
Kynning á niðurstöðum 3. ársfjórðungs 2024/25
Rekstur gengur vel og starfsemi útvíkkuð til Færeyja
Finnur Oddsson, forstjóri Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
- janúar 2024
Yfirlit
Fréttir af starfsemi
Fjárhagsuppgjör Staða og horfur


Fjórðungur í hnotskurn: Lykiltölur
3F 2024/25 (breyting frá 3F 2023/24)

Ytri áhrifaþættir: Verðbólga lækkar áfram og olíuverð nokkuð stöðugt



Gögn: Hagstofan (hagstofa.is), Seðlabankinn (sedlabanki.is), Gögn frá samstarfsaðilum
Rekstur: Þetta stendur upp úr á fjórðungnum
- Almennt gekk rekstur á 3F vel þar sem tekjur voru á pari við fyrra ár og afkoma í samræmi við áætlanir
- Heimsóknum í dagvöruverslanir fjölgar á fjórðungnum en seldum stykkjum fækkar lítillega – Hagkaup hefur heldur verið undir fyrra ári en er að koma sterkt til baka á seinni hluta árs
- Seldum eldsneytislítrum fækkar lítillega vegna samdráttar hjá stórnotendum seldum eldsneytislítrum í smásölu fjölgar á fjórðungnum
- Framlegð í krónum talið jókst nokkuð á milli ára, og framlegðarhlutfallið hækkaði sömuleiðis – afkoma styrkist frá fyrra ári
- Erlend netverslun Hagar Wine B.V. með áfengi opnaði í september og hefur hlotið góðar viðtökur – Hagkaup sinnir samningsbundnu þjónustuhlutverki fyrir HW
- Rétt eftir lok ársfjórðungs var tilkynnt um að óskuldbindandi tilboð hafi borist í Olíudreifingu og ákveðið að bjóða þremur aðilum áfram í söluferlinu
- Í lok 3F gengu Hagar frá samningi um kaup á öllu hlutafé P/F SMS í Færeyjum - SMS er leiðandi verslunarfélag með umfangsmikla starfsemi, m.a. rekstur fjölda dagvöruverslana

Verslanir og vöruhús: Rekstur á 3F svipaður og á fyrra ári
Rekstrarreikningur 3F 2024/25 (m.kr.)
- Tekjur af dagvöru, sérvöru og vöruhúsum jukust um rúm 4% á milli ára og námu rúmum 31,5 ma. kr.
- EBITDA eykst lítilega á milli ára og var um 2,5 ma. kr., eða 7,8% af tekjum – eykst um tæp 4% frá fyrra ári
- Heimsóknum í dagvöruverslanir fjölgar áfram eða um 1,3% - aukning í Bónus og samdráttur í Hagkaup, en Hagkaup að sækja í sig veðrið undir lok árs og nálgast fyrra ár
- Seldum stykkjum fækkar lítillega eða um 1,6% samsetning vörukaupa og stærri hagkvæmari einingar m.a. að hafa áhrif á seld stykki
- Ágætis tekjuvöxtur var hjá Aðföngum og Banönum – aukið hlutfall vörusölu til eigin verslana
- Eldum rétt gengur vel sem fyrr, og afkoma styrkist á milli ára – vélvæðing í framleiðslu gengur vel
- Stórkaup í uppbyggingarfasa samkvæmt áætlun rekstur Zara gekk vel á fjórðungnum
|
'24/25 3F |
'23/24 3F |
Δ |
%Δ |
|
| Tekjur |
31 544 |
30 271 |
1 273 |
+4 2% , |
|
| Rekstrargjöld |
-29 074 |
-27 890 |
-1 184 |
+4 2% , |
|
| EBITDA |
2 470 |
2 381 |
8 9 |
+3 7% , |
|
| EBITDA-hlutfall |
7 8% , |
7 9% , |
-0 0% , |
-0 4% , |
|
starfsþáttar* Afkoma |
1 497 |
1 434 |
6 3 |
+4 4% , |
|
Afkomu -hlutfall |
4 7% , |
4 7% , |
+0 0% , |
+0 2% , |
|
*Afkoma starfsþáttar: afkoma eftir afskriftir og áhrif hlutdeildarfélaga

Bónus: Viðskiptavinir hafa aldrei verið fleiri
- Vörusala á 3F nam 22,0 ma. kr. og jókst um 5,1% frá fyrra ári afkoma heldur áfram að styrkjast
- Áframhaldandi aukin umsvif þar sem viðskiptavinum fjölgar nokkuð og hafa aldrei verið fleiri – lítilsháttar fækkun stykkja sem rata í hverja körfu
- Stór áhersla á rekstrarárinu að aðstoða viðskiptavini að versla ódýrt, t.d. með aðstoð við að finna ódýra kosti, fjölgun tilboða eða með stærri hagkvæmari einingum – hefur áhrif á veltu og seld stykki eins og það er skilgreint en gott fyrir viðskiptavini og Bónus til lengri tíma
- Notkun á Gripið & Greitt eykst áfram og er nú í boði í 11 verslunum víðsvegar um landið – áframhaldandi aukning í notkun á appi
- Sérstök áhersla á umbætur í meðhöndlun og framsetningu ávaxta og grænmetis skilar sér í meiri ferskleika, betra úrvali, gæðum og aukinni sölu
- Bónus tilnefnt sem vörumerki ársins á einstaklingsmarkaði í "Bestu íslensku vörumerkin 2024" sem Brandr stendur fyrir
- Skemmtilegt samstarf með YES snjóbrettaframleiðandanum og snjóbrettasnillingunum Eika og Halldóri Helgasonum – "Snjóbrettið undirstrikar bæði litríkt og fjörugt vörumerki Bónus með gamla grísnum ásamt fagurfræði og leikgleði YES "

Hagkaup: Netverslun Hagkaups vex hratt
- Vörusala á 3F nam 6,2 ma. kr. og jókst lítillega frá fyrra ári afkoma dregst lítillega saman á milli ára
- Aðsókn enn sterk í sögulegu samhengi, en seldum stykkjum fækkar þó lítillega frá fyrra ári – breytt samsetning vörukaupa skýra hluta af ástæðunni
- Jákvæð þróun í seldum stykkjum og heimsóknum meiri munur á fyrri hluta árs en seinni og aðsókn og sala nú orðin svipuð og á fyrra ári sem var sterkt í sögulegu samhengi
- Netverslun hefur vaxið mikið á milli ára og er sá hluti starfseminnar sem er að vaxa hraðast - tilboðsdagar allt að 80% stærri en í fyrra
- Áfram mikil áhersla á rekstrartengd mál til að bæta afkomu, en einnig mikil og góð vinna í kringum bætt vöru- og þjónustuframboð sem dregur að viðskiptavini
- Lavazza opnaði í Hagkaup í Smáralind, og Skálin opnaði aðra staðsetningu í Garðabæ – Hagkaup hóf að afhenda vegabréf og nafnskírteini í Skeifunni
- Tilboðsdagar og viðburðir vel sóttir, t.d. "Tax Free", "Heilsudagar" og "Ítalskir dagar"
- Build-A-Bear opnar í fyrsta sinn á Íslandi í Hagkaup Smáralind í febrúar

Olís: Sterkur rekstur á 3F og afkoma styrkist mikið á milli ára
Rekstrarreikningur 3F 2024/25 (m.kr.)
- Tekjur á 3F námu 12,7 ma. kr. og drógust saman um 8,2% á milli ára – heimsmarkaðsverð olíu umtalsvert lægra í ár en á samanburðarári
- EBITDA nam 1.183 m.kr. (9,3%) og jókst um 39% frá fyrra ári þegar EBITDA var 849 m.kr. (6,1%) – söluhagnaður vegna fasteignar um 167 m.kr.
- Seldum lítrum fækkaði um 2,6% á fjórðungnum vegna samdráttar í sölu til stórnotenda – nokkur aukning á smásölusviði á fjórðungnum
- Þurrvörusala áfram sterk þar sem Grill 66 og Lemon Mini ganga vel, sem og samstarf við Wolt
- Rekstur almennt sterkur - vel hefur tekist til að hagræða í kostnaði, m.a. á stöðvum, á sama tíma og þjónustuframboð hefur verið aukið
- Opnun á fyrstu Glans bílaþvottastöðinni aðeins tafist, en stefnt að opnun við Langatanga í Mosfellsbæ á næstunni – framkvæmdir á Selfossi einnig hafnar og stefnt að opnun í vor
|
'24/25 3F |
'23/24 3F |
Δ |
%Δ |
| Tekjur |
12 707 |
13 839 |
-1 132 |
-8 2% , |
| Rekstrargjöld |
-11 524 |
-12 990 |
1 466 |
-11 3% , |
| EBITDA |
1 183 |
849 |
334 |
+39 3% , |
| EBITDA-hlutfall |
9 3% , |
6 1% , |
+3 2% , |
+51 8% , |
starfsþáttar* Afkoma |
913 |
571 |
342 |
+59 9% , |
Afkomu -hlutfall |
7 2% , |
4 1% , |
+3 1% , |
+74 1% , |
*Afkoma starfsþáttar: afkoma eftir afskriftir og áhrif hlutdeildarfélaga

Færeyjar: Hagar gengu frá kaupum á P/F SMS í Færeyjum undir lok 3F
- Þann 27. nóvember var endanlegur kaupsamningur undirritaður, en öll skilyrði vegna kaupanna höfðu þá verið uppfyllt, svo sem áreiðanleikakannanir og samþykki eftirlitsaðila í Færeyjum
- Markmið kaupanna er m.a. að renna frekari stoðum undir og styrkja rekstur Haga á sviði dagvöruverslunar og auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval SMS í Færeyjum
- Kaupverð (e. enterprise value) í viðskiptunum nam tæplega 467 mDKK (~9,1 ma. kr.) og virði hlutafjár (e. equity value) tæplega 327 mDKK (~6.4 ma. kr.)
- Kaupverð byggði m.a. á rekstri og áætlunum fyrir árið 2024, en tekjur fyrir árið voru áætlaðar um 730 mDKK (~14.2 ma. kr.) og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) um 63 mDKK (~1,2 ma. kr.) – kaupverðið byggði einnig á mati á u.þ.b. 11 þús. m2 fasteignasafni félagsins
- Vert er að benda á að áhrifa leigustaðals IFRS 16 gætir ekki í uppgefnum afkomutölum SMS – EBITDA afkoma félagsins verður vegna þess töluvert hærri í uppgjörum Haga

Færeyjar: Kaupverðið var greitt með reiðufé og eigin hlutum í Högum
- Kaupverð var greitt með reiðufé að upphæð um 267 mDKK (~5.2 ma. kr.) og afhendingu 13.867.495 eigin hluta í Högum að virði 60 mDKK (~1.2 ma. kr.) - meðalgengi á hlutum Haga í viðskiptunum var 85,23 kr., en verðið byggði að stærstu leyti á dagslokagengi Haga þann 18. október 2024
- Endanlegt uppgjör vegna kaupanna gæti hækkað lítillega tengt rekstrarafkomu SMS á næstu 2-3 árum, en forsenda þess er að rekstrarbati verði töluverður
- Hagar fjármögnuðu hluta kaupverðs með nýju 200 mDKK (~3.9 ma. kr.) láni en til viðbótar yfirtóku Hagar nettó skuldir SMS upp á u.þ.b. 140 mDKK (~2.7 ma. kr.)
- Uppgjörsdagur vegna kaupanna var mánudagurinn 2. desember 2024 og verður P/F SMS því hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25

Færeyjar: SMS er ný stoð í rekstri Haga en fellur innan kjarnastarfsemi
- Kaup Haga á SMS eru í samræmi við markmið Haga og stefnu sem kynnt var fyrr á árinu um að horfa til nýrra tækifæra til að efla starfsemi félagsins enn frekar, bæði tengt kjarnastarfsemi og nýjum tekjustraumum eða stoðum í rekstri
- Með kaupunum á SMS munu Hagar auka umsvif í dagvöruverslun en um leið myndast tækifæri til að efla þjónustu beggja félaga og ná fram auknu hagræði í rekstri - þar er m.a. horft til tækifæra í vöruframboði dagvöruverslana, kostnaðarsamlegð, hagræðingu og fjármögnun
- Hagar og SMS þekkja vel til hvers annars og eiga félögin sameiginlegar rætur í rekstri Bónus verslana í báðum löndum, en fram til ársins 2010 áttu Hagar hlut í SMS
- Stefnumótandi áherslur félaganna eru svipaðar þar sem sérstök áhersla er lögð á að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á hagkvæma matvörukosti, en um leið að standa fyrir stöðugri framþróun í verslun til að tryggja góða upplifun viðskiptavina

Færeyjar: Meginstarfsemi SMS samstæðunnar
| Dagvöruverslanir |
Veitingastaðir |
Aðrar verslanir og þjónusta1 |
Fasteignir |
|
|
▪ Átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum ▪ Stórverslunin Miklagarður í Þórshöfn, en verslunin selur bæði matvöru og sérvöru, t.d. leikföng - |
▪ Fjórir veitingastaðir í SMS verslunarmiðstöðinni í Þórshöfn, þ.e.a.s. Burger King, Sunset Boulevard, Sushi Daily og Hornið ▪ Tveir steikarstaðir undir nafninu |
▪ Þrjár smávöruverslanir undir nöfnunum Rumbul og Sheep, en verslanirnar selja ýmsa dagvöru á hagstæðu verði ▪ Þrjár líkamsræktarstöðvar í |
▪ Fjölbreytt fasteignasafn sem telur ~11,000 m2 - er að miklu leyti nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila ▪ Rekstur á verslunarmiðstöðinni |
|
|
Miklagarður rekur einnig kjötvinnslu fyrir samstæðuna ▪ Fjórar smærri verslanir og bakarí undir nafninu Mylnan, en félagið rekur einnig brauð- og kökugerð fyrir samstæðuna |
Angus Steakhouse í Þórshöfn og Klaksvík |
Þórshöfn undir nafninu Burn ▪ Ís- og eftirréttagerðin Omaná sem framleiðir fyrir samstæðuna, en rekur einnig einn útsölustað ▪ Skóbúð undir nafninu Demmus |
SMS í Þórshöfn, en verslunarmiðstöðin er sú eina sinnar stærðar í Færeyjum – félagið rekur nokkrar verslanir en leigir megnið áfram til annarra rekstraraðila |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rúmlega 700 manns starfa hjá SMS og dótturfélögum í tæplega 290 stöðugildum
Færeyjar: Færeyjar stækka markað Haga umtalsvert
- Færeyski markaðurinn stækkar markaðssvæði Haga umtalsvert
- Mannfjöldi í Færeyjum er um 55 þúsund, en til samanburðar eru u.þ.b. 385 þúsund manns sem búa á Íslandi – markaðssvæði Haga stækkar því um yfir 14%
- Til að setja það í íslenskt samhengi er það svipað og að bæta við markaðinn öðru Reykjanesi, Garðabæ og Mosfellsbæ
|
|
|
n on on on the man and on the contraction of the contribute of the comment of |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
កំពត់ កំពុង ក្រែក កំពត់ ក្រែក ក្រែក ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
ក កំព័ត៌មាតិកំណំ តំណិតកំណីកំណីកំណី |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
កំពត់ កំពុង ក្រែក កំពត់ ក្រែក ក្រែក ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ ក្រែ |
|
|
|
|
|
|
|
~385 þúsund Mannfjöldi á Íslandi
~55 þúsund Mannfjöldi í Færeyjum
…samanlagt stækkar markaðssvæði Haga því um yfir 14%













Fasteignir: Umfangsmikið fasteignasafn og heilmikil þróunarstarfsemi
- Fasteignasafnið sem Hagar eignuðust með kaupunum á SMS er sterk viðbót við núverandi safn félagsins, en heildar fasteignasafn Haga er komið vel yfir 60 þús. m2
- Ísland (yfir 50. þúsund fermetrar): Fjöldi fasteigna þar sem meirihlutinn er á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á landsbyggðinni – mikið notað undir eigin starfsemi en einnig leigt til þriðja aðila, eins og Fiskislóð 1 og Skeifan 11
- Færeyjar (um 11 þúsund fermetrar): Níu fasteignir þar sem megnið af fermetrunum er í Þórshöfn – mikið notað undir eigin starfsemi, en einnig leigt til þriðja aðila, eins og verslunarkjarninn Miðlón sem er í eigu félagsins
- Umfangið tekur ekki á öðrum tengdum eignum, svo sem óbyggðum lóðum sem Hagar eiga, plönum og skyggni á eldsneytisstöðvum, og öðru slíku
- Hagar einnig með mikil umsvif í fasteignaþróun í gegnum þriðjungshlut sinn í fasteignaþróunarfélaginu Klasa, en Klasi er með um 300 þús. m2 í þróun
- Klasi er hlutdeildarfélag hjá Högum, en varðandi aðrar ofangreindar eignir hafa Hagar ekki fært matsbreytingar, en hafa afskrifað þær eftir viðmiðunarreglum félagsins
+60 þús. fermetrar
af fasteignum í eigu Haga samstæðunnar
+300 þús. fermetrar
í þróun hjá fasteignaþróunarfélaginu Klasa
Yfirlit
Fréttir af starfsemi
Fjárhagsuppgjör
Staða og horfur


Rekstur gekk vel á fjórðungnum og afkoma styrkist
Rekstrarreikningur 3F 2024/25 (m.kr.)
- Vörusala á 3F nam 43,7 ma. kr. og stóð nánast í stað milli ára
- Framlegð í krónum talið nam 9,9 ma. kr. og jókst um 9,1% milli ára
- Framlegðarhlutfall nam 22,6% og hækkaði um 1,9%-stig milli ára hækkun bæði í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar
- Laun hækkuðu um 8,5% á 3F og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 13,4%
- EBITDA nam 3,7 ma. kr. og hækkaði um 13,1% milli ára – EBITDA hækkar hjá báðum starfsþáttum samstæðunnar
- Hagnaður nam 1,4 ma. kr. og hækkaði um 24,6% frá fyrra ári
|
3F '24/25 |
3F '23/24 |
Δ |
%Δ |
| Vörusala |
43 659 |
43 683 |
24 - |
0 1% - , |
| Framlegð |
9 885 |
9 062 |
823 |
+9 1% , |
Aðrar rekstrartekjur |
341 |
139 |
202 |
+145 3% , |
Laun launatengd gjöld og |
4 444 - |
4 094 - |
350 - |
+8 5% , |
Annar rekstrarkostnaður |
2 129 - |
1 877 - |
252 - |
+13 4% , |
| EBITDA |
653 3 |
3 230 |
423 |
+13 1% , |
| Afskriftir |
1 283 - |
1 285 - |
2 |
0 2% - , |
Hrein fjármagnsgjöld |
658 - |
625 - |
33 - |
3% +5 , |
| Hagnaður |
1 391 |
1 116 |
275 |
+24 6% , |
Afkoma styrkist og rekstur í samræmi við áætlanir
Rekstrarreikningur 9M 2024/25 (m.kr.)
- Vörusala 9M nam 134,3 ma. kr. og jókst um 2,9% milli ára eða um 3,8 ma. kr.
- Söluaukning verslana og vöruhúsa nam 5,5% en samdráttur var í sölu hjá Olís um 3,0% milli ára
- Framlegðarhlutfall nam 22,0% og hækkaði um 1,3%-stig - hækkun bæði í dagvöru- og eldsneytishluta
- Laun hækkuðu um 9,8% milli ára og annar rekstrarkostnaður um 14,7%
- EBITDA nam 10,9 ma. kr. og jókst um 6,4% milli ára – EBITDA verslana og vöruhúsa jókst um 7,3% og EBITDA Olís jókst um 4,2% milli ára
- Hagnaður nam 4,0 ma. kr. og hækkar um 2,9% frá fyrra ári
|
9M '24/25 |
9M '23/24 |
Δ |
%Δ |
| Vörusala |
134 305 |
130 482 |
3 823 |
+2 9% , |
| Framlegð |
29 596 |
27 037 |
2 559 |
+9 5% , |
Aðrar rekstrartekjur |
604 |
543 |
6 1 |
+11 2% , |
Laun launatengd gjöld og |
13 069 - |
11 907 - |
1 162 - |
+9 8% , |
Annar rekstrarkostnaður |
6 250 - |
450 -5 |
800 - |
+14 7% , |
| EBITDA |
10 881 |
10 223 |
658 |
+6 4% , |
| Afskriftir |
3 895 - |
3 767 - |
128 - |
+3 4% , |
fjármagnsgjöld Hrein |
2 193 - |
1 890 - |
303 - |
+16 0% , |
| Hagnaður |
3 964 |
3 853 |
111 |
+2 9% , |
Framlegð styrkist og EBITDA-hlutfall batnar nokkuð
Lykilmælikvarðar rekstrar (9M 2020/21 – 9M 2024/25)
- Góð veltuaukning undanfarin ár drifin áfram af auknum umsvifum í rekstri og áhrifum verðbólgu
- Framlegðarhlutfall hækkar milli ára eftir að hafa verið lágt í sögulegu samhengi fram til ársins 2022/23
- Launa- og kostnaðarhlutföll hækka milli ára vegna kjarasamningshækkana og áhrifa verðbólgu launahlutfall nú 9,7% og hlutfall annars rekstrarkostnaðar 4,7%
- EBITDA hlutfall 8,1% á tímabilinu í samanburði við 7,8% í fyrra
- Hagnaðarhlutfall 3,0% í lok nóvember – óbreytt frá fyrra ári

Handbært fé frá rekstri hækkar á tímabilinu
Sjóðstreymisyfirlit 9M 2024/25 (m.kr.)
- Handbært fé frá rekstri nam tæpum 8,3 ma. kr. á tímabilinu og hækkar um 1,2 ma. kr. frá samanburðarári
- Fjárfestingarhreyfingar námu 7,2 ma. kr. á tímabilinu en námu 4,0 ma. kr. í fyrra
- Fjárfesting félagsins í SMS að stórum hluta greidd á biðvörslu í lok fjórðungs, þó áhrifa af rekstri og eignarhlutur komi ekki fram fyrr en á 4F
- Fjármögnunarhreyfingar námu 1,4 ma. kr., samanborið við 4,0 ma. kr. á fyrra ári – ekki hafa verið keypt eigin bréf á árinu, til samanburðar við 2,3 ma. kr. á síðasta ári
- Handbært fé lækkaði um tæpar 300 m.kr. á tímabilinu og nam 1,5 ma. kr. í lok nóvember
|
|
9M 2024/25 |
|
9M 2023/24 |
|
Breyting |
| Hagnaður tímabilsins |
|
3.964 |
|
3.853 |
|
111 |
| Rekstrarliðir án áhrifa á fjárstreymi |
|
|
6.793 |
|
6.257 |
536 |
| Veltufé frá rekstri |
|
|
10.757 |
|
10.110 |
647 |
| Rekstrartengdar eignir |
|
-1.553 |
|
-1.779 |
|
226 |
| Rekstrartengdar skuldir |
|
|
1.910 |
|
1.107 |
803 |
| Greiddir vextir og skattar |
|
-2.862 |
|
-2.408 |
|
-454 |
| Handbært fé frá rekstri |
|
|
8.252 |
|
7.030 |
1.222 |
| Fjárfestingarhreyfingar |
-7.157 |
|
|
-4.007 |
|
-3.150 |
| Fjármögnunarhreyfingar |
-1.388 |
|
-4.009 |
|
|
2.621 |
| Breyting á handbæru fé |
-293 |
|
-986 |
|
|
693 |
| Handbært fé í lok tímabils |
1.534 |
|
|
1.883 |
|
-349 21 |
Viðskiptakröfur hækka tímabundið vegna kaupa á SMS
Efnahagsreikningur 30. nóvember 2024 (m.kr.)
- Fastafjármunir námu 56,3 ma. kr. og stóðu nánast í stað frá árslokum 2024/25
- Veltufjármunir hækkuðu um 6,4 ma. kr. vegna áhrifa af kaupum á SMS – stór hluti kaupverðs greiddur á biðvörslu rétt fyrir lok 3F
- Birgðir hækkuðu frá síðustu árslokum og á milli ára - veltuhraði birgða nam 10,5 í samanburði við 10,0 í fyrra
- Innheimtutími viðskiptakrafna 12,3 dagar í samanburði við 11,9 daga í fyrra
- Eigið fé nam 29,7 ma. kr. og átti félagið eigin hluti að nafnverði 22,1 m.kr. í lok 3F eða 2,0% hlutafjár
- Vaxtaberandi skuldir hækka vegna fjármögnunar á viðskiptum með SMS
|
30 11 2024 |
29 2 2024 |
%Δ |
|
30 11 2024 |
29 2 2024 |
%Δ |
| Rekstrarfjármunir |
22 213 |
22 410 |
-1% |
Vaxtaberandi |
13 756 |
11 286 |
+22% |
Óefnislegar eignir |
13 074 |
12 835 |
+2% |
Leiguskuldir |
10 036 |
9 660 |
+4% |
Aðrir fastafjármunir |
21 036 |
20 840 |
+1% |
Tekjuskattur |
3 214 |
2 193 |
+47% |
| Fastafjármunir |
56 323 |
56 085 |
+0% |
Langtímaskuldir |
27 006 |
23 139 |
+17% |
|
|
|
|
|
|
|
|
| Vörubirgðir |
13 562 |
13 068 |
+4% |
Vaxtaberandi |
6 027 |
5 818 |
+4% |
| Viðskiptakröfur |
12 471 |
6 234 |
+100% |
Leiguskuldir |
2 631 |
2 579 |
+2% |
fé Handbært |
1 534 |
1 827 |
-16% |
Viðskiptaskuldir |
18 557 |
17 490 |
+6% |
| Veltufjármunir |
27 567 |
21 129 |
+30% |
Skammtímaskuldir |
27 215 |
25 887 |
+5% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals eignir |
83 890 |
77 214 |
+9% |
Samtals skuldir |
54 221 |
49 026 |
+11% |
Skuldir eigið fé og |
83 890 |
77 214 |
+9% |
Eigið fé |
29 669 |
28 188 |
+5% |
|
|
|
|
|
|
|
|
Arðsemi eigin fjár hækkar nokkuð milli tímabila
Lykilmælikvarðar efnahags (9M 2020/21 – 9M 2024/25)
- Arðsemi eigin fjár 19,1% síðastliðna 12 mánuði og hækkar nokkuð á samanburðartímabili
- Eiginfjárhlutfall í lok 3F nam 35,4% markmið stjórnar um 35,0% hlutfall
- Nettó vaxtaberandi skuldir í lok 3F, að meðtöldum leiguskuldum, voru 30,9 ma. kr. eða 2,3 x EBITDA sl. 12 mánaða – skuldir aukast vegna kaupa á öllu hlutafé í SMS
- Veltufjárhlutfall í lok 3F var 1,01
- Veltuhraði í rekstri var 13,5 dagar samanborið við 16,3 daga á fyrra ári
- Veltuhraði eigna var 2,2 í lok nóvember í samanburði við 2,3 á fyrra ári

1) Nettó vaxtaberandi skuldir (með leiguskuldum) / 12 mánaða EBITDA 2) Veltufjármunir / skammtímaskuldir 3) Veltuhraði í rekstri = dagafjöldi birgða + dagafjöldi viðskiptakrafna - dagafjöldi viðskiptaskulda 4) Vörusala / eignir
Yfirlit
Fréttir af starfsemi
Fjárhagsuppgjör
Staða og horfur


Gengi og stærstu hluthafar

Stærstu hluthafar, eignarhlutur við lok 30.11.2024
| 1. |
Gildi - lífeyrissjóður |
17,6% |
| 2. |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild |
11,4% |
| 3. |
Lífeyrissjóður verslunarmanna |
10,6% |
| 4. |
Brú lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga |
9,6% |
| 5. |
Kaldbakur ehf. |
7,8% |
| 6. |
Birta lífeyrissjóður |
7,2% |
| 7. |
Festa - lífeyrissjóður |
4,5% |
| 8. |
Stapi lífeyrissjóður |
4,0% |
| 9. |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda |
2,8% |
| 10. |
Brú R deild |
2,2% |
Hagnaður á hlut styrkist áfram
Uppsafnaður grunnhagnaður á hlut seinustu 12 mánuði (kr. á hlut)
▪ Hagnaður á hlut eykst áfram og er nú 4,75 kr. á hlut fyrir síðustu 12 mánuði eða 14% hærri en á sama tíma fyrir ári, og 136% hærri en þegar nýjar áherslur voru unnar og settar af stað árið 2021
- Bætt afkoma síðustu misseri byggir sem fyrr á almennri hagræðingu, stefnumarkandi ákvörðunum sem reynst hafa vel, nýjum einingum og auknum umsvifum
- Áframhaldandi fókus á verkefni sem hafa áhrif á rekstur til skemmri tíma, en einnig á stærri verkefni og mögulegar nýjar tekjustoðir umfram kjarnastarfsemi

Staða og horfur
- Staða Haga og horfur í rekstri eru góðar
- Ögrandi rekstrarumhverfi en jákvæð þróun á síðasta ári langir kjarasamningar og mun lægri verðbólga
- Rekstur helstu eininga gengur vel skilvirkni rekstrar hefur aukist og þjónustuframboð hefur verið bætt
- Nýjar einingar Haga hafa fest sig í sessi og haft jákvæð áhrif á afkomu
- Samþætting starfsemi SMS við Haga mun fela í sér ný tækifæri til að bæta rekstur bæði SMS og Haga
- Trygg fjármögnun og sterk fjárhagsleg staða fjármagnskostnaður ætti að lækka hlutfallslega á árinu
- Hagar eru í góðri stöðu til að nýta tækifæri til að skapa nýja tekjustrauma og takast á við breyttar aðstæðum í íslensku efnahagslífi
- Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 er óbreytt og gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 14.000-14.500 millj. kr.















Starfsemi Haga á Íslandi

Bónus er keðja lágvöruverðsverslana sem frá stofnun hefur boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. Verslanir eru 33 talsins en vöruúrval spannar allar helstu meginþarfir heimilishaldsins.

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og fjölbreytt vöruúrval. Verslanir eru 7 talsins, auk netverslunar, en helstu vöruflokkar eru matvara, snyrtivörur og leikföng.
Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk skyndibita, ýmissa nauðsynjavara fyrir bílaeigendur ásamt fjölþættri þjónustu við t.d. sjávarútvegs-, verktaka og flutningafyrirtæki um land allt.

Eldum rétt býður viðskiptavinum sínum matarpakka, í gegnum netverslun og verslanir Hagkaups, með uppskriftum og hráefni í réttu magni til að elda hollar og bragðgóðar máltíðir, með sem minnstri fyrirhöfn.

HLUTDEILDARFÉLÖG INNAN SAMSTÆÐU


VÖRUMERKI INNAN SAMSTÆÐU
Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði en starfsemi fyrirtækisins felst í innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir verslanir Bónus, Hagkaups, Olís og Stórkaup.
Bananar er stærsti innflutningsog dreifingaraðili á fersku grænmeti, ávöxtum og berjum á Íslandi og jafnframt eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins. Bananar eru einnig stærsti kaupandi og dreifingaraðili á innlendri grænmetis- og berjaræktun.
Stórkaup er heildverslun sem þjónar stórnotendum með aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljós í rekstri eru hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar. Helstu vöruflokkar eru rekstrarvörur, heilbrigðisvörur og matvörur.
Zara er ein stærsta tískuverslunarkeðja í heimi og selur fatnað fyrir fullorðna jafnt sem börn á góðu verði. Hagar reka glæsilega verslun Zara í Smáralind.




Fyrirvari
Af hálfu Haga skal vakin athygli á því að staðhæfingar og upplýsingar í kynningu þessari byggja eftir atvikum á áætlunum og mati stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem unnt er að sannreyna við birtingu kynningarinnar eða umfjöllun af hálfu félagsins um hana. Af þeim sökum fela umræddar staðhæfingar og upplýsingar í sér óvissu.
Þá skal athygli fjárfesta vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma félagsins verði með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í kynningunni. Kynningin verður ekki endurskoðuð, uppfærð eða breytt að þessu leyti af hálfu félagsins eftir birtingu hennar.
Staðhæfingar og upplýsingar í kynningu þessari gilda eingöngu á því tímamarki þegar hún er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.
