: 294 m.kr.). Vöxtur var í útlánum Símans Pay frá fyrra ári en þó var vöxturinn hægari en árið 2023. Vaxtagjöld félagsins hækkuðu talsvert á milli ára þar sem skuldsetning var aukin í því skyni að fjármagna ytri vöxt og til þess að fjármagna útlánavöxt. Öll fjármögnun Símans er á fljótandi vöxtum og voru grunnvextir að meðaltali hærri árið 2024 en árið 2023.

Hagnaður nam 1.381 m.kr. samanborið við 1.346 m.kr. árið 2023. Hagnaður á hlut árið 2024 var 0,54 (2023: 0,46) sem er 17% aukning.

Efnahagsreikningur

Rekstrarfjármunir voru 3.543 m.kr. í lok árs 2024 (2023: 2.552 m.kr.) og hækkun frá fyrra ári má einkum rekja til rekstrarfjármuna Billboard sem bættust við samstæðuna á árinu. Óefnislegar eignir í lok árs voru 26.243 m.kr. (2023: 21.047 m.kr.) og aukning milli ára skýrist af viðskiptavild sem myndast við yfirtöku á félögunum Billboard og Noona Iceland.

Handbært fé nam 835 m.kr. (2023: 1.810 m.kr.). Eignir námu samtals 41.182 m.kr. (2023: 33.789 m.kr.) en hækkunina má að mestu rekja til fjárfestinga í Billboard og Noona Iceland.

Hlutafé var 2.483 m.kr. í árslok (2023: 2.517 m.kr.). Á árinu keypti félagið eigin bréf að nafnvirði 135 m.kr. fyrir alls 1.424 m.kr. (2023: 296 m.kr. og 2.976 m.kr.). Hluti af kaupverði Billboard var greiddur með eigin bréfum að fjárhæð 1.000 m.kr. og var gengi hlutabréfa Símans í viðskiptunum 9,886. Eigið fé nam 18.116 m.kr. (2023: 17.600 m.kr.). Langtímaskuldir námu 14.990 m.kr. (2023: 8.205 m.kr.) en félagið tók ný lán að fjárhæð 4.500 m.kr. til þess að fjármagna kaup á Billboard og Noona Iceland. Um mitt ár stækkaði félagið skuldabréfaflokk sem er á gjalddaga árið 2026 um 1.500 m.kr. og er heildarstærð flokksins nú 3.000 m.kr. að nafnverði, en stækkunin var hluti af fjármögnun vegna yfirtöku á Billboard. Skammtímalán námu 2.084 m.kr. (2023: 2.281 m.kr.). Skuldir námu samtals 23.066 m.kr. (2023: 16.189 m.kr.).

Sjóðstreymi

Greiddir vextir námu 1.612 m.kr. á árinu 2024 (2023: 947 m.kr.). Aukningu frá fyrra ári má rekja til aukinnar skuldsetningar og að vextir voru að meðaltali hærri árið 2024 en árið 2023. Fjárfestingar voru sambærilegar á milli ára en innbyrðis skipting breyttist frá fyrra ári þar sem aukning var í fjárfestingu í rekstrarfjármunum en lækkun á fjárfestingu í sýningarréttum. Útlánaaukning varð á milli ára en ekki eins hröð og árið 2023. Fjárfestingar í dótturfélögum námu alls 5.352 m.kr. árið 2024 og tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 6.000 m.kr.

Fréttir úr starfseminni

Þann 18. janúar 2024 var tilkynnt um kaup Símans á öllu hlutafé í Billboard. Fyrirtækið starfar á auglýsingamarkaði og við kaupin styrktist þjónustuframboð Símans á því sviði enn frekar. Heildarvirði (e. enterprise value) Billboard samkvæmt kaupsamningi var 4,9 ma.kr. Billboard er hluti af rekstri félagsins frá og með 1. apríl 2024.

Þann 8. júní var undirritaður kaupsamningur um kaup Símans á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf. sem tók yfir innlendan rekstur Noona Labs ehf. Síminn Pay mun stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna ásamt því að samþætta lausnir Símans Pay og vistkerfi Noona. Samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum fékkst í desember og er Noona Iceland hluti af rekstri félagsins frá og með 1. desember 2024. Kaupverðið var að fullu greitt á árinu 2024.

Þann 27. ágúst gerði Síminn Pay samkomulag við Rapyd Europe hf. um að Síminn Pay taki yfir kortalán og greiðsludreifingar VISA og MasterCard korthafa sem sett voru á laggirnar og starfrækt af hálfu Valitor. Með þessum viðskiptum munu kortalán um 10 þúsund einstaklinga fyrir um 1.700 m.kr. færast yfir til Símans Pay, dótturfélags Símans. Heimild Samkeppniseftirlitsins fyrir viðskiptunum fékkst þann 24. janúar 2025 og hefur ferli við yfirfærslu lána verið hafið.

Í júní varð ljóst að sýningarréttur að ensku úrvalsdeildinni myndi færast til samkeppnisaðila frá og með tímabilinu 2025 - 2026.

Forstjóraskipti urðu hjá félaginu í lok ágúst. Orri Hauksson lét af störfum eftir tæplega 11 ára starf. Við starfi forstjóra tók María Björk Einarsdóttir, en hún starfaði áður sem fjármálastjóri Eimskips. Tveir framkvæmdastjórar létu af stöfum á árinu og tveir voru ráðnir.

5G uppbygging heldur áfram af krafti í samstarfi við Mílu ehf. Á árinu var 5G tækni bætt við 45 sendastaði og í árslok var alls búið að setja upp 181 5G senda. Stöðug fjölgun er á viðskiptavinum með ljósleiðara, og á árinu fjölgaði þeim um 4.700. Viðskiptavinir Sjónvarps Símans hafa aldrei verið fleiri og er Sjónvarp Símans Premium nú stærsta efnisveita landsins, hvort sem litið er til efnisframboðs í klukkustundum talið, eða fjölda áskrifenda.

Fréttir úr starfseminni, frh.:

Þróun fjártækni undir merkjum Símans Pay ehf. hélt áfram á árinu. Skráðir notendur appsins eru nú um 92 þúsund og nýta það til fjölbreyttra athafna hvort sem það er að greiða fyrir bílastæði, versla í mathöllum eða njóta góðra tilboða á vörum og þjónustu. Meginstarfsemi Símans Pay felst þó í útlánum sem námu um 3.500 m.kr. í árslok og mun lánabókin stækka enn frekar eftir yfirtöku nýs lánasafns. Útgáfa kreditkorta til einstaklinga gekk vel á árinu og voru alls um 3 þúsund kort gefin út á síðasta ári. Helsta nýjung ársins hjá Símanum Pay var útgáfa fyrirtækjakorts sem hefur fengið afar góðar viðtökur.

Síminn horfir áfram til markaðsfjármögnunar í fjármögnun félagsins. Félagið gaf fjórum sinnum út víxla árið 2024 og voru viðtökur fjárfesta góðar. Síðasta útboðinu lauk þann 27. nóvember sl. þar sem álag á 6 mánaða REIBOR var 32 punktar sem er hagfelld niðurstaða. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 stækkaði Síminn skuldabréfaflokk sem er á gjalddaga í júní 2026 um 1.500 m.kr. í tengslum við fjármögnun kaupanna á Billboard. Kjör flokksins eru 1M REIBOR að viðbættu 1,3% álagi.

Horfur ársins og óvissuþættir

Rekstur félagsins hefur verið stöðugur undanfarin ár og afkoma góð. Reiknað er með að svo verði áfram og gera afkomuspár ráð fyrir aukningu í rekstarhagnaði árið 2025 samanborið við árið 2024. Helsta óvissan í tekjuöflun félagsins snýr að missi á sýningarétti á ensku úrvalsdeildinni en félagið hefur haldið á þeim rétti undanfarin 6 ár. Óvissa í áætlunum er því meiri en undanfarin ár. Hafa þarf í huga að umræddur sýningarréttur er dýr og gera áætlanir félagsins ekki ráð fyrir neikvæðum afkomuáhrifum, þar sem möguleg neikvæð tekjuáhrif eru metin lægri en jákvæð áhrif á afskriftir. Þrátt fyrir óvissu tengda þessari breytingu, eru rekstarhorfur félagsins metnar góðar. Verðbólga fer lækkandi sem hefur jákvæð áhrif, auk þess sem kjarasamningar eru til næstu ára sem auðveldar áætlanagerð og dregur úr óvissu. Innleiðing á Billboard hefur gengið vel og rekstrarhorfur á árinu góðar.

Yfirlit yfir málarekstur sem félagið stendur í má finna í skýringu 31 og eins og fram kemur gerir félagið ekki ráð fyrir verulegum fjárhagslegum skaða vegna þeirra mála sem þar koma fram.

Vísað til skýringar 29 um helstu áhættu- og óvissuþætti.

Hlutafé og samþykktir

Hlutafé í árslok 2024 skiptist á 931 hluthafa en þeir voru 1.027 í ársbyrjun. Í árslok 2024 áttu tveir hluthafar yfir 10% af hlutafé félagsins en tíu stærstu hluthafar félagsins eru:

Nafnverð hlutafjár Eignarhlutur
í m.kr. í %
Stoðir hf. 461 17,40%
Brú Lífeyrissjóður starfs sveit 275 10,38%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild 259 9,77%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 174 6,57%
Gildi - lífeyrissjóður 149 5,62%
Birta lífeyrissjóður 93 3,51%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 89 3,36%
Stefnir - Innlend hlutabréf hs. 78 2,94%
Brú R deild 71 2,68%
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild 60 2,26%
10 stærstu hluthafar samtals 1.709 64,49%

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 14. mars 2024 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 265 m.kr. að nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar féll úr gildi sams konar heimild sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 9. mars 2023.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 500 m.kr. á árinu 2025. Óskað verður eftir áframhaldandi heimild til endurkaupa eigin bréfa fyrir allt að 10% af hlutafé.

Skráð hlutafé félagsins nam 2.650 m.kr í árslok 2024, en félagið átti eigin hluti í árslok að nafnverði 167 m.kr. Hlutaféð er í einum flokki sem skráður er í Kauphöll Íslands. Allir hlutir njóta sömu réttinda.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Símans hf. leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum og að fylgja "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja" sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út. Stjórnin hefur sett sér ítarlegar starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint sem og verksvið gagnvart forstjóra. Félagið er með skráð verðbréf í Kauphöll Íslands hf. og ber því að fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti samkvæmt reglum Kauphallarinnar sem hægt er að nálgast á vef hennar.

Í stjórn félagsins eru þrír karlar og tvær konur og uppfyllir félagið ákvæði laga um kynjahlutföll stjórnar félagsins. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja fjórir karlar og tvær konur.

Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í kaflanum stjórnarháttaryfirlýsing sem er viðauki með ársreikningnum.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Ófjárhagslegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál, sem og stefnu félagsins í mannréttindamálum, mútu- og spillingarmálum, eru birtar sem viðauki með ársreikningnum.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur samstæðunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Er það álit stjórnar og forstjóra að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar á árinu 2024, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að samstæðuársreikningurinn og skýrsla stjórnar gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar og stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri Símans hf. hafa í dag fjallað um samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík, 18. febrúar 2025.

Stjórn

Jón Sigurðsson, formaður

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Arnar Þór Másson

Bjarni Þorvarðarson Valgerður Halldórsdóttir

Forstjóri

María Björk Einarsdóttir

Til stjórnar og hluthafa Símans hf.

Áritun um endurskoðun samstæðuársreiknings

Álit

Við höfum endurskoðað samstæðuársreikning Símans hf. ("félagið") fyrir árið 2024. Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2024 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2024, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga á Íslandi.

Álitið er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar og stjórnar.

Grundvöllur álits

Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins í árituninni. Við erum óháð félaginu í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur. Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.

Samkvæmt bestu vitund okkar og skilningi lýsum við yfir að við höfum ekki veitt neina óheimila þjónustu samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014 og að við erum óháð félaginu við endurskoðunina.

Við vorum fyrst kjörin endurskoðendur á aðalfundi félagsins þann 16. apríl 2015 og höfum verið endurskoðendur félagsins samfellt síðan þá.

Lykilþættir endurskoðunar

Lykilþættir endurskoðunar eru þeir þættir, sem samkvæmt faglegu mati okkar, höfðu mest vægi við endurskoðun samstæðuársreikningsins. Við gefum ekki sérstakt álit á einstökum lykilþáttum en tókum á þeim við endurskoðun á samstæðuársreikningnum í heild og við ákvörðun um álit okkar á honum.

Lykilþáttur Endurskoðunin

Mat viðskiptavildar

Bókfært verð viðskiptavildar í árslok 2024 nam 19,8 ma. kr. og er hún stærsta einstaka eign samstæðunnar. Viðskiptavild hefur verið deilt út á þær sjóðskapandi einingar innan samstæðunnar sem hún tilheyrir. Árlega ber að framkvæma virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild og öðrum eignum sem ekki rýrna við notkun og hafa óskilgreindan líftíma.

Mat á verðmæti viðskiptavildar er einn af lykilþáttum í endurskoðun á ársreikningi samstæðunnar vegna þess hversu hátt hlutfall viðskiptavild er af heildareignum hennar og um er að ræða eign sem háð er mati stjórnenda. Mat á verðmæti viðskiptavildar byggir á væntingum stjórnenda um núvirt framtíðarsjóðstreymi sjóðskapandi eininga.

Í skýringu 15 er fjallað um virðisrýrnunarpróf sem framkvæmt var á viðskiptavild samstæðunnar í árslok og í skýringu 35.3 er fjallað um reikningsskilaaðferðir.

Við ásamt verðmatssérfræðingum okkar lögðum mat á forsendur sem stjórnendur nota við útreikning á núvirtu framtíðarsjóðstreymi fyrir hverja fjárskapandi einingu. Í þeirri vinnu fólst m.a.:

• Forsendur rekstrar- og sjóðstreymisáætlana til næstu fimm ára voru yfirfarnar. Við yfirferðina var lagt mat á forsendur um tekjur, rekstrarkostnað, framlegð og fjárfestingar fyrir spátímabilið.

• Við yfirferð á rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum er meðal annars horft til frávika frá áætlunum fyrri ára.

• Lagt var mat á forsendur fyrir áætluðum framtíðarvexti að loknu spátímabilinu.

• Reiknilíkan félagsins var yfirfarið og lagt mat á virkni þess.

• Farið var yfir ávöxtunarkröfu (WACC) sem notuð er við núvirðingu sjóðstreymis. Ávöxtunarkrafan er borin saman við fjármagnskostnað félagsins og aðrar markaðsforsendur.

• Forsendur stjórnenda voru bornar saman við ytri og innri gögn.

• Við yfirfórum skýringar í ársreikningi og staðfestum að helstu upplýsingar sem reikningsskilareglur kveða á um kæmu fram.

Tekjuskráning

Tekjuskráningarkerfi samstæðunnar skrá mikinn fjölda færslna í ýmsum kerfum. Tekjur samstæðunnar skiptast niður á farsímaþjónustu, gagnaflutninga, sjónvarpsþjónustu og vörusölu. Gerð er grein fyrir tekjuskráningu samstæðunnar í skýringu 35.4.

Skráning tekna er einn af lykilþáttum í endurskoðun á ársreikningi samstæðunnar vegna mikils fjölda af færslum í tekjuskráningarkerfum samstæðunnar.

Lykilþáttur Endurskoðunin

Endurskoðunaraðgerðir okkar miðuðu að því að leggja mat á hönnun, innleiðingu og virkni á sjálfvirkum eftirlitsþáttum með tekjuskráningu auk viðeigandi gagnaendurskoðunaraðgerða með það að markmiði að sannreyna heild og nákvæmni í tekjuskráningu og að tekjur séu skráðar á viðeigandi tímabil. Í þeirri vinnu fólst m.a.:

• Lagt var mat á þau fjárhags- og upplýsingakerfi sem notuð eru við tekjuskráningu og flæði á milli tekjukerfa og fjárhagskerfis. Einnig voru framkvæmdar prófanir á völdum sjálfvirkum eftirlitsþáttum sem eru til staðar í ferlinu.

• Skoðun á aðgangsheimildum starfsmanna í fjárhags- og upplýsingakerfum samstæðunnar.

• Skoðun á eftirlitsþáttum við reikningagerð sem eru hannaðir til að tryggja réttmæti og nákvæmni útsendra reikninga.

• Greiningaraðgerðum var beitt á væntar tekjur.

• Greiningartæki var notað við skoðun á tekjufærslum í þeim tilgangi að greina óvenjulegar færslur til frekari skoðunar.

Aðrar upplýsingar

Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru upplýsingar í ársskýrslu að undanskildum samstæðuársreikningi og áritun okkar á hann.

Álit okkar á samstæðuársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga og við staðfestum þær ekki á neinn hátt.

Í tengslum við endurskoðun okkar á samstæðuársreikningnum ber okkur að lesa aðrar upplýsingar og meta hvort þær séu í verulegu ósamræmi við samstæðuársreikninginn eða aðra þekkingu sem við höfum aflað okkur við endurskoðunina eða virðast verulega rangar. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Ársskýrslan liggur ekki fyrir við áritun okkar á samstæðuársreikninginn en við munum fá hana afhenta til yfirferðar áður en hún verður gefin út.

Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga á Íslandi og fyrir því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram samstæðuársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð samstæðuársreikningsins ber stjórn og forstjóra að leggja mat á rekstrarhæfi félagsins og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áframhaldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa félagið upp eða hætta starfsemi þess, eða hafa engan annan raunhæfan kost en að gera það.

Stjórn og forstjóri skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins

Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort samstæðuársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst áreiðanleiki en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur samstæðuársreikningsins taka á grundvelli hans.

Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni. Að auki:

  • Greinum við og metum hættu á verulegri skekkju í samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, að einhverju sé viljandi sleppt, villandi framsetningu eða að farið sé framhjá innra eftirliti.
  • Öflum við skilnings á innra eftirliti sem varðar endurskoðunina, til að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
  • Metum við hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda og tengdar skýringar séu viðeigandi.
  • Ályktum við um hvort notkun stjórnar og forstjóra á forsendu reikningsskilanna um rekstrarhæfi sé viðeigandi og metum, á grundvelli endurskoðunarinnar, hvort aðstæður séu til staðar sem valdið gætu verulegum vafa um rekstrarhæfi félagsins. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur, í áritun okkar, að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum samstæðuársreikningsins eða, ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi, að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Samt sem áður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni gert félagið órekstrarhæft.
  • Metum við framsetningu, uppbyggingu og innihald samstæðuársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum, og hvort samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum.
  • Öflum nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna varðandi fjárhagslegar upplýsingar eininga innan samstæðunnar til að geta gefið álit á samstæðuársreikningnum. Við erum ábyrg fyrir skipulagi, eftirliti og framkvæmd endurskoðunar samstæðunnar og berum óskipta ábyrgð á áritun okkar.

Við upplýsum stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal alla verulega annmarka á innra eftirliti sem við greinum við endurskoðun okkar.

Við lýsum því einnig yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og upplýsum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega talist hafa áhrif á óhæði okkar og þegar við á, til hvaða aðgerða við höfum gripið til að eyða áhættu eða varúðarráðstafanir til að bregðast við henni.

Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, leggjum við mat á hvaða þættir höfðu mesta þýðingu við endurskoðun samstæðuársreikningsins og eru því lykilþættir endurskoðunarinnar. Við lýsum þessum þáttum í áritun okkar nema lög og reglur útiloki að upplýst sé um þá eða, við einstakar mjög sjaldgæfar kringumstæður, þegar við metum að ekki skuli upplýsa um lykilþátt þar sem neikvæðar afleiðingar þess eru taldar vega þyngra en almennir hagsmunir af birtingu slíkra upplýsinga.

Áritun og staðfesting vegna annarra ákvæða laga og reglna

Áritun vegna sameiginlegs rafræns skýrslusniðs (ESEF reglur)

Í tengslum við endurskoðun okkar á samstæðuársreikningi Símans hf. framkvæmdum við aðgerðir til að geta gefið álit á því hvort samstæðuársreikningur Símans hf. fyrir árið 2024 með skráarheitið 254900X9GQZN6UGXYF10-2024-12-31-is hafi í öllum meginatriðum verið gerður í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 um sameiginleg rafræn skýrslusnið í samræmi við reglugerð ESB 2019/815 sem inniheldur skilyrði sem tengjast gerð samstæðuársreikningsins á XHTML formi og iXBRL merkingum.

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð samstæðuársreikningsins í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021. Í því felst meðal annars að útbúa samstæðuársreikninginn á XHTML formi í samræmi við ákvæði reglugerðar ESB 2019/815, um sameiginleg rafræn skýrslusnið.

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð samstæðuársreikningsins í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021. Í því felst meðal annars að útbúa samstæðuársreikninginn á XHTML formi í samræmi við ákvæði reglugerðar ESB 2019/815, um sameiginleg rafræn skýrslusnið.

Ábyrgð okkar er að afla hæfilegrar vissu, byggt á gögnum sem við höfum aflað, um hvort samstæðuársreikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við ESEF reglur og gefa út áritun með áliti okkar. Eðli, tímasetning og umfang vinnunnar byggja á mati endurskoðandans, þar á meðal mati á hættunni á að vikið sé í verulegum atriðum frá kröfum sem fram koma í ESEF reglunum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Það er álit okkar að samstæðuársreikningur Símans hf. fyrir árið 2024 með skráarheitið 254900X9GQZN6UGXYF10-2024-12-31-is sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við ESEF reglur.

Staðfesting vegna skýrslu stjórnar

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum samstæðuársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram annars staðar í ársreikningnum.

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðandi, ber ábyrgð á endurskoðun samstæðuársreikningsins og þessari áritun.

Reykjavík, 18. febrúar 2025.

KPMG ehf.

Sigríður Soffía Sigurðardóttir Díana Hilmarsdóttir

Skýr. 2024 2023
Sala 5 27.189 25.067
Kostnaðarverð sölu 6 ( 17.328) ( 16.497)
Framlegð 9.861 8.570
Aðrar rekstrartekjur 643 674
Rekstrarkostnaður 7 ( 7.629) ( 7.165)
Rekstrarhagnaður 2.875 2.079
Fjármunatekjur 734 740
Fjármagnsgjöld ( 1.841) ( 1.102)
Gengismunur ( 6) ( 30)
Hrein fjármagnsgjöld 9 ( 1.113) ( 392)
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.762 1.687
Tekjuskattur 10 ( 381) ( 341)
Hagnaður og heildarhagnaður ársins 1.381 1.346
EBITDA 7.147 6.150
Hagnaður á hlut
Grunnhagnaður á hlut 11 0,54 0,46
Þynntur hagnaður á hlut 11 0,54 0,44
Skýr. 31.12.2024 31.12.2023
Eignir Endurgert*
Fastafjármunir
Rekstrarfjármunir 13 3.543 2.552
Leigueignir 14 1.844 732
Óefnislegar eignir 15 26.243 21.047
Aðrar eignir 17 638 431
Fastafjármunir 32.268 24.762
Veltufjármunir
Birgðir 18 1.339 1.257
Viðskiptakröfur 19 2.503 2.279
Útlán 20 3.204 2.715
Aðrar skammtímakröfur 21 1.033 966
Handbært fé 835 1.810
Veltufjármunir 8.914 9.027
Eignir samtals 41.182 33.789
Eigið fé
Hlutafé 2.483 2.517
Lögbundinn varasjóður 621 629
Annað bundið eigið fé 828 570
Óráðstafað eigið fé
Eigið fé
23 14.184
18.116
13.884
17.600
Skuldir
Langtímaskuldir
Vaxtaberandi skuldir
Leiguskuldbindingar
24
25
12.733
1.571
7.470
503
Tekjuskattsskuldbinding 26 686 232
Langtímaskuldir 14.990 8.205
Skammtímaskuldir
Vaxtaberandi skuldir 2.084 2.281
Viðskiptaskuldir 27 3.760 4.261
Næsta árs afborganir langtímaskulda 24 429 0
Næsta árs afborganir leiguskuldbindinga 25 351 276
Skattar til greiðslu 255 204
Aðrar skammtímaskuldir 28 1.197 962
Skammtímaskuldir 8.076 7.984
Skuldir samtals 23.066 16.189
Eigið fé og skuldir samtals 41.182 33.789

Eiginfjáryfirlit ársins 2024

Annað
Yfirverðs Lögbundinn bundið eigið Óráðstafað Eigið fé
Hlutafé reikningur varasjóður eigið fé samtals
Eigið fé 1.1.2023 4.242 495 1.061 576 28.887 35.261
Hagnaður og heildarhagnaður ársins 1.346 1.346
Greiddur arður (0,12 á hlut) ( 499) ( 499)
Hlutafjárlækkun (
1.429)
( 357) ( 13.794) ( 15.580)
Keypt eigin bréf (
296) (
495) ( 75) ( 2.110) ( 2.976)
Fært af bundnu eigin fé (
6)
6 0
Kostnaður v/ kaupréttarsamninga 48 48
Eigið fé 31.12.2023 2.517 0 629 570 13.884 17.600
Eigið fé 1.1.2024 2.517 0 629 570 13.884 17.600
Hagnaður og heildarhagnaður ársins 1.381 1.381
Greiddur arður (0,2 á hlut) ( 500) ( 500)
Keypt eigin bréf (
135) (
899) ( 33) ( 357) ( 1.424)
Seld eigin bréf 101 899 25 ( 25) 1.000
Fært á bundið eigið fé 258 ( 258) 0
Kostnaður v/ kaupréttarsamninga 59 59
Eigið fé 31.12.2024 2.483 0 621 828 14.184 18.116

Skýringar á blaðsíðum 14 - 38 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Skýr. 2024
1.1.-31.12.
2023
1.1.-31.12.
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður samkvæmt rekstrarreikningi
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:
2.875 2.079
Afskriftir 13-15 4.272 4.071
Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna (
2)
( 18)
Aðrir liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi 59 48
7.204 6.180
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:
Birgðir, hækkun (
312)
( 80)
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, hækkun (
77)
( 173)
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) 145 ( 315)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum (
244)
( 568)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 6.960 5.612
Innborgaðir vextir 742 758
Greiddir vextir (
1.612)
( 947)
Greiddir skattar (
289)
( 570)
Handbært fé frá rekstri 5.801 4.853
Fjárfestingarhreyfingar
Fjárfesting í rekstrarfjármunum 13 (
1.146)
( 886)
Fjárfesting í óefnislegum eignum 15 (
2.549)
( 2.827)
Söluverð rekstrarfjármuna 22 42
Útlán, breyting (
597)
( 1.272)
Kaup á dótturfélögum að frádregnu handbæru fé 22 (
5.352)
0
Sala á verðbréfi 0 15.685
Fjárfestingarhreyfingar (
9.622)
10.742
Fjármögnunarhreyfingar
Greiddur arður (
499)
( 499)
Kaup eigin bréfa 23 (
1.424)
( 2.976)
Útgreitt hlutafé 0 ( 15.580)
Tekin ný langtímalán 6.000 1.500
Afborganir langtímalána 24 (
460)
0
Afborganir leiguskuldbindinga 25 (
362)
( 265)
Skammtímalán, breyting
Fjármögnunarhreyfingar
(
404)
2.851
( 352
17.468)
Lækkun á handbæru fé (
970)
( 1.873)
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé (
5)
( 38)
Handbært fé í byrjun ársins 1.810 3.721
Handbært fé í lok ársins 835 1.810

1. Starfsemi

Síminn hf. er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög á Íslandi. Höfuðstöðvar félagsins eru að Ármúla 25 í Reykjavík. Samstæðuársreikningur fyrir árið 2024 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem vísað er til í heild sem "félagsins" og til einstakra félaga sem "dótturfélaga". Dótturfélög Símans hf. eru Síminn Pay ehf., Radíómiðun ehf., Billboard ehf., BBI ehf. og Noona Iceland ehf.

Meginstarfsemi félagsins er á sviði fjarskipta, fjártækni og miðlunar.

2. Grundvöllur reikningsskilanna

2.1. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Ársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Auk þess hefur samstæðan beitt ákvæðum laga nr. 3/2006 um ársreikninga þegar ekki er kveðið á um tiltekin atriði í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, svo sem um færslur inn á bundinn hlutdeildarreikning á meðal eigin fjár og viðbótarkröfur ársreikningalaga um upplýsingagjöf. Samantekt á mikilvægum reikningsskilaaðferðum er að finna í skýringu 35.

Hægt er að nálgast ársreikninginn á vef félagsins, www. siminn.is og á vef Kauphallar Íslands: www.nasdaqomxnordic.com.

Stjórn og forstjóri félagsins samþykktu ársreikninginn og heimiluðu birtingu hans á stjórnarfundi þann 18. febrúar 2025.

2.2. Grundvöllur matsaðferða

Samstæðuársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsaðferð.

2.3. Starfrækslugjaldmiðill og framsetningargjaldmiðill

Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins og eru fjárhæðir birtar í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

2.4. Mat og ákvarðanir

Gerð samstæðuársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati.

Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í skýringu 15 um mat á endurheimtanlegum fjárhæðum fjárskapandi eininga sem innihalda viðskiptavild.

3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Við gerð ársreikningsins er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og við gerð ársreiknings félagsins fyrir árið 2023.

4. Starfsþáttayfirlit

Yfirlit um starfsþætti veitir upplýsingar um einstaka þætti í rekstri félagsins og er sett fram með sama hætti og regluleg skýrslugjöf til stjórnar félagsins.

Starfsemi félagsins skiptist í fimm starfsþætti sem selja vörur og þjónustu á mismunandi mörkuðum. Starfsþættirnir eru:

Starfsþáttur Lýsing
Farsímaþjónusta: Farsímaþjónusta innanlands og erlendis, hvort sem heldur er hefðbundin GSM þjónusta,
gervihnattaþjónusta eða önnur farsímaþjónusta.
Gagnaflutningur: Gagnaflutningsþjónusta, þ.m.t. xDSL þjónusta, GPON, Internet, IP net, heimtaugar og
Sjónvarpsþjónusta: Dreifing á sjónvarpsefni, áskrift, notkun og auglýsingar á miðlum félagsins.
Vörusala búnaðar: Sala á fjarskiptabúnaði og fylgihlutum.
Annað: Tekjur tengdar fjarskiptum, talsímaþjónustu, upplýsingatækni og fjármálum. Tekjur Billboard
ehf. eru færðar hér.
Starfsþættir 2024 Farsíma- Gagna- Sjónvarps- Vörusala
þjónusta flutningur þjónusta búnaðar Annað Samtals
Rekstrartekjur 6.858 8.277 7.905 1.734 3.058 27.832
Óskipt rekstrargjöld (
20.685)
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 7.147
Afskriftir (
4.272)
Hrein fjármagnsgjöld (
1.113)
Tekjuskattur (
381)
Hagnaður ársins 1.381
Fjárfestingar (
3.673)
Óskiptar eignir 31.12.2024 41.182
Óskiptar skuldir 31.12.2024 23.066
Starfsþættir 2023 Farsíma- Gagna- Sjónvarps- Vörusala
þjónusta flutningur þjónusta búnaðar Annað* Samtals
Rekstrartekjur 6.510 7.939 7.440 1.784 2.068 25.741
Óskipt rekstrargjöld (
19.591)
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 6.150
Afskriftir (
4.071)
Hrein fjármagnsgjöld (
392)
Tekjuskattur (
341)
Hagnaður ársins 1.346
Fjárfestingar (
3.671)
Óskiptar eignir 31.12.2023 33.789
Óskiptar skuldir 31.12.2023 16.189

* Breyting hefur verið gerð á starfsþáttayfirliti félagsins. Talsímaþjónusta hefur verið sýnd sem starfsþáttur en frá og með 2024 er Talsímaþjónusta færð undir starfsþáttinn Annað. Samanburðartölum hefur verið breytt til samræmis.

Seld þjónusta og vörur greinast þannig: 2024 2023
Sala á þjónustu 23.286 22.498
Auglýsingasala 2.009 662
Vörusala 1.894 1.907
27.189 25.067
Laun og launatengd gjöld 1.357 991
Kostnaðarverð seldrar þjónustu 10.711 10.115
Samtengigjöld 641 692
Kostnaðarverð seldra vara 1.674 1.684
Eignfærð vinna (
192)
(
121)
Afskriftir 3.137 3.136
17.328 16.497
Laun og launatengd gjöld 3.681 3.349
Markaðs- og sölukostnaður 635 609
Húsnæðis- og bifreiðakostnaður 234 347
Tölvu- og hugbúnaðarkostnaður 1.014 1.049
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 930 876
Afskriftir 1.135 935
Laun 4.142 3.545
Mótframlag í lífeyrissjóði 538 489
Önnur launatengd gjöld 358 306
5.038 4.340
Ársverk 311 299
Kostnaðarverð sölu 1.357 991
Rekstrarkostnaður 3.681 3.349
5.038 4.340

9. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: 2024 2023
Fjármunatekjur
Vaxtatekjur af bankainnistæðum og kröfum 284 444
Vaxtatekjur af útlánum 448 294
Fenginn arður 2 2
734 740
Fjármagnsgjöld
Vaxtagjöld ( 1.488) ( 898)
Vaxtagjöld vegna leiguskuldbindinga ( 113) ( 47)
Niðurfærsla útlána ( 190) ( 74)
Önnur fjármagnsgjöld ( 50) ( 83)
( 1.841) ( 1.102)
Gengismunur ( 6) ( 30)
Hrein fjármagnsgjöld ( 1.113) ( 392)

10. Skattar

Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn. Tekjuskattur vegna ársins 2024 til greiðslu á árinu 2025 nemur 248 m.kr.

Greining á virku skatthlutfalli: 2024 2023
Hagnaður fyrir skatta 1.762 1.687
Skatthlutfall 21,0% ( 370) 20,0% ( 337)
Ófrádráttarbær kostnaður 0,7% ( 12) 0,7% ( 11)
Óskattskyldar tekjur 0,0% 0 (0,1%) 2
Jöfnunargjald 0,0% 0 (0,2%) 4
Aðrar breytingar (0,1%) 1 (0,1%) 1
Skattur samkvæmt rekstrarreikningi 21,6% ( 381) 20,2% ( 341)

11. Hagnaður á hlut

Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hagnað, sem ráðstafað er til hluthafa í félaginu og vegins meðaltals hlutafjár á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut miðar við hagnað sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðaltals virkra hluta að teknu tilliti til þynningaráhrifa væntra útgefinna hluta vegna kauprétta starfsmanna.

2024 2023
Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu 1.381 1.346
Hlutafé í ársbyrjun 2.517 4.242
Áhrif keyptra eigin bréfa (
58)
(
150)
Áhrif sölu á eigin bréfum 84 0
Áhrif hlutafjárlækkunar 0 (
1.190)
Vegið meðaltal útistandandi hluta 2.543 2.902
Áhrif kaupréttarsamninga 0 167
Vegið meðaltal útistandandi hluta fyrir þynntan hagnað 2.543 3.069
Hagnaður á hlut 0,54 0,46
Þynntur hagnaður á hlut 0,54 0,44

12. Kaupréttarsamningar

Síminn hf. er með kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur og ákveðna lykilstarfsmenn byggða á samþykkt aðalfundar 2023. Kauprétturinn nemur samtals 75.000.000 hlutum í félaginu. Kauprétturinn ávinnst á þremur árum frá úthlutun. Kaupverð ræðst af meðalverði hlutabréfa hlutabréfa Símans 10 daga fyrir undirritun kaupréttarsamnings. Við grunnverð bætast vextir sem skulu samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki 4% á ári.

Síminn hf. er auk þess með kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn félagsins byggða á samþykkt aðalfundar 2023. Starfsmenn hafa rétt til að kaupa hlutabréf fyrir allt að 1,5 m.kr. á ári í samræmi við 10. grein laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og ræðst verðið af meðalverði hlutabréfa félagsins 10 daga fyrir undirritun kaupréttarsamnings. Kaupréttur nær til allra fastráðinna starfsmanna félagsins.

Í rekstrarreikningi eru gjaldfærðar 59 m.kr. vegna kaupréttarsamninga. Heildarkostnaður félagsins vegna kaupréttarsamninga á næstu 2 árum er áætlaður um 39 m.kr. byggt á reiknilíkani Black-Scholes.

Eftirfarandi kaupréttarsamningar eru í gildi í árslok. Fjöldi
hluta
Nýtingar-
ár
Kaupverð
á hlut
Útgefnir 2023 - stjórnendur og lykilstarfsmenn 52 2026 - 2029 12,44
Útgefnir 2024 - stjórnendur og lykilstarfsmenn 23 2028 - 2030 12,44
Útgefnir 2023 - starfsmenn 62 2025 - 2026 10,78
Útgefnir 2024 - starfsmenn 11 2025 - 2026 9,95
148

13. Rekstrarfjármunir

Rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Tæki,
Fjarskipta- Fasteignir búnaður
búnaður og lóðir og bifreiðar Samtals
Kostnaðarverð
Heildarverð 1.1.2023 10.251 282 893 11.426
Kaup á árinu 777 0 109 886
Selt og niðurlagt á árinu (
1.821)
0 (
174)
(
1.995)
Heildarverð 31.12.2023 9.207 282 828 10.317
Kaup á árinu 1.069 0 77 1.146
Kaup á félagi 1.040 0 145 1.185
Selt og niðurlagt á árinu (
2.071)
0 (
59)
(
2.130)
Heildarverð 31.12.2024 9.245 282 991 10.518
Afskriftir og virðisrýrnun
Afskrifað 1.1.2023 8.258 15 687 8.960
Afskriftir 703 1 73 777
Selt og niðurlagt á árinu (
1.819)
0 (
153)
(
1.972)
Afskrifað alls 31.12.2023 7.142 16 607 7.765
Afskriftir 860 0 91 951
Kaup á félagi 342 0 29 371
Selt og niðurlagt á árinu (
2.071)
0 (
41)
(
2.112)
Afskrifað alls 31.12.2024 6.273 16 686 6.975
Bókfært verð
Bókfært verð 1.1.2023 1.993 267 206 2.466
Bókfært verð 31.12.2023 2.065 266 221 2.552
Bókfært verð 31.12.2024 2.972 266 305 3.543

13. Rekstrarfjármunir, frh.:

Fasteignamat húseigna og lóða samstæðunnar nam 319 m.kr. (2023: 303 m.kr.) og brunabótamat 529 m.kr. (2023: 510 m.kr.). Búnaður félagsins er tryggður fyrir 5.943 m.kr. (2023: 6.654 m.kr.).

Afskriftir rekstrarfjármuna, leigueigna og óefnislegra eigna skiptast þannig á rekstrarliði: 2024 2023
Kostnaðarverð seldrar þjónustu 3.137 3.136
Annar rekstrarkostnaður 1.135 935
Samtals 4.272 4.071

Nýtingartími greinist á eftirfarandi hátt:

Fjarskiptabúnaður 3 - 10 ár
Fasteignir 3 - 10 ár
Tæki, búnaður og bifreiðar 3 - 10 ár

14. Leigueignir

Félagið leigir fasteignir, aðstöðu og bifreiðar. Þessir leigusamningar eru að jafnaði til 5 - 15 ára, með möguleika á endurnýjun í lok leigutímans. Flestir leigusamningar innifela viðbótar leigugreiðslur sem eru byggðar á breytingu á tilteknum vísitölum.

Leigueignir greinast á eftirfarandi hátt: Fjarskipta- Fasteignir
búnaður og lóðir Bifreiðar Samtals
Kostnaðarverð
Heildarverð 1.1.2023 240 1.577 47 1.864
Nýir samningar 0 0 18 18
Lokun á samningum 0 (
188)
( 13) ( 201)
Verðbætur af leiguskuldbindingu 0 50 1 51
Heildarverð 31.12.2023 240 1.439 53 1.732
Nýir samningar 0 1.506 21 1.527
Lokun á samningum (
64)
(
48)
( 18) ( 130)
Verðbætur af leiguskuldbindingu 0 46 1 47
Heildarverð 31.12.2024 176 2.943 57 3.176
Afskriftir
Afskrifað 1.1.2023 7 899 17 923
Afskriftir 21 232 18 271
Afskriftir færðar út 0 (
187)
( 7) ( 194)
Afskrifað alls 31.12.2023 28 944 28 1.000
Afskriftir 22 348 22 392
Afskriftir færðar út (
14)
(
31)
( 15) ( 60)
Afskrifað alls 31.12.2024 36 1.261 35 1.332
Bókfært verð 1.1.2023 233 678 30 941
Bókfært verð 31.12.2023 212 495 25 732
Bókfært verð 31.12.2024 140 1.682 22 1.844

15. Óefnislegar eignir

Óefnislegar eignir og afskriftir greinast þannig: Viðskipta- Hug- Aðrar
vild búnaður eignir Samtals
Kostnaðarverð
Heildarverð 1.1.2023 38.558 4.448 7.817 50.823
Kaup á árinu 0 711 1.237 1.948
Selt og niðurlagt á árinu 0 ( 383) 0 ( 383)
Heildarverð 31.12.2023 38.558 4.776 9.054 52.388
Kaup á árinu 0 700 1.262 1.962
Kaup á félagi 4.944 4 1.220 6.168
Selt og niðurlagt á árinu 0 ( 76) ( 1.082) ( 1.158)
Heildarverð 31.12.2024 43.502 5.404 10.454 59.360
Viðskipta- Hug- Aðrar
vild búnaður eignir Samtals
Afskriftir og virðisrýrnun
Afskrifað 1.1.2023 23.683 2.620 2.398 28.701
Afskriftir 0 573 2.450 3.023
Selt og niðurlagt á árinu 0 ( 383) 0 ( 383)
Afskrifað alls 31.12.2023 23.683 2.810 4.848 31.341
Afskriftir 0 634 2.295 2.929
Kaup á félagi 0 1 5 6
Selt og niðurlagt á árinu 0 ( 77) ( 1.082) ( 1.159)
Afskrifað alls 31.12.2024 23.683 3.368 6.066 33.117
Bókfært verð
Bókfært verð 1.1.2023 14.875 1.828 5.419 22.122
Bókfært verð 31.12.2023 14.875 1.966 4.206 21.047
Bókfært verð 31.12.2024 19.819 2.036 4.388 26.243

Nýtingartími greinist á eftirfarandi hátt:

Hugbúnaður 2 - 7 ár
Aðrar eignir 0 - 15 ár

Aðrar eignir samanstanda af vörumerki félagsins, sýningarrétti, tíðnigjöldum og öðrum óefnislegum eignum. Vörumerki félagsins er veðsett vegna lántöku félagsins.

15.1. Árlegt virðisrýrnunarpróf

Í lok reikningsárs var framkvæmt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild félagsins. Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs var endurheimtanlegt virði metið út frá nýtingarvirði þeirra fjárskapandi eininga sem viðskiptavildin tilheyrir. Viðskiptavild sem myndast hefur við kaup hefur verið útdeilt niður á viðeigandi dótturfélög sem skilgreind eru sem minnstu aðgreinanlegu fjárskapandi einingar af stjórnendum samstæðunnar.

Viðskiptavild greinist þannig niður á fjárskapandi einingar: 2024 2023
Viðskiptavild Símans hf. 14.875 14.875
Viðskiptavild Billboard ehf. 3.459 0
Viðskiptavild Noona Iceland ehf. 1.485 0
Vörumerki undir öðrum eignum 1.589 1.589

15.1. Árlegt virðisrýrnunarpróf, frh.:

Endurheimtanlegar fjárhæðir fyrir fjárskapandi einingar eru byggðar á nýtingarvirði. Við mat á nýtingarvirði er stuðst við vænt fjárstreymi sem fært hefur verið til núvirðis. Fjárstreymi var áætlað með hliðsjón að fjárhæðum í samþykktum rekstraráætlunum næstu fimm ára ásamt föstum framtíðarnafnvexti eftir spátímabilið sem stjórnendur telja að endurspegli reynslu fyrri ára, framtíðarþróun í fjarskiptum og upplýsingatækni og aðrar ytri upplýsingar. Vænt fjárstreymi er fært til núvirðis með vegnum fjármagnskostnaði (WACC) viðkomandi fjárskapandi einingar. Ávöxtunarkrafan byggir á áhættulausum vöxtum að viðbættu álagi á samsetningu fjármögnunar fyrir hverja fjárskapandi einingu þar sem byggt er á ytri og innri gögnum.

Við mat á virði vörumerkja er byggt á væntu framtíðarfjárstreymi miðað við gefnar forsendur um endingartíma og að teknu tilliti til hugsanlegra skattaáhrifa. Ávöxtunarkrafan miðar við áhættulausa vexti að viðbættu álagi vegna sérstakrar og væntrar áhættu við viðkomandi vörumerki.

Nýtingarvirði byggir á nokkrum meginforsendum sem innhalda mat stjórnenda á framtíðarhorfum viðkomandi fjárskapandi einingar þar sem stuðst er við söguleg gögn, ytri sem og innri. Forsendurnar eru eftirfarandi:

2024 2023
Síminn hf.
Langtímavöxtur 2,0% 2,0%
Vegið meðaltal tekjuvaxtar á tímabilinu 2025-2029 / 2024-2028 2,2% 2,9%
EBITDA meðalvöxtur á tímabilinu 2025-2029 / 2024-2028 0,4% 3,2%
WACC 10,6% 10,2%
Skuldsetningarhlutfall 60,7% 59,9%
Vextir 7,4% 7,1%

Billboard ehf.

Langtímavöxtur 2,0% -
Vegið meðaltal tekjuvaxtar á tímabilinu 2021-2025 / 2020-2024 3,7% -
EBITDA meðalvöxtur á tímabilinu 2021-2025 / 2020-2024 4,2% -
WACC 14,5% -
Skuldsetningarhlutfall 33,5% -
Vextir 7,4% -

Endurheimtanlegar fjárhæðir allra fjárskapandi eininga var metið hærra en eignagrunnur og því engin virðisrýrnun færð hjá félaginu.

Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs viðskiptavildar verða stjórnendur að meta ákveðnar forsendur sem notaðar eru í árlegu virðisrýrnunarprófi. Slíkt mat felur alltaf í sér ákveðna óvissu sem getur haft veruleg áhrif á útkomu prófanna ef forsendur reynast rangar. Fjárskapandi einingar félagsins eru ekki viðkvæmar fyrir breytingum á meginforsendum virðisrýrnunarprófsins og myndu raunhæfar breytingar á lykilforsendum ekki leiða til virðisrýrnunar.

16. Dótturfélög
Dótturfélög eru eftirfarandi:
Staðsetning
starfsemi
Eignarhlutur
2024
2023
Radíómiðun ehf. Ísland 100% 100%
Síminn Pay ehf. Ísland 100% 100%
Billboard ehf. Ísland 100% 0%
BBI ehf. Ísland 100% 0%
Noona Iceland ehf. Ísland 100% 0%

Skýringar

17. Aðrar eignir

Aðrar eignir greinast þannig: 2024 2023
Fjárfesting í öðrum félögum 8 8
Sjónvarpsefni til sýningar 522 240
Útlán til meira en 12 mánaða 108 183
Aðrar eignir samtals 638 431

18. Birgðir

Birgðir greinast þannig:

Vörur til endursölu og rekstrarvörubirgðir 710 639
Sjónvarpsefni til sýningar 629 618
Birgðir samtals 1.339 1.257

Vörunotkun vegna vörusölu ársins nam 1.673 m.kr. (2023: 1.711 m.kr.).

19. Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfur greinast þannig:

Viðskiptakröfur 2.617 2.357
Niðurfærsla viðskiptakrafna ( 114) ( 78)
Viðskiptakröfur samtals 2.503 2.279
Breyting á niðurfærslu viðskiptakrafna greinist þannig:
Staða í ársbyrjun ( 78) ( 84)
Breyting á niðurfærslu vegna krafna sem kunna að tapast ( 73) ( 30)
Tapaðar viðskiptakröfur á árinu 37 36
Staða í lok árs ( 114) ( 78)

Niðurfærsla hefur verið reiknuð vegna krafna sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati stjórnenda og reynslu fyrri ára. Lánsáhætta vegna viðskiptavina er lítil þar sem viðskiptamenn félagsins eru margir og ótengdir. Nánar er fjallað um áhættu vegna viðskiptakrafna í skýringu 29.

20. Útlán

Útlán félagsins samanstanda af útlánum dótturfélags Símans hf., Símans Pay ehf. Eingöngu er um að ræða útlán til einstaklinga á bilinu 1-36 mánuðir.

Útlán 31.12.2024: Brúttó
bókfært
virði
Fært meðal
langtíma
krafna
Vænt
útlánatap
Skamm
tímahluti
útlána
Léttkaup fastar greiðslur 1-36 mán 678 ( 108) ( 40) 530
Léttkort, sveigjanlegar greiðslur 2.807 0 ( 133) 2.674
3.485 ( 108) ( 173) 3.204

Útlán 31.12.2023:

1.007 ( 183) ( 64) 760
2.000 0 ( 45) 1.955
3.007 ( 183) ( 109) 2.715

Nánari upplýsingar um útlán má finna í skýringu 29.5 um áhættustýringu.

21. Aðrar skammtímakröfur

Aðrar skammtímakröfur greinast þannig: 2024 2023
Fyrirframgreiddur kostnaður 701 719
Áfallnir vextir 0 8
Aðrar skammtímakröfur 332 239
Aðrar skammtímakröfur samtals 1.033 966

22. Kaup á dótturfélögum 638000000 431000000

Þann 27. mars var undirritaður kaupsamningur um um kaup Símans á öllu hlutafé í félögunum BBI ehf., Dengsa ehf., og Billboard ehf. Fyrirtækin starfa á auglýsingamarkaði og styrkja enn frekar þjónustuframboð Símans á því sviði. Kaupverð var greitt með hlutafé í Símanum að nafnverði 101 m.kr. á genginu 9,886 og 3.848 m.kr í peningum auk kostnaðar við kaupin.

Rekstrarfjármunir 1.743
Veltufjármunir 309
Samtals eignir 2.052
Langtímaskuldir 910
Skammtímaskuldir 655
Samtals skuldir 1.565
Hrein eign 487
Kaupverð 4.893
Viðskiptavild 4.406

Þann 8. júní var undirritaður kaupsamningur um kaup Símans á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf. sem tók yfir innlendan rekstur Noona Labs ehf. Síminn Pay mun stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna ásamt því að samþætta lausnir Símans Pay og vistkerfi Noona. Samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum fékkst í desember og er Noona Iceland hluti af rekstri félagsins frá og með 1.desember 2024. Kaupverðið var að fullu greitt á árínu 2024.

Óefnislegar eignir 1.475
Hrein eign 1.475
Kaupverð 1.475

23. Eigið fé

23.1. Hlutafé

Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 2.650 m.kr. og er nafnverð hvers hlutar ein íslensk króna. Á árinu var hlutafé félagsins lækkað úr 2.775 m.kr. niður í 2.650 m.kr. Eitt atkvæði fylgir hverri krónu nafnverðs. Allir útgefnir hlutir eru greiddir að fullu. Félagið á eigin hluti að nafnverði 167 m.kr. sem færðir eru til lækkunar á eigin fé (2023: 258 m.kr.). Samkvæmt gildandi endurkaupaáætlun keypti félagið eigin bréf á árinu með það að markmiði að lækka eigið fé félagins.

23.2. Yfirverð

Yfirverð er munurinn á greiðslum í krónum sem félagið fékk við kaup, sölu og útgáfu á hlutafé og nafnverði útgefinna hluta.

23.3. Lögbundinn varasjóður

Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð.

Skýringar

23. Eigið fé, frh.:
23.4. Annað bundið eigið fé
Annað bundið eigið fé greinist þannig:
Þýðingar
munur í
dóttur-
félögum
Bundinn
hlutdeildar
reikningur
Samtals
Staða 1.1. 2023 454 122 576
Breyting ársins (
6)
(
6)
Staða 31.12.2023 454 116 570
Staða 1.1. 2024 454 116 570
Breyting ársins 258 258
Staða 31.12.2024 454 374 828

23.5. Óráðstafað eigið fé

Óráðstafað eigið fé er uppsafnaður óráðstafaður hagnaður að frádregnu ójöfnuðu tapi samstæðunnar frá stofnun móðurfélagsins, að frádregnum arðgreiðslum og millifærslum til og frá öðrum eiginfjárliðum.

24. Vaxtaberandi skuldir 2024 2023
Lán félagsins greinast á eftirfarandi hátt: Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar
Skuldir í ISK, óverðtryggðar 11,05% 13.179 9,42% 7.500
Lántökukostnaður (
17)
(
30)
Næsta árs afborganir (
429)
0
12.733 7.470
Hreyfingar á vaxtaberandi skuldum greinast á eftirfarandi hátt: 2024 2023
Staða í ársbyrjun 7.470 5.956
Kaup á dótturfélagi 138 0
Afborganir (
460)
0
Dreifing lántökukostnaðar 14 14
Tekin ný langtímalán 6.000 1.500
13.162 7.470

Afborganir vaxtaberandi skulda greinast þannig:

Til greiðslu 2025 / 2024 429 0
Til greiðslu 2026 / 2025 12.750 7.500
Heildarlán að meðtöldum næsta árs afborgunum 13.179 7.500

Í lánaskilmálum eru kvaðir um að uppfylla ákveðin fjármálahlutföll. Félagið er með tímabundna undanþágu frá lánaskilmála varðandi skuldaþekju. Skilmálinn er tímabundið utan marka vegna fjárfestingar ársins í félögum. Aðrir lánaskilmálar eru uppfylltir. Skuldir félagsins eru tryggðar með veði í vörumerki félagsins. Lán félagsins eru með framlengingarheimild til ársins 2031.

Hreyfingar á leiguskuldbindingum greinast á eftirfarandi hátt: Fjarskipta- Fasteignir
búnaður og lóðir Bifreiðar Samtals
Leiguskuldbindingar 1.1.2023 234 716 32 982
Leigugreiðslur (
28)
( 264) ( 20) ( 312)
Greiddir vextir 12 33 2 47
Nýir samningar 0 0 18 18
Lokun á samningum 0 0 ( 7) ( 7)
Verðbætur af leiguskuldbindingu 0 50 1 51
Leiguskuldbindingar 31.12.2023 218 535 26 779
Leigugreiðslur (
26)
( 426) ( 23) ( 475)
Greiddir vextir 8 103 2 113
Nýir samningar 0 1.506 21 1.527
Lokun á samningum (
52)
( 12) ( 5) ( 69)
Verðbætur af leiguskuldbindingu 0 46 1 47
Leiguskuldbindingar 31.12.2024 148 1.752 22 1.922
Leiguskuldbinding greinast á eftirfarandi hátt: 2024 2023
Til greiðslu 2025 / 2024 351 276
Til greiðslu 2026 / 2025 362 280
Til greiðslu 2027 / 2026 330 48
Til greiðslu 2028 / 2027 314 30
Til greiðslu 2029 / 2028 93 21
Afborganir síðar 472 124
Heildarleiguskuldbinding að meðtöldum næsta árs afborgunum 1.922 779
Leigugreiðslur: Fjarskipta- Fasteignir
búnaður og lóðir Bifreiðar Samtals
2024
Leigugreiðslur 26 426 23 475
Þar af:
Vaxtagjöld ( sjá skýringu 9) 8 103 2 113
Afborgun höfuðstóls 18 319 21 358
2023
Leigugreiðslur 28 264 20 312
Þar af:
Leiguskuldbindingar er flokkaðar á eftirfarandi hátt í efnahagsreikningi: 2024 2023
Langtímaskuldir 1.571 503
Skammtímaskuldir 351 276
25. Leiguskuldbindingar, frh.:
Ónúvirtar greiðslur af leiguskuldbindingum:
Leigu-
greiðslur
Vaxta-
greiðslur
Afborgun
höfuðstóls
2024
Afborgun
höfuðstóls
2023
Til greiðslu 2025 / 2024 508 157 351 276
Til greiðslu 2026 / 2025 486 124 362 280
Til greiðslu 2027 / 2026 423 93 330 48
Til greiðslu 2028 / 2027 377 63 314 30
Til greiðslu 2029 / 2028 137 44 93 21
Til greiðslu 2030 / 2029 og síðar 596 124 472 124
2.527 605 1.922 779
Áhrif leigusamninga í rekstrarreikningi eru eftirfarandi:
Afskriftir leigueigna
Vaxtagjöld leigusamninga
2024
392
113
505
2023
271
47
318
Leigugreiðslur (
475)
(
312)
Tekjur (kostnaður) vegna leigusamnninga umfram leigugreiðslur 30 6
EBITDA leiðrétt fyrir leigugreiðslum (fyrir IFRS 16) er eftirfarandi:
EBITDA samkvæmt rekstrarreikningi 7.147 6.150
Leigugreiðslur (
475)
(
312)
EBITDAaL (EBITDA eftir leigugreiðslur) 6.672 5.838

Framlengingarákvæði

Flestir leigusamningar félagsins um fasteignir fela í sér framlengingarheimildir sem því er heimilt að nýta allt að einu ári fyrir lok óuppsegjanlegs leigutímabils. Félagið leggur mat á það við upphaf leigusamnings hvort það sé talið nokkuð líklegt að það muni nýta heimildir til framlenginga. Ef verulegar breytingar verða á aðstæðum sem eru á valdi félagsins, mun það endurmeta hvort framlengingarheimildir verði nýttar.

26. Tekjuskattsskuldbinding

Hreyfingar á tekjuskattsskuldbindingu greinast á eftirfarandi hátt: 2024 2023
Tekjuskattsskuldbinding í ársbyrjun 232 89
Kaup á dóttufélagi 336 0
Tekjuskattur tímabilsins 381 346
Skattar til greiðslu á næsta ári ( 255) ( 204)
Leiðrétting frá fyrra ári ( 8) 1
Tekjuskattsskuldbinding samtals 686 232
Frestaður skattur skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins:
Rekstrarfjármunir ( 174) ( 73)
Óefnislegar eignir ( 550) ( 174)
Skammtímakröfur ( 22) ( 23)
Leigðar eignir ( 368) ( 146)
Leiguskuldbindingar 384 156
Gengismunur 3 15
Skattalegt tap 41 13
( 686) ( 232)

27. Viðskiptaskuldir

Viðskiptaskuldir greinast þannig: 2024 2023
Viðskiptaskuldir 3.190 2.980
Áfallinn kostnaður 570 1.281
Viðskiptaskuldir samtals 3.760 4.261

28. Aðrar skammtímaskuldir

Aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

Áfallinn kostnaður 587 489
Ógreidd laun og launatengd gjöld 217 159
Ógreiddur virðisaukaskattur 393 314
Aðrar skammtímaskuldir samtals 1.197 962

29. Áhættustýring

29.1. Stýring fjármögnunaráhættu

Félagið stýrir fjárhagssamsetningu þannig að tryggt sé að félög samstæðunnar séu rekstrarhæf, með það markmið að hámarka hagnað hluthafa með því að finna bestu samsetningu eigin fjár á móti skuldum. Stefna félagsins er óbreytt frá fyrra ári.

Fjárhagssamsetning félagsins samanstendur af lánum sem nánar eru upplistuð í skýringu númer 24, skammtímalánum og eigin fé sem samanstendur af útgefnu hlutafé, varasjóðum og óráðstöfuðu eigin fé.

29.2. Stýring fjárhagslegrar áhættu

Starfsemi félagsins hefur það í för með sér að rekstur, eignir, skuldir og eigið fé eru undirorpin fjárhagslegri áhættu. Sú áhætta samanstendur meðal annars af markaðsáhættu, mestmegnis tengdri gengi gjaldmiðla og vaxtastigi, lánsáhættu og lausafjáráhættu. Fjárstýring Símans veitir félögum innan samstæðunnar miðlæga fjármálaþjónustu svo sem vegna fjármögnunar, gjaldeyriskaupa, vaxtastýringar og áhættumats. Starfsemi fjárstýringar er hagað innan ramma fjárstýringarstefnu Símans sem er endurskoðuð reglulega af stjórn félagsins. Félagið tekur ekki stöðu í fjármálagerningum, þar með talið afleiddum fjármálagerningum, byggða á spákaupmennsku.

29.3. Vaxtaáhætta

Vaxtaáhætta er áhættan af því að gangvirði eða framtíðarsjóðsflæði fjármálagerninga muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Breytingar á markaðsvöxtum hafa áhrif á vaxtatekjur og vaxtagjöld í rekstrarreikningi. Lánasafn félagsins samanstendur af lánum í ISK með breytilegum vöxtum. Vaxtaberandi fjárskuldir félagsins eru hærri en vaxtaberandi fjáreignir, en vaxtaáhættan er vegna breytilegra vaxta. Áhættan liggur því í að möguleg hækkun á vöxtum leiði til hækkunar á fjármagnsliðum.

Næmnigreining á breytingum á vöxtum var gerð miðað við stöðu á fjáreignum og fjárskuldum í lok ársins. Næmnigreiningin gerir ráð fyrir að fjárhæð fjárskulda með breytilega vexti í lok árs sé eins allt árið. Miðað við 100 punkta hækkun á markaðsvöxtum og að allar aðrar forsendur séu óbreyttar þá breytist afkoma og eigið fé um 97 m.kr. eftir skatta. (2023; 43 m.kr.). Fjáreignir og fjárskuldir félagsins með fasta vexti eru ekki færðar á gangvirði og því ekki næmar fyrir breytingum á vöxtum.

29. Áhættustýring, frh.:

29.4. Gjaldmiðlaáhætta

Félagið ber stærstu áhættu gagnvart EUR og USD. Hluti af fjárfestingum félagsins er í erlendri mynt ásamt rekstrargjöldum. Að minna marki hefur gengið áhrif á rekstrartekjur félagsins. Í árslok 2024 voru engin af langtímalánum félagsins í erlendum gjaldmiðlum, eins og í árslok 2023.

Gengi helstu gjaldmiðla á árinu má sjá i eftirfarandi töflu: Meðalgengi Árslokagengi
2024 2023 2024 2023
EUR 149,3 149,1 143,9 150,5
USD 137,9 138,0 138,2 136,2

Eignir og skuldir félagsins í erlendri mynt miðað við gengi í lok árs má sjá í eftirfarandi töflu:

Eignir Skuldir
2024 2023 2024 2023
EUR 169 188 320 940
USD 35 6 371 362
Aðrir gjaldmiðlar 5 1 11 15
209 195 702 1.317

Efnahagsreikningur félagsins er ekki viðkvæmur gagnvart flökti á gengi gjaldmiðla. Næmnigreining á gengisáhættu metur áhrif flökts gengis gjaldmiðla á útistandandi fjármagnsliði miðað við gengi við lok núverandi tímabils. Gert er ráð fyrir að allar aðrar breytur séu fastar. Áhrifin að teknu tilliti til skatta á afkomu og eigið fé eru 4 m.kr. (2023: 9 m.kr) hækkun/lækkun fyrir hvert 1% í hækkun/lækkun á gengi krónunnar.

29.5. Lánsáhætta

Lánsáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi félagsins ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Áhætta félagsins gagnvart lánsáhættu er takmörkuð við fjárhagslegar eignir listaðar á efnahagsreikningi auk vissra ábyrgða. Félagið fylgist reglulega með þróun þeirra eigna sem tengjast útlánaáhættu. Viðskiptakröfur félagsins eru á hendur fjöldamörgum viðskiptavinum sem dreifast á margar starfsgreinar og landssvæði. Viðskiptakröfur eru því ekki háðar fáum stórum viðskiptavinum.

Hámarksútlánaáhætta greinist þannig: Mesta mögulega tap
2024 2023
Langtímakröfur 108 183
Viðskiptakröfur 2.617 2.357
Útlán 3.425 3.011
Aðrar skammtímakröfur 1.033 966
Handbært fé 835 1.810
Ábyrgðir 0 23
8.018 8.350

29. Áhættustýring, frh.:

29.5. Lánsáhætta, frh.:

Viðskiptakröfur:

Meirihluti viðskiptakrafna félagsins eru til greiðslu innan 90 daga. Mynduð er niðurfærsla vegna áætlaðrar virðisrýrnunar viðskiptakrafna og annarra krafna. Niðurfærslan er í meginatriðum sérstök niðurfærsla vegna einstakra viðskiptamanna og sameiginleg niðurfærsla með tilliti til aldurs krafna, sem ekki hefur verið tengd einstökum viðskiptamönnum. Sameiginlega niðurfærslan er ákveðin með tilliti til innheimtusögu sambærilegra krafna.

Eftirfarandi tafla sýnir aldursdreifingu viðskiptakrafna sem komnar eru á gjalddaga að teknu tilliti til niðurfærslu:

Nafnverð kröfu Niðurfærsla
2024 2023 2024 2023
Ógjaldfallið 1.295 1.164 36 35
Gjaldfallið innan 30 daga 1.182 1.122 20 19
Gjaldfallið fyrir 31-60 dögum 54 43 9 8
Gjaldfallið fyrir 61-180 dögum 42 16 19 7
Gjaldfallið fyrir meira en 180 dögum 44 12 30 9
2.617 2.357 114 78

Lánsáhætta vegna viðskiptavina er lítil þar sem að viðskiptamenn félagins eru margir og ótengdir. Því telja stjórnendur félagsins ekki þörf á frekari varúðarfærslum umfram hefðbundnar niðurfærslur. Undir rekstrarkostnaði voru gjaldfærðar 72 m.kr. vegna niðurfærslu krafna á árinu 2024 (2023 30 m.kr.).

Útlán:

Lánshæfismódel Símans Pay er þróað og viðhaldið í samstarfi við CreditInfo. Módelið er stöðugt í þróun og ítrun með sérfræðingum CreditInfo og utanaðkomandi sérfræðingum í útlánaeftirliti og innheimtu. Þegar viðskiptavinir sækja um lánalínu hjá Símanum Pay er lánshæfi þeirra metið út frá viðeigandi gögnum, þar á meðal launatekjum, vanskilasögu og lánshæfiseinkunn CreditInfo.

Félagið notar virðisrýrnunarlíkan við mat á væntri útlánaáhættu sem er í samræmi við kröfur IFRS 9. Félagið framkvæmir áhættumat til að meta líkur á vanefndum viðskiptavina. Einstaklingar eru flokkaðir frá A1 til E3, þar sem A1 reiknast með minnstu og E3 með mestu líkur á vanefndum. Engar tryggingar eru á bakvið lánin.

Útlán þar sem ekki mælist marktæk aukning á útlánaáhættu falla undir stig 1. Útlán þar sem mælist marktæk aukning á útlánaáhættu frá upphaflegri skráningu falla undir stig 2. Útlán sem eru í vanefndum af hálfu lántaka falla undir stig 3.

31. desember 2024

Útlán til einstaklinga: Stig 1 Stig 2 Stig 3 Samtals
Einkunn A 1.925 17 13 1.955
Einkunn B 1.002 14 13 1.029
Einkunn C 136 5 3 144
Einkunn D 102 13 16 131
Einkunn E 47 24 155 226
Brúttó staða 3.212 73 200 3.485
Vænt útlánatap (
64)
(
9)
(
100)
(
173)
Bókfærð staða 3.148 64 100 3.312

29. Áhættustýring, frh.:

29.5. Lánsáhætta, frh.:

31. desember 2023

Útlán til einstaklinga: Stig 1 Stig 2 Stig 3 Samtals
Einkunn A 1.700 35 0 1.735
Einkunn B 1.057 32 1 1.090
Einkunn C 10 0 0 10
Einkunn D 3 1 0 4
Einkunn E 0 0 168 168
Brúttó staða 2.770 68 169 3.007
Vænt útlánatap (
15)
(
1)
(
93)
(
109)
Bókfærð staða 2.755 67 76 2.898

29.6. Lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta er áhættan á því að félagið lendi í erfiðleikum við að mæta fjárhagslegum skuldbindingum sínum í náinni framtíð. Félagið mætir þessari áhættu með því að gera áætlanir um greiðslur og tryggja nægjanlega varasjóði. Eftirfarandi tafla greinir skuldbindingar félagsins eftir gjalddögum þeirra. Taflan miðar við ónúvirtar greiðslur og að greitt sé á fyrsta samningsbundna greiðsludegi. Vegið meðaltal fljótandi vaxta er 10,225% (2023: 11,1%).

Bókf. verð Innan árs 1-2 ár 2-5 ár > 5 ár Samtals
31. desember 2024
Langtímalán 13.162 3.370 11.380 14.750
Leiguskuldbindingar 1.922 508 486 937 596 2.527
Viðskiptaskuldir 4.957 4.957 4.957
Skammtímalán 2.084 2.282 2.282
22.125 11.117 11.866 937 596 24.516
31. desember 2023
Langtímalán 7.470 864 865 7.758 9.487
Leiguskuldbindingar 779 311 299 125 141 876
Viðskiptaskuldir 5.223 5.223 5.223
Skuldir við lánastofnanir 2.281 2.400 2.400
15.753 8.798 1.164 7.883 141 17.986

29.7. Gangvirði

Það er mat stjórnenda að ekki sé verulegur munur á bókfærðu virði fjáreigna og fjárskulda og gangvirði þeirra í reikningsskilunum.

30. Ábyrgðir og önnur mál

Félagið hefur lagt eignir að veði til að tryggja skuldbindingar vegna lána að fjárhæð 14 ma.kr. (2023: 11 ma.kr.) í árslok.

31. Málarekstur

Félagið stendur í málarekstri vegna mála sem snúa að túlkunum á fjarskipta-, fjölmiðla- og samkeppnislögum.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2020 að Síminn hefði brotið gegn ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015 og 20/2015 og lagði á sekt að fjárhæð 500 m.kr. sem Síminn greiddi. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og gerði kröfu um ógildingu ákvörðunarinnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála skilaði úrskurði í byrjun árs 2021 þar sem nefndin felldi úr gildi þann hluta ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem laut að meintu broti gegn 6/2015 og lækkaði sektina niður í 200 m.kr. Síminn og Samkeppniseftirlitið höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. október 2022 var að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi og gerði Samkeppniseftirlitinu að endurgreiða Símanum 200 m.kr. auk dráttarvaxta. Samkeppniseftirlitið áfrýjaði dóminum til Landsréttar. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms með dómi þann 16. febrúar 2024, um að ógilda ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í heild sinni. Samkeppniseftirlitið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og fór málflutningur fram 29. janúar 2025. Von er á niðurstöðu fyrir lok febrúarmánaðar.

Síminn og Sýn hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni. Póst- og fjarskiptastofnun (nú Fjarskiptastofa) komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum sbr. ákvörðun PFS nr. 10/2018. Lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 m.kr. sem félagið hefur þegar greitt. Síminn taldi háttsemi félagsins í fullu samræmi við ákvæði fjölmiðlalaga og höfðaði mál til ógildingar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu og ógilti ákvörðun PFS að hluta og lækkaði sektina niður í 7 m.kr. Síminn áfrýjaði málinu til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og hækkaði sektina aftur í 9 m.kr. Síminn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar en rétturinn ómerkti niðurstöðu Landsréttar og héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Héraðsdómur skilaði dómsúrlausn og staðfesti meint brot en felldi niður sektina á þeim grundvelli að lagaheimild skorti til að sekta. Í kjölfarið á ákvörðun PFS sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 ma.kr. Síminn hafnaði kröfunni og benti á að það mætti hvorki ráða af erindi Sýnar að skilyrði skaðabótaskyldu væri fyrir hendi né heldur væri gerð tilraun til að færa sönnur á ætlað tjón Sýnar. Að mati Símans var um tilhæfulausa kröfu að ræða og vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreifunar. Í framhaldinu lagði Sýn fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna og stefndi Símanum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 125 m.kr. vegna áranna 2015-2017. Síminn hafnaði málatilbúnaði Sýnar en þann 19. febrúar 2024 dæmdi héraðsdómur Símann til þess að greiða Sýn 16,5 m.kr. í skaðabætur, auk dráttarvaxta frá 7. apríl 2020. Sýn hefur áfrýjað málinu til Landsréttar. Sýn stefndi Símanum einnig til greiðslu fjárhæðar 270 m.kr. vegna áranna 2018-2019. Þann 6. janúar 2025 dæmdi héraðsdómur Símann til þess að greiða Sýn 33,9 m.kr. í skaðabætur, auk dráttarvaxta frá 22. nóvember 2022.

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að sekta Símann um 76,5 m.kr. á grundvelli þess að stofnunin taldi að Síminn hefði ekki birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun á birtingu á ætluðum innherjaupplýsingum þann 31. ágúst 2021 í tengslum við sölu á dótturfélaginu Mílu ehf. Síminn áfrýjaði málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá ákvörðuninni hnekkt en Héraðsdómur sýknaði Seðlabankann. Síminn áfrýjaði dóminum til Landsréttar. Félagið hefur greitt fjárhæðina en ekki gjaldfært í rekstri.

Fjarskiptastofa (þá PFS) og Sýn höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og gerðu kröfu um að úrskurður úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála nr. 7/2019 yrði felldur úr gildi, en úrskurður nefndarinnar fól í sér ógildingu á ákvörðun PFS nr. 27/2019 þar sem stofnunin lagði sekt að fjárhæð 9 m.kr. á Símann. Héraðsdómur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi en Fjarskiptastofa hafði gefið það út að sektarfjárhæðin yrði felld úr gildi ef úrskurðurinn yrði ógildur.

Staða eftirfarandi mála er óbreytt frá útgáfu ársreiknings 2023.

Árið 2019 sendi Gagnaveita Reykjavíkur (nú Ljósleiðarinn) Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 ma.kr. Síminn hafnaði kröfunni og benti á að það mætti ekki ráða af erindi Ljósleiðarans að skilyrði skaðabótaskyldu væri fyrir hendi. Að mati Símans er um tilhæfulausa kröfu að ræða.

Þrátt fyrir að óvissa sé um niðurstöður þessara mála er það mat stjórnenda að ekki komi til verulegra fjárútláta vegna þeirra. Félagið hefur ekki fært neinn kostnað í reikningsskil sín vegna mögulegra bóta í framangreindum málum.

32. Tengdir aðilar

Hluthafar sem hafa veruleg áhrif á starfsemi samstæðunnar, stjórnendur og stjórnarmenn og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra og félög sem þeir ráða yfir teljast til tengdra aðila. Viðskipti við tengda aðila eru óveruleg. Viðskiptum milli félaga sem innifalin eru í samstæðureikningi hefur verið eytt út í samstæðureikningi félagsins.

Laun og hlunnindi til stjórnar og stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni og eignarhlutir í félaginu greinast þannig:

Fyrir árið 2024 Laun
hlunnindi
hlunnindi
og Kaupaukar Mótframlag Fjöldi hluta
í lífeyrissjóð beinn/óbeinn
Laun og hlunnindi stjórnar og framkvæmdastjórnar
Jón Sigurðsson, formaður 11,7 1,3 461,2
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður 7,6 1,0 0,2
Arnar Þór Másson, stjórnarmaður 7,2 0,8 0,0
Bjarni Þorvarðarson, stjórnarmaður 6,5 0,9 0,0
Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður 4,9 0,6 0,0
Björk Viðarsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður 1,2 0,1 0,0
María Björk Einarsdóttir, forstjóri 18,2 2,3 0,0
Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri* 44,3 11,6 7,5 16,7
Framkvæmdastjórar** 165,0 40,6 26,3 11,7
Starfslokalaun *** 160,2 21,2 0,0
426,8 52,2 62,0 489,8

*Innifelur laun fráfarandi forstjóra í 8 mánuði ársins. Fjöldi hluta miðast við eign við starfslok.

**Framkvæmdastjórar hjá móðurfélagi yfir árið, samtals 7 aðilar.

***Laun og hlunnindi tengdum starfslokum forstjóra og tveggja framkvæmdastjóra.

Fyrir árið 2023 Laun og Kaupaukar Mótframlag Fjöldi hluta
hlunnindi í lífeyrissjóð beinn/óbeinn
Laun og hlunnindi stjórnar og framkvæmdastjórnar
Jón Sigurðsson, formaður 11,3 1,3 461,2
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður 6,3 0,9 0,2
Arnar Þór Másson, stjórnarmaður 5,9 0,7 0,0
Bjarni Þorvarðarson, stjórnarmaður 6,3 0,9 0,0
Björk Viðarsdóttir, stjórnarmaður 5,9 0,7 0,0
Orri Hauksson, forstjóri 66,0 18,9 10,9 16,7
Framkvæmdastjórar* 176,0 35,8 26,4 2,6
277,7 54,7 41,8 480,7

Lækkun á eignarhlutum stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjóra milli ára skýrist af lækkun hlutafjár sem framvæmd var á árinu. *Framkvæmdastjórar innan móðurfélags, samtals 5 aðilar.

33. Þóknun til endurskoðenda

Þóknun til endurskoðenda samstæðunnar sundurliðast þannig: 2024 2023
Endurskoðun ársreiknings og könnun ársreiknings
KPMG Íslandi 21 18
KPMG Danmörku 0 1
21 19
Önnur þóknun til endurskoðunarfyrirtækja
KPMG Íslandi 9 13
9 13
Þóknun til endurskoðenda samstæðunnar samtals 30 32

34. Atburðir eftir reikningsskiladag

Heimild Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupum á lánasafni Rapyd Europe hf. fékkst þann 24. janúar 2025 og hefur ferli við yfirfærslu lána verið hafið. Engir atburðir hafa átt sér stað eftir lok reikningsskiladags sem höfðu áhrif á ársreikninginn.

35. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

Reikningsskilaaðferðum sem er lýst hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem koma fram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni. Þeir reikningsskilastaðlar sem tóku gildi 1. janúar 2024 hafa ekki veruleg áhrif á reikningsskil félagsins.

Til að auka upplýsingagildi ársreikningsins eru skýringar við hann birtar á grundvelli þess hversu viðeigandi og mikilvægar þær eru fyrir lesandann. Það þýðir að upplýsingar sem metnar eru hvorki mikilvægar né viðeigandi fyrir notanda reikningsskilanna eru ekki birtar í skýringum.

35.1. Samstæða

Ársreikningur samstæðunnar tekur til ársreiknings móðurfélagsins og dótturfélaga þess. Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð grundvallast af því hvort fjárfestir hefur ákvörðunarvald yfir fjárfestingunni, ber áhættu eða hefur réttinn til að njóta breytilegs ávinnings vegna þátttöku í fjárfestingunni og getur með ákvörðunarvaldi haft áhrif á ávinning sinn af fjárfestingunni.

Rekstrarniðurstaða keyptra eða seldra dótturfélaga er meðtalin í samstæðurekstrarreikningi frá og með kaupdegi eða fram að söludegi eftir því sem við á. Ef við á eru gerðar leiðréttingar á reikningsskilum dótturfélaga til samræmis við reikningsskilaaðferðir samstæðunnar.

Meðal markmiða samstæðureikningsskilanna er að birta einungis tekjur, gjöld, eignir og skuldir samstæðunnar út á við og er því viðskiptum innan hennar eytt út við gerð reikningsskilanna.

35.2. Sameining félaga

Kaup á dótturfélögum eru færð samkvæmt kaupaðferð en í henni felst að eignir, skuldir og eiginfjárgerningar útgefnir af samstæðunni, sem látin eru í skiptum fyrir yfirráð í keyptu félagi, eru metnar til gangvirðis á kaupdegi. Viðskiptakostnaður tengdur kaupunum er færður í rekstrarreikningi á því tímabili sem hann fellur til.

Ef kaupin fela í sér óvissa greiðslu er eignin eða skuldin sem tengist kaupunum metin á gangvirði á kaupdegi og hluti kaupverðsins sem er umfram gangvirði eignarhluta samstæðunnar í eignum, skuldum og óvissum skuldum félaga á kaupdegi er færður sem viðskiptavild. Síðari breytingar á gangvirði slíkra eigna og skulda eru færðar til jöfnunar á kostnaði tengdum kaupunum þar sem þær uppfylla skilyrði um leiðréttingu á tímabilinu (sjá hér að neðan). Allar aðrar síðari breytingar á gangvirði óvissra eigna og skulda eru færðar í samræmi við viðeigandi IFRS staðal.

Matstímabilið er frá kaupdegi til þess dags er félagið hefur fengið fullnægjandi upplýsingar um aðstæður á kaupdegi, að hámarki 1 ár.

35.3. Viðskiptavild

Viðskiptavild sem myndast við sameiningu er færð til eignar þann dag sem félagið nær yfirráðum í keyptu félagi (á kaupdegi). Viðskiptavild er mismunur á kaupverði dótturfélags og hlutdeildar í hreinni eign þess eftir að eignir og skuldir hafa verið metnar til gangvirðis á kaupdegi. Viðskiptavildin er færð í starfsrækslugjaldmiðli keyptu einingarinnar og uppreiknuð miðað við uppgjörsgengi í lok uppgjörstímabils.

Viðskiptavild er ekki afskrifuð heldur metin árlega með tilliti til virðisrýrnunar eða oftar ef vísbending um virðisrýrnun er til staðar. Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs er viðskiptavildinni skipt niður á fjárskapandi einingar. Þær fjárskapandi einingar sem viðskiptavildinni hefur verið úthlutað á eru prófaðar með tilliti til virðisrýrnunar og ef bókfært verð er hærra en virði þeirra hefur virðisrýrnun átt sér stað. Hafi virðisrýrnun átt sér stað er viðskiptavild fyrst færð niður og síðar aðrar eignir sem tilheyra viðkomandi fjárskapandi einingu. Óheimilt er að bakfæra áður færða virðisrýrnun viðskiptavildar á síðari tímabilum.

Við sölu á dótturfélagi er fjárhæð viðskiptavildar, sem rekja má til þess, reiknuð inn í söluhagnað eða sölutap sem birt er í rekstrarreikningi.

35.4. Tekjur

Tekjur af sölu á vörum og þjónustu eru metnar á gangvirði greiðslunnar sem er móttekin eða er innheimtanleg, að frádregnum afsláttum og endurgreiðslum. Tekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar félagið hefur uppfyllt samningsskyldu sína sem er yfirleitt við afhendingu, líklegt er að endurgjaldið verði innheimt og unnt er að meta kostnað vegna sölunnar og möguleg skil á vörum á áreiðanlegan hátt.

Megintekjuflokkar félagsins eru eftirfarandi: samtengingar- og reikitekjur, mánaðargjöld, stofngjöld, línuleigur, útseld vinna, auglýsingar í sjónvarpi og notendabúnaður.

Mánaðargjöld eru tekjufærð miðað við áskriftartímabil en tekjur vegna umferðar eru færðar miðað við raunverulega notkun viðskiptavina. Tekjum vegna fyrirframgreiddrar þjónustu er frestað þar til viðskiptavinur nýtir þá þjónustu sem hann hefur greitt fyrir.

Tekjur af vörusölu eru færðar í rekstrarreikning þegar verulegur hluti áhættu og eignarhalds flyst til kaupanda.

Auglýsingatekjur í sjónvarpi eru færðar í rekstrarreikning þegar auglýsingar eru birtar. Tekjufærsla þeirra er gerð við fyrstu sýningu þrátt fyrir að sama auglýsing geti verið birt oftar en einu sinni vegna endursýninga á sjónvarpsþáttum. Sama regla gildir um kostun einstakra sjónvarpsþátta.

Tekjur af veittri þjónustu eru færðar í rekstrarreikning í hlutfalli við stöðu verks á uppgjörsdegi. Staða verks er metin með hliðsjón af vinnu sem lokið er.

35.5. Erlendir gjaldmiðlar

Ársreikningar félaga innan samstæðunnar eru gerðir í þeim gjaldmiðli sem stærstur hluti starfseminnar heyrir undir, þ.e. starfsrækslugjaldmiðli. Við gerð ársreiknings samstæðu eru ársreikningar erlendra dótturfélaga umreiknaðir í íslenskar krónur sem er starfsrækslugjaldmiðill og framsetningargjaldmiðill móðurfélagsins.

Við gerð reikningsskila hvers félags innan samstæðunnar eru viðskipti í öðrum gjaldmiðlum en starfsrækslugjaldmiðli færð á gengi hvers viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir eru færðar miðað við skráð gengi á reikningsskiladegi. Efnislegar eignir og skuldir metnar á kostnaðarverði eru færðar á upphaflegu skráðu gengi.

Við gerð samstæðuársreiknings eru eignir og skuldir erlendra félaga umreiknaðar á skráðu gengi reikningsskiladags. Tekjur og gjöld eru umreiknuð á meðalgengi ársins.

Við sölu erlendrar rekstrareiningar er uppsafnaður gengismunur tengdur rekstrareiningunni í samstæðunni færður af eigin fé í rekstrarreikning. Þýðingarmunur sem búið var að ráðstafa til minnihluta er bakfærður en ekki gjaldfærður í rekstrarreikning.

Viðskiptavild og gangvirðisbreytingar vegna kaupa á erlendri starfsemi eru færðar á skráðu gengi reikningsskiladags.

35.6. Skattamál

Gjaldfærður tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti.

Tekjuskattur til greiðslu

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Skattskyldur hagnaður getur verið annar en reikningshaldslegur hagnaður. Reiknaður tekjuskattur miðast við gildandi skatthlutfall á reikningsskiladegi á hverju skattasvæði.

Frestaður tekjuskattur

Frestaður tekjuskattur stafar af tímabundnum mismuni efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar þar sem tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Tekjuskattsskuldbinding er uppreiknuð fyrir allan tímabundinn mismun. Tekjuskattseign er uppreiknuð að því marki sem metið er að nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna viðskiptavildar sem ekki er skattalega frádráttarbær.

Frestaður tekjuskattur miðast við gildandi skatthlutfall á reikningsskiladegi.

35.6. Skattamál, frh.:

Tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbindingu er jafnað saman innan samstæðunnar þegar lagalegur réttur er til þess, þau varða tekjuskatt sem lagður er á af sömu yfirvöldum á sama fyrirtæki eða mismunandi fyrirtæki sem eru samsköttuð og gert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega.

Skattar tímabilsins

Frestaður skattur er gjaldfærður í rekstrarreikningi nema þegar hann tengist liðum meðal eigin fjár en þá er hann færður meðal eigin fjár.

35.7. Hagnaður á hlut

Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall hagnaðar, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu, og vegins meðalfjölda virkra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er reiknaður með því að leiðrétta meðalfjölda virkra hluta vegna mögulegrar þynningar vegna hluta sem gæti þurft að gefa út í samræmi við kaupréttarsamninga starfsmanna.

35.8. Rekstrarfjármunir

Eignir eru skráðar meðal rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast samstæðunni og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti.

Rekstrarfjármunir eru færðir á upphaflegu kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.

Afskriftir eru færðar á kerfisbundinn hátt á áætluðum nýtingartíma eignarinnar að teknu tilliti til vænts hrakvirðis. Afskriftaraðferð, áætlaður nýtingartími og hrakvirði er endurmetið að minnsta kosti árlega.

Hagnaður eða tap vegna sölu rekstrarfjármuna er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi og er fært í rekstrarreikning.

35.9. Óefnislegar eignir

Keyptar óefnislegar eignir

Óefnislegar eignir eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Afskriftir eru færðar á kerfisbundinn hátt á áætluðum nýtingartíma eignarinnar. Áætlaður nýtingartími er endurmetinn í lok hvers reikningsskilatímabils.

Óefnislegar eignir sem myndast við sameiningu félaga

Óefnislegar eignir sem myndast í reikningsskilum við sameiningu félaga eru aðeins færðar ef þær eru aðgreinanlegar frá viðskiptavild. Við upphaflega skráningu eru þær færðar á kostnaðarverði á kaupdegi en við síðara mat eru þær færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.

35.10. Virðisrýrnun af öðrum eignum en viðskiptavild

Á reikningsskiladegi er bókfært verð efnislegra og óefnislegra eigna yfirfarið í þeim tilgangi að kanna hvort vísbending sé um virðisrýrnun. Sé slík vísbending til staðar er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið. Endurheimtanlegt virði fjárskapandi einingar sem eignin fellur undir er metið þegar ekki er hægt að meta endurheimtanlegt virði einstakra eigna.

Óefnislegar eignir sem hafa óendanlegan líftíma eru yfirfarnar í þeim tilgangi að kanna hvort vísbending sé um virðisrýrnun.

Endurheimtanlegt virði er annað hvort gangvirði að frádregnum áætluðum sölukostnaði eða nýtingarvirði eignar, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarfjárstreymi sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta þar sem vextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir eigninni.

Sé endurheimtanlegt virði eignar metið lægra en bókfært verð er virði hennar fært niður í endurheimtanlegt virði. Tap vegna virðisrýrnunar er fært í rekstrarreikning en hafi eignin verið endurmetin kemur virðisrýrnunin fyrst til lækkunar á áður færðu endurmati.

Ef tap vegna virðisrýrnunar snýst við er bókfært verð eignarinnar hækkað aftur en þó aldrei umfram bókfært verð fyrir virðisrýrnun að teknu tilliti til afskrifta. Bakfærsla virðisrýrnunar færist í rekstrarreikning nema viðkomandi eign hafi áður verið endurmetin, en þá er hækkunin færð sem endurmatshækkun.

35.11. Birgðir

Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða söluverði hvort sem lægra reynist, að teknu tilliti til úreltra og gallaðra vara. Kostnaðarverð birgða samanstendur af kostnaði við öflun þeirra ásamt öðrum kostnaði sem fellur til við að koma birgðunum í söluhæft ástand. Söluverð er áætlað söluverð að frádregnum áætluðum sölukostnaði.

35.12. Skuldbindingar

Skuldbinding er færð þegar samstæðan ber lagalega eða líklega greiðsluskyldu vegna liðinna atburða og hægt er að meta fjárhæð hennar með áreiðanlegum hætti. Fjárhæð skuldbindingar er byggð á besta mögulega mati á skuldinni sem er fyrirliggjandi á reikningsskiladegi. Ef skuldbindingin er metin út frá áætluðu framtíðarsjóðstreymi er skuldbinding færð miðað við núvirt áætlað sjóðstreymi.

Þegar virði skuldbindingarinnar er endurheimtanlegt frá þriðja aðila er fjárhæð hennar færð til eignar.

35.13. Fjáreignir

Fjáreignir eru flokkaðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Flokkunin er ákveðin við upphaflega skráningu og fer eftir eðli og tilgangi fjáreignarinnar. Öll almenn viðskipti með fjáreignir eru skráð á viðskiptadegi. Með almennum viðskiptum er átt við kaup og sölu fjáreigna sem grundvallast af samningi eða markaðsvenjum um afhendingu eða móttöku fjáreigna innan tiltekins tíma.

Vaxtatekjur eru færðar miðað við virka vexti fyrir alla fjármálagerninga. Aðferð virkra vaxta felst í því að reiknað er endurgreiðsluvirði fjáreignar eða fjárskuldar og vaxtatekjum og vaxtagjöldum jafnað á líftímanum. Virkir vextir er sú ávöxtunarkrafa sem núvirðir áætlað sjóðstreymi eða tekjur yfir áætlaðan líftíma fjármálagernings, eða yfir styttra tímabil ef við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar eða fjárskuldarinnar í efnahagsreikningi.

Vaxtatekjur eru færðar miðað við virka vexti fyrir alla fjármálagerninga aðra en þá sem skilgreindir eru sem fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.

Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðarverði

Fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum sem ekki eru skráðar á virkum markaði. Slíkar eignir eru í upphafi færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði, nema gerningurinn sé skilgreindur á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við gangvirðisheimildina. Eftir upphaflega skráningu eru fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á. Fjáreignir samanstanda af handbæru fé, verðbréfaeign, samningum, útlánum, viðskiptakröfum og öðrum kröfum.

Virðisrýrnun fjáreigna

Á reikningsskiladegi er bókfært verð fjáreigna metið í þeim tilgangi að kanna hvort vísbending sé um virðisrýrnun. Virðisrýrnun hefur orðið ef vænt framtíðarsjóðstreymi miðað við upphaflega virka vexti er lægra en bókfært verð. Ef virðisrýrnun á ekki lengur við er hún bakfærð í rekstrarreikningi, þó aldrei umfram bókfært verð fyrir virðisrýrnun að teknu tilliti til afskrifta. Ákveðin tegund fjáreigna eins og viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til niðurfærslu. Niðurfærslan er ekki endanleg afskrift heldur er myndaður mótreikningur til að mæta hugsanlegu tapi sem kann að myndast í framtíðinni. Eignasafn fjáreigna er metið til virðisrýrnunar ef einstakar eignir eru þess eðlis að þær verði ekki metnar hver fyrir sig.

Afskráning fjáreigna

Félagið afskráir fjáreignir aðeins þegar samningsbundinn réttur til framtíðarsjóðstreymis af fjáreigninni er ekki lengur til staðar eða þegar áhættan eða ávinningurinn af fjáreigninni flyst yfir á annað félag.

35.14. Fjárskuldir

Fjárskuldir

Fjárskuldir eru flokkaðar sem aðrar fjárskuldir.

Aðrar fjárskuldir

Aðrar fjárskuldir, þar á meðal skuldir við fjármálastofnanir, viðskiptaskuldir og aðrar fjárskuldir eru upphaflega skráðar á gangvirði að frádregnum viðskiptakostnaði. Við síðara mat eru þær færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við aðferð virkra vaxta.

35.14. Fjárskuldir, frh.:

Afskráning fjárskulda

Félagið afskráir fjárskuldir eingöngu þegar skuldbinding vegna þeirra er ekki lengur til staðar. Hagnaður eða tap vegna afskráningar er fært í rekstrarreikning.

35.15. Leigusamningar

Við upphaf samnings leggur félagið mat á það hvort samningur eða hluti hans feli í sér leigusamning. Samningur er leigusamningur að hluta eða heild ef hann felur í sér afnotarétt yfir eign á tilteknu tímabili í skiptum fyrir endurgjald. Við mat á því hvort leigusamningur felur í sér afnotarétt yfir eign notar félagið skilgreiningu leigusamnings í IFRS 16.

35.15.1. Félagið sem leigutaki

Við upphaf eða breytingu á samningi sem felur í sér leiguhluta úthlutar félagið endurgjaldinu á sérhvern leiguhluta á grundvelli sjálfstæðs verðs hvers hlutar fyrir sig. Fyrir leigusamninga um fasteignir hefur félagið hins vegar kosið að aðgreina ekki leiguhluta frá öðrum hlutum samningsins og færir þá sem einn leigusamning.

Félagið færir leigueign og leiguskuld við upphaf leigusamnings. Leigueignin er upphaflega færð á kostnaðarverði, sem er upphafleg fjárhæð leiguskuldarinnar að teknu tilliti til leigugreiðslna sem hafa fallið til fyrir eða á upphafsdegi samningsins, beins kostnaðar við öflun leigueignarinnar og áætlaðs kostnaðar við að taka niður og fjarlægja eignina, eða til þess að færa eignina eða umhverfi hennar í samt horf að loknum leigusamningi, og að frádregnum leiguílvilnunum sem félagið hefur fengið.

Leigueignin er afskrifuð línulega frá upphafi til loka leigusamningsins, nema þegar eignarhald flyst yfir til félagsins í lok leigutímabilsins eða ef kostnaðarverð leigueignarinnar endurspeglar að félagið muni nýta sér kauprétt í lok leigutímabilsins. Í þeim tilfellum er leigueignin afskrifuð á nýtingartíma eignarinnar, sem er ákvarðaður með sömu aðferð og notuð er fyrir aðra fastafjármuni félagsins. Jafnframt er virði leigueignar lækkað reglubundið um sem nemur virðisrýrnun hennar, ef einhver er, og leiðrétt vegna endurmats leiguskuldarinnar.

Leiguskuld er upphaflega færð við núvirði ógreiddra leigugreiðslna á upphafsdegi leigusamningsins. Greiðslurnar eru núvirtar með því að nota innbyggða vexti leigusamningsins, séu þeir tiltækir, en annars notar félagið þá vexti sem það fær af nýju lánsfé. Að jafnaði notar félagið vexti á nýju lánsfé til núvirðingar.

Félagið ákvarðar vexti af nýju lánsfé með því að sækja vaxtaupplýsingar vegna ólíkra fjármögnunarleiða og gerir tilteknar aðlaganir til að endurspegla skilmála leigusamningsins og eiginleika eignarinnar sem er leigð.

Leigugreiðslur sem eru innfaldar í ákvörðun fjárhæðar leiguskuldar fela í sér eftirfarandi:

  • Fastar greiðslur, þar með taldar leigugreiðslur sem eru samkvæmt eðli sínu fastar;
  • Breytilegar leigugreiðslur tengdar vöxtum eða vísitölu, upphaflega áætlaðar miðað við vexti eða vísitölu á upphafsdegi;

– Fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að þurfi að greiða samkvæmt hrakvirðistryggingu; og

– Kaupverð samkvæmt kaupréttarákvæði í leigusamningi þegar félagið telur nokkuð víst að það muni nýta kaupréttinn, leigugreiðslur á valkvæðum framlengingartímabilum ef félagið er nokkuð viss um að það muni nýta framlengingarheimildir og greiðslur vegna uppsagnar leigusamnings fyrir lok leigutímans, nema félagið sé nokkuð viss um að nýta ekki uppsagnarheimildir.

Leiguskuldin er færð á afskrifuðu kostnaðarverði með því að nota aðferð virkra vaxta. Hún er endurmetin þegar breyting verður á framtíðarleigugreiðslum vegna breytinga á vísitölu eða vöxtum, ef breyting verður á mati félagsins á fjárhæð sem það væntir að verði greidd samkvæmt hrakvirðistryggingu, ef félagið breytir mati sínu á því hvort það muni nýta kaupréttarákvæði, heimildir til framlengingar eða uppsagnar leigusamnings eða þegar breyting verður á fjárhæð leigugreiðslu sem er í eðli sínu föst.

Þegar leiguskuldin er endurmetin með þessum hætti er samsvarandi leiðrétting gerð á bókfærðu verði leigueignarinnar eða leiðrétting færð í rekstrarreikning félagsins ef bókfært virði leigueignarinnar hefur verið fært niður í núll.

Skammtímaleigusamningar og leigusamningar um lágvirðiseignir

Félagið kýs að færa ekki leigueignir og leiguskuldir vegna leigusamninga um lágvirðiseignir og skammtímaleigusamninga. Félagið gjaldfærir leigugreiðslur vegna þessara leigusamninga línulega á leigutíma.

36. Nýir reikningsskilastaðlar sem ekki hafa tekið gildi

Nokkrir nýir alþjóðlegir reikningsskilastaðlar gilda um fjárhagsár sem hefjast eftir 1. janúar 2024 og heimilt er að beita fyrir gildistöku þeirra. Félagið hefur ekki innleitt nýja eða breytta reikningsskilastaðla fyrir gildistíma við gerð samstæðuársreikningsins.

Ekki er búist við að eftirfarandi nýir og breyttir reikningsskilastaðlar hafi veruleg áhrif á reikningsskil félagsins.

  • Skortur á skiptanleika gjaldmiðla (Breytingar á IAS 21)
  • Flokkun og mat fjármálagerninga (Breytingar á IFRS 9 og IFRS 7)

Umgjörð um stjórnarhætti

Stjórnarhættir hjá Símanum eru skilgreindir sem umgjörð utan um umsýslu og stjórnun fyrirtækisins og tæki til samskipta milli stjórnenda fyrirtækisins, félagsstjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila.

Stjórnarhættir Símans eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og siðareglum félagsins.

Stjórnarhættirnir fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfa 2021. Félagið hefur ekki sett sér stefnu um fjölbreytileika enn sem komið er. Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja má m.a. finna á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands, www.vi.is.

Hluthafafundur

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maí ár hvert. Hlutabréf félagsins eru rafræn og skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands, sem jafnframt hýsir hlutaskrána. Hlutaskráin er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins.

Samþykktir

Samþykktir eru hluti af stofnskjölum hlutafélaga. Samþykktir Símans geyma m.a. reglur um tilgang félagsins, hlutafé, hluthafafundi, stjórn, ársreikninga og endurskoðun.

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins skipa Jón Sigurðsson formaður, Sigrún Ragna Ólafsdóttir varaformaður stjórnar, Arnar Þór Másson, Bjarni Þorvarðarson og Valgerður Halldórsdóttir.

Jón Sigurðsson er fæddur 1978, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 21. nóvember 2019. Jón er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er forstjóri Stoða hf., en Stoðir eiga 17,40% hlutafjár í Símanum. Jón er stjórnarformaður S121 ehf., og situr í stjórn First Water hf., Bláa Lónsins hf., Blue Lagoon Skincare ehf., Sökkla eignarhaldsfélags ehf., Bjarg Invest ehf., S380 ehf., Straumnes ehf., Straumnes eignarhaldsfélags ehf., Straumnes Ráðgjafar ehf., Square ehf. og S120 ehf.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir er fædd 1963, hún var fyrst kosin í stjórn félagsins 11. mars 2021. Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1987, fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1990 og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Sigrún Ragna er sjálfstætt starfandi ráðgjafi með víðtæka stjórnunarreynslu. Hún er stjórnarformaður Stefnis hf., í stjórn Heklu hf. og Heklu fasteigna ehf. auk þess sem hún er formaður tilnefningarnefndar Festi hf. og situr í tilnefningarnefnd Eikar hf.

Bjarni Þorvarðarson er fæddur 1966, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 21. mars 2019. Bjarni lauk B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og síðar meistaragráðum í rafmagnsverkfræði frá University of Wisconsin, Madison, 1991, í alþjóðaviðskiptum frá ISG í París 1993 og fjármálafræðum frá London Business School árið 1998. Bjarni er stjórnarformaður Eikar fasteignafélags hf., Coripharma ehf., Coripharma Holding hf., Matorku ehf. og Stakrar Gulrótar ehf., og er í stjórn BKP Invest ehf. og Inning ehf.

Arnar Másson er fæddur 1971, hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 11. mars 2021. Arnar er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science. Arnar er með Diploma fyrir stjórnarmann (Board of Directors Diploma) frá International Institute for Management Development (ImD), Lausanne, Sviss. Arnar er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður. Arnar er í stjórn JBT Marel og Íslandshótela og er fulltrúi í Háskólaráði Háskóla Íslands.

Valgerður Halldórsdóttir er fædd 1985, hún var fyrst kosin í stjórn félagsins 14. mars 2024. Hún er með BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún er meðstofnandi og rekstrarstjóri (Chief Operating Officer) hugbúnaðarfyrirtækisins Rocky Road. Valgerður er í stjórn Símans Pay ehf. og Noona Iceland ehf.

Allir stjórnarmenn félagsins fyrir utan Jón Sigurðsson teljast vera óháðir félaginu, viðskiptaaðilum, samkeppnisaðilum og stórum hluthöfum. Jón Sigurðsson er óháður félaginu, viðskiptaaðilum og samkeppnisaðilum, en ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu.

Stjórn félagsins, frh.:

Af samsetningu stjórnar má sjá að Síminn uppfyllir skilyrði hlutafélagalaga um kynjakvóta. Stjórn telur að samsetning hennar hafi samræmst starfsemi og stefnu félagsins þannig að henni var kleift að sinna málefnum félagsins af skilvirkni og heilindum. Bakgrunnur og menntun stjórnarmanna er fjölbreytt. Eignarhlut stjórnarmanna í Símanum má sjá í skýringu 32. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda með þeim takmörkunum sem leiða af lögum, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Stjórnarformaður hefur tilteknu hlutverki að gegna sem mælt er fyrir um í starfsreglum stjórnar Símans og gert er ráð fyrir að hann sinni í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.

Núgildandi starfsreglur stjórnar voru samþykktar á stjórnarfundi 23. apríl 2024 og eru þær aðgengilegar á vef félagsins, www.siminn.is.

Alls voru haldnir 20 stjórnarfundir árið 2024 og mætti meirihluti stjórnar á alla fundi og tóku allir stjórnarmenn virkan þátt í störfum stjórnarinnar. Stjórn fór yfir það hvernig henni tókst að uppfylla fjárhags- og starfsáætlun fyrir liðið starfsár.

Undirnefndir Símans

Hjá Símanum starfa tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Tilnefningarnefnd er kosin af hluthöfum á aðalfundi.

Endurskoðunarnefnd

Hlutverk endurskoðunarnefndar er að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, hafa eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits og áhættustýringu félagsins, hafa eftirlit með endurskoðun samstæðureikninga og yfirfara áður en þeir eru lagðir fyrir stjórn til samþykktar. Jafnframt er hlutverk Endurskoðunarnefndar að hafa eftirlit með störfum enduskoðanda og endurskoðunarfyrirtækis ásamt því að gera tillögu um val á ytri endurskoðanda og meta óhæði hans. Endurskoðunarnefnd yfirfer á hverju ári áhættustefnu Símans og gerir athugasemdir til stjórnar ef þörf þykir. Endurskoðunarnefnd leggur mat á þörf þess að hafa innri endurskoðun að störfum fyrir félagið. Hlutverk Endurskoðunarnefndar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Kauphöllinni (OMX) og Samtökum atvinnulífsins. Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum að lágmarki. Nefndarmenn skulu búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til þess að gegna störfum sínum.

Endurskoðunarnefnd skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir formaður, Arnar Þór Másson og Bjarni Þorvarðarson. Endurskoðunarnefnd hélt 6 fundi árið 2024 og meirihluti nefndarinnar mætti á alla fundi. Endurskoðunarnefnd boðar endurskoðendur félagsins á fundi þegar tilefni er til, auk þess sem þeir mæta á stjórnarfundi vegna ársreiknings.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar voru staðfestar af stjórn þann 23. apríl 2024 og má nálgast á heimasíðu félagsins, www.siminn.is.

Starfskjaranefnd

Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Forstjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfa 2021.

Starfskjaranefnd skipa Jón Sigurðsson formaður, Arnar Þór Másson og Valgerður Halldórsdóttir. Starfskjaranefnd hélt 4 fundi árið 2024 og mætti meirihluti nefndarinnar á alla fundina.

Núgildandi starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2024. Starfsreglur starfskjaranefndar voru staðfestar af stjórn þann 23. apríl 2024. Starfskjarastefnu félagsins og starfsreglur starfskjaranefndar má nálgast á heimasíðu félagsins, www.siminn.is

Tilnefningarnefnd

Tilgangur tilnefningarnefndar félagsins að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið. Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu. Tilnefningarnefnd er kosin af hluthöfum á aðalfundi. Tilnefningarnefndina skipa Jensína K. Böðvarsdóttir formaður, Steinunn K. Þórðardóttir og Eyjólfur Árni Rafnsson. Starfsreglur tilnefningarnefndar vour staðfestar á aðalfundi Símans þann 10. mars 2020 og má nálgast á heimasíðu félagsins, www.siminn.is.

Regluvörður

Regluvörður er Eiríkur Hauksson sem er skipaður af stjórn. Regluvörður hefur umsjón með að reglum um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja sé fylgt.

Árangursmat stjórnar

Ný stjórn var kosin á aðalfundi þann 14. mars 2024 og var árangursmat stjórnar framkvæmt í desember 2024. Helstu þættir sem lagt var mat á voru: upplýsingagjöf, stefnumótun og framtíðarsýn, áhættustjórnun, störf stjórnarmanna og forstjóra. Einnig var lagt mat á starfsemi undirnefnda.

Samskipti hluthafa og stjórnar

Samskipti stjórnar við hluthafa eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd. Beini hluthafar fyrirspurnum til stjórnar félagsins skal stjórn vera tilkynnt um þær og hafa yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.

Framkvæmdastjórn Símans

María Björk Einarsdóttir, forstjóri

Forstjóri Símans er María Björk Einarsdóttir, fædd árið 1989. María hefur starfað sem forstjóri Símans síðan frá því í september 2024. Á árunum 2021-2024 starfaði hún sem fjármálastjóri Eimskips og þar áður var hún framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags (áður Almenna leigufélagið) um sjö ára bil og leiddi uppbyggingu, fjármögnun og loks sölu félagsins til nýrra eigenda árið 2021. Áður starfaði María í fjármálageiranum sem sérfræðingur á sviði sérhæfðra fjárfestinga. María hefur setið í stjórn fasteignafélagsins Kaldalóns frá árinu 2023. María er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði, með áherslu á fjármál, frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn hefur gefið. Forstjóri skal ávallt starfa af heilindum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. María Björk á kauprétt að 11.250.000 hlutum í félaginu.

Aðrir í framkvæmdastjórn:

Berglind Björg Harðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Logi Karlsson, framkvæmdatjóri tækniþróunar Óskar Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála Birkir Ágústsson, framkvæmdastjóri miðla Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og fylgni við rekstraráætlanir. Samtals eiga aðilar framkvæmdastjórnar aðrir en forstjóri kauprétti að 30 milljónum hluta í félaginu.

Innra eftirlit og áhættustýring

Áhættustefna félagsins var staðfest 27. ágúst 2024. Stefna félagsins um áhættustýringu hefur þann tilgang að viðhalda yfirsýn og viðeigandi stýringu áhættu í starfsemi Símans og dótturfélaga. Hjá hverju félagi innan samstæðunnar skal starfa öryggisráð eða sambærilegur vettvangur sem sér til þess að stefnunni sé framfylgt og að starfrækt sé stjórnskipulag áhættustýringar og samræmt áhættustýringarferli sem hentar umfangi viðkomandi fyrirtækis. Fyrirtækin skulu greina og meðhöndla áhættu í starfsemi sinni með reglubundnu áhættumati, markvissu eftirliti og aðgerðum. Stjórn og stjórnendur stýra áhættu félagsins í samræmi við áhættuvilja félagsins sem inniheldur áhættumörk sem félagið vill halda sig innan.

Til að tryggja að reikningsskil félagsins séu í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla hefur félagið lagt áherslu á vel skilgreind ábyrgðarsvið, eðlilega aðgreiningu starfa, ásamt reglulegri skýrslugjöf. Félagið útbýr mánaðarlega skýrslur þar sem einstakar rekstrareiningar eru yfirfarnar og er mikilvægur þáttur í eftirliti með afkomu og öðrum lykilþáttum starfseminnar. Mánaðarleg uppgjör eru unnin og lögð fyrir stjórn félagsins. Til staðar eru verklagsreglur til að tryggja eftirlit með tekjuskráningu, rekstrarkostnaði ásamt fleiri liðum sem hafa áhrif á rekstur félagsins.

Upplýsingar um brot á reglum sem viðeigandi eftirlits- og/eða úrskurðaraðili hefur ákvarðað

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands tók ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 76,5 m.kr. á Símann vegna þess að Síminn hafi ekki birt eins fljótt og auðið var, innherjaupplýsingar um sölu Mílu þann 31. ágúst 2023. Að mati Símans voru ekki til staðar neinar innherjaupplýsingar á þeim tíma umfram það sem áður hafði verið birt, enda hafi engin bindandi tilboð borist á þeim tíma. Héraðsdómur staðfesti niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins og hefur málinu verið áfrýjað til Landsréttar.

Gildi félagsins

Gildi Símans eru: Skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Samfélagsleg ábyrgð

Síminn er einn af stofnfélögum í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Félagið hefur sett fram sjálbærnistefnu þar sem áherslur félagsins í umhverfis, félagslegum og stjórnarháttum er lagðar. Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum haghöfum. Unnið er í samræmi við þessar áherslur á grundvelli tíu viðmiða UN Global Compact og UFS viðmiða. Gerð er árleg framvinduskýrsla um aðgerðir og árangur í sjálfbærni.

Siðareglur

Félagið vinnur eftir siðareglum sem síðast voru endurskoðaðar og samþykktar 2. ágúst 2022.

Viðskiptalíkan

Sögu Símans hf. má rekja til ársins 1906 og hefur félagið allar götur síðan verið grunnstoð í fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Síminn býður fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum upp á breitt framboð öruggra fjarskiptalausna sem uppfylla nýjustu kröfur hverju sinni. Þá hefur dótturfélagið Radíómiðun um árabil verið leiðandi í þróun fjarskiptalausna fyrir sjávarútveg og sérhæfðra lausna á sviði hlutaneta (e. IoT) fyrir aðrar atvinnugreinar, til að mynda fiskeldi, iðnað og flutninga.

Miðlun afþreyingarefnis og auglýsinga er annar mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og hefur efnisveitan Sjónvarp Símans Premium vaxið hratt á undanförnum árum. Vinsældir veitunnar má rekja til hágæða dagskrárgerðar, þar sem vönduð íslensk dagskrárgerð og mikið úrval af vinsælu erlendu efni kemur saman. Vegna vinsælda veitunnar, hefur sjónvarpsþjónusta Símans fest sig í sessi sem mikilvægur auglýsingamiðill á innlendum markaði. Með tilkomu dótturfélagsins Billboard, sem bættist við samstæðuna árið 2024, hefur staða félagsins á auglýsingamarkaði styrkt enn frekar, en Billboard hefur um langt skeið verið leiðandi fyrirtæki á sviði umhverfismiðla.

Fjártækni er nýjasta tekjustoð Símans, en dótturfélagið Síminn Pay hefur á síðustu árum þróað fjölbreyttar lausnir á sviði fjártækni, sem spanna allt frá vörukaupalánum fyrir einstaklinga, til kreditkorta og rafrænna beiðna fyrir fyrirtæki. Þá gengu kaup Símans á stafrænu þjónustunni Noona í gegn í desember 2024, en með því breikkar vöruframboð félagsins á sviði fjártækni enn frekar með lausnum á borð við tíma- og borðabókunarkerfi og afgreiðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Síminn er þjónustufyrirtæki í fremstu röð, og framtíðarsýn félagsins er að skapa stafrænt samfélag sem auðgar lífið, en í því felst metnaður félagsins til þess að þróa stafrænt vistkerfi snjallra lausna sem skapa virði fyrir fólk og fyrirtæki. Hlutverk Símans er að skapa verðmætar tengingar og gildi félagsins eru að vera skapandi, fagleg og árangursdrifin. Sjálfbærni og góðir stjórnarhættir eru hornsteinn í rekstri félagsins. Árangur Símans endurspeglast í ánægju viðskiptavina, stoltu starfsfólki og sterki fyrirtækjamenningu, og arðbærum rekstri sem gerir félagið að eftirsóknarverðum fjárfestingarkosti.

Félagið er skráð á aðallista NASDAQ OMX Iceland og er eignarhald dreift.

Stefnur félagsins m.t.t. ófjárhagslegra þátta, sjálfbærni og UFS

  • Upplýsingaöryggisstefna, uppfærð 2024
  • Upplýsingastefna, uppfærð 2022
  • Mannauðs- og mannréttindastefna, uppfærð 2022 (jafnlaunastefna skv. ÍST 85-2012 er hluti af þessari stefnu)
  • Starfskjarastefna, gefin út 2024
  • Persónuverndarstefna Símans, uppfærð 2024
  • Persónuverndarstefna Símans fyrir starfsfólk, uppfærð 2022
  • Gæðastefna (innanhúss) gefin út 2024
  • Stefna Símans gegn einelti, áreitni og ofbeldi (innanhúss) gefin út 2024
  • Innkaupastefna Símans (innanhúss), uppfærð 2023
  • Stefna Símans í sjálfbærni, uppfærð 2024
  • Siðareglur birgja, gefin út 2021
  • Starfsreglur stjórnar, uppfærðar 2024
  • Stefna Símans Pay ehf um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, gefin út 2023
  • Skýjastefna Símans, gefin út 2023
  • Gervigreindarstefna, gefin út 2024
  • Varðveislustefna Símans, gefin út 2024
  • Þjónustustefna Símans, gefin út 2024

Síminn er með allar ofangreindar stefnur til sífelldrar endurskoðunar og hefur sett fram heildstæða sjálfbærnistefnu sem tekur á umhverfis- og loftlagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum ásamt öðrum ófjárhagslegum þáttum. Í stefnunni eru skilgreindar megináhættur út frá áhættumatsgreiningu (e.materiality).

Áreiðanleikakönnunarferli félagsins með tilliti til ófjárhagslegra þátta, sjálfbærni og UFS

Í samræmi við upplýsingaöryggisstefnu, upplýsingastefnu, gæðastefnu ásamt innri ferlum og öðrum gæðakröfum, er lögð áhersla á að tryggja gæði og réttar ófjárhagslegar upplýsingar. Þá fer ytri endurskoðandi yfir skýrslu stjórnar, m.a. ófjárhagslegar upplýsingar, sem hluta af ytri endurskoðun félagsins.

Félagið hefur skilgreint megináhættur og markmið byggt á sjálfbærnistefnu til að tryggja að stefnunni sé framfylgt. Nánar er gerð grein fyrir þeim í köflunum um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Umhverfis- og loftlagsmál

Síminn gaf út sína fyrstu sjálfbærnistefnu árið 2021 sem var uppfærð árið 2024. Við val á lykilmælikvörðum (fyrir umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti) var stuðst við mikilvægisgreiningu (e. Materiality) á fjarskiptageiranum, skoðun á leiðandi erlendum fjarskiptafélögum m.t.t. UFS frammistöðu og aðlagað að starfsemi Símans. Samhliða þeirri vinnu voru helstu megináhættur endurskilgreindar og markmið endurskilgreind.

Félagið er meðvitað um þau umhverfisáhrif sem fjarskiptaiðnaðurinn hefur í för með sér enda felur reksturinn í sér auðlinda- og orkunotkun tengt notkun og förgun á búnaði og tækjum sem notuð eru í starfsemi félagsins sem og hýsingu gagna í gagnaverum.

Félagið hefur skilgreint tvo meginþætti í umhverfismálum sem tengjast starfsemi félagsins, þ.e. virðiskeðjuáhrif og notkun náttúruauðlinda og er það sýn félagsins að eftirfarandi atriði eigi við starfsemi félagsins í heild.

Félagið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi Klappa Grænna lausna hf. sem mun gefa félaginu rauntímayfirsýn yfir helstu umhverfisþætti. Verkefnið framundan er að byggja frekar undir þá innleiðingu ásamt því að auka þekkingu hjá starfsfólki Símans og undirbúa félagið t.d. fyrir sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja (CSRD).

Megináhættur:

  • Umhverfis og loftlagsáhrif í virðiskeðjunni
  • Loftlagsbreytingar
  • Ágangur á náttúruauðlindir

Markmið:

  • Endurvinna allan nothæfan búnað sem viðskiptavinir skila
  • Auka hlutfall búnaðs sem viðskiptavinir koma með í endurvinnslu til okkar í gegnum nýttu notað ferlið
  • Vinna með birgjunum okkar að umbúðir séu endurvinnanlegar

Árangur:

• Greining stærstu birgja m.t.t. loftlagsáhættu hefur farið fram. Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfis Klappa er lokið, í framhaldinu munu stærstu birgjar Símans fá sent staðlað birgjamat.

• Heildarlosun félagsins af starfsemi hefur minnkað á milli ára en sérstök áhersla hefur verið lögð á vistvænni samgöngur til og frá vinnu, minni matarsóun, aukna flokkun sorps, vistvænni breytingar á húsnæði ásamt því að félagið rekur fleiri rafmagnsbíla en áður.

Félagslegir þættir

Áherslur félagsins í félagslegum þáttum eru nátengdar áherslum félagsins í sjálfbærni- og mannréttindamálum. Í þeirri stafrænu umbreytingu sem samfélagið er að ganga í gegnum liggja tækifæri fyrir félagið að vera hreyfiafl til góðra verka.

Félagið er með virka mannauðs- og mannréttindastefnu sem stuðla á að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni, trúabrögðum eða lífsstíl. Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í lok árs 2018, fyrst íslenskra fjarskiptafélaga. Árið 2019 tók Síminn þátt í Jafnréttisvísi Capacent sem leiddi til ýmissa umbótaverkefna á sviði jafnréttismála og stefnir félagið á að jafna kynjahlutföll í öllum skipulagseiningum félagsins sem og í stjórnendahópi félagsins. Árið 2021 gaf félagið út Samskiptasáttmála sem á að vera starfsfólki leiðarljós í samskiptum sín á milli.

Síminn á í formlegu samstarfi með Vertonet, HR og Stelpur og tækni sem hafa það að markmiði að auka hlut kvenna og kvára í upplýsingtækni. Tilgangurinn er að fjölga konum og kvárum sem útskrifast úr tæknigreinum. Síminn er einnig styrktaraðili Vertonets og átaksverkefnis þeirra um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingastækni

Síminn gerðist aðili að jafnvægisvog FKA þar sem megin tilgangurinn er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Hjá félaginu er starfrækt Vinnuverndar- og brunavarnarráð. Það tekur m.a. þátt í gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, vinnur að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum. Með stefnu félagsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi og meðfylgjandi viðbragðsáætlun er unnið að því að tryggja sálfélagslegt öryggi starfsfólks í vinnu. Kappkostað er að tryggja ánægju og vellíðan starfsfólks auk þess sem lögð er áhersla á fræðslu og þjálfun. Reglulega eru framkvæmdar vinnustaðakannanir til að mæla líðan á vinnustað og starsfánægju.

Félagslegir þættir, frh.:

Síminn og dótturfélög styðja við og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda í samræmi við innlend lög sem og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í allri starfsemi félagsins. Samstæðan virðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tekur skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum svo sem nauðungar- og þrælkunarvinnu, þar með talinni barnaþrælkun, stuðla að virðingu í samskiptum, tryggja vellíðan og aukin lífsgæði jafnt innan sem og utan félagsins.

Megináhættur:

  • Vellíðan og velferð starfsfólks
  • Heilsa og öryggi starfsfólks og verktaka
  • Mannréttindi í virðiskeðjunni
  • Launajafnrétti
  • Samskipti við nærsamfélagið

Markmið:

  • Síminn hefur það markmið að launamunur milli kynja sé undir 1,0
  • Jafna hlutfall kynja í stjórnendahlutverkum
  • Vinna markvisst að auknum hlut kvenna í upplýsingatækni innan fyrirtækisins sem utan

Árangur:

  • Launamunur kynja er 1,11 (1,15 2023) karlmönnum í hag
  • Markmið félagsins að jafna kynjahlutföll hefur ekki náðst
  • Jafnlaunavottun var endurnýjuð á árinu samkvæmt ÍST 85:2012 staðli og kröfum Jafnréttisstofu
  • Styrkir veittir til fimm ungra kvenna og kvára til náms í Háskólanum í Reykjavík með það að markmiðið að fjölga konum í tækni
  • Haldnir voru nokkrir viðburðir innan Símans fyrir stelpur og stálp á grunnskólaaldri með það markmiði að vekja áhuga þeirra á tæknitengdum störfum

Stjórnarhættir

Síminn leggur áherslu á góða forystu og stjórnarhætti og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfu frá árinu 2021.

Stjórnarhættir hjá Símanum eru einnig markaðir af lögum nr.2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar, siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.

Siðareglur Símans eru starfsfólki leiðarljós hvað varðar hugsanlega hagsmunaárekstra, mútugreiðslur, trúnað og meðferð viðkvæmra upplýsinga sem og fylgni við gildandi lög og reglur á hverjum tíma.

Eitt af lykilatriðum í rekstri Símans er að tryggja öryggi þeirra gagna og upplýsinga sem félagið vinnur með. Síminn er með virka upplýsingaöryggisstefnu sem styður við samfelldan rekstur og þjónustur og lágmarkar þannig rekstraráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga og verðmæta í eigu eða umsjón félagsins. Síminn rekur vottað upplýsingaöryggiskerfi en félagið hlaut vottun BSI samkvæmt ISO/IEC 27001:2013 staðlinum árið 2016.

Gildandi upplýsingastefna Símans tekur mið af reglum Kauphallar – Nasdaq Iceland. Með stefnunni er lögð áhersla á að veita hagsmunaaðilum áreiðanlegar upplýsingar sem skipta máli er varða starfsemi félagsins, sem skráðs félags á íslenskum hlutabréfamarkaði í Kauphöll - Nasdaq Iceland.

Netöryggi er órjúfanlegur þáttur í starfsemi Símans og eru vernd gagna og persónuupplýsinga því ávallt í fyrirrúmi. Síminn er með virka upplýsingaöryggisstefnu sem styður við samfelldan rekstur og þjónustu. Með vottuðu upplýsingaöryggiskerfi lágmarkar Síminn rekstraráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga í eigu eða umsjón félagsins. Með virkri persónuverndarstefnu leggur Síminn jafnframt áherslu á að gæta friðhelgi einkalífs, jafnt starfsfólks sem og viðskiptavina. Lögð er áhersla á að gæta að málefnalegri, áreiðanlegri og gagnsærri meðferð persónuupplýsinga um viðskiptavini, starfsfólk og aðra sem persónuverndarupplýsingar varðar, í samræmi við persónuverndarlög hverju sinni. Hjá félaginu starfar persónuverndarfulltrúi sem hefur eftirlit með því að félagið uppfylli lagaskyldur sínar.

Stjórnarhættir, frh.:

Síminn setti sér verklagsreglur á árinu 2022 um vernd uppljóstrara. Reglurnar voru settar á grundvelli 5. gr. laga um vernd uppljóstrara nr. 40/2020. Reglunum er meðal annars ætlað að stuðla að því að starfsfólk geti upplýst um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi sem kann að eiga sér stað hjá félaginu og stuðla þannig að ábyrgum stjórnarháttum.

Síminn leggur áherslu á að viðhalda góðum samskiptum við lykil haghafa með opnum samtölum um þróun, tækifæri og sjálfbærnitengdar áhættur.

Megináhættur:

  • Gagnaöryggi, gæðamál og óhæði stjórnar
  • Að birgjar félagsins hugi ekki að gagnaöryggi og persónuvernd.

Markmið:

  • Ljúka gloppugreiningu byggða á niðurstöðum tvöfaldrar mikilvægisgreiningar tli að greina lykilþætti sjálfbærni í rekstri Símans
  • Setja fram markmið og áætlun um kolefnishlutleysi fyrirtækisins
  • Innleiða ESRS staðlana í umhverfisstjórnunarkerfi Símans
  • Framkvæma birgjamat

Árangur:

Árangur ársins 2024 var: Að innleiða ESRS staðla í umhverfisstjórnunararkerfi Símans en innleiðing var ekki lögleidd á árinu eins og búist hafði verið við. Einnig voru markmið um upplýsingagjöf sem náðist.

Tvíátta mikilvægisgreining

Á árinu 2024 var lögð áhersla á að auka þekkingu á sjálfbærni í tengslum við starfsemi félagsins. Framkvæmd var tvíátta mikilvægigreining en hún felur í sér ítarlega greiningu á áhrifum sjálfbærniþátta á starfsemi samstæðunnar sem og áhrifum virðiskeðju samstæðunnar á umhverfið og samfélagið. Áhrif eru metin með því skoða hvernig sjálfbærniþættir eins og loftlagsmál, félagsleg ábyrgð og siðferðisleg viðmið hafa, eða geta haft, bein áhrif á rekstur, hagnað og langtímahorfur samstæðunnar. Áhrif á umhverfi og samfélag felast aftur á móti í greiningu á því hvernig starfsemi Símans og dótturfélaga hefur áhrif á umhverfið, samfélagið sem við störfum í og viðskiptavini.

Vinnan er mikilvægur þáttur í skuldbindingu Símans til að efla samfélagslega ábyrgð og stuðla að sjálfbærni í starfseminni. Niðurstöður lágu fyrir í janúar árið 2025 og munu næstu skref verða að framkvæma gloppugreiningu sem byggir á niðurstöðu greiningarinnar.

Eftirfarandi yfirflokkar ESRS teljast mikilvægir fyrir samstæðu Símans:

ESRS E1: Loftslagsbreytingar ESRS E5: Hringrásarhagkerfi ESRS S1: Starfsfólk ESRS S4: Neytendur og endanotendur ESRS G1: Stjórnarhættir

Frekari umfjöllun um tvíátta mikilvægisgreiningu verður í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2024.

Upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins

Kröfur um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni hafa aukist verulega síðustu ár. Með lögum nr. 25/2023 (ESB 2020/852) sem samþykkt voru á Alþingi í maí 2023 og tóku gildi 1.júní 2023 er félögum sem falla undir gildissvið laganna gert að innleiða flokkunarkerfi ESB og veita upplýsingar um flokkunarkerfið í ársreikningi 2023. Upplýsa þarf um hlutfall veltu, rekstrarkostnaðar og fjárfestinga sem uppfylla skilyrði um að vera umhverfislega sjálfbær í samræmi við viðmið regluverksins. Til þess að fyrirtæki geti talist umhverfislega sjálfbær í skilningi reglugerðarinnar þurfa þau að uppfylla viðmið um umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi skv. 3.gr. reglugerðarinnar. Í fyrsta lagi þarf framlag atvinnustarfseminnar að stuðla verulega að einu af sex umhverfismarkmiðum, á sama tíma má hún ekki valda umtalsverðu tjóni á einu eða fleiri af markmiðum reglugerðarinnar. Hún þarf að hlíta tæknilegum matsviðmiðum en, einnig bera að veita upplýsingar um lágmarksverndarráðstafanir í eftirfarandi málaflokkum: Mannréttindi, Spilling og mútuþægni, skattamál og samkeppnismál.

Lágmarksverndarráðstafanir

Eitt af grunnskilyrðum þess að starfsemi Símans geti talist umhverfislega sjálfbær er að félagið uppfylli fullnægjandi lágmarksverndarráðstafanir (e. minimum safeguards) í samræmi við 18.gr. flokkunarreglugerðarinnar (8. gr. reglugerðar Evrópusambandsins (ESB) 2020/852). Með því að standast kröfur um lágmarksverndarráðstafanir sýnir félagið fram á að umhverfismarkmiðum sé uppfyllt ásamt fylgni þess við alþjóðlegar laga- og leiðbeiningakröfur OECD og Sameinuðu þjóðanna um félagsleg viðmið.

Mannréttindi

Síminn er með virka mannauðs- og mannréttindastefnu sem stuðlar að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks. Síminn hefur stefnu um persónuvernd og hefur sett fram verklagsreglur um vernd uppljóstrara. Við gerð verklagsreglna og stefnumótunar er horft til reglna OECD og leiðbeininga Sameinuðu þjóðanna.

Spilling og mútuþægni

Starfsfólk skal gæta réttsýni og löghlýðni í hvívetna, í siðareglum Símans er farið yfir mál er varða spillingu og mútuþægni. Þá er tekið á þessum atriðum í siðareglum birgja.

Skattamál

Félagið hefur sett sér formlegra skattastefnu þar sem sett er fram formleg ábyrgð, skilgreind eftirlitshlutverk og skýrslugjöf. Síminn leggur ríka áherslu á að haga skattamálum í samræmi við lög, reglur og siðferði.

Samkeppnismál

Félagið hefur starfað eftir samkeppnisréttaráætlun frá árinu 2011. Í siðareglum Símans er tekið á því að starfsfólk skuli gæta réttsýni og löghlýðni í hvívetna. Í því felst m.a. að allt starfsfólk skuli í störfum sínum þekkja og virða meginreglur samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sé hún fyrir hendi, og samrunareglur. Starfsfólk skal í þessu skyni kynna sér þau gögn sem eru hluti af Samkeppnisréttaráætlun, nýta þau í störfum sínum og sækja námskeið sem eru hluti af áætluninni (sjá samkeppnisréttaráætlun félagsins). Síminn hefur ekki gerst brotlegur við lög eða reglur á sviði samkeppnismála.

Hæf starfsemi

Kjarnastarfsemi Símans er fjarskipti, fjártækni og miðlun. Á þessum tímapunkti hefur Evrópusambandið ekki skilgreint atvinnustarfsemi Símans (fjarskipti) sem gjaldgenga starfsemi og því ekki hægt að meta hlutfall gjaldgengrar starfsemi né hlutfall þess sem uppfyllir tæknilegu matsviðmiðin. Hluti af fjarskiptastarfsemi sem snýr að sítengingu mæla og annara nema (IOT) gæti fallið undir lið 8.2 í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2021/2139 sem snýr að tölvuforritun, ráðgjöf og tengdri starfsemi sem er kóði J62 í atvinnugreinaflokkun ESB en umfang þess er óverulegt innan félagsins. Hluti af afþreyingarstarfseminni fellur undir lið 8.3 sjónvarpssendingar og dagskrárgerð. Ekki er talið að hluti 13.3 sem snýr að útgáfustarfsemi á sviði framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis eigi við þar sem félagið er kaupandi á framleiðslunni en ekki eigandi þess.

EU Taxonomy

Velta Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt framlag
("Veldur ekki verulegu tjóni")
Atvinnustarfsemi (1)
me
r (
2)
He
ild
ar
ve
lta
(3
)
Hl
ut
fa
ll v
elt
u (
4)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(5
)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(6
)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(7)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
8)
M
en
gu
n (
9)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(10
)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(1
1)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(1
2)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(13
)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
14
)
M
en
gu
n (
15
)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(16
)

gm
ar
ks
ve
rn
da
rrá
ðs
ta
fn
ir
(17
)
Hlutfall
veltu sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N (18)
Hlutfall
veltu sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N-1 (19)
Flokkur
(starf-semi
sem gerir
annarri
starfsemi
kleift að
stuðla að
umhverf
ismark
miðum (20)
Flokkur
"(umbreyt
ingastarf
semi)" (21)
% % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % % E T
A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR
A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu)
Velta frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu (A.1) 0
A.2. Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (sem fellur ekki að flokkunarkerfinu)
Sjónvarpssendingar og dagskrárgerð 8.3 7.905 28%
Velta frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær
(starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2)
7.905 28%
Alls (A.1 + A.2) 7.905 28%
B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFI NÆR EKKI YFIR
Velta frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 19.927 72%
Alls (A + B) 27.832 100%

EU Taxonomy

Fjárfestingagjöld Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt framlag
("Veldur ekki verulegu tjóni")
Atvinnustarfsemi (1)
me
r (
2)
He
ild
ar
fj
ár
fe
sti
ng
ag

ld
(3)
Hl
ut
fa
ll f

rfe
sti
ng
ag
ja
lda
(4
)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(5
)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(6
)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(7)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
8)
M
en
gu
n (
9)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(10
)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(1
1)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(1
2)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(13
)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
14
)
M
en
gu
n (
15
)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(16
)

gm
ar
ks
ve
rn
da
rrá
ðs
ta
fn
ir
(17
)
Hlutfall
fjárfest
inga sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N (18)
Hlutfall
fjárfest
inga sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N-1 (19)
Flokkur
(starf-semi
sem gerir
annarri
starfsemi
kleift að
stuðla að
umhverf
ismark
miðum (20)
Flokkur
"(umbreyt
ingastarf
semi)" (21)
% % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % % E T
A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR
A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu)
Fjárfestingagjöld frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu
(A.1)
0
A.2. Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (sem fellur ekki að flokkunarkerfinu)
Sjónvarpssendingar og dagskrárgerð 8.3 1.949 53%
Fjárfestingagjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki
umhverfissjálfbær (starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2) 1.949 53%
Alls (A.1 + A.2) 1.949 53%
B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFI NÆR EKKI YFIR
Fjárfestingagjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 1.724 47%
Alls (A + B) 3.673 100%

EU Taxonomy

Rekstrargjöld Viðmið fyrir verulegt framlag Viðmið fyrir verulegt framlag
("Veldur ekki verulegu tjóni")
Atvinnustarfsemi (1)
me
r (
2)
He
ild
ar
re
ks
tra
rgj
öld
(3
)
Hl
ut
fa
ll r
ek
str
ar
gja
lda
(4
)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(5
)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(6
)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(7)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
8)
M
en
gu
n (
9)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(10
)
M
ót

gi
við
lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
ar
(1
1)

lög
un

lo
fts
lag
sb
re
yt
ing
um
(1
2)
Va
tn
s-
og
sj
áv
ar
au
ðli
nd
ir
(13
)
Hr
ing

sa
rh
ag
ke
rfi
ð (
14
)
M
en
gu
n (
15
)
Líf
fræ
ðil
eg
fj
ölb
re
yt
ni
og
vi
stk
er
fi
(16
)

gm
ar
ks
ve
rn
da
rrá
ðs
ta
fn
ir
(17
)
Hlutfall
rekstrar
gjalda sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N (18)
Hlutfall
rekstrar
gjalda sem
fellur að
flokkunar
kerfinu, ár
N-1 (19)
Flokkur
(starf-semi
sem gerir
annarri
starfsemi
kleift að
stuðla að
umhverf
ismark
miðum (20)
Flokkur
"(umbreyt
ingastarf
semi)" (21)
% % % % % % % J/N J/N J/N J/N J/N J/N J/N % % E T
A. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFIÐ NÆR YFIR
A.1. Umhverfissjálfbær starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu)
Rekstrargjöld frá umhverfissjálfbærri starfsemi (sem fellur að flokkunarkerfinu (A.1) 0
A.2. Starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær (sem fellur ekki að flokkunarkerfinu)
Sjónvarpssendingar og dagskrárgerð 8.3 4 1%
Rekstrargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær
(starfsemi sem fellur ekki að flokkunarkerfinu) (A.2) 4 1%
Alls (A.1 + A.2) 4 1%
B. STARFSEMI SEM FLOKKUNARKERFI NÆR EKKI YFIR
Rekstrargjöld frá starfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir (B) 377 99%
Alls (A + B) 381 100%

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á ársfjórðunga:

1 F 2 F 3 F 4 F
2024 2024 2024 2024 Samtals
Sala 6.417 6.708 6.773 7.291 27.189
Kostnaðarverð sölu
(
4.180) ( 4.527) ( 4.166) ( 4.455)
(
17.328)
Framlegð 2.237 2.181 2.607 2.836 9.861
Aðrar rekstrartekjur 158 163 182 140 643
Rekstrarkostnaður
(
1.964) ( 1.708) ( 1.925) ( 2.032)
(
7.629)
Rekstrarhagnaður 431 636 864 944 2.875
Hrein fjármagnsgjöld
(
195) ( 320) ( 292) ( 306)
(
1.113)
Hagnaður fyrir tekjuskatt 236 316 572 638 1.762
Tekjuskattur
(
65) ( 72) ( 123) ( 121)
(
381)
Hagnaður ársins 171 244 449 517 1.381
EBITDA 1.435 1.726 1.915 2.071 7.147
1 F 2 F 3 F 4 F
2023 2023 2023 2023 Samtals
Sala 6.153 6.117 6.329 6.468 25.067
Kostnaðarverð sölu
(
4.155) ( 4.110) ( 4.113) ( 4.119)
(
16.497)
Framlegð 1.998 2.007 2.216 2.349 8.570
Aðrar rekstrartekjur 145 166 172 191 674
Rekstrarkostnaður
(
1.825) ( 1.811) ( 1.623) ( 1.906)
(
7.165)
Rekstrarhagnaður 318 362 765 634 2.079
Hrein fjármagnsgjöld
(
1) ( 145) ( 126) ( 120)
(
392)
Hagnaður fyrir tekjuskatt 317 217 639 514 1.687
Tekjuskattur
(
71) ( 38) ( 132) ( 100)
(
341)
Hagnaður ársins 246 179 507 414 1.346
EBITDA 1.315 1.410 1.811 1.614 6.150

*Samanburðarfjárhæðum fyrir 2020 hefur ekki verið breytt vegna sölu á Sensa ehf. á árinu 2021

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.