Annual Report • Feb 6, 2025
Annual Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
| Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra | |
|---|---|
| Áritun óháðs endurskoðanda | |
| Rekstrarreikningur | |
| Efnahagsreikningur | 10 |
| Eiginfjáryfirlit | 11 |
| Sjóðstreymisyfirlit | 12 |
| Skýringar | 13 |
| Óendurskoðuð fylgiskjöl: | |
| Stjórnarháttaryfirlýsing | |
| Sjálfbærniskýrsla |
SKEL fjárfestingafélag hf. (hér eftir"SKEL", "félagið") er hlutafélag skráð á Nasdaq Nordic Iceland. SKEL starfar sem fjárfestingafélag, með þann tilgang að skapa verðmæti fyrir hluthafa og aðra haghafa með langtímahugsun að leiðarljósi. Stefna SKEL er að vera umbreytingafjárfestir og þannig veita stuðning og aðstoð við þau félög, stjórnendateymi og frumkvöðla sem ákveðið er að fjárfesta í hverju sinni. Stjórnendur og starfsfólk SKEL styðji þannig samstarfsaðila sína við að fullnýta alla möguleika fyrirtækjanna sem þau stýra, hvort sem um er að ræða rótgróin rekstrarfélög eða góða viðskiptahugmynd.
Ársreikningur SKEL fjárfestingafélags hf. fyrir árið 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í íslenskum lögum um ársreikninga.
Félagið uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í alþjóðlegum reikningsskilastaðli IFRS 10 til þess að flokkast sem fjárfestingafélag. Fjárfestingaeignir og -skuldir eru metnar á gangvirði og er matsbreytingin færð í gegnum rekstrarreikning í samræmi við IFRS 9.
Starfsemi félagsins er útsett fyrir margvíslegri fjárhagsáhættu: markaðsáhættu (þar á meðal verðáhættu, gjaldeyrisáhættu og vaxtaáhættu), lausafjáráhættu og útlánaáhættu. Nánar vísast til skýringar 3 um áhættustýringu og umfjöllun um fjárhagslegar stærðir tengdar helstu áhættuþáttum.
Tekjur af fjárfestingastarfsemi voru 8.715 m.kr. á árinu (2023: 6.600 m.kr.) og hagnaður ársins var 6.754 m.kr. (2023: 5.410 m.kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2024 námu eignir félagsins 60.570 m.kr. (2023: 49.745 m.kr.) og skuldir 16.842 m.kr. (2023: 12.135 m.kr.). Eigið fé nam 43.728 m.kr. (2023: 37.610 m.kr.) og var innra virði eigin fjár hlut 23,28 kr. á hlut. Eiginfjárhlutfall var 72,2%.
Árið var viðburðaríkt hjá SKEL og rekstrarfélögum þess. Árið hófst á því að Styrkás undirritaði kaupsamning vegna kaupa á Stólpa Gámum og tengdum félögum sem var stórt skref í vegferð Styrkás. Í mars keypti SKEL 50 íbúðir í Stefnisvogi til viðbótar við þær 55 íbúðir sem höfðu verið keyptar árið 2023. Var það liður í umbreytingu félagsins á þróunareignum í tekjuberandi fjárfestingafasteignir.
Samningaviðræðum við Samkaup var framhaldið á árinu og lauk þeim með undirritun samkomulags um kaup Samkaupa á Heimkaup sem inniheldur verslanir undir vörumerkjum, Prís, 10-11, Extra og vefverslun heimkaup.is. Einnig er hlutur Heimkaupa í veitingarekstri Sbarro hluti af kaupunum.
Þann 13. júlí keypti SKEL, í gegnum félagið Stork ehf sem er 100% í eigu SKEL, helmings hlut í belgísku verslunarkeðjunni INNO á móti Axcent of Scandinavia sem á og rekur Ahléns í Svíþjóð.
Iceland Foods í Bretlandi og SKEL stofnuðu saman félagið Ice JV ehf. í desember. Eignarhald SKEL er í gegnum félagið Stork ehf. sem á 60% hlut í Ice JV ehf. Félagið mun sjá um að dreifa vörum Iceland Foods á Norðurlöndum.
Skráð hlutafé félagsins nam í árslok 1.878 m.kr. Atkvæðisrétti í SKEL er þannig háttað að 1 kr. jafngildir 1 atkvæði. Hlutafé félagsins er í einum flokki sem skráður er á Nasdaq og njóta allir hlutir sömu réttinda. Hluthafar félagsins voru 881 í lok árs 2024 samanborið við 1.029 í lok árs 2023. Tíu stærstu hluthafar félagsins voru:
| Nafnverð hlutafjár | |||
|---|---|---|---|
| Hluthafi | m.kr. | Eignahlutur | |
| Strengur hf. | 969 | 51,6% | |
| Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 161 | 8,6% | |
| Birta lífeyrissjóður | 138 | 7,4% | |
| TCA ECDF III Holding S.á.r.l. | 97 | 5,2% | |
| NO.9 Investments Limited | 58 | 3,1% | |
| Vátryggingafélag Íslands hf. | 30 | 1,6% | |
| Eftirlaunasjóður FÍA | 21 | 1,1% | |
| Hofgarðar ehf. | 20 | 1,1% | |
| Íslandsbanki hf. | 20 | 1,0% | |
| Vörður tryggingar hf. | 15 | 0,8% | |
| 10 stærstu hluthafar samtals | 1.529 | 81,4% | |
| Aðrir hluthafar (871 talsins) | 349 | 18,6% | |
| Samtals útistandandi hlutir | 1.878 | 100,0% | |
| Eigin hlutir | 0 | 0,0% | |
| Heildarhlutafé skv. samþykktum | 1.878 | 100,0% |
Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags þann 7. mars 2024 var stjórn félagsins veitt heimild til kaupa á eigin bréfum félagsins sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé. Einnig var samþykkt á aðalfundi að veita stjórn heimild til að hækka hlutafé félagsins um 200 milljónir að nafnvirði, í eitt skipti eða oftar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til slíkrar hlutfjárhækkunar.
Auk þess samþykktu hluthafar á aðalfundi SKEL þann 7. mars 2024 að greiða arð til hluthafa að fjárhæð 750 milljónum króna. Greiðsla arðs fór fram þann 16. apríl 2024.
Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 að fjárhæð 6.000 m.kr. sem samsvarar 3,19 kr. á hlut.
Stjórn og stjórnendur SKEL fjárfestingafélags hf. leggja ríka áherslu á að góðir stjórnarhættir séu hafðir að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða bæði trausts og skilvirkni og treysta þannig samband allra haghafa félagsins. Félagið leitast við að fylgja "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja" útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtökum atvinnulífsins (leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands www.vi.is). Stjórnin hefur einnig sett sér starfsreglur sem byggja að miklu leyti á ofangreindum leiðbeiningum og er meðal annars ætlað að skilgreina verksvið stjórnar og forstjóra frekar.
Í stjórn SKEL eru tvær konur og þrír karlar og uppfyllir félagið ákvæði laga um kynjahlutföll stjórnar félagsins.
Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í viðaukanum Stjórnarháttayfirlýsing sem fylgir ársreikningnum.
SKEL leggur áherslu á að sýna ábyrgð, sem þátttakandi í samfélaginu, og að stuðla að heilbrigðu atvinnulífi. Félagið hefur tekið saman yfirlit um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál, auk þess að fjalla um stefnu félagsins í sjálfbærnimálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Yfirlitið má finna í viðaukanum Sjálfbærniskýrsla sem fylgir ársreikningnum.
Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er það álit þeirra að ársreikningur félagsins gefi glögga mynd af rekstrarafkomu félagsins á árinu 2024, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024. Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur félagsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga.
Stjórn og forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. hafa í dag fjallað um ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni. Stjórn leggur til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn.
Reykjavík, 6. febrúar 2025
Stjórn
Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður Birna Ósk Einarsdóttir Guðni Rafn Eiríksson Nanna Björk Ásgrímsdóttir Sigurður Kristinn Egilsson
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
Til stjórnar og hluthafa SKEL fjárfestingafélags hf.
Við höfum endurskoðað ársreikning Skel fjárfestingafélags hf. ("félagið") fyrir árið 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2024 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2024, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga á Íslandi.
Álitið er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar og stjórnar.
Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins í árituninni. Við erum óháð félaginu í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur. Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.
Samkvæmt bestu vitund okkar og skilningi lýsum við yfir að við höfum ekki veitt neina óheimila þjónustu samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014 og að við erum óháð félaginu við endurskoðunina.
Við vorum fyrst kjörin endurskoðendur á aðalfundi félagsins þann 16. apríl 1982 og höfum verið endurskoðendur félagsins samfellt síðan þá.
Lykilþættir endurskoðunar eru þeir þættir, sem samkvæmt faglegu mati okkar, höfðu mest vægi við endurskoðun ársreikningsins. Við gefum ekki sérstakt álit á einstökum lykilþáttum en tókum á þeim við endurskoðun á ársreikningnum í heild og við ákvörðun um álit okkar á honum.
| Lykilþáttur | Viðbrögð í endurskoðuninni | ||
|---|---|---|---|
| fjáreigna færðar á gangvirði í gegnum Mat rekstrarreikning, þrep 3 færir fjáreignir á gangvirði í gegnum Félagið rekstrarreikning. Bókfært verð fjáreigna nam í árslok 2024 |
Endurskoðunaraðgerðir okkar miðuðu að því að leggja á forsendur verðmata á óskráðum fjáreignum mat félagsins Í þeirri vinnu fólst meðal annars: |
||
| samtals 43.491 millj. kr. þar af óskráðar eignir skilgreindar í þrepi þrjú 32.822 millj. kr. eða 54,2% heildareigna. Í rekstrarreikningi er færð gangvirðisbreyting vegna óskráðra í þrepi þrjú að fjárhæð 4.940 millj. kr. Í fjáreigna skýringum 2.3 og 3.2 er fjallað um gangvirðismat fjáreigna í gegnum rekstrarreikning. |
Lagt mat á aðferðir, forsendur og útreikninga • á verðmæti óskráðra eigna með aðstoð félagsins verðmatssérfræðinga KPMG. • Lagt mat á virkni reiknilíkana stjórnenda og þriðja aðila sem verðmötin voru unnin í. Staðfest með aðstoð verðmatssérfræðinga að • fjáreignir flokkist rétt í gangvirðisstigi í skýringu 3.2 og |
||
| Við mat á óskráðum fjáreignum þurfa stjórnendur að gefa sér forsendur um ýmsa þætti sem hafa áhrif á matið. Þess er mat á óskráðum fjáreignum lykilþáttur í vegna |
10. Skýringar vegna óskráðra fjáreigna yfirfarnar og • staðfestum að viðeigandi upplýsingar komi fram. |
endurskoðun okkar
Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru upplýsingar í ársskýrslu að undanskildum ársreikningi og áritun okkar á hann.
Álit okkar á ársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga og við staðfestum þær ekki á neinn hátt.
Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningnum ber okkur að lesa aðrar upplýsingar og meta hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða aðra þekkingu sem við höfum aflað okkur við endurskoðunina eða virðast verulega rangar. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Ársskýrslan liggur ekki fyrir við áritun okkar á ársreikninginn en við munum fá hana afhenta til yfirferðar áður en hún verður gefin út.
Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga á Íslandi og fyrir því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Við gerð ársreikningsins ber stjórn og forstjóra að leggja mat á rekstarhæfi félagsins og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áframhaldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa félagið upp eða hætta starfsemi þess, eða hafa engan annan raunhæfan kost en að gera það.
Stjórn og forstjóri skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort ársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst áreiðanleiki en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur ársreikningsins taka á grundvelli hans.
Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni. Að auki:
Við upplýsum stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal alla verulega annmarka á innra eftirliti sem við greinum við endurskoðun okkar.
Við lýsum því einnig yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og upplýsum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega talist hafa áhrif á óhæði okkar og þegar við á, til hvaða aðgerða við höfum gripið til að eyða áhættu eða varúðarráðstafanir til að bregðast við henni.
Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, leggjum við mat á hvaða þættir höfðu mesta þýðingu við endurskoðun ársreikningsins og eru því lykilþættir endurskoðunarinnar. Við lýsum þessum þáttum í áritun okkar nema lög og reglur útiloki að upplýst sé um þá eða, við einstakar mjög sjaldgæfar kringumstæður, þegar við metum að ekki skuli upplýsa um lykilþátt þar sem neikvæðar afleiðingar þess eru taldar vega þyngra en almennir hagsmunir af birtingu slíkra upplýsinga.
Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningi Skel fjárfestingafélags hf. framkvæmdum við aðgerðir til að geta gefið álit á því hvort ársreikningur Skel fjárfestingafélags fyrir árið 2024 með skráarheitið 549300HQOKYY8SFBUW85-2024- 12-31-is.zip hafi í öllum meginatriðum verið gerður í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 um sameiginleg rafræn skýrslusnið í samræmi við reglugerð ESB 2019/815 sem inniheldur skilyrði sem tengjast gerð ársreikningsins á XHTML formi og iXBRL merking
Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð ársreikningsins í samræmi við lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021. Í því felst meðal annars að útbúa ársreikninginn á XHTML formi í samræmi við ákvæði reglugerðar ESB 2019/815, um sameiginleg rafræn skýrslusnið.
Ábyrgð okkar er að afla hæfilegrar vissu, byggt á gögnum sem við höfum aflað, um hvort ársreikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við ESEF reglur og gefa út áritun með áliti okkar. Eðli, tímasetning og umfang vinnunnar byggja á mati endurskoðandans, þar á meðal mati á hættunni á að vikið sé í verulegum atriðum frá kröfum sem fram koma í ESEF reglunum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Það er álit okkar að ársreikningur Skel fjárfestingafélags hf. fyrir árið 2024 með skráarheitið 549300HQOKYY8SFBUW85-2024-12-31-is.zip sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við ESEF reglur.
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum ársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram annars staðar í ársreikningnum.
Jón Arnar Óskarsson, endurskoðandi, ber ábyrgð á endurskoðun ársreikningsins og þessari áritun.
Reykjavík, 6. febrúar 2025
Jón Arnar Óskarsson
| Skýr. | 2024 | 2023 | |
|---|---|---|---|
| Gangvirðisbreyting fjáreigna | 3.2 | 7.131 | 5.942 |
| Gangvirðisbreyting fjárfestingafasteigna | 3.2 | 389 | ( 2) |
| Rekstrartekjur fjárfestingafasteigna | 5 | 229 | 34 |
| Fjármunatekjur | 8 | 966 | 627 |
| Tekjur af fjárfestingastarfsemi | 8.715 | 6.600 | |
| Aðrar rekstrartekjur | 6 | 51 | 128 |
| Laun og launatengd gjöld | 15 | ( 708) | ( 596) |
| Rekstrarkostnaður fjárfestingafasteigna | 5 | ( 44) | ( 9) |
| Annar rekstrarkostnaður | 7 | ( 299) | ( 305) |
| ( 1.000) | ( 782) | ||
| Rekstrarhagnaður | 7.714 | 5.819 | |
| Fjármagnsgjöld | 9 | ( 1.079) | ( 531) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt (EBT) | 6.635 | 5.288 | |
| Tekjuskattur | 17 | 119 | 122 |
| Hagnaður ársins 37 . |
6.754 | 5.410 | |
| Hagnaðarhlutur: | 3,60 | ||
| Hagnaður á hlut | 14 | 3,47 | 2,81 |
| Þynntur hagnaður á hlut | 14 | 2,81 |
| Skýr. | 31.12.2024 | 31.12.2023 | |
|---|---|---|---|
| Eignir | |||
| Handbært fé | 12 | 3.604 | 3.139 |
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 1.086 | 2.524 |
| Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 9.583 | 9.396 |
| Fjárfestingafasteignir | 10 | 10.929 | 6.107 |
| Aðrar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 32.822 | 27.138 |
| Lán og kröfur á tengd félög | 23 | 1.919 | 845 |
| Skammtímakröfur | 20 | 605 | 570 |
| Rekstrarfjármunir | 17 | 23 | |
| Leigueign | 7 | 4 | |
| Eignir samtals | 60.570 | 49.745 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 1.878 | 1.878 | |
| Yfirverðsreikningur hlutafjár | 2.525 | 2.525 | |
| Bundnir eiginfjárreikningar | 26.821 | 19.517 | |
| Óráðstafað eigið fé | 12.503 | 13.690 | |
| Eigið fé samtals | 13 | 43.728 | 37.610 |
| Skuldir | |||
| Tekjuskattsskuldbinding | 18 | 1.773 | 1.892 |
| Langtímaskuldir vegna fjárfestingafasteigna | 21 | 7.239 | 3.526 |
| Aðrar vaxtaberandi langtímaskuldir | 21 | 1.915 | 1.764 |
| Skuldir við tengd félög | 23 | 2.551 | 1.504 |
| Langtímaskuldir samtals | 13.478 | 8.687 | |
| Skammtímaskuldir við lánastofnanir | 21 | 2.973 | 3.004 |
| Næsta árs afborganir af langtímaskuldum | 21 | 158 | 147 |
| Aðrar skammtímaskuldir | 22 | 226 | 294 |
| Leiguskuldbindingar | 7 | 4 | |
| Skammtímaskuldir samtals | 3.364 | 3.449 | |
| Skuldir samtals | 16.842 | 12.135 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 60.570 | 49.745 | |
| Hlutafé | Yfirverðs reikningur hlutafjár |
Lögbundinn varasjóður |
Bundinn reikningur |
Óráðstafað eigið fé |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 2024 | ||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2023 | 1.878 | 2.525 | 501 | 18.818 | 13.887 | 37.610 |
| Hagnaður ársins | 6.754 | 6.754 | ||||
| Greiddur arður 0,39 kr. á hlut | ( 750 ) | ( 750 ) | ||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | 14 | ( 14 ) | 0 | |||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | 7.520 | ( 7.520 ) | 0 | |||
| Áfallinn kostnaður vegna kaupréttarsamninga | 114 | 114 | ||||
| Lækkun lögbundins varasjóðs | ( 31 ) | 31 | 0 | |||
| Staða 31.12.2024 | 1.878 | 2.525 | 470 | 26.352 | 12.503 | 43.728 |
| 2023 | ||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2022 | 1.936 | 3.210 | 501 | 13.614 | 14.168 | 33.430 |
| Hagnaður ársins | 5.410 | 5.410 | ||||
| Keypt eigin bréf | ( 58 ) | ( 685 ) | ( 742 ) | |||
| Greiddur arður 0,31 kr. á hlut | ( 600 ) | ( 600 ) | ||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | ( 736 ) | 736 | 0 | |||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | 5.939 | ( 5.939 ) | 0 | |||
| Áfallinn kostnaður vegna kaupréttarsamninga | 113 | 113 | ||||
| Staða 31.12.2023 | 1.878 | 2.525 | 501 | 18.818 | 13.887 | 37.610 |
| Skýr. | 2024 | 2023 | ||
|---|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | ||||
| Hagnaður ársins | 6.754 | 5.410 | ||
| Leiðrétt fyrir: | ||||
| Gangvirðisbreyting fjáreigna og fjárfestingafasteigna | 9 | ( | 7.520) ( |
5.939) |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 8,9 | 113 ( |
96) | |
| Tekjuskattur | 17 | ( | 119) ( | 122) |
| Annað | ( | 142) | 121 | |
| Veltufé til rekstrar án vaxta og tekjuskatts | ( | 912) ( | 627) | |
| Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: | 35) | |||
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, breyting | 20 | ( | ( | 247) |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, breyting | 22 | ( | 68) ( |
196) |
| ( | 102) ( | 443) | ||
| Handbært fé til rekstrar án vaxta og skatta | ( | 1.015) ( |
1.070) | |
| Innborgaðar vaxtatekjur | 8 | 262 | 224 | |
| Greidd vaxtagjöld | 9 | ( | 672) ( |
368) |
| Handbært fé til rekstrar | ( | 1.424) ( |
1.213) | |
| Fjárfestingahreyfingar | ||||
| Fjárfesting í rekstrarfjármunum | 3.2 | 0 ( |
13) | |
| Fjárfest í fjárfestingafasteignum | 3.2 | ( | 4.909) ( |
5.420) |
| Sala fjárfestingafasteigna | 3.2 | 460 | 0 | |
| Fjárfesting í verðbréfum | 3.2 | ( | 3.190) ( |
10.110) |
| Sala verðbréfa | 3.2 | 5.864 | 7.255 | |
| Arður frá fjárfestingaeignum | 8 | 581 | 167 | |
| Kröfur á tengd félög og langtímakröfur, breyting | 23, 20 | ( | 1.074) | 1.712 |
| Fjárfestingahreyfingar | ( | 2.268) ( |
6.409) | |
| Fjármögnunarhreyfingar | ||||
| Greiddur arður | ( | 750) ( | 600) | |
| Endurkaup eigin bréf | 0 ( |
742) | ||
| Breyting langtímalána | 3.890 | 5.396 | ||
| Skuld við tengd félög | 1.047 | 1.447 | ||
| Skammtímalán, breyting | 21 | ( | 30) | 531 |
| Fjármögnunarhreyfingar | 4.157 | 6.031 | ||
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 465 ( |
1.592) | ||
| Handbært fé í byrjun árs | 3.139 | 4.731 | ||
| Handbært fé í lok ársins | 3.604 | 3.139 | ||
| Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa: | ||||
| Söluverð fjáreigna | 203 | 7.930 | ||
| Fjárfest í félögum og fasteignum | ( | 1.278) ( | 8.900) | |
| Kröfur á tengd félög | 1.075 | 970 | ||
SKEL fjárfestingafélag hf. ("félagið") er íslenskt hlutafélag með lögheimili á Íslandi. Skráð heimilisfang er Bjargargata 1, 102 Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að starfa sem fjárfestingafélag, þ.e. að ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með fjárfestingum.
Stjórn SKEL fjárfestingafélags hf. samþykkti ársreikninginn 6. febrúar 2025.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru við gerð þessa ársreiknings eru settar fram hér að neðan. Þeim hefur verið beitt fyrir öll ár sem sýnd eru, nema annað sé tekið fram.
Ársreikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur um upplýsingar samkvæmt lögum og reglum um ársreikninga félaga með skráð hlutabréf. Reikningsskil félagsins byggja á gangvirði í gegnum rekstur.
Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.
Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.
Ársreikningurinn er gerður og birtur í íslenskum krónum (ISK), sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Fjárhæðir eru birtar í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
(a) Flokkun
Eignir
Safni fjáreigna er stýrt og afkoma metin á gangvirðisgrunni. Félagið einbeitir sér fyrst og fremst að gangvirðisupplýsingum og notar þær upplýsingar til að meta afkomu eignanna og taka ákvarðanir. Félagið tilgreinir engin hlutabréf á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu.
Skuldabréfaeignir félagsins eru að stærstum hluta seljanlegar og skráðar á verðbréfamörkuðum og geta verið keyptar og seldar eftir aðstæðum hverju sinni. Þær eru keyptar í þeim tilgangi að ávaxta lausafé og nýta tækifæri sem skapast geta á markaði frekar en að innheimta samningsbundið greiðsluflæði. Þar af leiðandi eru fjárfestingar í skuldabréfum metnar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Afleiðusamningar eru færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Kaup og sala fjárfestinga eru færð á viðskiptadegi – dagsetningin sem félagið skuldbindur sig til að kaupa eða selja fjárfestinguna. Fjáreignir, fjárskuldir og afleiður á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru upphaflega færðar á gangvirði. Viðskiptakostnaður er gjaldfærður um leið og til hans er stofnað.
Fjáreignir eru afskráðar þegar réttur til að taka á móti sjóðstreymi úr fjáreignunum er liðinn eða hefur verið fluttur og félagið hefur flutt frá sér í meginatriðum alla áhættu og ávinning af eignarhaldinu.
Eftir upphaflega skráningu eru allar fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning metnar á gangvirði. Hagnaður og tap sem stafar af breytingum á gangvirði fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru settar fram í yfirliti yfir heildarafkomu undir liðnum Gangvirðisbreytingar fjáreigna á því tímabili sem áhrifin koma fram.
Gangvirði er það verð sem fengist fyrir að selja eign eða afleiður í skipulegum viðskiptum milli markaðsaðila á matsdegi. Gangvirði fjáreigna sem ekki er verslað með á virkum markaði er ákvarðað með matsaðferðum. Sjá nánari umfjöllun um gangvirðismat og matsaðferðir í skýringu 3.2.
Tilfærslur á milli stiga gangvirðisstigveldisins telst hafa átt sér stað í upphafi reikningsskilatímabilsins.
Við ákvörðun á gangvirði fjárfestingafasteigna er byggt á forsendum sem háðar eru mati stjórnenda á þróun ýmissa þátta í framtíðinni. Raunverulegt söluverð kann að verða frábrugðið þessu mati.
Fjárfestingafasteignir félagsins eru metnar á gangvirði á reikningsskiladegi í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IAS 40 og IFRS 13. Allar fjárfestingaeignir eru í þrepi 2 í þrepaflokkun staðalsins.
Gangvirði fjárfestingafasteigna er unnið af óháðum þriðja aðila og byggir á markaðsverðsverðmati. Gangvirðið er byggt á gangvirði sambærilegra eigna (markaðsverðsnálgun). Virðismat frá öðrum sérfræðingi og nýjasta fasteignamat var einnig notað til að styðja við mat fjárfestingafasteignanna.
Virðismatsaðferðin byggir á mati, þar sem horft er til söluverðs sambærilegra eigna.
Aðrar kröfur eru upphaflega færðar á gangvirði og eru síðan metnar á afskrifuðu kostnaðarverði. Önnur kröfustaða er geymd til innheimtu.
Á hverjum uppgjörsdegi skal félagið meta framlag í afskriftarreikning á fjárhæð sem jafngilda væntanlegu útlánatapi út líftíma kröfunnar ef útlánaáhætta hefur aukist verulega frá upphaflegri skráningu. Hafi útlánaáhættan ekki aukist verulega á uppgjörsdegi frá upphaflegri skráningu skal framlagið jafngilda 12 mánaða væntu útlánatapi. Verulegir fjárhagserfiðleikar gagnaðila, líkur á að mótaðili fari í gjaldþrot eða fjárhagslega endurskipulagningu og vanskil á greiðslum eru allt taldar vera vísbendingar um möguleg útlánatöp. Ef útlánaáhættan eykst að því marki að færa þarf kröfu niður þá reiknast vaxtatekjur miðað við brúttó bókfært verð leiðrétt fyrir niðurfærslu. Veruleg aukning á útlánaáhættu er skilgreind af stjórnendum sem hvers kyns krafa sem er komin meira en 30 dögum fram yfir gjalddaga. Sérhver krafa sem er komin meira en 90 dögum eftir gjalddaga er varúðarfærð.
Fjáreignum og -skuldum er jafnað saman og samanlögð fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur til að jafna fjárhæðunum er fyrir hendi og ætlunin er að gera upp viðskiptin á jöfnuðum grunni (net basis) eða innleysa eignina og gera upp skuldina samtímis. Skuldajöfnunarrétturinn má ekki vera háður atburðum í framtíðinni og verður að vera til staðar í venjulegum rekstri og ef um vanskil eða gjaldþrot félagsins eða gagnaðila er að ræða.
Handbært fé nær yfir innlán í banka og aðrar skammtímafjárfestingar á virkum markaði með gjalddaga innan þriggja mánaða eða skemur.
Vextir eru færðir með aðferð virkra vaxta. Til vaxtatekna teljast vextir af handbæru fé. Vextir af fjáreignum á gangvirði í gegnum rekstrarreikning innihalda vexti af skuldabréfum.
Arðstekjur eru færðar þegar réttur til greiðslu er staðfestur, líklegt er að efnahagslegur ávinningur tengdur arðinum renni til félagsins og hægt er að meta fjárhæð arðsins með áreiðanlegum hætti.
Viðskiptakostnaður er kostnaður sem fellur til við að afla fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Þau fela í sér gjöld og þóknanir sem greiddar eru til ráðgjafa, miðlara og söluaðila. Viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning sem kostnaður þegar til hans stofnast.
Reiðufé sem félagið leggur fram að veði er flokkað sem handbært fé og tilgreint sem veðsett reiðufé í skýringu 12.
Félagið hefur gert samninga með söluréttum þar sem krafa getur myndast á SKEL að kaupa eignir af mótaðila sínum. Skuldbindingunum er haldið utan efnahags þar sem óvíst er að til þeirra komi. Einnig hefur félagið gengist í ábyrgð vegna leigu á húsnæði eins dótturfélags. Heildarfjárhæð skuldbindinga utan efnahags er að finna í skýringu 3.1.2.
Stjórnendur skilgreina félagið sem einn starfsþátt og birtir félagið því ekki starfsþáttayfirlit.
Félagið greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Félagið ber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdra gjalda eftir því sem þau falla til.
Gangvirði kaupréttarsamninga við starfsmenn er metið á samningsdegi og verður gjaldfært meðal launa og launatengdra gjalda á því tímabili sem starfsmennirnir ávinna sér kauprétti. Mótfærsla er færð á sérstakan lið meðal eigin fjár. Árleg gjaldfærsla er leiðrétt með tilliti til fjölda kauprétta sem vænst er að ávinnast. Gangvirði kaupréttarsamninga er metið með Black-Scholes aðferðinni. Við matið eru notaðar forsendur um gengi hlutabréfa á matsdegi, gengi í kaupréttarsamningum, vænt flökt á gengi hlutabréfa, gildistíma samninganna, væntar arðgreiðslur og áhættulausa vexti (byggt á ríkisverðbréfum).
Starfsemi félagsins er útsett fyrir margvíslegri fjárhagsáhættu: markaðsáhættu (þar á meðal verðáhættu, gjaldeyrisáhættu og vaxtaáhættu), lausafjáráhættu og útlánaáhættu.
Stjórn og stjórnendur SKEL leitast við að viðhalda góðu eftirlitsumhverfi með skjalfestum stefnum, reglum og verklagsferlum. Með þeim hætti er tryggð skilvirkni í starfsemi félagsins, áreiðanleiki upplýsinga og hlítni við lög. Forstjóri og fjármálastjóri bera ábyrgð á greiningu og mati á fjárhagslegum og rekstrarlegum áhættum félagsins. Þeir taka ennfremur virkan þátt í mótun áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Hjá félaginu starfar ekki sérstakur áhættustjóri. Þá eru mánaðarlegir fundir haldnir með stjórn þar sem stjórn er upplýst um helstu áhættuþætti í rekstri félagsins hverju sinni. Stjórn og stjórnendur geta með þeim hætti brugðist tímanlega við áhættum sem steðja að. Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með því að áhættustjórnun sé í samræmi við stefnur félagsins og að eftirlitsaðgerðir taki á áhættum í starfseminni. Áhættustýring er yfirfarin árlega með tilliti til breytinga í helstu áhættuþáttum í starfsemi félagsins.
Félagið er einnig óvarið fyrir rekstraráhættu eins og vörsluáhættu. Vörsluáhætta er hættan á tapi verðbréfa í vörslu sem stafar af gjaldþroti eða vanrækslu vörsluaðila. Þrátt fyrir að viðeigandi lagarammi sé til staðar sem útilokar hættu á að verðbréf sem vörsluaðili hefur í vörslu tapist, þá gæti geta félagsins til að flytja verðbréf skerst tímabundið.
Allar fjárfestingar í verðbréfum hafa í för með sér áhættu á fjármagnstapi. Hámarkstap fjármagns á keyptum valréttum, langtíma hluta- og skuldabréfum takmarkast við gangvirði þeirra. Á samningsbundnum kaupréttum, stuttum framtíðarstöðum og á skortseldum hlutabréfum og skuldum getur hámarkstap verið ótakmarkað. Hámarkstap á samningsbundnum söluréttum, löngum framtíðarsamningum og framvirkum gjaldmiðlasamningum er takmarkað við áætluð samningsverðmæti.
Notkun félagsins á skuldsetningu og lántökum getur aukið hversu útsett félagið er fyrir þessari áhættu, sem aftur getur aukið hugsanlega ávöxtun sem félagið getur náð. Forstjóri og fjármálastjóri félagsins stýra þessum áhættuskuldbindingum á einstökum verðbréfum.
Félagið notar mismunandi aðferðir til að mæla og stýra hinum ýmsu tegundum áhættu sem það er útsett fyrir; þessar aðferðir eru útskýrðar í skýringu 3.1.1.-3.1.3.
Félagið er berskjaldað fyrir verðáhættu hlutabréfa og fjárfestingaeigna. Þetta stafar af fjárfestingum þar sem verð er óvíst í framtíðinni. Þar sem fjármálagerningar, til dæmis hlutabréf, eru í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum, mun verðið einnig sveiflast vegna breytinga á gengi gjaldmiðla. Í b-lið "Gjaldeyrisáhætta" hér að neðan er tilgreint hvernig þessum þætti verðáhættu er stýrt og hvernig hún er mæld. Stefna félagsins er að stýra verðáhættu með dreifingu og vali á verðbréfum og öðrum fjármálagerningum innan ákveðinna marka sem stjórn félagsins setur.
Gangvirði hlutabréfa, skuldabréfa og fjárfestingafasteigna sem útsett eru fyrir verðáhættu þann 31. desember eru:
| Gangvirði | |||
|---|---|---|---|
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | ||
| Skráð hlutabréf | 9.583 | 9.105 | |
| Óskráð hlutabréf | 32.822 | 27.114 | |
| Fjárfestingafasteignir | 10.929 | 6.107 | |
| Skráð skuldabréf | 1.086 | 2.838 | |
| 54.419 | 45.165 | ||
| Félagið var í heildina útsett fyrir verðáhættu á eftirfarandi eignum: | |||
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | ||
| Hlutabréf | 42.405 | 36.219 | |
| Fjárfestingafasteignir | 10.929 | 6.107 | |
| Skuldabréf | 1.086 | 2.838 | |
| 54.419 | 45.165 |
Félagið stýrir einnig áhættu sinni fyrir verðáhættu með því að flokka fjárfestingasafnið eftir starfsemi. Stefna félagsins er að dreifa fjárfestingaeignum á milli flokka og takmarka þannig áhættu félagsins af einstökum flokki. Taflan hér að neðan er yfirlit yfir helstu flokka starfsemi innan hlutabréfasafnsins (þar með talið hlutabréf á stigi 1, 2 og 3), að frádregnum skortseldum verðbréfum.
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | |
|---|---|---|
| Flokkun fjárfestinga | ||
| Neytendamarkaður | 29% | 34% |
| Fyrirtækjamarkaður | 26% | 23% |
| Fasteignir | 29% | 23% |
| Fjármálamarkaður | 6% | 10% |
| Innviðir | 6% | 7% |
| Annað | 3% | 3% |
| 100% | 100% |
Félagið starfar á alþjóðavettvangi og á bæði handbært fé og verðbréf í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum, starfrækslugjaldmiðlinum. Gjaldeyrisáhætta, eins og hún er skilgreind í IFRS 7, myndast þar sem verðmæti framtíðarviðskipta með eignir og skuldir sveiflast vegna breytinga á erlendum gjaldmiðlum. Stjórnendur hafa eftirlit með gjaldeyrisjöfnuði félagsins og er hann sýndur í töflunni hér að neðan.
Félagið á í gjaldeyrisvarnarviðskiptum í þeim tilgangi að stýra gjaldeyrisjöfnuði og þar með gjaldeyrisáhættu.
Þegar félagið mótar sér sýn á framtíðarstefnu erlendra gjaldmiðla og hugsanleg áhrif þeirra á félagið er tekið tillit til samsetningu eignasafnsins. Félagið getur einnig orðið fyrir óbeinum áhrifum af áhrifum gengisbreytinga á tekjur tiltekinna fyrirtækja sem félagið fjárfestir í, jafnvel þótt verðbréf þeirra fyrirtækja séu í krónum. Af þeirri ástæðu getur næmnigreiningin hér að neðan ekki endilega gefið til kynna heildaráhrif vegna framtíðarbreytinga á gengi gjaldmiðla.
Töflurnar fyrir neðan sýna samantekna gjaldeyrisáhættu félagsins 31. desember 2024 og 31. desember 2023. Fjárhæðir utan efnahagsreiknings sýna nafnverðsfjárhæðir afleiðusamninga félagsins.
| 31. desember 2024 | EUR | USD | SEK | DKK |
|---|---|---|---|---|
| Eignir | ||||
| Handbært fé | 206 | 4 | 3 | 1 |
| Verðbréf | 775 | 0 | 0 | 474 |
| Kröfur | 1.020 | 0 | 0 | 494 |
| Framvirkir samningar | 46 | 0 | 0 | 0 |
| 2.046 | 4 | 3 | 969 | |
| Skuldir | ||||
| Skuldir | 0 | 0 | 0 | 0 |
| Hrein staða í efnahagsreikningi | 2.046 | 4 | 3 | 969 |
| Hrein gjaldeyrisstaða | 2.092 | 4 | 3 | 969 |
| 31. desember 2023 | EUR | USD | SEK | DKK |
| Eignir | ||||
| Handbært fé | 24 | 34 | 0 | 2 |
| Verðbréf | 872 | 0 | 1.008 | 0 |
| Framvirkir samningar | 0 | 24 | 0 | 0 |
| 896 | 58 | 1.009 | 2 | |
| Skuldir | ||||
| Skuldir | 0 | 0 | 712 | 0 |
| Hrein staða í efnahagsreikningi | 896 | 58 | 297 | 2 |
| Hrein gjaldeyrisstaða | 896 | 58 | 297 | 2 |
Félagið notaði eftirfarandi meðalgengi erlendra gjaldmiðla fyrir tímabilið sem ársreikningurinn nær til
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | Breyting % | |
|---|---|---|---|
| DKK/ISK | 20,018 | 20,016 | 0,0% |
| SEK/ISK | 13,066 | 13,004 | 0,5% |
| USD/ISK | 137,93 | 137,98 | 0,0% |
| EUR/ISK | 149,31 | 149,14 | 0,1% |
Í samræmi við stefnu félagsins fylgist fjármálastjóri með gjaldeyrisáhættu félagsins daglega.
Taflan hér að neðan sýnir næmni eigna og skulda félagsins fyrir breytingum á gjaldeyrishreyfingum þann 31. desember 2024 eftir skatta. Greiningin byggir á þeim forsendum að viðkomandi gengi krónunnar hafi hækkað/lækkað um 10%, með öllum öðrum breytum óbreyttum.
| Gjaldmiðill | Áhrif á virði | |
|---|---|---|
| gengisbr. 2024 |
||
| Dönsk króna (DKK) | +/- 10% | 77 |
| Evra (EUR) | +/- 10% | 165 |
Vaxtaáhætta stafar af áhrifum sveiflna á vöxtum á markaði á gangvirði fjáreigna og fjárskulda og framtíðarsjóðstreymi. Félagið á verðbréf með föstum vöxtum sem útsetja það fyrir gangvirðisáhættu vaxta. Félagið á einnig skuldir og reiðufé með breytilegum vöxtum í íslenskum krónum sem útsetja félagið fyrir vaxtaáhættu sjóðstreymis.
Sundurliðun vaxtaberandi eigna og skulda eftir því sem fyrr er endurverðlagning vaxta eða gjalddagi:
| 31.12.2024 | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjáreignir | Allt að 1 mánuður |
1-3 mánuðir |
3-12 mánuðir |
1-5 ár | Samtals |
| Handbært fé og ígildi handbærs fjár | 3.604 | 3.604 | |||
| Ríkisskuldabréf | 1.086 | 1.086 | |||
| Fyrirtækjaskuldabréf | 385 | 1.558 | 1.943 | ||
| Fjáreignir að undanskildum afleiðum | 3.604 | 0 | 385 | 2.644 | 6.634 |
| Afleiðusamningar | 622 | 622 | |||
| Fjáreignir samtals | 4.226 | 0 | 385 | 2.644 | 7.255 |
| Fjárskuldir | |||||
| Skuldir við lánastofnanir | 2.973 | 7.720 | 10.694 | ||
| Skuldir við tengda aðila | 2.551 | 2.551 | |||
| Fjárskuldir að undanskildum afleiðum | 2.973 | 10.272 | 0 | 0 | 13.245 |
| Afleiðusamningar | 576 | 576 | |||
| Fjárskuldir samtals | 3.549 | 10.272 | 0 | 0 | 13.821 |
| Heildarendurverðlagningarbil vaxta | 677 | ( 10.272) | 385 | 2.644 | ( 6.565) |
| 31.12.2023 | |||||
| Fjáreignir | Allt að 1 | 1-3 | 3-12 | 1-5 ár | Samtals |
| mánuður | mánuðir | mánuðir | |||
| Handbært fé og ígildi handbærs fjár | 3.139 | 3.139 | |||
| Ríkisskuldabréf | 1.497 | 1.027 | 2.524 | ||
| Fyrirtækjaskuldabréf | 29 | 959 | 300 | 1.289 | |
| Fjáreignir að undanskildum afleiðum | 3.139 | 29 | 2.456 | 1.327 | 6.951 |
| Afleiðusamningar | 335 | 545 | 880 | ||
| Fjáreignir samtals | 3.139 | 29 | 2.791 | 1.872 | 7.831 |
| Fjárskuldir | |||||
| Skuldir við lánastofnanir | 2.292 | 6.167 | 8.459 | ||
| Skuldir við tengda aðila | 1.465 | 1.465 | |||
| Fjárskuldir að undanskildum afleiðum | 2.292 | 7.632 | 0 | 0 | 9.924 |
| Afleiðusamningar | 940 | 940 | |||
| Fjárskuldir samtals | 3.232 | 7.632 | 0 | 0 | 10.864 |
Lausafjáráhætta er áhættan að félagið hafi ekki nægjanlegt laust fé til að gera upp skuldbindingar sínar þegar þær falla á gjalddaga eða geti aðeins gert það á kjörum sem eru verulega óhagstæð.
Félagið fjárfestir í afleiðusamningum og skuldabréfum og óskráðum hlutabréfafjárfestingum sem ekki er verslað með á virkum markaði. Þar af leiðandi geta komið upp þær aðstæður að félagið geti ekki losað um þessar fjárfestingar sínar hratt og nálægt gangvirði þeirra til þess að uppfylla lausafjárþörf sína eða bregðast við sérstökum atburðum eins og rýrnun á lánshæfi útgefanda.
Félagið hefur einnig gengist í ábyrgð fyrir lánum og leigusamningum hjá félögum í eignasafni sínu. Heildarfjárhæð mögulegra skuldbindinga vegna ábyrgða er 1.394 m.kr. í árslok 2024.
Í árslok 2024 eru handbært fé og ríkisskuldabréf 143% af skammtímaskuldum félagsins.
Í samræmi við stefnu félagsins er fylgst með lausafjáráhættu daglega.
Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum, greinast þannig:
| 31. desember 2024 | Bókfært | Umsamið sjóð |
||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| verð | streymi | Innan árs | 1-2 ár | 2-5 ár Meira en 5 ár | ||
| Fjárskuldir sem ekki eru afleiður | ||||||
| Vaxtaberandi skuldir | 14.836 | 18.216 | 3.437 | 7.142 | 7.637 | 0 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar | ||||||
| skammtímaskuldir | 226 | 226 | 226 | |||
| 15.063 | 18.443 | 3.664 | 7.142 | 7.637 | 0 | |
| 31. desember 2023 | Umsamið | |||||
| Bókfært verð |
sjóð streymi |
Innan árs | 1-2 ár | 2-5 ár Meira en 5 ár | ||
| Fjárskuldir sem ekki eru afleiður | ||||||
| Vaxtaberandi skuldir | 9.963 | 11.298 | 3.392 | 2.373 | 4.118 | 1.415 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar | ||||||
| skammtímaskuldir | 294 | 294 | 294 |
Útlánaáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi ef mótaðili félagsins stendur ekki við umsamdar skuldbindingar sínar. Félagið stundar ekki umfangsmikla útlánastarfsemi og lánar aðallega til mótaðila sem eru í eigu félagsins, félagið þekkir vel og hefur aðkomu að stjórn.
Mesta mögulega tap félagsins vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra sem var eftirfarandi í árslok:
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Handbært fé | 3.604 | 3.139 |
| Lán og kröfur á tengda aðila | 1.919 | 845 |
| Skammtímakröfur | 605 | 570 |
| 6.128 | 4.554 |
Árið 2024 voru kröfur að fjárhæð 5,3 m.kr. afskrifaðar.
Færð er varúðarniðurfærsla krafna að fjárhæð 68 m.kr. sem er vegna einnar kröfu.
Gangvirði fjáreigna og skulda sem verslað er með á virkum mörkuðum miðast við skráð markaðsverð við lokun viðskipta á lokadegi ársins. Félagið notar síðasta markaðsverð fyrir bæði fjáreignir og fjárskuldir. Ef umtalsverð hreyfing á gangvirði verður eftir lokun viðskipta fram að miðnætti á lokadegi ársins, verður matsaðferðum beitt til að ákvarða gangvirði.
Fjárfestingafasteignir félagsins voru metnar af óháðum þriðja aðila og byggði verðmatið á nýlegum viðskiptaverðum með sambærilegar eignir.
Gangvirði fjáreigna og skulda sem ekki er verslað með á virkum markaði er ákvarðað með því að nota verðmatsaðferðir. Félagið notar margvíslegar aðferðir og gefur sér forsendur sem byggja á markaðsaðstæðum. Verðmatsaðferðir sem notaðar eru fyrir óstaðlaða fjármálagerninga eins og valrétti, gjaldeyrisskiptasamninga og aðrar afleiður, fela í sér notkun á sambærilegum nýlegum viðskiptum á armslengdar grundvelli, tilvísun í aðra gerninga sem eru í meginatriðum eins, greining á núvirtu sjóðstreymi, verðlagningarlíkönum valrétta og öðrum verðmatsaðferðum sem almennt eru notaðar af markaðsaðilum með það að markmiði að nýta markaðsupplýsingar sem mest og treysta eins lítið og mögulegt er á sértækar upplýsingar.
Verðmatslíkön eru alltaf mat eða nálgun á verðmæti sem ekki er hægt að ákvarða með vissu og matsaðferðir sem notaðar eru endurspegla kannski ekki að fullu alla þætti sem skipta máli fyrir stöðuna sem félagið tekur. Verðmat er því leiðrétt, þar sem við á, til að taka tillit til viðbótarþátta, þar á meðal lausafjáráhættu og mótaðilaáhættu.
Félagið notar þrepaskiptingu til þess að skýra mismunandi flokka við mati á gangvirði. Þrepin eru skilgreind á eftirfarandi hátt:
Þrep 1: Skráð verð (óbreytt) á virkum markaði fyrir samskonar eignir og skuldir.
Fjárfestingar þar sem verðmæti miðast við skráð markaðsverð á virkum mörkuðum og eru því flokkuð í 1. stig, eru skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf. Félagið aðlagar ekki skráð verð fyrir þessa gerninga.
Þrep 2: Aðrar forsendur en skráð verð samkvæmt fyrsta þrepi sem hægt er að greina fyrir eignina eða skuldina, ýmist beint (þ.e. verð) eða óbeint (þ.e. afleidd af verði).
Fjármálagerningar sem átt er í viðskiptum með á mörkuðum sem ekki eru taldir vera virkir en eru metnir á grundvelli skráðs markaðsverðs, tilboða söluaðila eða annarra verðmatsaðferða sem stutt er af sjáanlegum breytum eru flokkaðir í 2. þrep. Þar sem 2. stigs fjárfestingar innihalda stöður sem ekki er verslað með á virkum mörkuðum og/eða eru háðar yfirfærslutakmörkunum, getur verðmat verið aðlagað til að endurspegla óseljanleika og/eða óframseljanleika, sem eru almennt byggðar á tiltækum markaðsupplýsingum.
Þrep 3: Forsendur sem notaðar eru við mat eignar eða skuldar eru ekki byggðar á fáanlegum markaðsupplýsingum (ógreinanlegar upplýsingar).
Fjárfestingar sem flokkast innan 3. stigs hafa umtalsverðar ógreinanlegar breytur, þar sem viðskipti með þau eru fátíð. Þriðja stigs gerningarnir innihalda hlutabréf fyrirtækja og fjárfestingaeigna. Þar sem sjáanleg verð eru ekki tiltæk fyrir þessi verðbréf hefur félagið notað matsaðferðir til að fá fram gangvirði.
Eftirfarandi tafla sýnir fjárfestingaeignir félagsins eftir flokkum metnar á gangvirði 31. desember 2024.
| Eignir | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Samtals |
|---|---|---|---|---|
| Eignarhlutir í félögum: | ||||
| Fyrirtækjamarkaður | 0 | 0 | 13.012 | 13.012 |
| Neytendamarkaður | 775 | 0 | 15.651 | 16.426 |
| Fjármálamarkaður | 3.390 | 0 | 0 | 3.390 |
| Fasteignir | 4.619 | 0 | 191 | 4.810 |
| Innviðir | 0 | 0 | 3.355 | 3.355 |
| Annað | 845 | 0 | 567 | 1.411 |
| Skuldabréf: | ||||
| Ríkisskuldabréf | 1.086 | 0 | 0 | 1.086 |
| Fjárfestingafasteignir | 0 | 10.294 | 635 | 10.929 |
| 10.715 | 10.294 | 33.410 | 54.419 |
Eftirfarandi tafla sýnir eignir félagsins eftir flokkum metnar á gangvirði 31. desember 2023.
| Eignir Eignarhlutir í félögum: |
Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Samtals |
|---|---|---|---|---|
| Fyrirtækjamarkaður | 34 | 0 | 9.740 | 9.774 |
| Neytendamarkaður | 872 | 0 | 13.628 | 14.501 |
| Fjármálamarkaður | 4.252 | 0 | 211 | 4.463 |
| Fasteignir | 3.085 | 0 | 451 | 3.535 |
| Innviðir | 0 | 0 | 2.839 | 2.839 |
| Annað | 862 | 0 | 225 | 1.087 |
| Skuldabréf: | 0 | |||
| Skuldabréf fyrirtækja | 291 | 0 | 44 | 335 |
| Ríkisskuldabréf | 2.524 | 0 | 0 | 2.524 |
| Fjárfestingafasteignir | 0 | 0 | 6.107 | 6.107 |
| 11.920 | 0 | 33.245 | 45.165 |
Verðmat 3. stigs eigna er endurskoðað á sex mánaða fresti eða oftar ef þurfa þykir. Metið er hversu viðeigandi breytur verðmatslíkansins eru, sem og matsniðurstaðan með ýmsum matsaðferðum og aðferðum sem almennt eru viðurkenndar sem staðlaðar. Við val á heppilegasta verðmatslíkaninu er haft í huga niðurstöður hvaða líkans hafa í gegnum tíðina verið best í takt við raunveruleg markaðsviðskipti.
Við mat á gangvirði stærstu óskráðu félaganna í eigu SKEL er stuðst við sjóðstreymisgreiningu (e. Discounted Cash Flow, DCF) og bæði notað frjálst fjárstreymi til fyrirtækis (e. Free Cash Flow to Firm, FCFF) og arðgreiðslulíkan (e. Dividend Discount Model, DDM). Gangvirðismatið er byggt á rekstraráætlun stjórnenda hvers félags. Spástærðir eru margar hverjar byggðar á raunbreytingu undirliggjandi stærða og í kjölfarið er innbyggt verðbólguálag áhættulausra vaxta notað sem mat á framtíðarverðbólgu í fjárstreymi, sérstöku fyrirtækjaálagi bætt við ávöxtunarkröfu eigin fjár sem tekur m.a. mið af seljanleika félaganna, óvissu um framgang rekstraráætlana og ýmsum óvissuþáttum í rekstrarumhverfi félaganna. Sjá helstu forsendur verðmata í töflu fyrir neðan. Verðmöt óskráðra eigna eru framkvæmdar af óháðum þriðja aðila sem eru sérfræðingar í verðmötum fyrirtækja.
Í þeim tilfellum þegar hægt er að finna nýlegt viðskiptaverð í viðskiptum við ótengda aðila þá er miðað við slíkt verð frekar en niðurstöður verðmata.
| Styrkás | Orkan | ||||
|---|---|---|---|---|---|
| Samstæða | Samstæða | Lyfjaval | Gallon | ||
| Drög 2024* | Framlegð/Tekjur | 9.766 | 5.362 | 3.816 | 609 |
| EBITDA | 2.649 | 2.272 | 139 | 294 | |
| EBIT | 2.365 | 1.682 | ( 11) | 133 | |
| Framlegð/ Tekjur | 10.484 | 5.731 | 4.625 | 629 | |
| EBITDA | 2.869 | 2.438 | 274 | 303 | |
| Áætlun 2025* | EBIT | 2.294 | 1.730 | 221 | 163 |
| Fjárfestingar | 988 | 993 | 74 | 60 | |
| Virðismat | WACC | n/a | 14,1% | 14,0% | 12,0% |
| Rekstrarvirði (EV) | n/a | 14.408 | 2.892 | 2.195 | |
| Virði hlutafjár | n/a | 10.669 | 2.373 | 3.355 | |
| Bókfært virði SKEL |
Rekstrarvirði (EV) | 23.020 | 14.408 | 2.892 | 2.195 |
| Virði hlutafjár | 20.456 | 10.669 | 2.373 | 3.355 | |
| Eignarhlutur SKEL % | 63,4% | 100% | 81,2% | 100% | |
| Virði hlutafjár SKEL | 12.969 | 10.669 | 1.927 | 3.355 | |
| Verðlagning | EV/EBITDA 2024 | 8,7x | 6,3x | 20,8x | 7,5x |
| EV/EBITDA 2025S | 8,0x | 5,9x | 10,6x | 7,2x | |
| EV/EBIT 2024 | 9,7x | 8,6x | n/a | 16,5x | |
| EV/EBIT 2025S | 10,0x | 8,3x | 13,1x | 13,5x |
| 31.12.2024 | Skráð | Fjárfestinga | Óskráð | Afleiðu | |
|---|---|---|---|---|---|
| verðbréf | fasteignir | verðbréf | samningar | Samtals | |
| Staða 31.12.2023 | 11.920 | 6.107 | 27.114 | 24 | 45.165 |
| Gangvirðisbreyting færð í rekstrarreikning | 2.168 | 389 | 4.940 | 22 | 7.520 |
| Viðbætur | 2.138 | 4.893 | 1.029 | 0 | 8.059 |
| Sala | ( 5.557) | ( 460) | ( 308) | 0 | ( 6.324) |
| Staða 31. desember 2024 | 10.669 | 10.929 | 32.776 | 46 | 54.420 |
| 31.12.2023 | Skráð verðbréf |
Fjárfestinga fasteignir |
Óskráð verðbréf |
Afleiðu samningar |
Samtals |
|---|---|---|---|---|---|
| Staða 31.12.2022 | 7.037 | 690 | 23.150 | ( 13) | 30.864 |
| Endurflokkun 1.1.2023 | 201 | 0 | ( 201) | 0 | 0 |
| Gangvirðisbreyting færð í rekstrarreikning | 772 | ( 2) | 5.218 | ( 48) | 5.939 |
| Viðbætur | 6.372 | 5.420 | 3.739 | 0 | 15.532 |
| Sala | ( 2.463) | 0 | ( 4.792) | 0 | ( 7.255) |
| Afleiðusamningur færður meðal skulda | 0 | 0 | 0 | 84 | 84 |
| Staða 31. desember 2023 | 11.920 | 6.107 | 27.114 | 24 | 45.165 |
Félagið telur gangvirðismötin vera viðeigandi nálgun á gangvirði eignanna en breytingar á forsendum eða matsaðferðum getur haft veruleg áhrif á niðurstöður verðmatanna. Breyting upp á 10% á verðmötum myndi hafa eftirfarandi áhrif á hagnað fyrir skatta:
| +10% | -10% | |
|---|---|---|
| Fjárfestingafasteignir | 1.093 | ( 1.093) |
| Hlutabréf | 3.278 | ( 3.278) |
| Skuldabréf | 5 | ( 5) |
| 4.375 | ( 4.375) |
Félagið metur í lok hvers uppgjörstímabils hvort fjáreignir og fjárskuldir sem metnar eru á gangvirði hafi færst á milli þrepa í þrepaskiptingunni með því að yfirfara flokkunina. Á árunum 2024 og 2023 voru fjárfestingafasteignir í Stefnisvogi færðar úr þrepi 3 í þrep 2.
Stjórnendur gera áætlanir og gefa sér forsendur um framtíðina. Matið sem af þessu leiðir mun sjaldan jafngilda nákvæmlega raunverulegum niðurstöðum. Áætlanir og forsendur sem eru sérstaklega viðkvæmar fyrir breytingum og geta valdið verulegri leiðréttingu á bókfærðu verði eigna og skulda eru útlistuð hér að neðan.
Gangvirði verðbréfa sem ekki eru skráð á virkum markaði getur verið ákvarðað af félaginu með því að nota þekktar verðmatsaðferðir. Þar sem engin markaðsgögn eru tiltæk getur félagið metið stöður með eigin líkönum, sem eru byggð á verðmatsaðferðum og aðferðum sem almennt eru viðurkenndar sem staðlaðar í greininni. Líkönin sem notuð eru til að ákvarða gangvirði eru yfirfarin og endurskoðuð reglulega af starfsfólki hjá SKEL fjárfestingafélagi. Líkönin sem notuð eru fyrir skuldabréf eru byggð á hreinu núvirði áætlaðs framtíðarsjóðstreymis, leiðrétt eftir því sem við á fyrir lausafjárstöðu og lánsfjár- og markaðsáhættuþáttum.
Líkönin nota greinanleg gögn, að því marki sem unnt er. Stjórnendur þurfa þó að beita mati fyrir breytur sem ekki eru greinanlegar á markaði. Breytingar á forsendum um þessa þætti gætu haft áhrif á skráð gangvirði fjármálagerninga. Næmni fyrir ógreinanlegum gögnum byggist á væntingum stjórnenda um mögulegar breytingar á þessum gögnum, að teknu tilliti til sögulegra sveiflna og mats á framtíðarhreyfingum á markaði.
Ákvörðun um hvað teljist "greinanlegt" krefst verulegs mats félagsins. Félagið lítur svo á að greinanleg gögn séu markaðsgögn sem eru aðgengileg, dreift reglulega eða uppfærð, áreiðanleg og sannreynanleg, ekki séreign og veitt af óháðum aðilum sem taka virkan þátt í viðkomandi markaði.
Stjórnin telur íslensku krónuna vera þann gjaldmiðil sem best sýnir efnahagsleg áhrif undirliggjandi viðskipta, atburða og aðstæðna. Krónan er gjaldmiðillinn sem félagið mælir frammistöðu sína í og tilkynnir um afkomu sína.
| Leigutekjur | 2024 229 |
2023 34 |
|---|---|---|
| Fasteignagjöld | 21 | 7 |
| Tryggingar | 7 | 0 |
| Aðkeypt þjónusta | 9 | 0 |
| Annar rekstrarkostnaður | 7 | 1 |
| Rekstrarkostnaður fjárfestingafasteigna samtals | 44 | 9 |
| Aðrar rekstrartekjur | ||
| Aðrar rekstrartekjur greinast þannig: | 2024 | 2023 |
| Laun greidd til SKEL vegna stjórnarsetu | 46 | 56 |
| Aðrar tekjur | 5 | 73 |
| Aðrar rekstrartekjur samtals | 51 | 128 |
| 7. | Annar rekstrarkostnaður | ||
|---|---|---|---|
| Annar rekstrarkostnaður greinist þannig: | 2024 | 2023 | |
| Aðkeypt lögfræðiaðstoð og önnur þjónusta | 114 | 114 | |
| Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður | 79 | 61 | |
| Skráningarkostnaður og annar tengdur kostnaður | 48 | 47 | |
| Upplýsingatækni | 18 | 32 | |
| Húsnæðiskostnaður | 16 | 42 | |
| Afskriftir | 11 | 8 | |
| Annar kostnaður | 12 | 0 | |
| Annar rekstrarkostnaður samtals | 299 | 305 |
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Vaxtatekjur af handbæru fé | 191 | 200 |
| Vextir af kröfum og skuldabréfum | 148 | 138 |
| Arðstekjur | 581 | 167 |
| Gengismunur | 45 | 122 |
| 966 | 627 |
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Vaxtagjöld | 1.079 | 463 |
| Varúðarniðurfærsla lánveitinga | 0 | 68 |
| 1.079 | 531 |
Eignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur sundurliðast þannig:
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | |
|---|---|---|
| Gangvirði | Gangvirði | |
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| RIKB 24 0415 | 0 | 1.497 |
| RIKS 26 0216 | 1.086 | 1.027 |
| 1.086 | 2.524 | |
| Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| Kaldalón hf. (2024: 15,28%) | 4.619 | 3.000 |
| Skagi hf. (2024: 8,23%) | 3.390 | 2.681 |
| Önnur skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 1.574 | 3.715 |
| 9.583 | 9.396 | |
| Aðrar óskráðar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| Styrkás hf. (63,4%) | 12.969 | 9.697 |
| Orkan IS ehf. (100%) | 10.669 | 9.173 |
| Gallon ehf. (100%) | 3.355 | 2.839 |
| Lyfjaval ehf. (81,2%) | 1.927 | 2.368 |
| Stork ehf. (100%), innifelur INNO (50%) | 1.126 | 0 |
| Önnur óskráð félög | 2.776 | 3.061 |
| 32.822 | 27.138 | |
| Eignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur, frh. 10. Fjárfestingafasteignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning |
31.12.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|
| Íbúðarhúsnæði | 10.294 | 4.968 |
| Atvinnuhúsnæði | 635 | 1.139 |
| 10.929 | 6.107 | |
| Heildareignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur | 54.419 | 45.165 |
| Breytingar á gangvirði fjáreigna og fjárfestingafasteigna: | 2024 | 2023 |
| Innleyst | ( 14) | 736 |
| Óinnleyst | 7.534 | 5.204 |
| 7.520 | 5.939 |
Eftirfarandi fjárfestingaeignir eru nýttar sem trygging vegna veðlána að fjárhæð 10.370 m.kr. í árslok 2024:
| Eignir | Markaðsverð |
|---|---|
| Fasteignir | 10.744 |
| Kaldalón hf. | 4.619 |
| Vátryggingafélag Íslands hf. | 3.390 |
| Aðrar skráðar eignir | 453 |
| 19.206 |
Orkan IS ehf. er fyrirtæki á neytendamarkaði. Orkan rekur 73 eldsneytisstöðvar auk þess að selja vetni, metan og bjóða rafhleðslu. Orkan á að fullu Löður ehf. Orkan á eignarhlut í Heimkaup (71%), Blæ ehf., áður Íslenska Vetnisfélagið, (50%) og Straumlind ehf. (34%).
Löður ehf. rekur 12 bílaþvottastöðvar, 9 á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri, eina í Vestmannaeyjum og eina í Reykjanesbæ. Allar stöðvarnar eru reknar undir eigin vörumerki.
Heimkaup ehf. rekur heimkaup.is ásamt verslunum undir merkjunum Prís, 10-11, Extra og Orkunnar. Auk þess að eiga eignarhlut í Sbarro. Í lok árs 2024 var hlutur félagsins í Brauð og co. seldur til SKEL. Lyfjaval ehf. rekur 7 apótek undir eigin vörumerki sem og netverslun með lyf og tengdar vörur.
Styrkás hf. var stofnað 2023 sem móðurfélag utan um 100% eignarhluti í Skeljungi ehf. og Kletti sölu og þjónustu ehf. Á árinu bættist svo 100% hlutur í Stólpa við Styrkás.
Skeljungur sinnir sölu og þjónustu við fyrirtæki með eldsneyti, efnavöru og áburð. Félagið sinnir hluta af þjónustu sinni í gegnum eftirfarandi dóttur- og hlutdeildarfélög Barkur ehf. (67%), EAK ehf. (33%), Fjölver ehf. (33%) og Ecomar ehf. (67%).
Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla. Klettur er umboðsaðili fyrir Caterpillar (CAT) og Scania á Íslandi og er með 6 starfsstöðvar á Íslandi.
Stólpi starfar á sviði eignaumsýslu og leigustarfsemi. Félagið er leiðandi í gáma- og húseiningalausnum fyrir atvinnulífið og einstaklinga, gámaviðgerðum og tjónaþjónustu fyrir tryggingafélög.
Gallon ehf. á og rekur orkuinnviði, þ.e. sex birgðastöðvar í Reykjavík, á Akureyri, Eskifirði, Reyðarfirði og í Vestmannaeyjum. Birgðatankar félagsins eru 36 og geymslurými fyrir um 90m lítra af eldsneyti. Gallon ehf. á 25% eignarhlut í EBK ehf.
Framvirkir samningar eru skuldbinding til að kaupa eða selja fjármálagerning í framtíðinni á ákveðnu verði.
Eftirfarandi eru stöður undirliggjandi eignar og skuldar framvirkra samninga í lok árs:
| Eign | 2024 | 2023 | |
|---|---|---|---|
| Skuldabréfaafleiður | 0 | 545 | |
| Söluréttarsamningur | 0 | 335 | |
| Gjaldeyrisafleiður | 622 | 0 | |
| 622 | 880 | ||
| Skuld | |||
| Skuldabréfaafleiður | 0 | 521 | |
| Söluréttarsamningur | 0 | 419 | |
| Gjaldeyrisafleiður | 576 | 0 | |
| 576 | 940 | ||
| Gangvirði opinna framvirkra samninga í árslok | 46 | ( 60) | |
| 12. | Handbært fé og ígildi handbærs fjár | ||
| 2024 | 2023 | ||
| Handbært fé á bankareikningum | 3.371 | 2.975 | |
| Veðsett handbært fé | 233 | 164 | |
| 3.604 | 3.139 |
Hlutafé félagsins nam í árslok 1.878 m.kr. samkvæmt samþykktum þess (2023: 1.936 m.kr.). Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu.
Yfirverðsreikningur hlutafjár sýnir það sem hluthafar félagsins hafa greitt umfram nafnverð hlutafjár sem félagið hefur selt.
Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð. Við færslu í lögbundinn varasjóð skal ráðstafa 10% af hagnaði ársins þar til 10% af nafnverði hlutafjár er náð og eftir það 5% af hagnaði ársins þar til 25% af nafnvirði hlutafjár er náð. Eftir það er ekki krafist frekari færslu í lögbundinn varasjóð.
Færa skal sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á.
Leysa skal gangvirðisreikning upp til jafns við framkomnar breytingar á viðkomandi eign eða skuldbindingu þegar hún er seld eða innleyst eða forsendur fyrir matsbreytingu eru ekki fyrir hendi.
Áætlaður kostnaður vegna kaupréttarsamninga er gjaldfærður yfir ávinnslutímabil kaupréttanna, með mótfærslu á varasjóð á meðal eigin fjár. Við nýtingu eða niðurfellingu kauprétta er varasjóður endurflokkaður á óráðstafað eigið fé.
Óráðstafað eigið fé sýnir uppsafnaðan hagnað félagsins að frádregnu framlagi í lögbundinn varasjóð og arðgreiðslum. Óráðstöfuðu eigin fé er unnt að ráðstafa til hluthafa í formi arðgreiðslna.
Félagið greiddi árið 2024 arð vegna 2023 að fjárhæð 750 m.kr (0,39 kr á hlut). Tillaga er gerð til greiðslu arðs vegna fjárhagsársins sem endaði 31. desember 2024 að fjárhæð 6.000 m.kr (3,19 kr á hvern útistandandi hlut) og verður tillagan lögð fram til samþykktar á aðalfundi félagsins þann 6.mars 2025.
Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall afkomu, sem ráðstafað er til almennra hluthafa í félaginu, og vegins meðalfjölda útistandandi almennra hluta á árinu.
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Hagnaður ársins | 6.754 | 5.410 |
| Vegið meðaltal útistandandi hluta | ||
| Hlutafé í ársbyrjun | 1.878 | 1.936 |
| Áhrif endurkaupa eigin bréfa | 0 | ( 13) |
| Vegið meðaltal fjölda hluta á árinu | 1.878 | 1.923 |
| Grunnhagnaður á hlut | 3,60 | 2,81 |
| Þynnt vegið meðaltal útistandandi hluta | ||
| Hlutir 1. janúar | 1.878 | 1.936 |
| Áhrif endurkaupa eigin bréfa | 0 ( |
13) |
| Áhrif kaupréttarsamninga | 70 | 0 |
| Þynntur veginn meðalfjöldi útistandandi hluta | 1.948 | 1.923 |
| Þynntur hagnaður á hlut | 3,47 | 2,81 |
Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Laun | 379 | 293 |
| Gjaldfærsla vegna kaupréttasamninga | 114 | 113 |
| Gjaldfærð keypt starfsréttindi | 60 | 60 |
| Mótframlag í lífeyrissjóð | 67 | 61 |
| Önnur laun og launatengd gjöld | 88 | 69 |
| Laun og launatengd gjöld samtals | 708 | 596 |
| Meðalfjöldi starfsmanna umreiknað í heilsársstörf | 6,8 | 6,5 |
| Stöðugildi í árslok | 7 | 6 |
Þann 7. apríl 2022 var tveimur stjórnendum veittur kaupréttur að hlutum í félaginu. Eigendur kaupréttarins eiga þá rétt á að kaupa hluti í félaginu á markaðsvirði þess dags sem rétturinn var veittur leiðrétt (til hækkunar) með 7% föstum ársvöxtum frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Nýtingarverð þann 7.4.2022 var 16,4280 á hlut.
Þann 20. nóvember 2024 var tveimur starfsmönnum veittur kaupréttur að hlutum í félaginu. Eigendur kaupréttarins eiga þá rétt á að kaupa hluti í félaginu á markaðsvirði þess dags sem rétturinn var veittur leiðrétt (til hækkunar) með árlegum vöxtum sem nema 3% ofan á áhættulausa vexti frá útgáfudegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Nýtingarverð þann 20.11.2024 var 16,956 á hlut.
Kaupréttinum fylgja hvorki réttur til arðsgreiðslna né atkvæði og var verðmæti kaupréttarins reiknað með því að nota Black-Scholes verðmatslíkanið og markaðsvexti og flökt á útgáfudegi. Á árinu voru 114 m.kr. gjaldfærðar í rekstrarreikningi vegna kaupréttanna.
| Hreyfing kaupréttarsamninga greinast þannig: | Hlutir | ||
|---|---|---|---|
| (í þúsundum) | |||
| Staða 1. janúar 2024 | 96.802 | ||
| Veittir kaupréttir á árinu | 10.801 | ||
| Staða 31. desember 2024 | 107.603 | ||
| Forsendur sem notaðar eru við mat á gangvirði á veitingardegi kauprétta | 2022 | 2024 | |
| Gangvirði á undirritunardegi (m.kr.) | 338 | 31,9 | |
| Hlutabréfaverð á undirritunardegi | 17,1 | 16,7 | |
| Samningsverð | 16,4 | 17,0 | |
| Vænt flökt | 22% | 23% | |
| Væntur líftími | 3-6 ár | 3-6 ár | |
| Áhættulausir vextir | 5,1% | 7,2% | |
| Ávinnslutímabil í árum | 3 | 3 | |
| Uppreiknað samningsverð kauprétta í árslok 2024 m.t.t. arðgreiðslna | 19,0 | 17,2 | |
| 16. | Þóknun til endurskoðenda | ||
| Þóknanir til endurskoðanda félagsins með vsk greinast þannig: | |||
| 2024 | 2023 | ||
| Endurskoðun ársreiknings | 14 | 14 | |
| Önnur þjónusta | 4 | 3 | |
| Þóknanir samtals | 18 | 17 |
Gjaldfærður tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur til greiðslu og frestaður tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem eru færðir beint á eigið fé eða meðal annarrar heildarafkomu í yfirliti um heildarafkomu.
Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.
Frestaður tekjuskattur er færður með efnahagsskuldbindingaraðferðinni vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign og tekjuskattsskuldbindingu er jafnað saman ef til staðar er lagaleg heimild til að jafna tekjuskatt til greiðslu á móti skatteign og þær heyra undir sömu skattyfirvöld.
Skatteign er færð vegna yfirfæranlegs skattalegs taps, skattaívilnana og frádráttarbærra tímabundinna mismuna að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteignin er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er líklegt að hún nýtist ekki.
| 17. | Tekjuskattur, frh. | ||
|---|---|---|---|
| Gjaldfærður tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: | |||
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 2024 | 6.635 | |
| Tekjuskattur miðað við gildandi skatthlutfall | 21,00% | 1.393 | |
| Óskattskyldar tekjur vegna gangvirðisbreytinga | ( 22,19%) ( |
1.472) | |
| Aðrir liðir | ( 0,60%) ( |
40) | |
| Tekjuskattur í rekstrarreikningi | ( 1,79%) ( |
119) | |
| 2023 | |||
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 5.288 | ||
| Tekjuskattur miðað við gildandi skatthlutfall | 20,00% | 1.058 | |
| Óskattskyldar tekjur vegna gangvirðisbreytinga | ( 21,85%) ( |
1.155) | |
| Aðrir liðir | ( 0,46%) ( |
24) | |
| Tekjuskattur í rekstrarreikningi | ( 2,31%) ( |
122) | |
| 18. | Tekjuskattsskuldbinding | ||
| Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig: | |||
| 31.12.2024 | 31.12.2023 | ||
| Tekjuskattsskuldbinding í ársbyrjun | 1.892 | 2.014 | |
| Tekjuskattur ársins | ( 119) ( |
122) | |
| Tekjuskattsskuldbinding í árslok | 1.773 | 1.892 | |
| Tekjuskattskuldbinding skiptist þannig á einstaka liði: | |||
| Fjárfestingafasteignir og rekstrarfjármunir | 1.746 | 782 | |
| Frestun söluhagnaðar um tvenn áramót | 61 | 1.117 | |
| Framvirkir samningar | 12 | 17 | |
| Frestun gengismunar | 14 | 18 | |
| Aðrir liðir | ( 60) ( |
42) | |
| Tekjuskattsskuldbinding í árslok | 1.773 | 1.892 | |
Félagið hefur frestað skattlagningu söluhagnaðar árið 2022. Frestaður söluhagnaður frá árinu 2022 nemur 5.586 millj.kr.
Á árinu 2023 fjárfesti félagið í 55 íbúðum í Stefnisvogi og árið 2024 fjárfesti félagið í 50 íbúðum til viðbótar í Stefnisvogi og var stofnverð þeirra fært niður á móti áður frestuðum söluhagnaði.
Tekjuskattur lögaðila hækkaði tímabundið í 21% árið 2024 vegna tekna þess árs. Tekjuskattsskuldbinding félagsins er reiknuð miðað við 20% tekjuskattsshlutfall þar sem allir liðir tekjuskattskuldbindingar eru til lengri tíma en eins árs.
Vátryggingarverð fjárfestingafasteigna nam í lok árs 2024 samtals 7.605 m.kr. (2023: 3.534 m.kr.). Fasteignamat fjárfestingafasteigna nam í lok árs 2024 samtals 8.808 m.kr. (2023: 4.609 m.kr.).
| Skammtímakröfur greinast þannig: | 2024 | 2023 |
|---|---|---|
| Nafnverð viðskiptakrafna | 20 | 36 |
| Kröfur á hið opinbera | 71 | 59 |
| Næsta árs afborgun langtímakrafna | 385 | 385 |
| Aðrar kröfur | 107 | 40 |
| Fyrirframgreiddur kostnaður | 22 | 50 |
| Aðrar skammtímakröfur í lok ársins | 605 | 570 |
Hægt er að finna frekari upplýsingar um láns- og gengisáhættu og virðisrýrnun (niðurfærslu) viðskiptakrafna í skýringu um áhættustýringu (skýring 3.3).
Þessi skýring veitir upplýsingar um samningsbundin lánskjör af lántökum félagsins, sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði. Skýring um áhættustýringu (skýring 3) inniheldur frekari upplýsingar um vaxtaáhættu, gjaldmiðlagengisáhættu og lausafjáráhættu.
| 2024 | 2023 | ||
|---|---|---|---|
| Staða vaxtaberandi skulda 1.1. | 8.442 | 2.515 | |
| Lántaka á árinu | 4.112 | 6.198 | |
| Afborganir vaxtaberandi lána | ( 269) | ( 272) | |
| Breytingar tengdar fjármögnunarhreyfingum | 3.843 | 5.927 | |
| Staða vaxtaberandi skulda 31.12. | 12.285 | 8.442 | |
| Langtímaskuldir | 2024 | 2023 | |
| Verðtryggð langtímalán ISK vegna fjárfestingafasteigna | 3.791 | 3.674 | |
| Óverðtryggð langtímalán ISK vegna fjárfestingafasteigna | 3.606 | 0 | |
| Samtals langtímaskuldir vegna fjárfestingafasteigna | 7.397 | 3.674 | |
| Óverðtryggð langtímalán ISK | 1.915 | 1.764 | |
| Vaxtaberandi langtímaskuldir með næsta árs afborgunum | 9.311 | 5.438 | |
| Næsta árs afborgun | ( 158) | ( 147) | |
| Vaxtaberandi langtímaskuldir | 9.154 | 5.291 | |
| Skammtímaskuldir Næsta árs afborgun langtímaskulda |
158 | 147 | |
| Skammtímaskuldir við lánastofnanir | 2.973 | 2.292 | |
| Skammtímaskuldir í erlendum gjaldmiðlum | 0 | 712 | |
| Vaxtaberandi skammtímaskuldir | 3.131 | 3.151 | |
| Vaxtaberandi skuldir samtals | 12.285 | 8.442 | |
| Skilmálar vaxtaberandi skulda | 2024 | ||
| Lokagjalddagar Meðalvextir Bókfært verð | |||
| Skuldir í íslenskum krónum: | |||
| Óverðtr. langtímalán | 2026 | 10,9% | 5.521 |
| Verðtr. langtímalán | 2027-28 | 5,4% | 3.791 |
| Óverðtr. skammtímalán | 2025 | 10,3% | 2.973 |
| Vaxtaberandi skuldir samtals | 12.285 |
| 21. | Vaxtaberandi skuldir, frh. | |||
|---|---|---|---|---|
| Afborganir langtímaskulda greinast þannig á næstu ár: | 2024 | 2023 | ||
| 2024 | 0 | 147 | ||
| 2025 | 158 | 1.911 | ||
| 2026 | 5.694 | 147 | ||
| 2027 | 409 | 147 | ||
| 2028 | 3.050 | 147 | ||
| Síðar | 0 | 2.938 | ||
| Langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir | 9.311 | 5.438 | ||
| 22. | Aðrar skammtímaskuldir | |||
| Aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: | 2024 | 2023 | ||
| Ógreiddar launaskuldbindingar | 150 | 98 | ||
| Viðskiptaskuldir | 43 | 85 | ||
| Skuld við ríkissjóð | 25 | 14 | ||
| Ýmsar skammtímaskuldir | 8 | 97 | ||
| Aðrar skammtímaskuldir samtals | 226 | 294 | ||
| Skilgreining tengdra aðila Stórir hluthafar, dótturfélög, hlutdeildarfélög, stjórnarmenn og lykilstjórnendur auk félaga í meirihlutaeigu þessara aðila teljast vera tengdir aðilar félagsins. Skilyrði og skilmálar viðskiptanna voru sambærileg og við ótengda aðila. |
||||
| Viðskipti við tengda aðila | 2024 | 2023 | ||
| Keyptar vörur og þjónusta af tengdum félögum | 29 | 45 | ||
| Seldar vörur og þjónusta til tengdra félaga | 327 | 286 | ||
| Kröfur í lok ársins á tengd félög | 131 | 33 | ||
| Viðskiptaskuldir í lok ársins við tengd félög | 53 | 40 | ||
| Langtímaskuldir í lok ársins við dóttur- og hlutdeildarfélög | 2.499 | 1.465 | ||
| Skuldabréf útgefin af dóttur- og hlutdeildarfélögum | 1.788 | 812 | ||
| Laun stjórnar | ||||
| Stjórnar- Mótframlag | Fjöldi hluta í | |||
| 2024 | laun í lífeyrissjóð | árslok | ||
| Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður | 4 | 1 | - | |
| Guðni Rafn Eiríksson, stjórnarmaður | 5 | 1 | 168 | |
| Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður | 10 | 1 | 279 | |
| Nanna Björk Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður | 5 | 1 | 268 | |
| Sigurður Kristinn Egilsson, varaformaður | 8 | 1 | - | |
| Samtals | 32 | 5 | ||
| Stjórnar- Mótframlag | Fjöldi hluta í | |||
| 2023 | laun í lífeyrissjóð | árslok | ||
| Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður | 4 | 1 | - | |
| Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, fv. stjórnarmaður | 1 | 0 | - | |
| Guðni Rafn Eiríksson, stjórnarmaður | 5 | 1 | 158 |
10 1 251 5 1 252 8 1 - 1 0 -
34 5
Sigurður Kristinn Egilsson, varaformaður ............................................. Þórarinn Arnar Sævarsson, fv. stjórnarmaður ...................................... Samtals ...........................................................................................
Nanna Björk Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ...........................................
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður ..........................................
Forstjóri félagsins, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, var með 94 m.kr. í föst laun og hlunnindi á árinu 2024 (2023: 78 m.kr.). Einskiptis- og árangurstengdar greiðslur á árinu námu 41 m.kr. (2023: 90 m.kr.) og mótframlag í lífeyrissjóð var 20 m.kr. (2023: 25,4 m.kr.) Forstjóri átti kauprétti að 64 milljónum hluta í árslok.
Þann 14. október 2024 gerði Eftirlitsstofnun EFTA ("ESA") athugun hjá SKEL á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf. SKEL var lagalega skylt að gangast við athuguninni sem framkvæmd var á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA ("ESA") í samræmi við 4. mgr. 20. gr. II. kafla bókunar 4 við samning EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómtóls.
Þann 19. nóvember 2021 var kveðinn upp héraðsdómur í Tromsö í Noregi þar sem fallist var á kröfu Marine Supply AS um sameiginlega bótaskyldu fyrrum stjórnenda, P/F Magn og SKEL og félaganna sjálfra vegna meintra brota á trúnaðaryfirlýsingu. Dóminum var áfrýjað til áfrýjunardómstóls sem vísaði málinu frá og sendi það aftur til héraðsdóms til lögmætrar málsmeðferðar. Í janúar 2024 var kveðinn upp dómur um að fyrrum stjórnendur, P/F Magn og SKEL skyldi greiða Marine Supply AS 2.660.132 NOK. Niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjað og þann 24. janúar 2025 kvað áfrýjunardómstóll upp dóm þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stefndu skyldu greiða Marine Supply 910.000 NOK, auk vaxta. Stjórnendatrygging nær til kostnaðar SKEL vegna málsins og helmings dæmdra bóta til stofnanda.

BJargargata 1 · 102 Reykjavík www.skel.is /skel-fjárfestingafélag [email protected] sími: 444 3040

Stjórn og stjórnendur SKEL fjárfestingafélags hf. ("SKEL") leggja ríka áherslu á að fylgja góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir eru að mati stjórnar og stjórnenda undirstaða trausts og ábyrgrar stjórnunar en hvort um sig stuðlar að vandaðri ákvarðanatöku og góðum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, starfsmanna og annarra hagaðila félagsins.
Stjórnarhættir SKEL eru í samræmi við lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins, s.s. ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög, markaðssvikareglugerð ESB, sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga, laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
SKEL er með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands (Nasdaq Iceland hf.) 1 og ber því sömuleiðis að taka mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfu 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands.2
Stjórnarhættir félagsins eru sömuleiðis í samræmi við innri reglur félagsins sem má finna á heimasíðu félagsins www.skel.is.3
SKEL tók skipulag og stjórnarhætti félagsins til heildstæðar endurskoðunar árið 2022, með það að markmiði efla og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins. Stefnur voru ýmist einfaldaðar, uppfærðar eða felldar út til að eiga betur við um félagið í núverandi mynd.
Stjórn hefur haldið áfram að rýna innri reglur félagsins undanfarin ár og uppfært eftir þörfum. Á árinu voru eftirfarandi stefnur og reglur félagsins endurskoðaðar:
Stefnur og reglur SKEL gilda ekki á samstæðugrunni. Rekstrarfélög í meirihlutaeigu SKEL hafa sett sér stefnur og reglur um stjórnarhætti í starfsemi sinni eftir því sem við á.
Það er hlutverk stjórnar, ásamt forstjóra, að hafa forystu um að móta stefnu, setja markmið og skilgreina áhættuviðmið félagsins, bæði til skemmri og lengri tíma, og jafnframt að koma á virku kerfi innra eftirlits. Í því felst m.a. að fyrirkomulag innra eftirlits skuli vera formlegt og skjalfest og að virkni þess skuli sannreynd reglulega. Markmið með innra eftirlit er að tryggja með sem bestum hætti skilvirkni í starfseminni, áreiðanlegar upplýsingar
1 http://business.nasdaq.com/list/Rules-and-Regulations/European-rules/nasdaq-iceland/index.html
2 https://leidbeiningar.is/leidbeiningar
3 http://skel.is/stjornarhaettir/stefnur-og-reglur
og hlítni við lög og reglur. Ekki er starfandi innri endurskoðandi hjá félaginu en ytri endurskoðendur félagsins vinna afmarkaðar úttektir á ferlum.
Regluvörður, skipaður af stjórn, hefur umsjón með að reglum um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja sé fylgt. Núverandi regluvörður félagsins er Árni Gestsson, lögmaður, og staðgengill regluvarðar fyrri hluta árs var Guðrún Nielsen. Stefán Ingi Þórisson tók við sem staðgengill regluvarðar í ágúst.
Endurskoðendur eru kjörnir til eins árs í senn á aðalfundi. Ársreikningur félagsins er endurskoðaður í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Stjórn fær árlega í hendur sérstaka endurskoðunarskýrslu frá endurskoðendum með helstu athugasemdum er snúa að innra eftirliti.
Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Endurskoðunarnefnd fer m.a. yfir helstu þætti innra eftirlits og áhættustýringar í tengslum við reikningsskilaferlið. Nefndin hefur því það hlutverk að fara yfir uppgjör m.a. hvort til staðar sé virkt innra eftirlit við gerð reikningsskila.
Stjórn og stjórnendur SKEL leitast við að viðhalda góðu eftirlitsumhverfi með skjalfestum stefnum, reglum og verklagsferlum. Í desember 2023 samþykkti stjórn SKEL formlega sérstaka áhættustefnu fyrir félagið. Í áhættustefnu félagsins er fjallað um helstu efnisþætti og framkvæmd áhættustýringar félagsins, bæði hvað varðar fjárhagslega áhættu og rekstraráhættu. Markmið með stefnunni er að skilgreina áhættuviðmið félagsins til skemmri og lengri tíma og formfesta vinnulag til greiningar, mats og stýringar á helstu áhættuþáttum félagsins og stuðla þannig að auknu öryggi í rekstri félagsins og minni líkum á því að hagsmunir hluthafa og annarra hagaðila skerðist.
Í áhættustefnu SKEL er ennfremur leitast við að hafa áhættustýringu í starfsemi félagsins sem einfaldasta til að tryggja rekjanleika og í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins sem og innri reglur félagsins. Stjórnendur og starfsmenn félagsins hafa þannig góða yfirsýn yfir þá áhættuþætti sem til staðar eru hjá félaginu og geta metið hugsanleg áhrif þeirra á afkomu félagsins. Með því móti eru starfsmenn félagsins betur í stakk búnir til að stýra áhættu félagsins og, eftir atvikum, forðast áhættu, draga úr eða auka hana.
Stjórn SKEL ber ábyrgð á mótun og setningu áhættustefnu félagsins. Forstjóri og fjármálastjóri taka enn fremur virkan þátt í mótun áhættustefnu félagsins. Forstjóri og fjármálastjóri bera ábyrgð á að þeim sé framfylgt, bæði er varðar fjárhagslega áhættu og rekstraráhættu. Samráð er haft við regluvörð um lögfræðileg álitamál við innleiðingu og framfylgni við áhættustefnu. Á mánaðarlegum stjórnarfundum SKEL er stjórn upplýst um helstu áhættuþætti í rekstri félagsins hverju sinni. Stjórn og stjórnendur geta með þeim hætti brugðist tímanlega við áhættum sem steðja að. Hjá félaginu starfar ekki sérstakur áhættustjóri.
Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með því að áhættustjórnun sé í samræmi við stefnur félagsins og að eftirlitsaðgerðir taki á áhættum í starfseminni. Áhættustýring er yfirfarin árlega með tilliti til breytinga í helstu áhættuþáttum í starfsemi félagsins. Áhættustefna félagsins var yfirfarin af endurskoðunarnefnd og stjórn félagsins í desember 2024. Ekki þótti tilefni til þess að breyta stefnunni.
Áhættustefna SKEL byggir á lögum og reglum sem gilda um starfsemi félagsins sem og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfu 2021.
Í samþykktum SKEL er ekki gert ráð fyrir kosningu fulltrúanefndar, sem samkvæmt 3. mgr. 73. gr. hlutafélagalaga skal, ef til hennar er stofnað, hafa eftirlit með því hvernig félagsstjórn og framkvæmdastjóri ráða málum félagsins, svo og láta aðalfundi í té umsögn um hvort samþykkja beri ársreikninga félagsins og tillögu stjórnar um ráðstöfun hagnaðar. Slíkri nefnd hefur því ekki verið komið á fót hjá félaginu.
Aðalfundur SKEL kýs árlega fimm stjórnarmenn til starfa í stjórn félagsins. Í samræmi við 24. gr. samþykkta félagsins fer stjórn þess með æðsta vald félagsins milli hluthafafunda og er hlutverk hennar að annast um öll málefni félagins, taka ábyrgð á þeim og sjá til þess að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Enn fremur ber stjórn félagsins að hafa umsjón með að viðhlítandi stjórn sé á reikningshaldi félagsins og meðferð fjármuna þess.
Stjórn leggur árlega mat á árangur félagsins í heild og einnig á eigin störf, samsetningu, verklag og starfshætti, svo og störf undirnefnda, frammistöðu forstjóra og annarra daglegra stjórnenda. Þá metur stjórnin þróun félagsins reglulega innan ársins og gætir að því að hún sé í samræmi við markmið þess. Árangursmatið var framkvæmt í desember 2024 og síðar í sama mánuði voru niðurstöður matsins kynntar stjórn SKEL og tillögum stjórnar um úrbætur úthlutað til ábyrgðaraðila. Tilnefningarnefnd fékk niðurstöður árangursmatsins afhentar í janúar 2025 og hefur kynnt sér niðurstöður matsins.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, STJÓRNARFORMAÐUR, TÓK FYRST SÆTI Í STJÓRN ÁRIÐ 2019
| Fæðingarár: Menntun: |
1968 Próf frá Verzlunarskóla Íslands. |
|---|---|
| Aðalstarf: Starfsferill: |
Fjárfestir. Annar stofnanda Bónus, einn af stofnendum Orkunnar, forstjóri og stjórnarformaður Haga og síðar Baugur Group. Víðtæk stjórnunarreynsla, t.d. |
| fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord og fjölmörg önnur íslensk fyrirtæki. Sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi. |
|
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarformaður Strengs hf. og varamaður í stjórn 365 hf. |
| Eignarhluti í SKEL: | 365 hf. á 60,1% hlut í M25 Holding ehf. sem á 47,94% hlut í Streng hf. sem á 969.152.089 hluti í SKEL eða sem nemur 51,59% atkvæða. 365 hf. er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarformaður SKEL, varamaður í stjórn Lyfjavals og stjórnarmaður hjá Heimkaup. Formaður starfskjaranefndar SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | 365 hf. á 60,1% hlut í M25 Holding ehf. sem á 47,94% hlut í Streng hf. sem á 969.152.089 hluti í SKEL eða sem nemur 51,59% atkvæða. 365 hf. er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. |
Tilnefningarnefnd SKEL mat Jón Ásgeir Jóhannesson óháðan félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, sbr. skýrsla tilnefningarnefndar fyrir aðalfund 2024.
NANNA BJÖRK ÁSGRÍMSDÓTTIR, STJÓRNARMAÐUR, TÓK FYRST SÆTI Í STJÓRN ÁRIÐ 2021
| Fæðingarár: | 1974 |
|---|---|
| Menntun: | LLM Mastersgráða í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi 2001. |
| Embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000 og ýmsum námskeiðum frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í viðskiptagreinum auk námskeiðum við |
|
| Heimspekideild Háskóla Íslands. | |
| Aðalstarf: | Fjárfestir. |
| Starfsferill: | Nanna Björk hefur verið í eigin fjárfestingum frá 2006 til dagsins í dag. Nanna |
| Björk hefur viðtæka reynslu í smásölu og hefur komið að rekstri fyrirtækja í | |
| smásölu bæði hér heima og erlendis ýmist sem eigandi og fjárfestir eða | |
| stjórnandi. Má þar nefna fyrirtæki eins og All Saints, Whistles, Karen Millen, The | |
| Shoe Studio Group og Warehouse. Á árunum 2004-2006 var Nanna fjárfestir og rekstraraðili í The Shoe Studio Group UK. Á árunum 2003-2004 vann Nanna |
|
| sem rekstrarstjóri hjá Karen Millen UK fyrir Bandaríkin, Skandinavíu og Evrópu | |
| auk þess sem hún vann við lögfræðistörf og almenna samningagerð þar. Nanna |
| starfaði hjá Kaupþing Bank, Corporate Finance við almenn lögfræðistörf 2001- | |
|---|---|
| 2003 og á Lex lögmannsstofu við almenn lögfræðistörf 1999-2000. | |
| Önnur trúnaðarstörf: | Nanna er stjórnarmaður í RES 2 ehf., RES 9 ehf. og Eldra ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Nanna og eiginmaður hennar, Sigurður Bollason, eru 57,6% eigendur RES 9 |
| ehf., sem á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, | |
| sem nemur 51,59% atkvæða. | |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarstörf hjá SKEL og seta í starfskjaranefnd SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | RES 9 ehf. á 47,94% hlut í Streng hf. sem heldur á hlutum í SKEL. Eiginmaður |
| Nönnu, Sigurður Bollason, er stjórnarmaður í Streng hf. |
Tilnefningarnefnd SKEL mat Nönnu Björk Ásgrímsdóttur óháða félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháð stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, sbr. skýrsla tilnefningarnefndar fyrir aðalfund 2024.
SIGURÐUR KRISTINN EGILSSON, VARAFORMAÐUR, TÓK FYRST SÆTI Í STJÓRN ÁRIÐ 2021
| Fæðingarár: | 1974 |
|---|---|
| Menntun: | Verkfræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. |
| Aðalstarf: | Starfsmaður Arcur ehf. |
| Starfsferill: | Frá 1998-2007 starfaði Sigurður Kristinn á eignastýringasviði Kaupþings banka og var síðustu 5 árin yfirmaður eignastýringar fagfjárfesta sem sérhæfir sig í stýringu eigna fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og stofnanir. Frá 2007-2010 starfaði hann á eignastýringasviði bankans erlendis og leiddi uppbyggingu á alþjóðlegu sjóðasviði fyrir fagfjárfesta. Frá árinu 2010-2016 veitti Sigurður Kristinn forstöðu eignastýringar og sérhæfðra sjóða hjá ALM Verðbréfum sem fjármagnaðir voru af lífeyrissjóðum. |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarformaður Arcur ehf. Sigurður er sömuleiðis stjórnarmaður í NeckCare ehf., Zeda ehf., Mælifjallið ehf., REC Studio ehf., REC Sjóðum ehf. og Baridi Iceland ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Enginn. |
| Stöður hjá SKEL: | Varaformaður stjórnar SKEL og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd SKEL. |
| Sigurður Kristinn er stjórnarmaður Baridi Iceland ehf., sem er félag nátengt SKEL.4 |
|
| Hagsmunatengsl: | Á árinu 2024 gerði Baridi Iceland ehf. þjónustusamning við Arcur ehf., þar sem Arcur tók að sér að veita Baridi Iceland ehf. ráðgjöf, einkum á sviði fjármálastjórnunar. Sigurður Kristinn er 25% eigandi Arcur ehf. |
Tilnefningarnefnd SKEL mat Sigurð Kristinn Egilsson óháðan félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, sbr. skýrsla tilnefningarnefndar fyrir aðalfund 2024. Í kjölfar þess að stjórn Baridi Iceland ehf. gerði þjónustusamning við Arcur ehf. lagði stjórn SKEL mat á það hvort þjónustusamningur Arcur ehf. við Baridi Iceland ehf. hefði áhrif á óhæði Sigurðar Kristins gagnvart félaginu og daglegum stjórnendum. Að teknu tilliti til eðli þjónustunnar sem Arcur ehf. veitir Baridi Iceland og fjárhæð þóknunar, var niðurstaða stjórnar að ekki væri tilefni til þess ætla að viðskiptasamband Arcur ehf. við Baridi Iceland ehf. hefði áhrif á ákvarðanatöku hans innan stjórnar SKEL eða rýrði getu hans til að sinna eftirlitshlutverki gagnvart stjórnendum. Stjórn mat Sigurð Kristinn því áfram óháðan félaginu og daglegum stjórnendum. Stjórn félagsins er hins vegar meðvituð um tilvist samningsins og kann að breyta þessari flokkun ef undirliggjandi forsendur hennar breytast.
| Fæðingarár: | 1976 |
|---|---|
| Menntun: | B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2001, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2008, AMP (Advanced Management Program), IESE Business School, 2015. |
| Aðalstarf: | Framkvæmdastjóri sölu- þjónustu- og markaðssviðs APM Terminals. |
| Starfsferill: | Ýmis sérfræði- og stjórnunarstörf hjá Símanum frá árinu 2001, t.a.m. kynningafulltrúi, ráðningastjóri, stjórnendaráðgjafi, forstöðumaður verkefnastofu og markaðsmála, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri vöru- og nýsköpunarsviðs og framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs |
4 SKEL er eigandi að 33,3% hlutafé Baridi Iceland ehf. og félagið telst því nátengt SKEL. Með "nátengdu félagi" er átt við félag þar sem SKEL ræður yfir, hvort heldur beint eða óbeint, að lágmarki 10% af heildarhlutafé eða atkvæðavægi.
| Landsvirkjunar 2017-2018. Framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og áður | |
|---|---|
| stefnumótunar og viðskiptaþróunar Icelandair, 2018-2019. Framkvæmdastjóri | |
| sölu- og þjónustusviðs Icelandair hf. 2019-2022. | |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarmaður í Mílu hf., Brekkumýri ehf., Sunstone IV hf. og Sunstone III ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Enginn. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarstörf hjá SKEL, nefndarstörf í starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd |
| SKEL. | |
| Hagsmunatengsl: | Engin. |
Tilnefningarnefnd SKEL mat Birnu Ósk Einarsdóttur óháða félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti sbr. skýrsla tilnefningarnefndar fyrir aðalfund 2024.
GUÐNI RAFN EIRÍKSSON, STJÓRNARMAÐUR, TÓK FYRST SÆTI Í STJÓRN ÁRIÐ 2023
| Fæðingarár: | 1977 |
|---|---|
| Menntun: | B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. |
| Aðalstarf: | Eigandi og forstjóri Skakkaturns ehf. umboðsaðila Apple á Íslandi. |
| Starfsferill: | Guðni hefur viðtæka reynslu af fjárfestingum á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Áður starfaði hann m.a við verðbréfamiðlun hjá Kaupþingi banka frá árunum 2005-2007 starfaði síðar hjá Eyrir Invest en hefur sinnt eigin |
| fjárfestingum frá árinu 2009. | |
| Önnur trúnaðarstörf: | Stjórnarformaður Skerjabrautar ehf., Klapparholts ehf., Grásteinsmýri hf., RES 9 ehf., M Invest ehf., Blue Ghost ehf. Guðni er sömuleiðis stjórnarmaður í Hraunhafnartanga ehf., GE Capital ehf., Skakkaturn ehf., Árkór ehf., 2E ehf., Fögruhæð ehf., Fasteignafélaginu L4 ehf., Edra ehf. Streng hf. og Metatron ehf. |
| Eignarhluti í SKEL: | Guðni er hluthafi í RES 9 ehf. í gegnum félag sitt GE Capital ehf. sem er 100% í eigu Guðna. Res 9 ehf. á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. |
| Stöður hjá SKEL: | Stjórnarmaður í SKEL og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd SKEL. |
| Hagsmunatengsl: | GE Capital ehf. félag í fullri eigu Guðna er 36,16% hluthafi í RES 9 ehf. RES 9 ehf. á 47,94% hlut í Streng hf. Strengur hf. á 969.152.089 hluti í SKEL, sem nemur 51,59% atkvæða. |
Tilnefningarnefnd SKEL mat Guðna Rafn Eiríksson óháðan félaginu, daglegum stjórnendum en hins vegar ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum VÍ o.fl. um góða stjórnarhætti, sbr. skýrsla tilnefningarnefndar fyrir aðalfund 2024.
Í starfsreglum stjórnar er með ítarlegum hætti fjallað um samskipti hluthafa og stjórnar. Í megindráttum eru reglurnar á þá leið að formaður stjórnar er málsvari stjórnar og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart forstjóra, starfsmönnum og hluthöfum félagsins samkvæmt nánari reglum þar að lútandi.
Formleg samskipti stjórnar og hluthafa eiga sér stað á hluthafafundum. Hluthafar geta hvenær sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri eða sett fram spurningar til stjórnar í gegnum tölvupóstfangið [email protected] sem ritari stjórnar hefur umsjón með. Forstjóri og ritari stjórnar sjá til þess að allar tillögur eða spurningar hluthafa sem eiga heima á borði stjórnar skili sér til stjórnar. Stjórn hefur yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.
Í aðdraganda aðalfundar er stærstu hluthöfum félagins (sem eiga 1% eða meira í félaginu) boðið á formlegan fund með formanni og varaformanni stjórnar. Gætt er að því að trúnaðar- eða innherjaupplýsingar séu ekki til umræðu á fundum með hluthöfum og að tilhögun fundanna sé að öðru leyti í samræmi við 11.3 gr. starfsreglna stjórnar.
Fundargerðir stjórnar eru í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti um fyrirtækja. Í hverri fundargerð er bókuð yfirlýsing fundarmanna um hæfi stjórnar og forstjóra til umræðu um og afgreiðslu mála sem eru á dagskrá fundarins. Ritari stjórnar skal þó yfirfara hagsmunaskrá stjórnarmanna fyrir boðun stjórnarfunda og opnun á gögn í stjórnargátt. Í þeim tilvikum sem hagsmunatengsl stjórnarmanna kunna að vera til staðar vegna dagskrárliðar víkur stjórnarmaður af fundi og fær viðkomandi stjórnarmaður ekki aðgang að gögnum málsins fyrr en eftir atvikum að því tiltekna máli er lokið, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.
Fjöldi funda og mæting stjórnarmanna og nefndarmanna undirnefnda á fundi starfsársins var með eftirfarandi hætti:
Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir mætingu stjórnarmanna á stjórnarfundi og undirnefnda stjórnar:
| Stjórnarmaður | Tímabil | Stjórn | Endurskoðunarnefnd | Starfskjaranefnd |
|---|---|---|---|---|
| Jón Ásgeir Jóhannesson | 7.3.2024-6.2.2025 | 17 | 5 | |
| Birna Ósk Einarsdóttir | 7.3.2024-6.2.2025 | 17 | 5 | |
| Nanna Björk Ásgrímsdóttir | 7.3.2024-6.2.2025 | 17 | 5 | |
| Sigurður Kristinn Egilsson | 7.3.2024-6.2.2025 | 17 | 6 | |
| Guðni Rafn Eiríksson | 7.3.2024-6.2.2025 | 17 | 6 |
Á liðnu starfsári störfuðu tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd, sem og ein undirnefnd hluthafa, tilnefningarnefnd.
Hlutverk tilnefningarnefndar er að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu hjá SKEL. Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er markmið hennar að koma á fót gagnsæju og skýru fyrirkomulagi við tilnefningar á stjórnarmönnum fyrir aðalfund félagsins. Ferlinu er ætlað að gera hluthöfum kleift að taka upplýstari ákvörðun við kosningu á frambjóðendum til setu í félagsstjórninni. Tveir utanaðkomandi og óháðir aðilar, annar með reynslu af ráðningum og hinn lögfróður, skulu kosnir árlega af hluthöfum á aðalfundi félagsins til setu í nefndinni til eins árs í senn. Þriðji nefndarmaðurinn skal tilnefndur af stjórn.
Á aðalfundi SKEL 2024 kusu hluthafar eftirtalda frambjóðendur í nefndina: Almar Þ. Möller, lögmaður á Mörkinni Lögmannsstofu, og Álfheiði Evu Óladóttur, stjórnunarráðgjafa og framkvæmdastjóra hjá Skilvirk. Þá tilnefndi stjórn SKEL Birnu Ósk Einarsdóttur, stjórnarmann, til setu í nefndina. Almar, Álfheiður og Birna eru bæði óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum í félaginu, samkvæmt skilgreiningu leiðbeininga um góða stjórnarhætti.
Á fyrsta fundi nefndarinnar var Almar Þ. Möller kjörinn formaður nefndarinnar. Nefndin hefur komið saman 4 sinnum vegna undirbúnings tillögu fyrir aðalfund 2025. Full mæting var á fundum nefndarinnar af hálfu óháðra nefndarmanna, en nefndarmaður sem var tilnefndur af stjórn sat ekki nema fyrsta fund nefndarinnar. Nefndin hefur fundað bæði með stjórnarmönnum félagsins, forstjóra og stórum hluthöfum. Þá hefur tilnefningarnefndin fundað með frambjóðendum til stjórnar SKEL. Starfsreglur nefndarinnar má finna á heimasíðu SKEL.5
5 https://skel.is/um-skel/undirnefndir
Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum sem eru skipaðir til eins árs í senn. Fulltrúar stjórnar í nefndinni voru skipaðir af stjórn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund og utanaðkomandi nefndarmaður tilnefndur af aðalfundi í samræmi við ákvæði 2. mgr. 108. gr. a. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.
Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er markmið hennar að leitast við að tryggja gæði reikningsskila og annarra fjármálaupplýsinga og óhæði endurskoðenda. Endurskoðunarnefnd ber að starfa í samræmi við íslensk lög, reglum og góðum stjórnarháttum. Hlutverk endurskoðunarnefndar er eftirfarandi:
Endurskoðunarnefnd fer einnig yfir og metur gæði fjárhagslegra upplýsinga og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum og endurskoðendum. Hún fer árlega yfir skýrslu endurskoðanda um störf sín og óhæði og mikilvæg atriði sem fram hafa komið við endurskoðunina. Nefndin skal jafnframt fylgja eftir innleiðingu þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslu endurskoðanda.
Þá rýnir endurskoðunarnefnd áhættu- og skattastefnu félagsins og gerir tillögur til stjórnar um breytinga þar á eftir því sem tilefni er til.
Á starfsárinu 2024-2025 sátu í nefndinni stjórnarmennirnir Guðni Rafn Eiríksson og Sigurður Kristinn Egilsson, ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur, löggiltum endurskoðanda. Sigrún Guðmundsdóttir sem kjörin var til setu í nefndinni á aðalfundi 2024, var kjörin formaður nefndarinnar. Sigrún er óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og endurskoðendum. Sigurður Kristinn var sömuleiðis metinn óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess í skýrslu tilnefningarnefndar sem fyrir aðalfund 2024 og endurskoðendum. Guðni Rafn telst einn ekki óháður stórum hluthöfum í félaginu.
Starfsreglur nefndarinnar má finna á heimasíðu SKEL.6
Starfskjaranefnd er einnig undirnefnd stjórnar SKEL og þannig skipuð af stjórn til eins árs í senn, á fyrsta fundi eftir aðalfund. Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er markmið hennar að auka skilvirkni, skerpa á verklagi og efla starfshætti stjórnar er snúa að starfskjörum innan félagsins.
Hlutverk starfskjaranefndar er eftirfarandi:
Á starfsárinu 2024-2025 sátu í nefndinni Jón Ásgeir Jóhannesson, Birna Ósk Einarsdóttir og Nanna Björk Ásgrímsdóttir. Birna er óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Jón Ásgeir er óháður félaginu, daglegum stjórnendum en ekki stórum hluthöfum. Nanna Björk Ásgrímsdóttir er óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess en hins vegar ekki óháð stórum hluthöfum í félaginu. Jón Ásgeir var kjörinn formaður
6 https://skel.is/um-skel/undirnefndir
nefndarinnar. Nefndin fundaði fimm sinnum á árinu. Full mæting var á fundum nefndarinnar. Starfsreglur nefndarinnar má finna á heimasíðu SKEL.7
Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir stefnu og fyrirmælum sem stjórn gefur. Hlutverk, ábyrgð og umboð forstjóra er nánar skilgreint í starfslýsingu forstjóra sem var síðast uppfærð í janúar 2025.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, er fæddur árið 1982. Ásgeir var ráðinn forstjóri SKEL í apríl 2022. Ásgeir sinnir einnig stjórnarstörfum í félögum í eigu SKEL og er stjórnarformaður Kaldalóns, Orkunnar, Styrkáss og Skeljungs. Ásgeir situr einnig í stjórn Skaga (áður VÍS). Ásgeir er með BA og ML gráður í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er með lögmannsréttindi. Áður starfaði Ásgeir sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka hf., yfirlögfræðings MP banka hf., lögmaður á LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London og þar áður hjá Straumi fjárfestingarbanka hf. árin 2004-2009. Ásgeir var meðlimur í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta árið 2015 sem lauk störfum með gerð stöðugleikasamninga það ár. Ásgeir sinnti stundakennslu við Háskólann í Reykjavík um árabil í verðbréfamarkaðsrétti o.fl. Ásgeir á enga hluti í SKEL en er með kaupréttarsamning við félagið sem nemur 62.000.000 hluta. Kaldalón er leigusali hluta starfsstöðva Orkunnar, Löðurs og Kletts. Engin hagsmunatengsl eru gagnvart samkeppnisaðilum SKEL eða stórum hluthöfum félagsins.
SKEL hefur ekki sett sér sérstaka stefnu um fjölbreytileika í tengslum við stjórn eða stjórnendur, en gildandi sjálfbærnisstefna lýsir áherslum félagsins í jafnréttismálum. Félagið leggur áherslu á fjölbreytileika í hæfni og sjónarmiðum stjórnenda og starfsmanna. Með þeim hætti er mótað eftirsóknarvert og sanngjarnt starfsumhverfi sem styður við velferð alls starfsfólks.
Í sjálfbærnisstefnu SKEL segir um stefnu félagsins vegna fjölbreytileika:
"Félagið fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og á meðal starfsfólksins og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi. Metnaður félagsins er fyrir því að vinnustaðurinn sé öruggur í öllum skilningi. SKEL leggur áherslu á að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallargildum og leitast við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi."
Í sjálfbærnisstefnu hefur félagið sömuleiðis markað sér jafnréttis- og eineltisstefnu:
"Jafnrétti, þar sem hæfni og frammistaða ræður för, er órofa hluti af menningu fyrirtækisins.
Allt starfsfólk SKEL á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin eða kynferðisleg áreitni verður ekki liðin. Stjórnendum ber skylda að taka rétt á málum ef þau koma upp og fylgja verklagsreglum um úrvinnslu slíkra mála í einu og öllu.
Starfstengdar ákvarðanir skulu byggðar á viðeigandi hæfni, verðleikum, frammistöðu og öðrum starfstengdum þáttum. Við ákvörðun launa skal gæta þess að ekki sé mismunað vegna kyns. Starfsmönnum á að greiða jöfn laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf."
SKEL starfrækir sömuleiðis tilnefningarnefnd, en hlutverk og starf nefndarinnar er að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Meðal þeirra sjónarmiða sem nefndinni ber að líta til við mat á tillögu að stjórnarkjöri er að þar komi saman stjórnarmenn með mismunandi áherslur og sjónarmið.
7 https://skel.is/um-skel/undirnefndir
Að lokum segir í starfsreglum stjórnar að hún framkvæmi árangursmat sem meðal annars nær til mats á samsetningu hennar og framkvæmdi stjórn í desember 2024 ítarlegt árangursmat með ráðgjafa þar sem samsetning hennar var meðal annars rýnd.
Sjá nánar hvernig félagið styður við fjölbreytileika í upplýsingagjöf um sjálfbærni (ófjárhagslega upplýsingagjöf) í ársreikningi félagsins, en innri stefnur og starfsreglur stjórnar er hægt að finna á heimasíðu félagsins.8
Á síðasta fimm ára tímabili hefur félagið komið við sögu í tveimur dómsmálum og tveimur stjórnsýsluákvörðunum:
Þann 15. desember 2020 kvað Persónuvernd upp úrskurð, í máli nr. 2020010702, þess efnis að meðferð SKEL á tölvupósthólfi við starfslok hjá félaginu samrýmdist ekki lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og reglum nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.
Þann 19. nóvember 2021 var kveðinn upp héraðsdómur í Tromsö í Noregi þar sem fallist var á kröfu Marine Supply AS um sameiginlega bótaskyldu fyrrum stjórnenda, P/F Magn og SKEL og félaganna sjálfra vegna meintra brota á trúnaðaryfirlýsingu. Dóminum var áfrýjað til áfrýjunardómstóls sem vísaði málinu frá og sendi það aftur til héraðsdóms til lögmætrar málsmeðferðar. Í janúar 2024 var kveðinn upp dómur um að fyrrum stjórnendur, P/F Magn og SKEL skyldi greiða Marine Supply AS 2.660.132 NOK. Niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjað og þann 24. janúar 2025 kvað áfrýjunardómstóll upp dóm þess efnis að stefndu skyldu greiða Marine Supply 910.000 NOK, auk vaxta. Stjórnendatrygging nær til kostnaðar SKEL vegna málsins og helmings dæmdra bóta til stofnanda.
Þann 15. september 2021 var birt ákvörðun neytendastofu nr. 30/2021 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að SKEL hafi gerst brotlegt gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með birtingu fullyrðinga "lægsta verðið og ódýrasta eldsneytisverðið." SKEL hefur brugðist við ákvörðun neytendastofu og málinu hefur verið lokað í málaskrá stofnunarinnar.
Þann 20. maí 2022 kvað Landsréttur upp dóm í máli nr. 189/2021 þess efnis að íslenska ríkinu bæri að endurgreiða SKEL ofgreidd flutningsjöfnunargjöld fyrir árin 2016-2019.
Þann 14. október 2024 gerði Eftirlitsstofnun EFTA ("ESA") athugun hjá SKEL á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf. SKEL var lagalega skylt að gangast við athuguninni sem framkvæmd var á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA ("ESA") í samræmi við 4. mgr. 20. gr. II. kafla bókunar 4 við samning EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómtóls.
Þannig samþykkt af stjórn SKEL hf. 6. febrúar 2025
8 https://skel.is/fjarfestar/arsreikningar

BJargargata 1 · 102 Reykjavík www.skel.is /skel-fjárfestingafélag [email protected]
SKEL fjárfestingafélag hf. er íslenskt hlutafélag með lögheimili á Íslandi. Skráð heimilisfang er Bjargargata 1, 102, Reykjavík. Tilgangur félagsins er að starfa sem fjárfestingafélag og ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með fjárfestingum. SKEL er skráð á Nasdaq Nordic Iceland markaðinn. Stefna SKEL í fjárfestingum er að þróa tækifæri og eignir með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Árið 2024 fól í sér áframhaldandi áherslur á sjálfbærnistefnu og að eignasafnið vinni eftir sjálfbærniviðmiðum félagsins.
Styrkur teymisins felst í samanlagðri reynslu, sérfræðiþekkingu og getu til að treysta hvert öðru.
Þessi teymishugsun nær einnig til fjárfestingaeigna og annarra samstarfsaðila þar sem alli aðilar vinna saman til að ná markmiðum.
Með gagnsæi er lögð áhersla á upplýsingagjöf og umfjöllun um SKEL, fjárfestingar og framtíðarplön.
SKEL leggur áherslu á gagnsæi í öllum samskiptum á milli starfsfólks, samstarfsaðila, eftirlitsaðila og fjölmiðla.

Með ábyrgð er lögð áhersla á fagmennsku stjórnenda og starfsfólks sem bera ábyrgð á sínum gjörðum, orðum og árangri.
Stjórnendur fjárfestingaeigna bera ábyrgð á sínum rekstri.
SKEL fjárfestingafélag leggur áherslu á að þróa ný viðskiptatækifæri með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Stefna SKEL er að vera umbreytingafjárfestir og þannig styðja við bakið á félögum, stjórnendateymum og frumkvöðlum sem fjárfest er í hverju sinni. Stjórnendur og starfsfólk SKEL styðja samstarfsaðila sína við að fullnýta alla möguleika fyrirtækjanna sem þau stýra, hvort sem um er að ræða rótgróin rekstrarfélög eða góða viðskiptahugmynd.

SKEL einsetur sér að viðhafa heiðarleika í viðskiptum, gagnsæi í allri upplýsingagjöf og að siðareglum félagsins sé fylgt í starfsemi þess.
Áhersla á að eignast fyrirtæki sem eru mikilvæg fyrir starfsemi hagkerfisins, leitast við að vernda fjármagn á sama tíma og þau vaxa og bæta fyrirtækin til að skila aðlaðandi ávöxtun.
Áhersla á að taka þátt í innviðauppbyggingu sem er þörf á næstu árum.

Áhersla á að leita að fjáfestingakostum í sjálfbærum orkugjöfum sem passa núverandi eignarsafni og einnig nýjum tækifærum í slíkum fjáfestingum.
Áhersla á að draga úr kolefnisfótspori fjárfestingaeigna.
SKEL vinnur markvisst að því að þróa umhverfisvænni valkosti innan eignasafnsins. Á sama tíma leitast félagið við að auka jákvæð áhrif sín í samfélaginu og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir fyrirtækið, starfsfólk þess, samfélagið og umhverfið. Áherslur SKEL byggja á flokkum sem tengja starfsemina við nokkur af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lögð er áhersla á auðlindir, starfsemina og virðisaukann og á þann hátt er stutt við fjögur heimsmarkmiðanna, heimsmarkmið 8, góða atvinnu og hagvöxt, heimsmarkmið 9, nýsköpun og uppbyggingu, heimsmarkmið 7, sjálfbæra orku og heimsmarkmið 13, aðgerðir í loftslagsmálum.
SKEL starfar sem fjárfestingafélag, með þann tilgang að skapa verðmæti fyrir hluthafa og aðra haghafa. Félagið sér jafnframt mikil tækifæri í orkuskiptunum og áformar að þjóna atvinnulífinu vel. SKEL leggur ríka áherslu á að félögin í eignasafninu þekki áhrif sín á samfélagið, það er gert m.a. með því að stærri félög mæli sína sjálfbærniþætti. Það skiptir miklu máli fyrir SKEL að fyrirtækin séu vel upplýst og hafa félög í meirihlutaeigu SKEL unnið að því að auka öryggi og byggja upp góða stjórnarhætti auk þess að bjóða umhverfisvænna vöruframboð.
Allar stefnurnar eru aðgengilegar á heimasíðu SKEL og voru eftirfarandi stefnur og reglur endurskoðaðar á árinu: starfskjarastefna, persónuverndarstefna og starfsreglur stjórnar.
Stjórn SKEL samþykkti uppfærða sjálfbærnistefnu og siðareglur á árinu 2023. Markmið stefnunnar er að skilgreina megináherslur SKEL um sjálfbærni og viðmið um siðferði til leiðbeiningar fyrir starfsfólk og aðra sem starfa eða koma fram undir merkjum félagsins. Með stefnunni samtvinnar SKEL efnahags-, samfélags- og umhverfismál við almenna starfshætti og tryggir að starfsemi félagsins sé stunduð af heilindum ásamt því að hagsmunir hagaðila og orðspor félagsins sé í heiðri haft. Sjálfbærni felst m.a. í því að samfélagið geti þróast og uppfyllt þarfir samtímans án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að uppfylla þarfir sínar.
Fjárfestingaeignir sem teljast stórt félag í skilningi ársreikninslaga falla undir þenna ramma.
| Umhverfisþættir | Félagsþættir | Stjórnarhættir | ||
|---|---|---|---|---|
| Innleiða stefnur: | Innleiða stefnur: | Innleiða stefnur: | ||
| Umhverfisstefna | Mannauðsstefna | Aðgerðir gegn spillingar- og mútumálum | ||
| Sjálfbærnistefna | Jafnréttisstefna | Starfskjarastefna | ||
| Minnka vægi jarðefnaeldsneytis í vöruframboði |
Eineltisstefna | Stefna um birgja og birgjamat | ||
| Mannréttindastefna | Öryggisstefna | |||
| Auka endurnýjanlega orkugjafa | Stefna um fjölbreytileika | Siðareglur | ||
| í vöruframboði | Óútskýrður kynbundinn launamunur | Innleiða góða stjórnarhætti sam kvæmt leiðbeiningum Viðskiptaráðs, Nasdaq og Samtökum atvinnulífsins |
||
| Auka umhverfisvænt vöruframboð | +/- 4% | |||
| Setja markmið um kynjahlutföll starfsmanna |
||||
| Starfsánægja mæld |
SKEL hefur mótað sjálfbærniramma með markmiðum fyrir fjárfestingaeignir sínar. Þær eignir sem teljast stór félög í skilningi ársreikningslaga falla undir þennan ramma. Félagið leggur áherslu á að sýna ábyrgð sem þátttakandi í samfélaginu og að stuðla að heilbrigðu atvinnulífi. SKEL hefur tekið saman yfirlit um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til

að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál, auk þess að fjalla um stefnu félagsins í sjálfbærnimálum og hvernig félagið spornar við spillingar og mútumálum.
Mikil hreyfing er á fjárfestingaeignum SKEL á milli ára og eru upplýsingar í eignasafni ekki alltaf samanburðarhæfar. SKEL fjárfestir bæði í skráðum og óskráðum félögum og vinnur markvisst að því að þróa valkosti innan eignasafns síns þannig að viðskiptavinum standi til boða umhverfisvænni lausnir.
SKEL hefur sett sér skilgreind markmið tengd umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum sem eru endurskoðuð árlega en nákvæmari umfjöllun á þeim er að finna í skýrslu þessari. Þar er einnig að finna sjálfbærniuppgjör félagsins sem unnið er í samvinnu við Klappir grænar lausnir hf. Aðgerðaáætlun tengd mikilvægisgreiningu félagsins er einnig í vinnslu og nær hún til innleiðingar á sjálfbærnimarkmiðum í eignasafni. Áhrifin sem SKEL getur haft eru mest í eignasafninu og liggur því áhersla félagsins þar.
Matsfyrirtækið Reitun gerði úttekt á árangri SKEL í sjálfbærniþáttum í annað sinn á árinu 2024. Greiningin er byggð á opinberum upplýsingum, fundum og samskiptum við forsvarsmenn félagsins og tekur á opinberum upplýsingum ársins 2023. Greiningin nær yfir starfsemi SKEL. Helstu breytingar sem skila sér í úttektinni eru að gögn í umhverfisbókhaldi endurspegla starfsemina betur. Áfram eru lítil áhrif frá eigin starfsemi. Einnig hefur átt sér stað mikil vinna að samdrætti á jarðefnaeldsneyti í eignasafninu. Telja má líklegt að sú vinna sem fram fór á árinu 2024 hjá SKEL og í eignasafninu hafi ekki skilað sér að fullu inn í úttektina heldur verði ári á eftir.
SKEL hf. fékk 65 stig á móti 64 stigum frá fyrra ári. SKEL fékk þannig 61 punkta fyrir umhverfisþætti sem er eins árið 2023, 64 punkta fyrir félagsþætti á móti 65 punktum frá fyrra ári og 66 punkta fyrir stjórnarhætti á móti 64 frá fyrra ári.
Markmið og aðgerðir SKEL snúa fyrst og fremst að þeim félögum sem SKEL fjárfestir í en einnig er horft á eignasafnið í heild sinni með tilliti til markmiða. Eitt af markmiðum félagsins var að draga saman hlutdeild jarðefnaeldsneytis í eignasafninu og hefur það náðst. Tækifæri félagsins felast, að mati Reitunar, helst í því að átta sig enn betur á umhverfisáhættu í eignasafninu og framfylgja aðgerðaáætlun til þess að ná árangri í gegnum fjárfestingar sínar.
Hjá SKEL starfa sjö einstaklingar og nær skráning gagna yfir starfsemi félagsins á skrifstofunni og er umfang þess lítið og umhverfisáhrif lítil. Gögn í umhverfisbókhaldi hafa tekið breytingum á milli ára sem skýrist af því að á árinu 2022 voru þættir þar inni sem félagið bar ekki ábyrgð á og því gefa gögn ársins 2023 nákvæmari mynd af raunverulegum
| Umhverfismál – Niðurstöður | Hámarks stig | Stig | Punktar | Einkunn |
|---|---|---|---|---|
| Stig | 9,5% | 5,8% | 61 | B3 |
| E1 Visthagkvæmni | 4,5% | 2,3% | 51 | C1 |
| E.1.1. Losun gróðurhúsalofttegunda | 2% | 0,8% | 40 | C2 |
| E.1.2 Orkunotkun | 1% | 0,5% | 50 | C1 |
| E.1.3 Vatnsnotkun | 0,5% | 0,5% | 100 | A1 |
| E.1.4 Myndun úrgangs | 1% | 0,5% | 50 | C1 |
| E2 Umhverfisstjórnun | 5% | 3,5% | 70 | B2 |
| E.2.1 Starfsemi og stefnur | 3% | 2,1% | 70 | B2 |
| E.2.2 Loftslagstengt eftirlit og fjárfestingar | 2% | 1,4% | 70 | B2 |
umhverfisáhrifum félagsins. Unnið hefur verið að því að ná betur utan um losun frá fjárfestingum og var það birt í fyrsta sinn árið 2024.
SKEL starfar eftir sjálfbærnistefnu sem var uppfærð undir lok árs 2023 og hefur félagið mótað sér stefnumarkandi áherslur í umhverfismálum fyrir félög í eignasafni sínu. Ekki hafa verið sett mælanleg markmið í umhverfismálum fyrir eigin rekstur en eins og fyrr segir þá fara umhverfis-
áherslur og aðgerðir fram í gegnum félög í eigu SKEL. Þar hefur SKEL sett mælanleg markmið og stefnt er að því að birta þau markmið í sjálfbærniskýrslu félagsins árlega og hefur félagið gert það í tvígang. Ekki hefur verið kolefnisjafnað fyrir losun frá starfseminni.
Mannauðsstefna félagsins kemur fram í sjálfbærnistefnu þess og þar er tekið á viðeigandi þáttum mannauðsmála. Formleg umgjörð í málaflokknum er ekki til staðar vegna smæðar starfsmannahópsins og hafa því t.a.m. starfsánægjukannanir ekki verið framkvæmdar. Formleg starfsmannasamtöl eru ekki til staðar en stjórnendur eru aðgengilegir starfsfólki og alltaf hægt að kalla eftir samtali. Lagt er sérstaklega upp með að hafa opin og hreinskilin samskipti ef þarf að ræða mál í tengslum við vinnustaðinn.
| Félagslegir þættir – Niðurstöður | Hámarks stig | Stig | Punktar | Einkunn |
|---|---|---|---|---|
| Stig | 24% | 15,3% | 64 | B3 |
| S.1 Mannauður | 19% | 12,1% | 64 | B3 |
| S.1.1 Starfsánægja og þróun | 6,5% | 3,9% | 60 | B3 |
| S.1.2 Mannréttindi, barna og nauðungarvinna | 2% | 2,0% | 100 | A1 |
| S.1.3 Heilsa og öryggi | 2,5% | 1,9% | 75 | B2 |
| S.1.4 Jafnrétti | 8% | 4,3% | 54 | C1 |
| S.2 Viðskiptaánægja og tengsl við samfélagið | 5% | 3,3% | 65 | B3 |
| S.2 Viðskiptaánægja og tengsl við samfélagið | 5% | 3,3% | 65 | B3 |
Tekið er á fjölbreytileika og jafnrétti í sjálfbærnistefnu félagsins. Starfsmannahópurinn er lítill og snýr helsta áhættan í málaflokknum að ójöfnu kynjahlutfalli starfsfólks. Hjá félaginu starfar ein kona en samkvæmt forsvarsmönnum félagsins er vinnustaðarmenningin góð og ekki hafa komið upp nein vafamál sem tengjast málaflokknum.
Viðeigandi undirnefndir stjórnar eru starfandi og upplýsingagjöf stjórnar er fullnægjandi. Félagið er umbreytingafjárfestir og beitir sér með því að styðja við og veita stuðning til stjórnenda og starfsfólks. SKEL beitir virku eignarhaldi með því að taka sæti í stjórn í stærri fjárfestingaeignum.
Félagið fjárfesti í námufélagi í Tansaníu í Austur-Afríku á árinu 2024 sem ber nafnið Baridi Group. Ljóst er að aukin áhætta m.t.t. sjálfbærnimála í eignasafninu eykst með kaupunum á félaginu að mati Reitunar. Helstu áhættur snúi að velferð starfsfólks, mannréttindamálum og umhverfismálum að mati Reitunar. Nánar er fjallað um fjárfestinguna síðar í þessari skýrslu og hvernig tekið var á sjálfbærnimálum í undanfara fjárfestingarinnar.
SKEL horfir að einhverju leyti til sjálfbærniþátta í gegnum fjárfestingaferlið en leggur meiri áherslu á að ná utan um sjálfbærniþætti félagsins þegar fjárfestingaferlinu er lokið. Sjálfbærnirammi hefur verið mótaður fyrir þau félög sem
| Stjórnarhættir – Niðurstöður | Hámarks stig | Stig | Punktar | Einkunn |
|---|---|---|---|---|
| Stig | 66,5% | 44,1% | 66 | B3 |
| G.1 Almennir stjórnarhættir | 10% | 7,3% | 73 | B2 |
| G.1.1 Samsetning og starfsemi stjórnar | 7% | 5.8% | 83 | B1 |
| G.1.2 Sjálfbær stjórnun og fjármögnun | 3% | 1,5% | 50 | C1 |
| G.2 Starfshættir og aðfangakeðja | 21,5% | 14,3% | 67 | B3 |
| G.2.1 Siðferði og starfsemi | 13% | 8,4% | 64 | B3 |
| G.2.2 Upplýsingagjöf | 5% | 4,2% | 84 | B1 |
| G.2.3 Aðfangakeðja | 3,5% | 1,8% | 50 | C1 |
| G.3 Vörur og þjónusta | 35% | 22.5% | 64 | B3 |
| G.3.2 Ábyrg eignastýring | 30% | 21% | 70 | B2 |
| G.3.4 Kolefnisfótspor eignasafnsins | 3,5% | 1,5% | 44 | C2 |
| G.3.3 Sjálfbærnitengt samstarf og þátttaka á fjármálatengdum vettvöngum |
1,5% | 0% | 0 | D |
SKEL fjárfestir í en hann nær til þeirra félaga sem flokkast af SKEL sem stór félög. Þar eru sjálfbærniáherslur skilgreindar og til hvers er ætlast af félögum í eignasafni SKEL. Félagið birtir upplýsingar um sjálfbærnistöðu félaga sinna í sjálfbærniskýrslu sinni og fylgir eftir settum áherslum með samtali og mælingum frá þriðja aðila (Reitun). Niðurstöður sýna að félögin eru að ná árangri en einnig, samkvæmt samtali við stjórnendur SKEL, er ljóst að félögin í eignasafninu hafa verið að innleiða sjálfbærniáherslur með skipulögðum hætti. Félögin sem hafa farið í gegnum UFS mat í eigna-
safni SKEL eru: Orkan IS, Kaldalón, Skagi og Styrkás. Flest fyrirtæki í eignasafni SKEL sem hafa verið metin eru nú þegar komin vel á veg eða byrjuð að huga að sjálfbærnimálum hjá sér. Niðurstöður gefa SKEL innsýn í stöðu fyrirtækjanna og tækifæri á að fylgja eftir áherslum í eignasafni sínu á sviði sjálfbærnimála. Það eru nokkur tækifæri fyrir SKEL í að bæta einkunn sína í sjálfbærni með aðgerðum á sviði stjórnarhátta, félagslegra þátta og umhverfismála og munu þær áherslur birtast í sjálfbærnimarkmiðum fyrir árið 2025.
Eignasafn SKEL samanstendur af mismunandi eignum og gaf Reitun 50% af eignum í eignasafni félagsins UFS einkunn. Hlutfall fyrirtækja í eignasafni SKEL er 71% (31.9.2024) og hafa þá 70% af fyrirtækjum í eignasafninu verið metin út frá UFS þáttum. Vegin einkunn af eignasafninu er 65 punktar af 100 mögulegum, flokkur B3. Til samanburðar við útgefendur með útgefin hlutabréf og skuldabréf á innlendum markaði, er meðaltal þeirra að svo stöddu 73 punktar. Einkunn eignasafns SKEL hækkar um 7 punkta á milli ára.
Félögin í eignasafninu eru komin misjafnlega langt í sínum aðgerðum varðandi sjálfbærnimál eins og einkunnir endurspegla en hafa flest tekið jákvæð skref í áttina að innleiðingu á frekari áherslum í sjálfbærnimálum. Félögin í eignasafni SKEL eru bæði skráð og óskráð og er almennt greinamunur á þeim. Þessi munur getur að vissu leyti legið í ríkari kröfum og regluverki sem snýr að skráðum félögum. SKEL virðist vera að koma áherslum félagsins í sjálfbærni áfram á skýran hátt hjá félögunum sínum og heldur áfram að fylgjast með þróun eignasafnsins út frá mælikvörðum í gegnum mat sem þetta.

UFS Einkunnatöflur
| Eignasafn SKEL | 2024 | 2023 | Breyting | |
|---|---|---|---|---|
| UFS heildareinkunn | 65 | 58 | +7 | |
| Umhverfisþættir | 51 | 44 | +7 | |
| Félagslegir þættir | 78 | 74 | +4 | |
| Stjórnarhættir | 69 | 59 | +10 |
| ORKAN ehf. | 2024 | 2023 | Breyting |
|---|---|---|---|
| UFS heildareinkunn | 64 | 54 | +10 |
| Umhverfisþættir | 48 | 39 | +9 |
| Félagslegir þættir | 79 | 75 | +4 |
| Stjórnarhættir | 68 | 52 | +16 |
| SKAGI hf.* | 2024 | 2023 | Breyting |
|---|---|---|---|
| UFS heildareinkunn | 80 | 80 | 0 |
| Umhverfisþættir | 88 | 87 | +1 |
| Félagslegir þættir | 90 | 90 | 0 |
| Stjórnarhættir | 76 | 75 | +1 |
| KALDALÓN hf. | 2024 | 2023 | Breyting | |
|---|---|---|---|---|
| UFS heildareinkunn | 61 | 54 | +7 | |
| Umhverfisþættir | 45 | 32 | +13 | |
| Félagslegir þættir | 78 | 78 | 0 | |
| Stjórnarhættir | 64 | 55 | +9 |
| STYRKÁS hf.** | 2024 | 2023 | Breyting |
|---|---|---|---|
| UFS heildareinkunn | 63 | 55 | +8 |
| Umhverfisþættir | 46 | 38 | +8 |
| Félagslegir þættir | 74 | 67 | +7 |
| Stjórnarhættir | 71 | 60 | +11 |
*Einkunn stóð áður fyrir Vátryggingafélag Íslands hf.
**Einkunn fyrir Styrkás hf. árið 2024 er reiknuð út frá UFS einkunn á undirliggjandi dótturfélögum.
Hlutfallsleg skipting er miðuð út frá tekjum hvers félags í árslok 2023 og er eftirfarandi: Skeljungur (78,6%), Klettur (18,8%), Klettaskjól (2,6%).
Stærri félög á markaði sem SKEL fjárfestir í eru komin töluvert langt í sjálfbærnivegferð sinni. Það sama má segja um Orkuna og Styrkás sem hafa lagt mikla áherslu á sjálfbærni í sinni starfsemi í gegnum stefnur og innleiðingu í takt við stefnu og markmið SKEL. Árið 2023 var fyrsta árið sem SKEL hóf að sýna nokkra sambærilega mælikvarða. Þeir mælikvarðar taka á helstu sjálfbærniþáttum, góðum stjórnarháttum sem innleiddir voru með stefnum, umhverfismælikvörðum eins og sjálfbærnibókhaldi og þróun á kolefnisfótspori, félagslegum mælikvörðum eins og jafnlaunavottun og kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn og stjórn. Miklar breytingar hafa orðið á eignasafninu á árinu og hefur það áhrif á getu SKEL til samanburðar á milli ára. Árið 2023 birti SKEL mælingar hjá Skeljungi, Orkunni, Heimkaup, Gallon, Kletti, VÍS (nú Skagi) og Kaldalóni. Í ár mun Styrkás birta mælingar Skeljungs, Kletts og Stólpa. Einnig verða birtar mælingar frá Orkunni og Gallon líkt og áður. Varðandi mælingar Skaga og Kaldalóns vísast til sjálfbærniskýrslna félaganna.
| Aðgerð | Markmið | Staða | Heimsmarkmið |
|---|---|---|---|
| Móta stefnu um ábyrgar fjárfestingar | Á árinu 2025 | Ekki hafið | |
| Greining á flokkunarhæfum fjárfestingum (eu. Taxonomy) |
SKEL greini flokkunarhæfar fjárfestingar | Hafið | |
| Innleiðing ESRS staðla hjá SKEL | Innleiðingu ljúki á árinu 2025 | Hafið | |
| Sjálfbærniupplýsingar verði yfirfarnar af óháðum þriðja aðila |
Mikilvægisgreining og sjálfbærniupplýsingar verði yfirfarnar árið 2025 |
Vinna hafin með endur skoðendum |
|
| Eignasafnið mæli árangur á sviði sjálfbærni | Innleiðingu lokið í eignasafni með yfir 50% eignarhald | Í vinnslu | |
| Greining á aðfangakeðju og birgjamat | Greining 2025 | Hafið |
Með góðum stjórnarháttum leitast SKEL við að hafa áhrif á og breyta félögunum í eignasafninu í takt við sjálfbærniramma félagsins og setja markmið fyrir eignasafnið. SKEL leggur áherslu á að ná utan um áhrif sín á samfélagið og hefur m.a. innleitt kerfi Klappa til þess að mæla frammistöðu sína og hluta eignasafnsins. SKEL leggur áherslu á lykilmælikvarða á sviði umhverfis, félagslegra þátta og stjórnarhátta sem birtast í sjálfbærniramma félagsins sem kynntur hefur verið eignasafninu. Þá lykilmælikvarða má finna í eftirfarandi töflum.

Orkan er fjölorkufélag sem mætir orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman hátt í sátt við umhverfið.
Orkan rekur 73 sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti sem eru með 673 eldsneytisstúta og 85 hraðhleðslutengi. Á árinu sameinaðist félagið Löðri sem var áður dótturfélag Orkunnar. Orkan rekur því einnig 12 þvottastöðvar, 9 á höfuðborgarsvæðinu, 1 í Vestmannaeyjum, 1 á Akureyri og 1 á Reykjanesi. Félagið er jafnframt með 63 leigusamninga og á 31 fasteign og lóðir.
Orkan á Öxl fasteignir ehf. (100%), Atlaga ehf. (72%), Blæ Íslenska Vetnisfélagið (50%), Straumlind (34%) og Vegsauka ehf. (50%).
Forstjóri Orkunnar er Auður Daníelsdóttir.
100% eignarhluti
| Umhverfisþættir | 2023 | 2024 |
|---|---|---|
| Sjálfbærniskýrsla | | |
| Sjálfbærniuppgjör | | |
| Þróun kolefnisfótspors | ||
| Heildarlosun tCo2í | 207.413 | 222.944 |
| Breyting á milli ára | 7% | |
| Kolefnisfótspor á stöðugildi | 9.902 | 4.252 |
| Fjármögnuð losun tCO2e | 68,8 |
*Losunartölur eru birtar með fyrirvara um nánari úttekt frá Klöppum.
| Félagsþættir | 2023 | 2024 |
|---|---|---|
| Stöðugildi | 21 | 52,3 |
| Jafnlaunavottun | | |
| Starfsánægja mæld | | |
| Setja markmið um kynjahlutföll starfsmanna | | |
| Kynjahlutfall | ||
| Allir starfsmenn | 50% | 52% |
| Framkvæmdastjórn | 50% | 50% |
| Stjórn | 33% | 33% |
| Stjórnarhættir | 2023 | 2024 |
|---|---|---|
| Góðir stjórnarhættir innleiddir með stefnum | ||
| Mannauðsstefna | | |
| Jafnréttisstefna | | |
| Eineltisstefna | | |
| Mannréttindastefna | | |
| Stefna um fjölbreytileika | | |
| Sjálfbærnistefna | | |
| Spillingar- og mútumálastefna | | |
| Starfskjarastefna | | |
| Stefna um birgja og birgjamat | | |
| Öryggisstefna | | |
| Siðareglur | | |
| Umhverfisstefna | | |
| Persónuverndarstefna | | |

Styrkás er þjónustufyrirtæki við atvinnulífið. Félagið hefur markað sér stefnu um bæði innri og ytri vöxt á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfisþjónustu, iðnaði og eignaumsýslu- og leigustarfsemi.
Innan samstæðu félagsins í dag eru meðal annars fyrirtækin Skeljungur, Klettur og Stólpi Gámar sem eru leiðandi félög á sínum sviðum.
Forstjóri Styrkás er Ásmundur Tryggvason.
63,4% eignarhluti
| Umhverfisþættir | 2024 |
|---|---|
| Sjálfbærniskýrsla | |
| Sjálfbærniuppgjör | |
| Þróun kolefnisfótspors | |
| Heildarlosun tCo2í | 1.167.647 |
| Breyting á milli ára | Fyrsta uppgjör |
| Kolefnisfótspor á stöðugildi | 5.106 |
| Mótvægisaðgerðir | Nei |
| Félagsþættir | 2024 |
|---|---|
| Stöðugildi | 228 |
| Jafnlaunavottun | |
| Starfsánægja mæld | |
| Setja markmið um kynjahlutföll starfsmanna | |
| Kynjahlutfall | |
| Allir starfsmenn | 23% |
| Framkvæmdastjórn | 33% |
| Stjórn | 40% |
| Stjórnarhættir | 2024 |
|---|---|
| Góðir stjórnarhættir innleiddir með stefnum | |
| Mannauðsstefna | |
| Jafnréttisstefna | |
| Eineltisstefna | |
| Mannréttindastefna | |
| Stefna um fjölbreytileika | |
| Sjálfbærnistefna | |
| Spillingar- og mútumálastefna | |
| Starfskjarastefna | |
| Stefna um birgja og birgjamat | Í vinnslu |
| Öryggisstefna | |
| Siðareglur | |
| Umhverfisstefna | |
| Persónuverndarstefna | |


Gallon er innviðafélag með aðsetur á Íslandi og er meginstarfsemi þess móttaka, geymsla og afhending eldsneytis frá birgðastöðvum um allt land.
Birgðastöðvar Gallons eru samtals sex og eru geymarýmin öll vel staðsett við sjávarsíðuna. Samtals á Gallon 36 birgðatanka. Birgðastöðin í Örfirisey (Reykjavík) er langstærst þeirra en auk þess eru birgðastöðvar á Akureyri, Eskifirði, Reyðarfirði, Keflavík og í Vestmannaeyjum. Starfsmenn frá Skeljungi eru verktakar á landsbyggðinni.
Framkvæmdastjóri Gallon er Már Erlingsson.
100% eignarhluti Á ekki við
* Félagið heldur ekki markvisst utan um kolefnisfótspor sitt þar sem umfang starfseminnar er hverfandi en starfsemin er lík frá ári til árs. Einungis eru birtar upplýsingar um fjármagnaða losun. Öryggisferlar uppfærðir
| Félagsþættir | 2023 | 2024 |
|---|---|---|
| Stöðugildi | 6 | 6 |
| Jafnlaunavottun | ||
| Starfsánægja mæld | | |
| Setja markmið um kynjahlutföll starfsmanna | ||
| Kynjahlutfall | ||
| Allir starfsmenn | 0% | 0% |
| Framkvæmdastjórn | 0% | 0% |
| Stjórn | 33% | 33% |
| Stjórnarhættir | 2023 | 2024 |
|---|---|---|
| Góðir stjórnarhættir innleiddir með stefnum | ||
| Mannauðsstefna | | |
| Jafnréttisstefna | | |
| Eineltisstefna | | |
| Mannréttindastefna | | |
| Stefna um fjölbreytileika | | |
| Sjálfbærnistefna | | |
| Spillingar- og mútumálastefna | | |
| Starfskjarastefna | | |
| Stefna um birgja og birgjamat | ||
| Öryggisstefna | | |
| Siðareglur | ||
| Umhverfisstefna | | |
| Persónuverndarstefna |
SKEL fjárfesti á árinu í þriðjungshlut í Baridi Iceland sem á 95% eignarhlut í Baridi Group. Baridi Group er félag sem starfar í námuiðnaði í Tansaníu. Áður en gengið var frá fjárfestingunni var óskað eftir ítarlegum gögnum um rekstur félagsins og var tekið mið af sjálfbærnistefnu SKEL. Meðal þeirra gagna sem SKEL fékk afhent var greining á lagaumhverfinu í tansanískum námuiðnaði. SKEL lagði áherslu á að fá staðfestingu á því að námuleyfa Baridi Group hafi verið aflað með löglegum hætti og spilling eða mútugreiðslur hafi ekki verið í spilunum við leyfisveitingar. Fjárfestingin var gerð í samræmi við sjálfbærnistefnu og siðareglur SKEL. Með þeim er markmiðið að flétta saman efnahags-, samfélags-, og umhverfismál við almenna starfshætti félagsins og tryggja að starfsemi þess sé stunduð af heilindum og að hagsmunir hagaðila og orðspor SKEL sé í heiðri haft.
SKEL hafði frumkvæði að því eftirfarandi ákvæði yrði sett í hluthafasamkomulag Baridi Iceland ehf., sem tekur sömuleiðis til dótturfélagsins Baridi Group Ltd.:
"Hluthafar eru sammála um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Hluthafar skulu árlega láta fara fram mat á sjálfbærni félagsins. Matið skal innihalda úttekt á félaginu út frá stjórnarháttum, umhverfisþáttum og félagslegum þáttum. Matið skal vera framkvæmt með hliðsjón af viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og sjálfbærnistefnu SKEL. Aðilar eru sammála um að nýta hverjar þær ábendingar sem kunna að koma fram við slíkt mat til þess að efla félagið á sviði sjálfbærni."
Úttekt á þessum þáttum í rekstri Baridi Group mun því fara fram.
Félag í jafnri eigu SKEL og Axcent of Scandinavia AB sem á og rekur sænska verslunarfélagið Åhléns festu kaup á belgíska verslunarfélaginu INNO á árinu 2024. INNO er ein stærsta verslunarkeðjan í Belgiu með 16 stórverslanir í eftirsóttum þjónustukjörnum í öllum helstu borgum landsins. INNO býður vinsæl vörumerki í tískufatnaði, snyrtivörum, leikföngum, húsbúnaði, heimilisvörum, húsgögnum og fleiri vöruflokkum. Fyrirtækið rekur einnig netverslun og heildverslun og eru starfsmenn 1.360 talsins. Fjárfesting SKEL í INNO var gerð í gegnum félagið Stork ehf. sem er 100% í eigu SKEL.
Mikilvæg málefni
SKEL hóf vinnu við innleiðingu CSRD löggjafar Evrópusambandsins á árinu 2023 og framkvæmdi m.a. tvöfalda mikilvægisgreiningu. Tvöföld mikilvægisgreining hefur tvær víddir: áhrifamikilvægi og fjárhagslegt mikilvægi. Áhrifin eru meðal annars þau sem fyrirtækið veldur eða stuðlar að og þau sem tengjast beint eigin starfsemi, vörum eða þjónustu fyrirtækisins í gegnum viðskiptasambönd þess.
Haghafar voru skilgreindir sem einstaklingar, hópar eða lögaðilar sem verða fyrir áhrifum af starfseminni og geta haft áhrif á starfsemi skipulagsheilda. SKEL hefur jafnframt gert ítarlega haghafagreiningu.

Hluthafar: Áhersla er lögð á ítarlega og tímanlega upplýsingagjöf til þess að gera hluthöfum og markaðsaðilum kleift að öðlast góðan skilning á rekstri og árangri fyrirtækisins.
Starfsfólk og stjórnendur fjárfestingaeigna: SKEL leggur áherslu á að styðja við bakið á stjórnendum þeirra félaga sem félagið fjárfestir í og aðstoðar þá við að búa til samkeppnishæf félög sem ná árangri á sínu sviði.
Samstarfsaðilar: Helstu samstarfsaðilar eru bankar, miðlarar og greiningaraðilar.
Fjölmiðlar og eftirlitsaðilar: Fjölmiðlar sjá um upplýsingagjöf til almennings og geta því haft mikil áhrif á orðspor og ásýnd félagsins. Eftirlitsaðilar gegna veigamiklu hlutverki fyrir samfélagið.
Starfsfólk: Samskipti á vinnustað eru opin og heiðarleg. SKEL býður upp á samkeppnishæft og sveigjanlegt starfsumhverfi sem styður við þróun í starfi.
Stjórn: Stjórnin tekur stefnumótandi ákvarðanir fyrir félagið og ber endanlega ábyrgð á rekstri þess. Stjórnin stuðlar að opnum og heiðarlegum samskiptum og er upplýsingum úr rekstrinum miðlað til samstarfsfólks eins fljótt og lög leyfa. Lögð er áhersla á að ávinningur starfsmanna verði fléttaður saman við ávinning félagsins.
SKEL kortlagði samskipti sín við helstu haghafa á árinu 2024.
(sjá næstu síðu)
| Haghafar | Innri | Ytri | Hvar/ hvenær eru samskiptin? | Framkvæmd samskipta |
|---|---|---|---|---|
| Innri haghafar | ||||
| Stjórn | | Stjórnarfundur og uppgjör. | Stjórnarfundir SKEL eru haldnir einu sinni í mánuði að lág marki og eftir þörfum. |
|
| Starfsfólk SKEL | | Reglulegir starfsmannafundir. | Gert er grein fyrir árangri á starfsmannafundum og fræðslu fundum þegar tilefni er til. |
|
| Ytri haghafar | ||||
| Hluthafar | | Gert er grein fyrir árangri á hluthafa fundum, ytri vef, í fréttum á vef Kaup hallar og í fjölmiðlum. |
Fjárfestakynningar eru haldnar tvisvar á ári. Ef tilefni er til eru haldnar kynningar. Upplýsingagjöf er ársfjórðungsleg um árangur eigna. Hluthafa/aðalfundur einu sinni ári. Farið er að lögum um hlutafélög. |
|
| Starfsfólk og stjórnendur fjárfestingaeigna |
| Stjórnarfundir, samtöl og fundir eftir því sem þurfa þykir. |
Stjórnarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði. Samtöl og fundir eftir því sem þurfa þykir. Stjórnendur fjárfestingaeigna koma á stjórnarfundi SKEL einu sinni á ársfjórðungi. |
|
| Samstarfsaðilar | | Með fjölbreyttum leiðum. | Verkefnamiðuð samskipti. Alla daga eru samskipti við miðlara. |
|
| Fjölmiðlar | | Fréttaflutningur, fjárfestakynningar haldnar ársfjórðungslega. Farið er að lögum um hlutafélög. |
Fjöldi umfjallana/ frétta/ þátttaka í viðburðum og fleira. | |
| Eftirlitsaðilar | | Eftir þörfum. | Atvik þar sem ekki er farið að lögum/afskipti eftirlitsaðila. |
Sem hluti af framkvæmd mikilvægisgreiningar var farið vel yfir viðskiptaáætlun félagsins og stefnu auk þess sem virðiskeðja félagsins var skoðuð bæði upp og niður. Þá var farið í að skoða sjálfbærnistjórnun og skipulag, viðtöl voru tekin við starfsfólk og stjórnarmenn SKEL ásamt því að ytri og innri sjálfbærniþættir voru greindir. Metið var hvaða undirflokkar og undir-undirflokkar næðu til starfsemi félagsins, virðiskeðjunnar og eignasafnsins þar sem það var mögulegt.
Samhliða vinnunni við mikilvægisgreininguna voru jafnframt unnar tvöfaldar mikilvægisgreiningar fyrir tvö félög í eignasafninu, Skeljung og Orkuna. Rætt var við ýmsa ytri haghafa sem staðfestu niðurstöður mikilvægisgreiningar og komu með gagnlegar ábendingar.
Niðurstaða greiningarinnar var sú að leggja áherslu á 10 atriði sem sýnd eru í eftirfarandi töflu. Eftir viðtöl við hagaðila og ábendingar þeirra er eftirfarandi mikilvægisgreining niðurstaða SKEL. Þessar áherslur ríma vel við upphaflegar sjálfbærniáherslur félagsins.
Í ljósi niðurstöðu mikilvægisgreiningar SKEL ætlar félagið að leggja mesta áherslu á þrjá ESRS staðla, G1-viðskiptahætti, E1- loftslagsbreytingar og S1- mannauð. Einnig verður áhersla á S3 - áhrif á samfélög, þá aðallega þætti er varðar öryggismál í eignasafninu. Á árinu 2024 hefur félagið farið dýpra í mikilvægisgreininguna og framkvæmd var gloppugreining til að meta hvaða gögn eru tiltækileg og hvernig SKEL metur mikilvægi hinna einstöku gagnapunkta. Stærstur hluti gagnapunktanna á við um eignasafnið sem rímar við sjálfbærniáherslur SKEL.

Tvöfalt mikilvægi
Í kjölfarið var gerð aðgerðaáætlun sem byggir á þeim verkefnum sem framundan eru. SKEL mun áfram leitast við að beita áhrifum sínum í gegnum stjórnarsetu og samræmda mælikvarða fyrir eignasafnið.
Nokkur félög til viðbótar í eignasafninu hafa jafnframt hafið vinnu við mikilvægisgreiningar, t.d. Styrkás og Orkan. Töluvert miklar breytingar hafa orðið á eignasafninu frá því fyrsta mikilvægisgreiningin var gerð og þarf þess vegna að kafa dýpra í hana og velta fyrir sér áhrifum frá nýjum eignum.
Stjórnarhættir
Um stjórnarhætti SKEL er ítarlega fjallað í stjórnarháttayfirlýsingu félagsins. Stjórnarhættir SKEL eru í samræmi við lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins, s.s. ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög, markaðssvikareglugerð ESB, sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga, laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021 og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018. Stjórnarhættir félagsins eru sömuleiðis í samræmi við innri reglur félagsins sem má finna á heimasíðu félagsins www.skel.is.
Innan sjálfbærnistefnu SKEL er að finna siðareglur sem gilda um stjórn og undirnefndir stjórnar, stjórnendur og allt starfsfólk. Siðareglurnar eru enn fremur hafðar til hliðsjónar við val á og endurnýjun samninga við samstarfsaðila félagsins. Það er á ábyrgð stjórnar og forstjóra SKEL að sjá um innleiðingu og eftirfylgni með siðareglunum. Allir sem undir siðareglurnar falla þurfa að fara eftir ákvæðum þeirra og tileinka sér þær í daglegum störfum sínum. Markmið siðareglnanna er að tryggja sjálfbærnistefnu félagsins og að starfsemi félagsins sé stunduð af heilindum þannig að orðspor þess og hagaðila þess sé í heiðri haft. Starfsfólk einsetur sér að þekkja, skilja og fara eftir hvers konar lögum, reglum, stefnum, starfsreglum og siðareglum sem gilda um störf þess. Starfsfólk leitar sér aðstoðar ef það telur sig skorta nauðsynlegan skilning eða ef það telur að lög eða siðareglur hafi verið brotin.
Stjórn og stjórnendur SKEL leitast við að viðhalda góðu eftirlitsumhverfi með skjalfestum stefnum, reglum og verklagsferlum. Með þeim hætti er tryggð skilvirkni í starfsemi félagsins, áreiðanleiki upplýsinga og hlítni við lög. Forstjóri og fjármálastjóri bera ábyrgð á greiningu og mati á fjárhagslegum og rekstrarlegum áhættum félagsins. Þeir taka enn fremur virkan þátt í mótun áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Hjá félaginu starfar ekki sérstakur áhættustjóri. Í nóvember 2023 samþykkti stjórn SKEL formlega sérstaka áhættustefnu fyrir félagið.
Í áhættustefnu er fjallað um helstu efnisþætti og framkvæmd áhættustýringar félagsins. Áhættustefna SKEL byggir á lögum og reglum sem gilda um starfsemi félagsins sem og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins gáfu út.
Starfsemi SKEL er útsett fyrir margvíslegri fjárhagsáhættu þar á meðal markaðsáhættu, verðáhættu, gjaldeyrisáhættu, vaxtaáhættu, lausafjáráhættu og útlánaáhættu. Með því að aðstoða félögin í góðum rekstri hefur það áhrif á að félög í eignasafninu geti greitt laun og tekið þátt í uppbyggingu samfélagsins. SKEL stýrir áhættu sinni með því að greina fjárfestingasafnið eftir atvinnugreinum. Stefna félagsins er að dreifa fjárfestingaeignum á milli atvinnugreina og takmarka þannig áhættu SKEL af einstökum atvinnugreinum.
Sjálfbærniáhættur eru mjög mismunandi eftir starfsemi rekstrarfélaganna en mesta áhættan tengist mögulega sölu á jarðefnaeldsneyti í eignasafninu. Sú áhætta þynnist út með auknu framboði af umhverfisvænu vöruframboði og fjárfestingum í annars konar starfsemi. Áhættan er í leiðinni metin sem tækifæri fyrir félagið og eru félög í eignasafninu sem ætla sér að vera leiðandi aðilar í orkuskiptum og hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í vistvænni orkugjafa.
Loftslagsáhætta er mest í orkustarfseminni en þau félög gera sínar eigin greiningar og bregðast við með því að bjóða umhverfisvænni vörur. Áhersla er lögð á að öll félögin vinni að því að minnka loftslagsáhrif. SKEL gerir kröfur um að félög í eignasafninu rammi starfsemi sína inn með stefnum og hafi umhverfis-, félags- og stjórnarhætti í góðu lagi.
SKEL hefur svarað spurningalista endurskoðenda um lágmarks verndarráðstafanir sem er hluti af flokkunarreglugerð Evrópusambandsins. Félagið beitir áhrifum sínum í þeim félögum sem það á ráðandi hlut í og er það markmiðið að félög í eignasafninu setji sér sínar eigin stefnur og verkferla. Skattastefna félagsins er hluti af sjálfbærnistefnu þess og er því aðgengileg á heimasíðu félagsins. Stefna SKEL í skattamálum lýtur að verklagi vegna eftirlits og framkvæmdar skattamála. Markmiðið með skattastefnu er að formfesta vinnulag til greiningar, mats og stýringar og þar með að takmarka skattaáhættu eins og kostur er. Í starfsemi SKEL er farið eftir þeim lögum, reglum og alþjóðlegum leiðbeiningum sem gilda um skattamál félagsins hverju sinni.
Samfélagsleg ábyrgð, mannréttindi, umhverfismál og sjálfbærni eru lykilatriði í stefnu SKEL og ríkar kröfur eru gerðar til starfsfólks og samstarfsaðila þeirra þegar kemur að þeim málaflokkum. Lögð er áhersla á fagmennsku, heiðarleika og sanngirni í viðskiptum. Farið er að lögum og reglum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og gerð krafa um það sama af þeim sem SKEL skiptir við. Skrifstofa SKEL hefur lítil bein samskipti við aðra birgja en þá sem tengjast rekstri skrifstofu. SKEL hefur ekki krafist þess að helstu birgjar fari í gegnum birgjamat. SKEL hefur haldið utan um samskipti við hluta virðiskeðju sinnar í kerfi Klappa. Þar er yfirlit yfir umfang 1 og 2 ásamt því að vinna hófst á árinu við að bæta við upplýsingum í umfangi 3.
SKEL leggur áherslu á að samstarfsaðilar deili með því grundvallargildum og leitast við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi. Félagið hefur metið hvort mannréttindi séu virt í starfseminni sem um ræðir, gagnvart starfsfólki og öðrum hagaðilum svo sem samfélagi og neytendum. Áhersla er lögð á að sneiða hjá neikvæðum áhrifum og er gripið til mótvægisaðgerða gegn slíkum áhrifum ef við á. Stjórnendur félagsins bera ábyrgð á að stefnum félagsins sé fylgt. Félagið hefur ekki þurft að grípa til neinna aðgerða enda starfsemi félagsins lengst af að mestu leyti bundin við Ísland. Vísað er til sjálfbærnistefnu, sérstaklega þess hluta sem snýr að mannréttindum.
Félagið hefur innleitt verklag í samræmi við lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020. Auk þess hefur félagið innleitt og tryggt fylgni við lög um persónuvernd (GDPR). SKEL hefur innleitt fullnægjandi innri ferla, siðareglur og verklag á sviði hlítingar en ekki hafa nein atvik komið upp þar sem aðgerða var þörf til að koma í veg fyrir mútuþægni. Félagið stundar viðskipti af heiðarleika og einsetur sér að fara að lögum, reglum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og fylgja þeim reglum sem fyrirtækið setur á hverjum tíma. Félagið á ekki viðskipti við aðila sem grunur leikur á að stundi peningaþvætti. Öll viðskipti SKEL skulu tilgreind í reikningum fyrirtækisins í samræmi við viðurkenndar starfsreglur og skulu háð endurskoðun.
SKEL forðast árekstra á milli hagsmuna starfsmanna og félagsins. Í sjálfbærnistefnu félagsins er að finna reglur um viðbrögð við tilkynningu um brot. Brot gegn sjálfbærni- og siðareglum geta varðað áminningu og jafnvel brottrekstri í samræmi við viðeigandi vinnulöggjöf hverju sinni. Starfsfólk kemur ekki að ákvörðunum sem það eða aðilar tengdir kunna að hafa persónulegan hag af, né sinnir öðrum störfum sem skapað geta hagsmunaárekstur við félagið. Áhersla er lögð á að öll upplýsingagjöf SKEL til hagaðila sé á hverjum tíma rétt, gagnorð og nákvæm. Starfsfólk SKEL hefur jafnframt heitið því að stunda ekki ólögmæt innherjaviðskipti.
SKEL er fjárfestingafélag og starfar því ekki beint á samkeppnismarkaði. Aftur á móti starfa flest félög innan eignasafnsins á samkeppnismarkaði. SKEL leitast við að hafa áhrif á eignasafnið í gegnum stjórnarsetu og stjórnarfundi í þeim félögum sem starfsfólk SKEL á sæti í stjórn hjá.
Eftirlitsstofnun EFTA ("ESA") gerði í október athugun hjá SKEL vegna starfsemi Lyfjavals ehf. sem er í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur var í 81% eigu SKEL og tengdra félaga mestan hluta ársins. Samkvæmt ákvörðun ESA var athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. SKEL og Lyfjaval aðstoðuðu starfsfólk ESA við athugun málsins og afhentu öll umbeðin gögn. Þá átti SKEL upplýsingafundi með helstu lánveitendum félagsins eða dótturfélaga til að skýra frá athugun ESA. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals. Framvinda málsins er nú alfarið í höndum ESA. SKEL mun greina frá framvindu málsins eins og hún blasir við félaginu hverju sinni.
SKEL hefur mótað sjálfbærnistefnu, gert mikilvægisgreiningu og sett fram markmið fyrir stærstu félögin að fylgja til framtíðar. Þannig ætlar félagið að hafa sem mest áhrif á eignasafnið með stefnum og öðrum mikilvægum áhrifum. SKEL birtir markmiðin og árangur nokkurra félaga í sínu sjálfbærniuppgjöri og hefur tekið fyrstu skrefin með stóru félögunum. Starfsfólk félagsins stefnir að bættum árangri á sviði umhverfisverndar.
SKEL kappkostar að:
Mælingar eru mjög mikilvægar en stærri félög nota kerfi Klappa, eða sambærileg kerfi, til þess að halda utan um sín sjálfbærnimál og losun og hefur SKEL beint því til félaganna að þau setji sér markmið og mæli árangur. Hluti þeirra aðgerða sem SKEL hefur þegar hrint af stað er breyting í áherslum fjárfestinga. Áhersla er á að leita að fjárfestingakostum í sjálfbærum orkugjöfum sem passa núverandi eignarsafni og einnig nýjum tækifærum í slíkum fjárfestingum.
SKEL leggur áherslu á að vera meðvitað um áhrif eignasafnsins á umhverfið og leitast við að lágmarka neikvæð áhrif hennar eins og mögulegt er. SKEL setti í fyrsta skipti fram mælikvarða fyrir stærri félög í eignasafninu á árinu 2023 og heldur því áfram fyrir árið 2024.
SKEL hefur gert áhættumat á þáttum sem tengjast sjálfbærni og þar af leiðandi loftslagstengdri áhættu. Áhættan er bundin við rekstur undirliggjandi eigna en félagið greindi frá þessu í ársskýrslu sinni 2023. Stjórn fjallar um málaflokkinn en gerir það ekki með reglubundnum hætti þar sem stjórnir og stjórnendur viðeigandi félaga sjá um loftslagstengda áhættu í sínum rekstri. Félagið framfylgir stefnu sinni í gegnum stjórnarsetu í undirliggjandi félögum.
Áhersla hefur verið mikil á að dreifa áhættu SKEL með fjárfestingum sem miða að betri tekjudreifingu í eignasafninu. Vegna loftslagsbreytinga í heiminum og markmiða stjórnvalda um orkuskipti er fyrirséð að sala á jarðefnaeldsneyti verður ekki eins umfangsmikil til lengri framtíðar. SKEL leggur því mikla áherslu á að félögin þrói starfsemi sína í takt við breytta tíma. Eigendur og stjórnendur SKEL sjá mikil tækifæri í orkuskiptunum og því að styðja við atvinnuvegi á Íslandi. Samhliða þeim umhverfisbreytingum sem eiga sér stað þá eiga sér einnig stað miklar samfélags- og tæknibreytingar þar sem meiri áhersla verður lögð á græna orkugjafa.
Ljóst er að orðsporsáhætta er einn af áhættuþáttunum í rekstri SKEL. Félögin í eignasafninu leggja mikla áherslu á öryggis- og gæðamál og hafa til þess bærar vottanir eða áform þar um. Auk þess til þess að mæta þessari áhættu hafa félög í eigu SKEL sem selja jarðefnaeldsneyti verið að bæta við grænum orkugjöfum í vöruframboð sitt svo sem sölu á vetni, rafmagni, lífdísli (e.bio-diesel), umhverfisvænni smurolíum og tjöru hreinsi. SKEL einsetur sér að innleiða í sína starfsemi það regluverk sem um ræðir hverju sinni og hvetur félögin í eignasafninu til hins sama. Orðsporsáhætta er alltaf til staðar í fyrirtækjarekstri og leggur SKEL áherslu á vandvirk vinnubrögð og stefnur sem koma í veg fyrir áhættu.
Félagsþættir
Það er mikilvægt fyrir SKEL að félagið og eignasafnið verði eftirsóknarverðir vinnustaðir sem laða að og halda í hæft og traust starfsfólk. Áhersla er lögð á jafnrétti á vinnustað og málefnaleg og sanngjörn samskipti. Í sjálfbærnisstefnu SKEL er fjallað um fjölbreytileika. Félagið fagnar fjölbreytileika og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi og hefur sett sér viðbragðsáætlun því tengdu. SKEL leggur áherslu á að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallargildum og leitast við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi.
Félagið hvetur starfsfólk til þekkingaröflunar og framfara í starfi. Stjórnendum ber skylda til þess að taka rétt á málum ef þau koma upp og fylgja verklagsreglum um úrvinnslu atvika og mála í einu og öllu. Starfstengdar ákvarðanir eru byggðar á viðeigandi hæfni, verðleikum, frammistöðu og öðrum starfstengdum þáttum.
Markmið SKEL er að ráða áhugasamt, hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi og tekur virkan þátt í að bæta félagið. Lögð er áhersla á að hagsmunir starfsfólks fari saman við hagsmuni félagsins. Við ákvörðun launa er þess gætt að ekki sé mismunað vegna kyns en einingin er of fámenn til þess að fara í gegnum jafnlaunavottun. Hjá félaginu eru sjö fastir starfsmenn í mjög mismunandi störfum. Ein kona og sex karlar á aldursbilinu 29 til 55.
Mannauðsstefna SKEL rúmast innan sjálfbærnistefnu félagsins. Þar kemur fram að SKEL beri hag starfsfólks fyrir brjósti og virði hvers konar starfstengd réttindi starfsfólks í samræmi við lögboðin réttindi. Stuðlað er að jafnrétti á vinnustað og málefnalegum og sanngjörnum samskiptum og einelti eða önnur áreitni er ekki liðin. Félagið leitast við að bjóða starfsfólki gott starfsumhverfi, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og er virðing borin fyrir fjölskylduaðstæðum starfsfólks og stjórnenda.
SKEL hvetur starfsfólk sitt til heilsusamlegs lífernis, og getur starfsfólk sótt um styrki vegna heilsueflingar. Boðið er upp á heilsufarsmælingar og sjúkdómavarnir. Um veikindarétt, orlofsrétt, slysabætur og atvinnuleysisbætur gilda íslensk lög hverju sinni og réttindi samkvæmt kjarasamningum. Lög og kjarasamningar kveða á um útfærslu veikindaréttar; fjölda veikindadaga, skilyrði fyrir launuðu veikindaleyfi og fleira. SKEL leitast við að tryggja öryggi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á fylgni við lög og reglur sem varða starfsemina, fullnægjandi leiðsögn og þjálfun starfsmanna og upplýsingagjöf til starfsmanna um öryggis- og umhverfismál.
SKEL hefur sett sér starfskjarastefnu í samræmi við samþykktir félagsins og þær meginreglur sem liggja til grundvallar 79. gr. a laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Markmið starfskjarastefnunnar er að gera störf hjá SKEL fjárfestingarfélagi hf. að eftirsóknarverðum valkosti fyrir fyrsta flokks starfsfólk og þar með tryggja félaginu stöðu í fremstu röð. Starfskjarastefnan er birt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Allir starfsmenn sem það kjósa eru í stéttarfélagi. Laun og aðrar greiðslur taka mið af menntun, reynslu og fyrri störfum. Önnur starfskjör eru líkt og hjá sambærilegum félögum, svo sem greiðslur í lífeyrissjóð, orlof og fleira. Forstjóra er heimilt að greiða starfsfólki sérstaka kaupauka við sérstakar aðstæður. Umbun til forstjóra og annarra stjórnenda samræmist tilgangi og hagsmunum félagsins til lengri tíma. Stjórn gerir skriflegan ráðningarsamning við forstjóra en samningurinn kveður á um alla ráðningarskilmála. Starfskjarastefnan er í heild sinni á heimasíðu félagsins og var uppfærð á árinu.
SKEL krefst þess að félög í eignasafninu starfi eftir góðum stjórnarháttum og lögum í landinu. SKEL starfar jafnframt með ýmsum ráðgjöfum og sérfræðingum sem tengjast hverju verkefni fyrir sig. Ekki er haldið sérstaklega utan um upplýsingar um kyn þeirra þar sem samstarfsaðilar eru mismunandi lögaðilar og leitað er til þeirra á grundvelli þekkingar og reynslu á hverju verkefni fyrir sig. Lögð er áhersla á að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallargildum og leitast er við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi. Farið er að einu og öllu eftir gildandi lögum um persónuvernd og upplýsingamiðlun skráðra hlutafélaga.
Í siðareglum félagsins kemur fram að lögð sé áhersla á fagmennsku, heiðarleika og sanngirni í viðskiptum og farið að lögum og reglum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem SKEL skiptir við.

Flokkunarreglugerð ESB tók gildi á Íslandi 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Lögin gilda frá 1. janúar 2023. Á Íslandi gildir reglugerðin um fyrirtæki sem falla undir skyldu til að skila ófjárhagslegum upplýsingum skv. gr. 66d í ársreikningalögum nr. 3/2006 og er SKEL meðal þeirra.
Tilgangur flokkunarreglugerðarinnar er að skilgreina hvaða atvinnustarfsemi telst vera umhverfislega sjálfbær út frá tæknilegum matsviðmiðum og á hún að stuðla að gagnsæi í sjálfbærniupplýsingagjöf. Flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy) er mikilvægur hluti af sjálfbærnireglugerðum Evrópusambandsins, sem settar voru á fót sem hluti af Green Deal sáttmála sambandsins árið 2019.
SKEL hóf yfirferð sína á starfsemi félagsins á árinu og bar saman við þau tæknilegu matsviðmið sem þegar hafa verið birt út frá umhverfismarkmiðunum um mildun loftslagsbreytinga og aðlögun að loftslagsbreytingum. Kjarnastarfsemi SKEL eru fjárfestingar í öðrum félögum og tilgangur félagsins er því að starfa sem fjárfestingafélag, þ.e. sem umbreytingafjárfestir og ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með fjárfestingum.*
SKEL nýtti á árinu kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog í eigu Stefnisvogs ehf. Aðilar náðu einnig samkomulagi um kaup SKEL á fleiri íbúðum og urðu kaupin því samanlagt 50 íbúðir við Stefnisvog, samtals 5.720 fm að stærð. Kaupverð er 4.808 m.kr. Hluti kaupverðs verður greiddur með afhendingu hlutafjár og hluthafalána í Reir þróun ehf. samtals að fjárhæð 728 m.kr. Að loknu uppgjöri viðskiptanna er SKEL búið að afhenda alla eignarhluti og hluthafalán til Reir þróunar í skiptum fyrir fullbúnar íbúðir. Einnig á félagið fasteignir á Austurströnd, Seltjarnarnesi, og Barónstíg 2-4.
Tæknileg matsviðmið vegna byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar og fasteignaviðskipta hafa verið skilgreind, þar á meðal tæknileg matsviðmið vegna atvinnustarfsemi "7.7 kaup og eignarhald á byggingum". Velta/fjárfestingagjöld/rekstrargjöld vegna þessara bygginga er því að mati SKEL gjaldgeng og sett fram í töflum samkvæmt reglugerð 2021/2178 II. viðauka. ESB hefur gefið út tæknileg matsviðmið fyrir tvö af markmiðunum hér að ofan.
Til þess að starfsemi teljist samræmd og þar með uppfylla skilyrði flokkunarreglugerðarinnar um að vera umhverfislega sjálfbær þarf hún að stuðla verulega að einu eða fleiri umhverfismarkmiðum, skaða ekki önnur markmið, vera stunduð í samræmi við lágmarksverndarráðstafanir og hlíta tæknilegum matsviðmiðum. Það er niðurstaða SKEL að ekki sé um að ræða neina starfsemi sem uppfyllir öll skilyrði flokkunarreglugerðarinnar um að vera umhverfislega sjálfbær.
Til þess að uppfylla þennan flokk um verulegt framlag þurfa byggingar sem eru byggðar fyrir 31. desember 2020 að vera með orkunýtingarvottorð í flokki A samkvæmt tilskipun ESB 2010/31 til þess að ákvarða verulegt framlag fyrir flokkinn kaup á nýjum byggingum. Að öðrum kosti fellur byggingin innan efstu 15% af landsbundnum eða svæðisbundnum byggingarkosti, gefið upp sem frumorkuþörf og sýnt fram á það með fullnægjandi sönnunum, þar sem a.m.k. frammistaða viðkomandi eignar er borin saman við frammistöðu landsbundins eða svæðisbundins byggingarkosts sem var byggður fyrir 31. desember 2020 og a.m.k. gerður greinarmunur á íbúðarhúsnæði og öðrum byggingum en íbúðarhúsnæði. Ísland er með undanþágu frá innleiðingu tilskipunarinnar.
Fjallað er um lágmarksverndarráðstafanir í 18. gr. flokkunarreglugerðarinnar en það eru samræmdir verkferlar þar sem fylgt er meginreglunni um að "valda ekki umtalsverðu tjóni". Þar er horft til viðmiðunarreglna Efnahags- og framfarastofnunarinnar, leiðbeinandi meginreglna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi, auk átta grundvallarsamþykkta í yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Vettvangur um sjálfbær fjármál hefur skilgreint kjarnaviðfangsefni: mannréttindi, spillingu og mútur, skattlagningu og sanngjarna samkeppni.
Ítarlega er fjallað um lágmarksverndarráðstafanir SKEL og hlítingu við það í sjálfbærniskýrslu félagsins.
Öll fyrirtæki sem falla undir skyldu til að birta ófjárhagslegar upplýsingar skulu hafa með í skýrslum yfir ófjárhagsleg atriði eða samstæðuskýrslu yfir ófjárhagsleg atriði upplýsingar um hvernig og að hvaða marki starfsemi fyrirtækisins tengist atvinnustarfsemi sem telst vera umhverfislega sjálfbær. skv.3. og 9. gr. þessarar reglugerðar.
Í tilfelli SKEL verða birtir mælikvarðar fyrir atvinnustarfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en uppfyllir ekki kröfurnar, 7.7. líkt og áður sagði. Einnig er um að ræða aðra atvinnustarfsemi sem flokkunarkerfið nær ekki yfir. Velta/ fjárfestingagjöld/ rekstrargjöd vegna þessara bygginga er því að mati SKEL gjaldgeng og sett fram í töflum samkvæmt framseldri reglugerð (ESB) 2021/2178 II. viðauka.
Ársreikningur SKEL er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla líkt og fram kemur í skýringu 2. Útreikningur á lykilmælikvörðum miðast eingöngu við beinar fjárfestingar SKEL en taka ekki á flokkunarhæfum fjárfestingum í eignasafni SKEL.
Hlutfall veltu nær yfir tekjur sem færðar eru sk. alþjóðlegum reikningsskilastaðli. Heildarvelta samstæðunnar er alls 307 millj. kr., þar af eru 69% vegna starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær.
Samkvæmt 8. gr flokkunarreglugerðarinnar þurfa fyrirtæki að birta hlutfall fjárfestingarútgjalda sinna sem tengjast eignum eða ferlum sem tengjast atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær skv. 3. og 9. grein þeirrar reglugerðar. Fjárfestingar samstæðunnar eru alls 8.629 millj. kr., þar af eru 56% vegna starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær.
Samkvæmt 8. gr flokkunarreglugerðarinnar þurfa fyrirtæki að birta hlutfall rekstrargjalda sinna sem tengjast eignum eða ferlum sem tengjast atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær skv. 3. og 9. grein þeirrar reglugerðar. Rekstrargjöld samstæðunnar eru 924 millj. kr., þar af eru 5% vegna starfsemi sem flokkunarkerfið nær yfir en er ekki umhverfissjálfbær.
| Velta | |||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Fjárfestingar | |||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrargjöld | ||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Um skýrsluna
Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga, þ.m.t. upplýsingum um umhverfisþætti, samfélagsþætti, og stjórnarhætti, samkvæmt 66. gr. d. laga um ársreikninga nr. 3/2006. SKEL hefur hafið undirbúning að innleiðingu á sjálfbærnireglugerðum Evrópusambandsins. Flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy) er mikilvægur hluti af sjálfbærnireglugerðum Evrópusambandsins, sem settar voru á fót sem hluti af "Green Deal" sáttmála sambandsins árið 2019. Fyrirtæki utan fjármálamarkaðar þurfa að birta hlutfall tekna og gjalda sem eru til komin vegna afurða eða þjónustu sem tengist atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær. Einnig þurfa þau að birta hlutfall fjárfestingaútgjalda sinna sem tengjast eignum eða ferlum sem tengjast atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær.
Tilskipun um sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja (CSRD) mun taka við af núverandi kröfum í lögum um ársreikninga um ófjárhagslega upplýsingagjöf (grein 66.d). Tilskipuninni fylgir nýr staðall (European Sustainability Reporting Standards (ESRS) sem byggir á tveimur almennum viðmiðum og tíu viðmiðum um umhverfis-, félagslega þætti og stjórnarhætti.
SKEL hefur hafið innleiðingu á ESRS staðlinum að hluta. Skýrslan gildir fyrir fjárhagsárið 2024. Gögn er varða sjálfbærniupplýsingagjöf eru sett inn í umhverfisstjórnunarkerfi Klappa sem hafa skipulagt og hagað vinnu sinni í samræmi við meginreglur "Greenhouse Gas Protocol" aðferðafræðinnar sem kveða á um að framsetning upplýsinga um losun gróðurhúsalofttegunda verði að vera lýsandi, nákvæm, heilleg, samræmd og gagnsæ.
Skýrslunni er hagað í samræmi við UNGC, Nasdaq, ESG, SDG og GRI og var tenging við þessa staðla dregin fram í uppgjörinu og var einnig horft til ESRS E-1 loftslagsbreytingar (e Climate Change ) sem er hluti af nýja staðlinum. Losun gróðurhúsalofttegunda og mælingar ná að einhverju leyti einnig yfir losun í eignasafninu.
Tengiliður vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar eru Stefán Ingi Þórisson, forstöðumaður fjármála- og rekstrar SKEL. Ritstjórn og leiðsögn við gerð og ritun skýrslunnar var í höndum Evu Magnúsdóttur, ráðgjafa og framkvæmdastjóra hjá Podium ehf.


SKEL Fjárfestingafélag hf Sustainability Statement
2024
SKEL Fjárfestingafélag hf Reg. 5902691749
| Statement by the board of directors and CEO |
3 |
|---|---|
| Assessment Statement |
4 |
| Statement |
5 |
| Operational Parameters 5 |
|
| Environmental 6 |
|
| Social |
9 |
| Governance 10 |
|
| Organizational and Operational Boundaries 11 |
|
| Definitions 12 |
|
SKEL fjárfestingafélags's sustainability statement for the year 2024 reflects the ESG guidelines issued by Nasdaq Iceland and Nasdaq Nordic in 2019. These guidelines are based on recommendations made in 2015 by the United Nations, the Sustainable Stock Exchange Initiative, and the World Federation of Exchange. Reference is also made to the GRI Standard (Global Reporting Initiative, GRI100-400) and the Ten Reporting Principles of the UN Global Compact. SKEL fjárfestingafélag uses the Klappir Sustainability Platform to ensure the traceability, transparency, and efficiency in data collection and processing and dissemination of environmental information. The CEO hereby confirms the company's sustainability statement for the period from January 1, 2024, to December 31, 2024.
06-02-2025
The Sustainability Statement SKEL fjárfestingafélag is electronically signed by the CEO.
Klappir Green Solutions hf. (Klappir) has assisted SKEL fjárfestingafélag, with its sustainability statement. The sustainability statement contains information on environment, social and governance aspects of SKEL fjárfestingafélag's operations.
The board of directors and CEO are responsible for reporting non-financial information, including information on environmental, social and governance matters, in accordance with Article 66 d of Act no. 3/2006 (Icelandic companies).
We have planned and conducted our work in accordance with the principles of the Greenhouse Gas Protocol standards: Relevance, Accuracy, Completeness, Consistency and Transparency. By signing below, I hereby confirm that the data provided by SKEL fjárfestingafélag and its suppliers for the company's sustainability statement has been reviewed and assessed by Klappir's sustainability specialists. Information relating to social and governance matters was not reviewed by Klappir. Klappir is not responsible and bears no liability for any investment decisions made by any party based on the information presented in this statement.
The Sustainability Statement SKEL fjárfestingafélag is electronically signed by Klappir Green Solution hf.
04-02-2025
| Operational Parameters | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Net revenue (from financial statement) | ISK m | 7,800.0 | 6,102.0 | ||
| Total assets (balance sheet) | ISK m | 60,570.0 | 49,745.0 | ||
| Total Equity (unlisted organizations) | ISK m | 43,813.0 | 37,610.0 | ||
| Number of employees (from financial statement) | FTEs | 6.9 | 6.9 | 7.0 | |
| Total space for own operation | m² | 150.0 | 150.0 |
| GhG emission intensity | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| GHG emissions per megawatt-hour consumed | kgCO₂e/MWh | 47,722.8 | 38,685.5 | 108.1 | |
| GHG emissions per full-time equivalent (FTEe) employee | kgCO₂e/FTEs | 480,466 | 443,437 | 44,057.6 | |
| GHG emissions per assets | kgCO₂e/ISK | 54.73 | 61.51 | ||
| GhG emissions per unit of revenue | kgCO₂e/ISK | 425.03 | 501.43 | ||
| GhG emissions per unit of equity | kgCO₂e/ISK | 75.7 | 81.4 | ||
| GhG emissions per unit of space (m²) | kgCO₂e/m² | 22,101.4 | 20,398.1 |
Nasdaq: E2|UNGC: P7, P8|GRI: 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management
| Energy Intensity | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Energy per full-time equivalent (FTEe) employee | kWh/FTEs | 10,067.9 | 11,462.6 | 407,402 | |
| Energy per unit of revenue | kWh/ISK m | 8.9 | 13.0 | ||
| Energy per square meter | kWh/m² | 463.1 | 527.3 | ||
E4|UNGC: P7, P8|GRI 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
| Waste intensity | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total waste per full-time equivalent (FTEe) employee | kg/FTEs | 1.4 | 0.0 | 3,983.0 | |
| Total waste per unit of revenue | kg/ISK m | 0.0 | 0.0 |
| Greenhouse Gas Emissions | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Scope 1 | tCO₂e | 6.2 | 8.6 | 17.3 | |
| Scope 2 (location-based) | tCO₂e | 0.3 | 0.4 | 25.7 | |
| Scope 2 (market-based) | tCO₂e | 0.3 | 0.4 | ||
| Total Scope 1 and 2 (location based) | tCO₂e | 6.6 | 9.0 | 43.1 | |
| Total Scope 1 and 2 (market-based) | tCO₂e | 6.6 | 9.0 | ||
| Scope 3 | tCO₂e | 3,308.6 | 3,050.7 | 265.3 | |
| Total Scope 1, 2 & 3 emissions (location-based) | tCO₂e | 3,315.2 | 3,059.7 | 308.4 | |
| Total Scope 1, 2 & 3 emissions (market-based) | tCO₂e | 3,315.6 | 3,060.1 | ||
Nasdaq: E1|UNGC: P7|GRI: 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets
| Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|
| tCO₂e | 6.2 | 8.6 | 17.3 | |
| tCO₂e | 0.0 | 0.2 | 0.6 | |
| tCO₂e | 6.2 | 8.5 | 16.8 | |
| tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Scope 2 - Details | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total Scope 2 emissions | tCO₂e | 0.3 | 0.4 | 25.7 | |
| Electricity | tCO₂e | 0.1 | 0.1 | 7.9 | |
| Heating | tCO₂e | 0.3 | 0.3 | 17.8 |
| Scope 3 - Upstream emissions | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Category 3: Fuel- and energy-related activities | |||||
| Total emissions | tCO₂e | 1.7 | 2.3 | 12.3 | |
| Purchased fuels | tCO₂e | 1.6 | 2.1 | 4.5 | |
| Purchased electricity | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Transmission and distribution (T&D) losses | tCO₂e | 0.1 | 0.1 | 7.9 | |
| Generation of purchased electricity that is sold to end users | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Category 5: Waste generated in operations | |||||
| Total emissions | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 5.9 | |
| Transport, disposal and treatment of waste | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 5.9 | |
| Wastewater treatment | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Category 6: Business travel | |||||
| Total emissions | tCO₂e | 31.8 | 14.5 | 0.4 | |
| Air travel | tCO₂e | 31.8 | 14.5 | 0.4 | |
| Category 7: Employee commute | |||||
| Total commuting emissions | tCO₂e | 1.0 | 1.6 | 0.0 | |
| Bus commute | tCO₂e | 0.1 | 0.1 | 0.0 | |
| Car commute | tCO₂e | 0.9 | 1.5 | 0.0 | |
| Electric vehicle | tCO₂e | 0.00 | 0.00 | 0.00 | |
| On foot / Bicycle | tCO₂e | 0 | 0 | 0 | |
| Remote working | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 |
| Scope 3 - Downstream emissions | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Category 13: Downstream leased assets | |||||
| Total emissions | tCO₂e | 0.7 | 0.0 | 0.0 | |
| Mobile fuel combustion | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Stationary fuel combustion | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Electricity | tCO₂e | 0.7 | 0.0 | 0.0 | |
| Heating | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Fugitive emissions | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Category 15: Investments | |||||
| Total emissions | tCO₂e | 3,273.4 | 3,032.3 | 246.7 | |
| Listed equity and bonds | tCO₂e | 1,523.2 | 1,220.4 | 7.1 | |
| Business loans and unlisted equity | tCO₂e | 1,750.2 | 1,811.9 | 239.6 | |
| Project finance | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Commercial real estate | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Mortgages | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 | |
| Motor vehicle loans | tCO₂e | 0.0 | 0.0 | 0.0 |
| Energy consumption | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total energy consumption | kWh | 69,468.2 | 79,092.0 | 2,851,814 | |
| Fossil fuels | kWh | 25,090.8 | 34,612.8 | 70,385.8 | |
| Electricity | kWh | 6,619 | 6,618 | 766,958 | |
| Heating | kWh | 37,758.3 | 37,861.2 | 2,014,471 | |
| Direct energy consumption | kWh | 25,090.8 | 34,612.8 | 70,385.8 | |
| Indirect energy consumption | kWh | 44,377.4 | 44,479.2 | 2,781,428 | |
Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
| Energy mix | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total energy consumption | kWh | 69,468.2 | 79,092.0 | 2,851,814 | |
| Fossil fuel | % | 36.1% | 43.8% | 2.5% | |
| Renewables | % | 63.9% | 56.2% | 97.5% | |
Nasdaq: E5|GRI: 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management
| Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|
| kg | 2,110.4 | 2,890.3 | 5,854.9 | |
| kg | 537.1 | 862.8 | 2,594.3 | |
| kg | 1,573.3 | 2,027.5 | 3,260.6 | |
| Water consumption | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Hot water | m³ | 651.0 | 652.8 | 34,732.3 | |
Nasdaq: E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management
| Electricity mix | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total electricity consumption | kWh | 6,619.1 | 6,618.0 | 766,958 | |
| Renewables | % | 100.0% | 100.0% | 100.0% |
| Business travel | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total distance travelled | km | 245,226 | 102,042 | 4,419.0 | |
| Air travel | km | 245,226 | 102,042 | 4,419.0 |
| Employee commuting | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total commuting distance | km | 18,458 | 11,354 | 0 | |
| Bus commute | km | 756 | 690 | 0 | |
| Car commute | km | 16,362 | 9,162 | 0 | |
| Electric vehicle commute | km | 0.00 | 0.00 | 0.00 | |
| On foot / Bicycle commute | km | 1,340.5 | 1,501.9 | 0.00 |
| Environmental management | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Does your company follow a formal Climate Management Plan? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Does your company follow specific waste, water, energy, and/or recycling policies? |
yes/no | No | No | No | |
| Does your company use a recognized energy management system? | yes/no | No | No | No | |
Nasdaq: E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management
| Climate oversight | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Does your Senior Management manage climate-related risks? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Does your Board of Directors oversee climate-related risk? | yes/no | Yes | Yes | No |
Nasdaq: E8, E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A/B)
Klappir Green Solutions hf.
60-69
70+
| CEO Pay Ratio | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| CEO Salary & Bonus (X) to median FTE Salary | X:1 | 7.4 | 13.9 | ||
| S1 UNGC: P6 GRI 102-38 | |||||
| Employee Turnover | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
| Full-time Employees | |||||
| Year-over-year change for full-time employees | % | 14.7% | 15.0% | 33.2% | |
| Dismissal | % | 0.0% | 0.0% | ||
| Retirement | % | 0.0% | 33.2% | ||
| Job transition | % | 14.7% | 0.0% | ||
| Death | % | 0.0% | 0.0% | ||
| Gender | |||||
| Men | % | 0.0% | 0.0% | ||
| Women | % | 100.0% | 33.3% | ||
| Age | |||||
| <20 | % | 100.0% | |||
| 20-29 | % | 0.0% | |||
| 30-39 | % | 28.6% | 0.0% | ||
| 40-49 | % | 0.0% | 50.0% | ||
| 50-59 | % | 0.0% | 100.0% |
S3|UNGC: P6|GRI: 401-1b|SDG: 12|SASB: General Issue / Labor Practices
| 2023 2022 |
2024 | Unit | Gender Diversity Notes |
|---|---|---|---|
| Enterprise Headcount | |||
| 29.0% 43.0% |
15.0% | % | Percentage of women in enterprise |
| 1 2 3 |
no. | Women | |
| 6 5 4 |
no. | Men | |
| Entry- and Mid-level Positions | |||
| 25.0% 50.0% |
21.0% | % | Percentage of women in entry- and mid-level position |
| 1 1 2 |
no. | Women | |
| 4 3 2 |
no. | Men | |
%
%
S4|UNGC: P6|GRI: 102-8, 405-1|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion 0.0%
| Board Diversity | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Total board seats occupied by women (as compared to men) | % | 40.0% | 40.0% | 40.0% | |
| G1 GRI 405-1 SDG: 10 SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion (See also: SASB Industry Standards) | |||||
| Board Independence | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
| Does the company prohibit CEO from serving as board chair? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Total board seats occupied by independents | % | 2% | 2% | 2% | |
| G2 GRI: 102-23, 102-22 | |||||
| Ethics & Anti-Corruption | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
| Does your company follow an Ethics and/or Anti-Corruption policy? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| G6 UNGC: P10 SDG: 16 GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 205: Anti-Corruption 2016) | |||||
| Data Privacy | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
| Does your company follow a Data Privacy policy? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Has your company taken steps to comply with GDPR rules? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| G7 GRI: 418 Customer Privacy 2016 SASB: General Issue / Customer Privacy, Data Security (See also: SASB Industry Standards) |
| ESG Reporting | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Does your organization publish a sustainability report? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| If Yes: does the Sustainability Report disclose environmental, social and governance matters? |
yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Is sustainability data included in your regulatory filings? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| G8 UNGC: P8 |
| Disclosure Practices | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Does your company provide sustainability data to sustainability reporting frameworks? |
yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Does your company focus on specific UN Sustainable Development Goals (SDGs)? |
yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| Does your company set targets and report progress on the UN SDGs? | yes/no | Yes | Yes | Yes | |
| G9 UNGC: P8 |
| External Assurance | Notes | Unit | 2024 | 2023 | 2022 |
|---|---|---|---|---|---|
| Are your sustainability disclosures assured or validated by a third party? |
yes/no | No | No | No | |
G10|UNGC: P8|GRI: 102-56
The "Operational Control" methodology has been chosen in order to define the organizational scope of SKEL fjárfestingafélag's emission accounting. According to the "Operational Control" methodology, companies should account for 100 percent of greenhouse gas emissions from operations under their control. They should not account for greenhouse gas emissions from operations that it has no control over, even though it has a vested interest in their operations. The following companies are covered in the statement:
•SKEL Fjárfestingafélag hf.
Mobile fuel consumption Fully counted Stationary fuel combustion Fully counted Fugitive emissions Not applicable Industrial processes Not applicable
Electricity Fully counted Heating Fully counted Cooling Not applicable Steam Not applicable
Category 1: Purchased goods and services Not included Category 2: Capital goods Not applicable Category 3: Fuel and energy related activities Fully counted Category 4: Upstream transportation and distribution Not included Category 5: Waste from operations Partly counted Category 6: Business travel Fully counted Category 7: Employee commute Fully counted Category 8: Upstream leased assets Not applicable Category 9: Downstream transportation and distribution Not applicable Category 10: Processing of sold products Not applicable Category 11: Use of sold products Not applicable Category 12: End-of-life treatment of sold products Not applicable Category 13: Downstream leased assets Partly counted Category 14: Franchises Not applicable Category 15: Investments Partly counted
A carbon credit is a convertible and transferable instrument representing GHG emissions that have been reduced, avoided or removed through projects that are verified according to recognised quality standards. Carbon credits can be issued from projects within (sometimes referred to as insets) or outside the undertaking's value chain (sometimes referred to as offsets).
Non-verified offsetting projects are defined as offsetting projects that do not generate carbon credits in accordance with the definition above.
Emission intensity figures are based on combined Scope 1, Scope 2 and Scope 3. Emission intensity is calculated by dividing GHG emissions by a selected operational parameter unit, and is reported as tCO 2e per unit (such as tCO 2e per revenue unit). Emission intensity indicators are used to measure and compare the company's emissions relative to its operational scale.
Total energy consumption includes all energy consumed by the company including combustion of fuels by the company (direct energy) and energy consumed through electricity and heating (indirect energy). The energy consumption is reported in kilowatt hours (kWh).
Energy intensity is calculated by dividing the total energy consumption by a selected operational parameter unit, and is reported as kWh per unit (such as kWh per full-time equivalent employee (FTEe)). Energy intensity indicators are used to measure the efficiency of energy usage and compare the company's energy consumption relative to its operational scale.
Waste intensity is calculated by dividing the total amount of waste generated by a selected operational parameter unit, and is reported as kg per unit (such as kg per full-time equivalent employee (FTEe)).
Emissions in scope 2 (location-based) are indirect emissions from generation of consumed energy, where emissions from energy consumption is estimated based on the average emissions from generation onto the energy network.
Market-based scope 2 emissions reflect the emissions from the electricity that a company is purchasing (often spelled out in contracts or instruments) which may be different from the electricity that is generated locally.
Emissions resulting from intentional or unintentional releases, e.g., equipment leaks from joints, seals, packing, and gaskets; methane emissions from coal mines and venting; hydrofluorocarbon (HFC) emissions during the use of refrigeration and air conditioning equipment; and methane leakages from gas transport.
Extraction, production, and transportation of goods and services purchased or acquired by the reporting company in the reporting year, not otherwise included in Categories 2 - 8
Klappir Green Solutions hf. Extraction, production, and transportation of capital goods purchased or acquired by the reporting company in the reporting year.
Includes emissions related to the production of fuels and energy purchased and consumed by the reporting company in the reporting year that are not included in scope 1 or scope 2.
Transportation and distribution of products purchased in the reporting year, between a company. Third party transportation and distribution services purchased by the reporting company in the reporting year, including inbound logistics, outbound logistics and third-party transportation and distribution between a company's own facilities.
Emissions from third-party disposal and treatment of waste in the reporting year.
Emissions from the transportation of employees for business related activities in the reporting year.
Emissions from the transportation of employees between their homes and their worksites.
Operation of assets leased by the reporting company (lessee) in the reporting year and not included in scope 1 and scope 2 – reported by lessee.
Transportation and distribution of products sold by the reporting company in the reporting year between the reporting company's operations and the end consumer (if not paid for by the reporting company), including retail and storage (in vehicles and facilities not owned or controlled by the reporting company).
Processing of intermediate products sold in the reporting year by downstream companies (e.g., manufacturers)
End use of goods and services sold by the reporting company in the reporting year.
Waste disposal and treatment of products sold by the reporting company (in the reporting year) at the end of their life.
Operation of assets owned by the reporting company (lessor) and leased to other entities in the reporting year, not included in scope 1 and scope 2 – reported by lessor.
Operation of franchises in the reporting year, not included in scope 1 and scope 2 – reported by franchisor.
Operation of investments (including equity and debt investments and project finance) in the reporting year, not included in scope 1 or scope 2.
Energy management systems such as ISO 50001.
Reference number: 5QTDT-ZH2Z4-BV6DT-IKN67
| Signer | Timestamp | Signature | |
|---|---|---|---|
| Jón Ágúst Þorsteinsson Email: [email protected] |
|||
| Sent: Viewed: Signed: |
04 Feb 2025 13:01:13 UTC 04 Feb 2025 16:10:03 UTC 04 Feb 2025 16:10:21 UTC |
||
| Recipient Verification: ✔Email verified |
04 Feb 2025 16:10:03 UTC | IP address: 85.220.93.35 Location: Kopavogur, Iceland |
|
| Ásgeir Helgi Reykfjörð Email: [email protected] |
Gylfason | ||
| Sent: Viewed: Signed: |
04 Feb 2025 13:01:13 UTC 06 Feb 2025 10:25:07 UTC 06 Feb 2025 10:25:29 UTC |
||
| Recipient Verification: ✔Email verified |
06 Feb 2025 10:25:07 UTC | IP address: 213.181.114.161 Location: Reykjavik, Iceland |
Document completed by all parties on: 06 Feb 2025 10:25:29 UTC
Page 1 of 1
Signed with PandaDoc
PandaDoc is a document workflow and certified eSignature solution trusted by 50,000+ companies worldwide.


BJargargata 1 · 102 Reykjavík www.skel.is /skel-fjárfestingafélag [email protected] sími: 444 3040
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.