Delisting Announcement • Dec 23, 2024
Delisting Announcement
Open in ViewerOpens in native device viewer

Stjórn Marel hf. samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam, eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda.
Ákvörðun stjórnar fylgir í kjölfar samþykkis hluthafa Marel hf. sem eiga um það bil 97,5% af útgefnum og útistandandi hlutum í félaginu á valkvæðu yfirtökutilboði JBT Corporation, sem tilkynnt var um föstudaginn 20. desember 2024.
Hlutabréf sameinaðs félags, JBT Marel Corporation (JBTM), verða áfram skráð á New York Stock Exchange (NYSE) og tvískráð á Nasdaq Iceland, en samþykki Nasdaq Iceland á tvískráningu félagsins á markað liggur þegar fyrir. Gert er ráð fyrir að hlutabréf JBTM muni verða tekin til viðskipta á bæði NYSE og Nasdaq Iceland þann 3. janúar 2025.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið [email protected] og í síma 563 8001.
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.100 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 700 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.
Marel: Stjórn óskar eftir afskráningu hlutabréfa hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.