Governance Information • Feb 13, 2025
Governance Information
Open in ViewerOpens in native device viewer
Markmiðið með skipun tilnefningarnefndar er að koma á gagnsæju og skýru fyrirkomulagi tilnefninga stjórnarmanna á hluthafafundum félagsins, sem m.a. skapar hluthöfum þess forsendur fyrir upplýstri ákvarðanatöku.
Hlutverk nefndarinnar er að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Jafnframt að færni stjórnarmanna sé af þeim toga að hún nýtist félaginu og dótturfélögum þess.
Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum og leggur tillögur þess efnis fyrir hluthafafundi félagsins. Við framkvæmd starfa sinna skal tilnefningarnefnd taka mið af heildarhagsmunum hluthafa félagsins. Nánari upplýsingar um hlutverk nefndarinnar má finna í starfsreglum hennar, sem aðgengilegar eru á heimasíðu SKEL, sem og í leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um góða stjórnarhætti (leiðbeiningar VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti).
Þá er það meðal hlutverka nefndarinnar að meta óhæði tilvonandi stjórnarmanna, í samræmi við leiðbeiningar VÍ o.fl., sem og að gæta að lögbundnum kynjahlutföllum í stjórn félagsins.
Nefndarmenn fyrir starfsárið 2024-2025 eru þau Almar Þ. Möller, lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu, Álfheiður Eva Óladóttir, endurmenntunarstjóri við Háskólann á Bifröst og Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður í stjórn SKEL. Almar var á fyrsta fundi kjörinn formaður nefndarinnar. Árni Gestsson, lögfræðingur SKEL, var kjörinn ritari nefndarinnar.
Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu og stjórnendum þess. Álfheiður og Birna er óháð stórum hluthöfum félagsins en Almar ekki í skilningi nefndra leiðbeininga.
Nefndin hóf störf í janúar og skipti með sér verkum og samþykkti starfsáætlun. Nefndin fundaði með hverjum og einum stjórnarmanni og aflaði upplýsinga um störf stjórnarinnar og mat þeirra á núverandi samsetningu á hæfni og þekkingu. Nefndin hefur einnig fundað með frambjóðendum og forstjóra félagsins.
Nefndin hafði að auki samband við stærstu hluthafa félagsins og átti í kjölfarið fund með þeim hluthöfum sem þess óskuðu, til að ræða reynslu þeirra af störfum stjórnar og nauðsynlega eiginleika stjórnarinnar.
Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður í tilnefningarnefnd, tók aðeins þátt í fyrsta fundi nefndarinnar þar sem nefndin skipti með sér verkum og samþykkti starfsáætlun.
I. Skilgreining nefndarinnar á lykilhæfni og –þekkingu sem nýst gæti stjórn SKEL.
Á grundvelli samtala við stærstu hluthafa félagsins, stjórn og forstjóra um það hver verði helstu verkefni stjórnar á komandi árum greinir tilnefningarnefnd 2024-2025 eftirfarandi lykilhæfni og þekkingu fyrir stjórnina fyrir aðalfund sem fer fram 6. mars 2025:
Við mat á tilnefningum til stjórnar horfir tilnefningarnefnd til þess að stjórnin myndi sterka og faglega heild sem geti unnið sem best saman í þágu félagsins og hluthafa þess. Æskilegt er að einstakir stjórnarmenn búi að þekkingu og hæfni á einhverju ofangreindra sviða og að sem flestir þættir endurspeglist í sitjandi stjórn. Aðrir þættir s.s. þekking á starfsemi félagsins, samfella í stjórnun, aðstaða frambjóðanda til að sinna þeim krefjandi verkefnum sem stjórnarseta felur í sér, kynjahlutföll og fleiri þættir koma einnig til skoðunar við gerð endanlegrar tillögu tilnefningarnefndar.
Skýrt skal tekið fram að ákvörðunarvald um stjórnarsetu er hjá hluthöfum. Hlutverk nefndarinnar er að taka saman upplýsingar um frambjóðendur, greina þær og leggja út frá þeirri greiningu fram tillögu til hluthafanna um heppilegustu samsetningu stjórnar. Mat nefndarinnar á framboðum er byggt á hlutlægu mati á störfum frambjóðenda, þeirri menntun og þeirri reynslu sem frambjóðendur búa yfir. Jafnframt getur nefndin að nokkru marki lagt mat á huglægari þætti líkt og árangur í starfi, samskiptafærni og aðra persónulega eiginleika, s.s. á grundvelli umsagna frá umsagnaraðilum.
• Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður.
Jón Ásgeir er sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi. Hann er varamaður í stjórn 365 hf. og Lyfjavals ehf. og prókúruhafi Apogee ehf. sem fæst við fjármálaþjónustu. Stjórnarformaður Strengs hf. Jón er stofnandi Bónus, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Haga og síðar Baugur Group. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu, t.d. fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord og fjölmörg íslensk fyrirtæki. Jón Ásgeir hlaut menntun frá Verslunarskóla Íslands í verslunarfræðum.
Jón Ásgeir er kvæntur Ingibjörgu Pálmadóttur, sem á að mestu 365 hf. sem á 60,1% hlut í M25 Holding ehf. sem á 47,94% hlut í Streng hf. sem á á 969.152.089 hluti í SKEL eða sem nemur 51,59% atkvæða. Samkvæmt leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti er miðað við að "stór hluthafi" sé hver sá sem ræður yfir a.m.k. 10% hlut af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila. Þá segir í grein 2.3.4. að við mat á óhæði stjórnarmanns gagnvart stórum hluthöfum skuli líta heildstætt til beinna og óbeinna tengsla hans við viðkomandi hluthafa. Geta þau viðmið sem nefnd eru í lið 2.3.2 til að mynda komið til álita við mat á því hvort stjórnarmaður geti talist óháður stórum hluthöfum félagsins. Í síðastnefndri grein er m.a. fjallað um tengsl vegna náinna fjölskyldubanda, þ.m.t. vegna hjúskapar. Þá segir í grein 2.3.4 (2) að stjórnarmaður geti aldrei talist óháður stórum hluthöfum ef hann er stjórnarmaður hjá aðila sem á stóran hlut í félaginu, en svo háttar til um Jón Ásgeir.
Að mati tilnefningarnefndar SKEL telst Jón Ásgeir óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum félagsins, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
• Birna Ósk Einarsdóttir, meðstjórnandi.
Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri markaðssviðs APM Terminals í Hollandi. Áður var hún framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group og þar áður framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar, sem og stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá sama fyrirtæki. Þar áður var hún framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, 2017-2018. Þá gegndi hún ýmsum störfum hjá Símanum frá 2001; t.a.m. sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, framkvæmdastjóri yfir markaðs- og vörusviði en einnig stýrði hún einstaklingssviði Símans um skeið. Hún hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum, stjórnunar- og rekstrarreynslu með áherslu á stefnumótun, nýsköpun og vöruþróun. Birna hefur yfirgripsmikla þekkingu á einstaklingsmarkaði en þar hefur hún starfað á mörgum mörkuðum. Einnig er þekking Birnu Óskar er varðar orkumarkaðinn umtalsverð.
Birna er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HÍ, M.S. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og AMP (Advanced Management Program) gráðu frá IESE Business School.
Birna á ekki hlut í SKEL.
Það er mat tilnefningarnefndar, út frá leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, að Birna sé óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu.
• Guðni Eiríksson, meðstjórnandi.
Guðni Eiríksson er forstjóri Skakkaturnsins ehf. (Epli). Félagið er með VAD samning við alþjóðlega fyrirtækið Apple og sér um alla dreifingu á þeirra vörum á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum ásamt því að reka tvær verslanir á Íslandi. Guðni er stjórnarmaður í Streng hf. sem á stóran hlut í SKEL. Áður gegndi Guðni störfum hjá eignastýringu Framsýn lífeyrissjóðs, Verðbréfamiðlun Kaupþings, sem yfirmaður veltubókar Eyrir Invest, sem sjálfstætt starfandi fjárfestir GE Capital og eigandi og forstjóri Eplis. Guðni hefur yfir 20 ára reynslu af fjármála- og verðbréfamörkuðum og hefur starfað við innlenda og erlenda eignastýringu, greiningu fjárfestingartækifæra og kaupum og sölu á flestum tegundum verðbréfa.
Guðni er með BS í viðskiptafræði og löggildingu í verðbréfamiðlun.
GE Capital ehf., félag í fullri eigu Guðna, er 31,45% hluthafi í RES 9 ehf., sem á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. Samkvæmt leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti er miðað við að "stór hluthafi" sé hver sá sem ræður yfir a.m.k. 10% hlut af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila. Þá segir í grein 2.3.4. að við mat á óhæði stjórnarmanns gagnvart stórum hluthöfum skuli líta heildstætt til beinna og óbeinna tengsla hans við viðkomandi hluthafa. Þá segir í grein 2.3.4 (2) að stjórnarmaður geti aldrei talist óháður stórum hluthöfum ef hann er stjórnarmaður hjá aðila sem á stóran hlut í félaginu, en svo háttar til um Guðna.
Það er mat tilnefningarnefndar, út frá leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, að Guðni sé óháður félaginu og daglegum stjórnendum en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
Nanna Björk Ásgrímsdóttir hefur verið í eigin fjárfestingum frá 2006 til dagsins í dag. Hún er stjórnarmaður í RES 2 ehf., RES 9 ehf. og Eldra ehf. Þar áður kom Nanna Björk að rekstri fjölmargra verslana, bæði hér heima og erlendis ýmist sem eigandi og fjárfestir eða stjórnandi. Má þar nefna verslanir eins og All Saints, Whistles, Karen Millen, Shoe Studio og Warehouse. Starfaði hún þar áður hjá Kaupþing Bank, Corporate Finance við almenn lögfræðistörf 2001-2003 og á Lex lögmannsstofu við almenn lögfræðistörf 1999-2000.
Nanna Björk lauk LLM Mastersgráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi 2001. Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000 og ýmsum námskeiðum við Heimspekideild Háskóla Íslands, í listasögu I, II og III.
Nanna Björk og eiginmaður hennar, Sigurður Ásgeir Bollason, eru meirihlutaeigendur félagsins RES 9 ehf., sem á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. Þá er eiginmaður Nönnu Bjarkar stjórnarmaður Strengs hf. Samkvæmt leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti er miðað við að "stór hluthafi" sé hver sá sem ræður yfir a.m.k. 10% hlut af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila. Þá segir í grein 2.3.4. að við mat á óhæði stjórnarmanns gagnvart stórum hluthöfum skuli líta heildstætt til beinna og óbeinna tengsla hans við viðkomandi hluthafa. Geta þau viðmið sem nefnd eru í lið 2.3.2 til að mynda komið til álita við mat á því hvort stjórnarmaður geti talist óháður stórum hluthöfum félagsins. Í síðastnefndri grein er m.a. fjallað um tengsl vegna náinna fjölskyldubanda, þ.m.t. vegna hjúskapar. Þá segir í grein 2.3.4 (2) að stjórnarmaður geti aldrei talist óháður stórum hluthöfum ef hann er stjórnarmaður hjá aðila sem á stóran hlut í félaginu. Ljóst er samkvæmt framansögðu að Nanna Björk á ásamt eiginmanni sínum stóran eignarhlut í hluthafa sem ræður um 50% atkvæðamagni í SKEL auk þess sem eiginmaður hennar er stjórnarmaður félagsins sem á eignarhlutinn.
Að mati tilnefningarnefndar telst Nanna Björk Ásgrímsdóttir óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst hins vegar ekki óháð stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
• Sigurður Kristinn Egilsson, varaformaður stjórnar.
Sigurður Kristinn Egilsson stofnaði Arcur Finance sem sérhæfir sig m.a. í fjármögnun fyrirtækja ásamt ýmsum sérhæfðum verkefnum. Þar undir hafa m.a. fallið ýmis fjölbreytt verkefni á sviði fjármálastjórnunar og áætlanagerðar, fasteignaverkefni, framtaksfjárfestingar og ýmis fjármögnunarverkefni. Fasteignatengd verkefni eru m.a. ráðgjöf varðandi breytingu á skipulagi lóða og samskipti við yfirvöld því tengt, framkvæmdafjármögnun fyrir nýbyggingar og almenn fjármögnun á fasteignatengdum verkefnum. Hann er stjórnarformaður í NeckCare Holding fyrir hönd fjárfesta, sem er nýsköpunarfyrirtæki og sérhæfir sig í greiningu á hreyfigetu í hálsi.
Frá 1998-2007 starfaði Sigurður Kristinn á eignastýringasviði Kaupþings banka og var síðustu 5 árin yfirmaður eignastýringar fagfjárfesta sem sérhæfir sig í stýringu eigna fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og stofnanir. Frá 2007-2010 starfaði hann á eignastýringasviði bankans erlendis og leiddi uppbygginu á alþjóðlegu sjóðasviði fyrir fagfjárfesta. Frá árinu 2010-2016 veitti Sigurður Kristinn forstöðu eignastýringar og sérhæfðra sjóða hjá ALM Verðbréfum sem fjármagnaðir voru af lífeyrissjóðum.
Sigurður Kristinn útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og er auk þess með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.
Sigurður Kristinn á ekki hlut í SKEL.
Það er mat tilnefningarnefndar, út frá leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, að Sigurður Kristinn er óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu.
Kynjahlutföll í stjórn eru jöfn en þar sitja nú tvær konur og þrír karlar.
Framboð frá þremur sitjandi stjórnarmönnum bárust til stjórnar, þ.e. frá Jóni Ásgeiri, Birnu og Guðna.
• Vísað er til fyrri umfjöllunar um sitjandi stjórnarmenn, undir lið II hér að framan.
Þegar skýrsla þessi er rituð liggja til viðbótar fyrir eftirfarandi framboð til stjórnar.
Birna Einarsdóttir er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Áður var hún bankastjóri Íslandsbanka hf. Birna hefur yfir 30 ára reynslu af fjármálamörkuðum, bæði hjá Íslandsbanka og Royal Bank of Scotland. Þar áður starfaði hún við markaðsmál. Birna situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a. Iceland Seafood International hf., Iceland Seafood ehf., Verðbréfamiðstöðvar Íslands hf., Gallon ehf. og Orkunnar IS ehf. en tvö þau síðastnefndu eru dótturfélög SKEL. Birna hefur upplýst nefndina að komi til þess að hún verði kjörin í stjórn SKEL muni hún segja sig úr stjórn Gallons og Orkunnar.
Í starfi sínu hjá Íslandsbanka leiddi hún bankann í gegnum ýmsar áskoranir, þar á meðal skráningu bankans á markað. Birna býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði stefnumótunar, fjármála og stjórnunar.
Birna er með BA gráðu í viðskiptafræði frá HÍ og MBA frá Háskólanum í Edinborg.
Birna á ekki hlut í SKEL.
Það er mat tilnefningarnefndar, út frá leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, að Birna sé óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu.
• Sigurður Ásgeir Bollason
Sigurður Ásgeir Bollason hefur lengi starfað sem fjárfestir. Hann er stjórnarmaður í ýmsum félögum, þ.m.t. RES 3 ehf., og Strengi hf. Sigurður hefur komið að rekstri fjölmargra verslana, bæði hér heima og erlendis ýmist sem eigandi og fjárfestir eða stjórnarmaður. Má þar nefna verslanir eins og All Saints, Whistles, Karen Millen, Shoe Studio og Warehouse.
Sigurður og eiginkona hans, Nanna Björk Ásgrímsdóttir, eru meirihlutaeigendur félagsins RES 9 ehf., sem á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. Samkvæmt leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti er miðað við að "stór hluthafi" sé hver sá sem ræður yfir a.m.k. 10% hlut af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila. Þá segir í grein 2.3.4. að við mat á óhæði stjórnarmanns gagnvart stórum hluthöfum skuli líta heildstætt til beinna og óbeinna tengsla hans við viðkomandi hluthafa. Þá segir í grein 2.3.4 (2) að stjórnarmaður geti aldrei talist óháður stórum hluthöfum ef hann er stjórnarmaður hjá aðila sem á stóran hlut í félaginu, en svo háttar til um Sigurð.
Að mati tilnefningarnefndar telst Sigurður óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
Við mótun tillögu sinnar lítur tilnefningarnefnd til verkefna sem framundan eru hjá SKEL og til þess að stjórnin í heild búi yfir breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Nefndin hefur hliðsjón af þeim þáttum sem skilgreindir eru í lið I hér að framan.
Þegar skýrsla þessi er rituð liggja fyrir fimm framboð í fimm manna stjórn SKEL. Að þessu virtu er það niðurstaða tilnefningarnefndar að tilefna þessa fimm frambjóðendur í stjórn SKEL, enda liggur fyrir mat á óhæði frambjóðendanna, sem fullnægir kröfum leiðbeininga VÍ o.fl., auk þess sem tillaga nefndarinnar uppfyllir kröfur laga um kynjahlutföll. Þá tekur tilnefninganefnd fram að hún telur þessa einstaklinga falla mjög vel að þeim lykilþáttum í hæfni og þekkingu sem nefndin hafði áður skilgreint (sbr. lið I) og að saman tryggi frambjóðendurnir góða breidd stjórnar hvað varðar hæfniþætti, virkt eignarhald og óhæði, bakgrunn og sýn á stjórnarmannshlutverkið.
Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar metur nefndin ekki framboð sem berast þegar skemmra en tvær vikur eru til hluthafafundar en áskilur sér, ef til þess kemur, rétt til þess að breyta tillögu sinni uns tíu dagar eru til fundarins. Vakin er þó athygli á að unnt er að senda inn framboð allt að fimm dögum fyrir hluthafafund og hafa slík framboð fullt gildi en verða ekki metin af tilnefningarnefnd og geta því ekki orðið hluti af tillögu nefndarinnar. Framboðseyðublöð og leiðbeiningar má finna á heimasíðu SKEL.
Tilnefningarnefnd leggur ekki til breytingu á starfsreglum nefndarinnar.
Tilnefningarnefnd leggur til að Viðar Lúðvíksson, hrl., verði kosinn fundarstjóri aðalfundar SKEL hf. 6. mars 2025.
Tilnefningarnefnd leggur til að eftirtaldir frambjóðendur, taldir upp í stafrófsröð, verði kjörnir í stjórn SKEL:
Reykjavík, 13. febrúar 2025,
Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður í tilnefningarnefnd, kom hvorki að mati á framboðum né gerð tillögu til stjórnar SKEL og ritar því ekki undir skýrslu þessa.
Viðaukar:
Objectives
Markmið með skipun tilnefningarnefndar er að koma á gagnsæju og skýru fyrirkomulagi tilnefninga stjórnarmanna á aðalfundi félagsins, sem m.a. skapar hluthöfum þess forsendur fyrir upplýstri ákvarðanatöku.
The objective of the Nomination Committee is to establish a transparent and clear procedure for the nomination of Board Members at the Company´s Annual General Meeting. The procedure is intended to enable the shareholders to make a more informed decision regarding Board Membership.
Einnig er það markmið með skipun nefndarinnar að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Jafnframt að færni stjórnarmanna sé af þeim toga að hún nýtist félaginu og dótturfélögum þess.
The Committees objective is also to ensure that the Company´s Board is sufficiently diverse, when it comes to capabilities, experience and knowledge. Also that the Board Members´ capabilities are usable for the Company and its daughter companies.
Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum og leggur tillögur þess efnis fyrir aðalfund. Við framkvæmd starfa sinna skal tilnefningarnefnd taka mið af heildarhagsmunum hluthafa félagsins
The Nomination Committee has an advisory role regarding the election of Board Members by putting forth a proposal at the Annual General Meeting. The Nomination Committee shall take into account the overall interests of the Company´s shareholders.
Hlutverk nefndarinnar felst m.a. í eftirfarandi:
The Committee´s role is e.g.:
Assessing prospective Directors based on capabilities, experience and knowledge of potential Board Members, e.g. with regards to the ICC and other´s guidelines on corporate governance, regarding the size and combination of the Board, and with regards to the Board´s performance analysis, regarding the combination of the Board and the competence of the Board Members.
e) Mati á óhæði sitjandi stjórnarmanna og frambjóðanda til stjórnar, í samræmi við leiðbeiningar VÍ o.fl.
Evaluating the independence of current board members and candidates to the board, with regards to ICC and other´s guidelines on corporate governance.
Membership, based on the above mentioned criteria, and to present the proposal at the meeting. The board member in the committee does not take part in writing the proposal to the AGM.
Í auglýsingu til hluthafafundar, skemmst þremur vikum fyrir fund, þar sem kjör tilnefningarnefndar er á dagskrá skal stjórn óska eftir framboðum til tilnefningarnefndar sem berast skulu stjórninni eigi síðar en fimm dögum fyrir fund. Framboð og tillögur að nefndarmönnum skulu liggja fyrir á vefsíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. Nefndarmenn skulu kosnir til eins árs í senn. Tvo nefndarmenn skal hluthafafundur kjósa en nýkjörin stjórn félagsins skal skipa einn úr stjórn í nefndina í kjölfar hluthafafundar. Fyrirkomulag samþykkta um kosningu stjórnarmanna, og um framkvæmd kosningar, skal gilda um kosningu nefndarmannanna tveggja í tilnefningarnefnd.
In the advertisement regarding a shareholders´ meeting, at latest three weeks before a meeting, where the election of a Nomination Committee shall take place, the Board shall call for declarations of candidacy for the Nomination Committee, which shall be delivered no later than five days before the meeting. Proposals regarding committee members shall be available on the Company´s website no later than two days before the meeting. The Committee is established for one year at a time. Two committee members are elected by the shareholders´ meeting and the new Board elects one of their own after the shareholders´ meeting. The arrangement regarding the shareholders´ voting of Committee Members shall be the same as for voting Board Members, according to the Articles of Association.
Tilnefningarnefnd skal skipuð þremur mönnum. Meirihluti nefndarinnar skal vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Í það minnsta einn nefndarmanna skal vera óháður stórum hluthöfum félagsins. Við mat á óhæði skal miðað við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um góða stjórnarhætti.
The Nomination Committee shall consist of three members. The majority of the Committee shall be independent of the company and its day-to-day management. At least one member shall be independent of the Company´s major shareholders. The evaluation of independence shall be based on the ICC and others´ guidelines on corporate governance.
Geti óháður nefndarmaður ekki sinnt starfsskyldum sínum vegna forfalla skal stjórn tilnefna varamann í hans stað. Stjórn ber að tryggja að sá aðili uppfylli þær óhæðis- og hæfniskröfur og annað sem reglur þessar kveða á um. Varamaður skal starfa líkt og aðrir nefndarmenn í umboði hluthafafundar og vera óháður stjórn.
If independent committee member is unable to perform his duties because of impediment, the Board shall appoint another one in his place. The Board must ensure that such a person meets the independence and competence and other provisions of these rules. An alternate shall act like other members on the mandate of a shareholders' meeting and be independent of the board.
Nefndarmenn skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar. Leitast skal við að í nefndinni sitji einn aðili er hefur reynslu af ráðningum eða hæfisnefndum og einn lögfróður aðili. Þriðji nefndarmaðurinn skal vera stjórnarmaður. Hvorki stjórnendur félagsins né starfsmenn þess skulu eiga sæti í tilnefningarnefnd. Nýir nefndarmenn skulu fá leiðsögn og upplýsingar um störf og starfshætti nefndarinnar.
The Committee Members shall have the knowledge and experience to carry out the committee´s role. The Committee shall preferably consist of a person with experience with recruitment and a lawyer. The third Member shall be a Board Member. Neither the Company´s management nor its employees shall be members of the Committee. New Committee Members shall receive information and guidance on the work and procedures of the committee.
Tilnefningarnefnd skal, á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund, kjósa sér formann úr hópi nefndarmanna. Stjórnarmaður félagsins skal ekki gegna formennsku í nefndinni. Jafnframt skal nefndin útnefna ritara nefndarinnar.
The Nomination Committee shall, at its first meeting after the Annual General Meeting, elect a Chairman. The Board Member may not be the Chairman of the Committee. The Committee shall also elect a secretary.
Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi.
The Committee´s remuneration shall be decided at the Annual General Meeting.
Tilnefningarnefnd er veitt heimild til að:
The Nomination Committee is authorized to:
a) afla faglegrar ráðgjafar sem hún telur nauðsynlega til að sinna hlutverki sínu. Ráðgjafar skulu vera óháðir félaginu, daglegum stjórnendum og þeim stjórnarmönnum sem ekki eru óháðir. Það er nefndarinnar að ganga úr skugga um óhæði ráðgjafa þessara. Við mat á óhæði ráðgjafa skal miða við sömu sjónarmið og þegar óhæði stjórnarmanna er metið. Öflun faglegrar ráðgjafar skal tilkynnast forstjóra félagsins með formlegum hætti
hire a professional advice as it deems necessary to carry out its role. The Advisors shall be independent of the Company, its day-to-day management and those Board Members who are not independent. It is the Committee´s role to ensure the independence of the advisors. The evaluation shall be based on the evaluation of Board Members. The hiring of advisors shall be formally reported to the CEO.
Nefndin skal halda fundi eftir þörfum. Formaður nefndarinnar stýrir fundum hennar. Ritari nefndarinnar skal rita fundargerðir, sem skulu einungis aðgengilegar nefndarmönnum nema nefndin ákveði annað. Stjórnarmaður í nefndinni hefur ekki atkvæðisrétt. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.
The Committee shall hold meetings when it considers it necessary. The Chairman of the Committee manages its meetings. The Secretary shall take minutes, which shall only be accessible to the Committee Members, unless they decide otherwise. The board member in the Committee does not have voting rights. If the votes are even the vote of the chairman decides the outcome.
Mat á aðkomu stjórnarmanns að fundum nefndarinnar er lagt í hendur hinna óháðu nefndarmanna en að jafnaði skal stjórnarmaður í nefndinni ekki sitja fundi nefndarinnar þegar nefndin fundar með stjórnarmönnum, forstjóra félagsins, hluthöfum né frambjóðendum eða öðrum fundum sem ekki er talið æskilegt að stjórnarmaður í nefndinni sitji. Sömu sjónarmið gilda um aðgang stjórnarmanns í nefndinni að gögnum nefndarinnar.
The independent committee members evaluate the board member's participation in the committee's meetings but as a general rule, the board member in the committee shall not attend the committee's meetings with other board members, CEO, shareholders or candidates or other meetings which are not deemed fit. At least one meeting shall be held without the presence of the Board Member.
Á tilnefningarnefndarmönnum hvílir þagnar- og trúnaðarskylda um störf sín, málefni fyrirtækisins og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt samþykktum SKEL fjárfestingafélags, lögum eða eðli máls. Þagnar- og trúnaðarskylda helst þótt látið sé af starfi. Öll gögn skulu varðveitt með tryggilegum hætti.
Committee Members are to uphold a confidentiality agreement on their work, the Company´s matters and other items as they become aware of in their work and must be kept confident in accordance with the Company´s articles, the law or the nature of the case. Professional secrecy and confidentiality remains even after the termination of employment. All data shall be kept in a secure manner.
Tilkynna skal um skipun nefndarmanna á vefsíðu félagsins strax í kjölfar aðalfundar. Einnig skulu þar birtar upplýsingar um það hvernig hluthafar geta lagt fram tillögur fyrir tilnefningarnefndina eða komið að athugasemdum sínum varðandi stjórn félagsins og um það hvernig aðrir geta komið framboðum sínum á framfæri.
The appointment of Committee Members shall be announced on the Company´s website following the Annual General Meeting. Information on how shareholders can make proposals to the Committee or make comments regarding the Company´s Board and on how prospective Directors can contact the Committee, shall also be published on the website.
Tillaga tilnefningarnefndar skal send ásamt fundarboði til hluthafafundar, skemmst þremur vikum fyrir fund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Þar skal jafnframt bent á að unnt sé að senda inn framboð til stjórnar þar til fimm dögum fyrir fundinn en að tilnefningarnefnd geti ekki, vegna eðlis og umfangs starfa nefndarinnar, lagt mat á framboði sem berast eftir að tvær vikur eru til fundarins. Eins að nefndin áskilji sér rétt til þess að breyta framkominni tillögu þar til tíu dagar eru til fundarins. Skal tillaga nefndarinnar um stjórn félagsins jafnframt birt á vefsíðu félagsins í kjölfar útsendingar fundarboðsins.
In the advertisement regarding a shareholders´ meeting, at latest three weeks before a meeting, where the election of a Board Member shall take place, the Committee shall publish its proposal. There it shall also state that candidates can nevertheless send in their declarations of candidacy until five days prior to the meeting. Because of the nature and scope of the Committee´s work it however cannot evaluate candidates who are presented later than two weeks before the meeting. The Committee reserves the right to change its proposal until ten days before the meeting. The Committee´s proposal to the shareholders regarding Board Members shall be available on the Company´s website following its publishing to the stock market.
Starfsreglur þessar skulu birtar á heimasíðu félagsins.
This Code of Conduct shall be published on the Company´s website.
* * *
Þannig samþykkt á aðalfundi, þann 9. mars 2023. So approved by the Annual General Meeting, March 9, 2023
Undirritun stjórnar eða prókúruhafa: Signatures of the Board of Directors or the Procuration Holder:
[1] Hér eftir vísað til sem leiðbeininga VÍ o.fl.
Utanaðkomandi nefndarmenn í tilnefningarnefnd:
Almar Þ. Möller hefur starfað sem lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu frá árinu 2009 og er einn eigenda stofunnar. Í störfum sínum hefur hann sinnt fjölbreyttum verkefnum, m.a. á sviði fyrirtækjaráðgjafar. Almar hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómsstólum og Landsrétti.
Almar á ekki hlut í SKEL.
Hann telst óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
Álfheiður starfar sem endurmenntunarstjóri og stundakennari við Háskólann á Bifröst. Álfheiður er jafnframt framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Vinnu og vellíðan. Álfheiður er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og B.A. í sálfræði. Álfheiður er ennfremur markþjálfi og viðurkenndur sérfræðingur á sviði vinnuverndar. Áður starfaði hún sem stjórnunarráðgjafi hjá Skilvirk og sem mannauðsstjóri hjá Flensborgarskóla.
Álfheiður á ekki hlut í SKEL.
Hún telst óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu.
| Fæðingarár: Menntun: Aðalstarf: |
1968 Próf frá Verzlunarskóla Íslands. Fjárfestir. |
|---|---|
| Starfsferill: | Annar stofnanda Bónus, einn af stofnendum Orkunnar, forstjóri og stjórnarformaður Haga og síðar Baugur Group. Víðtæk stjórnunarreynsla, t.d. fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord og fjölmörg íslensk fyrirtæki. Sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi. |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarformaður Strengs hf. Varamaður í stjórn 365 hf. og prókúruhafi Apogee ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | 365 hf. á 60,1% hlut í M25 Holding ehf. sem á 47,94% hlut í Streng hf. sem á 969.152.089 hluti í SKEL eða sem nemur 51,59% atkvæða. 365 hf. er að mestu í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarformaður SKEL, varamaður í stjórn Lyfjavals og stjórnarmaður hjá Heimkaup. Formaður starfskjaranefndar SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | 365 hf. á 60,1% hlut í M25 Holding ehf. sem á 47,94% hlut í Streng hf. sem á 969.152.089 hluti í SKEL eða sem nemur 51,59% atkvæða. 365 hf. er að mestu í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. |
Að mati tilnefningarnefndar SKEL er Jón Ásgeir Jóhannesson óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
| Fæðingarár: Menntun: |
1976 B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2001, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2008, AMP (Advanced Management Program), IESE Business School, 2015. |
|---|---|
| Aðalstarf: | Framkvæmdastjóri sölu- þjónustu- og markaðssviðs APM Terminals. |
| Starfsferill: | Ýmis sérfræði- og stjórnunarstörf hjá Símanum frá árinu 2001, t.a.m. kynningafulltrúi, ráðningastjóri, stjórnendaráðgjafi, forstöðumaður verkefnastofu og markaðsmála, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri vöru- og nýsköpunarsviðs og framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar 2017-2018. Framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og áður stefnumótunar og viðskiptaþróunar Icelandair, 2018-2019. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair hf. 2019-2022. |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarmaður í Mílu hf., Brekkumýri ehf., Sunstone IV hf. og Sunstone III ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Enginn. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarstörf hjá SKEL, nefndarstörf í starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | Engin. |
Að mati tilnefningarnefndar SKEL er Birna Ósk Einarsdóttir óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
| Fæðingarár: | 1974 |
|---|---|
| Menntun: | LLM Mastersgráða í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi 2001. |
| Embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000 og ýmsum námskeiðum frá | |
| Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í viðskiptagreinum auk námskeiðum við | |
| Heimspekideild Háskóla Íslands. |
| Aðalstarf: | Fjárfestir. |
|---|---|
| Starfsferill: | Nanna Björk hefur verið í eigin fjárfestingum frá 2006 til dagsins í dag. Nanna Björk hefur viðtæka reynslu í smásölu og hefur komið að rekstri fyrirtækja í smásölu bæði hér heima og erlendis ýmist sem eigandi og fjárfestir eða stjórnandi. Má þar nefna fyrirtæki eins og All Saints, Whistles, Karen Millen, The Shoe Studio Group og Warehouse. Á árunum 2004-2006 var Nanna fjárfestir og rekstraraðili í The Shoe Studio Group UK. Á árunum 2003-2004 vann Nanna sem rekstrarstjóri hjá Karen Millen UK fyrir Bandaríkin, Skandinavíu og Evrópu auk þess sem hún vann við lögfræðistörf og almenna samningagerð þar. Nanna starfaði hjá Kaupþing Bank, Corporate Finance við almenn lögfræðistörf 2001- 2003 og á Lex lögmannsstofu við almenn lögfræðistörf 1999-2000. |
| Önnur trúnaðarstörf: | Nanna er stjórnarmaður í RES 2 ehf., RES 9 ehf. og Eldra ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Nanna og eiginmaður hennar, Sigurður Bollason, eru 57,6% eigendur RES 9 ehf, sem á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarstörf hjá SKEL og seta í starfskjaranefnd SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | RES 9 ehf. á 47,94% hlut í Streng hf. sem heldur á hlutum í SKEL. Eiginmaður Nönnu, Sigurður Bollason, er stjórnarmaður í Streng hf. |
Að mati tilnefningarnefndar SKEL er Nanna Björk Ásgrímsdóttir óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháð stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
Sigurður Kristinn Egilsson, varaformaður, tók fyrst sæti í stjórn árið 2021
| Fæðingarár: | 1974 |
|---|---|
| Menntun: | Verkfræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. |
| Aðalstarf: | Starfsmaður Arcur ehf. |
| Starfsferill: | Frá 1998-2007 starfaði Sigurður Kristinn á eignastýringasviði Kaupþings banka og var síðustu 5 árin yfirmaður eignastýringar fagfjárfesta sem sérhæfir sig í stýringu eigna fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og stofnanir. Frá 2007-2010 starfaði hann á eignastýringasviði bankans erlendis og leiddi uppbyggingu á alþjóðlegu sjóðasviði fyrir fagfjárfesta. Frá árinu 2010-2016 veitti Sigurður Kristinn forstöðu eignastýringar og sérhæfðra sjóða hjá ALM Verðbréfum sem fjármagnaðir voru af lífeyrissjóðum. |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarformaður Arcur ehf. Sigurður er sömuleiðis stjórnarmaður í NeckCare ehf., Zeda ehf., Mælifjallið ehf., REC Studio ehf.,REC Sjóðum ehf. og Baridi Iceland ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Enginn. |
| Stöður hjá SKEL: | Varaformaður stjórnar SKEL og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd SKEL. Sigurður Kristinn er stjórnarmaður Baridi Iceland ehf., sem er félag nátengt SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | Á árinu 2024 gerði Baridi Iceland ehf. þjónustusamning við Arcur ehf., þar sem Arcur tók að sér að veita Baridi Iceland ehf. ráðgjöf, einkum á sviði fjármálastjórnunar. Sigurður Kristinn er 25% eigandi Arcur ehf. |
Að mati tilnefningarnefndar SKEL er Sigurður Kristinn Egilsson óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
| Fæðingarár: | 1977 |
|---|---|
| Menntun: | B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. |
| Aðalstarf: | Eigandi og forstjóri Skakkaturnsins ehf. umboðsaðila Apple á Íslandi. |
| Starfsferill: | Guðni hefur viðtæka reynslu af fjárfestingum á alþjóðlegum |
| verðbréfamörkuðum. Áður starfaði hann m.a við verðbréfamiðlun hjá Kaupþingi |
Að mati tilnefningarnefndar SKEL er Guðni Eiríksson óháður félaginu, daglegum stjórnendum en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.