AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hagar

Quarterly Report Jan 16, 2025

2196_10-q_2025-01-16_c3f3a9ed-0d00-48d6-8d9e-11de781111ae.pdf

Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar 1. mars til 30. nóvember 2024

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra 3
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 5
Efnahagsreikningur 6
Eiginfjáryfirlit 7
Sjóðstreymisyfirlit 8
Skýringar 9

Hagar hf. ("félagið") er verslunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi en félagið er leiðandi á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Í lok tímabilsins starfrækti félagið 40 matvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun, eina sérvöruverslun og eina netverslun með áfengi. Kjarnastarfsemi Haga er á sviði matvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu.

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Árshlutareikningurinn samanstendur af samandregnum samstæðureikningi Haga hf. og dótturfélaga þess, sem vísað er til sem samstæðunnar.

Rekstur tímabilsins og fjárhagsleg staða

Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu var hagnaður af rekstri samstæðunnar að fjárhæð 3.964 millj. kr. (2023/24: 3.853 millj. kr.). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 10.881 millj. kr. (2023/24: 10.223 millj. kr). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 83.890 millj. kr. (árslok 2023/24: 77.214 millj. kr.). Eigið fé í lok tímabilsins nam 29.669 millj. kr. (árslok 2023/24: 28.188 millj. kr.) og var eiginfjárhlutfall 35,4% (árslok 2023/24: 36,5%).

Rekstur gekk vel á þriðja ársfjórðungi 2024/25 og var í samræmi við áætlanir. Afkoma tímabilsins var nokkuð betri en á fyrra ári. Þar munar m.a. um sterkan ársfjórðungs hjá Olís, þar sem nokkuð hagfelldar hreyfingar á heimsmarkaðsverði olíu, í samanburði við fyrra ár, og einskiptistekjur vegna söluhagnaðar fasteignar styðja við afkomu. Vörusala samstæðunnar í heild stóð í stað á fjórðungnum, en framlegð í krónum jókst um ríflega 9%. Rekstrarkostnaður hækkaði um 10,1% milli ára en EBITDA afkoma fjórðungsins hækkaði um 13,1% frá fyrra ári. Heildarhagnaður jókst um 24,6% milli ára.

Þann 22. október 2024 var greint frá því að Hagar hf. og eigendur P/F SMS í Færeyjum hefðu undirritað skilyrt samkomulag um kaup og sölu á öllu hlutafé í SMS. Þann 27. nóvember 2024 var endanlegur kaupsamningur vegna viðskiptanna undirritaður. Uppgjörsdagur vegna kaupanna var mánudagurinn 2. desember 2024 og mun SMS því verða hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25, þ.e. áhrifa í rekstri mun gæta frá og með þeim tíma auk þess sem eignarhlutur verður þá bókfærður. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 19.

Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði á bilinu 14.000-14.500 millj. kr. en afkomuspáin var hækkuð í lok ársfjórðungs samhliða tilkynningu um kaup félagsins á SMS í Færeyjum. Fjárhagsleg staða samstæðunnar er sterk og er fjármögnun tryggð. Aðgangur að skammtímafjármögnun í formi lánalína, að fjárhæð 4,5 ma. kr. og USD 12,5 millj. er tryggður en einnig hefur félagið undanfarið nýtt sér skammtímafjármögnun í formi víxlaútgáfu. Útgáfa víxlanna er í samræmi við grunnlýsingu 10 ma. kr. útgáfuramma sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Gera má ráð fyrir að félagið nýti sér áfram markaðsfjármögnun á næstu misserum.

Þann 26. september 2024 var tilkynnt um að Olís, dótturfélag Haga, hafi ásamt meðeigendum sínum komist að samkomulagi um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu. Borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið en ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 20.

Hlutafé og hluthafar

Skráð hlutafé félagsins nam í lok tímabilsins 1.106 millj. kr. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda.

Hluthafar voru 968 í byrjun rekstrarársins og 909 í lok nóvember 2024.

Þann 30. maí 2024 samþykkti aðalfundur félagsins að greiddur yrði arður til hluthafa sem nemur 50% hagnaði síðasta reikningsárs eða samtals 2.522 millj. kr. Arðurinn var greiddur þann 7. júní 2024.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra, frh.:

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra gefur samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2024, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar þann 30. nóvember 2024 og breytingum á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IAS 34, eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandinu.

Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að árshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar, og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri Haga hf. hafa í dag farið yfir árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Árshlutareikningurinn er undirritaður með rafrænum hætti í samræmi við lög nr. 55/2019, um rafræna auðkenningu og traustþjónustu um rafræn viðskipti.

Reykjavík, 16. janúar 2025

Stjórn:

______________________________________ Eiríkur S. Jóhannsson, formaður

______________________________________ Eva Bryndís Helgadóttir, varaformaður

______________________________________

Jensína Kristín Böðvarsdóttir, meðstjórnandi

Sigríður Olgeirsdóttir, meðstjórnandi

______________________________________

Davíð Harðarson, meðstjórnandi

Forstjóri:

______________________________________ Finnur Oddsson

______________________________________

Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 1. mars til 30. nóvember 2024

Þriðji ársfjórðungur Þrír ársfjórðungar
Skýr. 2024 2023 2024 2023
1.9.-30.11. 1.9.-30.11. 1.3.-30.11. 1.3.-30.11.
Vörusala 43.659 43.683 134.305 130.482
Kostnaðarverð seldra vara ( 33.774) ( 34.621) ( 104.709) ( 103.445)
Framlegð 9.885 9.062 29.596 27.037
Aðrar rekstrartekjur 341 139 604 543
Laun og launatengd gjöld ( 4.444) ( 4.094) ( 13.069) ( 11.907)
Annar rekstrarkostnaður ( 2.129) ( 1.877) ( 6.250) ( 5.450)
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 3.653 3.230 10.881 10.223
Afskriftir 7 ( 1.283) ( 1.285) ( 3.895) ( 3.767)
Rekstrarhagnaður 2.370 1.945 6.986 6.456
Hrein fjármagnsgjöld 8 ( 658) ( 625) ( 2.193) ( 1.890)
Áhrif hlutdeildarfélaga 40 60 192 209
Hagnaður fyrir tekjuskatt 1.752 1.380 4.985 4.775
Tekjuskattur ( 361) ( 264) ( 1.021) ( 922)
Heildarhagnaður tímabilsins 1.391 1.116 3.964 3.853
Hagnaður á hlut:
Grunnhagnaður á hlut 1,29 1,03 3,66 3,50
Þynntur hagnaður á hlut 1,26 1,01 3,59 3,43

Efnahagsreikningur 30. nóvember 2024

Skýr. 30.11.2024 29.2.2024
Eignir
Rekstrarfjármunir 22.213 22.410
Fjárfestingarfasteignir 3.832 3.841
Óefnislegar eignir 13.074 12.835
Leigueignir 9 11.466 11.252
Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 5.519 5.517
Aðrar langtímaeignir 219 230
Fastafjármunir samtals 56.323 56.085
Vörubirgðir 10 13.562 13.068
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 11 12.471 6.234
Handbært fé 1.534 1.827
Veltufjármunir samtals 27.567 21.129
Eignir samtals 83.890 77.214
Eigið fé
Hlutafé 1.084 1.084
Bundið eigið fé 12 8.475 8.928
Óráðstafað eigið fé 20.110 18.176
Eigið fé samtals 29.669 28.188
Skuldir
Vaxtaberandi langtímaskuldir 13 13.756 11.286
Leiguskuldir 14 10.036 9.660
Tekjuskattsskuldbinding 3.214 2.193
Langtímaskuldir samtals 27.006 23.139
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 13 6.027 5.818
Leiguskuldir 14 2.631 2.579
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 15 18.557 17.490
Skammtímaskuldir samtals 27.215 25.887
Skuldir samtals 54.221 49.026
Eigið fé og skuldir samtals 83.890 77.214

Eiginfjáryfirlit 1. mars til 30. nóvember 2024

Skýr. Hlutafé Bundið
eigið fé
Óráðstafað
eigið fé
Eigið fé
Samtals
Breytingar á eigin fé 1. mars til 30. nóvember 2023
Eigið fé 1. mars 2023
Endurkaup á eigin bréfum
Endurkaup á eigin bréfum - ógild
Heildarhagnaður tímabilsins
Breyting á bundnu eigin fé
Greiddur arður, 2,24 kr. á hlut
Eigið fé 30. nóvember 2023
12 (
(
1.119
22)
13)
1.084
7.290
551
7.841
(
(
(
(
19.522
1.478)
820)
3.853
530)
2.475)
18.072
(
(
(
27.931
1.500)
833)
3.853
21
2.475)
26.997
Breytingar á eigin fé 1. mars til 30. nóvember 2024
Eigið fé 1. mars 2024
Uppgjör kaupréttarsamninga
Heildarhagnaður tímabilsins
Breyting á bundnu eigin fé
Greiddur arður, 2,33 kr. á hlut
12 1.084 ( 8.928
453)
( 18.176
10
3.964
482
2.522)
( 28.188
10
3.964
29
2.522)
Eigið fé 30. nóvember 2024 1.084 8.475 20.110 29.669

Þann 30. maí 2024 samþykkti aðalfundur félagsins að greiddur yrði arður til hluthafa sem nemur 50% hagnaði síðasta reikningsárs eða samtals 2.522 millj. kr. Arðurinn var greiddur þann 7. júní 2024.

Áhrifa af afhendingu eigin bréfa í viðskiptum Haga með SMS gætir ekki fyrr en á fjórða ársfjórðungi rekstrarársins þegar formlega er tekið við eignarhlutnum. Sjá nánari upplýsingar í skýringu 19.

1. mars til 30. nóvember 2024 Sjóðstreymisyfirlit

Þriðji ársfjórðungur Þrír ársfjórðungar
Skýr. 2024 2023 2024 2023
1.9.-30.11. 1.9.-30.11. 1.3.-30.11. 1.3.-30.11.
Rekstrarhreyfingar
Hagnaður tímabilsins 1.391 1.116 3.964 3.853
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Söluhagnaður ( 171) ( 2) ( 178) ( 148)
Afskriftir 7 1.283 1.285 3.895 3.767
Hrein fjármagnsgjöld 8 658 625 2.193 1.890
Áhrif hlutdeildarfélaga ( 40) ( 60) ( 192) ( 209)
Tekjuskattur 361 264 1.021 922
Aðrir liðir ( 11) 0 54 35
Veltufé frá rekstri 3.471 3.228 10.757 10.110
Breytingar á rekstrartengdum eignum 685 ( 656) ( 1.553) ( 1.779)
Breytingar á rekstrartengdum skuldum ( 518) ( 341) 1.910 1.107
Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og tekjuskatt 3.638 2.231 11.114 9.438
Innheimtar vaxtatekjur 72 31 169 61
Greidd vaxtagjöld ( 721) ( 641) ( 2.114) ( 1.637)
Greiddur tekjuskattur ( 294) ( 377) ( 917) ( 832)
Handbært fé frá rekstri 2.695 1.244 8.252 7.030
Fjárfestingarhreyfingar
Fjárfesting í fasteignum ( 202) ( 63) ( 291) ( 990)
Söluverð fasteigna 0 0 0 263
Fjárfesting í áhöldum og innréttingum ( 579) ( 606) ( 1.420) ( 2.233)
Söluverð áhalda og tækja 7 2 34 38
Fjárfesting í fjárfestingarfasteignum ( 58) ( 12) ( 107) ( 516)
Söluverð fjárfestingarfasteigna 204 0 204 0
Fjárfesting í óefnislegum eignum ( 224) ( 162) ( 576) ( 597)
Fjárfesting í P/F SMS 19 ( 5.191) 0 ( 5.191) 0
Móttekinn arður frá hlutdeildarfélögum 0 0 190 244
Fjárfesting í df. að frádr. yfirteknu handbæru fé 0 ( 30) 0 ( 30)
Langtímaeignir, breyting ( 15) ( 9) 0 ( 186)
Fjárfestingarhreyfingar ( 6.058) ( 880) ( 7.157) ( 4.007)
Fjármögnunarhreyfingar
Keypt eigin bréf 0 ( 1.500) 0 ( 2.333)
Greiddur arður 0 0 ( 2.522) ( 2.475)
Nýjar vaxtaberandi langtímaskuldir 13 2.560 2.000 2.560 2.000
Afborganir langtímalána 13 ( 2.612) ( 111) ( 2.834) ( 332)
Leiguskuld afborganir 14 ( 426) ( 446) ( 1.262) ( 1.369)
Vaxtaberandi skammtímaskuldir, breyting 2.391 ( 1.150) 2.670 500
Fjármögnunarhreyfingar 1.913 ( 1.207) ( 1.388) ( 4.009)
Lækkun á handbæru fé ( 1.450) ( 843) ( 293) ( 986)
Handbært fé í upphafi tímabils 2.984 2.726 1.827 2.869
Handbært fé í lok tímabils 1.534 1.883 1.534 1.883

1. Félagið

Hagar hf. ("félagið") er íslenskt hlutafélag og er lögheimili þess að Holtavegi 10, Reykjavík. Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024 hefur að geyma samstæðu árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sinni sem "samstæðunnar" og til einstakra félaga sem "samstæðufélaga". Aðalstarfsemi félagsins er rekstur smásöluverslana og sala á eldsneyti. Yfirlit yfir félög í samstæðunni má finna í skýringu 16.

2. Grundvöllur reikningsskilanna

Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal (IFRS) um árshlutareikninga, IAS 34, eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti að lesa í samhengi við ársreikning samstæðunnar fyrir rekstrarárið sem endaði þann 29. febrúar 2024.

Stjórn félagsins staðfesti árshlutareikninginn þann 16. janúar 2025.

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

Við gerð árshlutareikningsins er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og beitt var við gerð ársreiknings samstæðunnar fyrir rekstrarárið sem endaði þann 29. febrúar 2024. Hægt er að nálgast ársreikninginn á vef félagsins, www.hagar.is.

Árshlutareikningurinn er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagins. Allar fjárhæðir eru birtar í milljónum króna.

4. Mat og ákvarðanir

Gerð samstæðuárshlutareiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.

5. Viðskiptavild

Engar vísbendingar voru um virðisrýrnun viðskiptavildar þann 30. nóvember 2024 og vegna þess var virðisrýrnunarpróf ekki framkvæmt.

6. Starfsþáttayfirlit

Starfsþættir samstæðunnar eru tveir, verslanir og vöruhús annars vegar og Olís hins vegar. Starfsemi verslana og vöruhúsa er nær eingöngu í smásölurekstri matvöru á Íslandi. Stjórnendur leggja mat á smásöluverslun eftir mismunandi tegundum verslana og landsvæðum og líta svo á að hún byggist á sambærilegum efnahagslegum einkennum, vörum, viðskiptavinum og birgjum. Heildsölurekstur matvöru og smásölurekstur sérvöru er óverulegur og undir þeim tekju-, hagnaðar- og eignamörkum sem hafa ber til viðmiðunar við gerð starfsþáttayfirlits. Starfsemi Olís er að stærstum hluta í sölu eldsneytis og þjónustu sem því tengist.

6. Starfsþáttayfirlit, frh.:

Verslanir og Jöfnunar
Fyrstu 9 mánuðir 2024/25 vöruhús Olís ehf. færslur Samtals
Vörusala 94.682 40.266 ( 643) 134.305
Aðrar rekstrartekjur 549 265 ( 210) 604
Heildartekjur starfsþátta 95.231 40.531 ( 853) 134.909
Heildarrekstrargjöld starfsþátta ( 87.340) ( 37.541) 853 ( 124.028)
EBITDA starfsþátta 7.891 2.990 0 10.881
Afskriftir starfsþátta ( 2.989) ( 906) 0 ( 3.895)
Áhrif hlutdeildarfélaga 39 153 0 192
Rekstrarafkoma starfsþátta 4.941 2.237 0 7.178
Hrein fjármagnsgjöld ( 1.780) ( 413) 0 ( 2.193)
Tekjuskattur ( 1.021)
Hagnaður tímabilsins 3.964
30. nóvember 2024
Eignir starfsþátta 60.791 23.099 0 83.890
Eignir samtals 83.890
Skuldir starfsþátta 44.343 9.878 0 54.221
Skuldir samtals 54.221
Fjárfestingar starfsþátta (nettó) 1.639 517 0 2.156
Fyrstu 9 mánuðir 2023/24
Vörusala 89.730 41.503 ( 751) 130.482
Aðrar rekstrartekjur 579 158 ( 194) 543
Heildartekjur starfsþátta 90.309 41.661 ( 945) 131.025
Heildarrekstrargjöld starfsþátta ( 82.956) ( 38.791) 945 ( 120.802)
EBITDA starfsþátta 7.353 2.870 0 10.223
Afskriftir starfsþátta ( 2.943) ( 824) 0 ( 3.767)
Áhrif hlutdeildarfélaga 73 136 0 209
Rekstrarafkoma starfsþátta 4.483 2.182 0 6.665
Hrein fjármagnsgjöld ( 1.549) ( 341) 0 ( 1.890)
Tekjuskattur ( 922)
Hagnaður tímabilsins 3.853
30. nóvember 2023
Eignir starfsþátta 54.365 22.150 0 76.515
Eignir samtals 76.515
Skuldir starfsþátta 40.002 9.516 0 49.518
Skuldir samtals 49.518
Fjárfestingar starfsþátta (nettó) 3.353 682 0 4.035
7. Afskriftir 2024 2023 2024 2023
Afskriftir greinast þannig: 1.9.-30.11. 1.9.-30.11. 1.3.-30.11. 1.3.-30.11.
Afskriftir rekstrarfjármuna 643 632 1.910 1.878
Afskriftir fjárfestingarfasteigna
(
16) 22 55 63
Afskriftir leigueigna 494 495 1.476 1.450
Afskriftir óefnislegra eigna 121 102 341 273
Hlutdeild í afskriftum Olíudreifingar ehf. 41 34 113 103
Afskriftir samtals 1.283 1.285 3.895 3.767

8. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:

2024
1.9.-30.11.
2023
1.9.-30.11.
2024
1.3.-30.11.
2023
1.3.-30.11.
Vaxtatekjur af innstæðum og kröfum 72 31 169 61
Gengishagnaður 0 50 0 36
72 81 169 97
Vaxtagjöld og verðbætur ( 424) ( 525) ( 1.527) ( 1.530)
Vaxtagjöld leiguskuldar ( 276) ( 181) ( 824) ( 457)
Gengistap ( 30) 0 ( 11) 0
Fjármagnsgjöld samtals ( 730) ( 706) ( 2.362) ( 1.987)
Hrein fjármagnsgjöld ( 658) ( 625) ( 2.193) ( 1.890)

9. Leigueignir

Leigueignir og leiguskuldir samstæðunnar sem leigutaka eru eingöngu vegna húsnæðis. Leigueignir og leiguskuldir vegna lóðaleigusamninga eru ekki færðar. Upplýsingar um leiguskuldir má finna í skýringu 14.

Leigueignir greinast þannig frá upphafi til loka tímabilsins: 30.11.2024 29.2.2024
Leigueignir í upphafi tímabils 11.252 8.287
Nýir samningar 0 1.722
Verðbætur 487 939
Afskriftir (
1.476)
( 1.862)
Aðrar breytingar samninga 1.203 2.166
Leigueignir í lok tímabils 11.466 11.252
10. Vörubirgðir
Vörubirgðir greinast þannig: 30.11.2024 29.2.2024
Matvara 6.772 6.126
Sérvara 3.043 2.520
Eldsneyti 3.405 4.039
Vörur í flutningi 342 383
Vörubirgðir samtals 13.562 13.068
Niðurfærsla birgða í lok tímabils 341 228

11. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig: 30.11.2024 29.2.2024
Viðskiptakröfur 5.779 5.189
Niðurfærsla viðskiptakrafna ( 280) ( 239)
Fjárfesting í P/F SMS* 5.191 0
Gjaldmiðlaskiptasamningur 143 69
Aðrar skammtímakröfur 313 437
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 11.146 5.456
Greiðslukortakröfur 1.325 778
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur samtals 12.471 6.234

* Sjá nánari upplýsingar í skýringu 19.

12. Eigið fé

Bundið eigið fé greinist þannig: Lög-
bundinn
varasjóður
Bundinn
hlutdeildar-
reikningur
Bundinn
eiginfjár-
reikningur
Bundið
eigið fé
samtals
Bundið eigið fé 1. mars 2023 283 6.974 33 7.290
Breyting á varasjóð (
6)
0 0 (
6)
Áfallinn kostnaður v. kaupréttarsamninga 0 0 21 21
Breyting á hlutdeildarreikningi 0 536 0 536
Bundið eigið fé 30. nóvember 2023 277 7.510 54 7.841
Bundið eigið fé 1. mars 2024 277 8.597 54 8.928
Áfallinn kostnaður v. kaupréttarsamninga 0 0 29 29
Breyting á hlutdeildarreikningi 0 (
482)
0 (
482)
Bundið eigið fé 30. nóvember 2024 277 8.115 83 8.475

13. Vaxtaberandi skuldir

Vegið meðaltal vaxta
Vaxtaberandi skuldir greinast þannig:
Eftirstöðvar Eftirstöðvar
30.11.2024 29.2.2024 30.11.2024 29.2.2024
Langtímaskuldir í ISK, óverðtryggðar 9,41% 8,42% 8.034 8.125
Langtímaskuldir í ISK, verðtryggðar 2,80% 2,80% 6.182 6.099
Skammtímaskuldir í erlendri mynt, DKK 5,28% 0,00% 3.907 0
Víxilskuldir í ISK 9,90% 10,32% 1.660 2.880
Vaxtaberandi skuldir, þ.m.t. næsta árs afborgun 19.783 17.104
Næsta árs afborganir vaxtaberandi skulda (
6.027)
(
5.818)
Langtímaskuldir samtals 13.756 11.286
Afborganir langtímalána greinast þannig á næstu ár:
Afborganir innan árs 6.027 5.818
Afborganir eftir 1 til 2 ár 3.470 445
Afborganir eftir 2 til 3 ár 2.041 2.456
Afborganir eftir 3 til 4 ár 493 468
Afborganir eftir 4 til 5 ár 5.452 481
Afborganir síðar 2.300 7.436
Samtals 19.783 17.104

13. Vaxtaberandi skuldir, frh.

Breyting vaxtaberandi skulda á tímabilinu greinast þannig: 30.11.2024 29.2.2024
Vaxtaberandi skuldir í upphafi tímabils 17.104 15.154
Ný langtímalán 2.560 2.000
Afborganir langtímalána ( 2.834) ( 443)
Breyting á víxilskuldum ( 1.220) 1.800
Breyting á skammtímaskuldum 3.890 ( 1.800)
Verðbætur 266 393
Gengismunur 17 0
Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils 19.783 17.104

14. Leiguskuldir

Leiguskuldir greinast þannig frá upphafi til loka tímabilsins: 30.11.2024 29.2.2024
Leiguskuldir í upphafi tímabils 12.239 9.068
Nýir samningar 0 1.722
Afborgunarþáttur leigugreiðslna ( 1.262) ( 1.656)
Verðbætur 487 939
Aðrar breytingar samninga 1.203 2.166
Leiguskuldir, þ.m.t. næsta árs afborgun 12.667 12.239
Næsta árs afborganir leiguskulda ( 2.631) ( 2.579)
Leiguskuldir til langtíma í lok tímabils 10.036 9.660

Afborganir leiguskulda greinast þannig á næstu ár:

Afborganir innan árs 2.631 2.579
Afborganir eftir 1 til 2 ár 2.214 2.189
Afborganir eftir 2 til 3 ár 1.583 1.697
Afborganir eftir 3 til 4 ár 1.196 1.210
Afborganir eftir 4 til 5 ár 1.023 890
Afborganir síðar 4.020 3.674
Samtals 12.667 12.239

Heildarleigugreiðslur sem tengjast þeim leigusamningum sem færðir eru samkvæmt leigustaðli IFRS 16 námu 2.086 millj. kr. á tímabilinu (2023/24: 1.825 millj. kr.).

15. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 30.11.2024 29.2.2024 968 864 Tekjuskattur til greiðslu ...................................................................................... Viðskiptaskuldir .................................................................................................. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:

Viðskiptaskuldir 15.452 13.095
Aðrar skammtímaskuldir 2.137 3.531
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals 18.557 17.490

16. Félög í samstæðu

Dótturfélög í samstæðu Haga hf. voru sex í upphafi tímabils en sjö í lok þess. Dótturfélögin eru eftirfarandi:

Eignarhlutur
Staðsetning 30.11.2024 29.2.2024
Hagar verslanir ehf. Ísland 100% 100%
Olís ehf. Ísland 100% 100%
Bananar ehf. Ísland 100% 100%
Noron ehf. Ísland 100% 100%
Stórkaup ehf. Ísland 100% 100%
Eldum rétt ehf. Ísland 100% 100%
Hagar Wine B.V. Holland 100% 0%

Nýtt dótturfélag Haga hf., P/F SMS í Færeyjum, verður hluti af samstæðu Haga á fjórða ársfjórðungi 2024/25, þ.e. frá og með 2. desember 2024. Sjá nánari upplýsingar í skýringu 19.

17. Tengdir aðilar

Tengdir aðilar félagsins eru stórir hluthafar í félaginu, hlutdeildarfélög þess, lykilstjórnendur og stjórnarmenn. Viðskipti á milli félagsins og dótturfélaga þess, sem eru skilgreind sem tengdir aðilar, hafa verið færð út í samstæðureikningsskilum og eru ekki hluti af þessari skýringu.

Viðskipti við tengda aðila

Viðskipti við tengda aðila eru við hlutdeildarfélög og greinast þannig:

2024
1.9.-30.11.
2023
1.9.-30.11.
2024
1.3.-30.11.
2023
1.3.-30.11.
Seldar vörur og þjónusta
Keyptar vörur og þjónusta
(
56
534)
172
(
889)
( 245
1.653)
( 363
1.991)
Viðskiptakröfur í lok tímabils
Viðskiptaskuldir í lok tímabils
( 9
164)
( 7
204)

18. Kennitölur

Helstu kennitölur samstæðunnar eru eftirfarandi:

2024 2023
Rekstur 1.3.-30.11. 1.3.-30.11.
Rekstrarhagnaðarhlutfall (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir / vörusölu) 8,1% 7,8%
Hagnaðarhlutfall (hagnaður eftir skatta / vörusölu) 3,0% 3,0%
Launahlutfall (laun og launatengd gjöld / vörusölu) 9,7% 9,1%
Kostnaðarhlutfall (annar rekstrarkostnaður / vörusölu) 4,7% 4,2%
Veltuhraði birgða (kostnaðarverð seldra vara / meðalbirgðastaða) 10,5 10,0
Innheimtutími viðskiptakrafna í dögum 12,3 11,9
Efnahagur 30.11.2024 29.2.2024
Veltufjárhlutfall (veltufjármunir / skammtímaskuldir) 1,01 0,82
Lausafjárhlutfall ((veltufjármunir-birgðir) / skammtímaskuldir) 0,51 0,31
Skuldsetning (nettó vaxtaberandi skuldir / rekstrarhagnaður fyrir afskriftir) 2,3 2,1
Eiginfjárhlutfall (eigið fé / heildareignir) 35,4% 36,5%
Innra virði hlutafjár (eigið fé / hlutafé) 27,37 26,00

19. Kaup á öllu hlutafé P/F SMS í Færeyjum

Þann 22. október 2024 var greint frá því að Hagar hf. og eigendur P/F SMS í Færeyjum hefðu undirritað skilyrt samkomulag um kaup og sölu á öllu hlutafé í SMS. Þann 27. nóvember 2024 var endanlegur kaupsamningur vegna viðskiptanna undirritaður. Uppgjörsdagur viðskiptanna var mánudagurinn 2. desember 2024 og mun SMS því verða hluti af samstæðuuppgjöri Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2024/25, þ.e. áhrifa í rekstri mun gæta frá og með þeim tíma auk þess sem eignarhlutur verður þá bókfærður.

Kaupverð (e. enterprise value) í viðskiptunum nam tæplega 467 mDKK og virði hlutafjár (e. equity value) tæplega 327 mDKK. Kaupverð byggði m.a. á rekstri og áætlunum SMS fyrir rekstrarárið 2024, en tekjur fyrir árið voru áætlaðar um 730 mDKK og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) um 63 mDKK. Kaupverð byggði einnig á mati á fasteignasafni SMS. Vert er að benda á að áhrifa leigustaðals IFRS 16 gætir ekki í uppgefnum afkomutölum SMS. Hagar greiddu kaupverð með reiðufé að upphæð um 267 mDKK og afhendingu 13.867.495 hluta eigin bréfa að virði 60 mDKK í viðskiptunum. Hluti kaupverðs sem var í reiðufé var greiddur í lok 3. ársfjórðungs (á biðvörslu) en afhending bréfa fór fram þann 2. desember 2024, þ.e. í upphafi 4. ársfjórðungs. Hagar fjármögnuðu hluta kaupverðs með nýju 200 mDKK láni til 12 mánaða en unnið verður að langtímafjármögnun á næstu misserum.

SMS er leiðandi verslunarfélag í Færeyjum og rekur m.a. átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum, fjórar smærri dagvöruverslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. SMS er einnig umsvifamikið í annarri starfsemi, m.a. rekstri stærstu verslunarmiðstöðvar Færeyja, fjölda veitingastaða, smávöruverslana, brauð- og kökugerðar, kjötvinnslu og líkamsræktarstöðva. Að auki á félagið fjölbreytt fasteignasafn sem telur um 11.000 m2 sem er að mestu nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila. Markmið kaupanna er að renna frekari stoðum undir og styrkja rekstur Haga á sviði dagvöruverslana og auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval SMS í Færeyjum.

20. Söluferli Olíudreifingar ehf.

Í apríl 2024 var tilkynnt um að Olís, dótturfélag Haga, ásamt meðeigendum sínum hefðu komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. Í framhaldi af þeim undirbúningi var þann 26. september 2024 tilkynnt um að ákveðið hefði verið að hefja formlegt söluferli á eignarhlutunum. Olís á 40% eignarhlut en Olíudreifing er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu eldsneytis á Íslandi. Borist hafa óskuldbindandi tilboð í félagið en ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Olíudreifingu, sem gæti lokið með sölu á félaginu.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.